Heimskringla - 29.06.1899, Blaðsíða 2

Heimskringla - 29.06.1899, Blaðsíða 2
HEIMSKKÍNGLA 29. JÚNÍ 1899. Háiuskriiigla. Verð blaðsins í Canada ojí Bandar. $1.50 um árið (fyrirfram borgað). Sent til tslands (fyrirfram borg&ð af kaupend- im blaðoins hér) $1.00. Peningar sendist í P. 0. Money Order BeKÍstered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir 4 aðra banka en í Winnipee að eins teknar roeð afföllum B. Ii. Baldwinson, Uteefandi. Office : 517 Jíain Street. P O BOX 305 Hvorugur lýgur. Lögberg- heldur því fram, að ann- aðhvort hljóti B. L. B eða W. G. Simons að ljúga um það, hvor þeirra hafi haft hönd í bagga með að leið- beina skrásetjaranum í Mountain kjördæmi, til að útbúa réttan lista yfir nöfn íslendinga þar. En í þessu veð- ur ritstjöri J-ögbergs reyk, sem að vanda, því hvorugur þeirra lýgur. B. L. B. var einn af þeim sem fór þess 4 leit við Mr. Simonson, að hann liti eftir tilbúningi kjörskránna og hafði hann óbundnar hendur að gera það á þann hátt, sem hann á leithent- ugast og réttast. Þetta hefir hr. Simonson gert óaðfinnanlega og sam- vizkusamlega, og það er það sem ritstjóra Lögbergs svíður sárast. Lögberg heldur því fram í sam- bandi við tilbúning kjörskránna, að það geri “engan skaða” þóaðdauðra manna nöfn séu á kjörskrám fylkis- ins, og vfir höfuð nöfn fleiri manna en þar eiga að vera. Þetta fer eftir því frá hvaða hlið málið er skoðað. Fylkisstjórnin verður að borga vissa upphæð fyrir hvert nafn sem prentað er á listunum, og að því leyti eykur það fylkinu kostnað að prenta íleiri nöfn en þörf er á. En svo er þetta auðvítað dálítill hagnaður fyrir þá sein prenta þessa lista (Lögberg prentaði einn þeirra) En það er jafmangt fyrir því, þótt einn tapi og annar græði peningalega. Vér höf- um ekkert talað um þá hlið málsins heldur að eins fundið að því, að list- arnir væru skamuiarlegailla úr garði gerðir, og því getur ritstj. Lögbergs ekki neitað, þó hann skammist. og slúðri í heilan hundsaldur. Lögberg er enn að japla um það, að B. L. B. hafi haft $8.50 á dagþeg- ar hann fór til fslands síðast, og mun það eiga að benda á, hve eyðslusöm eða örlát Conservativa stjórnin hafi verið á fé almeunings. Náttúrlega mundi maður álíta, að hin núverandi liberal stjörn mundi vera miklu spar- samari og borga umboðsmönnum sín- um talsvert minni dagpieninga, held- ur en B. L. Baldivinson fékk þegar hann gengdi umboðsstörfum fyrir gömlu stjórnina. En það fer í þessu efni sem mörgum öðrum, að það verð- ur ininna um ef'ndir loforðanna um sparsemi fjárins, en kjósendur ætluðu að mundi verða. Til dæmis má geta þess, að á árinu 1898, þegar W. H. Paulson fér til Isiands, hafði hann alls $6.92h fyrir hvern dag, eða nokkuð á þriðja þúsunð dollars fyrir rúma 9 mánuði. Vér getum þessa aðeins lesendum til fróðleiks, svo að þeir geti því betur áttað sig á spar- semi (!) liberala. Ef Lögbergi er nokkur þægð í því, þá getum vér auglýst reikninginn lið fyrir lið. Hann finst á bls. II 17 í skýrslu rík- isreikningayfirskoðunarmannsins í Ottawa. Á næstu bls. á eftir sjáum vér, að Lögberg hefir fengið á þessu sama ári