Heimskringla - 18.05.1899, Page 1

Heimskringla - 18.05.1899, Page 1
XIII. ÁR NR. 32 M # igj .•> gí rieimsknngia. WINNIPEG, MANITOBA, 18. MAI 1899. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. í bænum Buffalo unnu þeir menn sigur, sem vinna við að moka hveiti. Þeir höfðu “gert verkfall og heimtuðu hærra kaup. Þeir fengu kröfur sínar uppfyltar. Verkamennirnir voru 1500 að tölu. Daily Mail í London segir, að hraðskeyti hafi komið frá yfirmanni egypska forngripasafnsins í Cairo, að nýlega sé fundin múmía Thothmes I. sem tilheyrði átjándu konungaættinni og var uppi 133 árum f. Kr, Aðrar múmiur hafa fundist þar líka. Allar voru þær geymdar í gyltum kistum. Um 10. þ. m. brunnu til kaldra kola 5 vörugeymsluhús í Kansas City. Skaðinn er njetinn $10,000,000. Eini af slökkviliðsmönnunum kom við raf magnsvír, sem var í brúki, og féll mað- urinu óðar dauður ofan af bygging- inni. Um sama leyti æddi ákaflega sterk ur hvirfilbylur yfir Coldwater í Kansas, og eyðilagði gersamlega 12 ibúðarhús svo ekki sást hæti eftir af þeiin. í þeim hvirfilbyl fórst J. Brown, hjarðmaður; Nokkrar búðir féllu og ein kyrkja, og þakinu svifti af þinghúsinu. Voðalegt hryðjuverk framdi Joseph Harwey nokkur, i Howard City í Mich. að kveldi 10. þ. m. Fyrst drap hann konu sína. síðan móðurbróður sinn og langömmu sína, og særði tii ólíffs Þr*Bgja mánaðagamalt barn, sem hann átti; þar næst drap hann tengdaföður sinn, og síðast skaut hann ajálfan sig eu mistókst, en samt er talið vist að hann bíði bana af skotinu. Hungursneyðin í Rússlandi fer vax andi, og margar þúsundir missa lífið af skorti og harðrétti, Keisarinn hefir nú nýlega varið 1,500,0)0 (hálfri annari milíón) rúblum til jlíknar þessu fólki. I dollaratali nemur það $750,000. Líkn arnefnd á að útbýta þessum peningum meðal þurfalinganna. Viðauka hjálp- arpeningar koma nú alstaðar að. Séra Alexander Francis i Pétursborg hefir stofnað til samskota og sett nefndir út um AngloJSaxa nýlendurnar til að hafa laman gjafir. Fyrsta peningauppliæð- in sem honum varsend frá ónafngreind um Ameríkumanni nam 1000 rúblum . Bærinn Odessa hefir lagt fram 70.000 rúblur til liknar. Finnar eru &kveðnir að missa ekki þjóðréttindi sín, sem þeir hafa haldið um langan tíma, ef mögulegt verður hjá því komist. Síðan sendinefn þeirra kom aftur frá heimsókn til keisarann, sem var árangurslaus, hafa Helsingja- fossbúar orðið ánægðari, af því keisar- inn hefir tilkynt þeim að snúa sér til hershöfðingja Babrikoffs, ríkisstjóra i Grand Ducky, með málalyktanir sínar. Finnar álíta landstjóra þennan grimm- an harðstjóra. Öll von Finna byggist nú á honum. Þeir hafa nú ávarpað hann, með fjölda mörgum undirskrift- um á bænarskjalinu, að gefa sér aftur sín réttindi, sem sé, að mega semja lög sín sjálfir, og brúka tungumál sitt, og vera lausir við aðj brúka rússneska fánann. Nýlega er dáinn í New Tork Tomas J. Havemeyer, bróðir O. Havemeyer, sem er forseti sykurgerðarfélagsins, sem við þá er kent. Viðvíkjandi ætt þessari eru ný tíðindi uppgötvuð, T. J. Havemeyer hefir ætíð verið álitinn staðfastur piparsveinn, sem aldrei hefði komið nálægt konu. En nú er það sanuað að hann hefir gifzt leynilega Önnu M. Wright, 8 8eptember 1884, og hefir hún nú lagt fram kröfu, og krefst eigna sinna af O. Havemeyer, sem eru geysimiklar.