Heimskringla - 17.11.1898, Blaðsíða 1

Heimskringla - 17.11.1898, Blaðsíða 1
XIII. ÁR NR G Heimskringla. WINNIPEÖ, MANITOBA 17. NOVEMBER 1898. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Harry Pillon var handtekinn og kærður fyrirað hafabrotist inn í kyrkju St. Lui í Quebec-fylki í Ágúst síðastl. eg stolið ýmsum hlutum úr henni. Ját- aði hann sðkina á sig, en sagði að þeir tveir menn, sem áður voru teknir og dæmdir í 2 ára fangelsi fyrir þetta sama brot, væru algerlega saklausir. —Sé saga þessi sðnn, þá sýnir hún það hér sem oftar. að lögspeki og róttlæti fara ekki ætfð samhliða í prófun mála. Líklegt er og að þeir tveir menn, sepa nú eruí fangelsinu verði látnir lausir og þeim goldnar skaðabætur fyrir mannorðsspell, sem þeir hafa orðið fyr- ir við dóm þessa máls. Krítey á framvegis að verða undir verndarvæng stórveldanna og er nú al- mælt að Georg prins á Grikklandi. son- arson Danakonungs, verði gerður að umboðsmanni stórveldanna og settur æðsti stjórnari á eyjunni. Yfirlýsing í þessa átt kvað aú að eins bíða undir- skriftar Rússakeisara, en hún er talin vís strax og hann kemur heim úr ferð sinni um Livadia, því að það var hann, sem stakk upp á prinsinum fyrir um- boðsmann á eynni. Til þess að borga herkostnaðar- skuld sína, sem sagt er að sé um $400 milliónir, hefar Spánn nú gefið út sorg- ar-frímerki — Stamps of Mourning, er á að brúka á öllum innanríkisbrófum, Hvort þessi frímerki eiga að setjast á bréf og bögla aukreitis við hið almenna póstgjald, eða að þau eiga að notast ein göngu og seljast við hærra verði en hin fyrri. þess er ekki getið. En talsvert hlýtur þessi hugmynd að auka burðar- gjald bréfa og póstsendinga á Spáni, ef *ala frímerkjanna á að geta gefið af sér *vo mikin arð á fáum árum að nægi til að þurka af þjóðskuldalistanum þessar 400 milliónir, sem þeir hafa kostað til að tapa eignum sínum í hendur Banda1 manna, Etienne Blanchard, Liberal þing- maður, sem kosinn var í Quebec í Maí 1897, hefir verið dæmdnr úr sæti. — Eitthvað gruggugt við kosninguna. Á næsta Dominionþingi verður •tjórnin {beðin að veita leyfi vissum British Columbia mönnum, sem hafa myndað félag til þess að leggja járn- braut frá Dawson City upp með Klon- dike-ánní, Hunker-læknum, Dominion- læknum og Indian-ánni, til Fort Yuk- on og til baka aftur til Dawson City með aukabrautum upp með Eldorado- •g Dominion-lækjunum. Annað félag biður um leyfi til þess að mega byggja akbrautir frá Lake Bennett til Dawson og aukabrautir til annara staða þar í landi. Félagið hef- lr 1 hyggju að hafa almennar vöru- og hfaðsendinga (Express) flutning. Stórkostlegur húsabruni varð í Þorpinu Deloraine á föstudaginn var; 8 eða to verzlunashús að meðtöldu 3 lofta gestgjafahúsi brnnnu og mest af ▼örum sem í þeim var tapaðist- Skað- inn er metinn um $25,000. Polverji nokkur, alslaus fiæking- nr að nafni Schreider, fékk ókeypis gistingn í bakaríi í London á Englandi fyrir fáum dögum. En 'næturgreiðann borgaði hann með því að stinga hjálp armanni bakarans inn í glóandi ofninn I''igandinn, sem var í öðru herbergi hússins, fann brunalyktina úr ofnin- um og fór að sæta að hv«ð um væri að vera, en þ4 pólverjinn hann og ætlaði