Heimskringla - 04.05.1899, Page 1

Heimskringla - 04.05.1899, Page 1
XIII. ÁR NR. 30 Heimsknngia. WINNIPEG, MANITOBA, 4. MAI 1899. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Southampton á Englandi er nú lýstur með rafljósum, sem bærinn á sjálfur. Einnig heflr bærinn keypt all- ar strætabrautir inuan sinna takmarka fyrir $250,000 og ætlar að láta vagnana ganga með rafafli. Standard Oil félagið í Bandaríkjun- um setti kaup verkamanna sinna niður svo nam $1 á viku, nú fyrir skömmu, en keypti um leið allmargar saltverk- smíðjur víðsvegar í ríkinu. Félagið kvað hafa í hyggju að borga fyrir verk- smiðjurnar með þeim peningum, sem það græðir við kauplækkun verka- manna. Það er sagt að Engilsaxneska menn- ingin sé komin á góðan rekspöl á Filip- ineyjunum síðan Bandamenn fóru að vera þar í stórhópum og að staðaldri. Það hafa verið settar á fót um 300 whiskey- knæpur 1 Manila á síðastf. 6 til S mánuðum. Melbourne í Xstralíu hefir um hálfa millíón íbúa og á bærinn sjálfur stofn- un þá, sem lýsir hann, og græddi á því $750,000 síðastl. ár. St, Löuis í Banda- ríkjuntim, sem hefir 550,000 íbúa, kaup- ir ljós sín af privat auðmannafélagi, og borgar fyrir þau $314 000 á ári. Sést á þessu munurinn á því að eiga sjálfnr eða verða að kaupa af öðrum. Bandaríkjablöðin ráða verkamönn- um til að flytja ekki til Filipineyjanna. Kaup er þar svo látt, að handverks- menn fá að eins $'5ámánuði, bók- haldarar og aðrir skrifstofuþjónar fá $60 mánaöarlaun, en algengir verka- menn að eins $1 á mánuði eða tæpan $1 á viku. Járnbrautarfélag eitt á Englandi hefir gert samninga við Bandaríkjafélag um að búa til 20 járnbrauta eimvélar, til notkunar á braut "sinni þar. Enn fremur gera Englendingar samninga við Bandaríkjafélag um að það byggi brýr i Afríku. — Vildu frjálsverzlunar- menn gera svo vel að lofa oss að vita, hvernig stendur á þvi, að Ennlending- ar geta ekki kept við Bandamenn um þá atvinnu, gem um er að gera heima á Englandi ? Japanítar eru að gera kraftaverk. Þeir eru að færa heila borg með 40,000 ibúum margar mílur vegar. Borg þessi heitir Teukcham og stendur hún í kvos nokkurri, og er loftið þar mjög óheil- næmt. Svo er borgin óhrein, að stjórn- in sér rengan veg til að hreinsa hana. Hefir hún því lagt til bæjarstæðis hæð eina, nokkrar milur frá borginni. Hafa þar nú verið mældar út götur og eru þær albúnar að öllu leyti með gang- tröðum og vatnsrennuskurðum. Hverj* um landeigandaí gömlu borginai hefir verið útmæld lóð á hæðinni, sem sam- svarar að stærð og afstöðu lóð hans i gamla bænum. Vatnsverk hefir verið gertínýja bænum. Skólar og aðrar opinberar byggingar og stofnanir hafa veriðsettar þar upp; ljósagerðarstofnun er þar og ýms önnur þægindi, sem nú tíðkast í stórborgum. Stjórnin ætlar einnig að leggja húseigendum flutn- ingsstyrk, og er búist við að allir sem nú eru í gömlu borginni, verði fluttir í þá nýju á hæðinni innan 12 mánaða. Eftir að borgin Londoná Englandi hafði sjálf átt og stjórnað strætisbraut- um sínum i 6 mánuði, sá bæjarstjórnin sér