Heimskringla - 22.02.1900, Blaðsíða 2

Heimskringla - 22.02.1900, Blaðsíða 2
HKIMSKRINULA. 22. FEBRÚAR 1900. PUBLISHBD BY The Heimskringla News k 1’ublishÍDg Co. Verð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 Íim árið (fyrirfram borgað). Sent til slands (fyrirfram borgað af kaupenle «m blaðsins hér) $1.00. Peningar sendist í P. O. Money Order aeei stered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en í Wlnnipeg að eins teknar með afföllum B. L. B«ldwinson. Kditor G. Swanson, Manager. Ofifice . 547 Main Street. p o. BOX 305- Gimli kosningin. Vér höfum fengið tilkynning um að henni hafl verið andmselt. Þeir sem standa fyrir þvf máli eru þeir herrar John McKay f Netley Lake, og Jóhannes Sigurðsson að Hnausum. Þessir menn hafa, að þvf er séð verður, lagt fram $750 veð til tryggingar fyrir m&lskostnaði, og kærurnar á B. L. B. og þá sem unnu með honum að þessari kosningu, eru bæði margar og strangar. Við ná- kvæma yfirvegun þessara skjala verður maður tilneyddur að álfta B. L. B. og félagsmenn hans reglulega kosninga þorpara. Þeir hafa, eftir þvf sem séð verður af kærunum, við haft alskonar ölögleg meðöl til þess að vinna kosninguna. Því er meðal annars haldið fram að B. L. B hafl sgálfur ferðast með vín og veitt það depart kjósendunum til þess að fá þá til að greiða honum atkvæði. Oss þykir trúlegt að kjósendum þyki þetta all-kynleg kæra; þvf það hefir leikið orð á þvf að B. L. B. væri enginn vín vinur, og það eru að lík- indum ekki aðrir menn til á jarðríki en þeir sem nú andmæla kosning- unni, sem hafa orðið varir við þelta. En þeir hljóta að vita vel um það, þó B. L. B. væri svo óbeppinn að hann mætti hvorugum þeirra á þvf tímabili sem kosningabaráttan stóð yflr. Auðvitað hafa andmælendurn- lr ekki staðfest þenna framburð sinn með eiði, hafa bara staðhæft það svona eins og alment gerist. En þó er það nóg^il þess að setja málið f hreiftngu og til að gefa umheimin- um það til kynna að þessir menn hafl sannanir fyrir þvf að Gimli- kjördæmið hafi “verið ti! sölu”, um kosningarnar. Það verður sjálfsagt litið misjafnlega á göfugleika þess- arar auglýsingar, og hætt við að það auki ekki virðingu fyrir kjósendum þess kjördæmis út í frá. En svo er sú bót f máli að það er eftir að sanna alt þetta, og það getur farið svo að það verði fátt um fína drætti að þvf er þær snertir, þegar til laga kem- ur. Persónulega getum vér sagt það að oss er með öllu ókunnugt um alla þessa kosningaglæpi f Gimli- kjördæminu og vér þorum að taka f ábyrgð að hvorki B. L. B. né um- boðsmaður hans, f þessari kosningu, verða að neinu leyti bendlaðir við þá. B. L. B heflr lagt inn andmæli gegn þessum kærum, Næst verða sækendur að færa sannanir sfnar f'ram fyrir réttinn og þá gefum vér lesendum frekari upplýsingar um málið. Bankalögin. Það ber sjaldan við að bankar í Canada verði gjaldþrota. Það er alment viðurkent að bankalög þessa lands séu eins fullkomin og orðið getur. Þess vegna er það alvana- legtaðþá sjaldan það .kemur fyrir að bankar verða hér gjaldþrota, þá fá þeir þó innlegg sín útborguð að fullu, sem hafa átt þau í þeim. Þeir sem verða fyrir tapinu, eru því hlut- hafarnir, sem jafnan eru auðmenn og þess vegna þola skaðann sem þeir á