Heimskringla - 13.10.1898, Blaðsíða 4

Heimskringla - 13.10.1898, Blaðsíða 4
HEIMSRRINÖLA, 13. OKTOBER lð98. Hurra Fyrir Vetrinum! Húrra fyrir yflrhöfnunum, hlýju fötunum, húfunum, vetlingunum, nærfötunum, og öliu sem hjálpar til að halda manni hlýjum. Hér er búðin sem er troðfull upp undir loft af allskonar karlmanna og drengjafatnaði. Altsaman það bezta i landinu, og það sem mest á ríður : með undur lágu verdi. The Commonwealth, HOOVEE <fc CO. CORNER MAIN STR. & CITY HALL SQUARE. Winnipeg. Láleiðarinn á Unity Hall á þriðjud. Sr. Christían Johnson, akuryrkju- verkfærasali frá Baldur, Man., var hér í bænum um síðustu helgi. Hann lét mjög vei af líðan manna í sínu bygðar- lagi; sagði að hveiti mundi samt verða i fremur lágu verði í ár, frá 50—60 cts. bushelið, Svo að segja Sj,mfara bankaráninu mikla hér í bænum, hefir nú annað rán verið framið í matvörubýð Mr. H L. Chabot, á Main St. hér i bænum Ekki tóku þjófarnir neinar vörur, en $16 i peningum höfðu þeir á burt með sér sem lítilfjörlega þóknun fyrir ómak sitt. Þeir herrar G. J. Gíslason og E. J. Skjöld, frá Hallson, N.D., komu hingað til bæjarins <5. þ. m. til þess að halda áfram námi sínu á Wesley College hér í bænum. Þessir ungu efnismenn gengu á þetta College i fyrravetur, og ætla að halda áfram því námi sínu þar til þeir ná burtfararprófi úr University-deild skólans. Vér höfum verið beðnir að geta þess að nokkrar íslenzkar konr í Fort Rouge hér í bænum, ætla að halda skemmti- samkomu á Albert Hall föstudagskvöld- ið 11. næsta mánaðar. Prógrammið er oss sagt að verði betra en menn eiga að venjast hér á islenzkum samkomum. Þessi samkoma verðr auglýst nákvæm- ar i Heimskringlu síðar. Þvi er haldið fram af sumum aust- anblöðunum, að þegar öll atkvæði séu komin í ljós, þá muni sannast, að vín- sölubannið, sem greidd voru atkv. um hér i Cannda 29. Sept., verði i stórum minnihluta. Það er mál manna, að þegar fulltalið sé, þá muni Quebecfylki hafa um 70,000 atkv. framyfir gegn vínsölubanninu, og að lítil líkindi séu til þess að hin fylkin muni vega upp á móti því. Frank A Fairchild, akuryrkjuverk- færasali, dó snögglega að heimili sinu héríbænum aðfaranótt sunnudagsins ; hafði hann komið heim á laugardaginn úr ferð vestur um land, og var þá að mestu leyti við sína vanalegu heilsu, en kl. 4 næsta morgun var hann látinn. Hjartabólga varð honum að banameini. Mr. Fairchild var maður á bezta aldri. einn af beztu borgurum þessa bæjar, virtur af öllum sem kyntust honum, og er þar skarð fyrir skyldi er hans missir við. Séra Magnús J. Skaptason fer suð- ur til Dakota (Hamilton) þriðjudaginn 19, þ. m., og verður þar syðra einn hálf- mánuð til þrjár yikur. liítié tjrúkaður $92 feolaofn ét tíl sölu með afargóðum kjörum, Mundi liklega fást í skiftum fyrir aðra hluti. Ritstj. visar á seljanda. Það er nú ákveðið að þeir Kelly Bro’s. flytji Asphalt-verkstæði sitt frá Notre Dame Ave. niður á lóð bæjarins við Fonseca Ave., og að þeir ætli að láta það ganga þar með fullum krafti í vetur. Safnaðarfundur sá sem ótti að hald- ast í Tjaldbúðinni á mánudagskvöldið var, fórst fyrir vegna óveðurs og var honum frestað til næsta mánudags- kvölds, 17. þ. m. Safnaðarmenn Tjald- búðarinnar eru beðnir að fjölmenna þá á fundinn. Haustið er komið og veturinn nálg- ast, þegar enginn fær lifað þægilegu lífi hér í landi án þess að brenna kolum eða við. Viðurinn er nú með svipuðu verði og á undanförnum árum, en kolin eru talsvert ódýrari lieldur en þau hafa ver- ið síðastl. 