Heimskringla - 08.09.1898, Blaðsíða 2

Heimskringla - 08.09.1898, Blaðsíða 2
il^MSRKÍNGLA 8. SEPTEMBER 1898 Kennara vantar vid Baldur-skóla fyrir Október, Nóvember og Desember þ. á., fyrir það fyrsta. Umsækjendur geti þess hve mikið kaup þeir vilji hafa, og hvaða prófseinkunn þeir hafi. Kennsla byrjar 1. Október. Tilboðunum veitir undir- skrifaður móttöku til 14 Sept., kl. 12 á hádegi. Hnausa. Man. 17. Áug. 1898. 0. Gr. Akraness Sec. Treasurer Baldur S. D. ferð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 um árið (fyrirfram borgað). Sent til Islands (fyrirfram borgað af kaupend- utn blaðsins hér) $1.00. Peningar seudist í P. O. Money Order Kegistered Letter eða Express Money Order. Baukaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum B. F. Walters, Útgefandi. Office : Corner Princess & James. p.0. BOX 305 Yerkamanna-dagurinn Margir voru orðnir hræddir um að veðurgaðinn mundi ætla að sýna hina verri hlið sína á verkamanna- daginn 4 mánudaginn var, því dag- ana fyrir hafði verið heldur bleytu- samt og á sunnudaginn var mikil rigning. En hér rættist sem oftar gamla máltakið: “það gefur hverj- um sem hann er góður til,” því mánudagurinn rann upp hýrlegur og bjartur, en þó nokkuð kaldari en margar mundi hafa kosið. Undirbúningur var mikill og ekk- ert til sparað af forstöðumönnunum að alt gæti orðið sem myndarlegast, og þeir sem ætluðu sér að taka þátt í skríið-öngunni, höfðu einnig lagt stund á að hafa útbúnað sinn sem allra ásjálegastann, meðfram ef 11 vill til þess að verða verðlauna að- njótandi, en þó einkum til þess að láta varning sinn koma sem snotur- legast fyrir almennings sjónir. Það var líka auð«:ð að sem fiestir vildu taka þátt í því sem fram fór þennan dag; það var auðséð að þeir vildu taka þátt í þessum eina degi á árinu, sem er sérstaklega tileinkaður verkamönnunum, deginum sem er tileinkaður þeim mönnum, sem bera landið á herðum sér. Þeir vildu eiga hlutgengi með þessum hráflstu, djarfmannlegu og myndarlegu mönn- um, sem kallaðir eru verkamenn. Það var sannarlega gleðiefni fyrir verkamennina, að sjá hve margir tóku þátt í þessari skemmtan þeirra, því einmitt þessi helgidagur þeirra miðar fremur öllu öðru til þess, að efla bræðralagogeiningmeðal verka- lýðs'ns, og það er einmitt það sem þeir þurfa að glæða sem bezt, því í einingunni liggur styrkleiki þeirra. Vér tókum eftir því, að sárafáir Is- lendingar voru í skrúðgöngunni og að þeir eru því að líkindum mjög fá- ir sem hafa gerst meðlimir verka- mannafélaganna. Þetta virðist oss ver farið því enginn efi er 4 því að þeir geta að ýmsu leyti bætt hag sinn með því að vera í félagsskap með þeim hérlendu verkamönnum sem stunda sömu iðn og þeir sjálflr. Það er vonandi að þetta smálagist og að ísiendingar hér leggi meiri rækt við verkamannafélögin hér enn þeir virðast enn hafa gert. Það er mjög líklegt að auðkífing- um og einokunarfélögum geðjistekki að þessu hátíðahaldi verkamanna, og allir vita að þeim er meinilla við öll verkamannafélög. Af hverju skyldi það koma ? Það kemur vitaskuld af þvf, að þeir eins og aðrir hljóta að sjá og skilja, hvað það þýðiref verka- mennirnir standa allir sem einn; þeir sjá það og skilja, að þeim veitir þá örðugra að troða öll mannréttindi undir fótum, og að þeir geta þá ekki lengur kúgað og keyrt vinnuþiggj- endur eins og þeir hafa gert og gera. Verkamannafélögin eru það eina afl sem til nokkurs er að beita gegn kúgun og ofbeldi auðvaldsins. Það er því ósk og von vor, að landar vor- ir leggi til sinn