Heimskringla - 22.02.1900, Blaðsíða 1

Heimskringla - 22.02.1900, Blaðsíða 1
fc'V.V X .vt' 'ip’ Heimsknngla XIY. ÁR WINNIPEG, MANITOBA 22 FEBRÚAR 1900. 20. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Voði stormur með stórhríð æddi yfir EnRland í síðustu viku og gerði mikinn skaða. Feykti niður telegraf og telefón-virum o. fl. Járnbrautalestir og vagnar á strætabrautum stöðvuðust gersamlega. Margir meiddust og sum- ir létu lífið í þessu voðaveðri. Ýmsir sem voru á ferð fótgangandi úti á lands- bygðinni, hafa ekki komið fram og eru taldir dauðir, og nokkrar manneskjur hafa fundist frosnar í hel á eyðistöðum. Svipaðar fregnir koma frá Frakklandi. og virðist ofveðrið hafa verið öllu skæð- ara þar. Stórtré rifnuðu upp með rót um og málþráðasambandið við Bret- land, Ítalíu, Spán og Svissland er alt í í ólagi. Mestur hefir skaðinn orðið í bæjum meðfram sjávarströndinni og menn óttast að ýms skip muni hafa laskast og sum enda farist alveg. Blaðið Times í lundúnum flytur þá fregn frá fréttaritara sínum í St. Pét- ursborg, að Bússar sóu að flytja 20,000 hermanna með Mið-Asíubraut sinni yfir til Kuzhk, og að í ráði sé að ftussar taki Herat héraðið frá Bretum með hervaldi Út af þessu segir blaðið að engin ástæða sé fyrir Breta að vænta góðs af B,úss- um, og að Euglendingar verði að vera við því búnir, að veinda hagsmuni sina á öilum stöðum, en sérstaklega í suður Persíu og Persíuflóanuin. Kid McCoy, hnefaleikarinn mikli, er hættur algerlega við verðlaunabar- daga og ætlar framvegis að stunda verzl un í Wall St, í New York. Sagt er að hann hafi grætt $100.000 á barsmíðum, en fyrir ítrekaðar bænir konu sinnar hefir hann ákveðið að stunda framvegis heiðarlegri atvinnuveg. Bólusýkin hefir gert vart við sig í Toronto. 13 manns lágu þar í henni í síðastl. viku, en læknar segja borginni enga frekari hættu búna af sýkinni. Bæjarstjórnin og borgarbúar í Ham- ilton, Ont., hafa haldið fund mikinn til að ræða um að bjóða ensku stjórninni 10,000 canadiska menn til hernaðar í Suður-Afríku Ályktun fundarins í þá átt var send til stjórnarinnar í Ottawa og hún beðin að athuga málið og koma því í framkvæmd. Fréttir hafa borist um það, að námagröftur í Slocan og Kootenay hér- uðunum borgi sig illa um þessar mund- ir. En þó er mönnum borgað þar frá $3.25 til $3.50 á dag fyrir 8 stunda vinnu "Stock Exchange” í Montreal seldi í síðustu viku eitt sæti í fundarsal sin- um fyrir $10,250. Það kostar þetta lít- ilræði að fá aðgang að samkomum þeirra. “Stock Exchange er samkomu staður auðmanna, þar sem keypt eru og seld hlutabréf í alskonar peninga og alskonar gróðastofnunum svo sem bönkum, járnbrautum, námum, Tele- graph-félögum og ýmsum iðnaðarstofn- unum o. fl. þ. h. Brendu kjömeðlana\ Ontario-stjórn- in setti nýlega nefnd til að rannsaka TFest Elgin kosnineuna. En þegar nefndin tók til starfa var henni sagt að það hefði komið eldur upp í stjórnar- byggingunni fyrir nokkrum vikum og kjörseðlarnir úr þessu kjördæmi hefðu þá brunnið. Ekkert annað hafði brunn- ið þar og eugin grein var gerð fyrir því hvers vegna stjórnin hefði sett nefnd t.il að rannsaka það sem ekkí var lengur tíl. Mrs. Wm. Presley, í