Heimskringla - 29.06.1899, Blaðsíða 4

Heimskringla - 29.06.1899, Blaðsíða 4
HEIESKRINGLA, 29. JÚNÍ 1899. Winnipeg. prír Kínverjar hafa verið hand- eknir hér í bænura og sakaðir um að ]ja ópíum. Barnaskóluin bæjarins verður lok- að á morgun á hádegi og kennendurnir f& hvíldfrá þeim degi þar til 1. Septem- ber næstk. Mrs. 'Stefán Sigurðson frá Hnausa og Mr. og Mrs. Kristjón Finnsson frá Icelandic River eru hér á ferð þessa dagana. LEIÐRÉTTIN G. í dánarfregninni úr Grunnavatnsbygð, sem birt var í síðasta blaði, hefir fallið úr í 6. línu orð- ið ko?M (Halldórs Jónssonar). Heyrðu mig sem snöggvast. Ertu ekki meðlimur stúkunnar Heklu ? Jú. Viltu þá gera svo vel og láta liana Heklu vita hvar þú átt heima og hvern- ig þér líður þegar þú ert að heiman frá henni ? Blaðið Free Press segir, að 8 ís- lenzkar fjölskyldur, frá WínesP. O., N. D., séu um þttð að fiytja sig upp í Swan River-héraðið með rúma hundr- að nautgripi og mikinn farangur og akuryrkjuverkfæri. Free Press scgir að það verði strax auglýst eftir tilboðum um bryggju- smíði á Gimli, og að tilboðin verði að vera komin innan mánaðar, Uppdrætt irnir eru til sýnis á pósthúsinu í West Selkirk. Á sunnudaginn var gaf séra M. J. Skaptason saman í hjónaband Mr. Bjarna Magnússon og Miss Ingibjörgu Sigríði Jónsdóttir, bæði til heimilis 1 Winnipeg. í þessu blaði og framvegis auglýsa Clare Bros. & Co. húshitunarvélar' eldstór og annað semlýtur að þvi að hita hús manna fyrir vetrarkuldanum. Þeir hafa alt slíkt til sýnis að 180 Market Street og selja mjög ódýrt. Mr. E. F. Hutchings hefir verið útnefndur til að sækja um þingsæti fyr- ir Springfield kjördæmið undir merkj- um Conservatíva. Mr. Hutcbings er vel þektur maðnr og stór vinnuveit- andi. — Talið er víst að hann vinni sætið. HJÁ pLELJRY Er staðurinn til að fá ágæt- lega fallegan fatnað, bláan, eða svartan að lit, fyrir $4.50 Þér ættuð að koma og skoða fatnaðina, þeir endast ekki lengi, því allir vilja eiga þá Alt sem að klæðnaði lítur er selt með miklum afslætti hjá..... D. W. Fleury, 564 Main Street Andspænis Brunswick Hotel. Mutual Reserve-félagið hefir fært skrifstofur sínar í Mclntyre Block, Main St. Room 411 á 4. lofti. Herra ’ Jón Björnsson, sem búið hefir hér í bænum síðan í fyrravor, fór h'ðan Með fjölskýldu sína í gærdag vestur í Argylebygð, og býst við að dvelja þar framvegis, að minsta kosti í sumar. Hr. Björnson hefir áður búið þar vestra og á þar marga kunningja. Formaður íslendingadagsnefndar- innar er hr. Eiuar Ólafsson. skrifari C. B. Juliusog gjaldkeri Gunnar Sveins- son. Nefndin er þegar farin að starfa af kappi og mun hún gera alt það sem í hennar valdi stendur, til þess að þessi Þjóðhátíð verði okkur öllum til sóma. Merchants bankinn hefir keypt 50 fet af landi á Main St. áfast við banka- bygginguna. Það er í áformi að byggja nýtt stórhýsi á þessari lóð. Starfsvið bánkans hefir nú aukist svo mikið á síð ustu árum, að skrifstofur hans eru orðnar alt of litlar í núverandi bygg- ingu. Herra ritstjóri Heimskringlu : — Ég ætla að biðja yður að gera svo vel og geta þess í yðar heiðraða blaði, að 4. Júlí verði haldinn hátíðlegur á