Heimskringla - 07.09.1899, Síða 2

Heimskringla - 07.09.1899, Síða 2
HEIMSKRINtíLA 7. SEPT 189V. Heiniskringla. Verð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 um árið (fyrirfram borgað). Sent tli Islands (fyrirfram borgað af kaupenle um blaðsins hér) $1.00. Peningar seudist í P. O. Money Order Registered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum K. h. Baldwinson, Útgefandi. Office : 547 Main Street. P O. BOX 305- Tvö stórmál. Það eru aðallega tvö störmál nú & dagskrá, sem yfirgnæfa öll önnur mál, að því er snertir stórblöðin í Evrópu og Ameríku. Þau eru Trans- vaal-málið og Dreyfusmálið. Hið fymefnda er ná orðið mjög alvarlegt og ekki útlit fyrir að það verði út- kljáð öðruvlsi en með stríði. Enda er það nú almenn skoðun að þess verði ekki langt að bíða, að England neyðist til að grípa til vopna á móti Boörum í Suður-Afríku, til þess að rétta hlut þegna sinna þar syðra. Til dæmis um hve mál þetta er orðið alvarlegt, skal þess getið, að nýlenduráðherra Breta, Mr. Joseph Chamberlain, sagði í ræðu sem hann hélt I verzlunarmanna-samkundunni í London fyrra laugardag : Kruger (stjórnarformaðhrinn I Transvaal) er óákveðinn í svörum sfnum; hann kreistir úr sér hvert svar í smádropum eins og vatn úr svampi. Tilboð hans eru háð skil- yrðum, sem hann veit vel að eru með öllu óaðgengileg. Og hann neitar að hafa fullkomna rannsókn í þessum málum. Eg hygg því verði ekki neitað, að vér höfum verið framúr- skarandi þolinmóðir í þessu máli. Ástandið er of hættulegt til þess að það geti haldið þannig áfram í það óendanlega. Hnútijrinn verður að leysast, eða að öðrum kosti verðum vér að taka til vorra ráða og skera á hann. Vér getum staðið við að gera það, en þá verðum vér að fylgja þeirri stefnu sem Lord Salisbury hélt fram í lávarðamálstofunni, er hann sagði: Ef vér verðum neyddir til að hafa frekari viðbúnað, ef töfin helzt mikið lengur, þá ætium vér ekki að halda við þau tilboð sem vér þegar höfum gert, heldur látum vér þá skríða til skarar og hættum ekki fyr en vér höfum í eitt skifti fyriröll búið svo um hnútana, að vér séum viðurkendir æðsta veldi í Suður- Afríku, og hölum útvegað þegnum vorum þar þau réttindi, sem voru gerð að skilyrði þegar Transvaal fékk sjálfsforræði, og sem Kruger forseti þá lofaði að veita. Ef að þessu rekur, og ef að ófriður, sem vér höfum gert alt sem I voru valdi stendur til að afstýra, hlýtur að koma, er ég viss um að vér höfum með oss ekki einasta yfirgnæfandi meirihluta af enskutalandi mönnum, heldur líka meirihluta alls hinsment- aða heims. Þetta er dálítið sýnishorn af stefnu Englendinga í þessu máli, og álit ráðgjafanna gefur engar vonir um að komist verði hjá stríði. En hve- nær það stríð kemur, það er komið undir því, hvenær langlundargeð Englendinga þrýtur. Auðvitað get- ur verið að gamli Kruger láti undan á síðustu stund, þegar hann sér að í öll önnur skjól er fokið, en líklegt er það þó ekki. Hitt málið—Dreyfus-málið—er ef til vill meira rætt í stórblöðunum, sem öll eru full af fréttum um það á hverjum degi og svo eru þær fréttir nákvæmar, að svo að segja hvert orð sem hver maður talar við réttarhald- ábyrgðarmestu embætti í hernum og stjórninni, hafa logið hvað mest á hinn sakfelda og verið ofstækisfylstir gegn honum, án þess þó að geta sann- að nokkra af sakargiftum sínum. Það er nú orðið á allra vitund, að þeir Esterhazy og Paty Du Clam hafa falsað ílest eða öll þau skjöl, sem að- almálið hvílir á, og að þetta er eitt stórkostlegt samsæri