þennan hátt verða fvrir. En ný- lega varð bankahrun í Montreal sem virðist hafa vakið stjórnina og almenning til meðvitundar um það, að Bankalög ríkisins séu enn þá ekki eins fullkomin eins og þau gætu verið og ættu að vera. Þetta kom í Ijós við hrun Marie Ville Bankans. Hrun það heflroilað allmiklum mála- ferlum, og bankastjórnin og aðrir verkamenn þar hafa verið dæmdir í fangelsi um fleiri ára tíma, fyrir sannaða sviksemi á meðferð banka- fjársins, og fyrir það að hafa sent stjórninni falsaðar — þó eiðfcstar— skýrslur um ástand bankans. En eftirlit frá stjórnarinnar hálfu ekki nægilega strangt, með því að það var skoðað sjálfsagt að þessar eið festu skýrslur væru réttar. En af- leiðingin af þessari vægð í eftirliti með gerðum yfirmanna bankans, er sú að þeir sem áttu innlegg í honum hafa tapað fé sínu, sem er um eða yfir hálfa millión dollara, og er það tilfinnanlegt tap með því að það voru aðallega fátækir daglaunamenn og fjölskyldufeður sem urðu fyrir tap- inu, og þeir hafa nú gert kröfu til Dominionstjórnarinnar að hún borgi þeim skaðann úr ríkissjóði. Ein grein í bankalögunum skipar 3vo fyrir að enginn banki megi hafa stærri seðla útgáfu en svo, að hún jafnist við uppborgaðan höfuðstól hans, og er þung hegning lögð við broti á þessum fyrirmælum laganna. enda mun þeim yflr Ieitt vera hlýtt. En-þó kemur það fyrir að þau eru brotin, og það sannaðist að hafa verið svo í Marie Ville banka til- fellinu. Stjórn þess banka hafði geflð út þrjú hundruð dollara virði af seðlum meira en numdi uppbortjuðum hlutum í inn- stæðu hans. Það er þvf auðsætt að þessi lagaákvæði um hegningu fyrir brot mót ákvæðum þeirra er ekki nægileg trygging fyrir því að banka- stjórnir vinni samkvæmt fyrirskip- un laganna. Sú bezta trygging fyr- ir ráðvendni stjórna er náttúrlega frómlyndi þeirra manna sem stjóm- ina mynda. Hér þarf því að bæta bankalögin, á einhvern þann hátt er veiti þjóðinni algerða trygging fyrir því, að seðlar bankanna geti aldrei fallið í verði niður fyrir ákvæðisverð þeirra í gulli, og að enginn banki geti á nokkurn hátt komið því við að gefa út seðla mergð sem að á- kvæðisverði sé einum dollar hærri en það sem á hverri stundu, geti feng- ist fyrir eign bankanna, ef þær væru boðnar til kaups, því ekki er ein- hlýtt að reiða sig á eiðf'estar skýrsl- ur bankastjóranna um seðlaútgáfuna. Reyndar gæti stjórnin haldið einn eða fleiri umferðar-yflrskoðara til þess að rannsaka ástand bankanna á vissum tilteknum tfmabilum. En mjög er hætt við þvf að almenning- ur gerði sig ekki ánægðan með það, sem algerða tryggingu gegn mögu- legu gjaldþroti banka. Sú uppá- stunga hefir verið gerð, að það sé með lögum lagt á herðar allra þeirra banka í ríkinu sameiginlega, sem hafa fengið laga leyfl til að verzla með peninga, að borga jafnóðum tap það sem kann að verða við það að einhver banki verður gjaldþrota. Þessi uppástunga er viturleg og fer langt f þá átt að tryggja innlegg al- mennings á bönkum frá mögulegu tapi. Væri breyting f þessa átt gerð á núverandi bankalögum og banka- stjórafélaginu í Canada gefið vald til að hafa eftirlit með öllum bönkum f sambandinu. Þá má búast við því að gjaldþrot banka í landinu yrðu gerð því næst ómöguleg. • • Ofugstreymi. Það . er eitthvert öfugstreymi í þankagangi herra M. T. í Sinclair, eftir fréttapistli hans I síðustu Hkr. að dæma. Maðurinn virðist hafa margt á hornum sér. Honum líkar ekki skoðanir St. G. Stephansonar á Búa-stríðinu, og hann heldur því fram, að Hkr. sé hlynt Búum og að herfréttir bendi helzt á það sem Bretum sé á móti. Að mörgu fleira flnnur fregnritarinn. En það eru þessi atriði að eins, sem vér viljum ekki ganga þegjandi fram hjá. 1. Vér teljum það bæði sóma og hag fyrir blaðið að vera heiðrað með þvíaðfá að flytja kvæði St. G. Stephansonar, og vér vitum ekki af nokkru sem í blaðinu hefir verið, er lesendum hefir geðjast betur að, en kvæðum hans. Vér tókum það fram f fambandi við Transvaalkvæð- ið. að vér værum þar ekki á sömu skoðun og höf. þess. En sáum á hinn bóginn enga ástæðu tii að sinja því prentunar. í frjálsu landi á hver maður að vera frjáls að sínum skoð- unum og frjáls að því að mega láta þær í Ijós. 2. Að Hkr. sé hlyntari Búunum en Bretum getum vér ekki viður- kent að vera rétta ályktun. Þær 2 ritstjórnargreinar, sem blaðlð heflr flutt um það mál, bera vott um hið gagnstæða. En það, að blaðið hafl flutt fréttir sem Bretum eru til niðr- unar, er eðlileg afleiðing af viðburð- um úr striðinu, og hafa þær fréttir verið teknar eftir blöðum úr sjálfri Lundúnaborg. Það heflr tvisvai komið fyrir í stríðinu, að brezkar herdeildir hafa barist hver á móti annari. Þetta má telja Bretum til niðrunar, en eigi að síður er það satt. Blöðin í London fluttu þá frétt og hermáladeild stjórnarinnar heflr ekki borið hana til baka. Blað- ið London Times, sem álitið er með merkustu og áreiðanlegustu blöðum í Evrópu, heflr við ýms tækifæri far- ið mjög þungum orðum um aðg.'rð- ir stjórnarinnar í þe3su stríðsmáli, og sagt margt það sem Bretum er til niðrunar. En blaðið heflr sagt satt og engin átti neina heimtingu á að það léti neitt ósagt af því sem sagt heflr verið. Alt fram að síðustu helgi heflr eiginlega ekki verið hægt að hæla Bretum fyrir neinar stór- vægilegar sigurvinningar, af þeirri ástæðu að þær hafa verið svo fáar og smáar. Það er að eins nú fyrst að farið er að votta fyrir verulegri breytingu hjá þeim f sigurvinninga- áttina. Annars hefir blaðið'gert sér að reglu að gefa hlutdrægnislausar fréttir af strfðinu, eftir því sem þær hafa birtzt, og sama verður stefnan hér eftir. Um landslag þar, útbún- meðal óvinanna og afstöðu flokk- anna, er all örðugt að gefa nákvæm- ar fréttir. Eru óljósar lýsingar af því í þeim blöðum sem vér höfum séð. 3. Styrkveiting til járnbrauta lát um vér ótalað um að sinni. Það mál verður væntanlega rætt síðar, ef til vill annan fárra vikna. Hjálendur. McClure Magazine flytur fróðlega grein um kostnað stórvelda við hjá- lendur sínar, á einu ári. Greinin teknr það fram að þó Spánn, Frakkland Holland og Portugal hefðu hjálendur löngu á undan Englandi. þá séu þó hjálendur Englands stærri að ummáli og miklu mannfleiri og þýðing- ar og áhrifameiri en samanlagðar hjá- lendur allra annara rfkja. Ef India er tekið með f reikninginn þá eru hjálend- ur Engla 9 mllliónir ferhyrningsmílur, og ef við það er bætt ðllum þeim lands hlutum sem Bretar hafa slegiö vernd sinni á, án þess þó að þeir séu hluti af hinu