Heimskringla - 08.09.1898, Blaðsíða 1

Heimskringla - 08.09.1898, Blaðsíða 1
tieimskringla XII. ÁR WINNIPEG, MANITOBA 8. SEPTEMBER 1898. NR 48 Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Fregnir frá Afríku segja að brezki herinn, undir stjórn Sir H. H Kitch- ener. hafi náð bænum Onduiiiian úr höndum kalífans, Osman Digma. Her- inn hefir í fleiri ár verið á ferðinni upp meðNíl-fljótinu, og einatt lent í smá- orustum við þessa villitnenn, en samt stöðugt hrakið þa und m sér lengra og lengra inn í landið, þar til nú að þeir voru loks komnir að aðalheibúðum Osman Digma, þar sem hann sat fyr- ir i launsát med marga tugi þús- undahermanna sinna. Þetta er sami óaldarflokkurinn, sem myrti General Gordon í Kartoum 1885. og eyðilagði svoþann bæ, en bygðu upp aftur þess- ar aðalherstöðvar sínar Omdurman á vesturbakka Nílárinnar. Það hefir ef- laust verið ljúft verk fyrir hina brezku hermenn að elta uppi þennan hðfuðára Afriku, ti) þess að geta hefnt fyrir hinn nafnfræga Gordon. Þeir sýndu það líka, þó liðfærri værn, að það er ekki til neins fyrir Afríku-negra að standa uppi í hárinu á Bretanum. Ekki auðnaðist þeim samt í þetta sinn að handsama Digma; hann komst undan á flótta, en síðar ná þeir honum eflau^t. Það merkilegasta við þessa herffrð Bretaerþað, að menning, mentun og velgengni breiðist út um landið jafn- framt og þeir færast Afram. Einnig hefi>- járnbraut verið bygð upp með fljór inu, og fylgir hún alt af með hernum; svo ganga litlir gufubátar A ánni, bæði til þess að flytja vistir og vopn handa hermönnunum, og svo smá herskútur til þess að eyðileggja hýbýli óvinanna, þar sem þeir hafa safnast saman. Allar nauðsynjar hersins eru fluttar með járn brautinni norðan frá Miðjarðarhafs- ströndum, og er óhætt að fullyrða að þá vanhagar ekki um neitt, sem þeir þurfa sér til viðurværis eða þæginda. Þessi herferð hefir gengið hægt, en al- gerlega slysalaust, og sýnir hún einna bezt fyrirhyggju og þrautseigju Bret- ans— Mikið var um gleði íLondon þeg- ar fregnin barst þangað. og safnadist fjöldí fólks saman á Trafalgartorgínu þar sem myndastytta Gordons stend ur; herti það ekki lítið á tilfinningum manna, að prentuð spjöld höfðu verið sett alt í kringum myndastyttuna með þessum orðum á: "Avenged at last" (hefntað aíðustu) Voðalegt slys vildi til í Cohoes, N. Y., & verkamannadaginn (mánudag). Járnbrautarlest rakst á strætisvagn hlaðin fólki, rétt við endann A Hudson- Arbrúnni. Tíu af þeimsem voru í stræt- isvagninum biðu bana af samstundis og átta meiri dóu rétt á eftir, en allir aðrir voru mikið meiddir, og er búist við að fleiri deyi af meiðslum, Dr. E. F. Adams, frá New York. kom til Seattle A þriðjudaginn beina leið frá Kloudike. Fregnin segir Dr, Adams muni ekki vera með fullu ráði. Hann var búinn að ínnvinna sér auð fjár í Kloudike, en öllu var stolið frá honum i St. Michaels, og er talið víst að áhyggjur hans út af því hafi ruglað hann. Sagt er að hann hafi verið send- ur til Klondike af auðugu félagi í Chi- cago. Nokkrir fleiri mistu aleigu sína um sama leytiíSt Michaels, og var því öllu stolið. Ekki er getið um að þjófarnir hafi nAðzt. Vegna þess hvað Frakkar l&ta vinalega við Bandamenn síðan stríðinu lauk, og vegna þess að allir vissu hve hlyntir þeír voru Spánverjum geng um allan ófriðinn, þ& eru nú sum allra helztu blöðin á Englandi að ininnast á það að