Heimskringla - 17.11.1898, Blaðsíða 4

Heimskringla - 17.11.1898, Blaðsíða 4
HMMSftRlJrOLA, 17.NOVEMBER l«98. Hurra Fyrir Vetrinum! Húrra fyrir yfirhðfnunum, hlýju fötunum, húfunum, vetlingunum, nserfötunum, og öllu sem hjilpar til að halda manni hlýjum. Hér er búðin sem er troðfull upp undir loft af allskonar karlmanna og drengjafatnaði. Altsaman það bezta i landinu, og það sem mest á ríður : með undur lágu rerdi. The Commonwealth, HOOVEE Sc CO- COENER MAIN STR. & CITY HALL SQUARE. ber með sér. En hinir upphaflegu að- göngumiðar verða samt notaðir, þótt dagsetningin á þeim sé ekki rétt. Winnipeg\ Hr. B. F. Walters kom heim aftur frá Dakota á sunnudaginn var. 1 Grimudansinum, sem auglýstur er hér í blaðinu, hefir verið frestað til 29. þ. m. Tjaldbúðarsöfnuður hefir ákveðið að halda 4. afmælishátíð Tjaldbúðarinn- ar með Concert og Social fimmtudaginn 15. Desember næstkomandi. Séra Magnús Skaptason biður kaup- endur nýja mánaðarritsins að vera ró- lega. Það er nú verið að prenta 1. núm- erið og verður það sent til kaupenda fyrir lok þessa mánaðar. Paul Brown, svertinginn sem skaut til dauðs W. E. Burton, annan svert- ingja, hér i bænum í sumar, hefir nú verið dæmdur til að hengjast 23: næsta mánaðar. Gestir á skrifstofu Heimskringlu Sigfús Benedictson, Ben. Samsonarson, Sveinn Tómasson og Þorv. Guðmunds allir frá West Selkirk ; J. H. Goodman, Garðar; Runólfur ísleifsson, Oak Bluff; G. Árnason, Akra; Halldór Karvelson. Gimli ; Kr. Hermannson. Pembina ; bræðurnir Þorst. M. og Jón Borgfjörð, Geysir. __________________ Það slys vildi til hér í bænum á laugardaginn var, að 11 ára gamall piltur að nafni Norman Springgate, datt ofan um ísinn á Rauðá og drukn- aði. Hann var að leika sér á skautum með bróður sínum. en lenti á stað þar sem isinn var of veikur til að halda honum uppi. Straumarinn í ánni bar hann undir ísinn áður honum yrði bjargað. Líkið hefir ekki fundist. Það er nú talið áreiðanlegt að Mr. John Winram ætli að sækja um sæti i bæjarstjórninni fvrir 4. kjördeild. Hann segist þegar hafa fengið loforð um nógu mörg atkvæði til að eiga vísa kosningu Mr. H. A. McLean, aðstoðarmál- sóknari fylkisins. hefir nú ákveðið að þiggja boð Mr. Joseph Martins, dóms- málastjóra i British Columbia, og gerast aðstoðarmaður hans þar. Bæjarráðsmaður G. W. Bell hefir fengið áskorun, undirskrifaða af fjölda mörgum velmetnum kjósendum. um að sækja á ný um sæti í bæjarstjórninni fyrir 2. kjördeild, og hefir hann ákveðið að gera það. $10.00 föt, hvergi betrí en hjá Commonwcnlth. Samkoman sem Fort Rouge kon- urnar héldu á Albert Hall á föstudags- kvöldið, var mjög vel sótt. Húsið var troðfult. Prógrammið var allgott, en helzt mun það hafa verið dansinn sem fór fram A eftir, sem laðaði unga fólkið þangað. Forstöðukonurnar biðja Hkr. að flytja öllúm þeim er sóttu samkom- una beztn þakkir fyrir komuna. Hr: Matthias Þórðarson frá Selkirk var hér á ferð í fyrradag. Hann hefir nú sett upp trésmíðaverkstæði á Aðal- strætinu í Selkirk, áfast við