Heimskringla - 17.11.1898, Blaðsíða 2

Heimskringla - 17.11.1898, Blaðsíða 2
HEIMSKKÍN(JLa 17. NOVEMBER 1898 Heiiskringla. y&rð hkaðsins í Canada og Bandar. Sl.ðO nm árið ^%'rirfrani/ borgað). Sent til tslands (fyrirfram borgað af kaupend- uð» blaíðsins hér) $1.00. Peningar aeudist í P. O. Money Order Registered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en í Wianipeg að eins teknar með affdllum B. L. ItnldvriiiMon, Útgefandi. Office: Corner Princess & James. P.O- BOX 305 Bæjarstjórnin í Winnipeg. Hún er að líkindum hvorki verri né betri heldur en bæjarstjórnir ger- ast svona alment, fráleitt betri. Ekki þó vegna þess að hún sé skipuð mönnum sem vísvitandi fari illa með fé bæjarins; þeir dagar eru nú von- andi liðnir og koma ekki aftur. En bæjarstjórnin hérna hefir oft sýnt það á umliðnum árum, að hún hugsar ekki málin eins vandlega og æski- iegt væri, og að fyrirtækin verða stundum kostnaðarsamari og nota- minni fyrir bæjarbúa heldur en vera ætti. Auðvitað er það, að í ungum og framfaramiklum bæ eins og Winni- peg er, geta menn tæplega búist við að alt gangi í fastsettum skorðum á sama hátt og á sér stað í eldri og stærri borgum, þar sem menn eru fyrir longu búnir að reka sig á og læra á hinum óskeikula skóla reynsl- unnar hvað bezt hentir í sérhverju tilfelli, að því er snertir allar verk- legar framkvæmdir. Svo er því og þannig varið með Winnipeg, að þvi er snertir jarðveg og ýmislegt annað, að 1 • ‘ ’svert meiri vandi héren mjög víða annarstaðar að koma á fót og halda við hinum margvíslegu um- bótum og stofnunum. Það væri því ekkí sanngjarnt að ætlast, til þess, að Winnipeg, eftir að eins 25 ár, gæti staðið jafn framarlega í öllu því er lýtur að verkleguin og félagslegum framkvæmdum, eins og hinar gömlu tröllvöxnu.stórborgir heimsins. En á hinn bóginn hafa bæjarbúar allan rétt til að ætlast til þess, að þeirra “beztu menn,” sem árlega keppa um að ná sæti í bæjarstjórninni, séu svo vaxnir þeirri stöðu, að þeir láti ekki svalla fé bæjarins af handahófi og í hugsunarlevsi. Það er oft kvartað um það, að það sé ekki hægt að fá góða “business”- menn til að taka sæti í bæjarstjórn- inni. Og af því að þessi skoðun er nú með hverju árinu að festa dýpri rætur, þá er nú svo komið að bæjar búar virðast vera nær því hættir að hugsa um bæjarmál, láta sér nærri á sama standa hver sækir eða hvort nokkur sækir eða enginn, um stöðu í bæjarstjórninni. Jafnvel verka- mannafélagið (“Trades and Labor Council”) virðist vera farið að trén- ast upp á því, að bera þau mál fyrir brjósti nú eins og það hefir gert áður. Þetta áhugaleysi hefir auðvitað hinar verstu afleiðingar, eins og sjá má af því meðai annars, að nú eru skattar á bæjarbúum óðum að hækka, og eru hærri nú en þeir hafa nokkru sinni áður verið,—komnir talsvert yfir 2% af hæsta virðingarverði fasteigna bæjarins, að ótöldum öllum auka- sköttum. Auðvitað er það, að um þessar mundir eru allmiklar uin- bætur gerðar í bænum, einkum að því er snertir byggingar á nokkrum vönduðum skólabyggingum, umbæt- ur á strætum bæjarins, kostnað við undirbúning til þess að koma upp vatnsverki á bæjarins kostnað o. fl. En lángmestur hluti af