Heimskringla - 29.06.1899, Blaðsíða 1

Heimskringla - 29.06.1899, Blaðsíða 1
/ XIII. ÁR * WTNNIPEGr, MANITOBA 29. JÚNÍ 1899. NR. 38 Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Hon. Josesph Martin, dómsmála- stjórl í British Columbia, sagði i sam- kvæmi sem haldið var í bænum Ross- land nýlega, að hefði hann verið uppi árið 1776, þá hefði hann gripið til vopna á móti Englandi. Þetta geðjaðist gest- unum mjög illa og hrópuðu Martin nið- nr, en hann varð æfur við. og hafði í heitingum; sagði að Rosslandbúar skyldu nú ekki fá $30,000 dómhúsið, sem B. C.-stjórnin hafði ákveðið að láta byggja þar. En gestirnir tóku þessu ekki með þökkum. Þeir tóku Marnin og hentu honum út úr samkomusaln- um, og einn þeirja barði hann í andlit- ið. En “barsmíða Jói”, eins og hann var kallaður hér í Manitoba, snautaði burt í illu skapi og hótaði hefndum. Það gengur vel aðhafasaman gjafa féð handa Mr. Laurier. í forstöðunefnd samskotafélagsins eru tveir af ráðgjöf- um Lauriers: borgarstjórinn í Montieal og þingmenn og senators af Liberal- flokknum; Strathcona láyarður hefir lofað að gefa sjálfur 10, 15 eða 20 þús- undir dollars til þessa fyrirtækis, og meira ef á þurfi að halda. Forstöðu- nefndin lætur vel af undirtektum manna í þessu máli og kveðst muni fá inn talsvert á annað hundrað þúsund dollors. Þetta ætti að yera góður styrkur fyrir manninn. Skattaálögur spánsku stjórnarinn- ar eru mjög óvinsælar af alþýðu. 60,000 menn i Barcelona gerðu opinbera aud- vígisstefnu sínaámóti stjórninni. M. Waldeck Rousseau hefir myndað nýtt ráðaney ti á Frakklandi. Soulanges-skipaskurðurinn mikli á að opnast fyrir skipagöngu í Agúst næstkomandi. Canadastjórnin hefir á margra ára tímabili varið harttiær 70 milíónnm dollars í þennan mikla skurð. En afleiðingin af fullkomnun hans er sú, að flutningsgjald á liveiti og öðrum vörum hænda, sem fluttar verða með skipum gegnum hann. lækkar um helm ing, eða því sem næst. Það er búist við að flutningur á hveiti muni lækka um 3 centf á hverju bush., en það er sama sem 6 milíónir dollars á ári. Það er ákveðið að Miles hershöfð- ingi taki við herstjói'n Bandamanna á Filippineyjunum í stað Gien. Otis. Ofurlítið ófriðarský hvílir yfir Ný- fundnalandi, út af því að franskt her- skip hefir verið þar um tima og tekið net og önnur veiðarfæri eyjarbúa, sem þeir hafa átt þar á vissum stöðum. Segja Frakkar að þeir hafi yfirráð yfir nokkrum hluta af eyjunni og sjónum þar framundan Gera þeir því upptæk öll veiðarfæri sem finnast í landhelgi. Eru eyjarbúar atstir mjög út af þessum aðgerðum Frakka, og hafa sent bjiðni til brezku stjórnarinnar um að rétta hlut sinn i máli þessu, og mun það eert. Samningar hafa verið gerðir og verða bráðlega staðfestir með undir- skriftum hlutaðeifeenda, um hraðskreið- ar skipaferðir milli Canada og Vest- India. Það fylgir sögunni, að enska stjórnin muni leggja talsvert fé til þessa fyrirtækis. Kona nokkur að nafni Mrs. Barr- on stal á dögunum ungabarni frá New York. Hún játaði glæpinn, og var dæmd i 12 ára og 10 mánaða fangelsi fyrir þjófnaðinn. C01. Paty du Clam er nú í fangelsi íParis, sakaður um skjalafölsun í sam- bandi við Dreyfus-málið. Hann hefir gert roargar tilrauuir til að fremja sjálfsmoi ð í fangelsinu, en ekki tekist það, Hans er vandleea gætt, og hvorki kona hans eða lögmaður