fært að hækka kaup vérkamanna sinna og að veita hverjum þeirra einn hvíldardag i viku, semþeirhöfðu ekki áður. Þessar breytingar kosta bæinn $67,400 áári, og samt er gerð áætlun um að bærinn græði þar aðauki um $200,000 á ári, og er það talsvert betra, en að borga alla þá peninga í sjóð ein- etakra manna. Það er sagt að kaup kvenna þeirra. sem vinna fyrir The Model National Cash Register Company, hafi orðið að sæta 10% kauplækkun, og að Dueber ^’atch Co. íCanton, Ohio, hafi útveg- að sér nýjar verkvélar, og um leið fært iftun manna sinna niður um 1/5. Með Þessum kaupsparnaði borgar svo félag- ið fyrir vélarnar. Bardaginn við |Manila á Filipiueyj- únum, 23. Apríl síðastl., varmeðþeim Bnörpustn sem þar hefir orðið í langan ^íma. í þessum bardaga féllu 7 Banda *nenn og yfir 40 særðust meira og *ninna. Mannfall uppreistarmanna var '■•Uölulega lítið. 18 búkar fundust við Bkotgarða þeirra, sem þeir höfðu skilið éftir, þegar þeir flýðu undnn Banda- mönnum, því þó Bandamenn væru lið- færri í þessum bardaga og ættu við menn, sem ásamt því að vera bak við öfluga skotgarða, þá ráku peir samt vargana á flót.ta, eins og þeirra er vandi. og eins og þeir gerðu við Spán- verja áður, bæði á sjó og landi. En á hinn bóginn bera nú öll blöð landsins með sér þá yfirlýsingu, ‘að stríðið þar eystra sé orðið mjög alvarlegt og að nauðsyn sé á meiri herafla að heiman. Fréttir frá Manila segja oss af hverjum sigrinum á fætur öðrum, Sið- asti sigurinn er sá, sem gereral Mac- Arthur herdeildin vann á uppreistar- mönnum þar eystra 25. April, eftir 4 stunda orustu. Það er að sjá að Banda menn hafi sýnt þar þá sömu frábæru hreysti, sem jafnan einkendi þá í hern- aðinum móti Sþánverjum. Bardaginn var við bæinn Calumpit, og urðu Bandamenn að ryðja sér veg gegnum 4 mílur af skógi, þéttsettum af upp reistarmönnum, sem höfðu skóginn til hlífðar móti skotum Bandamanna, og var það Bandamönnum til hin mesta farartálma og óliðs, því óhægt var að koma skotum við. En ekkert stóðst fyrir Yankanum. Þeir sópuðu öllu sem fyrir var: skógum og uppreistar- mönnum. Þegar kom að Bagbag ánni sáu Bandamenn að uppreistarhorinn hafði öflugt vígi hinumegin árinnar. Tóku þeir þá strax til starfa; létu sumt af liðinu halda uppi skothríð á óvinina, en hinn partur liðsins synti yfir ána og komuSt upp hinumeginn við vígið, tóku það og ráku eyjarskeggja á flótta. Er þetta talið hreystiverk mikið. Col. Fimston, sem var fyrirliði þeirra er fóru yfir ána, sagði eftir bardagann, að þetta liefði ekki verið mikil hættuför, því menn vissu að uppreistarmenn kynnu ekki að skjóta beint, og að sá hluti liðsins, sem hélt uþpi skothríðinni við eyjaskeggja, hefði látið þá hafa nóg að gera. Það var Suður-Dakota her- deildin sem vann þetta þrekvirki. Tap Bandamanna í þessum bardaga var: 6 dauðir og 28 særðir. Nokkurt mann- fa.ll varð í liði uppreistarmanna, og a ik þess mistu þeir talsvert af skotfærum og vopnum, sem Bandamenn náðu. Það er sagt að þessi orusta hafi haft þau áhrif á Aguinaldo foringja upp- reistarmanna, að