Ottawa, sofn- aði á laugardaginn 10 þ. m. og varð ekki vakin með nokkrum læknistil- raunum, hún andaðist þann 15. eftir 5 sólarhringa svefn. Washingtonstjórnin sendi 13. þ. m. Major McCammon skipun um að aug- lýsa eftir sjálfboðum til hernaðar á Filipseyjum.. Það er búist við að marg- ir muni gefa sig fram i herþjónustu þar eystra, því að TFashingtonstjórnin veit- ir þeim $480.00 ferðapeninga auk vana- legrar borgunar. Hroðalegt slys vildi tii hjá Three ltivers, í Quebec fylki, á fimtudaginn var. ein af járnbrautarlestum C. P. B,. félagsins var þar á ferðinni í blind hnð og blés stöðugt hljóðpípuna. Tveir sleðar með 1 manneskjum voru að keyra yfir brautina en sáu hvotki né heyrðu til lestarinnar sem brunaði á þa og drap hestana og alt fólkið. Þingið í Nýfundnalandihefir ákveð- ið að veita $20,000 til hermannasjóðs- ins. Eyjarbúar segjast enga menn geta sent í stríðið og vilja því sýna hlutdedd sína i kjörum ríkisins með því að leggja riflega í sjóðinn. Major Dovefsn liggur fyrir dauðan- um í Eadysmith. Herforingi Búanna hefir leyft konu hans að fara inn í borg- ina gegnum lierbúðir sinar, svo hún gæti stundað mann sinn þar. Stríðsfréttir á föstudaginn var, segja Breta hafa náð 5 herstöðvum frá Búum. Foringi French og Gordon, eftir ráðstöfun Boberts lávarðar. Gen- eral French náði tveimur vígum frá þeim við Modder Biver, með 25 mílna millibili og þriðju lierstöðina tók hann norður af Cleff drift, náði hann þar vopnum og vistum. Eu Gen. Gordon náði tveimur vígum nálægt B> ndowal Drift og rak óvinina á flótta, sagt að mannfall hafi orðið lítið í þessum bardögum. Enfremur hefir brezki herinn kom- ist talsvert áleiðis upp með Orange Biver. Bardagar við Gaberoras og Bamah gengu Bretum í vil og Don- donald lávarður hefir beitt liði sínu á móti óvinunum hjá Fustenberg og rek- ið þá þaðan; sagt að mannfall Breta i stríðinu upp að þessum tíma séu tæp 11,000 manna. Búa foringi Cronje hef- ir nú engar samgöngur við Bloemfon- tein. Búist við að Bretar hefji bardaga við hann á hæðunum vestan við Kim- berley, og á þann hátt leysi þann bæ úr umsáti Búanna. Yfirleitt eru nú herfréttir Bretum í vil og hefir það vak- ið mikla ánægju i Lundúnum.—50 lækn- ar frá Chicago eru á leið til Suður- Afríku til að lækna særða hermenn í liði Búanna.—Búar fá enn þá rniklar vörubyrgðir og Skotfæri hja kaup- mannafélagi í Delagoa Bay.—Sagt að 2 skoifæra verkstæði þeirra hafi verið eyðilögð og að þeir séu nauðbeygðir til að kaupa þau frá útlendum þjóðum til þess að geta haldið ófriðnum áfram. Laugardagsfréttir segja Breta á- reiðanlega hafa komist með her sinn til Kimberley á timtudagskvöldið,—Annan markverðan sigur unnu Bretar í Jac- obsdal. Biddaradeild Breta gerði inn- reið sína í bæinn á fimtudáginn. Höfðu Búar fiúið þaðan nokkrum stundum fyr, það var því ekki annað fóik í bæn- um en konur og börn og brezkir fangar, fiestir særðir. Lítið var þar um vistir eða hergögn. En við Kimberley fengu Bretar miklar matvörubyrgðir og skot- færi, sem Búar urðu að skilja eftir er þeir flýðu undan framsóknarliði Breta, Mælt er að Búar séu að yfargefa aðrar herstöðvar sínar norður frá Kimberley. Bretar