fá að sjá hann eða hafa tal af honum. Fólkið í Vancouver er ekki ánægt með nýju Liberalstjórnina þar f fylk- inu. Bænaskrár erti nú á umferð, sem fara þess á leit, að fylkisstjórnin reki þá Mr Cotton og Joseph Mart'n frá em- bætti og völdnm. Blaðið Coloníst býðst til að útvega 1000 undirskriftir undir Þessar bænarskrár á 24 klukkustund- «m. “Bardaea Joe” er auðsjáanlega orðÍD illa ræmdur þar vestra. Fjögur stúlkubörn, frá 6—11 ára að aldri, drukknuðu nýlega í Cbarlotte town, P. E. I. Hðfðu þær farið þar út á granda, til að tina skelfisk með fjör- nnni, en töfðu of lengi. Þegar fiæddi nð, komust þær ekki i land, og fórust. Rússastjórn hefir samið við skipa- smiðafélag eitt i Philadeiphia um að smiða 2 stór herskip, og er nú verið að smíða þessi skip þar. Auk þessa hefir stjórn Rússa samið við annað Banda- ríkjajélag um að steypa fyrir sig 600 fallbyssur og ógrynni af skotfærum. Er svo sagt að þetta alt muni kosta Rússland um $15,000,000, og er það laglegur skildingur í vasa Bandaríkja- manna. — Evrópuþjóðirnar eru nú loks farnar að opna augun fyrir pví, að byssur þeirra Deweys og Shafters hafl verið hæfnar, öflugar og skaðlegar, og að slik vopn fáist hvergi í he;mi, nema hjá Bandamönnum. Þess vegna panta nú Rússar vopn sín frá Bandarikjun- um. Talsvert ófriðlegt í Transvaal, og bendir ýmisiegt til þess, að Englend- ingar ueyðist til að grípa til vopna, ef stjórnin í Transvaal, undir forustu Krugers gamla, veitirekki Englending- ingum þar í landi þau mannréttindi, sem beðið hefir verið um i mörg undan- farin ár, Englendingar eru þar i meiri hluta, og kunna því illa að hafa ekki jafnrétii við ibúana, sérstaklega vegna þess, að þeir leggja fram mest af því fé, sem þarf til þess að byggja upp landið og auðga það. Brezku ráðgjafarni." draga nú ekki lengur dulur á það, að þeir'ætli sér að sjá til þess, að réttur Englendinga þar í landi verði viður- kendur, og samkvæmt þessari stefnu eru þeir nú í undirbúningi með að auka herafla sinn þar til stórra muna. Enn þá einn Liberal. iMcNesh hef- ir sagt af sér þingmensku fyrir West Elgin kjördæmið í Ontario. Hann við- urkendi mútugjafir í kosningu sinni. og beið þess ekki að verða dæmdur úr sæt- inu. Tveir af ráðgjöfum stjórnarinnar hafa verið dæmdir úr sætum og Liber alstjórnin þar er orðin svo illa þokkuð að það er ekkert viðlit fyrir hana að vinnajframvegis. Það var aðeinsraeð mútugjöfum og alskonar pólitisku ó- skirlífi að hún hangdi við völdin eftir síðustu kosningar, en þó sérstaklega með því að samþykkja á þinginu kosn- ingaglæpi, sem hafðir voru í frammi við þær kosningar, og gei-ði henni þannig mögulegt að halda völdum í trássi vid meíri hluta kjósendanna. íslemliiigadagurinn 2. Agúst 1899. Eins og auglýst háfði verið í Hkr., héldu ísiendingar í Winnipeg ai- mennan fund í Unity Hall 22. þ. m. til þess að undirbúa íslendingadags- hátíðahald í sumar. Fundinn sóttu um eða yfir 250 manns. Eftir að fundur var settur, kl. e. h., las féhirðir nefndarinnar sem sá um há- tíðishaldið í fyrra, upp reikninga yíir tekjur og útgjöld dagsins í fyrrasum- ar, og sýndu þeir að í sjóði væru 84G.35. Að því búnu sagði gamla nefndin af sér og fól fundinum allar framkvæmdir. Þá var kosinn forseti fundarins B. L. Baldwinson og skrif- ari M. Pétursson. Síðan var minst á ávarp þeirra Argylemanna, um