nýju, að það liafi verið Frakkar sem gengu bezt fram í því að fá Rússa og Þjóðverja í samband við sig til þess siðan í félagi við England að þeir gæ tu neytt Bandaríkin til þess að gefa upp aftur eignir Spánverja, sem þeir höfðu unniðafþeim. En blöðin geta þess einnig, að þeim hafi ekki heppnast fyr- irtækið, því þegar til Englands kom, svaraðí Salisbury l&varður því einu, að ef þessir þrímenningar hugsuðu til að blanda sér ir-.n í mál Bandamanna og Spánverja, þá yrði það hið fyrsta sem hann gerði, að bjóða McKinley forseta umráð yfir öllum enska flotanum, eða þá að Bretar segðu þremenningunum stríð ú hendur fyrir afskiftasemina. Tyrkir f bænum Candia á Krftey hafa gert uppreist. Þeir Alíta að stór- veldin, sem hafa alla umsjón á eyjunni, veiti kristnum mönnum ýms hlunnindi fram yfir sig. Enskt setnlið er í Candia og þarf því ekki að búast við að upp- ieistin verði langvarandi ; herskip stór- veldanna skutu á bæinn og gevðu tölu- verðann sknða Tyrkjanum. Það má búast við að ráðningin sem þeir fá verði svo sti'öng, að þeir hafi sig hæga á eftir fyrst um sinn. Hið nafnfræga Dreyfus-mál er er nú það helzta A prjónunum á Frakk landi um þessar mundir. Einn af yfir- mönnunum við franska herinn hefir framið sjálfsmorð, eftir að hafa viður- kent að hafa falsað þau skjöl. sem Dreyfus var sektaður fyrir. Eftir sið- ustu fregnum að dæma, lítur helzt út fyrir að margir nf yfirhershöfðingjun- um hafi verið í þessu samsæri, og fjöld- inn af þeím séu meðsekir í þessari sví- yirðingu, Alt roögulegt er nú gert til þess að fá þetta makalausa mál prófað að nýju, ef ské kynni að sakleysi Drey- fus kæti þá komið í ljós. Þó stjórnar- farið á Frakklandi sé í fylsta máta rot- ið, þá eru allar líkur til þess, að skipuð verði raunsókn í þessu máli, nú þegar. Slys vildi til hjá Cornwall, Ont., á þriðjudaginn, Járnbrautarbrú, sem var nýsmíðuð og að mestu leyti full- gerð, og sem lá yfir austurpartinn af St. Lawrencetijótinu, féll niður undan sínum eigin þunga. Orsökin var þó sú að vatnið hafði þvegið undirstöðuna undan tveimur steinstólpunum, sem héldu brúnni uppi. 14 menn mistu þar lifið og 17 særðust og meiddust mikið. t'firverkfræðingurinn við brúarsmíðið var nýgenginn yfir hana þegar slysið vildí til; brúin var álitin af öllum hið hið mesta traustleika verk. Island. Ræða, flutt á íslendingadeginum i Alberta, 2. Ágúst 1898. Herra forseti! Kæru landar og löndur Forstöðunefnd íslendingadagsins hér hefir mælzt til, að ég með nokkrum orðum minntist gamla landsins, ís lands, vorrar kæru ættjarðar. En þótt mér sé bæði ljúft og skylt að verda við þessum tilmælum. þá get óg naumast búist við að inna þann vanda af hendi eins vel og ég vildi og vert væri; bæði er ég ekki vaxinn því og hefi áður stað- ið í þessum sömu sporum svo vel má búast við, að það sem ég segi nú, verdi að meira eða minna leyti endurtekning af því, sem ég hefi áður sagt. ísland, vort kæra ættland; landið söguríka, landið sem geymir minningu um forn fræði og frelsi, um dáð og drengskap; landið, sem vér köllum vort föðurland; landið, sem vér elskúm mest allra landa; landið, sem bar oss flesta á brjóstum sínum; landið, i hvers skauti flestir af oss hafa lifað sitt ið fegursta. sakleysi æskunnar og blómtíma fullorð- ins áranna, með sínum vonum og sælu- draumum. Það er þetta land. minn- ingin um það, ættjarðarást vor og