Heimskringla - 18.08.1898, Blaðsíða 1

Heimskringla - 18.08.1898, Blaðsíða 1
Heimskringla. XII. ÁR WIXNIPEGI, MANITOBA, 18 ÁGÚST 1898 NR 45 FRIDUR. Þá er stríðiðmilli Bandarnanna og Spánverja á endn, að minsta kosti fyrst um sinn. eða þaimað til sáttanefudir þessara þjóða hafa gert út um það, hvort samkomulag uni sættir geti órðið eða ekki. A föstudaginn var, kl 4.28 e. m.. skrifuðu þeir M. Cambon, sendi herra Frakka, en sem nú er umboðs maður Spánverja, og Judge Day. utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna undir hin helztu uudirstöðuatriði fyrir friðar- samningunum. Þessi atriði eru sem fylgir : 1 Að Spánn sleppi öllu tilkalli til eignar eða stjórnar á Cuba; 2. að Porto Rico ásamt öðrum spán- verskutn eyjum í Vest Indíum og ein af Ladrone-eyjunum, sem Bandarikin geti vaiið hér á eftir, skuli verða eign Bandaríkjanna; 8. að Bandaríkin taki og haldi bæn- um Manila, flóanum og höfninni, þang- að til algerður friður er saminn og gert verður út um stjórnarfyrirkomulagið á Philippine-eyj unu m; 4 að Spánverjar undireins hafi sig burt af Cuba, Porto Rico <.g öðrurn Vest Indía-eyjunum með herlið sitt og embættismenn, og að sáttanefndin, sem verður að vera útnefnd innan 10 daga. skal innan 30 daga frá því skrifað er undir samninga þessa, mæta í Havana og San Juan, til þess að sjá um burt- för Spánverja þaðan; 5, að Bandaríkin og Spán skuli hvort um sig ekki útne'ua fleiri en 5 nefndar- menn, til þess að útbúa og samþykkja fullkomna friðarsamninga, og nefndin skuli mæta í Paris ekki seinna en 1. Október. 6. að þegar búið er að skrifa undir þessa samnii.ga, skal stríðið hætta og stjórnin tilkynna hershöfðingjum sín- um þessa samninga svo fljótt sem auð- ir er. Eins og þessi samþykt ákveður, lét forSeti'McKinley tilkynna öllum sinnm herforingjum og flotastjórum að stríðið væri á enda, en áður en sú tilkynning komst til þeirra. höfðu þeir háð orust- ur við Spánverja all-víða. A Porto Rico háðu þeir tvo landbardaga og unnu þá báða meðlitlu mannfalli. Flot- inn gerði töluverðan óskunda af sér við Cuba strendur, og Morro vígið hjá Ha- vana skaut á herskip Bandaríkjanna og skemdi eitt þeirra töluvert, —Dewey og Merrit tókn Manila, og er það happa stryk, þvi Spánverjar hafa þá því minna að segja viðvíkjandi Philippine- eyjunum, þegar sáttanefndin kemur saman. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Gamli Corbett, faðir James J. Cor- betts, hins mikla hnefaleikara, skaut kon í sína til dauðs og skaut svo sjálf- an sig á eftir. Þau áttu heima i San Francisco. Sonur þeirra var austur í ríkjum, en brá undireins við og hflt af stað vestur með konu sinni og bróðir. Shafter herforingi á Cuba hefir ýms óþægilegheit af óhlýðni hermanna sinna. Ein af herdsildum þeim sem hafði verið sett til þess að sjá um San- tiago bæinn, var orðin svo ærslafull. að Shafter mátti til að senda hana burtu úr bænum og út á laridsbygðina. I hennar stáð sendi hann þangað nevra lierdedd eina, sem hefir áður sýnt það, að þeir kunna að haga sér eins og mönnum sæmir. Meðan stóð á bardaganum við Ma- nilla, slapp hinn spánski hershöfðingi, General Augustine á burt. Bátur frá einu þýzka herskipinu beið hansí fjör- unni og tók hann samstundis nm borð. Síðan flntti herskipið haun til Hong Kong í Kína, Augustine var nokkrum dögum áður búinn að missa yfirstjórn hersins; hún hafði verið fengin í hend- ur öðfum, en alt fyrir það