nálega $100 viðbót viðdús- una sem það fékk hjá Greenway. Og nokkrum biaðsíðum f amar sjá- um vér að hr.S. Christopherson hefir fengið ofurlítinn slatta af skildingum fyrir að uera “innflutninga-agent f Winnipeg. Vér getum þessa aðeins til að sýna hina lofsverðu sparsemi liberal stjórnarinnar. Það er gott sýriishorn af göfug- lyndi ritstj. Lögbeigs, þar sem liarin í síðasta blaði ræðst á hr. Benedikt Rafnkelsson ineð brígslum útaf því, að hann er af guði gerður lítið eitt kverkmælt.nr—að eiris nf því, að Benedikt getur ekki verið samdóma eða samdauna Lögbergi í öllum grein um. Það er orðið ‘•fi.tt nm fína drættí”, hvað röksemdir snertir hjá Lögbergi, þegar það hefir ekki ann- að að finna að einum manni en það, sem honum er með öllu ósjálfrátt, og sem í sjálfu sér eru ekki nein lýti. Það má mikið vera, ef blaðið vex í áliti hjá lesendum þess við þetta strákslega heimsku-frumhlaup gegn hr. Benedikt Rafnkelssyni. Fyrirlestur um verðmæti lands og vinnu. Niðurlag. En þegar vér tölum um verðmæti bæjarstæðis, þá verður annað ofaná Verð landbletta þeirra sem Lundúna- borg eða Rómaborg standa á, fór að hækka fyrir öldum síðan, og ár frá ári heldur það verð áfram að aukast. þar sem 4 hinn bóginn verðgildi á vörum fer stöðugt minkandi. En verðgildi lands ekki að eins stendur í stað, heldur eykst stöðugt. Hefi ég nú ekki sýnt yður mismun- inn á verðgildi á landi og vörum ? Það er ekki einasta stigmunur, held- ur einnig eðlismunur. Það sem er játað í öðru tilfellinu, því verður að neita í hinn. Hið fyrra er afieiðing af erfiði einstaklinganna; hið síðasta orsakast af samsafni manna 4 vissa staði. Mismunurinn á verði bygg- inga í þessum bæ frá tugum til millí- óna, bendir 4 meiri gnægðir húsa, meiri auðæfi, en verðhækkun lands- ins bendir á roeiri þurð,—meiri land- fátækt. Annað verðmætið er breyti- legt, en hitt er það ekki. Verðgildi varnings getur lækkað við notkun véla, en verðgildi lands er ekki háð slíkn skilyrði. Alt það sem vérköll- um siðmenningarlega framför, miðar til þess að færa verðgildi varnings niður, en verðgildi lands upp. H vern- ig sem vér skoðnm þetta mM, þá er mismunurinn eins mikill eins og menn geta hugsað sér hann, eins mikill eins og munurinn er á norðri og suðri, myrkri <>g birtu. Það er eins mikið miliibil 4 milli verðgildi lands og varnings, eins og bilið á milli heimskautanna. Hvað mund- um vér seg.ia um þann skipstjóra, sem ekkert skeitti um áttirnar, eða um talnafræðinginn, sem engan mun gerði á samlagningar eða frádráttar merkjum, eða prestinn, sem ekki gerði neinn greinarmun góðs og ills ? Þér munduð umsvifalaust telja menn þessa viti sinu fjær. Hér er oss því lögð á herðar sú helga skylda, að efla siðmenninguna, að byggja upp áreiðanlegt þjóðfélags- fyrirkomulag. Undir þeirri bygg- ingu er komin framför og fullkomn- un eða niðurlæging og eyðilegging mannkynsins. Það er þessi skylda sem er æðri öllum lagasmíðum, en sem vér vannrækjum, þrátt fyiir all- ar vorar tilraunir að kristna heiminn Vér tölum um trúfræði og reynum að skilgreina rétttrúnað frá villutrún- aði, og eyðum tímanum í þras