Heimskringla - 13.10.1898, Blaðsíða 2

Heimskringla - 13.10.1898, Blaðsíða 2
HEIMSRKÍN GíLA. 13. OKTOBER 1898 Heiuiskringla. ^erð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 nm árið (fyrirfram borgað). Sent til íslands (fyrirfram borgað af kaupend- uuí blaðsins hér) $1.00. Peningar seudist í P. O. Money Order •Registered Letter eða Express Monoy. Order. Bankaávísanir á aðra banka en i Wumipeg að eins teknar með afföllum I*. L. Baldwin^on, Útgefandi. Offioe : Corner Princess & James. P.O. BOX 305- Til kaupenda Heimskringlu. Það verður að vera hlutverk mitt 1 þetta sinn að senda ykkur kveðju mína—helzt vinarkveðju um leið og það er skilnaðarkveðja—og þakkir beztu fyrir góða og greiða samvinnu & hinu liðna blaðári mínu, og .fyrir umburðarlyndi og drengskap sem þið haflð sýnt viðvaningsskap mínum. Með þessu nr. blaðsins byrjar 13. árgangur Heimskringlu, með þessu nr. blaðsins hætti ég við ritstjórn og umsjón Heimskringlu og með þessu blaði tekur hr. B. L- Baldwinson við taumunum. Hann heflr nú keypt af mér blaðið og alt sem lítur að útgáfu þess, og geta því kaupendur Hkr. verið rólegir yfir þeirri fullvissu, að hr. Baldwinson, með sínum alkunna dugnaði, muni ekki einungis halda blaðinu i sama horfinu, heldur auka útbreiðslu þess og velmegun að stór- um mun. Megið þið því ykkar sjálfra og blaðsins vegna gleðj- ast yflr þeirri breyting sem nú er á orðin. Eg vildi samt um leið minna ykkur á það, að það er einsk- is manns færi að halda úti blaði nema því að eins, að þið hver og einn, sjá- ið sóma ykkar í því að borga blaðið í tíma, og láta ekki útgefandann þurfa að hafa fyrir því að senda út mann til þess að ganga eftir þessum fáu skildingum hjá hverjuro einum. Það er ekki sanngjarnt og það kostar of mikið til þess að fátækt fyrirtæki geti eytt fé til þess. Svo vil ég biðja vini mína og vel unnara blaðsins, að letta sem bezt undir by’rðina með hinum nýja útgef anda Hkr., og láta einskis ófreistað til þess að blaðið geti orðið honum og okkur til gagns og sóma, og að það geti staðið á svo traustum fótum f framtíðinni, að við þnrfum ekki aftur að sjá þá hörmung, að Islend- ingar hér vestra hafl að eins eitt viku- blað, eins og tilfellið var meðan Hkr. lá lamasessinu í fyrrasumar. Þó ég sé nú farinn frá blaðinu, þá er mér jafn ant um að því megi vel farnast og hafa góðan framgang. Og því fel ég það óhræddur drengskap ykk- ar og framsýni og ötulleik útgefand ans, og hygg ég framtíð þess nú vel borgið. Svo þakka ég þá öllum vinum mín um víðsvegar í Canada og Banda- ríkjunum, sem svo drengilega hafa stutt þetta fyrirtæki, fyrir alla vel- vild sina og atorku. B. F. Walters. * * * * * ** * * Samkvæmt yflrlýsingu herra B. F. Walters hér að framan, þá hefi ég nú tekið að mér útgáfu Heimskringlu frá þessum tíma. Heimskringla missir án efa mikils víð þar sem er hr. B. F. Walters. Hann heflr gert blaðið vel úr garði og útvegað því fjölda nýrra stuðn- ingsmanna, enda er hann hæfileika- maður og drengur góður. En það gengur oft svo til, að kringumstæð- urnar skapa manni braut sem menn svo verða að þræða. Eg þarf naumast að taka það fram að ég finn fullkomlega vanmátt minn til þess að gefa út blað sem að öllu leyti sé samboðið vaxandi mentun og menning Islendinga hér í landi. En ég get að ein8 lofað því, að leggja fram mína ýtrustu krafta til þess að gera Heimskringlu svo úr garði, að hún verðskuldi þær vinsældir sem hún heflr jafnan átt að fagna að und- anförnu. En svo leyfi ég mér þá um leið að minna menn á