Garð- ar í ár. Plássið er eins gott og hægt er að hugsa sér, og hvað skemtanir snert- ir, verður ekkert til sparað að gera dag- inn sem ánægjulegastan. Skrifari nef odarinnar. Mr. H. Swinford, umboðsmaður N. P. járnbrautarfélagsins hér í Winni- peg, biður oss áð geta þess hér í blað- inu, aðfrál.Júlí næstkomandi verði fargjald með brautum félagsins í Mani- toba að eins 3 cent á míluna í staðinn fyrir 4 cent, eins og nú er. í þessu blaði er einnig hi_n breytta tímatafla fé- félagsins. Gufuskipið Lady of the Lake kom norðan af vatni þann 21. þ. m. Segja skipverjar að fellibylur hafi ætt yfir St. George eyna í Winnigegvatni 19. þ. m. og feykt þökum og felt veggi af húsum. Ishús þeirrra Sigurðssona hafi skemst mikið af þessum byl. 3 nautgripir hafi hrakið út í vatnið og drukknuðu þeir allir. Ekki varð manntjón af bylnum. Skaðinn á húsum þeirra bræðra áeyjunni er metinn á $500. Mr. Edw. L. Drewry, eígandi Redwood og Empire ölgerðarhúsanna hér i Winnipeg, hefirauglýsingu í þessu blaði og framvegis. Af henni sjá les- endur lýsingu af vörum hans og verðið á þeim. Þaðernúorðið víðurkent að ekkert öl i þessu landi tekur fram að gæðum öli þvi er Mr. Drewry býr til. Þeir sem neyta þessara drykkja ættu að kaupa Drewrys öl. Mrs. Kristin D. Jónsson i.ð Hall- son, N. D., hefir sent oss greinarkorn, lútandi að skaða þeim, sem Tryggvi Pálsson varð fyrir við bruna hús þess, sem hann bjó i þar syðra fyrir skömmu en sem var eign þeirra hjóna Daníels Jónssonar og Kristínar, og um gjafir þær er Páissan Jhefir þegið til að bæta skaða hans við brunann. Af því það er ýmislegt í grein þess- ari, sem lesendum Hkr. er með öllu ó- viðkomandi, en snertir að eins þau Páls son á aðra hlið og þau D. Jónsson og konu hans á hina, þá birtnm vér ekki grein þessa í blaðinu. Lesendum er nóg að vita að Tryggvi Pálsson varð fyrir fjártjóni af eldsvoða, og að honum hefir að mestu eða öllu verið bættur skaðina með gjöfum frá sveitungum hans þar syðra. — Ritstj. Hkr. Vér höfum heyrt að einn ónefndur óþokki sé að bera út um bæinn lognar slúðursögur um íslendingadagsnefnd- ina þá í fyrra. Auðvitað gerir þetta ekki mikið til, þvi náunginn er þannig kyntur, að fáir munu trúa honum, en það væri samt vissara fyrir hann að hætta þessu, þvi annars getur verið að honum verði veitt skapnaðar-einkenni, sem hann hefir ekki áður haft. Hér með anglýsist, að þeir sem vilja gera tilboð í að fá að hafa einka- ieyfissölu á Islendingadaginn 2. Ágúst næstmomandi, verða að senda skrifieg tilboð því viðvíkjandi í lokuðu umslagi, og merkt utan á umslagið: Veitingatil- tilboð. Öll slík tilboð verða að vera komin til undirritaðs fyrir 20. Júlí næstkomandi og verða þau þá opnuð öll í einu í viðurvest nefndarinnar. Winnipeg, 28. Júni 1899. B. L. Baldwinson. Það er nú orðið víst að Northern Pacific félagið ætlar ekki að byggja Manitoba-hótelið aftur. En i þess stað býður Mr. W. F. Allowey, einn af stærstu auðmöunum þessa bæjar, að taka lóðina, sem hótelið stóð á, til leigu um mörg ár og byggja þar upp aftur stórt og vandað hótel. Hann ætlar að fá með sér auðmenn iToronto og Montreal, til þess að koma upp