um smá trúaratriði, y€em ekki eru virði fimm mínútna umtals. En við göng- um þegjandi fram hjáþeim villutrún aði, sem er efni ræðu minnar í dag, og skeitum aðengu hættu þeirri fyrir trúarlíf vort og siðmenningu, sem sú villutrú hefir í för með sér. Við lok síðustu aldar keypti Þjóð- verji einn að nafni Astor, land, þar sem nú er miðpunktur New York borgar. Þessi maður, sem síðan hefir orðið nafnkunnur, var gabbaður af nábúum sínum fyrir að hafa verið svo heimskur, að bori'a hartnær $100 fyrir hverja ekru, því að land var iá selt fyrir $30 ekran þar sem nú stendur Central Park. En gamli Astor sagði bara: “Bíðið þið við, piitar, bíðíð þið við.” Svo fjölgaði fólkið í bænum og gamli Astor fór að Ieigja út land sitt, fyrst fyrir $5.00 hverja ekru, svo fyrir $10, svo $50, svo $100, svo $1000. Eftir því sem fólkið fjölgaði, eft.ir því hækkaði leig- an, alt upp í $10,0<X) hver ekra. I dag fæst engin af þessum ekrum keypt fyrir minna verð en eina milj. dollars og sumt af þessu landi kostar nú 6 og upp í iO milj. dollars ekran. Nú mælist ég t.i' að þér athugið nákvæmiega afstöðu þessa manns gagnvai t öðrum meðbræðrum hans. Fyr.st gat hann látið leiguliða sinn borga $5 fyrir ekruna á ári. En þeg- er fólkinu fjölgaði, gat hann heimtað $100, og þannig hélt hann áfram að ha kka leiguna upp í $10,000 fyi ir hverja ekru. Þessi maður bað aldrei þingið að lögákveða 8 stunda vinnu- tíma, og ekki gerði hann heldur verk- fall til þess að fá 30 centa kaup um klukkutímann. Auðæfi hans jukust ár frá ári, án þess hann hefði nokkuð fyrir því, án þess að beita nokkrum dugnaði og án þess að mynda nokk- urn iðnað. En hvernig var það með þá sem urðu að borga honum land- skattinn ? Fyrst borguðu þeir $5 svo 10, þá iOO og 1000 og svo áfram upp f miljón dollars árlega leigu. Því meira sem þeir borguðu, þess meir hækkaði leigan. Og því ineira sem þeir borguðu, því meir jukust skuldbindingar þeirra, og þessar skuldbindingar jukust ekki aðeins í hlutföllum við aukinn fólksfjölda, heldur einnig við hverja umbót sem gerð var á framleiðslufærum og sem miðaði til þess að lækka verð á varn- ingi þeim, sem þeir framleiddu. Með þessu móti hreykjum vér vissum flokki manna upp á hátinda sællífis og munaðar og iðjuleysis, en þrýstum hinum með síþyngdum álðg- um niður í djúp fátæktar og armæðu. Þetta er ávöxturinn af 2000 ára sið- menningu, síðan Kristur bauð oss að láta kærleikann vera hina æðstu dygð lífs vors. í miðpunkti sið- menningarinnar, þar sem öll fram- Jeiðslufæri eru fullkomnust og vöru- skiftin ganga greiðast, þarsem korn- hlöðurnar og önnur vöruhús eru troð- full af allskonar nauðsynjum, þar sem bankarnir geyma miljónir aí peningum, — þar sjánm vér einnig menn, konur og börn ráfandi eins og rándýr í leit eftir björg, tib þess að fyrrast hungurdauða, og kasa sérsvo þétt saman á nóttunum, svo þau frjósi ekki í hel. Eg bið yður að dvelja við þessa hugsjón,—hugsjón- ina utn hallir inillíónaeigendanna 4 aðra hlið og hreysi allsleysingjanna á liina. Svo komum vér safnan í kvrkjum voruin og Ibænahúsum og hrópum “elskið bræður yðar og syst- ur”, um