það, að það er ekki að öllu leyti undir ritstjóranum komið, hve fi’óðlegt og gagnlegt almenningi blaðið getur orðið. Þið verðið einn- ig að leggja ykkar skerf til þess, að blaðið geti orðið það sem það á að vera og hefir verið: fræðandi og gagnlegt þeim sem kaupa það. Til þeirra scm búa f Canada vildi ég segja það, að Heimskringla mun framvegis halda þeim stefnu í póli- tik sem liún hefir jafnan haft, að hlynna eftir megni að stjórnxnála- stefnu Conservativa í ríkis og fylkja- málum. Einnig mun blaðið framvegis taka líkan þátt í málum Bandaríkjanna eins og það hefir áður gert. Það mun styðja demókrata í samveldis og ríkjapólitík. Égkannastfyllilega við þann mikilsverða stuðning sem íslendingar f Bandaríkjunum hafa jafnan veitt Heimskringlu, og mun ég reyna af fremsta megni að brjóta ekki af blaðinu þá hylli. Svo vil ég þá biðja alla þá sem unna Heimskringlu lífs og viðgangs, að styðja að því með ráð og dáð, að blaðið fái sem flesta kaupendur—að það komist inn á hvert einasta ís- lenzkt heimili, og það sé skilvíslega borgað, því undir því er líf þess komið. Fréttabréf úr íslenzku bygðunum og fræðandi og skemmtandi ritgerðir verður æflnlega þegið með þökkum. B. L. Baldwinson. Heimferðarmálið. Það mun nú mega telja það áreið- anlegt, að bæði íslenzku blöðin Heimskringla og Lögberg, séu á eitt sátt um það, að hlynna eftir megni að þvf að íslendingar í þessu landi sem kunna að hafa í hyggju að heim- sækja frændur og vini á Fróni um næstu aldamót, geti komið samtök- um á í þá átt sem allra fyrst, eins og líka það, að skemmtiferð þessi ef hún kemst á,sem vér teljum mjög líklegt, geti orðið sem ódýrust fyrir hvern einstakling sem tekur þátt í lienni. Meira geta blöðin tæplega gert að svo stöddu. Það liggur þá næst fyrir, að þeir sem nú þegar hafa ákveðið sig til þessarar ferðar, gefi sig fram og láti til sín heyra f blifðunum, sem munu reiðubúin til að veita þeim fult mál- frelsi í þessu efni. Svo leng sem enginn veit af öðrum sem hyggi til þessarar heimferðar, finnst oss að alls ekkert geti orTið gert í samtakaátt- ina. En því fylgir og það, að þeir sem fara, mega búast við að borga hið fyllsta gjald hver í sínu lagi, bæði á brautum og skipum. En af- sláttur á fargjaldi er því að eins hugsanlegur, að menn þeir sem á- kveðnir eru til ferðar, myndi félags- skap sín á meðal. Að þeir komist fyrst að niðurstöðu um það, hve margir muni líklegir til þess að verða i ferðamannahópnum, og byrja síðan á samningi við eítthvert járnbrautar eða gufuskipafélag um flutning fyrir allan hópinn, fram og til baka, fyrir ákveðið verð, innan viss tímabils —segjum sex mánaða—fráþvf menn fara að heiman og þar til þeir koma heim aftur. Ennfremur verður fyr- fram að ákveða það, hvort ferðafólk- ið ætlar að fara beina leið frá strönd- um þessa lands til íslands og sömu leið til baka,—sem vér reyndar telj- um mjög ólíklegt að muni verða fá- anlegt,—eða að menn fara hina vana- legu Ieið, yfir England og Skotland. Ennfremur hvort ætlast sé til, að um leið sé farið á hina miklu alþjóða- sýningu f Parísarborg og þar dvalið svo sem vikutíma, sem vel mætti gerast með litlum aukakostnaði. Eða hvort menn svo vilja balda frá París yfir til Berlínar á Þýzkalandi og það- an til Kaupmannahafnar, og haga svo ferðinni, að ná þar í póstgufu- skip til íslands. Alla þessa króka mætti auðvitað fara, en dáiítinn auka- kostnað hlyti það auðvitað að hafa í för með sér fram yfir það ef farið væri sem leið liggur beint vfir Skot- land og England. En