Heimskringla - 17.08.1899, Side 1

Heimskringla - 17.08.1899, Side 1
jjf n # 'g g neimskringia. XIII. ÁR WINNIPEGy MANITOBA 17. ÁGÚST 1899. Skrifað upp Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Einsetukarl nokkur fanst dauður í herbergi sinu i [ Montreal núna í vik- unni. Hamn hafði lifað á bónbjörgum og var álitinn blásnauður. En að hon- um látnum fundust 817,000 í veðskulda hréfum, saumað í garnla yfirtreyju,sem hann átti, og í kistu hans fanst bánka- bók upp á $400 og eitthvað af pening- um fanst i vörzlum hans. Stjórnin í Washington hefir samið skýrslu, sem sýnir, að fyrir 23. Októ- ber næstkomandi verða 46,000 Banda- ríkja hermenn komnir til Filipseyj- anna, eða áleiðis þangað Stjórnin vonar að þessi mannfjöldi reynist nægi- legur til þess að vinna eyjarnar. Það á að fara fram bókabruni í bæn um Toledo í Ohio þann 15. þ. m. Þar býr Marchal O. Wriggoners. Hann var trúleysingi mikill og átti stórt bókasafn, sem er mörg þúsund dollara virði. Waggoner hefir nú snúist til kristinnar trúar, og í minningu þess ætlarjhann að láta brenni', alt bókasafn sitt, sem að mestu eru vantrúarbækur, úti á miðju stræti frammi fyrir kyrkju þeirri sem hann nú tilheyrir. Nýútkomnar skýrslur á Englandi sýna, að tala vitskertra manna þar í landi er óðum að fara í vöxt. Þar eru nú 105,086 vitskertir menn og konur. Er það 8114 fleira en í fyrra. Skýrsla þessi hefir vakið mikla eftírtekt, og er búist við að næsta þing setji nefnd til þess að athuga orsakir til þessa yax- andi sjúkdóms, og bezta meðal til þess að sporna við útbreiðslu hans. Mest kveður að þessu meðal fátækasta fólks- ins í landinu. Forsetar lýðveldanna: Argectine, Braziliu og Chili, ætla að hafa fund með sér í næsta rnánuði, til þess að semja um samband milli þessara ríkja til sameiginlegrar varnar móti mögu- legum árásum Bandaríkjanna. Vilja þeir koma í veg fyrir að Bandamenn leggi þessi riki undir sig á sama hátt og þeir eru að gera nú við Filipseyjarn- ar. Fundurinn verður haldinn í Bue- nos Ayres. Það eru að verða greiðar samgöng- ur til Dawson. Canadian Develop- ment-félagið hefir flutt farþegja frá Ottawa til Dawson á 10i dögum, og frá Vancouver til Dawson á 6 dögum. Dominiou og Imperial stjórnirnar eru að vinna að jþví í samlögum, að auka og styrkja víggarðana í Victoria og annarstaðar á Kyrrahafsströndinni. Er ætlað að sá kostnaður muni nema 8125,000. Hálfur kostnaðurinn verður greiddur af ensku stjórninni og hinn helminginn greiðir Dominionstjórnin Einnig á að bæta þar við nokkur hundruð hermönnum, aðallega frá Eng- landi, og eru 320 þeirra nú á leiðinni hingað. Yfirherforinginn kemur frá Englandi innan tveggja mánaða. Yyfirforingi St. John á brezka her- skipinu Peacock, sem nýlega kom frá Filipseyjunum, ber Otis, yfirherstjóra Bandamanna þar á eyjunum, ljótan vitnisburd. Hann segir Otis gersam- lega óhæftn til herstjórnar; hann hafi ekkert vit ft hvað gera þurfi í svc.na löguðum leiðangri. Hann sé of hik- andi og framkvæmdarlaus, og það sé aðallega því að kenna að Bandamenn gangi svo