skerf til þess að ná því stóra takmarki: meiri jöfnuði milli vinnuveitenda og vinnuþiggj- enda, sem er það eina er getur trygt framtíð sjálfra þeirra og afkomenda þeirra. Þjóðhátíð í Reykjavík Eins og til stóð var þjóðhátíðin haldin í Reyjavík 2. Ágúst f sumar, og flytja nýkomin blöð af “ísland” skýrslu um hana. Hátíðin fór í alla staði ágætlega fram ; veður var gott, en hvesti þó er á leið daginn, svo að ekki gat orðið af kappsundi sem á- kveðið haíði verið. Múgur og marg- menni hafði þyrpst til bæjarins úr nærliggjandi sveitum, og jafnvel menn austan úr Biskupstungum (um 2 dagleiðir) komu þangað til að reyna gæðinga sfna og skemmta sér á annan hátt. — Danska herskipið “Heimdallur” lág þar á höfninni, og studdu hermennirnir að hátiðarhald- ínu, með því að spila á horn allan daginn, o. s. frv. Aðal-skemmtanirnar voru : kapp- reiðar (4 skeiði og stökki), hjólreiðar, hlaup, glímur, kappróður, kappsigl- ing og dans. Ræðumenn voru þeir: lektor Þórhallur Bjarnasoh, héraðs- læknir Guðmundur Björnson, ritstj. Einar Hjörleifsson, Ditlev Thompsen, Hjálmar Sigurðsson, og Olafía Jó- hannsdóttir hélt tölu um ferð síua til Ameríku. Þrjú kvæði voru sungin : 1. Minni íslands, eftir Bened. Grön- dal; 2. Minni Reykjavíkur, eftir Guðm. Guðmundssoti, stud. med.; og 3. hið alkunna kvæði Jóns Ólafsson- ar: “Já, vér elskum ísafoldu.” Forseti dagsins, Jónritstj. Ólafsson las upp svobljóðandi ávarp frá Islend ingum í Kaupmannahöfn: “Kaupmannahöfn 8. Júlí 1898. Sem formaður “íslendingafélags” í Kaupmannahöfn, og í nafni allra félagsmanna, sendi ég, á þessum há- tíðisdegi allrar þjóðarinnar á íslandi, íslendingum beztu óskir alls góðs á komandi tímum. Með kærri kveðju frá löndum í Danmörku. J. Sveinbjörnsson.” Ma< donald og Aberdeen lávarður. í tilefni af því sem sagt var í Lög- bergi 25. Ág. um Hugh J. Macdon- ald, í greinmni “Skapvondur leið- togi,” set ég hér útdrdátt úr ritstjórn argrein í “Morning Telegram” um þetta mál. Blaðið er málgagn Con- servativa hér í fylkinu, ogsýnir þessi grein hvernig þeir líta á það mál : Þegar landstjórinn kom hingað til Winnipeg fyrir fáum vikum, þá vissu allir að það var hans síðasta embætt- islega heimsókn hingað, og eins og vant er við slík tækifæri, þá hefði það að sjálfsögðu lent á Hon. H. J. Mac- donald, sem forseta Manitoba klubbs- ins, að vera ferseti í því samsæti og jafnframt að mæla f'yrir minni land- stjórans, en þetta vildi hann ekki gera af þeirri ástæðu, að hann er einn af þeim sem halda því fram, að land- stjóri þessi hafi með breytni sinni, með því að taka þátt í pólitiskum málum með einum flokk en á móti öðrum, gert sig sekann í stjómar- skrárbroti og að hann hafi með því svívirt þá háu stöðu sem hann var settur í, og vanvirt konungsvald hins brezka ríkis. Það var því um þrent að velja fyrir Mr. Macdonald: 1. að halda forsetastöðunni og mæla íyrir minni landstjórans með því að seg.ja þar í ræðu sinni blátt áfram það sem honum bjó í brjósti, en sem vitanlega hefði hlotið að slá skugga á þá virð- ingu sem ber að sýna landstjórastöð- unni. 2. að tala þvert um huga sinn og hæla landstjórn Aberdeens hér meira en hann gat með góðri sam- visku gert; eða í 3. lagi, að komast hjá því að þurfa að segja nokkuð í því samsæti, eu það gat orðið að eins með því móti, að embættisskylda hans í klúbbnum knýði hann ekki til þess. Þetta gat orðið með því eina móti að hann segði af sér forsetastöð- unni, og það gerði hann. En ekki er það rétt, að þetta hafl orsakað neitt uppistand í klúbbnum. Menn þar