að gera honum sömu skil, en í þeim sviptingum sem þá urðu, varð svo mikill hávaði að lögregluþjónar Þetta pláss á Thomas Lyons, Skosalinn mikli, 590 Main St. komu að og tóku Pólverjann. Það er líklagt að hann fái makleg málagjöld. Misklíð sú sem átt hefir sér stað milli strætisbrautaeigendanna í London í Ontario og manna þeirra, sem unnw fyrir félagið, er nú að mestu jöfnuð og sætt komin á. Félagið vildi borga 15 cts. á kl.stundina, eð. $1.50 á dag, fyrir 10 tíma vinnu, en menníruir heimtuðu 15| cts. á tímaun. Það var fyrir milli- göngu borgarstjórans og annara leið- andi manna að sætt var gerð milli fé lagsins og verkamannanna, með þvi að þeir mættust á miðri leið með kröfurn- ar þannig, að félagið borgi hæst kaup 15J cts. á tímann. Þetta hækkar dag- lann mannanna um 3—4 cents á dag. Það er ) auðséð að þeir verða lengi með þessari litlu kauphækkun að bæta sér skaða þann sem þeir hafa orðið fyrir við verkfallið. Dr, Irelanö, sá sem hvarf frá Mont- real fyrir nokkrum vikum síðan og ekki hefir frétzt til, er nú álitinn dauð- ur. Kona hans hefir krafið London & Lanochire ábyrgðarfélagið um lífs- ábyrgðarupphæð hans, $5000. Lord Minto, liinn nýji landstjóri Canada, kom með fjölskyldu sina til Quebec á laugardaginn var. Við lend- inguna mætti honura hinn fráfarandi landstfóri Aberdeen og Sir Laurier, ýmsir af ríkisráðgjöfum og fylkisstjór um. Var honum flutt ávarp og síðan var keyrt með hann upp að þinghúsinu. og tók hann þar sinn embættiseið í við- urvist margra stórmenna. Lord Minto er þvi tekiu við æðsta embætti laridsins en Lord Aberdeen sigldi frá Quebec á- leiðis til Englands með gufuskipinu Labrador á laugardaginn, undireins og búið var að setja hinn nýja landstjóra í embættið, Dreyfusmálinu miðar seint áfram á Frakklandi. Kona Dreyfusar [hefír beðið stjórnina að senda honum hlýjan fatnað til brúkuaar á heimferð hans til Frakklands, en henni var neitað af þeirri ástæðu, að stjórnin mundi sjá honum borgið, að svo miklu lei'ti sera það álytíst nauðsynlegt. Hún fór þá á fund Faure forseta og itrekaði beiðni sína, en hann einnig neitaði að gera nokkuð, Nú hefir hún beðið um að mega senda honum hraðskeyti. en einn- ig þvi er neitað. Dreyfns hefir skrifað stjórninni og segist als engin bréf fá frá nokkrum manni.hve mörg sem hann riti; kveðst hann vera uppgefinn á á- rangurslausum bréfaskriftum og ætli nú að hætta að rita nokkrum ættingj- um sinum eða vinum, Einnig kveðst hann vera veikur og nær dauðs. Þetta bréf lét stjórnin lesa upp fyrir konu hans, svo sem til að hugga hana, um leið i.g henni var neitað um að mega koma nokkrum orðnm eða sendine-u til hans. En á hinh bóginn er nú ákveðið aðflytja hann til Frakklands, og með honum verða að líkindum einhverjir, er geta boiið vitni á móti honum. Ekkert uppihald er enn þá með undirbúning Breta til hernaðar og alt útllt fyrir að eitthvað stórkostlegt eigi að gera innau skams tíma. Allar her- stöðvar Breta eru í óða-önn að útbúa sig á allan hugsanlegan hátt án nokk- urs tillits £til kostnaðar. Eru þeir að láta búa til stórskotabyssur af óllum stærðum í hundraða tali og hafa pant- að 200 millíónir tons af reyklausum kol- um frá 17 kolafélögum í Welsh-hérað- inu á Englandi í viðbót við öll þau ó- grynni af kolum, sem stjórnin er áður búin að senda á ýmsar herstöðvar víðs- vegar í heimi. 