3—4 ár. Beztu Pensylvania harðkol fást nú fyrir $8.00 tonnið, eða jafnvel minna. I fyrra voru þau kol ekki minna en $10 tonnið. I samtali við herra Árna Freeman, póstafgreiðslumann að Vestfold í Shoal Lake nýlendu, gat hann þess, að í sinni bygð hefði engin kosning verið höfð um vínsölubannið og engar ráðstafanir gerðar með anglýsingum né öðru til þeirra kosninga., Þykir mönnum þar ytra þetta veramokkuð einkennileg og gálausleg vanræksla stjórnarinnar i svo mikilsverðu máli. Frá íslandi komu síðastliðinn föstu- dag Þórður Jónsson, ungur maður ó- giftur, frá Narfeyri á Skógarströnd í Snæfellsnessýslu og með honum ungfrú Sigríður Jónsdóttir frá sama bæ. Kona þessi er á ieiðtil föður síns, Jóns Magn- ússonar, að Ely P. O., N. Dak. Þau fóru frá Stykkishólmi 1. Sept. og tóku farbréf sín með Allan Línunni. Fáar fréttir sagði Þórður að heiman ; heyskapur hefir ,,engið fremur stirðlega á siðastl. sumri og nýting á úthögum víða í lakara lagi vegna stöðugra ó- þurka allan síðarí partinn af Ágúst- mánuði. — Þórður býst við að dvelja hér í bænum fyrst um sinn og sæta vinnu sem honum bauðst sama daginn og hann kom, fyrir $1.75 á dag. $10,00 föt, hvergi betrí an hjá Coinmonwcalth, “Bergmálið” hefir borist oss og sjá- um vér á því, að Ný-íslendingar muni hafa greitt atkvæði á móti vínsölubann- inu. Reyndar voru ekki öll atkvæðin talin þegar blaðið var prentað, 3. þ. m., en frá Gimli, Breiðuvik, íslendinga- fljóti og Geysir sýna þau, að 19 atkv. voru greidd með vínsölubanninu en 63 á móti, og má þetta heita merkilegt i bygðarlagi sem aldrei hefir haft vínsölu innan sinna takmarka, Hra. Páll Magnússon, kaupmaður í Vestur Selkirk, áminnir hér með js- lendinga alvarlega um að muna eftir því, að hann hefir enn þá útsölu á hin- um alþektu, ágætu Raymond sauma- vélum, sem hann selur ódýrar an nokk- ur annar umboðsmaður Raymondfé- lagsins. Verðið er $30, $32,50, $36, og Frophead-vélar á $40 og $50. — Það kostar ekkert að skoða vélarnar. Um síðustu helgi komu hingað til bæjarins þeir herrar, Árni M. Freeman Björn og Torfi Jónssynir, Jón Jónsson og Jón Westdal; allir búendur í Shoal Lake nýlendunni. M?. Westdal kora við á skrifgtofu Hkr. ög kvaðst vera hér þeírra erinda, að kaupa vistir til vetrarins, Hann sagði almenna vellíðan og heilsufar manna gott þar ytra, Einstöku menn kvað hann enn þá ekki hafa getað hirt um hey sin vegna óþurka i September, Annars kvað hann Shoal Lake nú óð- um að grynnast, og yki það framtíðar- vonir manna þar í bygð. Menn eru beðnir að taka eftir og lesa vel auglýsinguna um samkomuna á Unity Hall næsta þriðjudagskvöld, sem birt er á öðrum stað í blaðinu. Þessi samkoma átti í fyrstu að haldast 