þessir aukakrókar á leiðinni hafa það til síns ágætis, að með þeim gæflst mönnum kostur á, ef til vill í það eina skifti á æfinni, að kanna ókunna stigu og sjá og skoða hin fegurstu og mestu mannvirki og meistarastykki sem þessar fögru borgir hafa til að sýna ferðamann- inum. Og að eins það í sjálfn sér er fræðsla og mentun eigi alllítil, En hvaða stefnu sem þetta ferða- fólk kann nú að taka, þá er það víst, að það er nauðsynlegt áður en farið er að semja um flutning, að ákveða um það, hve margir fari, hvert þeir fari og hvernig þeir ætli að ferðast, og svo hve lengi að farseðlarnir eigi að gilda. Og hvað sem kann að uerða ákveðið um þetta altsainan, þá vildum vér ráða fólki til þess að gera sér ekki of fagrar vonir um afskap- lega lágt fargjald. Menn mega að líkindum búast við því, að ferðin, —þ. e. farbréfin—verði aldrei langt fyrir neðan 8100, og til þess að geta komið fram heima á íslandi eins og sæmir ameríkönskum “túristum,” þá er líklegt að ekki veitti af öðrum 100—150 dollurum fyrir hvern mann að meðaltali, eftir því hvert á ísland væri farið, eða réttara sagt, hve mik- ið menn hugsuðu sér að ferðast um þar heima og hve löng yrði þar við- dvölin. Vitaskuld getum vér hUgs- að oss, að ef til vill flestir mundu finna kunningja og skyldmenni heima og ef til vill dvelja hjá þeim, en eigi að síður mundi sú dvöl að sjálfsögðu hafa eins mikinn kostnað í fór með sér eins og þótt dvalið væri hjá vandalausum. Það má þvi eflaust gera ráð fyrir að kostnaðaráætlunin hér að framan sé ekki fjærri sanni. Vér höfum orðið þess varir, að fólki hættir til að halda, að fargjald- ið frá Ameríku til Islands ætti að verða í réttu hlutfalli við fargjald það sem borgað verður héðan til Par- ísar um sýninguna. En sú skoðun er algerlega röng. Island er svo af- skekt og erindin svo fá og svo smá sem hinn mentaði heimur á þangað, að fargjaldið frá Bratlandi eða Frakk- landi yflr Norðursjóinn hlyti að yerða dýrara heldur en það sem sett verður fýrir ferðina yfir Atlantshafið þó sú vegalengd sé fjórum sinnum lengri en hin. En svo mætti náttúr- lega skifta farbréfum til ferðarinnar þannig, að kaupa farbréf héðan til Parísar eða Bretlands og fá svo Wathne eða aðra skanðinaviska skipaútgerðarmenn til að mæta sér þar og flytja sig heim að íslands ströndum, og þá skjóta hveajum far- þegja þar á land er hann óskaði. Gæti svo skipið farið adra hringferð um landið á ákveðnum tíma til þess að sækja “túristana” og flytja þá aft ur þangað er það sótti þá í fyrstu. Það er alllíklegt að einmitt þessi að- ferðin gæti orðið sú heppilegasta til þess að fá sem allra ódýrastan flutn- ing fram og til baka. Ef að Wathne fengist til að taka að sér flutning á segjum 200—300 manns frá París til íslands og til baka þangað aftur, þá er líklegt bæði það að allmargt af fólki voru fengist til að fara slíka ferð, og eins hitt, að ferðakostnaður- inn yrði á þann hátt hinn ódýrasti sem hægt væri að fá, En það er ef til vill of snemt og óþarft að ræða um þessi atriði nú. Það er fyrst að hngsa um það hvort nokkrir ætli að fara, og svo hve marg- ir, hverja leið þeir vilja fara, á hvaða tíma og hve langan tíma þeir ætla til ferðarinnar. Þegar þetta er út gert, þá er fyrst hægt að fara að vinna að samningum um fiutning og fargjald. Það er því alt komið undir þvf, að þeir sem ætla sér að fara hói sig sam- an sem allra fyrst, með hjálp blað- anna, og geta þeir þá hagað samtaka- tilraunum sínum eftir því sem þeim kemur saman um. En það má tæp- lega eyða neinum