— Þessi Mrs. Havemeyer, sem nú er kölluð svo, hefir haldið hjóna bandi sínu leyndu, af því, er hún sjálf skýrir frá, að hún elskaði mann sinn inniloga og treysti honum takmarka- laust. Hann hafi, að hún segir, mörg- Utn sinnum gefið sér alt sem hann átti, u6fna opinberlegayfirlýsingu umlöglegt kjónaband, en hún hafi verið ásátt ^öð að bíða með hana þangað til að sá timi ksemi, sem hann áliti hentugastan &u opinbera giftingarsamning þeirra. ^ugur maður aðnafni J. Stewart. bjó 5 miiur (r4 Virden, fór á gæsa- ^61 ar á föstudaginn. Um nónbilið ^ytðiat skot fráháimilihanSjen svoleið og eið oK kom hana ekki heim. Litlu vö^Verðartíma fór bróðir hans a eita hans. Hann fann hann með- vitunaarlausan 1 i ”“n> var liakan og tungan skotin af honum. Hann var fluttur heim. og iæknir strax sóttur. Maður- inn var lifandi seinast þegnr fréttist en enga von hafa menn um að hann lifi. Sumir halda að hann hafi ætlað að skjóta sig viljandi, en hafi mistekist. 12. þ. m. rákust saman farþegja lestir á Philadelphia og Reading járn- brautinni nálægt Exter brautarstöðv- unum. Meira en 25 menn mistu lífið strax, en yfir 50 meiddust. Þynvr: lestin rann á og yfir 3 fremstu vagn- ana og molaði þá algerlega. 8 lík eru fiutt inn til Reading og vagnhlass af meiddu fólki er komið á sjúkrahúsið. í Dallas í Texas kom hvirfilbylur nóttinu 10. þ. m. Um 15 menn biðu bana af honum og miklar skemdir urðu á húsum og girðingum. 12. þ. m. féll skriða í Shamokin i Pennsylvania og drap 4 menn, en 5 menn aðrir finnast ekki. sem unnu þar í kolanámu, og hafa þeir eflaust orðið undir skriðunni. Yfirflotaforingi Bandamanna. hers- höfðingi Dewey, er nú í þanrr veginn að leggja á stað heimleiðis til Bandaríkj- anna frá Manila á skipinu Olympia. Það >anga öll ósköpin á í New York og víðar að fagna yfirflotaforingja De- wey. Bandaríkin ætla að senda heima- flota sinn á móti honum suður í haf og Sampson flotaforiu gi á að verða flotafor ingi þess leiðangrus. Það hefir verið stungið upp á að gefa Dewey stórgjaör þegar hann kemur til New York, og tekur almenningur vel i það. Þykir það álita mál, hvort happadrjúgast sé að Dewey fari alfarin burtu frá Manila vegna þess að uppreistarmenn þar hafa hinn mesta beig af honum, og álíta hann ósigrandi með öllu móti. Við burtför hans halda sumir að þeir verði ákveðnari og sókndjarfari, en nokkru sinni áður. Hraðskeyti frá Vörsjá í Póllatidi 1. Maí, segii að gullnáma nálægt Troigh á landamærum Póllands og Rússlands, hafi hrunið saman. Óvanalega mikill vatnaagi var orsök til þess. 99 náma- menn voru að starfa í námunni og 62 af þeim biðu bráðan bana. Senator Boultan dó úr lungnabólgu eftir 8 daga legu, í Russell hér i fylkinu, þann 15. þ, m. Hann var þingmaður fyrir Manitoba og talinn i fremstu röð efrideildarþingmanna. í pólitík var hann lítt bundinn við flokksskoðanir, en fylgdi sannfæring sinni eingöngu. Frá löndum GARÐAR, N. DAK., 8. MAÍ 1899. Sáðning er hér talsvert á eftir tím- anum í