að Winnipegbúar héldu engan Islendingadag í ár, og var fundurinn einum rómi á því, að slík tilm'æli gætu ekki orðið tekin til greina, þar eð engin ástæða væri til aðálita, að hátíðishaldið í ár þyrfti að nokkru leyli að standa í vegi fyr- ir því, að samkomulag gæti komist á í þessu máli síðarmeir. Þetta sam- þykti fundurinn í einu hljóði. Þar næst kaus fundurinn 9 manna nefnd til þess að standa fyrir íslendinga- dagshátíð 2. Ágúst næstkomandi og hlutu þessir kosningu: B. L. Baldwinson, Magnús Pétursson, Einar Ólafsson, Gunnar Sveinsson, C. B. Julius, Bergsveinn M. Long, Ólafur Ólafsson, Paul Olson, Sigfús Anderson. A fundi þessum voru og samþykt ákvæði í 7 greinum, um það hvernig íslendingadags - sjóðurinn skyldi geymdur framvegis og hvernig hon- um skyldi varið. Var þetta sam- kvæmt ákvæðum almenns fundar i fyrra, þar sem þáverandi Islendinga- dagsnefnd var falið á hendur að semja reglugjörð fyrir sjóðinn og leggja hana fyrir þennan ársfund til samþyktar. Allur var fundur þessi hinn hæg- látasti og alt fór þar vel og skipug- lega fram, og engin—ekki ein einasta rödd kom þar fram móti 2. Ágúst sem þjóðminningardegi, og var þó á fundinum dálltill siæðingur af því fólki, sem í fyrra iét leiðast af for- kólfum 17. Júní klíkunnar. Það var líka auðséð að fundurinn var fyllilega einhuga í því, að halda fast við 2. Ágúst undir ölMim kringum- stæðum, og halda engan annan þjóð- minningardag. Nefndin sem kosin var á þessum fundi, mun reyna að gera hátíðis- haidið í ár eins gott og skemtilegt, eins og það hefir nokkurntíma áður verið. Er það ósk og von nefndar- innar og hún ber það traust til al- mennings, að henni verði vel og sköruglega tekið hvað snertir fram- lög til verðlauna o. fl, Til íslands. Á mánudagskvöldid var, kl nærri 10, lögðu þau Mr. og Mrs. Stefán B. Jónsson af stað, með Canada Kyrrahafs- brautinni, í hina fyrirhuguðu fslands- ferð sín. Litlu áður höfðu nokkrir íslending- ar, mót vanda, hópað sig saman á C. P. R. vagnstöðvunum og biðu eftir að austurlestin legoi af stað. Þ.tð voru nokkrir kunningjar og vandamenn þeirra Mr. og Mrs. Jónsson, sem komið höfðu til að kveðja þau, óska þeim far- arheiliar og helzt, fljótrar afturkomu. Hópur þessi var ekki stór, ekki eins stór eins og hann mundi hafa verið, ef fólk hefði alment vitað með vissu, hvaða dag þau ætluðu að leggja af stað, en það mun óefað mega segja, að þeir sem við- staddir voru komu þar ekki fyrir for- vitnis sakir, heldur af því að þeir fundu hvöt hjá sér til að fylgja þeim hjónum eins langt áleiðis eins og kostur var á, fundu hvöt hjá sér til að sýna þeim. að þeir bárn hlýjan hug til þeirra,—þótti vænt um þau gegnum persónulega við- kynning og samvinnu. Eftir hlýlegar kveðjur og heillaósk- ir, tók ferðafólkið sér ; láss í járnbraut- arlestinni, og að fáum mínútum liðnum skreið lestin af stað. Ferðin “heim” * var fyrir alvöru byrjuð og litli hópur- inn er stóð gegnt vagnglygganum sem þau Mr. og Mrs. Jónsson höfðu tekið sér sæti við, veifuðu þeim kveðju og báðu þeim farai'heilla. Þannig var leiðurn skift það kvöld. Lestin hélt til austurs, en þeir sem kom ið höfðu til að vera viðstaddir, snéru heimleiðis, eflaust með þeirri tilfinningu að þeir hefðu tapað úr hópnum, um tíma að minsta kosti, tveimur persón- um sem þeir síður vildu vera án. Mr. Jónasson er ákveðinn flokks- maður bæði í pólitík og trúmálum og hélt hiklau.