var leiðin- legt fyrir Bandamenn að missa mann- greyið. og er lítill efi á því, að Þjóð Veijar fá að sýna góðar og gildar á- stæður fyrir aðfeið «úini Eldur kom upp í verkstofu eg geymsluhúsi Victoria Cheiuical félags- ins i Victoria. B. C. á þriðjudaginn Eldinagnið varð voðaleat. því allskonar satnsafn af eldfimum sprengiefnum var þar samankomið Margir héldu fyrst að Rússar væru komnir og farnir að skjóta á bæinn. þegar sprengingarnar byrjnðu. - Hermennirnir fóru á höið ustu ferð til vopnabúranna og hugðust að búa sig til varnar. En áður en eld urinn gat brotist lengra út, kom slökkvi lið bæjarins og gat stöðvað eldinn að miklu. Vindur var einnig mjög hag- stæður, stóð af landi, en byggingarnar fast fram við sjó. Skaðinn er metinn um $25,000, með fullri eldsábyrgð. Altaf ljókkar útlitið milli Breta og Rússa, og ekki gott að segja hver eridir- inn kann að verða. Sagt er að Breta stjórn hafi heimtað að Li Hung Chang gamli yrði settur frá embætti sínu í Krna, því víst þyki að hann liafi þegið mútur af Rússum til að vera þeim hlið- hollur gagnvart Bretum. Fellibylur og haglstormur æddi yfir suðvesturhlutann af Minnesota og suð- austurpartinn af Suður-Dakota á mánu daginn. Frá 15 til 20 rnanns er búist við að hafi beðið dauðann af völdum veðursins. í fyrra framleiddu Dakotaríkin og Minnesota 130 milj. bush. af hveiti, en í ár er búist við að uppskeran verði bað ineiri að þau frainleiði 190 millíónir bush. Af þeirri upphæð er búist, við að Minnesota framleiði 88 millíónir bush.-, Norður-Dakota 05 millíónir og Suður- Dakota 37 millíónir bush. Lítið raknar úr pólitisku flækj- unni í British Columbia enn þá Mr. Beaven, sá sem fylkisstjórinn hafði kvatt til þess að mynda nýtt ráðaneyti gaf þann starfa frá sér, þar eð helztu flokksbræður hans vildu ekki vera í ráðaneytinu með honum. Hefir þvi fylkisstjórinn á ný útnefnt Charles A. Semlin til Jiess verks, og lítur nú út fyrir að honum ætli að takast það. Frétt frá Ástralíu segir að þar sé fundið annað Klondíke hjá Gwynne- vatni, skamt frá bænum Kanowan. ÞarTiafði fundizt gullstykki, sem vigt ar 95 pund. Mehn þyrpast þangað í þúsundatali. búast sjálfsagt við að allir geti fundið svona lagleg gullstykki. Hetjan Hobson. sem sökkti Merri- mac, var i boði í St. Louis hér um dag inn. Ein af fríðustu og mestvirtu stúlkum bæjarins, gekk tíl hans i sam- kvæminu og bað hann að kyssa sig- Hobson gerði það undireins með á nægju; hann tók það eins og það var meint, að eins sem þakklæti fyrir hug prýði hans. Blöðin sum spynna heil- langar sögur út af þessu, og eru sumar þeirra all-hlægilegar. Kafteinn Cbarles D. Sigsbee, sem var yfirmaður á herskipinu Maine, þeg- ar það var sprengt í loft npþ á Havana- höfn, hefir verið skipaður kafteinn á herskipinu Texas. Þykir það mjóg vei tilfallið að setja hann yfirmann á það skip. þar það var bygt alveg eins og Maine. Kafteinn Pliilips. sem áður var á Texas, verður settur j-firmaður á Mare Island herskipaverkstæðinu í Cali forniu. Einnig hefir kafteinn Good rich, sem stjórnaði viðlaga herskipinu St. Louis, verið skipaður kafteinn á New Ark flaggskipinu Commodore Wattsons, en kafteinn Bakersem þar var áður. tekur við herskipinu Oregon, fyrverandi kafteinn þess Clark verður sakir heylsuleysis að vfirgefa skipið. Þjóðin saknar þessara tvevgja het.ja kafteins Philips ogClarks af herskipum sínum, en enginn efi er á að hinir yngri menn fara