ár, sökum sífeldra votviðra og kulda, en nú virðist sem sú veðrátta sé orðin leið á að ilskast, og vorblíðan og þurkarnir sén nú búin að taka við stjórn inni, og haldist þurkar fram yfir þann 15. þ. m. þá munu flestir verða langt- komnir að sá hveiti. Ungu piltarnir héreru, einsogvant er vel vakandi og fullir af fjöri og fram- fara hug. Þeir hafa nýlega myndað hér hornleikaraflokk, sem nú er undir forustu Mr. B. Antonssonar, en aðal- kennari þeirra framvegis verður þó Mr. S. K. Hall. Fótbolta leikendurnir eru nú farnir að æfa sig og hugsa gott til glóðarinnar að reyna þá íþrótt við aðra í sumar. Th. Johnson, sem fyr var í félagi við H. Reykjalín á Mountain, hefir keypt smiðju W. Patersonar og er nú farinn að vinna hér að smíðum. Hann er duglegur og góður járnsmiður og þurfa landar ekki að sakna neins við skiftin. Séra Friðrik Bergman lagði af stað í Islandsför sína 3. þ. m. Yér biðj- um hann alijr vel lifa og heilann aftur koma, Talað hefir verið um að Forester- stúkan hér ætli að hafa stórkostlega skemtisamkomu i næsta mánuði. Með- limir félagsins hér á Garðar eru orðnir á annað hundrað, og eiga þeir fallegt og vandað fundarhús alveg skuldlaust. Þetta sýnir að áhugi og dugnaður hafa unnið þar saman í góðum félagsskap. Á fundi sem haldinn var hér nýlega viðvíkjandi 4. Júlí. var afráðið að hafa hátíðina hér á Garðar í sumar og nefnd kosin til að standa fyrir því. Búast menn við skemtilegum degi, því Garð- arbúar eru búnir að fá það orð á sig, að ef þeir á annað borð taka að sér að gera eitthvað, þá verður það myndarlega og vel gert, S. J. E. Norman. EIRIKUR QISLASON. FÆDDUR 22. JUNI 1864. DÁINN 11. MAÍ 1899. "Þrútnar hjarta, þrengist brjóst, þungt af harmi stynur ; svona snemma’ eg sízt við bjóst uð sjá á bak þér, vinur.” Jón Úlafnon. Stundum kemur það fyrir á lífs- leiðinmi, að menn neyðast til að inna af hendi þau störf, sem þvinga viij- ann og- særa tilfinningarnar, og ekk- ert annað en meðvitundin um manna helgustu skyldu, gæti knúð mann til að vinna þessi verk. Það er þvilík skylda sem nú knýr oss til að flytja lesendum Heimskringlu þá sviplegu sorgarfregn, að Eiríkur Gíslason er látinn og lagður í kalda gröf. Þeir munu vera fáir á meðal Vest- ur-íslendinga, sem ekki þektu þenn- an látna góðvin vorn, annaðhvort af persónulegri viðkynningeða orðspori Og óvænt fregn hlýtur það að vera öllum sem þektu hinn látna, að hann, sem heita mátti í blóma æfi sinnar, hvað aldur snerti, skuli svo snögg- lega hafa verið hrifinn burt af leik- sviði lífsins. Hann dó úr lungna- bólgu flmtudaginn 11. þ. m., kl. 2 e. h., eftir að eins 5 sólarhringa legu, og var grafinn með mikilli viðhöfn á sunnudaginn var, 14. þ. m. Eiríkur Gíslason var fæddur á Eg- ilsstöðum á Völlum í Suður-Múla- sýslu 22. Júní 1864, og var því tæp lega 35 ára gamall. Foreldrar hans eru þau Gísli Jónsson og Jarðþrúður Halldójsdóttir, sem bjuggu á Egils- stöðum, þar sem Eiríkur var fæddur, og síðar að Eyvindará og Tókastöð- um í Norðúr-Múlasýslu, en síðast að Dvergasteini við Seyðisfjörð. Þaðan fluttu þau til Vesturheims árið 1883, og settust að í Norður-Dakota. Eftir vetrardvöl þar í