-t og drengilega fram sinni skoðum og er burtför hans því tilfinn- arlegt tap fyrir þann félagsskap sem hann var aðallega starfandi í. Sér- staklega er Unitarasöfnuðinum eftit- sjón í honum, því þrátt fyrir alla mót spyrnu og án þess að geta haft von um nokkunr fjárinunalegan hagnað, hélt hann þeim málum fram af alhuga, og þvi roeiri heiður á hann skilið fyrir það því minni hagnaðarvon sem i því var. Mr. Jónsson á ákveðna mótstöðu- mótstöðuroenn eins og flestir sem taug er í, og sera lendá í að koma fram opin- berlega, en yfirleitt munu þeir af Vest- ur íslendingum sem kynni höfðu af hon- um, óska að hann og kona hans hefðu haldið á fram að fylla hópinn hér vestra og ekki flutt í burtu, I nafni kunningjanna er Heiras- kringla beðin að flytja þeim hjónum, Mr. og Mrs. Stefán B. Jónsson beztu óskir að vestan austur um hafið,—' Til Isalands fannhvítu fjallanna heiina.” (E. Ó.) DR. J. J. WHITE, Tannlæknir, dregur og gerir við tennurefti'r nýjustu aðferð ár als sársauka, <)g ábyrgist alt verk þóknanlega af hendi leyst. Hornið á Main og MarketSt. Winnipeg. Frá löndum. MINNEOTA, MINN , 21. JÚNÍ 1899. (Frá fréttaritara Hkr.). Tíðarfar: Aðfaranótt hins 11. þ. m. gekk hér yflr ofsa vindur, er olli víða skemdum, braut úr plant-skóg- um, skemdi ságarða og skekti hús; hjá einum bónda hér (írskum) fauk vind- mylna um koll. Nú um nokkra daga hefir mátt heita fremur stilt veður, hóf- lega heitt, regnfall hæfilegt og hægir vindar. Þetta vor hefir yfirleitt verið vætusamara, en nokkurt annað er sög- ur fara af frá landnámstíð. Útlit als jarðargróða má heita fremur gott. Verzlun er nú'með fremur góðu lífs marki. Gripir allir í háu verði, og óð- um að stíga. Smjör er nú selt 11—12 centpd., egg 12 ct. tylftin, hveiti 64 cent bush. Hér hafa giftst: Ólafur J. Rafnsson og Sigurjóna Eyjólfsdöttir (nú kcmin til Alberta); einnig eru gift Valdemaí Þorkelsson og Kristín Þorsteinsdóttir. Hann er ættaður i)r Skagafirði, en hún er dóttir Þorsteins Guðmundssonar frá Fellií Vopnafirði. Kyrkjuþingsmenn héðan eru nú i ár: Jóhannes Pétursson og Þorlákur Pétursson fyrir Lincoln Co., eh frá Minneota fóru þeir Þorsteinn J. Vest- dal og Gunnar Björnsson. — Þórður læknir Þórðarson brá sér til Chicago eig;i alls fyrir löngu. Hans er von aft- ur innan skamms. ÁVARP OGr KVEÐJA til Vestur-íslendinga. Landar mínir og vinir ! (Þannig ávarpa ég nú Vestur-ísl. i heild sinni,—aö óvinura minum undan- skilduin) Ég er nú að fara af stað til Islands. Hvort, ég kem aftur vestur hingað eða ekki, veit ég ekki, fremur en svo margt annað i hulinni framtið. En mér er sagt af tíestum hér, að ég muni koma aftur, og það innan 1 eða fárra ára, og ég býst freraur við að svo verði. Eg bið okkar kæru Heimskringlu, að færa ykkur öllum hlýlega vinar- kveðju, með þakklæti fyrir alt, — alt sera þakka er vert, og alt sem ekki er vanþakka eður ámælis vert, mér auð- sýnt af yðar hálfu nú í síðastl. 