þessum kostn- aði er borgað með aukasköttum, og ætti það því ekki að þurfa að auka fasteignaskattana að miklum mun. Allir játa að það sé gott að fá sem mestar umbætur í bænum. En það er ekki síður áríðandi að gæta þess vandlega, að ofþyngja ekki bæjarbú- vm með álögum, því eftir því sem skattar hækka, eftir því verður það óaðgengilegra fyrir innflytjendur að setjast hér að. En það er einrnítt fólksfjölgun í bænum sem er nauð- synleg til þess að gera skattbyrðina sem léttasta. Ummál bæjarins ernú svo mikið að hann rúaiar að minsta kosti þrisuar sinnum fleira fólk heid- ur en hann nú hefir og það er rétt að taka alt tillit til, ekki að eins þeirra sem nú byggja þennan bæ, heldui og einnig til þeirra sem hér eftir kunna að setjast hér að. Það verður að koma stjórn bæjarins í það horf, að hér verði alt sem aðgengilegast fyrir innflytjandann hvaðan sem hann kann að koma. Það virðist vera næsta undarlegt, ef ekki er hægt að fá allgóða menn í bæjarstjórn hér, þar sem fólkstala bæjarins er nú orðin 40,000 eða meir Og víst er um það, að þegar kjósend- ur yfir höfuð fara að leggja rækt við bæjarmálin og sýna meiri áhuga fyr- ir þeim, þá má treysta því að vel hæfir menn fáist til að gefa sig fram og nái kosningu. I þessu sambaiidi dettur oss í hug að íslendingar, sem nú eru orðnir að minsta kosti einn tíuridi af bæjarbú- um, ættu að fara að tala sig saman um það, hvort ekki sé tími til kom- inn að þeir eigi mann af sínum flokki í bæjarstjórninni, í annað sinn. Hagsmunir íslenzka verkamaniia- flokksins hér eru orðnir st o marg- brotnir og mikilsverðir, að það er þess virði að líta eítir þeim, og það er ekki til neins að reyna að telja fólki voru trú um það, að nokkur geri það fyrir þá ef þeir sjálflr van- rækja þá skyldu sína. íslenzkir verkamenn og fasteignaeigendur hér í bænum geta ekki unnið neitt verk sem þeim er sæmilegra eða þarfara helduren það, að fá sem allra fyrst mann af slnum þjóðflokki í bæjar- stjórnina hér. Landar vorir eru nógu öflugir, að því er snertir at- kvæðamagn, til þessað koma íslend- ingi að fyrir 4. og jafnvel Z. kjör- deild, hvenær sem þeir fást til að hafa samtök til þess. Pólitiskur skoðanamunur í ríkis eða fylkismál- um ætti ekki að hafa hin ininstu áhrif á slíkar kosningar. Sameiginlegir hagsmunir eiga þar að sitja í fyrir- rúmi fyrir öllu öðru, og að svo miklu leyti sem Heimskringla fær að gert þá ætlar hún ekki að standa í vegi fyrir því, að hæfur Islendingur geti náð í þá stöðu, hvaða pólitiskum flokki sem hanr. kann að tilheyra. Eins er það um skólastjórn bæjarins. íslendingar ættu að geta komið manni úr sínum þjóðflokki þar að, því þó að enginn íalenzkur kennari sé ennþá á neinum skóla í þessuin bæ (og það er í sjálfu sér hin mesta ómynd), þá eiga þó íslenzkir borgar- ar svo mörg börn á skólaaldri og á skólunum hér, að þeir hafa fyllstu ástæðu til að ganga eftir þeim rétti sínum, að mega taka sinn tiltölulega þátt I stjórn skólanna. En fyrst ættu þeir samt að gera kröfu til sæt- is í bæjarstjóminni. Það er þeirra eigin hagur. Þeir vaxa að virðingu í augum hérlendra manna við hverja heiðurs og ábyrgðarstöðu sem þeir ná í. Það mun vera orðið fullseint