nýlendunni fór Ei- rikur úr föðurhúsum og fluttist hing- að til Winnipeg vorið 1884, þá 19. ára gamall. Tveimur árum síðar, haustið 1886, giftist hann ungfrú Önnu Margrétu Eyjólsdóttur og hafa þau búið hér í Winnipeg því nær alt- af síðan. Þau hjón eignuðust 7 börn og lifa 4 þeirra, hjá ekkjunni, móður sinni, drengur 12 ára og þrjár stúlk- ur, 10, 6 og 4 ára að aldri. Hin 3 börnin mistu þau öll ung, hið síðasta 1. Apríl síðastl., þá ársgamalt, og va r það jarðsett í gröfinni með foður sín- um á sunnudaginn var. Foreldrar Eiríks sál. búa i hinni svonefndu Roseau nýlendu í Minnesota. Sysk- yni hans fullorðin eru í Minnesota og Dakota og á Islandi. Að útliti var Eirlkur heitinn hár vexti og þrekinn vel, ljóshærður og gráeygður, nokkuð stórskorinn I and- liti og svipmikill. Hann var bein- vaxinn og snarlegur í öllum hreyf- ingum, einarður og djarfmannlegur og hinn siðprúðasti í allri framkomu. Gleðimaður var hann hinn mesti og hvers manns hugljúfi, enda var hann bezti drengur. Ha»n var gæddur góðum náttúrugáfum og hafði aflað sér talsverðrar mentunar. Stefnu- fastur var hann í skoðunum og hinn bezti liðsmaður 1 öllum félagsskap, og mun hans lengi saknað af þeim sem nutu leiðveizlu hans. í trúar- skoðunum var hann Únítari og í póli- tík íhaldsmaður (Conservatív). Hann hafði sjálfstæða og frjálslega hugsjón eins og jafnan einkennir kjarkmikla gáfumenn, og lét það eigi buga sig þótt hann væri stundum í minnihluta, því hann matogvirtisínaeigin sann- færing og manndóm meira en svo, að hanri vildi því á glæ kasta fyrir hags- muna sakir. Hann mat og virti mennina, ekki fyrir það er þeir sögð- ust vera, heldur eftir framkomu þeirra. Hann var maður hreinskilinn og sagði hiklaust skoðun sína á mönnum og málefnum; þessvegna var hann elskaður af vinum sínum og félags- bræðrum og virtur af öllum. Eiríkur heitinn var fátækur alla æfi, hafði þungt hús og oft stopula atvinnu. En heilsubilun var hans rnesta meinvætti. Hann hafði legið tvisvar þungar legur í lungnabólgu, og heilt sumar 1 liðagigt. Þetta lam aði heilsuna og ef til vill að nokkru leyti framkvæmda-afl hans. Pin í gegnum alt stríðið og fátæktina slepti hann aldrei sjálfstæði sínu og mann- döm, og var ætíð síglaður og skemt- inn. Hann var góður og ástríkur eiginmaðui og faðir, enda átti hann ágæta konu og efnileg og elskuleg bfirn._ Fjölskyldu sinni lét hann eftir dá- Iitla húseign, er hann hafði nýlega fest kaup 1, og $1000 lífsábyrgð í Foresterfélaginu, því hann var með- limur í stúkunni “ísafold” og þar vel metinn, sem annarstaðar, eins og kom í Ijós við útförina. Eiríkur heitinn tilheyrði og Winnipeg taflfélaginu og var, að undanteknum taflkappan- um Magnúsi Smith, máske hinn bezti Islenzki taflmaður fyrir vestan haf. Þegar hann tefldi síðasta taflið, var hann farinn að kenna veiki þeirrar sem dróg hann til bana, og að Ioknu taflinu gekk hann heim og lagð’st, á banabeðinn. Hann gat ekki unnið taflið á milli lífs og dauða. Eins og áður var getið, fór jarðar- forin fram frá íslenzku Unitarakyrkj- unni hér í bænum,/1 viðurvist á 2. þúsand manns og var hin veglegasta að öllu leyti, og að sumu leyti