Heimskringla - 29.09.1898, Blaðsíða 4

Heimskringla - 29.09.1898, Blaðsíða 4
HEIMS&RINGLA, 29. SEPTEMBER 1698. FAQŒT KJORKAUP. LÁGT VERÐ ! BEZTU FÖT !! Vér fengum í dag miklar byrgðir af ljómandi karlmanna og drengja- fötum, sem við getum selt ÓTRÚLEGA ÓDÝRT. Þau voru búin til fyrir verzlun vestur í landi, en svo kom þeim ekki saman um kaup- skapinn. VTér kevptum jjessi föt með óheyrilega lágu verði, fyrir pen- inga út í hönd. Og nú viljum vér gjarnan unna viðskiftavinum vor- um dálítils af hagnaðinum. The Commonwealth, HOOVER Sc CO. CORNER MAIN STR. & CITY HALL SQUARE. Winnipeg,. Hellirigning gerði hér síðastliðin fðstudag; síðan hefir veður verið hið hagstæðasta fyrir þreskingarvinnu, þurviðri og talsverðir hitar á daginn. Undraverð kjörkaup á fatnaði hjá Coninionwealtli. Lesið auglýsingu á öðrum blaðinu um Tombolu og dans næstk. í North West Hall. stað í 5. Okt. Hra. Magnús Brynjófsson, lög- raaður frá Cayalier, N. D,, og Miss S. M. Halldórsson frá Hallson, N. í)., voru gefin saman í hjónaband i Graf- ton. N. D., þann 20. þ. m. — Heims* kringla færir þessum ungu hjónum jinar beztu heillaóskir-, Lesendur Hkr., í Pembina County, eru beðnir að athuga hinar mörgu nýju auglýsingar, sem birtast í þessu blaði frá nokkrum hinna helztu kaupmanna i Pembina County. Það borgar sig fyrir ykkur að koma við íbúðum þeirra og lita yfir vörurnar og spyrja um yerðið. Munið eftir samkomunni á Unity Hall á þriðjudagskvöldið kemur, sem er auglýst á ö^rum stað hér í blaðinu. Prógrainmið er f jölbreitt og gott. Dá- leiðslan sem þar fer fram er ein út af fyrir sig þess viiði, að sækja samkom- una, einkum fyrir þá sem ekki hafa séð það áður. Og þetta er í fyrsta sinni sem dáleiðandi hefir komið fram á pró- gramm hjá íslendingum. f þessu blaði byTjar ný saga : "IJndir C'uba fdnanum," og erum vér sannfærðir um að kauperdum vorum muni líka hún ágætlega. Hún er ákaf- lega spennandi og prýðilega vel skrifuð. Vér höfum ætíð fengið hrós hjá kaup- endum vorum fyrir það, hve heppilega oss hefir tekist að velja neðanmálssög- urnar í Heimskringlu, og þessi saga er ýkjalaust ein með þeim beztu sem kom- ið hafa í blaðinu. Á bæjarráðsfundi, sem haldinn var síðastl. fimtudag, var það samþykt að bærinn gæti ekki gengið inn á að borga vatnsveitingafélaginu hér £55,000 fyrir vatnsleiðsiuúthald þeirra i þessum bæ, Eigendur þessa félags eru flestir brezk- ir auðmenn, og höfðu þeir boðið að selja eignir sínar fyrir ofangreint verð. En verkfræðingur bæjarins, Col. Rut- tan, lagði fram fyrir bæjarstjórnina skýrslu um skoðunargerð sína og verð- mæti vatnsleiðsluáhaldanna og kvað hann gefandi §213,000 fyrir þau, er það nálega $50.0(X) minna heldur en eigend- urnir biðja um. Það var ákveðið á fundinum að halda áfram samningatil- raunum við eigendurna um kaup á vatnsleiðsluúthaldinu öllu fyiir sann- gjarnt virðingarverð. Bæjarstjórnin hefir nú boðið félag- j»u, sem á vatnsleiðsluverkstæðið hér í boé'num, $105,000 fyrir eígnína, en það er $75,000 minna en félagið