gera sér von um að geta lokað herdeildir Cronjes inni i Magersfontain. En hjá Colesburg og stormberg eru Búar svo mannmargir að það er álitið tvísýnt hvert Lord Boberts með 35,000 eða 40,t)00 menn geti komið herdeiidum sínum áfrain í gegnum hergarð Bú- anna þar. Vöru- og fólksflutningar í Canada eru stöðugt að aukast. Skuldabréf Grand Trunk járnbrautarfélagsins hafa hækkað í verði um $80 milíónir á síðast- liðnu sumri. Gróði félagsins hefir auk- ist syo að það hefir borgað 4 procent af öllnm hlutabréfum sínum. C. P. B. félagiðhefir borgað 5 pro cent af hlutabréfum á siðastl. ári. — Allar inntektir félagsins á siðastl. ári voru rúmlega 27 milíónir dollars. Það er talið víst að British Colum- þingið verði upple.yst bráðlega og stofn- að til nýrra kosninga tafarlaust.Stjórn- in getur ekki unniö að nokkrum al- mennum málum eins og nú stendur, Hún hefir enga aðra yfirburði í þing- inu yfir andstæðingana, en atkv. þing- forsetans Bretar leystu borgina Kimberly úr umsáti Búanna á fimtudaginn var. Var það fagnaðarfregn mikil á Eng- laudi og i nýlendunum. í, Toronto var flaggað á hverri stöng, er frétt n barzt þangað. Matvörur eru orðnar dýrar í Ladysmith, egg eru $0.00 tylftin, smá- fuglar seljast fyrir $4.50 hver, Pum- kins kosta $3,00 hvert, 1 kanna af nið- ursoðinni mjólk $1.85, Sardínu dós 75c., tóbak $25.50 pundið, 1 kassi af Whiskey —12 flöskur — kostar $725.00. Sagt er að Búar hafi ráð á að koma tóbaki inn í borgina til þess ?.ö græða á því. E. B. Eddy félagið i Hull, Ontario, hefir lofað að leggja í hermanuasjóðinn frá þessum tírna þar til stríðið 1 Suður- Afríku er á enda, hálft cent fyrir hvert gross af eldspitnakössum sem það selur á þessu tímabili. Peningunum skal var- ið til að hjálpa börnum og ættingjum hermannanna meðan þeir eru að heim- an. Félag þetta býr til 35 millíónir eld- spitna á dag, svo að tillag félagsins i sjóðinn verður um $20 um hvern sólar- hring. Sú frétt kemur frá Ottawa, að Mr. Tarte, ráðgjafi opinberra verka í Laur- ierstjórninni, sé um það að segja af sér embætti fyrir vanheilsu sakir. Læknaráðið í Canada. Það er nú fyrir þinginu í Ottawa frumvarp til laga um myndun lækna- ráðs í Canada—The Medical Council of Canada. Hugmyndin er að þetta ráð sé myndaðaf þremur læknum frá hverju fylki í Norðvesturhéruðunum, als 21 mönnum. Verksvið ráðsins á að vera að ákveða námsgreinar læknaefna, setja vissa tíma fyrir próf þeirra og stýra þeim, og síðast að veita lækninga leyfi hverjum útlærðum lækni hvar sem er í ríkinu. Þetta lagafrumvarp er gert til þess að fría lækna, sem útskrifast í einu fylki ríkisins, frá að þurffa að ganga undir próf á ný í einhverju öðru fylki ef þeir vildu setjast þar að til að stunda iðn sína, eins og þeir verða að gera und- ir núverandi lögum. Þetta frumvarp gengur eflaust i rétta átt, því það er ölluin ljóst að rnaður sem útskrifast frá læknaskólanum, segjum í Ontario og fær leyfi til að lækna þar, ætti ekki þurfa að ganga undir próf í Manitoba þó hann syttist hór að sem læknir. Lög þessi fara því fram á þá réttarbót frá núverandi fyrirkomulagi, sem lækn- arnir virðast eiga heimtingu á að sé gerð, og það má