hann sé nú algerlega faiin að hugsa um að friðmælast við Bandaraenn. Efrideildarþingmaður John Suther- land, í Kildonan, andaðist í síðustu viku, 78áragamall. Hann hafði verið hér alla æfi, og var á sinni tíð einn á- hrifamesti stjórnmálamaðurinn í þessu fylki. Fréttir koma frá Yukon um að læk- irnir með fram Forty Mile ánni séu gullauðugir; í ýmsum af lækjum þess- um hafa fengist frá $15—$18 úr pönn- unni. Um 600 manns tóku sig uppfrá Dawson City, þegar þeir fréttu um þetta, og er liklegt að fjöldi manna flykkist þangað. Hnefaleikaii að nafni Lavelle, frá CheSter, Pa., var barinn til dauðs af Johu Caranaugh i Pittsburg 25. f. m. Þeir voru að berjast á sýningu og fyrir peninga. Cavanaugh og umsjónarmenn beggja bardagaseggjanna voru settir í varðhald og bíða dóms. Voðalegir stormar hafa gengið yfir Ástralíu um miðjan Apríl. Varð sjó- gangur þá svo mikill. að um eða yfir 80 skip af ýmsum stærðum strönduðu við Norður Queenslandsströndina ogersagt að öldurnar hafi hent sumum þeirra 50 fet upp á land. Rúmlega 400 manna fórust af skipum þessum, en að eins 14 þeirra voru hvitir tnenn. Fjártjón á skipunum er metið á $520,000. Marsvín og aðrar sjóskepnur hentust langt á land upp i þessu ofsaveðri og klettar þúsundir punda að þyngd, rótuðustupp úr sjávarbotni og hentust á land upp fyrir þessu undraafli. En smærra grjóti rigndi sem hagléli yfir ströndina og hentust sumir steinarnir með svo miklu afli, að þeir grópuðust 6 þumlunga inn i trén i skóginum. Markvert er það í sambandi við þetta ofsaveður, að einn maður komst á land lifandi, eftir að hafa synt í fjóra sólarhringa. Tvær konur náðu og lendingu eftir lOklukku- stunda sund, en börn, er þær höfðu á bökunum, voru örend er að landi kora. Fjögur stórskip strönduðu á Flinders og Melville-eyjunum, og týndust þar allir nema einn maður. Það er sagt að eikur þær og tré, sem stóðu næst strönd- inni, hafi verið algerlega svift öllum laufum og toerki og að strandlengjan hafi verið þakin allskonar fisktegundum Mun þetta hafa verið hið mesta ofsaveð- ur sem komið liefir i Ástralíu í manna minnum. Póstmálastjóri Bandarikjanna, Mr. C. E. Smith, hélt ræðu í Chícago fyrir fáum dögum og sagði þar meðal annars: “Bandaríkin þurfa ekkert samband hvorki pólitiskt, verzlunarlegt né her- legt, við nokkurt útlent ríki i heiminum Þetta er að minni hyggju ríkjandi skoð- un í Bandaríkjunum,” Hann gat þess einnig, að Bandarikin mundu ekki hjálpa Englandi þó það ríki færi í ófrið við Kina. En á hinn bóginn mundu Bandamenn ætíð verja eignir sínar og itök þar eystra. Voðalogur fellibylur æddi yfir part af Missouri, Iewa og Wisconsín á fimtu- daginn var. Fellibylur þessi var hálf míla á breidd og eyðilagði 400 liús í bæn- um Kirkville i Míssouri, og drap um 60 manna og 1000 í þeim bæ einum. I bæn- um Newton dóu 15 manua. í Iowa- ríkinu, einkum í Crowford og Manana sýslum, varð manntjón, meiðsli og eignatap allmikið. Það hefir komið í ljós við umræður í Senatinu í Ottawa, að brezka stjórnin hafði árið 1893 ritað undir samning