eða komið of nærri kosningum, til þess að gerlegt sé að gangast fyrir frara- kvæmdum í þessa átt I ár. En ekki ættu landar vorir að iáta mörg ár líða hér eftir, þar til þeir hafa tekið þau sæti er þeim ber að fylla við fram- kvæmdastörf þessa bæjar. Litar-ofstækið. Því verður ekki neitað, að það ból- ar á því við og við hjá oss hér í Canada að ýmsir þjóðflokkar, sem flytja inn í þetta land, eru svo að segja ofsóktiraf vissum blöðum—vanalega af andstæð- inga blöðum þeirrar stjórnar, sem sit- ur við völdin og stundum enda af beggja flokksblöðum. Þeir sem gang- ast fyrir slíkum árásum á útlendinga, bera fyrir sig ýmsar ástæður, stundum eru þeir óánægðir með þjóðernið, stund am með mentaskort nýkomenda, stund- um með fátækt þeirra og kunnáttu- leysi aðbjargasér; æfinlega með mál- leysi þeirra og sérkennilegu lífernis- liáttu, lifernisháttu, sem ekki iern að öllu leyti sarakvæmir því sem hér við gengst í landinu, og yfir höfuð eru slík- ir menn ætíð fullir með ástæður; stund- um eru sumar þeirra bygðar á nokkr- um rökum, en fleitar eru þær þannig, að þær þolaekki gagnrýni röksemda og heilbrigðra vitsmuna, því það mun ó- hætt að segja að yfirleitt eru þeír ýmsu þjóðflokkar, sem flytja til þessa lands, i étt eins vel gerðir frá náttúrunnar hendi, bæði að andans og líkams at- ^eifi, einsog þeir sem hér eru fyrir, og þó að hinir fyrstu innflytjendur ekki hafi tök á því að sýna héilenduin mönn iim alt það eóöa sem i þeim býr, þá er reynslan sú, að börnin og barnabörnin þeirra, sem hér vaxa upp í landinu og mentast samliliða hérlendum börnum, bera öll þau einkenni sem bezt finnast hjá hérlendu þjóðinni. Þetta er sönn- un fyrir því að hæfileikarnir eru til hjá stofnþjóðinni og koma svo fram lið fram af iið, eftir því öflugri og skærari sem kringumstæðurnar eru hagkvæm- ari hér til að framleiða þá, heldur en i gömlu löndunum, þar sem löggjöfinni er víða þannig háttað, að hún bælir í mönnuin það sem til er í þeim bezt og djarfmannlegast, bannar þeira mál og hugsanfrelsi, gerir úr þeim andlegar undirlægjur. Þetta lamar hina með- fæddu vitsmuni manna og drepur alt framkvæmdarvald þeirra, og lið fram af lið eykst svo deyfð þessi og þrykkir manninum niður á við áleiðis til hinna lægri dýra, svo að með tímannm fær hið dýrslega eðli öll yfirráð yfir hinu andlega eðli þeirra. Þetta kemur fram í ofsóknum Tyrkja á Armeniumönnum, ofsóknum Rússa á Gyðinga og víðar. En hór í landi, þar sem mentunin er eins frí hverju barni, eins og andrúms- loftið, og hugsan, mál og ritfrelsi því næst ótakmarkað. þar má maður búast við hinu gagnstæða, búast við viturlega rökstuddum skoðunum um menn og málefni og göfugu umburðarlyndi til allra flokka og iita. En þó er það svo. að hér er enn mikið ábótavant í þessa átt og setjum vérhérdæmi, sem nýlega hefir komið fyrir, máli þessu til sönn- unar. Það var nýlega haldinu almennur opinber fundur í bænum Wilmington í N. C, ríkinu í Bandaríkjunum, þarsem því var lýst yfir, að hinir hvitu borgar- ar ætluðu sér framvegis að ráða þar lögam og lofum. 