12 ár. Ég bið aila þá sem eiga mér skuldir að greiða, og ennfremur alla sem nú eiga óklár viðskifti við mig aðeinhverju leyti, að snúa sér því viðvíkjandi til hr. Magnúsar Péturssonar, prentara við Heimskringlu, sem fvrir mína hönd mætir öllu slíku í fjarveru minui. Þeir sem eiga tilkall til nokkurs hluta af þeim ágóða, sem verða kann af glvggnldmum mínum, hið ég að bera fram kröfur sínar til hr. Magnúsar Péturssonar, þegar auglýst verður að nokkur ágóði komi til skifta, sem í mínu umboði tekur á móti þeim hluta ágóð ans af því fyrirtæki úr höndum Mr. Wm. Robinsons, ef uokkur verður. Utauáskrift mín verður fyrst um sinn : Reykjavík. Iceland. Með alúðarkveðju til yðar allra. S. B. JÓNSSÖN. Léiðretting. Vesalings Sigtryggur getur þess í Eögb, 13. þ. m. (mér til ámælis auðvit- að), að ég hafl talið “allnr skilvindur, sem ég liafi selt i Posen sveit frá upp- hafi”, og að mönnum þ»r í bygðum þyki það "einkennilegt”, vegna þess að bréfritarinn (slúðurberinn) í Lögbergi, liafi að eins talið þær sera ég hafi selt þar síðastl. vetur. Til að skýra þetta, vil ég taka það fram. að í nefridu fréttabrófi í Lögb. er það beint og blátt áfram sagt, að ég hafi selt svo sem ekki ueitt, en að rjóma skilvindur þær—um 20—, sem Jón Sig- fússsn hafi selt þar, séu nú til nálega á hverju heimili. Með þessu er gefið í skyn ótviræðlega, að ég hafi aldrei selt þar svo sem neitt fyrr eða síðar af rjómaskilvindum, en beinlínis fullyrt að ég hafi selt þar svo sem ekki nei t af neinum skivindum, eða öðru, síðástl. vetur. Allir sjá því, að þaðláalveg beint við. að allar þær skilvindur sem öghafðiselt þar, væru taldar, er voru 24 í það heila, eius og ég framsetti það iHkr. 20. April síðastl ; þar af 11 i fyrrasumar og 13 síðastl. ýetur. Það hefði því fariö betur á þvi, að Sigtr. hefðí beðið oþinberlega afsökun- ar í blaði sínu, á þvi að hafa birt þessa oftnefndu slúðurgrein i Lögb., þegar hann vissi að hún var á engum rökum I bygð, heldur en nú á ný að fara að reyna tll að fóðra hana með ástæðu- lausum sakargiflum gegn mér. því að þótt ég vildi láta það eftir Sigtr., að telja fram að eins þær skilvindur, sem ég tók pantanir fyrir í Posen-sveit síð- astl vetur og slepra þeim sem ég seldi þar i fyrrasumar, (þá samt er það lygi eftir sem áður, að ég hafi í vetur selt þar svo sem ekki neitt. Eða er það ekki kristnu fólki skiljanlegt, að ef 10 er mikið, að þá sé 13 til samanburðar meira en ekki neitt. Þannig stendur nefnil. á, að J. S. seldi i hæsta lagi 10 skilvindur meðal Isl. í Posen-sveit síðastl. vetur. og ég seldi þar 13 talsins á sama tima. í stað þess að játa þetta, sem er á hvers mans vitorði þar ytra, þá tekur Sigtr. að sórað forsvara þá frásögu bréfritar- ans, að J. S. hafí, selt þar um 20 skil- vindur á £“ bænda heimili, en að ég hali selt þar svo sem ekki neitt. — Er það ekki kærleiksríkt og kristilegt að tarna? Til áréttingar tekur Sigtr. það og fram, að það hafi verið "illur kur” í mönnum þar úti, út af því að ég hafi selt suroum þeirra brúkaðar skilvindur fyrir nýjar. Sannleikurinn í þessu máli er sem fýlgir: Að skilvindufélagið, sem óg hefiunnið fyrir (R. ;A. Lister& Co.) hafði mór óafvitandi og mér fjarver- andi afnent 3 brúkaðar skilvindur fyrir nýár, af ógáti, eða af því að allar nýjar skilvindur voru þá i svipinn uppgengn- ar, eða af öðrum mér óviðkomandi á- stæðum. En svo hefir þaðnú bætt fyr- ir þá yfirsjón með bví, að það hefir nú látið 3 nýjar vélar í stað hinna 3 brúkuðu véla, kaupendunum að kostnaðarlausu, og þykist ég þvi vita, að hlutaðeigencþir séuánægðir þeirra vegna, bæð; við mig og félagið. Þegar þessar kringumstæður eru teknar til greina, eins og þær eru, þá er augljóst hve ranglátt það er og nýð inglegt, af Sigt.. að gefa það í skyn í opinberu blaði, að ég hafi selt fólki brúkaðar vélar fyrir nýjar þar sem það er á vitund allra hlutaðeiganda (og Sigtr. líklega líka), að ég var í 80—-100 mílna fjarlægð frá Wiunipeg, þegar þessar “brúkuðu” vélar voru afhentar; og jafnframt það, að ég heh gert mér alt far um að fá félagið til p.