um það, að leyfa engu félagi nema “Eastern Extention Cable Company” að leggja hafþráð til Hong Kong eða Singapore í Kína, og enn fremur, að ef þráður yrði ekki lagður mllli Canada og Ástralíu innan 5 ára, frá því að samningurinn var undirritaður, þá skyldi sá þráður ekki hafa nein réttindi til að heimta samtenging við Hong Kong þráðinn. Nú eru 5 ár liðin síðan og þráðurinn ekki lagður. Eastern Extention Cable félagið hefir því ótakmarkað einkaleyfi, en þó getúr england afnumið það með því að borga félaginu 1| milj. dollars. Auginaldo, foringí uppreistarmanna á Philippine eyjunum, hefir nú farið þess á leit við general Osis, yfirherfor- ingja Bandamanna þar, að báðir máls- partar komi sér saman um vopnahlé þar til Auginaldo hafi tækifæri til að kalla saman þing evjarskeggja og ræða um og ákveða, hvort þjóðin vilji halda áfrara hernaðinum eða bjóða sættir. General Otis svaraði því, að hann við- urkendi ekki tilveru nokkurrar stjórn- ar þar á eyjunum nema stjóm Banda- manna, og að haun heimti að uppreist- armenn leggi niður vopnin án nokk- urra skilyrða. Skuldabréf C. P. R. félagsins seld- ust í Lundúnum á Englandi í síðustu viku fyrir 97| cts. dollarinn. Þetta er hæsta verð, sem þau hafa komist í sío- an félagið myndaðist. I blaðinu Witness í Montreal, er svo hljóðandi athugasemd frá ritstjóra blaðsins, viðvíkjandi vínsölubanninu: ' Ef Conservatívaflokkurinn vill ná hverju Jeinasta fylki í öllu Canada, nema Quebecfylkinu, þá ættu þeir að hugsa sig rækilega um það, hvort þeir gætu ekki veitt þeim sem fylgja fast- lega fram vínsölubanninu viðunandi liðveizlu. Ef hægt væri að veita vin- sölubannsfylgjendum, sem voru dregn- ir á tálar með síðustu gabbsamlegri at- kvæðagreiðslu (þessu stórmáli þlóðar- innar) einhverja afsökun til að greiða atkvæði á móti Liberalstjórninni. Af því stjórnin fer eins með þetta mál, og hún fer, þá erum ver visoir um, nema núverandi útlit hlutanna bréytist, að þeir líða stórkostlegan tölumissir við næstu kosningar, og enn þá meira tjón í siðferðislegu áliti sínu og skaða í frá- hvarfi og stuðningi margra hinna ötul- ustu kjósenda, en vínbannsfylgjendur geta ekki vel veitt Conservatívum fylgi sitt nema þeir lofi að styðja málefui þeirra að einhverju leyti”. Útsölumenn Stjörnmimir sem enn hafa ekki gert mér greinileg skil, eru hér með vinsamlega beðnir að gera svo vel að greiða mér andvirði þess sem selst liefir, að sölulaunum frádregn- um sem allra fyrst; og jafnframt, að senda mér til baka það sem óselt kann að vera af ritinu. Virðingarfylst, S. B, JÓNSSON. 869 Notre Dame Ave, Winnipeg, Man. LEGSTEINN yfir Dr. Lambertsen og konu hans. Samkoman sem haldin var á North west Hall 26. f. m. var mjög illa sótt og ágóðinn af henni varð að eins $5.63 Ágóðinu af samkomunni í vetur 5.00 Sent fiá Rat Portage 3.00 Sjóðurinn því nú $13 63 Ég hefi tekið á móti þessum peningum til geymslu, og vona ég að landar mínir bæti við þennan sjóð eins fljótt og vel og þeir sjá sér mögulegt. A. S. BARDAL, 197 William Ave., Winnipeg. Nauðug