eins vel að þegar nauðsjTn krefur. Fregn frá Porto R'co segir. að sjálf- boðaliðs hermaður í 2. Wisconsin her- deildinni, Laluke að nafui, hafi skotið til dauðseinu hermann Bandaríkjanna, og að hann hafi samstundis verið dreg- in fyrir herrétt og fundinn sekur af glæpnum, og síðan skotinn. Fellibylur æddi yfir nokkurt svæði í Tennessee í vikunni sem leið, biðu þar 17 manns bana af og eignatjón varð fjai sk alegt. Voðalegt þrumuveður með ofsa hvassviðri gekk yfir vestur-Ontario á fimtudagskvöldið var. Nokkrir bænd- ur mistu kornhlöður sínar með öllu sem í þeim var, sem í flestum tilfellum var öll ársuppskera, og margar stórbygg- ingar eyðilögðust alveg. Tjónið er á- kaflega mikið og víðtækt, og ekki hægt að meta nú þegar. Smábærimi Mhd.'c í Ontario nær því eyðilagðisi af eldi á laugaidags- kvöldið Eldurinn byrjaði í fjósi við Windsor hótelið Hóieliðov pósthúsið otr nokkrar búðir brunnu. Skaoinn er met- inn á $75,000. Aðmiráll Piillise>- er að mynda vara- sjóherdeild í B, itish Colnrobia. Savt er að ófriðsrútlit ntilli Breta otr Ri’tssa muni hafa hert á þrí Herdeilditi byrj ar æfingar undireins Col. John Hav, sendiherra Banda- manna í Englandi. verður eftirmaður Judge D„y, sem hefir verið utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna Col. Hay tekur við embættinu undireins og sátta nefnd milli Spánar og Bandaríkjanra verður útnefnd. því Judge Day er sjálf- sagður að verða í þeirri t efnd. Full- yrt er að Whitelaw Reid verði skipaðu sendiherra á Bretlandi i stað Col. Hay. Maður að nafni Claus. sem hafði drepið tvo félaga sína. Burns og Hoi.d rickson. á Stikine-brautinni, sem vorn á ferð með honum til Klondike. var tek jnn fastur og settur í fang»húá!ð í Na - naimo. Skömrnu þar á eftir var hann dæmdur til hengingar; sagði hann oft að hann væri ekkert hræddur við að deyja, en hann sagðist vera hræddur við galgann, og mæltist því undan að þurfaað dejTja þeim dauðdaga, er hann óttaðist mest. Maður þessi átti sér konu. trúa og dygga, og um leið kjark- mikla og snarráða. Þegarhún vissi að engin von væri til að maður sinn gæti komist undan háðungar dauðanum á galganum, þá fékk hún leyfi hjá yfir- manni fangahússins að mega búa til miðdegisverð mannsins síns deginum áður en hann átti að verða hengdur, og að hún mætti færa honum hann sjálf Hún bjó honum svo til beztu máltíð og fór með hana inn til hans, en saman við matinn hafði hún látið góðan skerf af strycknine, því hún vildi þannig forða manni sínum frá því að deyja á galg- anum. Henni tókst það líka, því mann ræfillinn dó sama kvöldið með mestu harmkvælum, en samt, mjög ánægður yfir þyí að frelsast frá galganum. Mánudagurinn síðastl. var sá heit- asti dagur sem komið hefir í London á Englandi þet.ta sumar. Fjöldi fólks beið bana af og jafnvel hinir ötulu og harðfengu lögregluþjónar stóðust ekki hitann. Þriðja herdeildin frá Virginia sem situr nú í Camp Alger ásamt mörgum fleirum, ætlaði á þriðjudaginn að hengja negra, nefnil. án dóms og laga, negrinn hafði smánað nokkra af þeim í orði, en þeir vildu ekki þola það án hefnda. Major General Butler, sem eryfiröllum hernum þar var mjög flýótur að koma í veg fyrir þenna glæp; lét hann hjnar herdeildirnar.vopnaðar sem til bardaga, ráðast á Virginia menn og reka þáí her- búðir sínar. Síðan lét hann setja strangan vörð yfir þá. Búist er við að um 300 manns verði reknir úr her- deildinni. Stutt ágrip af