þjóð- ernishvöt. sem safnar oss sama&þessum hátíðisdegi, sem helgar hann, sem gjör- ir hann svo hátíðlegan og hugðnæman. hverjum sönnum íslandsniðja. Vér elskum ísland meira en.nokkurt annað land; ekki svo mjög fyrir það, að það sé betra eða jafngott, =em sum önnur lönd, heldur af því. — ef ég mætti við- hafa það orð — að vér erum hold af þess holdi; vér elskum fjallkonuna hvítföld- uðu eins og góður sonur elskar aldur- hnigna móðir; hann getur ekki elskað neina aðra konu sömu elsku; vér getum ekki elskað neitt land líkt og ísland. Vel veit ég, að sumir kunna að álíta, að ættjarðarástin sé meginlega ást á þjóð sinni; en með því ættjarðarést og elska til þjóðar sinnar er svo náskilt. þ& verður því naumast andmælt, að ef það land sem þjóðin býr í, er að ein- hverju leyti fegurra, svipmeira, tignar- legra. en önnur lönd, þá hyllir það eigi alllítið að því, að efla og glæða ættjarð- arástina einkum hj& þeim, sem eru langt f jarri því, og sem þess vegna að eins sjá mynd þessí skuggsjá endurminning- anna; sem muna til þess, sem æsku- stöðva, þar sem þá hafði dreymt sína sælustu drauma. Þannig er þessu var- ið með ísland. Ég er viss um að ætt- jarðarást vor, allra sem hér erum sam- ankomnir, nær ekki að eins til þjóðar- iunar heldur einnig til landsins, eðlilega af því. að vér eigum svo fagurt, ættland. Oti sannmleira er ísland fauurt. svi|>- mikið og tignarleirt; það er enn eius og s'cáldið kveður: "Fagurt ok frítt, og fannhvítir jöklauna tindar, himinínii heiður og blAr. en hahð er skínandi bjart." Þrátt fyrir allan yfirgang og ofríki. er það befir liðið. Ekkert land hefir meira liðið af náttúrunnar og mannavöldum; n&ttúran hefir hrjáð það og hrakið með eldi og ís og umhverft þess fegurstu plAssum í brunahraun og eyðisanda; og mennirnir hafa sannar lega ekki látið sitt eftir liggja. Alt frA þeim tíma, sero Olaf ur Tryggvason með sínum vildar mönnum neyddi íslend- inga til kristni og fram á miðja yfir- standandi öld. var landsfólkið þjáð af kúgun og ofbeldi kirkjuvalds og kon- tingsvalds. Lesið söguna; lesið Sturl- ungu og Arbækur íslands. og þá sjáið þér að £g gjöri tímabilinu ekkert rangt til. Nokkrir munu nú svara mér og segja, að þá hafi siðferðiðbatnaðog víg- um og manndr&pum létt af; að visu var svo, en að þvískapióx undirferli, hatur. ofbeldi, launmorð og ýms hryðjuverk, S3m nlt lýsti því. að frelsi. drengskapur og dáð þjóðanna gekk til þurðar. Með vélum ^g ofbeldi var Island kúgað undir konungsvald; þá var gullöld frelsis og manndáðar hneppt i dróma þrældóms og einokunar; sjAlfstæði þjóðarinnar hvarf og kjarkurinn veiklaðist undir svipum harðstjóranna sem létu hags- muni lands og þjóðar sig litlu skifta, en hugsuðu að eins um að undiroka þjóð- ina; þá var af óhlutvöndum umboðs- mönnum konungs, fé landsins sópað burt í stórhrúgum og kastaðá konuigs- eign; og tilaðeyðileggjasem mest alt á- gæti innar íslenzku þjóðar, þA dundi hver landplágan eftir aðra yfir landið, svartidauði, stóra plágan ogsíðast stóra bólan 1706; enda var þá eftir, sem ann- álar segja, ad eins 30 þúsund manns á öllu landinu; að ég ekki tali um alla þá jarðelda, sem komu svo þrásamlega, og orsökuðu harðæri og hnngurdauða. Og þó gátu öll þessi ósköp, öll þessi niðings Atök, ekki eyðilagt hina fámennu en þrekmiklu þjóð. Hún Atti eftir að safna nýjum kröftum, nýju þreki, tilaðhrista þrældómsokið af herðum