600 manns voru á þessum fundi. til þess að mæla með yfirburðum hvítra manna yfir hina dökku meðborgara þeirra, Ýmsar á- lyktanir voru gerðar i þessa átt, og meðal annars það, að fiam, egis skyldi öll bæjarvinna vera í höndum hvítra manna að eins. Þar var heimtað að Manley, svartur blaðstjóri, yrði tafar- laust rekinn burt úr bænum, og fór hann þá þaðan samstundis. Það var og heimtað að bæjarstjórinn og lög- reglustjórinn segðu af sér embættum tafarlaust, af þvi þeir v»ru óhæfir til að gegna slíkri stöðu, og að hinuio hvítu borgurum væri af þeim hætg- búin. Að morgni þess 10. þ. m. hóp- uðu 600 hvitir bæjarbúar sig saman og eyðilögðu prentsmiðju svarta ritstjór- ans og brendu prentsmiðjuna. Allir helztu horgarar basjarins voru í þessum hóp og jafnvel prestar, gengu með hlaðna riffla í fylkingunni. í atrennu þessari voru 8 svartingjar drepnir, — Borgarbúar hafa ákveðið aðkjósa for- stöðunefnd fyrir beinn, sem hafi um- ráð yfir öllum embættum, og með því eru núverandi embættismenn reknir frá völdum. Útdráttur úr kosningalðgum. I tilefni af því að vér höfum fengið áskoranir um að birta í Heimkringlu hvað það væri í kosningalögum þessa fylkis, sem varðaði við 6 mánaða fang- elsi eða $200 sektum, ef brotið væri á móti þeim, þá setjum vér hér greinar: 215, 216, 217, 218 og 819, sem segja söguna. Gr. 215 í kosningalögunum segir: Eftirfylgjandi persónur skulu álitast sekar um mútur, og skal verða hegnt samkvæmt því (sem hér segir): a Sérhversá Sem beinlínis eða óbein- linis í eigin persónu, eða með tilverkn aði annara fyrir hans hðnd, gefur, lán- ar eða lofar að gefa eða lána, eða býður eða lofar nokkrum peningum eða verð mæti. eða lofar að útvega, eða reyna að útvega nokkra peninga, eða verðmæti, til handa eða fyrir nokkarn kjósanda, eða til handa eða fyrir nokkra persónu í umboði nokkurs kjósanda, eða til handa, eða fyrir nokkra aðra þersónu, með þeim ásetningi að koma nokkrum kjóranda til ega halda honum frá.að greiða atkvæði, eða sem glæp- samlega gerir nokkuð af því sem að framan er sagt í tilefni af því að nokk- ur kjósandi nafi greitt atkvæði eða haldið sér frá að greiða atkvæði við nokkra kosningu, b Sérhver sá sem Ijeinlínis eða ó- beinlínis. í eigin persónu. eða með til- hjálp nokkurs annars fyrir hans hönd. gefur eða útvegar, eða lofar að gefa eða eða býður eða lofar nokkru embætti stöðu eða atvinuu. eða lofar að útvega eða reynir að útvega nokkurt embætti stöðu eða atvinnn til handa, eða fyrir nokkurn kjósanda, eða til handa eða fyrir nokkra aðra persónu. í þeim til- gangi að fá þann kjósanda t'l þess að greiða atkvæði eða að halda sór frá að greiða atkvæði, eða sem glæpsamlega gerir nokkuð af því sem að framan er sagt, í tilefni af því að nokkur kjósandi hafi greitt atkvæði eða haldið sér frá að greiða atkvæði við nokkra kosningu. c Sérhver sá, sem beinlinis eða óbein línis, í eigin persónu, eða með tilhjálp nokkurs annars fyrir hans hönd, veitir nokkra gjöf. lán, tilboð, Ioforð, útborg- un eða samning, sem að framan er um- getið, til handa eða fyrir nokkra per- sónu, með þeim tilgangi að koma þeim hinum sama til þess að vinna að því að koma, eða reyna að koma nokkrum manni í þingmannsstöðu, eða til þess að útvega eða að reyna að útvega at- kvæði nokkurs kjósanka við nokkra kosningu. d Sérhver