af báðum pólitisku flokkunum skyldu vel afstöðu Mr. Macdonalds í þessu máli, og voru Iionum svo sam- dóma um að hann hefði gert það eitt sem beinast lá við, til þess að halda uppi heiðri sínum og klúbbsins við þetta tækifæri, að strax á eftir sam- þykktu þeir í einu hljóði að bjóða Mr. Macdonald að alturkalla uppsögn sína og halda áfram að vera forseti klúbbsins, og hefir hann gert það og er nú aftur forseti þar eins og áður. Að það, að Mr. Macdonald ekki gat fengið sig til að heiðra að neinu leyti Aberdeen lávarð, hafi ekki verið af partisku, geta menn séð af því, að hann vann að því að hafa heiðurs samsæti í klúbbnum fyrir Hon. Cliff ord Sifcon, þegar hann tók við innan- ríkisstjórnardeildinni, sem Mr. Mac- donald hafði áður umsjón yfir meðan hann var innanríkisráðgjafi. B. L. Baldwinson. “í leysingu.” Eftir Guðmund Friðjónsson. I. Svo heitir ritgerð ein eftir E. H., sem ísafold flytur í Maímán síðastl. Hún er vel rituð að sumu leyti eins og flest það sem höf. semur. En í aðra röndina er hún þó þannig gerð að mér þykir réttara að fara um hana nokkrum orðum, enda mun það vera sanngjarnt, að ég kvitti fyrir þær sneiðar og börð, sem höf. réttir að mér. Tilefni greinarinnar er það, að piltur sem verið heflr á Möðruvöllum, Jón Stefánsson að nafni, ferðaðist vestur f Húnavatnssýslu s. 1. vor og flutti þar fyrirlestra. Fyrir þá sök, að ég hafði áður fleytt mér á þess- háttar trjám kringum landið,og vegna þess ennfremur, að við erum úr sömu sýslu og “kjúklingar sama skóla” finnur höf. biýna ástæðu til þess, að spyrða okkur saman upp i ísuhjalli sínum svo sem velvalda fulltrúa Isl. öfugugga. Það er auðvitað mál, að EiDar, sonur séra Hjörleifs, ræður yfir spyrð- um sínum. En vera má þó að nokk- ur verði til þess, að aðskilja það sem hann hefir samtengt; því ekki er svo sem að guð haíi gert það sem E. H. gerir. Ég skal því fúslega játa, að sam kvæmt þeim fregnum sem höf. bygg- ir á, hefir Jón unnið sér óhelgi. En þar með er það engan veginn sýnt og sannað, að vér eigum “mergð manna, sem ganga með hugan fullan at gersamlega stað ausum ímyndun- um um að þeir séu færir að dæma og rita um alla skapaða hluti.” Einar Hjörleifsson er smánrsaman að prédika hina sto kölluð “karla- siðfræði.” Þetta getur verið gott og gagnlegt. En hinsvegar er það þó all-kynlegt, að sá maður sem fyrir nokkru ritaði söguna: “You are humbug Sir” og þýddi “Pestin í Bergamo” og dásamaði lífsskoðun G. Brandes, skuli ausa ösku yflr höfuð sér af ergelsi yfir því, að þeir menn sem nú eru ungir, grfpi jafn gáska- lega í klukkustrenginn og hann gerði eitt sinn, og hver maður nálega ger- ir á vissu aldursskeiði. Það er kyn- legt, að hann skuli ekki taka þá menn “í gegn” líka, sem ollu hneykslun meðal sinælingjanna þeg- ar Verðandi og Heimdallur gripu sporið. Þessi karlasiðfræði, sem ég nefndi, er í því fólgin, að telja það alt saman óalandi og óferjandi, sem yngri mennirnir gera og tala, ef það ríður í bága við gerðir eldri mannanna og skoðanir- Hún er komin fram fyrir þá si’tk, að Iöngunin til þess að lifa í stóðinu er þrotin, en alls ekki vegna þess, að merkisberar hennar hafi ver- ið betur siðaður á unga aldri en þeir menn eru, sem þeir vilja taka íbónda- beigjuna og setja í pokann. r Eg skal ekki rökstyðja þessa sögu með innlendum nöfnum og er það þó hægt, því þeir menn eru nafnkunnir vor á meðal, sem fyrir nokkru voru “guðlausir” drykkjuslæpingar og kvennagosar úti í Höfn, en sem nú eru orðnir bindindisfrömuðir, sið- fræðingar og svo vel trúaðir, að