leið og vér fyrirlitum mann- jöfnuð, og fleygjum sanngirnis og réttlætistilflnningum vorum út í veð- ur og vind. Vér sviftum manuiun göfgi sínu, konuna indi sínu og börn- in gleðinni, og svo sendum vér kristniboða út um allan heim. Eg býst nú við að þér munið spvrja hvernig vér getum korjiist l^já þessu ástandi ; hvernig vér getum fengið samhuga fvrir sundurlyndi; hvernig vér fáum komið því til leiðar, að hver og einn fái það sem honura her, fái sinn tiltölulega aðgang að vinnu og tullan arð atorku sinnar og erfið is. Eg hefi sýnt yður, að það er ei- lífur og ákveðinn munur á verðgildi vinnuafurða og lands, allstaðar þar sem fólk þyrpist saman. Þegar bóndinn sáir í akur sinn eða vinnur að því að hreinsa illgresi og ýmislegt annað sem getur hindrað eða eyðilagt uppskeru hans ef það er ekki hreinsað burtu, hver á þá þessa uppskeru ? Þegar vér sjáum verka- menn í þúsunda og jafnvel millíóna- íali vinna dag frá degi að því, að^ breyta allsleysi upp í gnægtaforða, hver ætti þá að eiga þennan forða ? Þetta er eitt af hinum þýðingarmestu spursmálum sem mannkynið hefir nokkru sinni Jeitað úrlausnar á. Vér höfum beinteftirgrennslunarafli voru að myndun fjarlægra hnatta, aðaldri klettanna, að upptðkum dauðra tungumála, sem töluð hafa verið af löngu dauðum mönnum. En hér er spurning, sem framför mannkynsins og sigurvinningar trúarinnar hvíla 4 að rétt sé greitt úr. En þó, ef vér leitum upplýsinga í þessu efni bjá vorum lærðustu mönnum, þá fáum vér ekkert fullnægjandi svai. Og nú segi ég í nafni alls þess sem rétt er og heilagt að allar afurðir ættu að vera eign þeirra sem framleiða >ær með handafla sínum. Þegar maður byggir hús, sem er afleiðing af hans eigin starfsemi, þá er það ekki mannfélagið sem hefir bygt það fyrir hann. Þess vegna ætti húsið að vera hans en ekki mannfélagsins eign. Mannfélagsheildin fremur stóran glæp, þegar hún gerir kröfu tíl hlut- deildar í þeim eignum mannsins sem hann héfir framleitt með handafla sínum, með því að leggjaskatt á þær umbætur eem hann gerir. Á hinn bóginn held ég þvl fram að þegar land hækkar í verði fyrir starfsemi einnar mannfélagsheildar iá gerurn vér rangt í því leyfa ein stökum gróðabragðamönnum að hremsa til eigin afnota allan arðinn af þeirri verðhækkun. Verðgildi landsins er eign þjóðarinnar, og á það eingöugu ættu skattarnir að vera lagðir. Enn um brögð Green- ways. ínæst siðasta blaði sýndum vér hvernig M>-. Greenway fór að svikja $12,500 út úr Manitoba Central járn- brautarfólaginu, til þess að nota við kosningarnar 1887, raeð þvi að lofa fé lagsstofnendum að selja réttindi fylkis- ins og éauðárdalsbrautina i hendur þeirra strax óg hann væri korainn að völdum, og hvernig hann síðar sveik það félag að öllu leyti, eftir að hafa eytt peningum þess en snerí sér að því fé- laginu. sem betur bauð, og gerði þvi samninga við Northern Paf'ific félagið um lagningu á brautum þeirra hér inn í fylkið. í þeim samningum var grein um það, að fylkið veitti $500 4 hverja milu “organisation” kostnað, en það var alls að npphæð $93,000. Það er ekki ófróðlegt að lesa sögu þessa máls