500 tons af matvælum hafa verið send á herstöðina á Malta, og þessu líkur er útbúnaðurinn við hverja herstöð. 1 millíón pund af tó- baki hefir hermálastjórnin nú fyrir- liggjandi í forðabúri sínu og ætlar að bæta við það, engin veit hvað mlklu. Énn fremur hefir hún útbýtt 1000 flösk- um af sérstaklega tilbúnu víni, sem ætlað er til nota við dauðastundar- sakrament — The last Sakrament. Það er svo að sjá sem stjórnin búist við því að einhver verði veikur í liði Breta og að fremur megi búast við dauða, en bata, sem afleiðing þeirra veikinda. Ollum hermönnum til lands og sjávar hefir verið send ströng skipun um að vera tii taks á ákveðnum stöðum tafar- laust> og lögregluþjónar hafa verið sendir i allar áttir til að smala hverjum emasta hermanni sem ekki er enn þá kominn til vinnu sinnar í hernum. Það sama er að 8egja um Rit sjálfboðaliðið, þvi < r ekki til setu b oðið, Allir undan- teknmgarlaust, verða tafarlaust að vera á sinum ákveðna stað með öll nauðsynleg vopn og vistir; hafa þeir verið útbúnir með fatnað, nærfatnað aukheldur annað, sem alt bendir á að þeir eigi að hafa langa útivist í hern- adi. Sir Michrel Ilicks Beach, hinn nú verandi fjármálastjóri Breta, eatalinn maður aðsjáll og lætur aldrei draga gull úr greipnm sér, nema að full nauð- syn beri til þess. En nú kastar hann því út í millíóu punda tali til herútbún- aðar, eins og væri það óþrjótandi og er sagt að aldrei hafi annar eins nerút- búnaður verið á Englaudi síðan Lord Nelson var uppi, eins og einmitt nú. Alt þetta þykir ensku blöðunum mikl um undrum sæta, enenginn fær neitt að vita. Stjórnmálamenn og herfor- ingjar þegja, eins og væru þeir mál- lausir. Fólkið getur að eins dæmt eftir líkum, en líkurnar allar benda á nálægt stórkostlegt stríð. Að Frakkar séu or- sökin til als þessa, efa víst fáir, og eins hitt að Rússar einnig séu í sigtinu. Hinar almennustu og líklegustu tilgát- ur eru þær, að England ætli sér að knýja fram með afli allar kðöfur sínar, bæði i Afríku og á Indlandi, og að ann- aðhvort verði Frakkar og Rússar að láta undan í öllum atriðum, ella að berjast uppá lífið, Þaðverðrþvi tæpast langt að biða eftir einhverjum mark- verðum tíðindum. Gamla Li Hung Chang er nú skip- að flytja sig í fylkið Shan Tung og gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að Yellow áin geti framvegis flætt yfir héraðið, eins og hún gerði fyrir stuttum tíma, og Sem vér þá gátum uin hór í blaðinu. Að gamla Li hefir verið fengið þetta verk í hendur, er skoðað svo af Evrópu-þjóðum sem hann sé algerlega settur frá öllum stjórnarvöldum í Kína. Bærinn Victoria í British Coíumbia hefir grætt á síðastl. ári $33,223. Bæjar- stjórnin hefir ákveðið að gera nauðsyn- legar umbætur í bænum fyrir þassa peninga. — Hyenær skyldi verða hægt að flytja slika sögu um Winnipeg-bæ, Er það gerlegt ? Ashphaltlagning á strætum Winni- pegbæjar er eitt af þeim málum sem áð- ur en langir tímar líða hlýtur að verða hér ofarlega á dagskrá og er enda orðið það nú, að því leyti, að menn eru farn- ír að veita því máli talsverða eftirtekt. Allir finna til þess hve brin þörf er á varanlegri viðgerð á strætum bæjarins. Blokkalagning er talsvert kostnaðar- söm en ekki að því skapi endingargóð, og er nú að mestu hætt við hana. — Macadam eða grjótlagning, sem notað hefir verið hér í síðastl. 