gift. Hákoni ríka var Hallfríður gift, með konum varð nauðug að ganga. Faðirinn gat hana frjálsræði svift og fjötraðí hörmung svo langa. Bað þi-ss sinn föður, in blíðlynda mey —brenuandi lauguð af tárum, í læging svo djúpa að legði hann ei líf sitt á komandi árum. Karlinn gat röksemdir fyrir sig fært, foreldr-um bæri að hlýða. Bóndinn það hefði í barnæsku lært, og boöorðin kunni hún Fríða. Þóttist hann vita að virðingin stór úr venzlum ei mundi þarhverfa. Sæmdur var faðirinn sætiíkór, og sonurinn skyldi það erfa. Fríðleik þó vanti og fegurðar smekk, frjálsbornar skoðanir líka, blessun sú ekki á boðstólum gekk: biðla hún fengi svo ríka. Þetta var göfgasta þjóðheillaráð, þar sem að nógur var auður; maðurii.n eflaust gat metorðum náð, mesti þ.» væri hann sauður. Seinast að lokunum svo til það gekk saklaufT,- offrað var hjarta; hlýðninaar altari föðursins fékk fórnina pessa svo bjarta. Blikuai i vangar og brjóstið er kalt, birtan ei sloknu afhvarmi; farsældin hennar og framtiðin, alt falið í vcnlausum narmi. Lífið oss sýnir þann daprasta dóm, deyða svo rósina veika. Þannig in helgustu bernskunnarblóm böðlarnir stundum þó leika. Heyrist það oftastað hamingju rán harðstjórnar ráðsnilli grennir. Seint er að iðrast þá svíðandi smán samvizku kúgarans brennir. S. S. ísfeld. Aldamóta-vísur. Líður mótum alda að Útlit sortnar skýja, Enginn veit samt okkur hvað Öldin færir nýja. Ástandið er ekki trygt, Ótta mörgum sáapar, Alt fað sem er illa bygt Einhverntima hrapar. Hvervetna sér hreikir nú Hræsnis andi mesti, Klerker boða kyrkjutrú Kiístiiidórii þó l/ieb.,i. Undir troðast margur má Minst þó finnist sekur, Þegar Mammon þingin á Þræla sína rekur. Þar er mörg ein inúta gleipt Margt réttlæti bogið, Sannfæringin seld og keypt, Svikið, stolið, logið. Furða engin er þó negg Alþýðunnar kælist, H' ar sem deig er hömruð egg Hún um síðir stælist. Forðum gerði blóðg Herbrá Boða þjóðum vígin Hanaennþá sumir sjá Sveima gegnum skýin. ÉlNAK JÓNSSON. Liberal sparsemi. í Ottawa hafa verið talsverðar um- ræður út af $350 borgun til Archibald og Hawels lögmanna í Winnipeg, fyrir rannsókn er haldin var í fylkisfanga- húsinu í Manitoba. Yfirskoðunarmað- ur stjórnarinna í Ottawa hélt þvf fram að stjórnin ætti ekki að borga þessa upphæð, en dómsmáladeildin áleit hana sanngjarna. og að ríkinu bæri að borga hana. og réði það úrslitum þessa máls. Yfirskoðunarinaðurinn hafði enn frem- ur á móti því, að þeim Pope. Newing. Parnelee og King, sem höfðu vinnu í sambandi við þrætugeröarnefndina í Quebec, væri borgað $10 á dag í fæðis- peninga hverjum þeirra. Hann kvað sanngjarnt að þessir menn gerðu reikn- íng fyrir kostnaði sinum. En fjármála nefndin ályktaði að mönnunum skyldi borgað $10 á degi hverjum, og varð það svo að vera. Þetta er Liberal sparsemi. Eftirfylgjandi reikuingur sýnir spar- sami Laurierstjórnarinnar í Ottawa : 2 vínflöskur, á $1,75 hvor $ 3,50 6 vínflöskur á 1,25 “ 7,50 12 Champagnibrúsar$l hv. 12,00 200 Chainpaniglös70c.hvert 140,00 50 vín. lös. á 65 hvert 32 50 70 