þeir standa á verði. En ég skal nefna út- lent dæmi: Tolstoy gamli, sem er einna frægastur skáldkonungur ald- arinnar, er nú genginn svo langt í karlasiðfræðinni, að hann vill ekki að mannkyninu sé haldið við á eðlileg- an hátt. En hann kemur fyrst fram með þessa kenningu, þegar hann er búinn að vaða lausungar elginn upp í mitti sem hermaður, og geta svo 16 •börn f hjónabandinu í þokkabót! II. Það sést berlega, að E. H. vill f raun réttri húðstrýkja alla alþýðu- menn, sem nokkuð hafa látið til sín heyra í seinni tíð. Hann hefir þó ort eftír Bólu-Hjálm- ar- -svo vel sem hann gat. Það má annars virðast kynlegt um mann, sem dvalið heflr langvistum í Ameríku, að hann skuli ekki geta flengt Jón Steíánsson eins og hann er í raun og veru, heldur þarf hann endilega að klóra framan í vinnu- manninn frá Amarvatni.* Hann leggur þrí-endurtekna á- herslu á vinnumanns-nafnið. Eða getur eðlilega hjá því farið,að sá maður, sem brýtur sér veg gegn- um ókunnar torfærur fari króka og falli á knén öðru hverju ? Er þess óskandi af alvöru, eða vill E. H., að hver og einn sneiði alger- lega hjá öllum torfærum og allir sneiði og þræði í spor eins, og einn í spor allra ? (Niðurlag næst.) Hann virðist ekki hafa gætt þess, —að hann sjálfur er og hefir verið vinnumaður. Þetta er kynlegt: að E. H. skuli lltilsvirða manninn fyrir stöðuna. Honum mætti þó vera kunnugt, að ýmsir allra nýtustu menn heimsins hafa verið ólærðir eða lítt lærðir verkamenn. “Selfmade man” er orð sem ensku þjóðirnar þekkja og eiga mikið að þakka. Ég man ekki bet- ur, en að Edison sé einn þeirra o. fl. “Hvað þurfum vér að hlusta á timburmanninn frá Nazaret?” sögðu Gyðingarnir forðum.—“Er ekki þessi alinn upp mitt á meðal vor ?” Vínsölubann. Reynsla ríkisins Maine. Ríkíð Maine hefir haft vínsölubann stödugt i gildi síðan árið 1858. Þessi lög banna að búa til eða selja í ríkinu alla áfenga drvkki nema til lækninga, smíða eða iðnaðar. Þegar vín er selt til þessarar leyfi- legu notkunar, þá eru til þess valdir sérstakir sölumenn (agents). Hefir mönnum gefist starfi þeirra illa, eftir- litið hefir verið slakt og stundum hefir það komið í bága við vínsölulögin. Það mundi hafa þótt ólíklega spáð hér á árunura, að einn hinn helsti styrktarmaður Verðandi og Heim- dalls, myndi ganga út á strætið í lið með Fareseum. Tvennir verða tfmarnir. Ég þekki annars ekki þessa mergð manna, sem telja sig “færa til að dæma um alla skapaða hluti og rita.” Jú, E. H. heflr að vísu ritað og dæmt um fjölmargt og gert það oft vel og sanngjarnlega. Ef hann mein- ar þetta til mín, þá er það skjótast sagt, að fyrirterð og fjöldi ritsmíða minna er alveg hverfandi á við hans Hann hefir “vaðið” elginn fyrir pen- inga, ég hefi gert það kauplaust af innri hvöt og þörf. Hann hefir löng- um verið leppur og skjaldsveinn Magnúsar konungs og Erlings skakka en ég Birkibeinn úti á mörkinni. Ef hann þykist hafa haft drengilegri hvatir en ég—þá verði honum mat- urinn að góðu og samviskan til heilla. Hann kallar ritling minn “Búkollu og skák” “samsetning,” auðsjáan- lega í lítilsvirðingarskyni, en reynir þó ekki til þess að hrekja hann, enda mun vera það um megn; og hann liggur mér á hálsi fyrir það, að ég ferðaðist með “Skák” og hafði að fyrirlestri í fyrra. Hann er líklega búinn að gleyma því, að hann sjálf- ur ferðaðist um byggðir Vestur-Is- lendinga, áður en hann fór heim, með samsetning eftir sjálfan sig, s 3in eng- inn verulegur matur var í—sem ekk- ert i 111 var eínusinni hægt að segja um. Það er illa