3 ár, hefir gefist allvel, en það er lika kostnaðarsamt, mest fyrir það, að það þarf stöðugra aðgerða við; hvert stræti útheimtir 1—2 menn alt sumarið til að halda þeim sléttum, rífa til hæðirnar og fylla upp lautirnar. Ashphalt þar á móti þarf engra slíkra viðgerða, að þvi er sagt er, ef það er trúlega lagt í fyrstu. Það er áferðarbetra en nokkur önnur viðgerð, göturnar verða sléttar eins og gler og grjótharðar og endast i fjölda mörg ár. En það verður að gerast af æfðum mönnum og þeir eru ekki á hverju strái og mjög kaupháir. Þeir sem standa fyrir slíkum verkum fá mörg þúsund dollara í laun um árið, og þeir sem að- allega vinna verkið eru einnig kaupdýr- ir menn. Það er talið vist að þaðmuni mega koma upp stofnun með öllum nauðsynlegum áhöldum til þess að búa til og leggja efnið á göturnar, fyrir svo sem 12 eða 15 þúsund doliars. En svo er þá eftir alt mannahaldið og efnið.sem er talsvert kostnaðarsamt, en sá kostn- aður mundi verða árlegur og áframhald- andi, ef nokkuð ætti að vera fyrir hina kaupdýru menn að vinna. Það hefir komið til orða að leggja það undir at- kvæði bæjarbúa, að taka til láns svo sem kvart miljón dollars til þess að Ashphaltleggja stræti bæjarins, auðvit- að þau strætin fyrst, þar sem mest er verzlunarumferðin, og þar næst ýms stræti i suðurbænum þar sem ríka fólk- ið býr. En tæpast þarf að búast við að það yrði lagt á útstræti bæjarins, þar sem verkalýðurinn aðallega býr. Alt sem sá flokkur gætí búist við, væri það, að fá að hjálpa til að borga kostnaðinn. Það yrði þar sem oftar, að hinn fátæki mætti leggja til efnin en hinn ríki nyti þeirra. Þetta mál er yfir höfuð mjög þýð ingarmikið fyr:r bæjarbúa, oss íslend- inga sem aðra. Menn ættu að kynna sér það sem allra bpzt og reyna að fá sjálfstæða skoðun um það, hvort sá hagnaður er ashphaltlagningin hefir í för með sér, sé fullgildi þeirra peninga er þeir verða að borga fyrir það, og hvort þeir sjá sér fært að hlaða á sig meiri skuldum en þeir nú verða að bera og sem hækka nú enn að mun þegar seld verða skuldabréf bæjarins upp á 200 til 250 þúsund dollars sem þurfa til þess að koma á hinu fyrirhugaða vatns- verki bæjarins. Skattarnir eru nú á 3. cent á hvern dollar af hæsta virðingar- verði allra skattskildra fasteigna i bæn- um og þessutan ríflegur skattur fyrir allar umbætur sem gerðar eru, og gerir það til samans um hálft fjórða cent á dollarinn í virðingarverði eignanna. Þegar vatnsverkið er komið í gang og ashphaltstofnunin tekin til starfa, þá má búast við að allir skattar saman- lagðir verði um eða yfir 5c. á dollarinn, Geta verkamenn bæjarins risið undir þessari byrði ? Það er spurningin sem þeir verða sjálfir að leysa úr innan skamms tima. Hljómræmi. “Concert” það sem íslenzki horn- leikaraflokkurinn (The Jubilee Band) hélt í gömlu W’esley kyrkjunni hér í vikunni sem leið, var, eins og vænta mátti mjög vel sótt af fólki voru hér. Kyrkjan, sem