af hálfu herfor- ingjanna, til að fá Dreyfus sakfeldan því þeir óttast að þeir missi völd sín og tapi áliti þjóðarinnar, ef sýknunar- dómur verður kveðinn upp yfir Drey- fus. Á hinn bóginn er mjög hætt við uppreisn á Frakklandi út af máli þessu, hvernig sem það lyktar, því að Dreyfus á nú orðið á Frakklandi svo marga formælendur og meðhalds menn, að þeir munu ekki láta sér það vel líka ef hann verður sekur dæmdur. Síðustu fréttir skýra frá því, að páfinn hafi í ræðu einni harð- lega ávítað Jesúita á Frakkfandi fyr ir heiftrækni þeirra gegn Dreyfus og skorað á þá að láta undan síga. Um endalok þessa stórmáls verður ekki sagt með vissu enn þá. En það er víst, að allur hinn mentaði heimur er fyllilega sannfærður um sakleysi Dreyfusar, sem nú er búinn að vera 5 ár í fangelsi fyrir lognar sakir. Réttsýni. að þetta er algerlega ómótmælanlegt, þá er aðferð stjórnarinn^r því óskil. anlegri, og frá flokkslegu sjónarmiði er það mjög óhyggileg aðferð,og þvi meir og lengur sem þetta er gert af stjórnarmönnum og blöðum þeirra þess fleiri atkvæði er liklegt að það dragi frá þeim yfir til conservativa Það er ef til vill hægt að blinda kjós endur með ýmsum missögnum afbökuðum fréttum um ræður hans og útúrsnúningum á meiningu hans og stefnu, og með öðrum haganlega framsettum lygum og slæglegum getsökum og tilgátum um önnur efni Alt slíkt getur ef til vill orðið að til ætluðum notum. En þessar árásir persónu mannsins, eru svo auðsæ lega illgirnislegar og ósannar, að þær mynda á tilfinningu allra háðra kjósenda megna fyrirlitningu fyrir þeim sem gera það að atvinnu sinni að bera þær út, og fyrir þeim flokki, sem ætlast er til að hafi hagn aðinn við útbreiðslu þeirra. Þannig farast nú þessu óháða blaði orð, og fleiri blöð hafa sent út raddir I líka átt. Kjósendurnir lykta réttilega, að þeir sem vísvit andi ljúga lýtum og skömmum upp þann mann, sem almenningur veit að er heiðvirður í alla staði, að þeim sé ekki frekar trúandi um það hvernig hagur fylkisins nú stendur Þeir munu eins reyna að láta hann sýnast það sem hann ekki er. ið, í Rennes á Frakklandi, er birt I blöðunum á hverjum degi. Eftir því sem lengra líður á þetta réttar- hald, og fréttirnar af því berast ná- kvæmar til almennings, eftir því sannfærast menn betur um sakleysi Dreyfusar. Flestir þeir menn sem í síðastl. 5 ár hafa haft einhver störf á hendi í þeim herdeildum sem Dreyfus hefir starfað við, hafa þegar borið vitni í þessu máli, þar með gamlir hershöfðingjar, ráðgjafar og fyrver- andi lýðveldisforsetar. Þessum vitn- um hefir yfir höfuð borið illa saman, hver hefir borið ofan í aunan og það hefir verið ótvíraiðlega sannað, að þeir sem hafa skipað hin æðstu og Blaðið “Northwest Review” flutti nýlega grein um aðferð liberala og blaða þeirra, til að ófrægja og níða foringja Conservativa hér í fylkinu, Hon. Hugh John Macdonald, og af- leiðingar þær sem það hefði í för með sér. Blaðið lætur þess fvrst getið, að það sé algerlega óháð báðum flokk- unum og ætti því að vera þess full- veðja, að skoða ágreiningsmál flokk- anna frá óvilhöllu sjónarmiði. Það scgist ekki geta betur séð, en að sæmdin sé að mestu andstæðinga megin, og síðar í greininni er svo að orði komist: “Það er stór hópur af óháðum kjósendum, sem skoða og dæma flokk ana eftir framkomu þeirra manna kosningabaráttunni, sem mynda þá Vér eigum hér við þá menn, sem hafa ekki enn þá ákveðið hverjum flokki þeir fylgja, en sem vilja sjá sann gjarnlega talað um málin á báðar hliðar ; menn