brezka ríki, þá verður brezka ríkið 11 milliónir ferh. mílur. Mannfjöldi f hinu fyrra tilfellinu eru367 mil. manna. En ef vér tökum allar hjálendurnar þá eru í veldinu 420 mil. manna, eða sem svarar 6 sinnum fleira en fólkstalan f Bandaríkjunum. Næst Englandi er Frakkland mesta hjálendu veldið, en þó langt á eftir hinu. Frakklands hjálendurnar með Algeria, Tunis og öðrum landshlutum sem Frakkar bafa áhrif á eru að stærð 3J mil. ferh. mílur og 53 mil. manna. Þar næst er Þýzkaland. Hjálendur þess eru ein mil. ferh. míl. með 11 mil. manna. Hollenzku hjálendurnav eru 800,000 ferh. míl. með 33 mil. manna. Eu hjálendur Bandaríkjanna eru 125, 000 ferh. mílur með 9 mil. manna, og þær eru: Hawaii, 6640 ferh. mílur, með 117,000 manna; Porto Rico 3668 ferh. míl., með 813,000 manna og Filips- eyjar, 115,000 ferh. míl., með 8,000,000 manna. En það sem mestu varðar um hjá lendur Evrópu veldanna er um það, að hve miklu leyti þær eru til styrktar aðal-rikjunum. Hvort þæreru byrðar- auki þeirra eða inntekta (uppspretta. þetta má skoða á tvennan hátt. Fyrst hvort þær valdi beinu tapi eða gróða, og í öðrulagi, hvort þær hafi veizlunar- legan hagnað í för með sér fyrir aðal- ríkin, að það geti talist til hagsmuna fyrir þau. Yiðvíkjandi þessu atriði getum vér botið saman hjálendur Breta, Frakka og Þjóðverja. Brezku hjálend- urnar fá enga hjálp úr fjárhirzlu Eng- lands, og leggja ekkert til hennar. Allar hjálendurnar sjá fyrir sínum eig- in inntektum án þess að vænta nokk- urrar hjálpar úr fjárhyrzlu Breta. En með þessu er það ekki sagt að það geti ekki komið fyrir þau tilfelli sem gera það nauðsynlegt, annað hvortr að Bret- land hjálpi hjálendunum eða að hjá- lendurnar hjálpi Bretlandi. En þegar svo ber undir þá er hjálpin á báðar hlið- ar gerð af fúsum og frjálsum vilja eftir því sem þörfin virðist krefja i það og það skiftið. En það er siðferðisskyldan sem i þessu ræður úrslitum, en engin lagaákvœði. En Frakkland og Þýzka- land á hinn bóginn hafa árlega allmik- inn beinan kostnað við hjálendur sínar. Sérstaklega er það stjórnar kostnaður, þvi að tæplega nokkur þeirra er sjálf- 8t,æð. Frakkland borgar árlega á þenna hátt um 14 mil. dollara, en Þýzkaland um $5 milliónir. Sumir halda því fram að þó brezku hjálendurnar séu ekki bein útgjaldagrein fyrir England, þá séu þær það óbeinlinis, af því að það sé þeirra vegna að England verði að halda uppi svo stórko&tlegum og öflagum her- skipaflota. En þetta er röng skoðun, því að jafnvel þó England hefði engar nýlendur, þá yrði það samt að halda herflota sínum jafnstórum og hann er nú, af tveimur ástæðum; vegna vðru og fólksflutninga um öll heimsins höf, sem nemur 60% af öllum vöruflutning- um heimsins, og það er nauðsynlegt fyrir England að geta verndað vöru- flutningsflota sinn með herskipaflotan- um. I öðrulagi er herskipaflotinn nauð- synlegur til þess að vernda ríkið gegn árásum annara þjóða. Það er af þessu auðséð að hjálend- ur eru yfirleitt byrði á aðal-rfkjunum, en sérstaklega er þetta svo að því er snertir Frakka og Þjóðverja. Bn svo er spursmálið um verzlun. Er það ekki áreiðanlegt að hjálendur hafi í för með sér aukna og arðberandi verzlun fy.rir aðal-ríkin. I þessu atriði má einnig gera