sá sem eftir að hafa þegið eða í tilefni af því að hafa þegið nokkra slíka gjöf, lán, tilboð, loforð, útvegun eða samning, kemur eða lofar eða reyn- ir að koma nokkrum umsækjanda i þingmannsstöðu, eða útvegai eða reyn- ir að útvega atkvæði nokkrum kjós- anda við nokkra kosningu. e Sérnver sá sem fyrirfram leggur til eða borgar, eða er orsök í því að eru borgaðir nokkrir peningar til nokkurr- ar persónu eða til nokkurs fyrir nokkra pereónu, með þeim tilgangi að þeir pen- ingar, eða nokkur partur þeirra skuli skuli eyðast i mútur eða á glæpsamleg- an hátt, við nokkrar kosningar, eða er vísvitandi horgar, eða sér um að borg- aðir séu nokkrir peningar til lúkningar á tilkostnaði eða sem endurborgun á nokkrum peningum, sem eytt hefir ver- ið i mútur eða á glæpsamlegan hátt við nokkr- kosningu. t ^wihver kjósandi, sem fyrirfram, eða á meðan á nokkurri kosningu stend ur, beinlínis eða óbeinlínis, í eigin per- sónu, eða með tilhjálp nokkurs annars fyrir hans hönd, tekur móti, eða gerir samning um að þiggja nokkra peninga. gjöf. lán eða verðmæti einbættisstöðu, eða atvinnu fyrir sjálfan sigeða nokkra aðra persónu, fyrir að greiða eða lofa að greiða atkvæði, eða fyrir að neita að greiða eða lofa að halda sér frá að greiða atkvæði við nokkra kosningu. g Sérhver sá sem eftir nokkra kosn- ingu, beinlínis eða óbeinlínis, í eigin persónu, eða með tilhjálp nokkurs ann- ars fyrir hans hönd, tekur á móti nokkr um peningum, gjöf. láni, verðmæti, em- bættisstöðu eða atvinnu fyrir að hafa greitt atkvæði. eða haldið sér frá að greiða atkvæði, eða fyrir að hafa kom- ið nokkrum öðrum til að greiða atkv., eða að halda sér frá að greiða atkvæði við nokkra kosningu. h Sérhver sá, hvort sem hann er kjósandi eða ekki sem á undan nokk- urri kosningu, eða meðan hún stendur yfir, beinlinis eða óbeinlinis, í eigin per- sónu. eða með tilhjálp nokkurs annars fyrir hans hönd, fer þess á leit við nokkurn umsækjanda, eða umboðsmann hans, eða nokkra aðra persónu, er kem- ur fram eða vinnur fyrir nokkurn um- sækjanda við slíka kosningu, og biður um eða býður að semja um nokkra pen- inga, gjöf, lán, verðmæti, embætti, stöðu eða atvinnu fyrir sjálfan sig eða nokkra aðra persónu, fyrir að greiða atkvæði, eða Íofa að greiða atkvæði eða fyrir að halda sér frá eða lofa að halda sér frá að greiða atkvæði yið þá kosn- ingu. i Sérhver sá. hvort sem hann er kjós andi eða ekki, sem eftir nokkra kosn- ingu, beinlínis eða óbeinlínis, í eigin persónu, eða með tilhjálp nokkurs ann- ars fyrir hans hönd, fer þess á leit við nokkurn umsækjanda eða umboðsmann hans, eða nokkra aðra persónu, er kem- ur fram eða vinnur fyrir nokkurn ura- sækjanda, og biður um eða býður að semja um nokkra peninga, gjöf, lán, verðmæti, embætti, stöðu eða atvinnu fyrir sjálfan sig eða nokkra aðra per- sónu, fyrir að hafa greitt atkvæði eða haldið sér frá að greiða atkvæði, eða fyrir að hafa komið öðrum til þess að greiða atkvæði, eða að hafa haldið sér frá að greiða atkvæði við þá kosningu. j Sérhver sá. sem með þeim ásetn- ingi að koma nokkurri persónu til þess að gefa sig fram til útnefningar sem umsækjanda, eða til þess að halda hon- um frá að verða