seint að kæfa upi>reistina. Flutningsfæri Bandamanna og sjúkra- hús þeirra segir hann að sé í allra versta lagi og það sé því að kenna að nú séu dauðir 5000 hermenn Bandaríkj- anna þar eystra- Það er vissulega sorglegt, segir hann, að sjá þessum á- gætu hermönnum fórnfært þar eystra. Fj'rsta ’spor Washingtonstjórnarinnar ætti að vera það, að kalla Otis heim aftur. Ottawa-þingið hefir samþykt að vínsöluleyfi í Yukonlandinu skuli að elns veitast af stjórninni i Ottawa, en ekki af embættismönnum hennar í Yu- kon. Enn fremur hefir þíngið sam- þj'kt, að engin vín- eða ölgerð skuli vera leyfileg þar vestra. Það litur út eins og Boarnir í Suður-Afríku búist við ófriði við Eng- lendinga. Þing þeirra hefir nýlega bætt einum lið við stjórnarskrána, sem veitir forseta lýðveldisins vald til þess að taka hvern vopnfæran mann til þess að berjast fyrir föðurlandið, ef nauðsyn krefur, og má hann gera þetta án þess að ráðgast um það við þingið. Enn fremur hefir þingið samþykt að engin ástæða sé til þess að taka ráð Cham- berlaines, brezka utanrikisráðgjafans, til greina, um að setja sameiginlega nefnd af enskum mönnum og Bóur- um, til þess að athuga þau áhrif. sem nýju kosningalögin i Transvaal-lýð- veldínu hafi á íbúa landsins. Þykir þessi samþykt vera óvirðingarmcrki við England og benda til þess, að gamli Paul Kruger ætli sér að halda stefnu sinni gagnvart útlendingum í ríki hans í sama horfi og verið hefir. Nýlega gerðar tilraunir á Englandi sanna, að hægt er að senda hraðskeyti í loftinu, 170 mflur, án þess að hafa vír til þess. Það þykir vist, að við frekari tilraunir verði hægt að sýna og sanna, að það verður hægt að senda hraðskeyti á þennan hátt miklu lengri veg, ef til yill alla leið yfir Atlantshaf. Herrétturinn á Spáni, sem rann- sakar kæru stjórnarinnar á hendur Torel hershöfðingja og öðrum herfor- ingjum undir stjórn hans fyrir að hafa gefið upp vörnina við borgina Santiago, í orustunum við Bandamenn, án þess að vera neyddir til þess, hefir nú sýkn- að jhershöfðingjann af kærunni. En svo skall hurð þar hælum nærri, að dómurinn féll honum í vil með að eins 1 atkvæði umfram. Aguinaldo, foringi uppreistarmanna á Filipseyjunum, hefir sent skjal mikið til stórveldanna og krefst þess, að þau viðurkenni Filipseyjarnar frjálsar að vera og óháð lýðveldi. En ekki er bú- ist við að hann fái þessa ósk sína upp- fylta. Bandaríkin standa i vegi fyrir slíkri viðurkenningu. Ákafur fellibylur æddi yfir Vest- Indíaeyjarnar þann 10. þ. m. Regn- flóðið í bænum Bonce héizt við frá kl. 8 að morgni til kl. 3J e. h. Allur bær- inn fór í kaf, og 200 manna drukknuðu. Bærinn má heita algerlega eyðilagður. Skaðinn metin hálfa milíón dollara. Sami stormurinn æddi yfir Montsorratt eyjuna og gjöreyddi byggingum á henni og drap 100 manns og meiddi marga. Sagt er að voðaleg neyð þrengi að fólki því sem eftir lifir á eyjunum. Hjólreiðar fóru fram í Montreal í vikunni sem leið. Þar reið John A. Nelson frá Chicago 100 kilometra (62 mílur 573 fet) á 2 klukkustundum 4 ’mí- nútum og 13J