sem hata óbeit á öllum undirferlisbrögðum, svikum og lyg- um og sem má telja áreiðanlega að greiða atkvæði með þeim fiokknum •sem býður fram hina beztu menn til kosninga og viðhefur hina mestu hrcinskilni í sókninni. Þeir búast ekki við að bardaginn verði háður með silkihönskum, og þeir búast við að sjá stór högg og tíð. En þeir vilja ekki láta berja fyrir neðan beltið eða gera nokkra aðra tilraun til að vinna með röngu móti. Að því er þennan flokk kjósend- anna snertir, þá er það sannfæring vor, að hann sé nú þegar að snúast að þeim pólitiska flokknum, sem hefir Mr. Macdonald fyrir leiðtoga, og vér getum bætt því við, að vér vitum til þess, að sumiraf meðlimum stjórnar- innar og vinum þeirra, gera alt sem í þeirra valdi stendur til að reka þá í andstæðingaflokkinn. Vér skulum hér í fám orðum gera grein fyrir skoðun vorri. Allir sem þekkja Hugh J. Mac- donald—og nöfn þeirraeru legiónir— vita að hann er heiðarlegur maður, og það er sama hversu andvígir að menn kunna að vera flokki hans og stefnu, þá verða menn að dáðst að honum fyrir þá ágætu eiginleikasem hann hefir til að bera. Hinar stráks- legu og heiftarfullu árásir sem hafa verið gerðar á hann' nýlega, bæði af Mr. Greenway og Mr. Watson, eru þannig, að allir þeir hljóta að skamm- ast sín fyrir slíkt, sem ekki eru blind- aðir af flokksofstæki. Og þessar per- sónulegu árásir eru að verða við- bjóðslegri dag frá degi, eftir því sem stjórnarblöðin fara lengra í því að reyna að gera Mr. Macdonald’tor- tryggilegan í augum kjósendanna. En svo er þetta í rauninni þýðingar- lítið, því það eru þúsundir manna bæði í Winnipeg og um þvert og endilangt Manitobafylki, sem hafa þekt Hugh John Macdonald í fleiri ár, þekkja hann að því að vera einn af okkar allra frjálslyndustn mönn- um, og sem er frábitinn því að gera sér hinn minsta mannamun í við- skiftum við almenning. Með því nú Vestur-Islendingar. Ræða eftir E. H. Johnson, flutt á Þjód- minningardaginn 2. Ágúst 1899 í Span ish Fork, Utah. Herra forseti. Heiðruðu landar o, löndur. í dag er íslendingadagur. í dag minnumst vér íslands og Islending heima á fósturfróninu með sameigin legri gleði og fagnaðarhátíð. I dag streyma ræður og kvæðifrá vörum og hjörtum skáldanna og ræðuskörung anna, um Island og ibúa þess. um Ame ríku, um Vestur-Islendinga og ótal margt fleira. í dag höldum vér þá einu Þjóðhátíð. sem vér eigum sjálfir með réttu; fvér höfum sjálfir rayndað hér á meðal vor í framandi landi þessa tilhlýðilegu og mikilsvírtu Þjóðhátíð Vestur-íslendinga. í dag er þvi eðli lega hvert íslenzkt hjarta fult af gleði og Jþakklátum endnrminningum um liðna timann, um föðurlandið, um frændur vora og vini á Islandi, og að síðustu hvarflar hugur vor til okkar sjálfra, þessara svo nefndu Vestur-Is lendinga, íslendinga í Ameríku, væri heppilegra að nefna oss, því að kenna nokkurt fólk eða þjóðflokk við vestur austur, norður eða suður, virðist tæp- lega rétt, eða samsvarandi móðurmáli voru. Vér höfum flutt frá Islandi til Ameríku. I Ameríku lifum vér, og er- um því að réttu lagi Ameriku-Islend ingar, Islendingar í Ameríku, en ekki Vestur-íslendingar. “I dag er Islendingadagur”, sé ég stendur letrað á merkjum þeim sem þér berið á brjóstum yðar. Og, í dag minnumst vér Islands, og ég mætti bæta því við. að í dag hefir hinni heiðr- uðu forstöðunefnd þessarar háttvirtu þjóðminningarhátiðar þóknast að út velja mér það hlutskifti, að tala um Islendinga í Ameríku, af hverjum þór eruð einn stór liður. Mitt hlutskifti