sér. til að slita Anauðarfjötrana, sem höfðu pint dáð og dug andlega og líkamlega úr þjóðinni, um sex aldalangt tímabil; hin íslenzka, þrautseyga kynslóð átti eftir að fá gegnum stríð og baráttu nýja réttarbót. Þó henni sé í mörgu ábóta- vant og f ullnægji ekki kröfum lands og þjóðar, þ& m& þó greinilega sj& Avexti hennar til hins betra og þarfa, því getur enginn mótmælt með ástæðum. Ég veit mikið vel að þjóð vor er í ýmsu á eftir tímanum; að hún í mörgu, einkum verklegu, stendur á baki sam- tíðar þjóðanna; en hvort er ekki slíkt von, eftir fleiri alda áþján og miðalda svartnættis myrkur, enda halda sumir því fram, að ísland sé að blása upp í andlegum og likamlegumskilningi Það er auðvitað þeirra sannfæring, þeirra álit á samtiðinni, án efa sprottin af þjóðrækni, sem lætur þeim vaxa svo mjög í augum það sem að er. Þetta er missýningar, um það er ég sannfeerður. í öllu falli er það rammasta missýning á samtíðar þjóðlífi voru, að halda þvi fram, að fsland sé að blása upp í and- legu tilliti. Vér höfum auðvitað sætt sömu ókjörum, sem ýmsar aðrar þjóðir er áttu klassiska fornöld. Vér höfum týnt úr eign vorri frelsinu og svo ment- uninni og oltið svo niður í ómennsku og myrkur miðalda tímans, en öllum er auðsætt að slíkum þjóðum verður við- reisnin langsöm og erfið. Sjáið Grikkí. Sjáið ítali og fleiri þjóðir, sem þó byggja langtum auðugri og frjósamari lönd en ísland. Nei, ef vér lítum til andans menntunar, þarf þjóð vor sann- arlega ekki að bera kinnroða fyrir nokk- urri þjóð, og ekki heldur fyrir s«man- burði við sjálfa sig á fyrri öldnm. Það er ranglátt að stara eiuungis á hið marga, sem ógjört er á íslandi því til gagnS og heilla; það er líka sanngjarnt að sýna fram á, á hvaða stöðvum vér stóðum, sem þjóð, fyrir fám árum, og hvað siðan hefir verið unnið, sem beinlínis eða óbeinlinis afleiðing stjórn- arskrárinnar 1874. Nýir og enduibæ't- ir skólar, áileg framlög til menntamála, aukin og fullkomnari læknaski|>un vegabætur og biúarejörðir arlega unn- ar. |;nfuskipaferðir, búnaðar- og sjó- niannaskólai-. algjört veizlunar frelsi og endurbœtt lögtrjöf í nnrfelt öllum grein- um í réttlátari og fij&lslegri átt, alt þettv s"gi ég. eru verk. sem bera vitni um alt annað en andlega afturför. Jafnvel á engum tíma síðan landið var byggt. hefii' hin almenna menntun stað- ið jafn blóinlega og nú; aldrei áður hefir verið gjört neitt líkt. til að efla menntun og fróðleik; aldrei fyrr á neinni öld hefir fsland átt jafnmarga ágæta lærdómsmenn, né jafnmörg og góð skMd, sem á þessari öld; og aldrei siðan í fornöld, hefir verið jafn bjart, jafn fagurt geislaskin yfir anda þjóðar- innar, né jafn björt framtíð hennar. Engin. als engin þjóð í heimi—ég voga að segja það, ég er glaður að geta sagt þao—getur talið jafn marga andans atgjörrsmenn í samanburði við fólks- tölu sína, eins og vér íslendingar getum í dag. Þetta er endnrfæðingar lífsafl, sem ég trúi og vona að þróist og dafni smámsaman i framtíð íslands. Ég trúi A skáldsins orð: "fagur er dalur og fyllist skógi, og frjálsir menn þegar aldir renna". Þetta veit ég að muni vera trú vor allra, þegar vér minnumst íslands. Án þessarar trúar, án ^ieirrar bjargföAtu vonar að ísland, vort kæra ættiand. eigi enn mikla og fagra framtið fyrir höndum, gætum vér ekki glaðst í endurminningunni um það. á þessum eða neinum þjóðminningardegi