sek. Hann fór 15 milur á 28 mínútum 12J sek., 30 mílur á 57 mínútum 28 2/5 sek. Er þetta ein Jsú tíjótastaferð, sem gerð hefir verið á reiðhjóli í nokkru landi á þeirri vega- lengd. Sú fregn er borin út, að Alex Mc- Donald, gullkóngurinn mikli f Klon- dike, sé gjaldþrota, og að skuldir hans nemi 6 milíónum dollara. McDonald telur eignir sinar 820 miiíóna virði. En segist ekki munu geta fengið nóg verð fyrir þær til að borga allar skuldir sín- ar, ef hann verði neyddur tíl að selja þær etrax. Hann vonar að skuldu- nautarnir veiti sér frest til þess að koma eignum sínum í verð, svo að hver og einn geti fengið skuld sína borgaða að fullu. Kona hans, sem nú er í Vancouver, segir, að hvorki hún né bankar þeir, sem þau hjón hafa við- skifti við. leggi nokkurn trúnað á sögu þessa, og að lánstraust McDonalds se eins gott nú hjá bönkunnm og nokxru sinni áður. Síðasta herréttarprófið yfir kaftein Dreyfus stendur nú yfir í Rennes á Frakklandi. Það er haldið í stórhýsi miklu. Almenningi er leyft að hlusta á það sem þar fer fram. Er próf þetta búið að standa yfir nokkra daga, og eftir þvi sem lengra líður á tímann, eftir því er útlitið betra fyrir hinum kærða. Fyrverandi forseti Frakklands, Casimer Perier, og fyrverandi her- málaráðgjafi Mereier. hafa báðir borið vitni í málinu, og ber þeim svo illa saman, að vitnisburður Merciers sem aðallega var andvígur Dreyfus, er talinn lítt nýtur. Enda æptu áheyr- endur að honum í dómsalnum með als kyns hæðnisorðum og bölbænum, en hrópuðu fagnaðaróp fyrir Dreyfus i hvert sinn sem hann lagði fram varnar- orð fyrir sig. Jafnvel dómsforseti Jouaust, sem áður tók aldrei undir þegar Dreyfus lieilsaði honum, er nú farin að taka undir við hann og orðinn miklu þýðari í allri framkomu gagn- vart honum, en áður. Að óvinir Drey- fus hatí verið sannfærðir um að hann verði sýknaður, sést bezt af því, að einn úr þeirra flokki lá í leyni fyrir lög- manni Dreyfus, M Labori, á laugar- dagskvöldið var og skaut hann í bakið. Þykir tvisýnt um líf hans. Þetta er, sem vonlegt er, álitið hið meesta níð- ingsverk, og hendir ljóslega á hve flokk- ur þeirra er ráðþrota við að halda raáli þessu fram með nokkrum heiðarlegum meðölum. Jóni Einarssyni til minnis. “Og eigi þótti mér síður spaugi- legt þegar ég sá i Hkr. kynbæturn- ar á orðinu “vor”, sem ég minnist eigi að hafa séð ættfært öðruvísi en sem hvorugtkyn, en sem nú var rit- að í Hkr. sem kvennkynsorð.” Jón Einarsson í Blaðakaunum. Það sem Jön þessi á við, eru ef- laust þessar hendingar úr vísunum “Vor” eftir mig, sem prentaðar voru í Heimskringlu : -----Komin til vor Er unnustan ástar og kvæða : Hún andheita, fjöruga Vor. Það er spauglaust að þurfa að minna kennara sína á. Eg geri það líka af handahöfi og alveg utanbókar. Vetur efra ég eygi. En ið neðra ég sé Mey sem höfuð hnegir Hýr í föður kné. Hallast Torié vetri nær. Karls við freðið klakaskegg Kærust dóttir hlær. Þessi vísa er eftir Steingrím Thor- steinsson. Hún er margsinnis prent- uð og nærri í hvers manns munni. Eg trúi að Þjóðverjar