byggingunni. Það er talið víst að samningar komist á, svo að hótelið verði bygtinnan skams. “DOMINION DAY”, 1. Júlí næst- komandi, hefir “Sons of England”-fé- lagið skemtiferð til Selkirk. Fargjald er $1 báðar leiðir. Þá hefir og og “St Andrews”-félagið skemtiferð til Rat Portage. Fargjald $2 báðar leiðír. Einnig verður þá skemtiferð héðan auscur til St. Anne með hinni nýju Suð- austurbraut. Það verður þvi að lík- indum fátt nm fólk hér í bænum þann dag. Á föstudaginn var komu hingað til bæjarins þeir Aðaljón Guðmundsson frá Cashel og Finnbogi Hjálmarsson og Ólafur Jóhannesson frá Grafton, N. D. Þeir voru í landskoðunar erindum og ætluðu vestur til Winnipegoosis. Aðal- jón býr einn íslendinga á landi nálægt Cashel, en 10—12 fjölskyldur búa í Graf- ton. Það var að heyra á mönnum þessum, að Graftonbúar mundu gjarn- an vilja flytja sig hingað norður í Ca- nada, ef sendimönnum lízt vel á vestra, og taka sér bólfestu þar. Ætla þeir að stunda fiskiveiðar og griparækt. — Þeir fóru vestur á mánudaginn var. “Peningastuttr” prins í Lögb. Mutumálgagnið íslenzka hefir stundum fundið að því, hve óíslenzkulegt væri málið á Hkr. En í síðnsta Lögbergi er talað um prins nokkurn þýzkann, sem hafi verið “peningastuttur”. Þetta mun vera nýtt lýsingarorð í íslenzku máli, að minsta kosti höfum vér ekki séð það fyr á prenti. Það var annars óheppilegt fyrir prinsinn, að hann var ekki í stjórnarnefnd Lögbergs. Hann hefði þá getfið búið til Iogin reikning um ímyndac’a blaðasendingu til ís- lands, og stolið fé handa sér á þann hátt. En náttúrlega hefð;,það ekki verið prinslegt atferli, en Lögbergst hefði það verið. Verkamannafélögin hér í Winnipeg höfðu sameigínlegan fund á fimtudags- kvöldið var, til þess að útnefna þing- mannsefni til þess að sækja um ríkis- þinesetu i Ottawa við næstu aukakosn- ingu, sem haldinn verður hér í bænum, og sem búist er við að .verði látin fara fram innan fárra vikna. Blöðin gefa ágrip af gerðum fundarins, sem bæði var fjölmennur og fjörugur, og fór þó alt fram með mestu reglusemi. Það kom í ljós að menn höfðu mikinn á- huga fyrir málefni verkamanna og það gekk greiðlega að fá hann. Mr. A. W. Puttee, ritstjóri og eigandi blaðsins ThePeoples Voice, var kosinn í einu hljóði til að sækja undir merkjum verkamannafélaganna. — Mr. A. W. Puttee er ungur maður, stiltur, gætinn og gáfaður. Hann er óháður báðum pólitisku flokkunum, en ber málefni verkamanna eingöngu fyrir brjósti. — Það er talið víst að hann muni vinna sigur f kosningunum, svo framarlega sem verkamennir í bæ þessum ekki svíkja sict eigið málefni á hinn ódrengi- legasta hátt. Einkennilegt er það, að það verður ekki séð að nokkur íslendingur hafi ver ið á fundi þessum. Að minsta kosti hefir enginn þeirra verið kosinn f nefnd til stuðnings umsækjanda eða málefn- um þeim, sem hann á að berjast fyrir, og halda fram á þingi, ef hann nær kosningu. íslendingar tilheyra ná- lega undantekningarlaust verkamanna- flokknum og þess vegna virðist ekki nema eðlilegt, að einhverjir þeirra hefðu sótt fund þennan og haldið þar ræður fyrir hönd stéttarbræðra sinna og bandamanna. En það hafa þeir lát- ið