samanburð á Englandi, Þýzka- landi og Frakklandi. Fyrst að því er snertir innfluttar vðrur frá hjálendun- um. Á árinu 1897 fékk England vörur frá hjálendum sínum sem námu að verð upphæð 470 mil. dollara; en allar inn- fluttar vörur til Englands frá öllum löndum námu á sama ári 2,250 million- um dollara. England fékk þannig frá hjálendum sínum einn fimta part af öllum innfluttum vörum. Arið 1896 flutti Frakkland inn frá sínum hjá- lendum 70 mil. doilara virði af vörum en aðrar innfluttar vörur námu 750 mil. dollara. Frakkland fékk þvi minna en einn tíunda part af innflutt- um vörum frá hjálendum sinum. Þýzkaland fékk á sama ári frá sin- um hjálendum að eins tveggja milliona dollara virði af innfluttum vörum, en allar innfluttar vörur f landið námu á árinu 1,000 mil. dollara. Þýzkalaud fékk því að eins einn fimmhundraðasta part af öllum innfluttum vörum frá hjálendum sínum. Tökum næst útfluttar vörur. Árið 1897 fiutti England út enskar og irskar vörur fyrir $1,170 mil., og af því fóru $400 mil. virði til hjálenda ríkisins, en það er tæplega einn þriðji af öllum út- fluttum vörum. Árið 1896 flutti Frakk- land út vörur fyrir $680 mil,, en $68 mil., eða einn tíundi hluti fór til hjá- lenda ríkisins. Á sama ári flutti Þýzkaland út vörur fyrir $700 mil., og af þeim gengu $2 mil. virði, eða einn þrjúhundruð og fimtugasti partur til hjálenda þess rikis. Ef vér athugum þessar tölur með •furlítilli umhugsun, þá sjáum vér að Erigland flutti 6 sinnum rneiri vörur út í hjálendur sínar á þessu eina ári, held- ur en Frakkland og Þýzkaland til sam- ans sendu út í sinar hjálendur, og flutti inn frá heim 6 sinnum meiri vörur en hin rikin samanlögð. Af þessu verður það auðséð að England, að minsta kosti, hefir stór- kostlegan hagnað af sínum hjálendum, og það má gera ráð fyrir því að sá hagn- aður aukist með ári hverju, eftir því sem hjálendurnar vaxa að fólkfjölda og iðnaði Sultarkaup á J)ýzka- landi. Barnaglingur það sem hér er keypt í búðum, og gleður hjörtu barna vorra á jólum og nýári árlega, flytur ekki eins mikla ánægju í hús þeirra sem vinna að tilbúningi þessara hluta, eins og barnanna, sein þau eru búin til fyr- ir. Hlutskifti framleiðendanna er alt annað en ánægjulegt, og Cnnadamenn hafa enga hugrnynd um hve ilt það er, Herra Rosebow, þingmaður á þýzka ríkisþinginu, hetír nýlega ferðast um þau héruð, sem framleiða þætta barna- glingur, og lýsjí hann hag viunulýðs- ins þar á þessa leið : I Zwicku héraðinu er svo nefnt “Brúðuland”, þar sem til eru búnar alskonar brúður og dýr, sem skrækja svo sem a’þax, mýs, froskar og alskyns önnur dýr, úr viði. Fólkið sem vinnur að þessari framleiðslu, hefir aldrei um sína daga þekt betri fæðu en þá sem búin er til úr kartötlum og “Chicory”. Þeirra hæsta hugsjón og innilegasta löngun er að þurfa ekki að svelta á tyllidögum og hátiðum. Þetta fólk mtindi ekki þekkja kjöt nema að nafn- inu til, ef ekki væri .einstökusinnum flutt inn í héraðið brimsalt svinakjöt frá Bandaríkjunum, i trássi við tolllög- in. Karlar. konur og börn ganga ber- fætt bæði í húsum inni og á strætum úti. Likamir þessa fólks eru gróðrar- stia allra þeirra sjúkdóma, sem orsakast af illu og ónógu viðurværi. Tæringar- sjúkdómar drepa mjög