nefni stund- um vorið “Fruhjahr”, og ef til vill “Lenz”, og það kváðu vera hvorug- kyns orð. Svo er mælt þeir nefni það líka “Fruhling” og það er “ætt- fært” sem karlkvnsorð. “Meyjan af ókuuna landinu” er fyrsta kvæðið í Svunhvít, íslenzk- aðri ljóðabók. Það kvæði er eftir Schiller og er ort um vorið. Svona byrjar það: í dal þar hjarðfólk örsnautt undi Kom alla tíma vors með þey, Er fuglar kváðu fyrst í lundi, Ein fríð og undursamleg mey. I afdal þeira hún ei var borin Og óvíst hvaðan kom hún að. Á huldu vóru hennar sporin, Þá Jiún úr dalnum fór af stað. Það er líklegt, að einhver þýzkur Kauna-Jón í málfræðinni, hafi sett út á þetta, þó ég viti ekki um það. En lítill hefir árangurinn orðið, því enn er Schiller talinn merkishöfundur Þjóðverja, og þetta kvæði með hin- um fallegri al smákvæðunum hans. Schiller kveður um vorið serfh “fríða og undursamlega mey”; Stein- grímur sem “dóttur vetrarins”—og ég, sem “unnustu ástarinnar ogskáld- skaparins.” Það munar efiaust miklu um skáldskap minn og þeirra, en meðferð málsins er lík hjá okkur öll- um, og nú ætti ýJón Einarsson að ranka við því. Það ætla ég, að vorið sé nefnt “Spring” á eiiska tungu, ogþað segja menn mér að sé hvorugkyns orð líka. Þessu líkt kveður þó Tennyson í “Progress af Spring”: Komdu Vor...... llún kemur—leystir lækir renna’ af stað— Með ljósgult hár úr klakafléttum greitt, Ilún lausan möttul limum sveipar að Úr ljósi og gróðri, en svalann geturleitt Um brjóstið bert og heitt. Hér er vorið kvennkent, alveg umsvifalaust. Víða hefði Jón Ein- arsson þurft að hrífa um kaunin. Það er annars hverjum manni ljóst, sem um það hugsar, að af því vor og sum- ar eru fegurstu árstíðirnar, hafa skáldin kvennkent þær, ef þeir lýsa þeim með mannseinkennum, eða sem ímynduðum verum. Sumir fróðir menn beita dóm- greind sinni helst til þess, að skoða undir rófuna á einstökum orðum. Það er eflaust vísdómur út af fyrir sig, en sjaldan eru þeir menn andlega giöggvir. Skáld, eins og Steingrímur, Schill- er og Tennyson, brjóta stundum mál- venjuna til að auðga hugsanina, fegra formið, auka áhrifln. Það er hverjum manni sæmd að hafa vilja og vit til að verja móður- mál sitt lýtum. Hinu má maður þó ekki gleyma, hin dýrasta auðlegð hvers tungumáls liggur fremur í yflr- gripsmiklum hugsunum, en tómum málfræðis útbrotum. Sá sem leggur það í vana sinn, að glypja niður langa orðalopa af efnis- leysu, spillir tungumáli sínu, þó orð hans og grein'askipun sé málfræðis- lega rétt og standi keiprétt, eins og tóm eggjaskurn í náttúrugripasafni. Sá sein eykur einni einustu snjallri hugsun inn í máiið sitt, heflr unnið því stórgagn, jafnvel þó hann hafl brotið með því eitthvert boðorð í mál- fræðinni þess. En því nær, hvorki ég í kvæðinu “Vor,” né Jón Einarsson í athuga- semdinni sinni við það. Stephan G■ Stephansson. Fyrirboði. Einn af þeim allra stærstu stjórn- málafundum, sem nokkurn tíma hafa verið haldnir í þessu fylki, var haldinn nálægt bænum Carberry þann 10, þ. m. Það var Conserva- tíva fundur, Það hafði verið