4. þ. m., en fórst þá fyrir sökum óveð- urs og annara orsaka. Aðgöngumið- arnir, sem þá áttu að brúkast, verða notaðir í þetta sinn, — Prógramminu hefir nú verið nokkuð breytt og betur til þess vandað, og mun það reynast að Islendingum hér hefir sjaldan verið boð- ið til betri skemtunar en þar verður. Mr, Ward er frægur fiðluleikari og á- gætur söngmaður og spilar og syngur oft hér á leikhúsunum. Miss Wells er ein með beztu ‘píanistum’ bæjarins. Mr. Lárusson þarf ekki að hæla, því allir þekkja snild hans sem hornleikara. Svo kemur Mr. Kendricks þar fram og sýn- ir fólki hina dularfullu dáleiðslu, sem svo fáír af Islendingum hafa séð, og ætti það eitt að vera nóg til að draga fólk að samkomunni. Forstöðunefnd- in hefir kostað talsverðu fé til þessarar samkomu, í þeirri von að landar kynnu að meta þessa tilraun til að gefa þeim einusinni “first class” skemtun. Hinn 7. þ. m. barst að það sviplega sorgar tilfelli að Ólafur Sigurðs- son varð bráðkvaddur að heimili sínu á Torontostræti hér í bænum. Hann hafði unníð þann dag að vanda og gekk til hvíldar kl. 9 um kvöldið og vissi eng inn að hann kendi sér neins meins. En klukkutíma síðar var hann örendur. — Ólafur sál. var ættaður ýr Kelduhverfi í Þingeyjarsýslu. Flutti hann frá Garði í Kelduhverfi til Canada árið 1883. Hann dvaldi 4 ár í Ontariofylk- inu og flutti svo vestur til Manitoba ár- ið 1887. og hefir búið hér í Winnepeg siðan. Hann lætur eftir sig ekkju og3 börn — 1 son og 2 dætur, sem öll eru upp komin eða því sem næst. Ólafur sál, var maður vel gefinn til sálar og líkama; greindur i betra lagi og duglegur starfsmaður. Hann tók talsverðan þátt í málum hinna islenzku verkamanna hér i bænum, og ritaði um þau í blöðin. Hann var vel metinn af stéttarbræðrum sínum og öðrum sem honum kyntust. — Hann var jafnan fátækur maður og bar enga lifsábyrgð. Það mun mega fullyrða að ekkjan egi mjög örðugt (uppdráttar, og væri því vel gert af vinum hins látda að lita til hennar i þessum sorglegu kringum- stæðum. Jarðarförin fór fram frá Tjaldbúð- inni á sunnudaginn í viðurvist jjölda fólks. Blaðið Free Press getur þess þann 7. þ. m., að J. Josefsson, sem býr 8 mil- ur norðaustur frá Baldur hafi beðið til- finnanlegt tjón af veðrinu mikla sem gekk yfir mikinn part af fylkinu hér fyrra laugardag. Hann hafði látið sauðfé sitt, um 40 talsins, inn i l,ús um kvöldið til þess að skýla þvi fyrir storm- inum og regninu, en elðing sló niður í húsið og kyeikti í þvi, svo að það stóð í björtu báli nær því samstundis. Það var reynt að slökkva eldinn en tókst ekki, og ekki var heldur hægt að ná fénu út úr húsinu, nema að eins ellefu kindum sem náðust lifandi, og af þeim yarð strax að slátra 5. Enginn selur betri drengjaföt en Commonwealth. Hanar verpa eggjum í Ont. Það var um eitt tímabil að hanar verptu eggjum í Ontario og hænur urpu svo miklu um hévetur.að bændur urðu ráðalausir með egg sín. Orsök þessa var sú, að hæusunum var gefin “Cana- dian Poultry Food”. Þeir sem ekki hafa of mikið af eggjum, ættu að leito upplýsinga hjá G, Sveinssyni, 131 Higgin St., Winnipeg. Hann