stóran hluta af þessu fólki. og tala þeirra sem hafa bogna og bæklótta fótleggi er óvenjulega raikil, og dauðsföllin í samanburði við fólksfjöldann eru svo afar mörg, að það vekur eftirtekt lækna um alla Evr- ópu. Mörg börn deyja að eins vegna þess að mæður þeirra geta ekki nært þau, og gráhærð ungmenni eru allstað- ar, og eru hærur þeirra afleiðing af fóð urskorti og kviða fyrir framtiðinni. — Glerverkstæði i Grunhainichen var lok- að einn góðan veðurdag, af því að þá var svo mikið af brúðuaugum fyrir- liggjandi, að ekki þurfti að vinna þar { nokkrar vikur. Þetta kom eins og reiðarslag á fólkið. og neyðaróp þess voru hin átakanlegustu, ekki einasta i þessu héraði, heldur einnig f næstu héruðum. I sumum þessum héruðum varð fólkið að svelta vegna matarskorts og uppskerubrests á kartöflum, sem urðu svo dýrar að fólkið gat ekki keypt þær. Hveitimjöl er þar 25 perc. dýr- araen i Bandaríkjunum, en kartöflur á sama verði og í Canada, og ódýrustu kjöttegundir kosta frá 15—18 cents pd. í “Brúðulandinu” svonefnda eru 19 þorp með um 12000 íbúum. Fólkið þar býr i smákofum og hefir hver kofi um ekru af grýttum jarðvegi, þar sem ekkert getur vaxið nema gras og þistl- ar. Sérhver húsfaðir er fullnuma i að búa til einhverja tegund af barna- glingri, og kona hans og börn hjálpa honurn til að vinna, svo að hægt sé að framdraga lif fjölskyldunnar. ÖUum er kunnugt hve heimskulega ódýrt alt barnaglingur er nú orðið, og þó vita allir að verksmiðjueigendurnir. flutningsfélög, heildsölumenn og smá- salar verða allir að hafa hagnað sinn af þeim, svo að lang-minsti skerfurinn gengur til verkamannanna, sem sitja sveltandi með konur sínar og börn við að búa þau til. Alt þetta fólk verður að vinna frá 12—18 tfma á dag, til þess að geta dregið fram litið. Maður með konu og 3 vinnandi börn, als 5 menn, með því að allir vinni 13—14 tíma á sól- arhring, geta haft upp um vikuna sem svarar $3, eða sem næst | úr centi um tiraann fyrir hvern vinnandi mann, og það eru þó sumar fjölskyldur, sem fá minna kaup en þetta. í heilu þorpi voru að eins 5 fjölskyldur, sem unnu fyrir meira en $125 um árið. Eldra fólk, sem engin börn hefir sér til hjálp- ar, vinnur fyrir $50—$60 um árið. Fólk ið vinnur til kl, 9—10 á kvöldin, þá eru börnin látin fara að sofa, en foreldrarn- ir vinna til miðnættis. Börn eru látin fara að vinna þegar þau eru 3.-4. ára gömul. Kvæði, flutt undir nafki “Hvítabands”-kvenna á samkomn í IFinnipeg. 22. Jan. 1900 af Sig. Júl. Jóhannessyni. Þótt konur vér séum og kjarklitlar stundum, þá keppum við áfram, því eiðstöfum bundum. að láta’ ekki hræðast, en halda’ okkar merki sem hæst, og það sýna í orði og verki, að trúum á sannleik og sigur hins góða og syndinni' og hræsninni þorum að . bjóða { strið. sem skal aldrei að eilifu linna unz algjörðan sigur oss hlotnast að vinna- En þið, sem i félag vort spyrnið og sparkið og spyrjið oss glottandi’ um stefnuna, markið, og spyrjum um ávöxt af öUu’ okkar striti, sem alt sé svo gjörsnautt af skynsemi’ og viti. Þótt vér séum lágar í virðingasessi, þá vitið að merkið og stefnan er þessi: “Sálir til hæða og lífsins að leiða, “ljósiðað glæða og myrkrinu’ að eyða, “ísinn að bræða, og burtu að neyða “bölið og mæðuna, hrokann