tíma til ónýtis, ef nokkuð á að verða úr félagslegum framkvæmdum. National Policy. Hvernig hin þjóðlega stefna, sem Conservatívar settu á stefnuskrá sina 1878 og settu i gang með fjárlagafrum- varpi sínu 1879, hafi gefist Canadaríki er ein af þeim spurningum, sem Lögb. setur fram í grein sinni um Verndar- og tekjutolla, 29 Sept. síðastl. En sem blaðið jafnframt svarar með því að segja. að Conservatívar hafi aukið þjóð- skuldina úr 140,000,000 dollars, 1878, til 258,000,000, 1896. En þetta svar er að því leyti ónóg, að það gefur lesendum blaðsins als enga hugmynd um það hvornig National Policy hafi lánast sem stjórnarfarsstefna fyrir þetta land. Þess vegna á það vel við að mönnum sé hór gefin nokkur hugmynd um það, hvernig stefna þessi hefir gefist í saman bu-iði við stefnu Liberala, sem á und- an yoru gengnir, eins og MacKenzie- stjórnin frarafylgdi henni á árunum frá 1878 til 1878. Þegar Liberalar tókn við vöídum hér í Canada 1874, þá var þjóðskuld ríkisins rúmar $99 millíónir. En þegar þeír fóru frá völdum um haustið 1878, þá voru þeir búnir að þoka skuldinni uppí $140,000,000, Á fimm árum höfðu þeir aukið skuldina um rúmar 40 millí- ónir dollars, eða rúmar 8 inilliónir á ári að meðaltali. En svo tóku Conserva- tívar við ráðsmenskunni, og á 18 árum hafa þeir aukið þessa skuld um 5J millí- ón dollars á ári að meðaltali. Hiu beina afleiðing af National Policy stefnu þeirra befir þefir því verið sú, að stemma vöxt þjóðskuldarinnar um nærri $3 millíónir árlega í samanburði við undangengna eyðslusemi Liberala, En svo er það eins barnslega einfeldnis legt eins og þaðer afvegaleiðandi, að einblina einlagt á þfóðskuldina eina í sambandi við stjórnmálastefnu lands- ins, án þess að gæta þess um leið og skýra fyrir lesendum, hvernig skuldin er orðin til og hver áhrif þau verk hafa á líf og framför þjóðarinnar, sem skuld in er orðin til fyrir. . íslendingar í Ca- nada mega ekki lita á þessa skuld á lik- an hátt og þeim er tamt að skoða hall- ærisáraskuldirnar íslenzku, sem eins og nafn þeirra bendír til, hafa verið gerðar aðallega til þess að halda lífinu í fólki í þeim sveitum, sem hafa fengið þau, svo að þegar þeim lánum er eytt, þá sé ekkert í aðra hönd annað en líf- tóran, til þess að sýna fyrir skuldun- um, og börn og barnabörn þeirra sem lánin hafa þegið, fáþaðíarf að mega borga skuldina, án þess um leið að hafa nokkurn persónulegan eða félagslegan hagnað sem afleiðing af iántöku for- feðranna, Menn verða að gæta þess, hvernig þjóðskuld Cansda er til orðin, Hvort þjóðin hefir fengið jafngildi henn ar í umbótum í sjálfu landinu og hvort þær umbætur eru þannig að landið hafi við þær vaxið í verði svo sem svarar þjóðskuldinni og hvort þær umbætur verði til þess að gera þjóðina efnaðr öflugri og sælli. heldur en ef þær hefðu ekki orðið gerðar, og skuldin engin til. Þess vegna set ég hér ofurlítið sýnis horn af því hvar þeir peningar eru nið- urkomnir, sem taldir eru þjóðinni til skuldar, og er þá : 1. Intercolonial járnbrautin frá St. John til Halifax og Quebec. urq 1100 mílur; hefir kostað $46,000.000; 2. Ríkistillagið til Canada Kyrra- hafsbrautarinnar hefir kostað $62J mfll- íón; 3. Skipgengir skurðir innan ríkisins hafa kostað um $50,000,000. 