mun rúma um 400 mans, var troðfull. Fólkið sótti þessa sam- komu i þeirri von að njóta góðrar skemt- unar og sú von brást heldur ekki, því að íslenzki hornleikaraflokkurinn hefir aldrei gert sjálfum sér meiri sóma né veitt öðrum betri skemtun. Hin ýmsu “stykki,” 12—14 að tölu, voru öll vel af hendi leyst. En einna mest lófaklapp I fe •■•u þeir fjórradde,ndur J Jón^eem, D. Jónasson, H. Lárusson og Thos. H. Johnson, er þeir sungu “The Sailors Dream” og “The Soldier’s Farwell”; þeir voru endurkallaðir upp á söng- pallinn í hvorttveggja skiftið. Sörau- leiðis voru “Solos” hr. T. H. Johnsons “My Ladys Heart” og “The Death of Nelson” mjög vel af hendi leystar og fengu mikið lófaklapp. Það er æfinlega mjög skemtilegt að hlýða á söng hans en aldrei hefir oss fundist honum takast upp eins og i þetta sinn. — Af lögum þeim sem hornleikendurnir spiluðu, fanst oss langmest til um “The Bohem- ian Girl” og “On the Rhine”. Svo var Orchestra sem spilaði tvö lög, sjálfsagt eins vel og við var að búast, en alllangt eiga þeir enn í land til þess að geta leik- ið eins vel og hérlend Oi chestra sem vér höfum heyrt til á leikhúsum og víðar, og kemur það auðvitað af því að þessir íslendingar verða allir að vinna fyrir sér við ýms handverk og hafa því að eins frístundir sínar á kvöldin til þess að æfa sig. Þeir eiga allir heiður og þakkir skilið fyrir þá fullkomnun sem þeir hafa þegar náð i þessari lisc, Með meiri æfingum ná þeir eflaust meiri fullkomnun, svo þeir geti staðið jafn- fætis hérlendum Orchestras. Annars hefði oss þótt “Concert” þessi ennþá betri, ef við prógrammið hefðí verið hætt svo sem tveimur kvenn-sólós. — Þær Mrs. Thos. Johnson og Miss T. Hermann spiluðu á Piano með þeim sem sungu og með "Euphonean” solo hr. Sigurðar Melsted, og fórst það vel úr hendi. — Hr. S. Melsted spilaði tvö lög og sýndi að hann kunni vel tök á hljóðfæri sínu. "Euphoneum” hljóð- færið er eitthvert hið örðugasta hljóð- færi í hornleikendaflokknum, að undan- teknu “Cornet”, sem er leiðandi hljóð- færi. Síðara lagið er hr. Meisted spilaði var sérstaklega vel af hendi leyst og sýndi Ijóslega að hann hefir lagt rækt við hljóðfæri sitt. Enda er oss sagt að hann sé einn hinn ötulasti meðlimur flokksins og hafl verið önnur hönd hr. Lárussonar í því aðkoma flokknum það áleiðis sem hann er kominn. Yfir höfuð var þessi “Concert” sá langbezti af sinni tegundsem íslending- ar hafa nokkurn tima haldið hér, og á hr. Hjörtur Lárusson, kennari og for- maður flokksins, hinar beztu þakkir fyrir frammistöðuna. Hann má heita snillingur í söngfræði og hefir aflað sér þeirrar þekkingar alveg af sjálfsdáðum. Hefir hann þegar náð miklu áliti meðal hérlendra manna fyrir sönghæfileika sína, og óefað að það álit vex eftir því sem tímar líða. — Vér óskum islenzku hornleikendunum allrar hamingju og viljum sem oftast fá að heyra til þeirra. Yoðaleg morðvél. Nicola Tesla, hinn mikli uppfind- ingamaður og rafurmagnsfræðingur, hefir nýlega sýnt vél nokkra, sem hann hefir búið til, og segir að muni hafa þau áhrif að hnlda framvegis friði með- al ailra þjóða. Þessi töfravél Tesla er þannig gerð, að hún sendir frá s^r afar kröftuga rafurmagnsstrauma og