að deyða. “Tárum að fækka, svangan að seðja, “sárin að smækka, hryggan að gleðja, "trúleysi’ að hrekkja, trygðir aðstyrkja “treystandi fast að ’in heilaga kyrkja “rétti’ okkur hjálpandi hendur i stríði, “en horfi’ ekki’ á leikinn og sofandi biði, “já, sofandi, dottandi, dreymandi biði “aðdjöfullinn vinni’i þvi alsherjarstriði, “sem háð er i guðs nafni heimsenda á miUi, “þótt hundruð af morðvörgum árangri spilli. Og þyki’ ykkur starf okkar stirðlega ganga, og steinn vera’ á leiðinni — komið þið þanga og réttið oss fleiri og hraustari hendur, þvi hvern, sem á torginu iðjulans stendur og glápir á annan sem girnist að vinna> og glottir því meira sem hinum vinst minna, hann biðjum vér allar og óskum og vonura, hann athugi sjálfur hvað leiðir af hon- um. Já, allar vér biðjum og óskum og vonum að allir þér hjálpid oss striðandi konum. AL.T BEITT ! Ég skerpi skauta fyrir 15c. rak- hnifa 25c., skæri 10c., hnífa 5c., og ýms önnur verkfæri fyrir sanngjarnt verð. SVEINN BJÖRNSSON. 569 Alexander Ave, Wínnipeg flANITOBA. Kynniðyður kosti þess áður en þér ákveðið að taka yður bólfestu unnarstaðar. íbúatalan í Manitohaer nú............................... 250,000 Tala bænda í Manitoba er................................ 35,000 Hveitiuppskeran í Manitoba 1889 var bushels.............. 7,201,519 “ “ “ 1894 “ " 17,172.883 “ “ “ 1899 " " 27,922,280 Tala búpenings í Manitoba er nú: Hestar................. 102.700 Nautgripir................ 230,075 Sauðfé..................... 35,000 Svin...................... 70,000 Afurðir af kúabúum í Mai itoba 1899 voru.................. $470,559 Tilkostnaður við byggingar bænda i Manitoba 1899 var.,.... $1,402,300 Framförin í Manitoba er auðsæ at fólksfjölguninni, af auknum afurðum landsins.af auknum járnbrautum, af fjölgun skólanna, af vax- andi verzlun, af vexti borga og bæja, og af vaxandi vellíðan almennings, í siðastliðin 20 ár hefir ræktað land aukist úr ekrum......... 50,000 Upp i ekrur....................................................2,500,000 og þó er síðastnefnd tala að eins einn tíundi hluti af ræktanlegu landi í fylkinu . Manitoba er hentugt svæði til aðseturs fyrir innflyténdur, þar er enn þá mesta gnægðaf ágætum ókeypis.heimilisréttarlöndum og mörg uppvaxandi blómleg þorþ og bæir. þar sem gott er til atvinnu fyrir karla og konur. í Manitoba eru ágætir frískólar fyrir æskulýðinn. f Manitoba eru mikil og fisksæl veiðivötn, sem aldrei bregðast. í bæjunum IFinnipeg, Brandon, Selkirk og fleiri bæjum mun nú vera vfir b.000 íslendingar, og í,sjö aðal-nýlendum þeirra IManitoba, eru rúnilega aðrar 5,000 manna. Þess utan eiu í Norðvesturhéruðunum og British Columbia um 2,000 íslendingar. Yfir ÍO inillioiiii’ ekrur af landi í 3Ianlt«l»n, sera enn þá hafa ekki verið ræktaðar, eru til sölu, og kosta frú $2.50 til $6.00 hver ekra, eftir gæðum. Þetta land fæst með vægum kaupskilmálum. Þjóðeignarlönd i öllum pörtum fylkisins, og járnbrautarlönd með fram Manitoba og North lFestern járnbrautinni eru til sölu. Skrifið eftir nýustu upplýsingum, kortum o. s. frv. alt ókeypis til: JUIIN A. IIAYIUSON, Miuister of Agriculture and Immigration, WINNU’EG, MANITOBA.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.