er að tala við yður, og um yður per- sónulega; hór dugar ekkert baktal, eng ar ágizkanir, engar getgátur; ég má til að koma fram fyrir yður í þeim bún- ingi, sem ég á beztan til; ég má til að segja sannleikann og umfram alt vera eins vandvirkur og föng eru á. Umtalsefni mitt í dag er því mjög vandasamt, yfirgripsmikið, stærra og meira en margir ímynda sér. Að tala um Islendinga í Ameríku er nú orðið eitt af því mesta og markverðasta um- talsefni, sem vér höfum í dag.að minsta kosti er það svo frá mínu sjónarmiði þó landar vorir heima kunni máske að líta öðruvisí á málið. skoði oss hér sem annað smásmíði, umkomulitla og lítils- virði í alla staði- En um það geri ég mér enga rellu; ég veit að umtalsefni mitt í dag 'er stórt, þýðingarmikið og vandasamt, og finnur enginn betur til þess en ég, í hvað mikin vanda ég hefi verið settur á þessari stundu í því efni, að halda ræðu fyrir minni Vestur-ís- lendinga. En hvað sem því nú líður, þá vil ég segja, aðég er mikið glaður yfir að lifa á þessum degi, glaður að njóta þeirrar ánægju að vera með yður hór í dag, já, glaður og ánægðnr yfir því að vera einn af Vestur-íslendingum. Fyrir ári síðan, eða á íslendinga- daginn 2. Ágúst 1898, þegar ég naut seinast þeirrar ánægju að halda Þjóð- minningardag með yður, datt mér sann ast að segja ekki í hug, að ég mundi lifa til þessa dags, vegna vanheilsu oeirrar, sem mig hefir þjáð. En nú hefir forsjóninni þóknast að lengja líf- daga mína til þessa dags, sem er eins og allir fá skilið eitt sérstakt gleðiefni fyrir mig á þessum degi, því fátt er mér kærra 'en að mega taka hluttöku í ís lenzkri Þjóðminningarhátið meðal landa vorra í Vesturheimi. Jæja, kæru vinir, Til þess að ræða mín í dag verði svo lítið meiri en eintómur formáli, sem óg býst við að sumir vilji kalla það, sem ég er alla- reiðu búinn að segja, verð ég að snúa mér að aðalumtalsefninu, sem er: Vest- ur-íslendingar. En til þess að komast að undirstöðunni, verð ég að biðja yður að skreppa með mér dálítið aftur í um liðnatímann, þó aldrei veröi lengra, aftur að fyrriparti þessarar aldar; fyrri part hinnar 19. aldar, aldarinnar, sem allir hugvitsmenn og spekingar heims ins viðurkenna að vera hina mestu framfara og menningar öld, sem liðið hefir yfir þennan hnött. Mig langar til rað biðja yður að yfirvega með mér fáeinar mínútur hina allra merkustu og söguríkustu viðburði aldarinnar,sér staklega samt með tilliti til íslands og hinnar íslenzku þjóðar. Ég vona þér getið rifjað upp æði margt, já, margt fleira, en ég ætla mér að tala um í dag, en eitt af því sem oss er næst að hugsa um á þessari stundu, er: upp á hvern máta, og í hvaða mynd hin ýmsu lönd vors m9ntaða heims hafa hlotið bless- un. með tilliti til framfara og menning ar þessarar aldar. En sérstaklega vil ég biðja yður að athuga hyað það er sem ísland hefir fengið í sinn hlut af menning, mentun, framförum, blessun um og sögulegum merkis viðburðum þessarar aldar. Já, hvað skyldi það vera? Flutningur íslendinga til hinnar þjóðfrægu Ameríku, Flutningur íslendinga til Ameríku síðastl. 