vorum. Ó, þú ísland ! Þú goðum líka land feðra vorra; þú heimsfræga söguland, sem geymir söguna um forn afreksverk, dáð og manndóm, sem geymir vort elskaða, fagra, hreim mikla móðurmál; heill sé þér "Fjallkonan fríða". Vér. börnin þín, unnum þér heitt, eigi síður fyrir þad, þótt vér séum í hinni afar- iniklu fjarlægð. Vér sendum þér og frændum vorum öllum, Austur-íslend- ingum, hlýja andans kveðju; vér óskum þér og þi im af alhug árs og friðar; vér óskum, 'að uanndómur, menning og frelsi, sé markmið allra þinna niðja. Vér trúnm og vonum að ísland, landið, sem oss er allra landa hjartfólgnast, eigi bjarta og blessaða framtíð fyrir hönd- um; framtíð, sem endurreisi forna frægð og frelsi, dáð og drengskap; þannig minnumst vér íslands.í dag og æfinlega. Lifi ísland í farsæld framtíðarinn- ar; lifi niðjar þess, hvar sem þeir eru, í eindrægni, friði og hamingju. Lifi ís- land, eins og það nú lifir, í ást vorri, von og trú. Lengi lifi gamla fsland. J. J. Húnford. Frá löndum. SPANISH FORK, UTAH, 29. ÁGÚST 1R98. (Frá fréttaritara Hkr,). Síðan hin mikla Þjóðhátíð Vestur- íslendinga leið, hefir fátt sö gulegt borið við hér í voru bygðarlagi. — Tíð^n er einlægt yndæl og fjarskamikl- ir hitar hafa verið í alt sumar. Upp- skera varð í góðu meðallagi og þresk- ing stendur nú yfir og gengur ágæt- lega. — Sykurrófur halda menn að verði með bezta móti í haust hér í TJtah County. og hefir yerið gerð áætlun um að bændur mundu hafa af þeim hér um bil 40.000 tons, sem lætur nærri að gera 10,000,000 pund af sykri, sem syk- ur myllan í Lake býr tii í haust, Hún byrjar að sögn 7. næsta mánaðar. Nú er pólitíkin farin að rumskast í meira lagi. Samkomur og ræðuhöld þvi viðvíkjandi ganga nú næstum dag- lega. í haust fara fram fylkisþing- manna kosningar bæði fyrir efri og neðri raálstofu. 'County'-embættis- mannakosningar l flestum Counties; kosning eins af háyfirdómurum TJtah; congress-manns og bæjarstjómarkosn- ingar hér og þar, svo nóg verður að hugsa, tala og gera íiður en öllu þessu er lokið. Báðir flokkarnir sýna mik- inn áhuga fyrir sínum pólitísku málum og er því enginn efi á hinni hörðustu sókn og vörn á baðar hliðar. Hér í vorum bæ berjítið sérstaklegt til tíðinda; mætti þó held ég geta þess að vér höfum í undanfarandi vikur ver- ið heiðraðir með nærveru tveggja mis- síónera austan frA Missouri, er nefn- ast hér á algengu máli "Josepítar". Eru þeir vitaniega Mormónar, en þó i æði mörgu ósamdóma Mormónum hér, er þeir nefna "Brigham íta". Þeir halda því fram. að Jósepitar séu þeir einu og sönnu og réttu síðustudaga heilögu. að Joseph Suith Jr. sé sá eini rétti og ^anni leiðari þeiriar kyrkju. að Brig- ham Young hafi ennan myndugleika ha't til að leiða fsraelsfólk hingað, og að hann hafi enginn spámaðvir verið. Þeir neita því að hér í TJtah sé nokkur Zíon, og að musterin hér séu ekki hin réttu guðshús. Zíon segja þeir að sé í Jackson County, Miss., og þar eigi hið rétta og sanna musteri að byggjast, hvar i herrann vill dvelja í þúsund ára ríkinu o. s. irv. Þeir voru mikið harðorðir út af fjölkcæninu, sera einusinni tíðkaðist lij;í Mormónum hér, og kváðu það í alla staði rangt, og neit-iðu að Joseph Smith hefði nokkurntíma kent það og þvi síður útfært. Þeir neituðn trúnni á Adam fyrir guð,blóð 'forsamlingunni' heimulegheitum í musterinu, morðengl- um, "endowmentinu", eins eg Brigham Young