ræðu borgarstjóra Andrews, er hann hélt á þjóðhátíð íslei'dinga, í Winnipeg, 2. Ágúst 1898. Herra forseti, heiðruðu tiiheyrendur. Hjartanlega óska ég forstöðunefnd jTðar til lukku með hina ágætu og á- hrifamiklu þjóðhátíð, sern þér haldið hér í dag. og sem samansafnar meðlint- um þessa þjóðflokks til að minnast síns fræga föðurlands. Eg óska yður til lukku, ekki sem íslendingum eða út- lendingum, heldur sem Canadiskum meðborgurum. Mér skilst að þér haldið því fram,—og ég hygg það vera rétta kröfu— að forfeður yðar, hinir sögu- frægu víkingar, hafi fundið þetta mikla land 500 árum áður en Columbus fann það. Þess vegna er það í rauninni öf- ugt að bjóöa yður velkomna hingað til landsins, því það eruð þér sem hafið all- an rétt til þess að bjóða aðra velkomna hingað. Þér hafið kornið hingað. ekki til þess að verða hér að Ei.glum. Skot- um eða íslendingum, heldur til þess að verða Canadiskir borgarar. í tilliti til inntíutninea fólks i þetta land. þá er ekki heppilegt að leggja aðaláhersluna á fjöldann, heldur á hæfileika þeirra sem til þessa lands fl.ytja. Og með tillit.i til þess, af hvaða ættstofui þér Llei.dini'ai eruð komnir. þá mun óhætt að segja. að ald'ei hefir noWkur þjóðfloWknr fluti ti1 þessa m k’.a meginlands. í h'-erra æð.ui. hefir runmð ættgöfgra bloð ii. l lui en í hinum islenzsa þjóðflokki. Og hvergi á jörðmmi getur ættgöfgari þjóð, held ur en þá. sem rekur ætt sína fram til hínna mikln og voldugn víkinga, sem í fomöld báru ægishjilm jTfir öllum Norðurlöndmn með afli sínu og hug rekki Þeir höfðu skáld af sínum þjóð- flokki við allar konungahirðir Norður- landa. Þessi þjóðflokkur var viður- kendur fyrir skáldskap og bókmentir alt frá hiimm fyrstu sógutímum. og þetta voru Islendingar—forfeður jTðar. —Þér eigið og heiðnr og þökk skilið fyr- ir það, að þér komuð hingað með hirium fyrstu fiumherjum á barndómsárum þessa Norðvesturlands, og hafið þolað hér alla þó örðugleika og þrautir, sem fylgja þvf að byggja upp nýtt land. Fyrir þetta eigið þér þökk og heiður skilið. Og ég vona og óska að þetta heimsins bezta land launi yður ríkulega starf yðar í þarfk þess. Það er óhætt að segja, að vér erum hér í eins frjósömu landi eins og auga raanns hefir nokkru sinni litið, og það er engum efa bundið, að starfsemi yðar, hyggindi og sparsemi hlýtur með tím- anum að gera þjóðflokk jTðar auðugann. Þér tilheyrið aðalleva þeim flokki fólks, sem neytir sins brauðsí sveita sins and- litis, og um leið og þér eruð iðjusamir þá sjáið þér um það að gjalda hverjum sitt og fyrrast allar skuldakröggur. í hinu félagslega'lifi takið þér einnig yð- ar tiltölulega þátt. Þér hafið komið til þessa lands til þess að auðga þjóðina að velsæld og gáfum og þekkingu. Mér hefir verið sagt, að á íslandi sé ekkert barn 10 ára gamalt, sem ekki sé lesandi og skrifandi, og í þessu landi hafið þér það sem enginn annar þjóðflokkur hefir, en það er, að skólakennarar af yðar eig- in þjóð eru i öllum yðar skólum út um byggðirnar. kennandi á enska tungu. Þér látið einnig til yðar taka í flestöll- um atvinnumálum þessa lands. Þér hafið kaupmenn, lögmenn, lækna, og þér hafið tvö fréttablöð. Síðan hinir fyrstu íslenzku landnemar komu hingað 1675, hefir þjóðflokkur yðar aukist þar til þér eruð nú um 10,000 að tölu hér i Canada, og af þeim eru um 4000 hér í Winnipeg _ Eg segi þvi sera borgar- stjóri þessa bæjar, að ég þekki engann þjóðflokk hér i