járnsmiðj* Baldvins Helgasonar. Mattías tekur framvegis að sér aðgerð á allskonar tré- smíðum og hefir auk þess ýmsa gagn- lega húsmuni til sölu við mjög lágu ▼erði. Landar vorir þar i bænum ættu að skoða verkstæðið og búshlutina. Þessir eiga bréf á skrifstofu Hkr. frá J. E. Éldon : Árni Jónsson, Furby St., John Thorsteinsson, Nellie Ave., Ólafur Ólafsson, Esphælingur. Utanáskrift til Eldons er nú : S I Sayward Ave, Spring Ridge, Victoria, B.C. Skemtisamkoman sem nokkrar is- lenzkar konur ætla að halda i gömlu Wesley kyrkjunni miðvikudagskvöldið í næstu viku, 30. þ. m., til arðs fyrir al- menna spitalann hér í Winnipeg. ætti að verða vel sótt. Þetta verður að lík- indum eina samkoman sem ísl. halda á þessu ári til arðs fyrir þessa lofs- verðu stofnun, og þar sem íslendingar njóta svo afarmikils góðs af þessum spítala á ári hverju, þá er það aannar- leg siðferðisskylda þeirra að sýna það í verkinu að minsta kosti einu sinni á ári að þeir kunni að meta sem verðugt er þessa ágætu stofnun. Vér höfum gert oss ^það að reglu á undanförnum árum að leggja svo sem $100 til spítal- ans, og eftir því sem vér f jölgum að töl- unni og efnahagur vor lagast, eftir því ætti styrkurinn frá oss til spitalans að aukast. Konurnar sem standa fyrir þessari samkomu, eiga þakkir skilið fyrir framtakssemina. Þær bjóða fólki góða skemtun og vér mælum hið bezta með samkomunni og óskum að landar vorir fylli húsið. Forstöðukonnr samkomunnar höfðu í fyrstu ákveðið að halda hana 23. þ. m. oglétuprenta aðgöngumiða með þeirri dagsetning. En þar eð ýmsir af þeim sem skemta á samkomunni gátu ekki komið það kvöld, þá urðu þær að fresta henni til 30. þ. m., eins og prógrammið Bandaríkjakosningarnar eru afstaðn- ar oí hefir lítil breyting orðið á afstöðu flokkanna frá þvi sem áður var, að því er snertir sambandsstjórnina. Næsta Congres í Washington hefir 182 Repú- blika, 169 Demókrata og 6 Popúlista. — í Senatinu verða 54 Repúblíkar, 27 Demokratar, 5 frísláttu-Demókratar og 4 Popúlistar. — Roosvelt (Rep.) náði ríkisstjórastöðunni í New York ríki með 24,821 atkv. umfram gagnsækj- anda sinn. — Minnesota hefir kosið Demókrat fyrir rikisstjóra. — Nebraska hefir kosið Repúblikana nálega eindreg- ið og er það talið tap mikið fyrir Bryan og silfurmálið. — í Pembina County hefir landi vor Jón Thorðarson náð kosningu með 225 atkv. umfram þann er á móti honum sótti. County kosn ingarnar fóru þannig, að Fred Farrow náði Sheriff-embættinu með 8 atkv McBride Treasurer-stöðunni með 90 atkv, og Chisholm Registrar-stöðunni með 407 atjcv. Þessir þrír eru Demó kratar. Hin embættin eru skipuð Repúblíökönum. Þessa viku byrjaði stórkostleg af- sláttarsala í deildabúðinni Cheapside 578 og 580 Main St., og hafa auglýsing- ar þess efnis verið sendar út um bæinn íslendingar ættu að lesa þessar auglýs- ingar með gaumgæfni því að í þeim eru taidar ýmsar vörutegundir sem fólk þarf nauðsynlega að kaupa um þennan tíma ársins. Geta menn með því að hagnýta þetta tækifæri keypt skótau álnavöru, karlmanna