kendi það, og ýmsu fleiru. við- víkjandi trú og kyrkjusiðum hinna síð- ustu daga heilögu hér, og sem yrði hér of langt mál. ef alt væri upptalið. En óhætt mun samt að bæta því við, að trúboðar þessir gerðu mikið^harða árás a kyrkjuna hér og fólkið yfir höfuð, er tilheyrir þeirr' kyrkju, og var þeim lit il mótspyrna sýnd, eftir því sem vænta m&tti, þegar um jafn þýðingarmikið spursmál var að ræða.eins og þetta sýnist ætla að verða. Heilsufar hefir verið h'ír í bæ á þessu snmri injög gott, þrátt fyrir hina miklu hita, sem gengið hafa, að undan- tsknu einhverskonar "fever", er gerði vart við sig i nokkrum mönnum hér í sumar snemma i austurparti bæjarins, sem læknar vorir þektu ekki, og eng- inn, svo vér höfum frétt. Það hafði að visu ekki verið mjög yond veiki, en k- kaflega leiðinleg, og sótti hún mest, þó undarlegt megi virðast, á fólk sem hafði þunt hár, eða jafnvel ósýnilegt. eins og sumir nefna það. ísvatn og plástrar voru mest brúkad til lækn- inga, og hefir það lukkast svo vel, að litið sem ekkert verður nú vart við pest þessa, og fögnum vér sannarlega yfir þvi, þvi ekkert jafnast á, við góða heilsu, hvort sem það er heldur til sál- ar eða likama. Þetta eru nú helztu tíðindin sem ég man eftir í þetta sinn. Timinn líð- ur nú ofur rólega hjá oss löndum hér, því vér látum hvorki pólitík, trúrnAl eða styrjöld raska rósemi vorri hið minsta. En kært væri oss öllum að heyra og sjá einhver enðileg úrslit með íslendingadagsmálið Aður en margar aldir renna, Atkvæði vor eru til reiðu. hvenær sem þess verður krafist, og vér óskura að sjA það mAl leitt til lykta á friðsamlegan og sómasamlegan hAtt i næsta mánuði. POINT ROBERT, WASH.29. ÁGÚST. Herra ritstj. TJm leið og ég sendi yður $1, til að tryggja mér framtið Heimskringlu, langar mig til að segja að eins fAein orð viðvíkjandi blaðinu og því helzta sem nú í seinni tíð hefir verið A dagskrA. Það var sannarlegt gleðiefni fyrir mig og aðra vini Hkr., þegar yður og þeim sem að því studdu heppnaðist að endurreisa blaðið. Fyrir þann dugnað yðar og þeirra, er ég i fylsta mAta þakklAtur, Og mér fyrir mitt leyti fanst ekki rangt, heldur einmitt rétt- asti vegurinn sem þér tókuð að lAta hið endurreista blað verða eins og fram hald af hinu fyrra. Hvað ritstjórnina snertir síðan blaðið byrjaði aftur að koma út, er ég hæstAnægður og ummæli yðar viðvíkjandi persónulegum skammargreinum líkar mér einkar vel, þvíálit mitt er, að skammir, hvort heldur sem eru í bundnu eða óbundnu mAli, frA persónulega óáreittum manni, ættu aldrei að fA rúm i blöðunura. enda minnist ég ekki að hafa séð neitt þess konar síðan þér tókuð við, það er telj-, andi sé. Viðvíkiandi IslendingfldagsmAlinu þótti mér úrslit Winnipeg-fundarins hin æskilegustu, að öðru leyti en því að minnihlutinn skyldi ekki fylgjast með og þannig—eins og vant er —láta at- kvæðagreiðsluna ráða. Ég fyrir mitt leyti hefi aldrei getað felt mig við breyt inguna frA 2. Xgúst til 17. Júni, get ég ekki Alitið að þingsetningardagurinn forni sé eins mikilsvirði hvað þA meira virði fyrir þjóðflokk vorn, heldur en stjórnarskráin 1871. Aftur á hian bóg- inn er þetta fyrirkomulag. sem nú er alveg óbrúkandi og þjóðflokki vorum hérnamegin hafsins til skammar og skaða. og að míuu Aliti sóraasamlegra að hafa engan þjóðminningardag, held- ur en svona sinn tímann á hvfrjum staðnum. Skemtiferðin til