hin veglegasta greftrun sem nokkrum íslendingi hefir verið veitt í þessum bæ. Líkkistan var skrídd tveimur ljómandi fögrum blómkrönsum, öðr- um frá meðlimum Unitarasafnaðar- ins, en hinum frá enskumælandi brœorum hins láta í Conservativa klúbbnum. Það var búist við því, að mannmargt yrði við þessa sorgar- athöfn, og fólkið-fór að flykkjast að húsinu kl. 1| e. h., en innganga var ekki leyfð fyr en bræður hins látna úr Foresterfélaginu voru skipaðir í sæti. Kl. 2 kotnu þeir í skrúðgöngu, um 100 talsins, og gekk íslenzki hornleikaraflokkurinn á undan og spilaði sorgarlag, í kyrkjunni var allmargt af enskutalandi mönnum, bæði fyrir hönd taflfélagsins og fyrir hönd Conservativa félagsins. Borg- arstjóri Andrews var og einnig við- staddur. Þegar húsið var orðið þétt- skipað fólki, flutti séra Magnús J. Skaptason stutta og gagnorða líkræðu þar sem hann lýsti hínum látna, lynd- iseinkunum hans og æflstarfl. Þar næst hélt Einar Ólafsson lipra ra-.ðu og vingjarnlega, um þennan sorgar- atburð, um þær hugsanir, er slík tækifæri vekja hjá vinum og starfs- bræðrum hinna látnu, og um afleið- ingarnar sem fráfall slíkra manna hefir á þann félagsskap er þeir hafa starfað 1. Síðast talaði borgarstjóri Andrews nokkur orð. Hann hafði þekt Eirík heitinn 1 mörg ár og bar vitni um hans góðu hæfileika, og um það skarð, er höggið væri í starfsafl þeirra félaga, er hinn látni vann 1. Spurningin væri ekki um það, hvaða stöðu maður skipaði í félagslífinu, heldur um hitt, að verasaunur maður Hann kvaðst þar kominn til þess að bera vitni um hina góðu verðleika hins látua vinar og bróður; hann hefði verið sómi sfns þjóðflokks og sómi þeirra félaga er hann starfaði fyrir. Ilann tók það fram, eins og Einar Ólafssón gerði á undan honum, að minning Eiríks heitins yrði bezt heiðruð með því, að rétta ekkju hans og börnum líknandi hjálparhönd í sorg þeirra og einstæðingsskap. Að endaðri athöfninni í kyrkjunni mynduðu Foresters skrúðgöngu, með hornleikendaflokkinn í broddi fylk ingar. Þar næst kom sjálf líkfylgd in með nær 20 fólksvögnum og mörg um hundruðum fótgangandi manna Líkmenn voru þessir: Eyjólfur Eyj ólfsson, Einar Ólafsson, Guðmundur Anderson, S. J. Austmann, B. F. Walters, B. L. Baldwinson. Leiðin var lögð eftir Nena St. til Ross Ave. austur Ross Ave. til Isabel St., þá suður Isabel St. til McDermot Ave og þaðan vestur til Nena St., suður á Notre Dame Ave. og svo beint vest ur i “Broockside” grafreit, þar sem séra Magnús Skaptason jós hinn látna moldu ogbarnið hans yngsta, sem áður er getið. Það hafði verið geymt þar í líkhússhvelfingu, en átti að grafast í þessari viku, með öðrum líkum. Nokkrir af vinum hins látna í Norður Dakota höfðu ásett sér að koma norður og vera við útförina, en að eins þeir B. F. Walters og Sveinn Thorwaldsson gátu komið því við. Að foreldrar hans og ættmenni ekki voru viðstödd, kom til af því, að það fólk býr i fjarlægð frá málþráðarstöð, svo að ekki var hægt að gera þeim aðvart í tíma. Að síðustu skal þess getið að Heims kringlu ber sérstök skylda til þess að heiðra minningu hins látna. Hann var gamall starfsmaður blaðsins og reyndist