frönsk glös. 70 c hvert 49,00 200 rauðvínsglös, 70 c. hvert 140,00 100 portvínsglös, 65 c. hvert 65,00 100 Sherry glös 65 c. hvert 65 00 70 vínglös, 65 cents hvert 45,00 70 púnsglös, 50 cts. hvert 35,00 56 Shery glös 20 cts. hvert 11,20 Samtals $606,20 Þessi flösku og glasa mergð var keypt fyrir landstjórasetrið Rideau Hall, en sjálfsagt ekki fyrri en eftir að stjórnin hafði komið sér satnan um að svíkja loforð sin i vínbannsmálinu. Maccabees-félagið. Herra G. T. Snow gaf í sið ista blaði voru all-ýtarlegar upplýsingar um fé- lagsskap þennan, sem alt að þessum tíma hefir verið löndum vorum alger- lega ókunnur, að vorri hyggju alt of ó- kunnur, því eftir upplýsingum Mr. Snows, þá er þetta stórt félag og mjög öflugt, og lífsábyrgðin í því ótrúlega ódýr, talsvert meira en helmingi lægri en hinar uppsprengdu hailæristöflur Mutual Reserve félagsins krefjast að borgað sé fyrir ábyrgðir í því. Maður 25 ára gamall 'borgar 'í Mutual $19,65 fyrir $1000 ’árlega, en í Maccabees-fé- laginu er það að eins 60 cents á mán- uði, eða $7,20 á ári fyrir $1000. M aður sem er 40 ára gamall borgar í þessu félagi $10,80 á ári fyrir $1000, en í "Mutual, eftir hallærisáætlunum þess verður 40 ára gamall maður að borga árleea $24 20, oO 50 ára maður borgar $33 75, á móti $14,40 í Maccabees félaginu. En þó er munurinn ekki all- ur hér, því að í Mutual verður maður að borga æfilangt, og má búast við ár- legri hækkun. En í Maccabees hætta allar borganir við 70 ára aldurstakmark ið, einmitt á þeim tíma sem Mutual- tötturnar sýna svo mikla hækkun fir- legra borgana. að til þess aðhalda einu þúsundi i því óhappafélagi þarf maður að borga talsvert á nnnnð þúsund dollars á 10 árum — frá 70 til 80 ára. Sjúkra styrkur í Maccabeesfélag- inu er $4 á viku fyrstu 2 vikurnar og $5 á, viku í næstu24 vikur. Útfarar- styrkur er $50. Fyrir tvöfalt sjúkra- gjald fær maður tvöfaldan sjúkrastyrk. HERRA RITSTJÓRI. Það er hvorttveggja að veturinn líðni hefir verið viðburðaríkur að ýmsu leyti, enda hefir alda sú náð norður á eyju þetisa, eins og sjá raá af bréfi Stefáns vinar míns Jónssonar, sera Lögberg No. 12, þ. á. flutti lesendum sínum, undir því yfirskjmi, að það væri fréttabréf, en sem auðsjáanlega fjallar um mál, sem betur hefðu verið órædd. Lesendur blaðanna eru lítið gefnir fyrir trúmála- þref, og allra sízt frá þeim mönnum, sera eru þektir að því að hafa efa- blandna sannfærineu í þeim efnum. Það virðist lýsa talsverðum þekkingar- skorti, að tala um Magnús Skaptason sem “fyrrum séra.” eins og hann væri ekki enn þá séra. Eða hvenær misti hann preststitilinn? Ekki var hann bú- Spring Stock Vér höfum nú fengið mestu fyrni af vsr- vörum, svo sem gólfteppum, olíudúkum gluggatjöldum o. s. frv. .4xiiiinster, li idderminnter og 1 elvet gólfteppi beint fr London. llnioiiM og Wool’s beint frá verksmiðjunni Gólfteppi sniðin og lögð niður ó- keypis Komið og skoðið þessar vörur. 