hittir hvað sem á er miðað, þótt það sé svo langt i burtuað þttð verði að eins eygt með bezta sjónauka. Rafurstraumum þessum er leiftrað með svo miklu afli að þeir eyðileggja alt sem fyrir þeim verður. Heilan hermannahóp geta þeir eyðilagt á svipstundu löngu áður en þeir koma að nokkrum skotum, og sterkustu bryndreka geta þeir rifið í sundur og eyðilagt á 30 milna fjarlærð. Enginn hlutur getur staðið móti afli þessara strauma. Sterkasti herskipa- floti væri als ónýtur móti afli þessara strauma. Mr. Tesla hefir sýnishorn af vél þessari í verkstæði sínu í New York Hún er þar í skipslíki og vinnur á allan hátt eins og skip gerir bezt ibardaga. Mr. Tesla stjórnar vél þessari eftir- vild með hreyfingu á nokkurskonar handgripi, sem er í öðru herbergi á vinnustofu hans, og lætur hana ganga áfram eða aftnr á bak í hvaða átt sem hann vill; lætur hann hana senda sprengiefni hvert sem honum sýnist og skjóta rafurmagnsstraum hvert sem hann vill. Tesla staðhæfir að það megi útbúa hvert skip með slikum vélaút- búning og senda þau mannlaus að ó- vinaflotanum og láta þau mölva og eyðileggja hann með sending sprengi- efna og raförva. Það megi stjórna slíkum skipum að ölluleyti úr landi. Með skipum þessu mættu veraýmsir smábátar hlaðnir með sprengiefnuin, þá mætti senda móti óvinatíotanum og sprengja hann i loft upp. Þessi útbún- aður segir hann sé svo óttalega áhrifa- mikill. að engin þjóð muni framvegis þora að berjast við aðra og því’sé al- þjóðar friður áreiðanlega vís framveg- is. Tesla var reiðubúinn að senda eitt slíkt skip mót> flota Ceivera við Santi- ago, ef þess hefði verið nokkur þörf. Dauðafregn. •JY Klukkan 3 á laugardaginn 12. þ. m. dó aðheimili sinu i Vestuibygð Sig- björn Sigurðsson frá Egilsstöðum í Vopnafirði. Dauðamein hans var lungnabólga. Sigbjörn var drengur góður, hrein- skilinn og hjálpsamur við aUa; hann var Jeinn [hinn bezti nágranni, og mun'.því sárt saknað af bygðarmönn - um ásamt ekkju og börnum og fjölda af ættmönnum ogvinum. Hans mun síð- ar verða getið af einhverjum, sem fær ari er að ;rita æfiminning hans en ég. En allir.munu viðurkenna að það skarð er nú'.ihefir verið höggvið í vorn litla þjóðflokk, muniverða ervitt að fylla. —Vertu sæll, vinur, Ég mundi fremur hafa kosið flesta aðra en þig til burtu- ferðar, hefði það verið ( minu valdi. En dauðinn ráðgast ekki við neinn. Hið órjúfandi lögmálsegir ídag eins og end ur fyrir löngu: Hina síðustu skuld þurfa allir eitt[sinn að gjalda. G. A. Dalman. Dáinn. Fimta Nóvember 1898 andaðist að heimili sínu í Selkirk Guttormur Jóns- son. Hann var læadur á Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá 30. Apríl 1844." Gekk að eiga Kristínu Lilju Gunnars- dóttir Gíslasonar 1879. 