25—30 ár, er því að réttu lag sá hlutur, sem ísland—vort kæra föð urland—hefir fengið í sinn skerf af menning, blessun og framförum þessar ar aldar, og það er um leið hið allra sögulegusta og merkasta, sem komið hefir fyrir í sögu íslands síðan það bygðist. Nafnið Vestur-íslendingar þekkist ekki neinstaðar í hinum ment aða heimi fyrir 50 árum síðan. Vestur heimsferðir íslendinga eru því eitt af hinum mörgu og margvíslegu framfara viðburðum, sem skeð hafa á þessari öld. Tökum sögu hinnar íslenzku þjóðar og athugum hana stundarkorn með saman burði við framfarir þessarar aldar Skoðum með gaumgæfni, og án alls spaugs, hvort að nokkuð markverðara og þýðingarmeira hafi skeðí sögu þjóð ar vorrar, en Vesturheimsferðir íslend inga. Ég man ekki eftir neinu, sem ég geti sett til jafns við það. Að minsta kosti verður það ætið í huga mínum hið allra markverðasta og heppilegasta, er skeð hefir í sögu vorrar íslenzku þjóð ar, frá þvf hún byrjaði tilveru sína íem sérstög þjóð, árið 874, þegar Ingólfur Arnarson tók sér fyrst bólfestu á voru kæra föðurlandi. Þaðeru nú liðin eitthvað 30 ár, eða því sem næst. síðan Islendingar byrj uðu sem landnámsmenn, að flytja til þessarar heimsálfu, og á þessum tíma hafa á ári hverju flutzt margir til þessa lands. Ég veit ekki nvað margir hafa komið árlega, en óhætt mundi að geta til að 500 hefði komið að árlega, og að 15000 alíslenzkra íslendinga væru nú í Ameríku fyrir utan imifæddá. En svo hefir vöxtur og viðgangur vor orðið mikill á þessu gefna tímabili, að tala Islendinga í Ameriku nær alt að 25,000 —fullur þriðjungur við tölu landa vorra heima, sem mun vera kringum ~0,000 Að 25—30 árum hér frá liðnum get ég vel ímyndað mór að Islendingar i Ame- ríku verði um. 50,000. Og á Islendinga daginn 1999 skifta þeir líklega railíón- um, enþaðermáske Htill þarfi fyrir oss í dag, að vera að brjóta heilan tölu Islendinga í Ameríku eftir 100 ár, þar sem það er áreiðanlegt, að enginn af oss sem nú lifum, og heiðrum þetta samkvæmi hér í dag með nærveru vorri, 'munum lifa þann dag, því síður lengur. En það er til margt fleira í sam- bandi við Vesturheimsflutninga Islend- inga. Og eitt af því eru áhrif þau, sem sú hreyfing hefir haft á þjóð vora heima, og framtíðin sem ligggur fyrir oss og afkomendum vorum hér í þessu nýa föðurlandi voru og niðja vorra: lát- um oss athuga það í fáar mínútur, Eins og yður er kunnugt, þá hefir þessi Vesturheims-hreyfing og flutningi Islendinga til þessa lands, mætt mikilli mótspyrnu frá hendi frænda og vina vorra á Islandi. Það hefir verið rætt og ritað mikið um það, bæði af góðu og illu, sönnu Og lognu. Mótmælendur Vesturheimsferða hafa einskis svifist. Þeir hafa lastað og nítt þetta land, sem vér nú lifum í. Þeir hafa hallmælt oss jálfum, og líkt oss við hinn "aumasta skrýl’, sem bara hefði verið landhreins- un að. Þeir hafa, í einu orði sagt, gert alt upphugsanlegt til þess að hindra fólk frá að fara til Vesturheims, en alt forgefins. Vér fórum, hvað sem hver sagði, og vór erum seztir hér að, og ætl- m að vera hér, hvað sem hver segir, Reynsla vor í þessu landi kennír oss að segja til landa vorra og vina heima: Faðir, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þefr tala”. Hafi nokkuð af skrýl'flutzt ti1 Ameríku, þá ’hefir sá skrýll' verið í ætt og Sambandi við þéssa gæðinga, sem mest hafa lastað Vesturheim og hallmælt Vestur-íslend- ingum. Ég hefi aldrei getað felt mig við þessa ‘skrýls'-kenningu, og skal aldrei gera, því ég hefi reynslu og sann færingu fyrir hinu gagnstæða. Ég sé að minsta kosti ekkert, þessleiðis fyrir framan mig í dag, ég sé hér mikinn fjölda heiðvirðra öldunga og heiðurs kvenna og næstum óteljandi andlit ung menna vorra, sem “æsku prýðir fjör og svipur hreinn“, og ég gæti talið upp ó teljandi margt fleira, sem alt bendir til þess, að fólxið sem flutt hefir frá fs' landi til Ameríku, hefir verið og er al veg eins gott og