og drengjafatnað og yfirhafnir fyrir minna en innkaups- verð. Spyrjið eftir C. B. Julius þegar þið komið í stóru búðina CHEAPSIDE. GEO. íl. RODGERS & CO. 578 og 580 Main Str. MINNEOTA, MINN., 8. NÓV. 1898 (Frá fréttaritara Hkr. Tiðarfar hefir nú um tíma verið hið ákjósanlegasta. — Pólítík er hér nú á sfnu hæsta hitamarki. Hinn nafnkunni snjalli mælskumaður, Sidney M. Owen frá Minneapolis, var hér síðastl. laugar- dag og flutti i ss pólitiskan fyrirlestur. —Mannrlát: Síðan ég skrifaði. síðast hafa hér dáið þessir: Jón Þorvarðar- son, bóndi úr Papey, 84 ára gamall; Sigurlaugur Sigurðsson, austfirzkur; Guðný Einarsdóttir, úr Þingeyjar sýslu; Ingibjörg Björnsdóttir, kona Guðm, Guðmundssonar stýrimanns, úr Vopnafirði. — Þresking er því nær bú- in og maiskorn hirðing almennt langt komin. Lag: Þú bldfjalla geimur. Opnaðu landi minn augun á þér Og yfirlíttu búðina’ okkar smáu, Því alt sem í fatnaði fegurst til er bú færð hjá oss með innkaups- verði lágu. Og ætlirðu’ að gera augunum skil, Sem æfinlega nokkuð þurfa’ að hafa Og klæða þig betur en buddan lætur til, Þá borgar sig við okkur hérna’ að skrafa. John Stephanson, 630 riain 5tr. AÐSENT. Hr. Árni Sigvaldason náði kosn- ingu sem þingritari fyrir Lincoln Co., Minnesota, og er það vel farið, þvi Árni er drengur hinn besti og góður flokks- maður (Popúlisti). Hann hefir séð hvernig alþýða og mál hennar hafa ver- ið meðhöndluð og hefir eytt tíma og peningum til hjálpar hinum undirokuðu og barist dyggilega fyrir sinni pólitisku sannfæring. Hann er vel fær um að gegna þeim störfum er embættinu til- heyra og mun gera það sér og þjóð sinni til sóma. Kosningaúrslitin eru enn ó- ljós; loftið er fult af ryki eftir orustuna og þar við bætist nályktin af dauðum embættismannaefnum auðvaldsins, því böðlar alþýðu eru ekki mönnum sinn- andi og hafa ekki rænu á að hreinsa val- inn og greptra þessi andvana óskabörn kúgunar og yfirgangs. Eitt er víst, Mr. Lind er kosinn rikisstjóri fyrir Minne sota, og er það hinn fyrsti ríkisstjóri hér á næstliðnum 40 árum sem ekki hefir verið á bandi stórþjófa og einok- enda ríkisins. Hann er öllum óháður og mun gæta réttar ríkisins þegna. G. A. Dalmann P rogram Fyrir samkomu til hjálpar almenna sjúkrahúsinu í Winniþeg, í gömlu Wesley kyrkjunni, Miðuikudaginn 30. Nóv. ’98. 1. Instrumental Music Nokkrir ungir menn. 2. Nokkur orð um sjúkrahúsið Forsetí samkomunnar, M. Paulson 3. Duet.... Misses Herman & Hördal 4. Recitation. .. 5. Solo Mrs. W, H. Paulson 6. Piano Solo .. ... Miss Th. Herman 7. Ræða ..SéraH. Pétursson 8. Solo 9. Ræða . Mr. W. H. Paulson 10. Instrumental Music Nokkrir ungir menn 11. Recitation... Mr. F. Morris 12. Cornet Solo.. .... Mr. H. Lárusson God save the Queen. Byrjar kl. 8 e h. Inngangur 25 cts. GODIfí LANDAfí. Þar eð eigandi verzlunarinnar sem ég vinn við hefir leyft mér að selja yður löndum mínum með mjög lágu verði, þá finn ég það skyldu mína að láta yður vita af því nú þegar, svo þér getið keypt það til fata sem þér þarfnist fyrir