landi, er taki yður fram að likamlegu eða andlegu atgervi, og enga sem séu virðingarverðari borgarar heldur en fólk af jTðar þjóðflokki. Svo votta ég yður öllum þakklæti mitt fyrir þá virðingu sem þér hafið veitt mér, með því að bjóða mér að á- varpa jTður hér í dag. Og ég óska yður til lukku og góðs gengis framvegis með þessa ágætu þjóðhátíð jTðar. Bréf frá Klondike. Dawson, 11. Júlí 1898. Kæri vinur M. Pétursson :— Það verður víst ekki opt sem ég nenni að skrifa héðan ; en í þetta sinn langar mig til að gefa mönnum hug- mynd um hvernig ástatt er hér og hvað verið er að gera. Það fyrsta sem fyrir mér verður er bærinn hérna. Hann stendur undir brekku og er liðug míla á lengd og kvart míla á breidd. Þessi bær er mjög ó- þokkalegur, bæjarstæðið er blaut og úld- in og fúin mosamýri. Aðalstrætið er á fljótsbakkanum. Það er bj-gt báðum megin, en þeir sem eru fljótsmegin og þurfa ekki að borga nema $4—$0 i rentu fyrir fetið um mánuðinn, verða að bj'ggja á stólpum út í fljótið. Það má búast við að þessttm tjöldirm og húsum sópar burtu í vor. því þá verður vatnið hálft annað fet á dýpt uppi á bakKanum. Það er næstum undarlegt hvað þessi bær er friðsamur. Hér sjást engin áflog eða drykkjulæti ; menn umgangast með kurteisi hverjir aðra, og eru ekki að reyna að stinga nefinu í annara einka- mál, eins og víða á sér stað annarstaöar. Það væri ágætt fyrír allar kjaftakindur og slúðurbera að koma hingað, því hér hlustaði enginn á það, svo þetta fólk jTrði að fá sér aðra atvinnu. Það er sagt að hér i bænum séu 30 þúsund manns, og upp um hóla og læki séu 10 þúsnndir. Það er mikill munur að sjá þá sem búnir eru að vera hér. því þeir hafa flestir töluvei ða peninga, eða að sjá þá sem nýkomnir eru, atvinnu- lausir og peningalausir, og fjöldamargir veikir. Margir hengja höfuð á bringu og eru að reyna að selja út; má vera að þeirra síðustu vonir séu aðengu orðnar. SjúkrahUsið hér er alveg fult; legu- kostnaður og læknishjálp er $10 á dag. Það er gigt og skirbjúgur sem að flest- iim gengur og snýst svo upp í aðra veiki. Sagt er að það muni ekki vera meira en einn af hverjum tíu sem komi lif indi hér út úr sjúkrahúsinu. Ástráð- ur, sem búinn var að liggja þar lengi, dó stuttu eftir að ég kom hingað. Tíðin hér má heita cóð: engir ákaf- ir hitar og ekki heldur rifningar. Það er svalt á nóttunni o T stundum frost ; jarðkuldinn er ákaflega mikill og þess vegna þiðnar svo lítið á snmrin, enda er mosinn altaf blautur og kaldur. Það má segja að hér er svo sem ekk- ert búið að grafa sundur af jörðinni, nema á Eldorado og Bonanza Creeks. Ef alt á að vinna sem búið er að skrá- setja, þá verða verkvélar að koma hing- að, annars lifa barnabörn okkar ekki þá tíð, að alt þetta land verði unnið. Hér er mikil óánægja út af nárna- lögunum nýju, og námaeigendur hafa á orði að láta ekki vinna þar til stjórnin er búin að létta af þessum 10 centa tolli (Royaltj-); annars ætla.