getur bent á hvar þetta fóður fæst. Ef þið ætlið heim til íslands árið 1900, þurfið þið nú sem fyrst að fara að draga saman fé til ferðarinnar. Marga af ykkur langar eðlilega til að fara, og vér óskum að sem flestir geti orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá aftur fósturjörðina — “að heilsa aftur æsku- dalnum fríða”. Ef þið ásetjið ykkur fastlega að ferðast heim, trúum vér ekki öðru, en þiðiverið nægilega efnað- ir til þess. Látið hendur standa fram úr ermum með að þéna peninga fram að aldamótunum, og munið eftir að spara. Þegar þið Jkaupið ykkur nauð- synjavörur, þá farið þangað sam þið fáið mest fyrir dalinn. Eftir fötum, fataefni og skóm, ættu? þið að fara í búðína Cheapside, 578 og 580 Main St, þar sem hann C, B. Julius afhendir. —Það er áreiðanlegt, að þið gerið þar betri kaup, en í nokkuri annari búð í bænum. GEO. II. RODGERS 4 CO. CHEAPSIDE. Islendingar ! Hvar fáið þér bezta og ódýrasta karlmannafatnaði í Winnipeg ? Án efa hjá Long & Co. — Palace Clothing Store—458 Maine St,— milli McDermot og Bannatvne Ave. íslendingurinn (wiitlin. G. IsleifKNon vinnur í búðinni, og gefst yður tækifæri til að semja algerlega við hann um kaup yð- að. Áður en þið kaupið hjá öðrum, þá munið að koma og sannfærast um sannleikann. Sjón verður sögunni rík- ari. Paíace... Clothing Store IiOUGr &o CO_ 458 flain St. Skemmti= Samkoma A Unity Hall næstkomandi þriðju- dagskvöld (18. Október), kl. 8. e. h. Programm: 1. Órchestra .......... Miss Wells, Mr. Ward, Mr. Lárusson, 2. Song......“The Deathless Army” Mr. Ward. 3. Ræða...........Mr. E. Ólafsson. 4. CornetSolo.. ‘Sing-Smile-Slumber’ Mr. H. Lárusson. 5. Song.......‘Soldiers of the Queeu Mr. Ward. 6. Upplestur... .Séra M. J. Skaptason 7. Violin Solo......“La Dernieré” Mr. Ward. 8. Dáleiðsla........Mr, Kendricks. 9. Orchestra--------Sömfi og áður. Aðgangur 25c. Aðgðngumiðarnir sem þrentaðir voru fyrir samkomuna sem átti að verða 4. þ. m., gilda fyr- ir þessa samkomu. amkoma. (TOMBOLA.) Eins og áður hefir veriðgetið um £ blöðunum, heldur stúkan Hekla samkomu á NORTHWEST HALL föstudagskvöldið þann 21. þ. m. Programm : 1. Hlutavelta (tombola). 2. Hljóðfærasláttur: Wm. Ander- son og Mrs. Merrel. 3. Ræða: 4. Recitation: Miss H. Johnson. 5. Duet: S. Anderson og Miss Magnússon. 6. Hljóðfæraspil: Dalman Bros. Alt úrvalsdrættir; sumir átta doll- ara virði. Engir aðgöngumiðar seldir fyrirfram. Aðgangur og einn dráttur 25 cents. Hlutavelt- an opnuð kl. 7.30 e. m. Samkomunefndin. AI3AMS BRO’S, CAYALIER, JST. Selja allar tegundir af HARÐVÖRU, stórt og smátt, alt sem ykkur vanhagar um. Svo hafa þeir einnig alt það sem vanalega er selt í stærstu og fullkomn- ustu harðvörubúðum. Sérstakleg bjóða þeir ykkur SJALDGÆF KJÖRKAUP Hitimarofnum og Eldamaskínum. Þeir hafa meiri og betri byrgðir af þeim en nokkur annar í Pembina County. Cavaller, »í. I>. BECHTEL & PRATT, HENSEL, N.