4. Norðvesturlandið var keypt og mælt út fyrir væntanlega innflytjend- ur og hefir það kostað um $7 millíónir. Þar að auki hafa ýmsar járnbrautir um þvert og endilangt ríkið verið styrktar að meira eða minna leyti, — Opinberar byggingar, svo sem þær i Ottawa, hafa verið bygðar og er það nokkura millíóna dollara virði, og svo það sem ekki er minst í varið, en það eru skuldir hinna ýmsu fylkja sem rík- ið hefir tekið að sér að borga, eru 109J milllón dollars alls. Hér er þvíkomið um $280,000,000, og er það talsvert meira en nemur allri þjóðskuldinni. og þessi verk eru öll til umbóta og hags- muna fyrir ríkið um aldur og æfi. í sambandi við þjóðskuldina skal og hér getið annars, sem er afleiðing af stefnu Conservatíva, en það eru lækk- andi vextir af lánum 1874, þegar Liber- alar komu til valda voru borgaðir $3,61 í vöxtu af hverjum $100 í skuldinni. Árið 1878 þegar Liberalar fóru frá völd um, voru vextirnir 3,68; hækkað í þeirra stjórnartíð. En 1896, þegar Conserva- tíyar fóru frá völdum, voru vextir að eins 2,73 af hundraði, Vextir hófðu því lækkað um \ á stjórnarárum Conserva- tíva frá því sem þeir áður voru. En svo er aðgætandi að hinir ýmsu þjóð- vegir eru ríkinu arðberandi, svo að þegar þær rentur sem ríkið tekur ár- lega af þessum eignum sínum ern tekn ar til greina, þá eru rentur þær sem hvíla á Canada beinlínis, sem afleiðing af þjóðskuld sinni að eins $1,79 af hundraði. Þetta vona óg að sé nóg til að sýn« mönnura, að þjóðin hefir feng- ið verðmæti fyrir þá peninga. sem nún uú sknldar. Annað atriði, sem bendir tilþess að þjóðinni hafi ekki verið of þyngt með sköttum undir National Policy-stefn- unni sést á því, að 1878 voru tæpar $89 milllónir á sparisjóðsbönkum ríkisins, En 1898 var upphæðin orðin $267£ milll- ónir; talsvert meira en nemur allri þjóð skuldinni. En svo voru þar að auki sparisjóðsinnlegg almeunings á öðrum bönkum og I bygginga- og öðrum fé- lögum hér um bil $142,000,000. Ef að það er rétt að kenna National Policy- stefnunni aukning ríkisskuldarinnar; þá virðist það vera eins sanngjarnt að telja henni til gildis aukin efni þjóðar- innar á sama tímabili, Enn fremur mætti geta þess, að innflutningstollar 1875 voru $3,95 á hvern mann I ríkinu, en 1895 að eins 3,47 á mann. Allir tollar samanlagðir voru 1875 $573 áhvert mannsbarn I ríkinu, en 1895 að eins $5,00 á mann. Væri nokk- uð ámótiþví að þakka collverndunar- stefnu Conservativa þessa lækkvn á á- lögum þjóðarinnar V Eða lífsábyrgðir —þær segja þó sögu um ástand þjóðarinnar—, 1878 var samanlögð lífsábyrgðarupphæð manna I Canada $84 millíónir, en 1895 var hún kominn upp I $319 000,006. Það er sama sagan hvar sem á er ljtið. Landiau hefir farið fram stör- kostlega mikið síðastl. 20 ár. Yfir því mega allir fagna. í alskonar iðnaði og akuryrkju hefir framförin verið stórstig Húsakynni, klæðnaður og allir lifnaðar- hættir hafa breytzt til batnaðar. Land- ið hefir náð viðurkenningu og virðingu meðal erlendra þjóða, svo að lánstraust þess fer batnandi ár frá ári. Það er að sjálfsögðu ekki líkindi til þess að þjóðskuldin fari neitt minkandi undir núverandi stjórn landsins. Hún hefir enda aukist síðastl. 2 ár. En á hinn bóginn er vonandi að þeim pen- ingum sem þjóðin tekur að láni verði syo hagkvæmlega varið, að þeirra sjái stað i auknum og arðberandi eignum þjóðarinnar, Bókbindari Jakob Griiðmundsson er nú aftur kominn til bæjarins og býst hann við að vinna að handi ðn sinni hér í vetur, eins og áður. Hann er góður bókbindari og bindur bækur fyrir lægra verð en aðrir. Hann óskar eftir að Is- leudingar komi og tali við sig, er þeir þurfa ábókbandi að halda, Vinnustofa hans er á KiiiK Street, Uppi yfir búð þeirra Pálsson og Bardal Old Glory and her brave Defenders * er nafnið á ljómandi