ógert. og er það stór vansæmd fyrir þá og málefni þeirra. Að vísu er enn þá tími til stefnu fyrir þá að láta til sín taka í þessu máli, og það er vonandi að þeir sjái sóma sinn og hagsmuni f að gera það. Norðmenn eru langt um færri en íslendingar í þessum bæ, þó höfðu þeir rænu á að sækja þennan fund og fengu mann af sínum flokki kosinn i nefnd- ina. Ef íslenzkir verkamenn i þessum bæ og þessu landi hvervetna, sýna ekki meiri áhuga fyrir velferðarmálum sín- um, heldur en kom fram á þessum fundi, en varpa allri áhyggju upp á aðra, til þess að hrinda málum sínum í heillav^enlegt horf, þá er hætt við að þeir tapi þeirri tiltrú og virðingu með- borgara sinna hérlendra, sem þeir ann- ars ættu skilið að fá og njóta. Ég, Thorsteinn Thorkelson læt hér með alla lesendur Hkr. og náungamina vita, að ég hefi sérstaka ^kjörkaupasölu á morgun og laugardaginn fyrir pen- inga út i hönd. Járn- og tinvara mín er talin ágæt, og þó mjög ódýr. og ættu alllr að skoða hana og spyrja um verð- ið. Þeir sem vinna i skurðunum og á strætum og allir sem þurfa að eiga reku, ættu að spara sér peninga, og sjá mig á tilteknum tíma. Sömuleiðis ættu húsfreyjurnar að koma og skoða tin- vöruna, sem ég hefi, sem ekki einasta ódýrari, en alstaðar annarstaðar, held- ur einnig stórum mun betri. Flýtið ykkar að koma, sjá og kaupa, áður en kjörkaupin verða um garð geugin og alt er um seinan. Sparið peninga og komið. Yðar allra þénustu bundinn. Thorsteinn Thorkelson. ************************** * * * * * * * * * * * * * * * * * * * DREWRY’S nafnfræga hreinsaða öl “Freyðir eins og kampavín.” Þett er óáfengur og svalandi sælgætis- drykkur og einnig hið velþekta Canadiska Pilsener Lager-öl. Ágætlega smekkgott og sáínandi í bikarnum. * * * * * * * * * * ! * m hjá öllum vin eda ölsölum eða með því að panta þad beint frá REDWOOD BREWERY. Báðir þessir drykkir er seldir i pelaflöskum og sérstaklega ætl- aðir til neyzlu i heimahúsum. — 3 dúsin flöskur fyrir $2.00. Fæst w * * * * * * i EDWARD L DREWRY- 0 Hannfactnrer & Importer, WISNIFM. •«**»****m*m**®*®0**m##*#Z Nýar vörur ! Nýtt verð ! Yér höfum ekki rúm í blaðinu til að telja upp allar þær tegundir af vor og sumarvörum sem vér erum nýbúnir að fá, og ekki heldur verðið á þeim. En vér getum fullvissað yður um, að það er óvanalega lágt. Vér auglýsum ná- kvæmar um þetta framvegis Lesið þessa augl., henni verður breytt vikulega- Þér sem komið til Glenboro, komið í búð vora, skoðið vör- urnar og spyijið um verðið. Gargið ekki fram hjá búð vorri. Hún er troðfull af allskonar nýjum vörum sem nu seljast með óvanalega lágu verði. Vér höfum ánægju af að sýna yður þær og segja yður verðið hvort sem þér kaupið nokkuð eða ekki neitt. Yðar þénustu reiðubúinn. William Noble, Glenboro, Han. Hæsta verð borgað fyrir UII. Smjör og Ejíg. Mikil Kjorkaup! 