=DAK. Verzla með - Alnavöru, Matvör, Stígvél, Skó, Fatnað, Hatta, Húfur 0£ allar mögulegar tegundir af Harðvöru Þeir hafa betri vörur og selja þær með lægra verði en nokkrir aðrir í nágrenn- inu. Sérstaklega óska þeir eftir verzlun íslendinga. Gleymið þeim ekki. BechteI & Pratt, ^mmmimmmmmmmmmmm Gleymið ek-ki gr því, að nú bjóðum við ykkur ágæt kjörkaup : Karlmanna yfirskó (gum).$ I .OO Kvenna “ “ ...... 25e. gr Karlmannahanskar, fóðraðir . SOc. Drengjahanskar. fóðraðir. 50c. 5^ Karlmanna Gauntlet vetlingar. 1.50 Fóðraðir reimaskór úr mjúku leðri 1.50 Kvenna slippers, ágætar. 40c. ^ \1ð höfum aldrei haft eins mikið af vetlingum ^ og hönskum að velja úr, og eins alt annað. I E. Knight & Company. 35] Main St. 3 T — 18 — —23— —22— —19 — “Satt er það, en það er ekkert á móti því sem eftir er áður en ég er búinn. Pancbo er á- gætis drengur”. Þegar þeir komu að gistihöllinni, bað Prest- on konsúlinn að koraa raeð sér til herbergis síns, en þá rákust þeir á De Costa og beið hann þeirra i ganginum, og fóru þeir þvi inn í herbergi hans. “Það er þýðíngarlaust fyrir þig að fara til herbergis þíns, ef þú ætlar að ná skjölum þín- um”, mælti hann. “Lögregluþjónarnir hafa rannsakað alt sem þeir fundu, og þar er ekki eft- ir pappírsblað nógu stórt til að snúa utan um sigarettu”, Allra snöggvast brá verulegum gremjusvip yfir andlitið á sendimanninum, en De Costa hló við, og þá hýrnaði yfir honum aftur. “Þeir hefðu líka kunnað að finna eitthvað, ef að ég hefði ekki orðið fyrri til. En eins og þú veizt, er ég kunnugur öllum þes3um smávegis vinahótum, sem þeir sýna bandingjum í Jandi þessu. og því leitaði ég í koðortum þínum áður en þeir komu. Skjölin þín eru íherberginu mínu. Viltu koma þangað?” “Hershöfðingi”, mælti Preston, þegar þeir voru seztir niður og enginn heyrði til. “F.g er sendn hingað með etindi, sem ég get ekki fylli- lega"i-kýrt, en það á hvorki skylt við Cuba- meni ‘-ða Spámerja að því er til meðhalds lýtur. Það i í liklegt að ég verði um tíma á eyjuuni og á niP Mn é/ er hér. þá vil ég biðja þig fyrir skjöl óma einan”, Og um leið tók hann bré f framar að skammast sín fyrir hann. En hinir spönsku kuuningjar þínir, Preston, (vilja gjarn- an klófesta Antonio, og það er góðverk sem hann gleymir ekki strax, ef að þú getur hjálpað honum að sleppa út úr landinu um tíma”. En þá gekk Anita fram og leit stóru, dökku augunum sínum framan í Preston, Sá hann að þau voru vot af tárum, og leit hann undan þegar þau hvíldu á honum ^eins og menn ósjálf- rátt horfa undan, þegar tilfinningin fremur en skynsemiu varnar menn við því að maður sé særður. Andlitið á henni var eins elskulegt eins og augu hennar, viðkvæmnislegt, hugsandi, til- finningaríkt, ósegjanlega tilfinningaríkt, en þó fólgin í þvi hulinn kjarkur og óbilandi hugrekki. “Seuor”, sagðihúnog var rödd hennar þýð og mjúk sem kúbanskur vindblær. “Don Fran- cisco hefir sagt mér frá góðverki þínu, að bróðir minn geti farið tiljfósturjarðar þinnar á vega- bréfi þínu. Með því hefir þú bjargað lífi hans, sem einmitt á þessari stundu er í mssta háska, því að okkur var veitt eftirför þegar við komum hingað. Hann er ekki nema 18 ára gamall, og það má ekki láta þá deyða hann”. “Hann verður ekki deyddur, senorita, Hann kemst áreiðanlega heill á húfi á burtu”, “Ég get ekki þakkað þér nógsamlega, senor, ég á ekki orðin, sem ég vildi, En þú veizt að ég er.