ð bæta fyrir þessa j'firsjón, á þann hátt sem orðið er, svo að kaupendur vélanna eru þar af algerlega skaðlausir. Um þetta segi ég svo ekki tíeira að þessu sinni. Winnipeg. 22. Júní 1899. S. B. Jónsson. Marryhill ?. O., Man. 6. Júní 1899. A. R. McNichol, ráðsmaður, Winnipeg, Man. Kæri herra. Hér með viðurkennist, að Mr. Chr. Olafson frá Winnipeg heflr afhent mér $2000 frá félagi j’ðar Mutual Riserve Fnnd Life Association, sem er að fullu borgun á lifsábyrgðarskýrteinum nr. 303605 og nr. 3036 i6, S1000 hvort, er Ástráður sál. sonur minn, er dó í Daw- son City síðastl surnp.r, hafði í félaginu. Þrátt fyrir það. að ómögulegt var að útvega hinar ákveðnu sannanir um dauðsfallið, [borgaði félagið þessa npp- hæð án allra mótmæla, eftir að hafa fengið tvö eiðfest vottorð um hvar og hveuær hann dó, takandi um leið til greina allar kringumstæður, er sönn- uðu réttmæti kröfunnar. Gerið svo vel að færa forseta og stjórnarnefnd félagsins kær«r þakkir fj’rir heiðarleg viðskifti. Svo óska ég að Mntual Reserve Fund-lifsábj'rgðar- félagið fái að eflast og úvbreiðast en þá raeir til margfaldrar velgengni fjrir land og ýð. Samkvæmt þvi sem áður heflr ver- ið auglýst, verður 4. Júlí haldinn hátíðlegur á Sandhæðunum í Akra Township, Pembina Co., N. D. Hátíðin byrjar kl. 9), árdegis með skrúðgöngu með “Cavalier Band” í broddi fylkingar. Mr. Paul Johnson, forseti dagsins, biður fólk velkomið. Mr. S. B. Brynjólfsson les upp “Declaration nf Independence.” Mr. B. G. Skúlason frá Grand Forks, ræðumaður dagsins. Mr. B. L. Baldwinson frá Winni- peg, ræða: ísland. Fleiri flytja ræður sein hér eru ekki nafngrei^dir. Að ræðunum loknum vei ður uppi- hald til kl. 2 síðdegis. Þá verða reyndar allskonar íþróttir, svo sem hlaup og stökk af öllurn tegundum, glímur og kappreiðar á hestum og hjólum og margt fleira. Dans allan daginn og alla nóttina. Bandið spilar allan da<inn. Allskonar veitingar fást á staðnum Abyrgst að veður verði gott. Forstöðunefndin. 5 J A l Ð ! Til þess að selja alt sem enn er óselt af okkar miklu bj'rgðum af Muselin gluggatjöldum, þáseljum viðnú alt sem enn er óselt af þeim, fj’rir að eins heiming vanaverðs. Allar aðrar vörur seldar með samsvarandi atslætti $3.00 gardínur fyrir $1.50. $1.50 gaidímrr fyrir 75 c. Gibsons Carpet Store. 574 Main Sfr. Telefón 1176. Úrmakari Þórður Jónssor), nain Ntr. Beint, á inóti rústunum af Manitoba Hotelinu. Yðar einlægur. Jón Mattíasson. Thistle og Featherstone Bicycles. Eru ódýrari en flest önnur reiðhjól, vegna þess að þau aru svo sterk, að r'jög lítið þarf að kosta upp á þau í aðgerð, og er þessvegna mest og bezkálit á þeim þar sem þau eru bezt þekt. Kaupið því Thistle eða Featlierstone hjólin, og sparið peninga ykkar. B. T. Bjornson. Corner King & Market Streets. H. Bjarnáson, Glenboro, umboðsmaður fyrir Argylebygð. Th. Oddson, umboðsmaður í Selkirk.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.