aug- lýst að Hon. Hugh John Macdonald, leiðtogi Conservatívaflokksins, ætti að tala þar, og var þar líka og hélt ágæta ræðu. Um 2500—3000 manns sótti fund þennan, og keyrðu sumir um 80 mílur til þess að hlusta á hinn komandi stjórnarformann þessa fylk- is. 2 hornleikendaflokkar voru þar á staðnum; annar frá Cerberry, en hinn frá Glenboro. Allmargir stjórn- málamenn töluðu á fundi þessum og geðjaðist tilheyrendum vel að máli þeirra. Free Press segir að að eins 500 manns hafi verið þar saman komin og haft með sér fíólín og org- el, út af þessu hafi 7 málsmetandi menn f bænum Carberry vottað það, að frá 2—3 þúsund manns, og tveir hornleikendaflokkar hafl verið á staðnum, og að þetta sé sá stærsti og fjörugasti pólitiskur fundur, sem þeir hafi séð í fylkinu, og að öllu leyti mjög ólíkur ómyndar fundum þeim, sem Mr. Greenway hefir hald- ið, svo sem Rapid City-fundi hans, sem var svo ilia sóttur, að að eins örfáar hræður voru viðstaddar þar til að hluSta á marg-upptugginn þvætting gamla mannsins. Það var auglý.t að ivagnlest með 16 fólks- flutningsvögnum ætti að renna frá Brandon til Rapid City, til þess að flytja fólk á Greenway-fnndinn. En þegar til kom, þá fóru að eins 5 vagnar af stað, og fólkið á þeim fór á allar aðrar stöðvar fram með brautinni. Þeir sem fóru af lest- inni í Rapid City voru 3 ráðgjafar Greenways, sem auglýstir höfðu ver- ið að tala þar á fundinum, og tveir aðrir menn, segi og skrifa t v e i r tilheyrendur frá Brandon. Það var alt og sumt, sem þessi augiýsta 16 vagna lest flutti á fundinn. Það er auðséð á öllum atlotum, eftir því sem nær dregur kosningunum, að kjósendur eru farnir að bera inni- lega fyrirlitningu fyrir Greenway og öllu hans úthaldi, en líta á Hugh John Macdonald sem hinn komandi mann.Væri þetta ekki svo, mundi f ólk ekki sækja fundi hans í þús- unda tali, og frá 80 mílna fjarlægð, eins og það gerði á Carberry-fund- inum. Tilbúin kol. Maður að nafni Montag hefir upp- götvað aðferð til þess að búa til kol og býr hann þau nú til og selur til elds- neytis. Hann segir sjélfur fra því að hann hafi nú tekið einkaieyfi f 23 löndum, fyrir þessar uppfyndingu sinni. En að svo stöddu neitar hann að gefa uokkrar upplýsingar um það hvernig kolin séu búin til en lætur þess þó getið að 94/100 af efninu í þeim sé aigeng mold, en 6/100 sé efnafræðislegur samsetningur. Þessi tilbúnu kol segir hann vera miklu heilsusamlegri til nota heldur en vanaleg kol, að því leyti að þau gefa ekki frá sér neina óheilnæma lykt eða svælu og eru rniklu hreinlegri í allri meðferð, mynda ekkert gjall í eldstæðinu og gefur miklu minni ösku af sér eu almenn kol. Þau eru bæði drýgri og ódýrari en almenn kol og moldina i þau má nota úr hvaða landi sem er hversu ófrjór sem jarðvegurinn kann að vera. Vélarnar til að fram- leiða þessi kol eru mjög ódýrar, kosta ekki yfir $3,750.00.