þér þakklát”. Þú gekk Antonínó fram og lét í ljósi ánægju snía yfir öllu því, sem fyrir hann var verið að gera, og þurfti Preston ekki annað, en renna til hansaugum, til þess að sjá það. að hægt var að far til Netw York á gufuskipinu sem átti að sigla þennan dag. Hann hugsaði á þá leið, að ef að Spánverjar hefði haft hugmynd um hið rétta er- indi hans, þá mundi grunur þeirra falla niður, þegar þeir vissu að hann hefði verið neyddur til áð snúa aftur til Bandaríkjanna. Það var nærri kominn dagur, þegar hann og konsúllinn komu til skrifstofunnar, þar sem þeir höfðu mælt sér mót við De Costa. Það var auðséð að Cúbamaðurinn var æstur, |þó að hann reyndi að láta lítið á því bera, og þegar þeir hittu hann, þá hörfaði hann nndan inn í dyrnar, og í.lágum rómi nefndi hann nafn eitt, sem þeir ékki gátu heyrt. Urðu þeir forviða Preston og hershöfðinginn, þegar þeir sáu þar tvo menn i myrkrinu á bak við hann, on ekkert orð var tal- að, er þeir gengu upp tröppurnar. Þegar þeir voru komnir inn á skrifstofuna og höfðu vandlega lokað hurðu, þá kyhti Costa þálhvorn |öðrum. “Þetta eru tveir vinir mínir”, sagði liann, “Þau eru syskin. Ég varð aðkoma með þau bæði hingað.því að Antoniolvar í feldm og þurftj Systir hans að fara með mér til aðfinna hann. Eg hafði ekki tima til að fylgja henni. Þau heita Antonio og Anita Garcia. Hver einasti maður.á Cuba þekkir hinn fræga föðrbróður þeirra”. “Þáð er þó ekki hann Manuel Garcia. rr að, —"hyrjaði Preston ftðjsegja, en þavnaði nftor. "Jú, ræninginn Manuel Garcia er föOrbróðir þeirra. En hann er nú ekui ræningi lengnr, hann er orðin frelsishetja, og 1 au þurfa ekki eitt út úr böglinum, sem De Costa hafði fengið honum, og rétti það að konsúlnum. Fyrst þegar hann tók við bréfinu var útlit konsúlsins sem þetta væri markleysa ein, en þegar hann rendi augunum yfir bréfið, breyttist svipur hans og sýndist hann verða hissa og hálf- partinn koma fát á hann. "Ég hefi aldrei heyrt neitt um þetta”, sagði hann, um leið og hann fékk Preston bréfið aftur. “Ekki ég heldur. En erindið er jafn áríð- andi fyrir það. Nú getur þú sóð, hvers vegna ég get ekki siglt á Vigilanc á morgun — eða öllu heldur í dag”. "Já, og svo líka hitt, að ég er í ólukkans klípu”. "Hvernigþá?” “Ég hefi lofað því að þú skyldir fara”. "Þú getur rekið liestinn til vatns, en ekki ueytt hann til að drekka”. “Satt er það. En það verður þá ekki svo létt að ná næsta bandingjanum út úr Morrókast- ala, ef að ég svik loforð mitt i þetta skifti”. “Það skil ég vel”, mælti Preston. “En ég held ég geti bætt úr þvf”. ? “Pancho”, sagði liann, “veiztu af tveimur góðum hestum, sem hægt só að fó?" “Það veit ég æfinlega þegar ég er í Havana, Eg býkt oftast við að þurfa þeirra”. “Geturðu náð í þá núna ?” “Innan hélfrar stundar". “Þá sé ég Jhvernig við skulum komast úr klípu þessari. Þú hlýtur, hershöfðingi, ftð vita af einliverjum, sem feginn vildi bregða sér til

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.