og kynni sér vottor^ þau, sem Mr. A. F. Martin og Mr. F. W. Luxton gáfu fyrir rétti um það, og staðfestu með eiði. Þessir menn báru það báðir, að Jos. Martin, sem þá var dómsmálaráðgjnfi í fylkinu og gerðist frarosögumaður brautarsamningsfrum- varpsins i þinginu, hefði haldið því fram á leynifundum Liberala, að þeir mættu til með að fylgja þessum samn- ingum fram af alefti, því að þessi $93 þúsund ættn að vera til þess að mynda kosningasjóð fyrir Liberala. Þetta sór A. F. Martin fyrir rétti, og það með, að hann hefði þá sem nú verið Liberal og átt sæti á trúnaðarráðstefnum Li- beralstjórnarmanna. En þessi $93,000 mútU'jóð>Viugmyi d varðaldroi að lög- nm, því að Conservatívar í þinginu gerðu klækjabragð þetta svo óvinsælt meðal alþýðu. að stjórnin sá sér ekki fæi t að hald.i því frara til stieitu. Það var þvi hætt við að gera þennan samn- ing við N. P.-félagið, og í stað þess gerður nýr samningur við það. Við þessa brevtingu tapaði mútusjóður Li- þerala $93 000. að þvi er sáð varð og þeir sjálfir játuðu. En með því er ekki sannað að ekki hafi eitlhvað kotnið i staðinn. TJridir siðari samningnnm veirti stjórnin ’N, P. félaginu $1750 styrk á Viverja mílu af Portage la Prai- rie- og Rauðárdalsbrautmn þess. 1 alt veitti það félaginu um $650,000. En í þeim samningi var ekkert nkvæði gert um það. hve mikið af því fé ætti að leggjast í Liberal kosningasjóð, og svo var málið drifið gegn um þingið. Litlu síðar veitti Greenway $160.000 styrk til C. P. R. félagsinsog var það látiðheita svo, að það væri fyrir byggingu Souris- brautarinnar. En i sannleika var þetta að eins kosningamúta til félagsins, því það var áður búið að fá land tillag sitt frá Ottawastjórninni, t.il að byggja þessa grein, oa stjórneridur fólagsins voru búnir að segja það og auglýsa, að þeir ætluðu að byggja hana. og ekkert var þátalað um styrk frá fylkinu í því sambandi. En Greenway lá á hjálp við þær kosningar, og C. P- R. félagið hafði margra manna ráð og mikil kosníngavöld þá, eins og nú, og það var atriðið sem lá til grundvailar fyrir fjár- veitingu þeirri. Fylkissjóðurinn var ræntur $160,000 til að gefa Greenway pólitiskan styrk C. P- R- félagsins. Það fékk skildingana, og Greenway aíkvæðin. Svona er þessi saga I fáum orðum. Það er með þessu móti að fvlkinu hefir verið sökt í hart nær f 3 milíón dollara skuld á fáum árum. þrátt fyrir það þó að inntektir þess séu um £ milíón doll- ars á ári. Það má ganga að því vísu að þegar sumir af Grsenwayseigin mönnumyfir- gáfu hann út af þessum málum, þá hafi eitthvað verið gruggugt i pokahorninu hjá karli. En eiris og Mr. Martin tók frain í réttinum, þá urðu 1 .iberalar að segja já og amen til als þess undit hót- nnum ráðgjafans, að segja af sér, ef þetta yrði ekki samþykt. Það kemur margt upp þegar bjónin deila, og þó að inargrætt sé um Mr. Greenway, þí er það ekki ne:na sm&ræöi eitt í saman- burði við það sem verður leitt í Ijós þegar farið er að rekja og rannsaka stjórnarferil hans, eftir að búið verður að velta bonum úr vöUum við næstu kosningar. Heima og erlendis NOKKUR LJÓÐMÆLI eftir Guð- muud