þeir að geyma gullið í jörðnnni. Það liggur orð á því, að undanskildum sárfáum námalóðum borgi sig ekki að hafa daglaunamenn við að vinna þær ; gullið er ekki nógu mikið til þess. Það veldur líka mikilli óánægju, að ómögulegt þjTkir að fá upplýsing hjá stjórninni um, hvað upptekið er af land- inir og hvað ekki. Hver hóll og hver dalur er mældnr og hælar settir niður með mannanöfnum á. Menn vita að sumt af þessu hefir aldrei verið skrásett og ætti því að standa opið oir auglýst fyrir almenningi, en í staðinn fyrir"það er öllu haldið í járngreipum. Menn eru hér vel vakandi fyrir því sem þarf að gera. Það eru auðvitað nokkur flóu hér, sem halda sig á d.ms- húsum og láta drukkið kvennfólk leiða sig inn í danssalina og svo að veitinga- borðinu ; en þetta eru aðeins fáir af fjöldanum. Hér eru hópar af mönnum sem skifta með sér verkum og passaupp á hvert einasta tækifæri ; þeir eru eins og gammar sem skifta með sér geymn- um, og ef einhversstaðar.á jörðunni fell- ur til bráð, þá detta þeir niður úr loft- inu hver á eftir öðrum. Margir vissu að spilda ein á Domin- ion Creek átti aðopnast í þessum mán- uði. En það var eitthvað óvanalegt við það. Það njósnaðist að eitthvert sér- stakt lejTfi yrði að fá hjá stjórninni. en fáir vissu hvernig það var lagað. Svo var fest upp auglýsing um það, að þessi spilda yrði opnuð fyrir almenningi mánud«ginn 11. þ. m. En sá dagur var ekki kominn þegar önnur auglýsing var fest upp, laugard. 9. þ. m., og landinu slegið opnu tveim dögum áður en menn bjuggust við, og þar með fyrri auglýs- ingin afturkölluð, og vissir menn sem búnir voru að senda inn beiðni löngu áður, sátu f.yrir þvi sem þeir voru búnir að velja sér. Alt þetta vissu gammarn- ir í loftinu; þeir sjá jafnvel í gegnum skrifstofuveggina. Þeir lögðu af stað á föstudagsnóttina á "stampede” sem þeir kalla hér (æðis-hlaúp). Þeir sem ekkert höfðu frétt sáu hlaupin og vissu að eitt- hvað stóð til, stukku svo i hópinn. sem siðast var orðinn um 500. Allir hlupu sera mest máttu með húfurnar og hatt- ana í höndunum, löðrandi sveittir, hálf- berir, bláir og blóðugir, sumir með nest- ispoka, en sumir allslausir. 50 milur er nokkuð langur vegur, og þegar tekið er til greina að vegurinn er svo vondur. að hestar reka sig i gegn og rifa sig á hol á þessum snögum og agnúum sem alstað- ar eru, þá er ekki fui ða þó menn ríti af sér tuskurnar og séu illa útleiknir. Enn hvað höfðu menn nú upp úr þessum hlaupum V Fjöldinn kom aftur "með blóðga leggi og brostin lungu” ; höfðu auðvitað mælt sér út námalóð, en þegar hingað kom á stjórnarskrifstofuna þá voru aðrir búnir að biðja um þær löngu áður, en sem enginn vissi um nema fáeinir gæðingar stjórnarinnar. Það er ef til v.ll ljótt að segja það, en þessi aðferð finnst mér svipuð því þegar margir hungraðir hundar vakta mann sem hefir bein i hendinni og læst ætla að fleygja því; hundarnir stökkva koll hlaupa sig, rífa hver annan til að ná beininu,—sem svo er aldrei kastað. Svona gengur það til hérna. Lífið er erfitt, eitt stórt kapphlaup. Þegar menn eru búnir að setja sig niður og farnir að vinna fvrir sjálfa sig eða aðra, þá er hagurinn betri. Eitt er það sem menn verða að passa sig með, það er að láta sér ekki leiðast; það má ekki láta sig langa til "kjötkatlanna”, því þó erfitt sé hér i eyðimörkinni, þá er mað- ur þó frjáls. Eg get ekki gefið mönnum hugmynd um hvernighér veiðurí fram- tiðinni ; ég held samt að duglegur og heilsugóður maður gefi náð upp tölu- verðum peningum, ef haun er hér 2—3 ár. Sveinn. Ármann og Jóliann, sem fóru hingað i fyrra, fara héðan með fyrsta skipi heim og verða máske áund- an þessu bréfi. Teitur ráðgerir að fara héðan í haust og koma svo aftur næsta vor með meiri vörur. Skilaðu kveðju til kunningjanna. Þinn. S. SöLVASON. Eftirmæli JOSEPH HÓLM, fæddur2(i. Júni 1870; dáinn 15. Júli 1898 Ilann var efnilegur nmður, drengur góður og