metur þær. Það vildi fá £55, ,000, en bærinn vill að ins borga £40.000. Taisverð óánægja á sér nú stað með al bæjarmanna um þessar mundir vegna þess hve bæjarstjórnfn er spör á vatni, til þess að þvo innan lokræsi bæjarins. Ýmsir sjúkdómskvillar ganga nú hér með meira móti, og er það talið afleið- ing af illum loftdömpum, sem orsakist af því hve illa og sjaldan ræsin eru þvegin, Sú frétt kom nýlega í Free Press, að það yrðu engir frekari útflutn- ingar frá Islandi á þessu ári, og að það sé að kenna mótspyrnu þeirra, sem ekki vilja láta fólkið yfirgefá lanfl sitt, Sama frétt getur þess og, að hinir ís- lenzku bændur í Argylehafi ágæta upp- skeru í haust, og að nokírrir bændur þar eigi 7 Sections-fjórðunga hver, Hinn nýi koparmálþráður Canada- Kyrrahafsfélagsins ernú fullgerður fré Atlantshafi til Kyrrahafs og var hið fyrsta hraðskeyti sent með honum kl. 5 á þriðjudaginn 20. þ. m. frá Montreal til Vancouver. Vegalengdin milli þess- ara staða er 2900 mílur, en tíminn sem sem þurfti til þess að leyftra fréttinni allan þennan mikia veg, var að eins 1/5 partur úr sekúndu. Hra. Jón E. Eldon, sem um nokk- ur ár hefir dvalið hér í Winnipeg, fór alfarinn héðan með 2 syni þeirra hjóna vestur á Kyrrahafsströnd á laugardag- inn var. Mrs. Eldon varð eftir og býst við að búa hér í bænum framvegis; hjá henni eru 2 dætur þeirra hjóna. — Vér óskum Eldon allra heilla í ókomnu t.íðinni, og vonum að geta síðar fært lesendum blaðsins fróðlegt og fjörugt fréttabréf af ferðalagi hans. Hér með gerum við undirritaðir al menningi það kunnugt, að við seljum ekki lengur meðalið "Our Native Herbs”, og er því ekki til neins að senda okkur framvegis pantanir fyrir því. Winnipeg, 27. Sepember 1898. J. Th. Jóhannesson. Gunnl. Helgason. Þú mátt herða þig, ef þú ætlar að ná í eitthvað af kjörkaupunum hjá Uomnionivealth. Þessir hafa bætt við samskotalista J. E. Eldons: Jón Þorsteinsson, Nellie Ave. $1,50 Árni Jónsson, Furby St. 1,00 Ónefndur 2,00 Áður auglýst $66,95 Samtals $71,45 María Þorkelsdóttir, ógift kona um fimtugt, varð snögglega brjáluð síðasta laugardag, og hefir nú verið send á vit- skertraspítalann í West Selkirk. Hún kom frá Reykjavík fyrir nokkrum ár- um, og hefir lengst af unnið í vistum hér í Winnipeg. Enga orsök vita menn til veikfnnar, en hún kvað hafa verið nokkuð undarleg á geðsmunum síðastl. nokkra mánuði. Vér höfum í þessu blaði auglýsingu frá C. A. Holbrook & Co. í Cavalier, N. D. Það er þýðingarlaust fyrir oss að fara að segja nokkuð um þessa stóru verzlun; hún er vel þekt af hverju mansbarni í Pembina County; og til þess að draga viðskifti landa vorra þangað, þarf ekki annað en gefa þelm tækifæri til þess að kynnast hinum ó- Vanalega góðu kaupum, sem bjóðast þar einmitt nú. Frá 4, til 7. Október, að báðum þess- um dögum meðtöidum, selur Northern Pacific járnbrautarfélagið farseðla fró. öllum stöðvum sínum i Manitoba til Grand Forks, N. D., og til baka aftur, fyrir 1/3 vanalegs fargjalds fyrir aðra leið. Þessir farseðlar