búast við að þetta laga- frumvarp nái samþykt þingsins. En læknafélagið í Kingston hefir það á móti þessu frumvarpi að 3 menn úr hverju fylki, i ráðinu, se ójöfn skifting samkvæmt fólksfjölda fyikjanna. Þeir benda á, með opnu bréfi, sem þeir hafa sent til allra lækna og blaða í rikinu, að eftir fyrirkomulagi frumvarpsins þá eigi Ontario og Quebec með fjórar mil. ibúa, að hafa að eins 6 mean í ráðinu, en aðrir hlutar ríkisins, með um eina mil. manna hafi 18 manna i því. Þetta finst Kingston læknunum ójöfn skifting, þeir fara fram á þá breytingu að Ont- ario og Quebec fylki fái að hafa 12 menn í ráðinu og allir aðrir hlutar Canada aðra 12 menn. Sanngirni sýn- ist mæla með því að þeir fái þessar breytingar gerðar á frumvarpinu. TALAÐ GEGNUM HNOTTINN. (Lauslega þýtt af J. E.) Það hafa vakið sérlega mikla eftir tekt og áhuga meðal rafmagnsfræð- inga nútimans, tilraunir þær er Sir William Preeee hefir gert við send- ingu vírlausra raddskeyta (Tele- phone)*. Er mælt að hann getilátið langa “runu” af smáhöggum, fram- leiddum eftir hinni svonef-ndu Morse- grunnreglu heyrast langar Ieiðir. Þótt reyndar trúiná þenna nýja upp- fund sé enn nokkuð mistraust, þá hefir hann eigi að síður vakið ýmsa aðra rafmagnsfræðinga til ýtrekaðra tilrauna í líka átt. Sérstaklega hefir t. d. Dr. Peter Stiens unnið alvarlega í nokkur ár að sérstökum tilraunum við raddskeytasendingu, án þess að viðhafa nokkurn vír. f samtali við fregnrita blaðsins “London Central News” fórust Dr. Stiens þannig orð : “Eg hefi lesið talsvert um hin vír- lausu raddskeyti er Sir William Preece hefir þegar sent, eða tilraunir hansSþáátt; en ég fullvissa yður um það, að ég nota eigi hinar svo- nefndu Herzianöldur við mínar til- raunir. Hinn eini, gersamlega eini hljóðberi við mína aðferð er jörðin sjálf. Ég sendi blát: áfram rafmngns- straum í gegnurn jörðina frá einu þar *) Munurinn á telegraph (sima, rit- síma) ok telephone, er aðalega sá, að tele«raph-ið framleiðir nokkurskonar punkta og strika tkrift á stað þeim er skeytið berst til, hvort heldur skeytið er sent með vanalegum vír eða virlaust (wireless Telegraph), en telephone inn flytur hljóðið sjálft og orðin óbreytt, að mestu, til sítis ákveðna staðar, þess vegna mun “firðrómi” vera næsta eðli- leg þýðing á nafninu wirelessTelephone, og “raddberi” eða því svipað orð í stað- inn fyrir Telephone (með vír). “Badd- skeyti” er auðvitað að öllu leyti róttara í islenzku máli heldur en t. d. telefón- skeyti”, og “að senda telefón” eða •‘telefön sending”. Þýð. til gerðu áhaldi (apparatus) til ann- ars samstarfandi á hinum staðnum. Engra hárra staura, loftfara né nokk- urs þesskyns er þörf við mína aðfcrð. Verkfæri mín eru lítil og liægt að bera þau með sér livert sem þurfa þykir, en fyrir ástæðu sem þér mun- uð skilja, vil ég eigi enn sem komið er gera kunnugt hvernig áhöldin mín eru gerð né hvernig framleiðslu aðferðin tr. Ég hefi ekki haft tæki- færi til að reyna aðferð Sir William Preece’s, eu eftir því sem blöðin segja frá tilraijnum hans, þá er hið aðal- lega eina við þær það, að sá, er skeytið sendir, framleiðir smáhögg sem, þegar þau ei*u notuð samkvæmt