—Kol þessi gefa meiri hita og endast lengur en algeng kol. Eitt tonn af tilbúnum kolum endist eins lengi og 1J tons af hinum. Sé þessi uppgötvun áreiðanleg þá ætti hún að verða að stórmiklu gagn; fyrir ísland, meðþvíaðþá mætti framleiða þessi kol þar 1 landi og þar með væri um leið ráðin gátan um samgöngur og ýmsan iðnað í landinu. Kosninga-klækir. Ekkert mál hefir vakið meiri eftir- tekt eða megnari viðbjóð á atferli stjórnmálamanna í Canada, en hin sví- virðilegu kjörseðlasvik og önnur kosn- ingabrögð liberala í Ontario fylkinu í kosningabaráttu þeirra fyrir Ontario og Ottawastjórnirnar. Ein stór nefnd úr Ottawaþinginu hefir setið svo mánuðum skiftir við að rannsaka þessi mál og niðurstaðan er sú að alt sem gert hefir verið af hinni svo nefndu kosningavél Liberalflokksins hafi verið gert að und- irlagi og með fullri vitund og samþykki þeirra manna sem standaffyrir framan í flokksmálum. Það heflr verið skilaust sannað að einn af ráðgjöfum Ontario stjórnarinnar heldur nú sæti sinu og embætti i stjórninni með stolnum og sviknum atkvæðum og eins hafa þing- menn til rikisþingsins verið kosnir á sama hátt. Svikin atkvæði komu í tugatali úr kössunum, og einir rnaður játaði að hatm hefði greitt 22 atkvæði á einum degi fyrir liberal umsækjanda. Það var Farr kjðrstjóri. Hann fékk $500 fyrir vikið og fríja ferð til Dakota og nú er það komið upp að sá sem borgaði honum skildingana og sendi hann út úr ríkinu, var J. Vance, yfir- umsjónarmaður fyrir liberalflokk.nn við kosninguna í West Huron-kjördæm- inu. Þessi sami James Vance var að- stoðar Organizer liberalflokksins í Ont- ario-fylki. Enginn veit enn þá hvaðan hann fékk peningana til að koma Farr undan, en það er talið ólíklegt ad hann hafi borgað það fé af eigin eignum sín um. Við próf þessara mála í Ottawa kom það í ljós að leiðtegar liberalflokks- ins gerðu alt sem í þeirra valdi stóð til þess að hindra það að sannleikurinn gæti orðið leiddur í ljós, T. d. var búið að kalla 9 vitni frá Goderich í Ontario og flytja þau tií Ottawa, en liberalar, sem voru í meirihlúia í nefndinni, neit- uðu að láta þau i era vitni i tnálinu og máttu þau því fara svo búin heim aftur, en ferðakostnaður og vitnakaup þeirra nam $400, borgað úr ríkissjóði. Með þessu athæfi hafa liberalar sannað. ekki að eins það að þeir séu meðmæltir þess- um klækjarefum, heldur að þeir eru í vitorði með þeim og að þeir æfla sér að nota þá framvegis við kosningar. Á hinn bóginn hafa þær opinberanir sem komið hafa fram við ranusókn þessara mála fælt ýms blöð og marga heiðar- lega menn frá liberölum. Þeir fyigdu þeim af því þeir álitu flokkinn góðann, og forvígismenr hans heiðarlega menn. Nú hafa þeir fengið sönnun fyrir hinu gagnstæða og þess vegna yfirgefið flokkinn. Dánarfrejin. Sunnudagsmorguninn 6. þ. m. (Ágúst) andaðist að heimili föður síns, Hallgríms Bachmanns Jí VV. Selkirk, Man.. stúlkubarnið Anna Sesselja, rúmra 9 ára að aldai, fædd i Duluth, Minn.15. Júníl890. Dauðamein hennr var tæringarveiki, “íslenzk kirtlaveiki og beintæving,” að Dr. M. Halldórsson sagði, er hann skoðaði hana í síðastl. Maímán. Húu var búin að vera stöð- ugt undir læknisheudi fullkomið ár, en ekkert stóðaði. hún var gædd frábærri greind og