verða ekki teknir gildir eftir 8. Október. — Þetta er gott tækifæri fyrir þá sem hafa ætlað að fara á sýningnna í Grand Forks. Þeir herrar, E. Jóhannsson og E Ólafsson, fyrverandi ritstjór^r Hkr., komu til bæjarins í siðastl. viku og fundu oss að máli, Hinn fyrrnefndi kom fiá Dakota úr kynnisferð til föður síns, er býr þar. Hinn síðarnefndi kom norðan frá Winnipegvatni. Hvor- ugur sagði neitt sérlegt í fréttum. E. Ólafsson gat þess, að hann hefir enn ekki orðið var við söguna um rit.stjóra æfiferil sinn, sem ritstj. Lögb. hafði fyrir löngu lofað að hann skyldi birta í blaði sínu, en sem hann fram að þess- um tíma hefir svikist um að gera. eins og hans er vandi með loforð sín. Ég vil hérmeð gera öllum kunnugt er ekki hafa getað greitt mér útistand- andi lán, að hr. B. L. Baldwinson hefir fult umboð til þess að veita móttöku og kvitta fyrir míira hönd fyrir allar skuldalúkningar. Það skal og tekið fram, að þar sem fátækir eiga hlut að máli. gefst þeim frestur til skulda- lúkningar fram að næstu áramótum. Winnipeg, 23, Sept. 1898. J. E. EldoNj Heiðruðu landar. Eg hefi tæpann tímann og þess vegna get ég ekkijtalað við hvern og einn kunningjann. Það sem ég þyrfti og vildi, Ég tek því það ráð, að biðja Hkr, að gera svo vel og tilkynna ykk- ur, vinum mínum, að þegar ég er kom- inn til hins fyrirheitna staðar—Victoria B. C.—, ætla ég, með góðu samþykki, vinu minnar, Hkr., að senda löndum mínum kveðju, svart á hvítu. — Verið þið sælir á meðan, vinir minir. J, E. Eldon. Þið getið fengið föt sem eru $5,00 virði fyrir að eins $2,75 hjá CJonimwu- wcnlth. Jóhann Gottfreð. Ég er svo ein — því alt er hljótt, mér ekki sólin skín. Ó, dauðans kalda dapra nótt, hve djúp er kyrðin þín. Ég er svo ein—mín önnur hönd er orðin stirð og köld; því dauðinn lífsins leysir bönd við lífsins dapurt kvöld. Þú vanst þitt dagsverk, vinur minn, þér værðin fengin er; eu eftir lifir andi þinn í ást í brjósti mér. Og æfi verkið veit ég sitt ei vinnur betur neinn. Og mannorð slíkt sem mannorð þitt er meira en bautasteinn. Þér unni fólkið fjær og nær, og fólkið saknar þín. Sem dauðans myrki, djúpi sær, eins djúp er sorgin mín. Ó, hvar er, hjartans vinur, vörn ? Nú verndar þú ei mig. Mín föðurlausu blessuð börn gvo beiskan trega þig. Ó, hjartans vinur hafðu þökk, —hvort heyrir þú ei mig ? Þérfylgir hjartans kveðjaklökk; eg kyssi liðinn þig. SlGURBORG PáLSDÓTTIR, Skemmti= Samkoma Á Unity Hall þriðjudaginn næst- komandi (4. Október), kl. 8 e. h. Programm: 1. Music 2. Solo 3. Cornet Solo. 4. Recítation .. 5. Solo Jackson Hanby 6. Upplestur... 7. Duett Hanby og Forslund 8. Dáleiðsla. 9, Solo 10. Línuleikari. 11. Duet . Hanby og Forslund Aðgangur 25 cents. ■ h ■ I ■■■--1— ..