heiðarlegt fólk, 'eins og það sem heima er. Vestur-íslending ar eru hið heiðarlegasta fólk, landi sínu íslandi og þjóð til hins mesta heiðurs og sóma. Ég get því ekki stilt mig um að álykta, ' að vesturfarahreyfin þessi hafi verið aíar góð og blessunarrík,bæði fyrir oss.'sem hér erum, oglanda vora heima. Hún hefir opnað augun á mörg um manni heima, sem blíndur var áður f flestu sem framfarir og frama snertir ög má nú svo að orði kveða, að (margir sem ekkert sáu fyrir 25 árum síðan,’sjái nú a við þrjá, ísland og íbúar pess eru ef þeir vildu gera svo vel og kannast við sannleikann, búnir að hafa mikið gagn og ómetanlega gott af burtflutn ing vorum til Ameríku, og þó er enn mikið eftir, já, sumt sem algerlega hulið fyrir hugskotssjónum vorum dag og sem ekki kemur í ljós fyrr eftir marga ára tugi. íslendingar f Ameríku hafa þegar styrkt og hjálpað frændum sínum og vinum heima með mörgum þúsundum dollara, og það hefir mikið af menning þeirri, sem vé höfum lært og numið í þessu landi, borist austur yfir hafið og gróðursetzt á fslandi, fyrir hvað þeir mættu vera oss þakklátir, því landar vorir heima eiga nú ýmsar framfara hreyfingar, sem eingöngu eru Vestur íslendingum að þakka. Vestur-íslend ingar bpra ávalt mikið hlýjan hug til ættjarðarinnar, það sjáum vér og finn- um bæði í ræðum þeirra og ritum, og ekki get ég ímyndað mér hvað það væri nú helzt, sem Vestur-íslendingar væru ekki boðnir og búnir til að gera fyrir ætjörðu sína og vini, landi og lýð til heiðurs og sóma. Þó tfminn sé ekki langur síðan ís lendingar byrjuðu að flytja til Vestur heims, þá höfum vér samt haft mikil og góð áhrif á þjóð vora heima með fram- komu vorri gagnvart henni, og það er trú og von mín, að áhrif vor á ísland og íslendinga mættu sífelt fara vaxandi. svo þjóð vor yrði að kannast við þær blessunarríku afleiðingar, sem Vestur heimsferðir hafa haft í för með sór. Hin önnur hlið þessa spursmáls er framtíðin sem liggur fyrir oss og niðj um vorum f þessu landi. Vér höfum nú allareiðu talað laus lega samt, um áhrifin sem vesfurflutn ingurinn hefir haft á land og þjóð vora heima. En hvað líður oss nú sjálfum, þessnm svo kölluðu Vesturíslendingum? Hefir vesturflutningurinn verið oss til góðs eða hins gagnstæða? Ég svara þessari spurningu hiklaust á þá leið, að hann hafi verið oss til góðs, frá hvaða sjónarrniði sem það er skoðað. Vér er ura fúsir til að viðurkenna, að vór höf um verið fátækir og fákunnandi margir af oss. þegar vér yfirgáfum föðurlandið, og það mun hafa verið orsökin til þess að vér réðumsl í þetta stórræði. Það má sjálfsagt heimfæra til vor enska visuorðið : “I left old Ireland because I was poor”. Vér yfirgáfum ísland, af því vór vorum fátækir, en höfðum löng un til að bæta kjör vor og niðja vorra, bæði andlega og líkamlega ; vér vorum fullir af “von”, von um farsæla framtíð og sú von hefir áþreifanlega rætst. Vér höfum grætt mikið, en engu tapað. Vór höfum lært margt, en engu gleymt. síð an vér komum hingað. Mikill hluti Vestur-íslendinga hefir lært að tala lesa og skrifa hina þjóðfrægu tungu Englendinga, sem hér um bil þriðjung nr heimsins barna talar í dag. Mikill meirihluti Vestur-íslendinga talar nú og skilur tvö tungumál i staðinn fyrir eitt. Mikill fjöldi af Vestur-Islending- um eru nú góðir og gildir sjálfseigna- bændur, og suma má jafnvel telja ríka, sem enginn vafi er á að hefðu lifað við skorinn skamt heima,. gott ef ekki verið á hrepp. Ég þekki sjálfur persónulega nokkraíslendinga í Ameríku, sem