gert af E. H. að reyna til að svívirða tilraunir umkomulít- illa alþýðumanna, til þess að sjá sig vitund um og rýmka sjóndeildar- hringinn. Fyrst er þess að geta, að honum má vera kunnugt um skó- kreppu íátækUrinnar, og að þeir sem hana þekkja, gera stunduin fleira en þeim þykir gott. Og í öðru lagi er það sannast sagt, að þótt hann sé hæfileikamaður og hafi þegar lagt til bókmenta vorra betur en ekki, þáeru þó til alþýðumenn, “vinnumenn,” sem standa honun. langt framar að bókmentalegri listfengi, t. d. Sigurð- ur Breiðfjörð og Bólu-Hjálmar, að ógleymdum voru fornu rithöfundum og skáldum. Kórmakur hlóð vegg og barði, og leitaði fjár a þeim tíma, sem hann orkti hinar Ijóinandi fallegu mann- söngsvísur til Steingerðar. Dregur si starti hans skáldið niður í skarnið? Mér finnst að hver maður megi þakka fyrir, ef hann er aðeins góður vinnumaður, hvort heldur sem hann er vinnumaður bóndans, einhvers annars einstaklings, eða þjóðfélags- ins í heild sinni. Það er annars kynlegur blaðamað- ur, sem í öðru orðinu læst vilja auka þekkingu einstaklingsins en f hinu orðinu tekur hann í lurginn fyrir það, að hann reynir að hafa sig áfram. Getur nokkur maður gert betur en þetta: að reyna af fremsta megni að hafa sig áfram og fleyta sér á þeim trjám sem hann nær í ? ”) Arnarvatn setur hann ásamt Mývetningum i Nordurþingeyjarsýslu. Fleirum eru takmörk sett en Möðruvell- ingum og “vinuumönnum” þegar um þekkingu og gætni er að ræða.—Hðf. Maine er eitt af ríkjum Bandaríkj- anna og getur því ekki bannað borgur um sínum að flytja inn vín sem keypt er í öðrum hluta landsins. Þetta hindr- ar því stórlega framkvæmd vínsölu- bannsins. Lögum þessum eiga að fram- fylgja embættismenn sem borgararnir kjósa hver í sínu kosningaumdæmi, og geta menn glögt skilið það, að þar sem hófsemdartilfinningin er slök, þar muni embættísmenn þessir lélega fylgja fram lögunum. Erfiðleikar þeir sem á hefir verið minnst perir það ómögulegt að fram- fylgja lögunum um vínsölubann eius vel og rækilega, eins og viðlíka lögum hefði framfylgt verið í landi sem eins hefði legið og eins hefði verið stjórnað og Canadaríki. Mainelögin hafa ekki upprætt víndrykkjuna þar. En þó hafa þau áunnið það, og að því leyti haft góð áhrif á almenning, að þau hafa að mak legu hlotið lof og fylgi meirihluta borg- aranna. Það eru engar ýkjur að segja, að almenningsálitið í ríkinu er óhikað með lögunum, og að engin líkindi eru til að þau verði úr gildi numin. Árið 1881 var leitað atkvæða almennings um það, hyort setja skyldi lög þessi inn í stjórnarskrá ríkisins og féllu þá at- kvæðin þannig : Með...................70,783 Móti..................23.811 Meirihlati með banni 46.972 Árið 1885 komu meðmælendur vín- söluleyfis fram með frumvarp á löggjaf arþiugi ríkisins að láta almenning aftur greiða atkvæði um það, hvort lög þessi skyldu standa í stjórnarskránni. Var þá hörð sókn með og móti, en svo lauk, að frumvarpið var felt á þinginu, með 114 atkv. á móti 13. Það er mjög torvelt að fá nákvæm- ar skýrslur um útbreiðslu drykkjuskap- ar í hóruðum og sveitum. Skýrslur embættismanna sýna hve margir hafi verið í fangelsi settir og stundum tölu þeirra sem dómi hafa orðið að sæta fyr- drykkjuskap í hinum ýmsu ríkjum og fvlkjum. Svo eru og skýrslur lögreglu- manna, sem telja upp alla þá sem inn eru settir í borgunum fyrir drykkju skap. En engar skýrslur eru til um samanlagða tölu þeirra, sem fastir eru teknir fyrir drykkjuskap í fylkjunum eða ríkjunum. Og ekki mundu heldur skýrslur þessar