stillingu, svo ung sem hún var. Hún var jarðsett frá ísl. ksrkj- unni, næsta mánud. á eftir. að við- stöddum miklum fólks fjöida. Séra Bjarni Þórarinsson, sem þá var stadd- ur hér í Selkirk, hélt mjög lipra lík- ræðu í kyrkjunni, og fylgdi síðan lík- inu til grafar og jós það moldu. Von- andi að honum auðnist að vinna fleira fyrir íslendinga hér í landi. H. B. S J A l Ð ! Til þess að selja alt sem enn er óseh af okkar miklu bvrgðum af Muselin gluggatjöldum, þá seljum viðnú alt sem enn er óselt af þeim, fyrir að eins helming vanaverðs. Allar aðrar vörur seldar með samsvarandi atslætti $3.00 gardínur fyrir $1.50. $1.50 gardínur fyrir 75 c. 574 jUain St*. Telefón 1176. RÓSIN. Sitt höfuð beygir hnigin rós i húnfl köldu nætur, þá sér hún ekkert sólarljós hún syrgir vin og grætur. Og blómanu missa blóminn smá og byrgjast hrygðar drunga, sem grátin ekkja grafreit hjá , þú grúfir rósin unga. En aftur geislinn að þér suýr Með ástar kossum löngum. og þér svo veitist þróttur nýr hann þerrar tár af vöngum. Þá alt þín fegurð hrífur hér og helgar sumardaginn, svo drotning engin dýrðleg er þú dansar létt við blæinn. Af moldu býr og saumar sól þinn sumarbúning skæra. Þá sig af nýjum silki kjól ei svannar þurfa að stæra. Þú náttúrunnar faðmi frá ei falska liti tekur, þin saklaus, hrein'og svefnhýr brá þó sanna undrun vekur. Og samt þín biður sorgarspil hið síðsta stríð að heyja. En hvenær vanstu hefndar til á hausti strax að deyja. S. S. ísfeld. GÓÐ TÍÐINDI hljóta það að vera öllum sem veikir eru að rafmagnsbelti mín (Electric öalvaoic Belt) eru þaú undraverðustu belti í heiminum, þar eð þau lækna sjúkdóma betur en önnur belti sem kosta $5.00 til $30.00. Þessi belti min endast æfilangt og ganga aldrei úr lagi. Þau eru áreið- anleg að lækna liðaveiki, gigt, tann- pínu, Kirtlaveiki, alskonar verk sárindi og kvalir, svefnleysi, hægðaleysi, lifr- arveiki, hjartveiki, bakverk, nýrna- veiki, magaveiki. höfnðverk, kvefvéiki La Grippe, andarteppu, taugasjúkdóma og alskonar kvennsjúkdóma. Engar ástæður að vera veikur þegar þér getið orðið læknuð. Þér verðið varir vid verkanir beitisins eftir 10 minútur. Af þvi að ég vil að allir kaupenaur Heimskringlu eignist þessi belti þá sel égþauáll.OO hvert, eða 6 belti fyrir $4.50 um næstu 60 daga. eftir 60 dapa hækkar verðið. J. Lakander, Maple Park, Cane Connty Illinois, U. S. A. Ekkert því líkt. HEILSUSALTIÐ ÁGÆTA, ÞORSKALÝSIÐ ALKUNNA frá Noregi (alveg eins og og þið höfðuð á fslandi. PHOENIX LITIRNIR NORSKU með íslenzkri forskrift, sem lita alt mögulegt, silki jafnt sem vaðmál. — Alt þetta og ótal margt fleira af Norður- landavörum fást í Lyíjabúðinni í Pembina, N.D. Kennara vantar til BALDURSKÓLA fyrir timabilið frá 15. September til 15. Des- ember næstkomandi, fyrir það fyrsta- Umsækjendur tiltaki hve mikið kaup þeir vilja hafa. Tilboðum verður veitt móttaka af undirskrifuðum til 23. Ágúst næstkomandi til kl. 12, hádegi. Hnausa, 15. Júlí 1899. O. G. Akraness, ritari & féhirðir.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.