-—■■■ Tombolu 0« DANS heldur Kvennfélag C f) L* Tjaldbúðarsafnaðar ‘ UKI. (næstkomandi miðvikudag) á NORTH WEST HALL. (Corner Ross & Isabel.) Þar verða ágætir drættir, enginn minna virði en 25 cent og margir þrefalt meira virði. — Ágæt music við Dansinn. Tombolan byrjar kl. 8 e. h. Inngangur 25 cents. Einn dráttur ókeypis. AI3AMS BRO’S, liee, jst. Selja allar tegundir af HARÐVÖRU, stórt og smátt, alt sem ykkur vanhagar um. Svo hafa þeir einnig alt það sem vanalega er selt í stærstu og fullkomn- ustu harðvörubúðum. Sérstakleg bjóða þeir ykkur SJALDGÆF KJÖRKAUP Hitunarofnum og Eldamaskínum. Þeir hafa meiri og betri byrgðir af þeim en nokkur annar í Pembina County. Cavalier, Rí. I>. BECHTEL & PRATT, HENSEL, N.=DAK. Verzla með Álnavöru. Matvör, Stígvél, Skó, Fatnað, Hatta, Húfur 02: allar mögulegar tegundir af Harðvöru Þeir hafa betri vörur og selja þær með lægra verði en nokkrir aðrir í nágrenn- inu. Sérstaklega óska þeir eftir verzlun íslendinga. Gleymið þeim ekki. Bechtel & Pratt, EDMUND L. TAYLOR, Barrister, Solicitor &c. Rian Block, 492 Main Street, Winnipeo. Dr. M. B. Halldorson, —-HENSEL, N.-DAK,— Skrifstofa Uppi yfir Minthorn’s iyfjabúð. yyiIKIÐ af haust og vetrar - varningi nýkomið í verzlunina. Verðið lœgra en ann- arstaðar, eins og vant er. Komið og skoðið. John Stephanson, 630 .VI3* i ■■ Str. Nú er tíminn fyris ykkur að dusta rykið og ruslið úr skápunum ykkar, og fylla þá svo aftur með nýtt leirtau frá China Hall. Þar fáið þið beztan, ódýrastan og margbreyttastan varning í bænum. Heyrnarleysi og suða fyrir eyrum læknast —með því að brúka—- Wilsons Common 5ense Ear Drums Algerlega ný uppfinding; frábrugðin öllum öðrum útbúnaði. Þetta er sú eina áreiðanlega , hlust- Í)ípa sem til er. Ómögu- egt að sjá hana þegar búið er að láta hana í eyr- að. Hún gagnar þar sem læknarnir geta ekki hjálpað.—Skrifið eftir bækling viðvíkjandi þessu. Verðið er, með full- komnum útbúnaði, $5.00 parið. Karl K. Albert, P. O. Box 589 503 Main St. WINNIPEG, MAN. CHINA HALL, 572 Nain Ht. H. It. Pantanirfrá Bandaríkjunum afgreiddar fljótt og vel. Þegar þið skrifið þá getið um að auglýsingin hafi verið í Heimskringlu. ipmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^ Við höfum haft svo mikið að gera, að við höfum ekki haft tíma til ^- að breyta auglýsinbunni okkar. En af því að við höfum dálítið hlé g- þennan morgun, þá grípum við tækifærið til að þakka íslendingum fyrir góða og mikla verzlun. y— Um leið viljum vér sýna yður féséða prisa á nýjum og góðum skóm. No. 6, 7, 8,—50c. No/ 2, 3, 4,—80c. “ 9, 10, 11,—60c. “ 5, 6, 7,—90c. g “ 12, 13, 1,—70c. Sumt af þessum skóm eru nógu stórir handa fullorðnum mönnum Allskonar kjörkaup hjá okkur þessa dagana, E. KNIGHT <5 CO. % 351 Main St. ^ * — 7 - ala. Hann var fulltrúa um það, að hvernig sem sakir stæðu og útlit væri, þá mundi Ampara Orbe reynast trú og trygg málefni manns þess, sem hún bafði gengið að eiga, og að hún mundi muna eftir sér, er hann einusinni hafði frelsað lif þeirra beggja, hennar og manns hennar. Var hann naumast kominn milu vegar, er vagninn nam staðar. Steig þá ófurstinn spánski ofan úr vagninum, lyfti upp hattinum og gskk inni i höll eina, þar sem vagninn hafði staðar numið fyrir utan. Þetta er tækifærið, sem Preston var að biða eftir. Hann