myndabók, sem inniheldur mörg hundruð ágætar ljós- myndir, bæði af öllum herskipúm Band arikjanna, með nákvæmri lýsingu af þeim, stærð, ganghraða, vopnum og mönnum o. s. frv., fjölda af kortum og 266 ljósmyndir 'af mönnunum sem fór- ust með herskipinu Maine, og öllum helztu hershöfðingjuuum i sjó- og landhernum. Bókin kostar að eins 50 cents. — Ljómandi Ijósmyndir af hetj- unum Dewey,|Hobson og Scliley; allar fyrir 25, oents. Kvennfólkið ætti að senda eftir*pakka af yndælum silkipjötl um, ágætum i “Quilts”. Stór pakki fy-rir 12 cts., 3 fyrir 30 cents. Mj'nda- bókin, ljósmyndirnar 3 og 3 pakkar af silki, alt fyrir $1. Ég borgaburðargjald. Sendið peninga Jávísun, silfur eða frímerki, til J. LAKANDER. Maple ParkJKane Co. Ills., U. S. A. Dr. M. B. Halldorson, —HENSEL, N.-DAK.— Skrifstofa uppi yfir Minthorn’s lyfjabúð. Maurice’s Opið dag og nótt Agætt kaffi Restaurant. 517 MAIN STR. Þið fáið hvergi jafngóðar og ódýrar máltíðir i bænum. flaurice Nokes eigandi. Kol og Brenni. Lebigh—Anthracite kol $8.50 tonnid Sxniðjukol $9 OO 66 American lin kol $7.50 66 Souris kol $4.50 66 E. ADAM< s, 407 MAIN STR. jtfc. jtt-. oik. J*i>. jL’í j!it j*Il Jtk Jtíi yi jtk, 4 4 4 4 4 4 4 4 FuSlkomnasta Fataverzlun í* I & * í — * bænum. bæði smásalaog heildsala K Alt nýjar vörur, ekki melétnar eða f uatslitnar af að flæKjast á búðar- • 4 hillunum. Komið allir og sann- B færist, og njótið hinna beztu kjör- .. M kaupa sem nokkru sinni lmfa boð- W J ist í þessum bæ. Við höfum alitk ■ sem að fatnaði lítur, stórt og smátt j 4 4 4 4 4 4 j| —570 Main Str.— 4 J. (xenser, 7U-. Munið eftir nýju búðinni. EASTERN CLOTHING HOUSE WlIOLBSALE & ReTAIL. i* f* £ £ eigandi. j£ S. Gudmundson, Notary Public. Hlonntaín, Si. Dak. -W ; 4 4 Útvegar peningalán gegn veði í fasteignum, íneð lægri rentu en alraent gerist. Svo að þeir sem þurfa að fá peningalán eða að endurnýja lán á löndum sin- um í haust, geta sparað sér pen- inga með því að finna hann eða skrifa honum áður en þeir taka lán hjá öðrum. iÁftaS Nú er tíminn fyris ykkur að dusta rykið og ruslið úr skápunum ykkar, og fylla þá svo aftur með nýtt leirtau frá Cliinii llall, Þar fáið þiðbeztan, ódýrastan og margbreyttastan varning í bænum. ’ CH/NA HALL, 57» Main 8t. EDMUND L. TAYLOR, Barrister, Solicitor &c. Rian Block, 492 Main Street, WlNNIPEG. Bnmswick lioíel, á horninu á Main og Rupert St. Er eitt hið ódýrasta og bezta gistihús í bæuum. Allslags vín og vindlar fást þar mót sanngjarnri borgun. McLaren Bl'O S, eigendur. Munið eftir Því að beza og ódýrasta gistihús (eftir gæðum), sem til er í Pembina Co. er Jennings House, Cavalier, N. Dak. F. E. RENAUD, eigandi. Heyrnarleysi og suða fyrir eyrum læknast —með því að brúka— Wilsons Common Sense Ear Drums Algerlega ný uppfinding; frábrugðin öllum öðrum útbúnaði, Þetta er sú eina áreiðanlega hlust- Íiípa sem til er. Ómögu- egt að sjá hana þegar búið er að láta hana í eyr- að. Hún gagnar þar sem læknarnir geta ekki hjálpað.—Skrifið eftir bækling viðvíkjandi þessu. Verðið er, með fulí- komnum útbúnaði, $5.00 parið. Karl K. Albert, P. O. Box 589 503 Main St. WINNIPEG, MAN. N. II. Pantanir frá Bandaríkjunum afgreiddar fljótt og vel. Þegar þid skrifið^þá getið um að auglýsingin hafi verið í Heimskringlu. OMIÐ inn hjá llari’y Sioaii, Sii's EESTAORANT Dunbar hefir umsjón yfir vínföng- unum, og bið fáið meira fyrir pen- ■uga ykkar hjá honum en nokkrum öðr- um í bænuöi. Sloans Rcstauraut —523 Main St.—

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.