vet- urinn, meðan þetta kostaboð varir. Þér getið t. d fengið ágæta loðkápu fyrir að eins $8.00, sem æfinlega og alstaðar hafa verið seldar fyrir $15 og $16 ; einn- ig alfatnað úr góðri ull fyrir $5.75, sem seld eru alstaðar fyrir 9—10 dollara. En þetta verð varir ekki lengi, og því ættuð þér að sinna þessum kjörkaupum nú strax á meðan þau gefast. Yðar einl. landi og vinur. Guðm. G. íslelfsson. Fyrir The PALACE CLOTHINQ STORE, 458 Uain St. Hvergi fallegra hálslau í bænum en hjá €«mmouwcaIth. “B.TÖRK,” nokkur ljóðmæli eftir Svein Símonarson að Akra, N. D., er nýkomið út, prentað hjá G. M. Thompson á Gimli. Rit þetta er 52 bls., í kápu og með mynd höfund- arins framanvið, en efnisyfirlit á síðustu bls. Efni kvæðanna er talsvert breyti- legt og kveðskapur líkur því sem var á “Vinabros” er sami höf. gaf út fyrir tveimur árum. Kverið kostar 15 eða 20 cts. Höfundurinn er fátækur og heilsulítill maður, og kæmi eflaust vel að sem flestir keyptu kverið. Enginn selur betri drengjaföt en Commonwe.ilfll. TIL ATHUGUNAR fyrir nýlendumenn getum vér þess. að herra Þorsteinn Þorkelsson, 49 Aikin St. hér í bænum, kaupir og selur mjólk urkýr og aðra nautgripi. Hann kaup- ir fyrir hæsta verð, en selur fyrir lægsta. Gleymið ekki að finna hann að kúa-málum Greiðasala. Ég undirskrifaður sel ferðamönnum og öðrum allan greiða, svo sem fæði, húsnæði og þjónustu, með mjög sann- gjörnu verði. Einnig hefi ég stórt og gott hesthús fyrir 16 gripi, sem er ný- gert við og dyttað að að öllu leyti, og er hvergi betra gripahús í öllum vestur- bænum. Munið eftir staðnum—gamla greiðasöluhúsið, 605 IIomn Ave. Sveinn Sveinsson. Sólskin að síðustu !' The BLIIE STORE, 435 Ma!n Street. Nerki: Blá Stjarna. Ætíð hin ódýrast. Sólskin að síðustu segjum vér, eftir hin skaðlegu votviðri í landinu. Það er ekki til neins að neita því, að það hefir algerlega eyðilagt fatnaðar og grá- vöruverzlunina í Manitoba á þessu hausti. Og þessvegna verðum vér að segja fólki, að vér höfum þrisvar sinnum of miklar vörubyrgðir í búð vorri. Vér verðum að koma þessum vörum í peninga og það nú strax. Eftirfylgjandi verðlisti mun sýna yður að oss er full alvara. Karlmanna Tweed Buxur $7.50 virði nú á $4.75 1« góður slitfatnaður 8.50 it it 5.00 li Nýmóðins alfatnaðr 9.50 ii il 6.00 ti Aalu 11 ar fatnaður 13.50 ii it 8.50 il Skozk vaðmálsföt 16.50 li ii 10.50 tl Léttar yfirhafnir 9.00 ii ti 5.00 it Léttar skrautkápur 15.00 it tl 9.00 Karlmannabuxur af öllum mögulegam tegundum, frá $1.00 og þar yflr ; allar fyrir helming vanaverðs. Drengjabuxur frá 50c. til 82.75; allar fyrir minna en helming vanaverðs. Drengjaföt fín og þykk......$6.50 virði nú á $4.00 “ sterk úr alull..... 5.50 “ “ 3.50 “ úr gráu vaðmáli.... 