sveitungum sínum harmdauði. VIÐ JARÐAREÖRINA. I. Vinur,-—Þau eru ekki á mínu valdi kveðjuorðin hins framliðna, ef að hann, jTfir djúpið sem nú aðskilur, gæti hvíslað að ykkur hjartfólgnustu vonum síntim, látið ykkur nú í ljósi óskirnar sínar, rétt ykkur vingjarn- lega hendina eða sent ykkur siðasta kossinn. Þegar öllu er lokið, gæti maður þá viðurkent alla umiinnunina fyrir sér, alla ástina og velviljann til sín, allan söknuðinn sem eftir mann verður, hve hjartanlega myndi maður þá kveðja þetta erfiða líf, þennan örð- uga heim, sem veittu honum J>ó alt sem hann hefir nokkru sinni þekt, af unað og fegurð, af farsæld og ást. Þau geyma þó enn alt sem manni var nokkru sinni dýrmætt. Þá yrðu óafloknu ætlanirnar manni brennandi áhugamál; alt sem hann hefir vel og vingjarnlega til mannanna gert, að innilegri bæn til þeirra, um huggun og hjálp við þá sem manni eru kær- astir allra: skyldmennin nánustu —elskendurnir munaðarlausu. Al- drei myndu vinir manns og nágrann- ar jafn alúðlega kvaddir, né kona manns og börn finna eins glögt til >ess, að sig hafi hann elskað bezt af öllum mönnum — um okkur hefir honum þótt vænst. —Við, sem komum hér svona svip- lega saman, til að fylgja hinnm látna vini okkar til grafar, skiljum kveðj- una hans Ekki fyrir orðin -dauð- inn er mállaus—en gegnum tilfinn- ingar sjálfra okkar. Við vitum, að sú kveðja ei : 'LinBeg ’J’wi o» >ökk. II. Svo er þá að kveðja fyrst leiðirnar hafa sklfst svona — þín í gröfina, okkar út í lífið aftur; lífið það sem þú hafðir séð björtu hliðina af, allan þann unað og gleði sem æskan þín átti til handa þér; lífsstarfið sem þú hefir aflokið áður en fjörið var dofnað og manni fer að verða aflfátt. Þín er hvíldin, eilíf og órjúfanleg í faðmi grafarinnar; okkar er sökn- uðurinn, áhyggjurnar, erfiðið og mis- skilningurinn. Vandamenn þínir syrgja þig æfilangt, sveitin þín fá- menna saknar þín. Hver burtfluttur nágranni er henni missir, hver látinn ungur efnismaður er henni dáin von; þegar vinna skal að almennum þarfa- málum missir hún nú við liðsins þíns. Þegar æskan safnast saman til skemt- ana og leika, saknar hún nú eíns glaðly ndasta og myndarlcgasta mannsins. Þeim sem þér unnu heit- ast finst harmur sinn bótalaus Sé þeim það nú léttir að hafa eitt sinn átt þig! Sjái þeir svipinn þinn, sem þeir unnu, í andlitum barnanna þinna, glaðlyndið og æskufjörið þitt í hverjuin gróandi vordegi—það var þeim svo skilt. Aðra huggun dirfist ég ekki að bjóða þeim hngmn sem þekkja lífið og dauðann jafnglögt og ég, þeim hjörtum sem hveráminning nærri ýfir, sem hvert huggmiarorð næstum særir. Af gröfinni þinni er grassvörður- inn næstum rifinn og um stund verð- ur hún gröðurlaust fiag. Seinna mun hún þógrasi gróa— gróa jafnvel betur af því hún var tætt svona upp. Að missa þig svona ungann, sýnist eins og rifinn grassvörður af heilu æfistarfi,—en þó mun kað líka eitt sinn gróa. Eitt er víst, þrátt fyrir allan söknuð og efasemdir: árang- urinn af tilveru einstakl’ngsins týn- ist aldrei, þó hann sjáist ekki jafn- glögt er tímar líða. Hann er góð og farsæl afleiðing af hverju lífi, sem er ráðvandlegt eins og þitt var, hversu stutt sem það verður. Lífið er sthíðið, dauðinn er sættin Svo kveðjum við þig þakklátlegp, bróðurlega, hjartanlega, ástúðlega, eins og við vitum að þú kveddir nú okkur ef þú mættir. Stephan G. Stephansson,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.