Magnússon. Prentuð i Rvík, að ísafoldar prentsmiðju 1899. Kver þetta er 3 arkir að stærð í 12 bl. broti. Telur 72 blaðsiður. Kvæðin eru 19 að tölu, og sura all-löng. Ytri frágangur. Málið á kvæðum þessum er látlaust og yfirleitt lipurt og auðskilið. Þó er meiri ný íslenzku för á því, en nauð- syn krefur. Þetta Ijóðakver er fyrir- mynd margra annara ljóðabóka, að því er útlendar orðslettur áhrærir. Að vísu finnast þær, en mjög fáar. Aftur á móti bólar dálitið á dönsku kynjuð- um orðatiltækjum og setningaskipun. A bls. 61 stendur: “þá hefir smalinn gott”. "Hann var fæddur upp í byrjun aldar”, á bl. 67. Prentvillur eru fáar. Þessar eru þær helztu: Á bls. 6. “hvi Asinn, er stýra skal ári og ferð”, mun eiga að vera: "Því Ásinn, er stýra skal ári og ferð”. Á bls. 11 er “sjóuhevrf- ingi-spil”, fyrir sjónhverfinga-spil. Á. bls. 30 er: “ekkiert”, fyrir ekkert. A bls. 59 stendur r-ið á höfði í orðinu bænir. Á bls. 62 stendur: ' “hlýð” í staðinn fyrir hlíð (fjallshlíð). Á bls. 68 stendur: “Heiðurslaunin hvítu ennið krýndu”, á liklega að vera: hvíta ennið krýndu(?) Samkvæmni í rithætti má heita í bezta lagi. Þó er ábendingarfornafnið þessi, ýmist rið&ð: ‘þennan’ eða ‘þenna’ i þolfalli eintölu karlkyns. Miður heppileg orð, og orðatiltæki virðast þetta vera, á bls. 28 “yfirstrá- ist”. Á bls. 36. “Að fleygja sér i þeirra uppspenta giu”. Á bls. 62, “Þaðbirtir yfir brjósti mér”, og á 19, “til gleði skotið er frá borðum hans”. Bragfræðin er fremur góð, en brag- hættir eru ekki ákjósanlega valdir sum- staðareftirefni kvæðanna. Sýnishorn skáldskaparins. Oll þessi kvæði ná meðal einkunn að skáldskapargildi, og sum þeirra hæðstu einkunn: “Kvöldstundir við Eyrarsutid” er stærsta kvæðið og bezta í þe-sum Ijóðmælum. Skiftis* það í tvo aðalflokka. I. Undir beykitrján- um”. Og II. “Sjónleikar næturskugg- anna”. Fyrri partur þessa kvæðis er hugsjóna siniði. Seinni parturinn er gruiidvhHroiii' á sögulegum viðburðum, og sve'pað silkislæðuin skáldlegra hug- sjóna. Og víðast hvar fer höf. snildar- h>ga að stiufi sinu. Það er efamál hvoitskáld. sem i hlvegum eru höfð oí eru góð skáld, fara fram fyrir höf. í þessum visum hans. “Mörg svo inndæl og unaðsrík kvöld hefi ég áður á Fróni séð heima. Kvöld, sem aldrei mér unt er að gleyiria, Kvöld með guðdómleg, geislarík tjöld; Kvöld er söngfuglar kvökuðu létt, K' öld með ljósblik á sundum og vogum, Kvöld, með blikandi norðljósa logum, Kvöld, sem yndi á alt höfðu sett. Þá var alt fyrir atigum mér bjart, frá því efsta og niður að ströndum, ofið glitofnum. blikandi böiidum,— og migdreymdi svo margt—og’svomargt Þá sig hóf fyrir huga mér sjón, fjær.i hylling,sveipt ljósrauðum skýjum líkt og ásarnir yfir hjá Svíum— Það var framtíðaivorianna frón. 0 Nú er æs’knnnar draumalíf eytt, Nú mig alvaran kveður til starfa, ég skal vinna 4 vegum hins þarfa, nú er útsýnið alt saman breytt. Ekki lengur nú lokkast ég af hinuin ljóskviku skýborga myndum, ei af gyltum gnæfandi tindum,— ei af löndunum handan við haf.” I seinnipartinu’n gane.a þessar vís- urnæstar, þó þær jafuistekki við þessar ljómandi fallegu visur 4 undan : “Eg líka. Eg er einn og uni hér. þar ægis strönd er hlaðin báruin frá, og sjórinn liggur lygn að fótum mér— ég legg mig fram hið trausta handrið á, og skorða í minum hönduin höfuð mitt, og horfi, sjór. í dularríki þitt. Að baki mér er óinur. Alt er kátt, og ótal hópar ganga t.il og frá. cg þar er hvíslað hljótt og hlegið dátt, og helgi kvöldsins allir notið fá. Að baki mér—en allir fram hjá fara, svo frið ég hef frá glaumnum burt að stara. Ég stari fram í þenna þoku-hyl, og þenna víða dularfulia sjó, og sæii fram hans sjónhverfinga spil, og sé þær vnxa og rr.inka í kvöldsins ró. Ég hvili í mínum höndum höfuð mitt, og horfi. sjór, i draumaríkið þitt.” Bugðast og beygja sig, bærast og lyfta sér lognöldur, leikandi Iiníga ; myndir fram teygja sig, myndastog skipta sér.— Viðburðir stærri frain stíga. Helborn hitnnaryel Er sú hezta viðarhrennsluvél sem til er. Clare Brothers CO. Eldstór, hitunarvélar og hitaleiðarar 180 Harket St Winnipej; Odörasti staðurinn í bænum. Cash Coupons. $3.00 i peningum gefnir fyrir alls ekki neitt. Th. Thorkelsson, 539 Ross Áve, G. .Tohnson, corner Ross & Isabel Str., og Th. Goodman, 539 Ellis Ave, hafa þessar Coupons og gefa viðskiftamönn- um sínum þær fyrir hvert 10 centa virði sem keyjrt er í búðum þeirra og borgað út í hönd. Coupon bækur fást i þessum búðum, eða hjá The Buyers and Merchants Benefit Association, Room N Ryan Blk. 490 Main St.reet H. W. A. Chambre, landsölu- og- eldsábyrgðar- umboðsmaður 373 Main St., Winnipeg. Mjög ódýrar bæjarlóðir á Sherbrook St. 50 + 132 fet. Verð að eins $200. Peningar lánaðir móti veði í hæjarlóð- um og bújörðum. Lán sem veitt eru á hús í smíðum eru borguð út smátt, eft- ir því sem meira er unnið að smíðinu. Eldsábyrgð. Hús til leigu Ariiiy and Navy Heildsala og smásala á tóbaki og vindlum. Vér höfurn þær beztu tóhaks cg vindla- byrgðir sem til eru í þessum bæ. og selj- um þær ódýrara en aðrir. Enda gerum vér meiri verzlun en nokkur annar. Vér óskum eftii viöskiftnm ycar. flf. Brovn & Co. 511 Main Str. á horninu á Jarnes St Oanadian Pacific RAILWAY- EF ÞU hefir í hyggju að eyða vetrinuin í hlýrra lofts- lagi, þá skrifaðu oss og spyrðr. um farnjald til California, Hawaii-eyjanna, Japan, Bermuda og Vest-Indía eyjanna, eða heim til gamla landsins Niðursett far. Snúið ykkur til næsta C. P. R, um - boðsmanns. eða skrifið til Robert Kerr, Traffic Manager, Winnipro, Mah, lortrn Pacíflc R’y Samadags tímatafla frá Winuiþeg. MAIN LINE: Morris, Emerson. St.Paul. Chicago, Toronto. Montreal. Spokane, Tacoma, Victor'a. San Francisco.. Ferdaglega......... 1,00 p.m. Kemur 1( .......... 1,50 p.m. PORTAGE BRANCH. Portage la Prairie and inte- rmediats points ......... Fer dagl. nema á sunnud. 4.51 p. m. Kerour dl. „ 1( (1 10.45 a. m. MORRIS BRANDOF BRANCH. Morris. Roland. Miame, Baldr, Belmont Wawanesa, Brandon einnig Sonris River Branch, Belmonl til Elc>n........ Lv. Mon.. Wed.. Fvi..10,55a.m. Ar. Tuos. Tur., Sat.. 3,55 p.m. CHAS. S. FEE. H. SWiNFORD. G. P. & T. A .St.Paul. General Ar Portago Ave., Wirmipeg.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.