umsækjandi, eða til þess að afturkalla útnefninguna, hafi hann verið útnefndur,, gefur eða lánar nokkra peninga eða verðmæti af nokk- urri tegund, eða semur um að gefa eða lána, eða býður eða lofar nokkrum þeim i>eningum eða verðmæti, eða lofar að útvega eða að reyna að útvega, eða reynir að útvega þeirri persónu eða nokkurri annari persónu nokkra pen- inga eða verðmæti. k Sérhver sá, sem til þeirra nota og með þeim ásetningi sem um er talað i næsta staflið hér að framan, veitir eða útvegar nokkurt embætti, stöðu eða at- vinnu, eða semur um að veita eða út- vega eða býður eða lofar slíku embætti, stöðu eða atvinnu eða reynir að útvega eða lofar að útvega eða reyna að útvega það embætti, stöðu eða atvinnu til handa eða fyrir þá persónu eðajnokkra aðra persónu. 1 Sérhver sá sem í tilefni af nokkurri gjöf, láni, tilboði, loforði eða samningi, svo sem um er talað í tveimur siðustu stafliðum hér að framan, leyfir að láta útnefna sig sem umsækjánda við nokkra kosningu, eða gefur upp sókn- ina eftir að hafa verið útnefndur. Allir þeir sem hrotlegir verða við nokkurn staflið hér að framan skulu sæta hegningu, og er sú hegning ákveð- in 219. gr, þessara laga: $200 sekt, eða 6 mánaða fangelsi. m Sérhver umsækjandi 'og sérhver umboðsmaður umsækjanda, sem gerir veðmál í sambandi við eða viðvikjandi nokkurri kosningu við nekkurn full- veðja kjósanda, og einnig hver sá kjós- ondi sem þannig er veðjað við. (54.v c 27. s, 173. 175. 176. 177. 178 179) 216. Gr. Enginn má með þeim á- setningi að hlynna að koma á kosningu nokkurs umsækjanda við nokkra kosn- ingu, vinna fyrir borgun eða loforði um borgun fyrir nokkuð, eða [í nokkurri slöðu, né heldur skal nokkur persóna borga eða lofa að borga nokkurri ann- ari persónu fyrir nokkra slíka vinnu, að undanskildu þvíl'einungis,;|sem hér er sagt: a Einum kosninga umboðsmanni; b Nauðsynleg persónuleg *útgjöld umsækjanda. c Kostnaður við prentun og auglýs- ingar og kostnaður við útgáfu og út- býting á ávörpum og tilkynningum. d Kostnað við ritföng, sendiferðir, póstgjald og hraðskeyti. e Kostnað við opinber fnndahöld. f Kostnað við einn aðal nefndarsal og ekki meira en einn samkomusal i hverri kjördeild til opinberra og annara (unda. 54. v. o 27 sl74. Part. 217. Gr. Sérhver Sá sem breytir á móti síðustu grein hér að framan, skal sæta sekt, ekki hærri en $200 og ekki minni en $'00, og sé sú sekt ekki borg- uð, þá að sæta fangelsi í ekki minna en sex mánuði, né meira en tólf mánuði. 218. Gr. Sérhver umboðsmaður, sem borgað er fyrir starfa sinn við noakra kosningu, skal ekki greiða atkyæði við þá kosningu. 219. Gr. Sérhver sá sem gerist sekur um brot á nokkurri mútutilraun, sem tekið er fram í þessum lögum, skal vera hegnaulegur og sæta tvöhundruð dollara sekt eða sex mánaða fangelsi, ef sektin er ekki borgnð, Minnisblað. Eg vék einu orði að því í Hkr., um leið og ég var að fara frá Winnipeg í haust, að ég hefði vilja á að senda þeim snyrtimennum og heiðurskonum kveðju mina, er mest og bezt bættu skaða minn hinn síðasta. Þessar línur tákna sem efnd á ætlan þeirri. Það má nærri því kalla það gam- an. að lenda [í voða, þegar muður þó sleppur úr honum, einmitt