heima á föðurlandinu þáðu af sveit, en eru nú góðir og gildir bændur og hinir nýtustu menr/ í mannfólaginu yfir höfuð að tala Mesti fjöldi hefir lært handverk af öll- um mögulegum tegundum, sem ég efa að þeir hefðu lært heima. Margir hafa verzlun á hendi og eru nú mikilsmetnir f þeirri stöðu. Skyldu þeir hafa getað það heima? Og þá er mentunin. Marg- ir sem að heiman komu fáfróðir og fá- kunnandi, hafa fetað sig syo áfram á mentunat veginum, að þeir hafa náð í embætti hér í landi og haldið þeim með heiðri og sóma, að ég ekki tala um allan þann fjölda af hinni uppvaxandi kyn- slóð vorri, sem gengið hafa mentaveg- inn og náð í embætti, em mjög lífvæn- legar lífsstöður. Ver Vestur-Isiendingar eigum nú á meðal vor tiltölulega fleiri lærða og mentaða menn, en landar vorir heima. Vér höfum lækna og lögfræðinga.presta og skólakennara, sem aJlir hafa Iært hér í landi; vér höfum þingmenn og ótal fleiri embættismenn, alla alíslenzka.sem sprottið hafa upp á meðal vor eins og fífill i túni þessi síðastliðin 15—20 ár, og þorj ég að fullyrða að enginn þeirra stendur neittábaki lærlingum frá gamla landinu. Mér er líka óhætt að fnllyrða að ekki meira en einn tíundi af menta- mönnum vorum hér hefðu náð því menningarstigi sem þeir nú hafa, ef þeir Hclborn liitunarvel Er sú bezta viðarbrennsluvól sem til er Clare Brothers Eldstór, hitunarvélar og hitaleiðarar 180 Harket St. Winnipeg Ódörasti staðurinn í bænum. Cash Coupons. $3.00 i peningum gefnir fyrir alls ekki neitt. Th. Thorkelsson, 539 Ross Ave, G. Johnson, corner Ross & Isabel Str., og Th. Goodman, 539 Ellis Ave, hafa þessar Coupons og gefa viðskiftamönn- um sínum þær fyrir hvert 10 centa virði sem keypt er í búðum þeirra og borgað út i hönd. Coupon bækur fást í þessum búðum, eða hjá The Buyers and Merchants Benefit Association, Room N Ryan Blk. 490 Main Street H. W. A. Chambre, landsölu- og eldsábyrgðar- umboðsmaður 373 Main St., Winnipeg. Mjög ódýrar bæjarlóðir á Sherbrook St. 50+132 fet. Verð að eins $200. Peningar lanaðir móti veðl í bæjarlóð- um og bújörðum. Lán sem veitt eru á hus i smíðum eru borguð út smátt, eft- ir þvi sem meira er unnið að smiðinu. Eldsábyrgð. Hús til leigu Army and Díavy Heildsala og smásala á tóbaki og vindlum. Vér höfum þær beztu tóbaks og vindla- byrgðir sem til eru í þessum bæ, og selj- um þær ódýrara en aðrir: Enda gerum vér meiri verzlun en nokkur annar. Vér óskum eftii viðskiftum yðar. F. Brown & Co. 541 Main Str. á horninu á James St Canadian Pacific RAILWAY EF ÞIÍ hefir í hyggju að eyða vetrinum í hlýrra lofts- lagi, þá skrifaðu oss og spyrðu um farnjald California, Hawaii-eyjanna, J apan, Bermuda og Vest-Indía eyjanna, eða heim til gamla landsins Mðursett far. Snúið ykkur til næsta C. í:\ R, um • Doosmanns. eða skrifid til Robert Kerr, Traffic Manager, Winnipro, Man. Nartlieru Pacific R’y Samadags tímatafia frú Winniþeg. MAIN LINE: Morris, Emerson, St.Paul, Chicago, Toronto. Montreal, Spokane, Tacomu Victoria, San Erancisco.. Fer daglega......... 1,00 p. Kemur „ .......... 1,50 p. PORTAGE BRANCH. Portage la Prairie and inte- rmediats points ..... Fer dagl. nema á sunnud. 4 54 p Kemurdl. „ „ „ 10,45 a.' MORRIS BRANDOF BRANCH Morris, Roland, Miame, Baldr, Belmont. Wawanesa, Brandon einuig Souris River Branch Belmont til Elgin rnr°n • •'Ved“ Érí;;;;; i0,55a Ar. Tuos, Tur., Sat... 3,55 r CHAS. S. FEE, H SWiNFOTi G.P.&T.A St.Paul. GeneralAg Portago Ave., Winnipe

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.