4.00 “ “ 2.50 “ Sailor-föt......... 1.75 “ “ 90 cts. Drengja Stutítreyjur í þúsundatali. Drengja Yíirhafnir í þúsunnatali Grávara ! Grávara ! Grávara ! Kvenna selskinnsyflrhafnir $30—$35 virði, nú á $20—$22.50 “ Bulgariu lambskinns-yfirhafnir $38 virði, nú á $27 “ Tasmaniu Coonskinns-yfirhafnir $35.50 virði, nú á $25 “ ágætar Coonskinns-yfirhafnir $48.50 virði, nú á $37.50 Karlmanna Coonskinns-yflrhafnir $25—45 virði, nú á $18—$35 “ Victorian Va.laby yflrhafnir $16.50—28 virði,nú $12—28 Karlmanna Badger yflrhafnir og svartar skrautyfirhafnir á $10 Ágætir Geitaskinns og Buffalo-feldir við mjög lágu verði. 434 Tl V IN STIt., WI.VMri’b A. CHEVRIER- BECHTEL & PRATT, HENSEL, N.=DAK. Verzla með Álnavöru. Matvör, Stígvél, Skó, Fatnað, Hatta, Húfur og allar mögulegar tegundir af Harðvöru Þeir hafa betri vörur og selja þær með lægra verði en nokkrir aðrir í nágrenn- inu. Sérstaklega óska þeir eftir verzlun Islendinga. Gleymið þeim ekki. Bechtel & Pratt, — 58 — drukknir. Þó kðstuðust þeir á kveðjum og sett- ust svo við borð eitt í horninu yzta og létu færa sér þangað brauðoe vin. En þegar þeir voru langt komnir að matast og ætluðu að fara að leggjast fyrir á bekkjunum til þess að þurfa ekki að spjalla við hermennina, þá stendur einn þeirra upp, gengur til Prestons ogspyr hann heldur myndarlega : “Dedonde van senores ?” (Hvert ætlið þér í fyrramálið), “Tíl borgarinnar Puesta Principe”, svaraði Preston. “Þið eruð Cúbamenn ?” “Já”. “Uppreistarmenn ?” “Eg er verzlunarmaður. Ég þekki lítið til uppreistarmannanna, sem þú kallar. Er nokkur hætta á því að við rekumst á þá á leiðinni, se- nor ?” Þá hló lautenantinn hryssingslega, því að þetta var staða hans. "Nei”, sagði hann, “því að þið fáið ekki tækifæii til þess. Mér er skipað að taka fasta alla grunsama menn. Þú getur gert grein fyrir þár á morgun, en þangað til verður þú í haldi, og ef að þú þá getur ei gert mér grein fyrir því hver þú ert, þá skulum við sýna þér hvernig spánskir hermenn fara með uppreistarmennina á Cúba”. Hann beið ekki eftir svari, en fór til kunn- ingja sinna aftur og var þar hátalaður um það hvernig hann hefði farið að taka höndum og láta skjóta á fyrri dögum, og svo hvað hann ætlaði — 63 — að saman í lágnm hljóðum, án þess þeir heyrðu, “ertu mikíð meiddur?” “Nei, senor”, var svarað. “Getur þú hreyft þig ?” “Ekki vitundarögn. Ég er bundinn svo fast að böndin særa mig”. Preston stundi þungan, Hann var eins staddur, og hvernig sem hann reyndi. þá gat honum ekki hugsast nokkurt ráð að losa sig.. “Það er lítið liðið af miðnætti”, hvislaði hann svo aftur, “Þeir geta ekkert fyrr en dag- ar. Og við skulum vona, að þangað til beri eitt- hvað það að höndum, sem frelsi okkur. Vertu hughraustur”. “Eger að biðja um hjálp, senor. Guð mun ekki yfirgefa okkur”. "Þú ert hraustur drengur, Chiqnito. Éf að við eigum að deyja, þá vona ég að þsir skjóti okkur, án þess að fara að spyrja okkur”. “Það er ég einnig að biðja um, senor”. Svo þögðu þeir stundarkorn, en þá fór Chi- quito ’ að hvísla aftur. Það vareinsog hann vildi segja Preston eitthvað, en hann var hraust- ari en svo, að hann færi að auka á hörmungar þeírra, með því að játa eitthvað, sem hnnn hélt að Preston vildi ekki. En þó langaði hann svo til að minnast [eitthvað á Anitu við hann. “Senor”, sagði