Morse-reglunni, má nota til orðsend- inga. Við íhugun þessarar aðferðar skiizt manni vel, að til þess að geta hagnýtt sér þessa uppfundning hljóti maður 6á er skeytin sendir eða tek- ur á móti þeim, að vera vanur við að síma, ve-a “símvaldur” (Telegraph Operator , eða skilja til hlýtar Morse- egluna. Ég náttúrlega veit eigi hvernig Sir WiIIiam Preece muni haga aðferðinni í framtíðinni, en ég fullyrði að með minni aðferð séhægt að fratnleic a ekki einungis þessi högg heldur einnig mælt mál, hljóðmanns- raddarinnar, svo það heyrist ná- kvæmlega og skýrt jafnvel í afar- mikilli fjai lægð. Ég býst við að geta innan skamms sannað þessar staðhæfing; r mínar á verklegan hátt í viðurvist .efðra rafmagnsfræðinga. ‘‘Þess verður getið sem gert er u Ath. við Landnámssögu íslendinga í Minnesota, er birtist í þ. á. Almanaki ÓI. S. Thorgeirssonar, Fáranlegra hroð virki í riti er vart hægt að hugsa sér en þessasögu. H t nýlendu eru yfir 90 búendur, þpr af getur sagan um 23. Hvaö hetír orðið af hinum? munu ætt- ingjar og vinir á íslandi spyrja. í upp- hafi sögunnar hefir höf., af fáfræði eða skoytingarleysi. látið þess ógetið, að með Gunnl. Péturssyni komu hingað frá TFis. Pétur Pétursson frá Eiriks- stöðum á Jökuldal og nam hér land; þótthann sé nú búlaus maður, þá hagg ar þaðekki hinni réttu sögu. Sima óvandvirknissnurðan er á frásögu hans um stofnun Verzlunarfélags íslendinga Þeir menn, er hann telur að hafi verið hvatamenn stofnunarinnar, voru það engu fremur en ýmsir aðrir, er hann lætur ógetið og ónafngreinda. —Það er hoppað af leiti á leiti. Því ekki að minnast á skiftar skoðanir manna í trúmálum og öðrum félagsmálum; t. d. stjórnmálum, eða hafa menn ætíð ver- ið hér á eitt sáttir? Hefir höf. nokk- urn tíma hnldið próf yfir fsl. smiðum hér, svo hann geti afdráttarlaust sagt hverjir beztir eru? Eu ég get sagt hon- um hver beztur er nú: Það er ungling- urinn Sigurgeir Loptsson. Hann er búinn að ná fullkomnari ment í þeirri grein en nokkttr annar Islendingur.sem hér hefir verið — Af mönnura, er hér hafa notið mentunar á æðri skólum, lætur hann sér sæma að geta fjögra að eins, þar eð hann hlýtur að vita, að fjöldi af konum og körlum hefir gengið hinn svo kallaða æðri menta veg. Hér látum vér oss ekki nægja neina fljótfærnis ógrundaðar sögusagnir um lattdnám vort. Saga vor verður að vera hlutdrægnislaus, fullmælt og jafnt sagt frá illu sem góðu, blíðu og stríðu. Hinn auðveldasti vegur til að setnja söguna er sá: að kjósa nefnd tnanna i hverri bygð. og fela þeirri nefnd á hend ur samning sögunnar, og þá er hún (nefndin) hefir samið frumvarpið, að þá væri kallað til almenns fundar og frum varpið lesið í heyranda hljóði, svo að hver og einn fengi tækifæri til að gera athugasemd, ef þurfa þætti; með þeirri aðferð hlyti sagan að verða r é 11 sögð. Að semja söguna svo að notum komi, þarf margs að gæta, fyrst, að tilgreina hnimilisfestu hvers eins áfslenzku, þar næst afjhverjum ættum runninn og um afkomendur hér, svo um starfa og lifnaðarliáttu. Endurgjaldslaust er það ofverk fyrir einn að semja söguna svo rétt sé.sen lótt verk fyrir marga. S. M. S. Askdal. Flókaskór með in-j kaupsverði. Karlmanna þýzkir A 4 P /1 skór.reimaðir ódýrir 0 / . O U a $2.00. Þýzkir karlm. Congress /y C í) skór, þrefaldr flóki vana 4Í.OU \ verð $3 50. ' ! Karlm. ágætir inorgun 4 ft rr . ; skór úr flóka með leður / . U0 '■ sólum vana verð $1.50 ; Drengja þýzkir flóka- j skór reimaðir. leð.ur tá Uappar. stærðir: 10, 11, j 12.13.1&2 vanave ð 1.50 Drencja góðir ilókaskór með léðut tám, stærðir 1, 2, 3,4&5 vana verð $1,85 1. 