hélt áfram upp strætið, fór yfir það og gekk þar til sem vagninn stóð, og þegar hann var kominn nógu nálægt nam hann skyndilega staðar sem forviða, iyfti hattinum og mælti á spönsku: “La Senorita Orbe! Mil perdones Usted acuerda me, Senorita?” En hún svaraði ekki öðru en þvi, að yfta drembilega öxlum, svo starði hún á hann augna- blik og leit svo af honum. “Munið þér eftir senor Preston?” mælti hann svo aftur á spönsku, En hún yfti aftur öxlum, 'og ætlaði hann þá að ávarpa hana enn að nýju, en þá kom ófurst- inn aftur. “Þekkið þér frú þessa ?” spurði Spánverjinn kuldalega. “Ég hélt að ég þekti hana”, svaraði Preston, “en það lítur út fyrir að hún sé búin að gleyma mér”. — 6 — með peninga og hergögn með sér, Menn vissu einnig, að undireins og fólkið upp til sveitanna vissi af komu þeirra, þá mundi uppreistin byrja með fullum krafti, og því réði Preston það af, að hann skýldi ná fundum þeirra uppreistarfor- ingjanna undireins. Hann sat við opinn glugga í herberginu sínu og var að ráða ráðum sínum, en leit þá upp og sá stúlku i vagni sem var að fara fram hjá, og á augabragði stökk hann á fætur, “Það’er einmitt hún, sem ég þurfti að finna”. hugsaði bann sér um leið og hann þaut niður tröppurnar. “Það er hún Ampata Orbe, konan hans Anionio Colema. Ég er, svei mér, heppinn”. Þegar hann kom út á strætið, sá hann vagn- inn keyra hægt og hægt fram hjá heræfingavell- inum. Hann hraðaði sér á eftir honum fótgang andi, því að hann vissi vel að hann þurfti ekki að missa sjónar á honnm, því að í Pavana er það sjaldan að vagnar fari harðara en maður getur gengið. Það sem hann ætlaði sér að vita i svipinn var það hvert vagninu færi, svo að hanu gæti fundið frúna þegar tími væri góður E.til þess. Maðurinn sem hjá henni sat var í einkennisbún- ingi ófursta úr spanska hernum, og varhonum ekkert um að hann væri á fnndi þeírra. Áður þegar hann var hér á ferðum, hafði hann þekt Antonio Coloma og hina fögiu unn- ustu hans, og hafði hann heyrt um hið söguiega brúðkaup þeirra eftir að Antonio var höndum tekinn og sendur sem batdingi til Morro-kast- Undir Cuba fánanum. Sagafrá hinu síðasta frelsisstríði Cubamanna. Þrautir og reynsla ieyniboða Bandamanna. Vinátta hans við Gomez og Maceo 0g hvernig hann bauð Weyler sjálfum byrginn. 1. KAFLI. Morro-kastali. “Það er mikið í húfi, herra Preston, en ég hefi takmarkalaust traust á hugrekki þínu og hæfileikum”, “Hafðu þakkir fyrir, herra. Þér skal ekki bregðast það”. “Ég veit það. Guð veri með þér i þessari hættulegu ferð. Enginn veit af ferð þinni nema stjórnarráð mitt, og enginn veit að þú ert sendi- maður, nema ég sjálfur. Við hljótum að lenda í ófriði við Spán. er ég hræddur um, en við verð- um að fresta því svo le.ngi sem við getum. Þú mátt ekki gleyma því, að þú ert sendimaður frá framkvæmdarvaldi föðurlands þíns”. “Með öðrum orðum, ég er sendimaður Sam-^ úels frænda” (Uncle Sam.). ,‘Einmitt það; vertu nú sæll”. "Vertu sæll, herra”.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.