574 Hlaiu Str. Telefón 1176. inn að tapa honum þá er hann messaði og fermdi hér siðast, er hann heimsótti okkur Mikleyinga. En má ske að vinui minn Stefán hafi svift hann prestskap að oss öllum óafvitandi ? Þess er getið í “frétta" bréfinu, að séra M hafi fermt 4 stúlkur, sem hann segir að hafi lært Helgakver. og virðist hann undra sig mjög á þessu. Ekki -hefði það þó verið kallað undravert á Islanii. þó börn hefðu lært þar Helga- kver, og því síður það að þau börn væru fermd af manni, sem var útskrif - aðnr af gudfræðisstofnuu landsins með góðmn orðstír. Að vinur mmii S, hafi litla þekking á máli því er hann ræðir, sézt á því, að hann segist álíta að þau börn sem séra M. staðfesti sem Unitara þurtí að læra “efunar Unitara spurn- ingakverið." Þetta kver hefi ég hvorki séð né heyrt getið um, og vseri það ef- laust mjög íróðlegt, ef vinur minn S. vildi segja okkur fáfróðum, hvar kver þett er að finna. En Helgakver þekki ég og aðrir hér á eyjunni, og vitum vel, að margt í þvi er svo úr garði gert, að það er alveg samhljóða því sem Unitar- ar trúa, og það eina láta Unitarar börn sín læra. — Svo getur greinarhöf. þess. að hann liafi nokkurnvegin vissu fyrir því, að þau 4 börn sem hann talar um, séu ekki Unitarar. Hvernig veit hann það ? Getur hann lesið i hugskot barn- anna, eða eru þessar staðhæfingar gamla mannsins að eins getgátur ? Spurningu Stefáns »-.m það, hvort séra M. sé leyfilegt að ferma börn sem hafa iært Helpakver, verður bezt svar- að með annari spurningu : Hver hefir vald til að banna það? Svari þeir sem geta. MIKLEYINGUR. Þurfið Ef svo þói- að kaupa Orgel ? , pá kaupið hin bez'u. The Doherty og Uxbridge Orgei ----hafa verið smíðuð i 25 ár- Verd $60.00 og yfir Vér höfum í búð vorri miklar byrgðir af orgelum. “EVANS BROS ” “UXBRIDGE”, “WESER BROS” og öðrnm^orgelum. Mestu kjörkaup á Iitlum brúkuðum orgelum og pianoes. Frá $25 og þar yfir. Va»gir borgunarskilmálar. Ritið oss eftir verðlista og myndabók, eða komið sjálfir og skoðið orgelin. H. B. MARCY, 470 /TAIN STR. I*. O. Box 578. Tolepliono S62. gmwtwmmimmmmtmmmmnmwmmwmmimm! Ruby Foam! £ & Reynið það við hús- og fataþvott. Það er óviðjafnanlegt í þvott á alt viðarverk í húsum og á húsmunum. Þér þurfið minna af þvi en af nokkru öðru efni sem notað er í þvottavatn. Tvær teskeiðar er nægilegt í eina fotu af vatn i við allan vanalegan þvott. Allir íslenzkir matvörusalar hér í bænum hafa Ruby Foam í búðum sínum. Kaupið það hjá þeim, og ef það reynist ekki eins og vér segjum hér, þá getið þér skilað aftur urabfiðun- um til þeirra, og borga þeir yður þá aftnr andvirðið til baka.— I hverjum pakka af Ruby Foam er “COUPON.” Haldið þeim saman, og þegar þ»-r hafið svo margar af þeiin er sýni, að þér hafið keypt 20 pund af þeesu efni, þá fáið þér hjá oss ókeypis einhverja eina af myndum vornm er þér kjósið yður, og eru þær dollars virði hver. Einnig gefum vér þriggja dollara mvnd fvr- ir 20 “coupons” og 50 cents í peningum, eða fyrir 50 “Coupons.” | Tlic Canadiiiii Chemical Works. | J :ls'l \,.( i‘,‘ Avemie. 3 ^iUiUUUUiUUUUiUUUiUUUUUiUiUUiUiiUUUUiUUUUUlÍÍ

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.