íslands Aríð 1900, er að mínu Aliti eitt hið tilkoraumesta mAlefni, sem hreyft hefir verið í ís- lenzku blöðunum, og er þar af leiðandí þess vert að því sé gaumur gefinn. Og ég vil hér með styðja uppAstungu herra E. H. Johnsons, og bæti þvi við sam- kvæmt tilmælum yðar, herra ritstjóri, að peningar þeir sem útheimtast fyrir óumflýjanlegan kostnað aðalforstöðu- nefndarinnar, séu hafðir saman með al- mennum samskotum, að eins fA cents frA hverjum gefanda mundi nægja, ef almenningur tæki þAtt í því. Ég vildi getaverið mAlefninu hlyntur, því ég vonast til að það verði íslendingum i þessu landi til ævarandi sóma. Með virðingu, S. Mýrdal. Stjórnarfarsbót. Ef almAttugur ég orðinn væri, öðruvísi mikið færi hltt og þetta í heiminum. Á fjandann skyldi ég fyrstan herja, úr félagslífinn þrælinn berja; kært yrði það vist klerkunum. Stjórnarbreýting sú þjóðum þætti þarfleg mjög, —eins og líka mætti— og kærleiksverk fyrirkristnina. Utbreiðast myndi hún eitthvað betur, eins og hver maður skilið getur, þvi alt yrði þA svo einhliða. Þá skyldi bætast bænda hagur, blíður renna upp sælu dagur þessari stétt sem þjökuð er. TJppslceran skyldi aldrei bresta, öllum gæfi ég kýr og hesta; heldurðu' þeir myndu hæla mér ? Eg fylti læki' og fljót með laxa, frjóvsöm aldini léti eg vaxa bæði A trjAm og "brösunum", Fyrir jólin í fjórar vikur fést skyldi tóbak. kaffi, sykur, bara "gratis" í biiðunum. Brunnvatninu í bjór ég sneri, "blessaður ætið Norman veri", eflaust segði einhver þá. ÞA yrði bæði gleði og gaman, góðkunningjarnir ræddu saman milli þess sem þeir sypu A. Good Templarar þA ótal yrðu, ekki drekka í laumi þyrðu annan en þennan brunna-bjór. Aldrei blindfullur yrði maðnr, og ekki nema ég sjAlfur glaður. TJmbreyting það víst þætti stór. TJngn stúlkurnar allar skyldu eignast svo mikið sem þær vildu af glingri og þessum gersemum: hárnAlum. prjónum, hringum, lokkum, hálsfestum, perfume, grænum sokkum, andlitsfarfa og armböndum. FjórtAn Ara þær fengju að giftast, fallveltu lífsins allri sviftast hjónabands í hlekkjunum. Þá giftust allar þjóðir saman, það þætti, svei mér, roörgum gaman, en nAttúrlega mest negrunum. HjónabandsskrAna skjótt ég bætti svoskilnaður engin minkun þætti, ef þeim kæmi ei saman A koddanum. Karlmenn ég með því fríði fAri, þeir fengju að giftaet A hverju Ari, en stjórnin kæmi upp krökkunum. Við það bypðist upp Vesturheimur, hinn viðAttumikli frelsis geimur, svo agenta þyrfti engra við. Það gengí þA meira í GreenwBysdallinrj hann gæfi svo Tryggi með sér karlinn, eftir gömlum og góðum sið. Kerlingar skyldu A kjólum ganga, með hvíta hatta og fléttu langa af lausah&ri i hnakkanum. Ég biði þeim öllnm blaða vinnu, blöðin mér efiaust þakkir kynnu, þau fengju þA meira af fréttunum. Skólaembætti enginn hlyti, sem ekki væri með fullu viti, —eins og menn segjayfirleitt. Alt svoddan fólk ég óðar ræki, en annað svo í staðinn tæki, sem ögn vissi meiraen ekki neitt. Úr söfnuðinum ég sumaræki. nema ég sæi þeir aðra stefn,u tæki, og hættu að niða nAungann; þA léti ég þ& lika vera, og léti þA eitthvað betra gera, en svf virða og skamma sérhvern mann. Ótal fleira ég eflaust bætti, sem öllum betur fara þætti, en biddu—ég gleymdi blöðunum. Þar er þó svei mér þðrf A bótum, því þau eru nú á vegi ljótum, full af skömmum og fúkyrðum. Normank.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.