50 Karlmanna og drengja alfatnaðir, sum- ir á $8 00, $9.00, $10.00 og alla leið niður i $4.00 og $4 50. Bláir vaðmáls alfatnaðir óheyrilega ódýrir, alt niður í $2.50. Flan- elett skyrtur fást fyrir 15 cents. Linen nærfatnaður á $2.50 — vanaverð $4.50, Buxur á öllu verði.alt niður í 75 cents. Stórkostleg hattasala er nú daglega hjá PflLACE CLOTHING STORE 450 nAIN STREET. WELLAND YALE BICYCLES Eru beztu hjol sem buin eru til i Canada. $35-oo KEÐJULAUSIR, PERFCT, GARDEN CITY, DOMINION. Og yfir. Áður en þér kaupið reiðhjöl á sumrinu ’99, þá gerið svo vel að líta á hjólin okkar. Þau hafa allra nýustu “Tvvin Roller” keðju, “Internal Expanders”, færanleg handföng, “Crank hangers”-ístöð í einu stvkki oe sjálf-ábornings ása. Eftir að hafa skoðað hjölin okkar nákvæmleíra munuð þið sannfærast um að við erum á undan öðrum hvað snertir til’ búnmg reiðhjóla í öllu Canadaríki. Umboðsmenn f Winnipeg TT , . . {V t r , TURNBULL & MACMANUS, Umboðsmaður 1 Vestur-Canada 210 DIcDormott Ave Walter Jackson, P. O. Box 715 Winnipeg. THE WELLAND VALE MANUF. CO. St. tnfhcrines, Ont. 18 Drake Standish. kröftum og karlmensku, stóð rússinn ver að vígi; Spánverjinn var þaulvanur sjómensku, en hinn ekki, og gat því betur fótað sig. þóttbátur- inn skoppaði og hallaðist á ýmsar hliðar. Við héldnm niðri í okkur andanum og heng- um út yfir borðstokkinn og athuguðnm hverja einustu hreyfingu þeirra. Spánverjinn virtist að vera knúður áfram af óstjórnlegu hatri, en á mótstöðumanni hans var ekki hægt að sjá hina minstu geðshræring. Það var þegar í fyrstu auðséð, að Spánverjinn hafði ásett sér að drepa mótstöðumann sinn við fyrsta tækifæri. En það var ómögulegt að sjá það á Rússlend- ingnum hvert var áform hans. Hann barðist vel og karlmannlega, en báturinn varð æ valt- ari og óstöðugri. því hans bátur var einmitt þeim megin sem öldurnar skullu á. Ed Rúss- lendingurinn var furðanlega stöðugur á fótun- um. Sverðin mættust og söng við í stálinu og enn gat hann slegið af sér lagið, sem miðað var beint á hjartað. Það var voðaleg viðureign, og það meira að segja áður en nokkru hlóði var úthelt. Við vor- um ekki svo vel settir, að við gætum séð ná- kvæmlega hverja einustu hreyfingu. Það var viðstöðulaus sókn og vörn á báðar síður, Eng- inn af áhorfendunum mælti orð af vörum. Allir störðu höggdofa á þennan voðalega bardaga. Eg tók eftir því að Rockstave dró andann ótt og þungt við hlið mér, er við höfðum nokkra stund aðgætt nákvæmlega hið karl- manulega og fallega andlit rússneska manns- ins, og andlit Spánverjans, sem var “blátt og Drake Standish. 23 “Við verðnm að íáða eitihvað fram úr þessu”, mælti Rockstave. “Það dugir ekki að láta þessa morðingja og þrælmenni fara óhindr- aða leiðar sinnar”. “En hvað skal til bragðs taka ?” spurði Frakklendingurinn. “Ég veit ekki. Eitthvað, að minsta kosti”, “Það verður að halda þessu ölju leyndu”, mælti Frakklendingurinn. “Ég bið yður þess innilega, herrar mínir, að geta ckki um þetta við nokkurn mann, því það mundi bska þessum vín mínum óbætanlegt tjón. Má ég treysta þagmælsku yðar í þessp tilliti ?” Við svöruðum honum engu þá í svipiun, en Rockstave leit til Spénverjanna, sem nú sneru aftur að skipi sínu, og spurði Frakklendinginn : “Sérðu þennan náunga með hvítan klút um hálsinn ?” “Já, ég sé hann, — það er Crombet”. “Var hann hólmgönguvottar Spánverjans?” “Já”. ‘ Það var hann sem skaut þessn skoti”. “Ertu viss um það, Rockstave?” spurði ég. “Ég