því ætíð hinn ötulasti liðs maður. I vorum félagsskap, eins og í félagsskap í þessum bæ yfirleitt, er stórt skgrð höggið við fráfall Eiríks Gíslasonar. Bréí‘ frá Dawson City. 4. April 1899. Herra ritstjóri : — Þar sem marga fýsir að frótta ýmislegt héðan úr þessu þráttumrædda gulllandi, þá sendi ég yður nú nokkrar línur, sem þér megið birta f yðar heiðraða blaði Hkr. Þá er fyrst að geta tíðarfarsins. Það hefir verið kyrlátt hór í vetur. Stormar litlir, og snjórinn, sem fallið hefir, liggur óhreyfður enn þá. Skýrslu um frostið get ég ekki nefið með vissu. Frostmælirunum hefir aldrei borið sam an. Enmest mun það hafa verið í Névembermánuði. Kunnugir menn úr austurfylkjunum, Manitoba og víðar, segja kuldann minni hér en þar. — Snemma í Marz fór frostið að réna, en nú er sólskin farið að verma og hiti er töluverður á degi hverjum, svosnjór sígur óðum. Fjarskamikill fjöldi verkamanna hefir verið vinnulaus hér í vetur. Marg- ir hafa líka verið að grafa og leita að gulli. Flestir vinna saraningsvlnnu, og liafa fjöldamargir sáralítið eða alls ekki neitt. Allur fjöláinn hefir verið hér mei a en ár, og eru ýmsir að þrot- um komnir að vistum, og urmull manna, sem er farinn og á förum heim- leiðis. Það er sagt að þeir sem engan farareyrir hafa haft, liafa fengið ávisun fyrir vistaforða til lögregiunnar, sem er á stöðvunum til og frá upp með fljót- inu, á leið heimfaranna. Það er gert ráð fyrir að stjórnirnar verði að horga far fjölda manna á næsta sumri, sem engin bjargráð hafa, en vistaforði er á- litinn nógur hór í bænum þangað til vötn leysír og bátaferðir byrja, og hefir þó mikið af vistum e.yðilagzt af eldi hér í vetnr. sem hefir verið alltíður. Matvara er nálægt því að vera 4—5 sinnum dýrari hér, eu í heima- bygðum. Stöðugt eru seldar vörur hér á söluþingum, og er stór furða hversu matvara kemst hér stöðugt í geipiverði. En fatnaður og smíðatól fást nær fyrir ekki neitt. Siðferðið hefir verið betra en búast mátti við, og betra en áður, þar rem annar eins fjöldi og ruslaralýður er saman kominn og hér er. Það er kost- ur að það er ekki nema einn borgunar- dagur hjá útþvottanámufélögum. En á þeim tíma, er álitið að myrkravaldið leiki lausum hala í ðllum sínum djöfla- krafti hér. Það árans þing er glæsi- legur uppskerutími vínsala, og þess illþýðis, sem stendur á bak við þá. Samt eru vínsöluklefar hér aðsínu leyti fullkomnarí eu margt annað. Er þar ætíð nægnr hiti, en fjöldi er þar ætíð kringum spilaborðin (auðvitað peninga- spil). Þar á sér ekki stað argasta drykkjuslark, því lögregluþjónar eru þar í hverri smugu og holu, sem hrafn- ar á hjallbustum, og kettir í Ihreysum, og vakta sumt, en ekki alt, enda er mannlegt eðli glapgjarnt. s prinsf Stock Vér höfum nú fengið mestii fyrni af v ,r- vörum, svo sem gólfteppnm, olíudúkum gluggatjöldum o. s. frv. . AxniiiiMter. KidderniinMter og Velvet gólfteppi beint fr Lordon. UnioiiK og IVool’s beÍDt frá verksmiðjunni Gólftep])i sniðin og lögð niður ó- keypis. Komið og skoðið þessar vörur. Gitans Carpet Store, 574 91ain Str. Telefón 1176. Fjöcur inorð hafa átt sér steð hér 1 drykkjusölunum, 3 af þeim hafa verið