1.2S Karlm. flóka morgun Q/1 skór 1 eð felt sólum vana £/ UC. verð $1.25. Peningum yðar sRilað aftur ef vörurnar eru ekki ákjóeanlegar. STEWART & HYKDMAN, 580 & 588 llain 8t. LAUGARDfíGUfí er sérstaklega fyrir börn, sérhvert barn sem kemur með foreldra sína í búð voraþann lþ íebr, fær vasaklút með myndum ókeypis. Síewart & HynðinaD, MAIN ST. 586 & 588 The Home Life Association of Canada. Incorporated by special act of Parliament. Hon. B. HARCOURT, A. J. PATTISON, Esq, President. Gen. Manager. 'Höfuðstóll—ein millíón dollars." Yfir fjögur hundruð þúsund dollars af höfuðstól HOME LIFE félagsins hafa leiðandí verzlunar- roenta og peninga menn í Manitoba og Norðvestur- landinu keypt. HOME LIFE hefir þessvegna meira afl á bak við sig í Mani- toba og Norðvesturlandinu en nokkurt annað lífsábyrgðarfé’ag. Lífsábyrgðarskýrteini HOME LIFE eru af öllum er sjá þau álitin að vera hin fullkomnustu lífsábyrgðarskýrteini, er nokkru sinni hafa boðist, Þau eru skírt prentuð, auðskilin, laus við tvíræð orð. Dánarkröfnr borg- aðar samstundis og sannanir um dauða félagslima hafa bovist félaginu. Þau eru ómótmælanleg eftir eitt ár. Öll skýrteini félagsii s hafn ákveðjð penirgavsrömæti eftir 3 ár, og eru pcn ingar lánaðir út á þau með betri skilmálum en nokkurt annað Hfsábyt gðat lélag býður. Leitið upplýsinga um félagið og ábyrgðarfyrirkomulag þess hjá W. H. WHITE, ARNI EQQERTSSON, MANAGBB. GENBRAL AGENT. Mclntyre Itlm-k. Winnipeg. F.O Box $4S. Feykilegur vöru=afslattur! I B r u Ð PfcT i%r Takið eftir: 10—35c. af hverju dollarsvirði. Ladies’ Jackets 20—H5c. Húfur, kraerar og öll loðvara 20c. Karlmanna yfirhafnir, treyjur o. fl. 20c. Flóka- skór 20c. og ýmsar aðrar skótegundir lOc. ásamt mörgu fleira. þessar og allar vörur eru daglega að hækka í vei ði hjá heildsölumönnunum. En þær vörur sem hér eru boðnar með þriðjungsafslætti voru keyptar áður en prísarnir hækkuðu. Fólk ætti að nota sér þetta afarlága verð, sem að eins mun vara stuttan tíma. Komið öll! Komið fl.jótt! Gudmundur Johnson, Cor, Ross éc Isabell. Alexandra °* Melotte RJOMA-SKILVINDUR. Ef þú hefir sjö kýr, þá eru þær. n.eð því nota rjómaskil vindur, þér eins arðsamar og þó þú ættir tíu kýr og engt skilvindo, og þess utan er tfmagparnaðurinn, og sparnað ur á vinnu og tlata kostna.ði. Bændur sent seldu smjör i 8 til lOc. pundið hafa fengið 16 til 20c fyrir það síðan þei keyptu skilvindurnar og haft einn fjórða. nieira srnjör ti sölu. Ef þú óskar eftir Sönnunun fyrir þessum staðhæf ingum eða vilt fá upplýsingar um vet ð og söluskilmáia i þessum skilvindum setn orka þenna vinmtsþarnftð of aðu á íslenzku ef þú vilt til R A l/islei & €©. Iitd. 232 KING ST. - WINNIPEG.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.