sýna útbreiðslu drykkju skaparins í hverjum stað út af fyrir sig, nema þeim fylgdu skrár, er sýndn regl ur þær er yfirvöldin fylgdu er þau tækju drykkjumenn fasta. Því að af rann- sótnum stjórnarnefndarinnar í vínsölu- málinu sjáum vér, að menn hafa verið teknir fastir fyrir drykkjuskap i Maine, sem mönnum hefði ekki komið til hugar að setja inn í hinum ríkjunum né i Canada. Sem dæmi þess má tilgreina orð lögregludómarans Andrews frá Augusta. Hann sagði : Við erum strangir hér að taka m inn fasta. Ef að menn eru nokkuð skakkstígir, þá setj- um við þá ídu. Frú Stevens frá Port- land, forseti bindisfélags kristinna kvenna í Maine, sagði líka : Hér eru bæði karlar og konur settir inn, sem í sama ásigkomulagi mundu ekki hafa verið settir inn i ríki sem leyfði vínsölu. Alt fyrir þetta eru nægar sannanir til fyrir því, hve miklu góðu Maine-lögin hafa valdið, að því leyti er drykkjuskap snertir. Dingley, sem áður var ríkis- stjóri, en nú er þingmaður, lét sór fyrir nokkrum árum þessi orð um munn fara: “Árið 1855 voru 10,000 menn (einn af hverjum 45) í ríki þessu því alvanir að lidiir Sak Ábyrgðir ao þola hvaða eldbað sem er. Allar stærðir. Fyrir 815,00 og upp. Komið inn og skoðið þær eða sendið eí'tir príslista. Karl K. Albert, Western Agent. 1481‘riiicemNt., \Vinníi>eg. Druiiswick llotel, á horninu á Maiu og Rupert St. Er eitt hið ódýrasta <ig bezta gistihús í bænum. Allslags vín og vindlar fást þar mót sanngjarnri borgun. McLaren Bro’s, eigendur. Munið eftir Því að beza og ódýi asta gistihús (eftir gæðum), sem til er í Pembina Co. er Jennings House, Cnvalier, 8í, I>ak. PAT. JENNINGS. eigandi. Nationai Hotel. Þar er staðurinn sem öllum ber saman um að sé hið ódýrasta og þægilegastaog skemtilegasta gestgjafahús í bænum. Fæili n«l eins $1.00 a «lag. Ágæt vín og vindlar með vægu verði. Munið eftir staðnum. NATIONAL HOTEL. IIENRY McKITTRICK, —eigandi.— Góðir landar! Komið á hornið á King & James St. Þar er margt sem ykkur girnir að sjá. Þar fáið þið alt sem lítur að hús- búnaði, svo sem RÚMSTÆÐI með öllu tilheyrandi, HLIÐARBORÐ, ný og og ömul, STÓLA, forkunnar fagra, MATREIÐSLUSTÓR af öllum mögu- legum stærðum, OFNAR og OFNPÍP- UR, ljóinandi LEIRTAU, og margt tíeira sem hér yrði of langt upp að telja. Alt, þetta er selt við lægsta verði. Við yonum að þið gerið okkur þá ánægju að koma inn og lita á samsafnið áður en þið kaupið annarstaðar, og þá sjálfsagt að kaupa ef ykkur vanhagar um eitthvað. Gætið þess að kaupa ekki kðttinn i sekknum. Yðar þénustu reiðubúnir Pálson & Bárdal. Lítið á eftirfylgjandi verðlista á hinni nafnfrægu Lisk’s Blikkvöru, sem er ábyrgst að riðga aldrei. Hún fæst í harðvörubúðinni hans TRUEMNER, i Cavalier. Mr. Truemner ábyrgist vöruna sjálfur og lofar að gefa ykkur nýjann hlut fyrir sérhvað eina sem þið kaupið af Lisks Blikkvöru og sem riðgar hjá ykkur með sómasamlegri brúkun. Áður seldar Nú á 16 potta fötur 90 cts. 67 cts. 14 potta fötur 75 “ 55 “ 12 potta fötur 70 “ 52 “ 14 “ “ með sigti $1.10 78 “ 17 potta diskapönnur 90 ct. 70 “ No. 9 þvatta Boilers $2.50 $1.90 J. E. Truemner Cavalier, N-Dak. Knupið þér gott brauð ? Það er spurning sem hver heimil- isfaðir ætti að íhuga nú, þegar brauð er svo ódýrt, ekki nema 5-6 c. braudid. Því þá ekki að kanpa það bezta brauð sem búið er til í Canada, sem er áreiðanlega brauðið hans Boyd’s Þá fyrst finnur þú mismuninn sem er á brauðum ýmsra bakara. Kallið á einhvem af keirurum vorum og verzlið við hann.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.