sjálfsmorð dansmeyja. sem svo eru kallaðar hór, og hafast við á nefndum stöðum. Ymsir halda að skuggum bregði hér fyrir á kristilegt siðgæði, og margt þykir grunsamt í þeim skugg- um, Það er ófrávíkjanleg regla, eins og sólarinnar að koma upp í austri og ganga undir ' í vestri, að á vissri mín- útu á takmörkum laugardaga og sunnudaga, slær öllu í dúnalogn, og helzt til sörau tímamarka á railli sunnu dags og mánudags. Þeim sem ekki eru hugskotslega kunnugir lögskipun- um hins mikla stjórnarveldis—Laurier- stjórnarinnar í Canada— er þetta fyrir- komulag allóskýrt. Stjórnarmenn halda því fram, að þetta sé vegna eflingar kristilegrar trúar. Aðrir haida því fram, að það sé gert fyrir drykkjuslark- ara og vændiskonur, til að gefa þeim værð og frið til að safna nýjum kröft- um til næstu viku. til að hefja á ný sama leikinn, Ef skuggarnir væru vel upplýstir myndi eitth vað samkyns finnast í þeím, og Mr. Stead drepur á að til sé í Chicago í bók sinni: Ef Krist- ur kæmi til Chicago”. Eu svo kann ske líka það sama ætti ser stað hér og þar, að hótelin geri meira gott en kyrkjufélögin. Mín meining er samt, að fyrir hvern dollar, se:n hótelin gefa, rauni þau fá 99 dollaia í staðinn. Þetta er því beita sem borgar sig. Þá er að geta töluverða hreyfingu, er hér hefir verið í vetur út af aðgerð- um stjórnarinnar og þjóna hennar. Eréttablaðið, sem Bandamenn gefa út hér hefir haldið klögunum uppi um að- gerðaleysi stjórnarinnar. Vegur var lagður í haust áður en snjór íéll héðan og upp til Eldorodo, sem er 16 mílur héðan. Forstöðumenn Iþessa vegabóta- félags tlokuðu þessum vegi algerlega fyrir ferðamönnum, nema því að eins að þeir borguðu 1 cent fyrir hvert pd. sem þeir drægi eftir þessurr. vegi. Ó- teljandi klaganir hafa koraið fram um þetta, en þá var þvi engu sint af hálfu stjórnarinnar. Áðurnefnt blað klag- aði svo fyrir hönd sinna eigin verka- manna, er þröngvað hafði verið til að borga áminst gjald fyrir að fara um veginn. Eftir margar þráttanir lög- manna fyrir báðar hhðar málsins varð sá dómsúrskurður, að atferli vega- manna væru ólögleg með öllu. Síðan þessi dómsúrskurður féll. hafa allir farið borgunarlaust þennan veg. Þá hefir áðurnefnt blað haldið upp klögun- v.ra ájhendur skrifstofuliðinu (The gold commission Oftice). Klaganir þessar hafa verið svo margvíslegar, að þeim verður ekki lýst í fánm orðum. Eit. er það, að námamönnum hefir verið neit- að um aðgang að skrifstofunui, nema fyrir gjald, eða orðið að bíða um ó- ákveðin tima. Sumum af þeim hefir verið algerlega neitað um að skrifa sig fyrir námalóðum, og alt fram eftir þessum sviksámlegu atförum. er blöðin og sannorðir menn hafa oft skýrt frá. Ég sendi yður 1 númer af blaðinu- The Klondike Nugget.^frá 1. Marz, og er þar lítið sýnishorn af öllum þeim ólög- um, sem hér hafa átt sér’stað af hendi stjórnarinnar og skrifstofu 6dúðalý& hennar hér. Ritstjóranum er vaxinn sá ásmeginn, að hann hefir sent tvo menn gagngert tilJOttawa, til að kæra lögrænfngjaf aðferðir þessar hér. I vet- ur var sendur hingað spánvr umsjónar- (Niðurlag á 4. bls.)

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.