14 ár bjuggu þau á Landamóti í Seyðisfirði. Þeim hjónum varð 6 barna auðið, af hverjum 3 eru á lífi;íGunnar 18 ára, Margrét 16 ára og Svanbergur 7 ára. Þau fluttu til Ameríku 1893 og fóru þá strax fil Nýja íslands og héldu þar til þangað til í vor, að þau fluttu til Selkirk. Gutt- ormur'sál. var'staddur norður í Mikley í Nýjajíslandi er hann veiktist og var fluttur veikur heim. Eftir það lá hann liðuga’hálfa aðra viku. Banamein hans var lungnabólga. Hann ’anáaðist kl. 8 f. h. 5. Nóv., og var jarðaður frá heim- ili sínu 6. s. m, kl. 3,15 e. m., að fjölda fólks víðst öd du. Guttormur sál. var drengur góður, umhyggjusamur eíginmaðvr og ástrík- ur faðir. Hans er því sárt saknað af öllum sem til hans þektu og sérstaklega ekkjunni og börnunum. Þú getur keypt ljómandi Brusfie/ Carpets af ýmsum gerðum og litum fyrir 60c. yarðið, sniðin og lögð niður á gólfin í húsinu þínu án aukaborgunar. Gilison Carpet Store, 574 Maixi Str. Telefón 1176. Tvenn verðlaun gefin fyrir fallegustu búninga. 1 verðl. $3.00, 2. verðl. $1.50 Grimu-Dans Fyrir Folkid ætla nokkrir ungir piltar að halda á Northwest Hall Miðv'ikudajíinn 23. þ. m , kl. 8. e. h. Ágætur hljóðfærasláttur. Svaladrykkir o. fl. verður til sölu á staðnum. Aðgangur 25c.—50c. fyrir parið. Komið og haíið góða skemtun. Mr R.?A. McNICHOL, riðsmaður Mutual Reserve Fund Life Association. • Winnipeg. Manitoba. Kæri herra: — Hérmeð vot.ta ég Mutual Reserve Fund lífsábyrgðarfé- laginu mitt innilegasta þakklæti fyrir $1000 peningaávísun, sem ég hefi í dag meðtekið frá aðalumboðsmanni yðar, herra Kristjóni Olafssyni, og er þetta fnll borgun á lífsábyrgðarskýrteini No, 112.328, sem maðurinn minn sál. Björn Þorláksson hélt í Mutual Reserve Fund félaginu. Þessi upphæð varmérborg- uð nokkru fyr enjhún féll í gjalddaga. Þér megið vera viss um að ég mun jafn an mæla með Mutual Reserve Fund iífsábyrgðarfélaginu við þá vini mína, sem kjósa sér áreiðaniega lifsábyrgð. með talsvert lægra gjaldi heldur en gömlu félögin setja fyrir jafna upphæð Eg þakka yður fyrir^ yðar heiðariegu ▼iðskifti við.mig og er yðar með virð- ingu. Inga Þorlákson. P. S. Ef Björn sál. Þorláksson hefði haft, lifsábyrgð sína í einhverju gamla lífsábyrgðarfélaginu og boigað þar sama gjald sem hann borgaði Mutual Reserve Fundjfélaginu. þá hefðu erfingj ar hans að eins fengið $344 í staðin fyrir $1000; gróði með það að vera í ábyrgð í Mutual Reserve Fund félaginu þess vegna $356. Mortgage Sale of Valuable City Property. Under and by virtue of the’ Power of Sale contained in a certain mortgage which will be produced at the'time of sale, there will be offered for sale by PUBLIC ACjCTION by John Campbell Currie, Auctioneer, athisauction rooms |No. 260,Portage Avenue in| the City of Winnipegon Thursday the First jday of December 1898 at the hour of twelve o’clock noon the following land in the City of Winni- peg— being a portion of Lot Nnmber Nine (9) of the Parish of St. John ac- cording to the Dominion Government Survey, which said portion is composed ofLot Number One hundred and four- teen (114) as shown upon plan filed in the Winnipeg Land Titles Office as No. 113. The vendor is informed that on the said land there is aonestory frame building foimerly used as a printing Office. Twenty per cent of the purchase Money to be paid at the time of sale. The above Land will be offered for sale subject to a i eserve bid. Further particulars and terms and conditions of sale made known on day of sale or.on application to ALEX. HAGGART Vendor’s Solicitor. 398 Main Street, Winnipeg. Dated 9th day of November 1898.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.