sá ekki hvaðan það kom”. “Já, ég gæti svarið það. Ég sá hann lyfta hendinni sem snöggvast og svo kipti hann henni að sér aftur um leið og skotið reið af”. “Viljið þér leyfa mér að minnast 4 þetta við þá ?” spui ði Frakklendingurinn. “Já, það er velkomið”, svaraði eg. Ég réði mér nú tæplega sjálfur fyrir rei^i yfir þessu þrælslega athæfi, og ég er viss um að 1 g hataði 22 Drake Standish. hefir samt verið vel skotið og vissulega til þess ætlast, að kúlan riði honum að fullu”. “En við skulum skoða sárið á handleggnum’. svraraði ég. Við skoðuðum svo sárið á handleggnum og sátim að sverð Spánverjans hafði stungið í sund- ur vöðvarm á handleggnum og hafði blætt mik- ið úr sárinu, eu þó var það ekki hættulegt. "Við sktilum taka hann um borð með okk- ur”, mælti ég. “Við þörfnumst ekki neinnar aðstoðar frá spönskum sáralækni”. Við tókum hann svo t bátinn til okkar og liéldum af stað. ■ “Ó, þið mannhundar og djöfulsins eigin eign !” grenjaði Frakklendingurinn, og hristi hnefana framan i Spánverjana. “Þið þykist vera ærlegir menn, en eruð bleyður og morðingjar. Farið til Cuba og myrðið þar varnarlausar kon- ur og börn ! Það er hernaður sem ykkur er helzt samboðinn ! Þið eruð ekki værðir þeSs að ær- legur maður hræki 4 ykkur ! En ég vildi samt að ég gæti sagt liver ykkar, niðinganna, skaut þessu skoti, ég skyldi grimmlega hefna þess !” Spánverjarnir voru sótsvartir í framan og titrandí af reiði. Það var ekki ánægjuleg til- hugsun fyrir þá, að fréttin um þessi níðingS’ legu svik bærist út um heiminn. Hefði ekki fundum okkar borið þarna saman í tæka tíð, þá hefðu þeir hæglega getað komið fram áformi sínti, og séð svo um, að hvorki Rússinn né Frakhlendinguiinn gætu sagt frá leikslokum. En nú hnfði þetta alt snúist á annan veg, en þeir hugðu, og vot u þeir nú í vanda staddir. Lrake Standish. 19 °K e!ns °K dregið saman í hnykla af djöfullegu Jhatri og hefnigirni. “Standish”, mælti nú Rockstave í lágum, en aköfum róm; “taktu eftir bát rússneska roannsins”, “Já, og hvað umhanu”. Harin er lægri upp úr sjónum, en hinn báturinn; mér sýnist hann mara í miðju kafi. Geturðu séð nokkurt vatn í honum P” “Já, það er talsvert vatn i honum”, svar- aði ég, eftir fáein augnablik, er ég hafði að- gætt það nákvæmlega. “Eg hélt að svo væri. Skyldi þetta vera svik, þannig, aö þeir hafi borað gat á hann fyrirfram ?” “Þeir mundu tæplega þora að gera það”, svaraði ég, enda þótt roér léki sjálfum samí grunur í huga”. , “Ó, líttu á !” mælti Rockstave með ákefð. Eg leit við ogsáaðhægri skyrtuermi Rússans var rauð. Hann hafði gripið sverðið með vinstri hendinni og barðist með sömu karlmensku og djörfung sem áður. Hann hafði nú látið síga brýr og svipurinn var allur einbeittari en áður. Þaðvarauðséð að haun barðist nú með þeim ásetningi, að diepa mótstöðumann sinn. Afstaða Frakklendingsins var þannig, að hann gat ekki séð vatníð í bátnum hjá Rússan- um. Enda hafði hann aldrei augun af honum sjálfum. “Rússneski maðurinn er á góðum vegi að beia hærri hlut, þrátt fyrir alia örðugleika”* hrópaði Rockstave glaður í bragði. “Mér þik-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.