hann. “Þegar timinn kem- ur að við deyjum, ef það liggur fyrir okkur hér, viltu þá muna eftir, Anitu systurminni? Við erum svo samrýnd, að hvað sem annað hendir, snertir hitt. Þegar ég dey, þá deyr hún líka”. — 62 — Það voru ekki meira en tvö hundruð fet milli þeirra og staðar þess, er þeir höfðu geymt hesta sina. og hlupu þeir þangað á svipstundu. En söðlar þeirra og allur farangur var inni í veitingahúsinu, en það var enginn tími til að ná því. ' Þeir stukku á bak hestunum og hleyptu út í myrkrið, en vissu ekkert hvert þeií fóru; þeir vissu það eitt að þeir voru sloppnir. En tæplega voru þeir komnir hundrað yards þegar hestur Chiquitos steig i holu eina, hrasaði og féll og fleygði Chiquito af sér, lá hann þar meðvitundarlaus og hálfrotaður, Preston stöðvaði hest sinn, stökk af haki og ætlaði að setja félaga sinn á hestbak hjá sér, en áður hann gæti það voru óvinir þeirra komnir og gáfu honum högg, sem gerði hann meðvitund- arlausan með öllu, og þegar hann opnaði augun aftur þá lágu þeir Chiquito og haun hvor við hliðina á öðrum á gólflnu í veitingahúsinu, bundnir og bjargþrota og algerlega i höndum ó- vinanna. Svo heyrði hann þá vera að tala um að lieu- tenantinn, tem Chiquito hafði skotið, væri dauð- ur, og vissi hann þá að hinar verstu pintingar, sem Spánverjar gætu upp fundið, mundu bíða þeirra. 7. KAFLI. Jose Marti fellur. “Chiquito ?*’ hvíslaði Preston, því að her- mennirnir voru svo fjarri þeim að þeir gátu tal- — 59 — að gera eftirleiðis við menn, sem ekki gætu skýrt frá erindum sínum eða hverjir þeir væru. “Hið eina sem við getum gert”, hvíslaði Preston að Chiquito “er það, að láta sem vit) sjáum þá ekki. Vefðu utan um þig ábreiðnnni og legstu niður á bekkinn, en sofnaðu ekki, Lík- lega þarf ég að berjast til að sleppa héðan, og fari svo, verður það torsótt nokkuð”. Að fáum augnablikum liðnum voru þeir steinsofnaðir, að því er virtist, en þeir höfðu eyrun opin, og brátt varð Preston þess vísari að hermennirnir voru orðnir æstir af víninu og ætl- uðu þeir ekki að láta rannsóknina bíða morguns. "Við skulum skilja þá að”, heyrði Preston lieutenantinn segja, “og vita hvort þeim ber þá saman. Ef að það verður ekki, þá skulum við æfa okkur á að skjóta til marks þegar morgnar”, “Það erenginn efi á því, að þeir eru upp- reistarmenn”, sagði þá annar. “Og ég sting upp á því, að við skjótum þá fyrst og spyrjum þá svo á eftir”. En við það hlógu þeir hjartan- lega allir saman, því að þetta var spánskt glens- yrði, sem enn þann dag í dag þykir ákaflega fyndið. Á sömu stundu risu þeir allirá fætur og ruddust eins og einn maður væri að bekkjun- um, sem þeir Preston og félagi hans lágu á, að því er þeir ætluðu í fasta svefni. “Vaknið !” kvað við í eyrum þeirra og hrökk Preston upp sem hefði hann sofið fasr, og spurði drungalega hvað þeir vildu. En Syánverjinn svaraði með því að hrifsa í Chipuito fólskulega, draga hann ofan af bekkn- um og fleygja honum í fang einum manna sinna.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.