fyrir fræki- lega og dáðríka hjálp einhvers eða ein- hverra eðalmenna. Ég get manna helzt borið um þetta, því ég hefi, að minsta kosti tvisvar á æfinni, átt því láni að fagna, að sjá glæsimyndir göfugleikans koma fram og minnast við mig. Þess- ir fundir fyrnast aldrei þeira, sem kunna glöggan greinarmun góðs og ills En hvað mig nú snertir, þá vsrð ég að játa, að einna ljósust lifir endurininn- ingin hjá mér um hin drengilegu sam- tök sem þið vinir mínir og Winnipeg- búar sýnduð, þegar ég 'eins og Kári brendur’, slapp út úr síðari loganum. Eyrir ykkar aðstoð hefi ég getað átt kost á að ferðast töluvert, og fræðast um ýmislegt sem inér annars hefði ver- ið hulið. Ég hefi auglýst ýmsa helstu hjálp- armennina, en þess skal þó getið, að fjöldi góðra drengja sýndi fyllilega að þeir voru vel að sér, þó þeir hafi ekki nafnsrreindir verið. Hafið nú innilega þökk, kæru vin- ir, fyrir yðar mjög svo mannúðlegu hjálpsemi og eins fyrir hitt, að þið vör- uðust eitnrorminn. sem lést koma fram í sannleikaus nafni, til að aftra gerðum yðar, eins og þér munið, en var að eins útsteittur af tóinu banvæni og moið- efni. Enn þá endurtekin þökk til yðar allra, góðu drengir, af J. E. Eldon. ^4K4jUt4«lJÍSl42lA<tJÍ!t4&4S!tJÍÍ4JÍk^ \ Fullkomnast 1 Fataverzlun k Þ * É bænum, bæði smásala og heildsala fe j. Alt nýjar vörur. ekki melétnar eða £ 4? gatslitnar af að fiækjast á búðar- í á hillunum. Komið allir og sann- fe k! færist, og njótið hinna beatu kjör- ^ $ kaupa sem nokkru sinni hafa boð- K j ist í þessam bæ. Við höfum allt $ c' A wi n A r n 4-« n A ■ Iitnv c 4- 1, 4- /-■ C c ■ V, 1, V ♦ - sem að fatnaði lítur, stórt og smátt , Munið eftir nýju búðinni. * |t EA5TERN £ CLOTHINQ HOUSE ft í| Wholesalk & Retail. (t —570 Main Str.— ~j J. (lícnser, eigandi. jþ J S. Gudmundson, $ t Notary Public. .flonntaiii, \. Dak. -w Útvegar peningalán gegn veði í fasteignum, með lægri rentu en alment gerist. Svo að þeir sem þurfa að fá peningalán eða að endurnýja lán á löndum sín- um í haust, geta sparað sér pen- é inga með því að finna hann eða § skrifa honum áður en þeir taka A lán hjá öðrum. \ - • Nú er tíminn fyris ykkur að dusta rykið og rusiið úr skápunum ykkar, og fylla þá svo aftur með nýtt leirtau fra ('liiua liiill. Þar fáið þið beztan, ódýrastan og margbreyttastan varning í bænum. CHINA HALL, 572 llain St. Dr. M. B. Halldorson, —HENSEL, N.-DAK.— Skrifstofa uppi yfir Minthorn’s lyfjabúð. EDMTJND L. TAYLOR, Barrister, Solicitor átc. Rian Block, 492 Main Street, WlNNIPEO. KOMIÐ inn hjá Harry Slonm, rb:“rbr bestadsant Dunbar hefir umsjón yfir vínföng- unum, og bið fáið meira fyrir pen- inga ykkar hjá honum en nokkrum öð»- um f bænum. Sloiins Restanrant —523 Main St.— Jakob Guðmundsson —bókbindari— 177 King Str.—Herbergi Nr. 1. TJppi yfir verzlunarbúð þeirra Paulson & Bárdal. Maurice’s Opið dag og nótt Agætt kaffi Restaurant. 617 MAIN STR. Þið fáið hvergi jafngóðar og ódýrar máltíðir í bænum. flaurice Nokes eigandi. Kol og Brenni. Lebigh—Anthracite kol #8.50 tonnid Siniðjukol #9 OO “ American lin kol $7.50 “ Souris kol $4.50 “ D. E flDAMS, 407 MAIN STH.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.