Heimskringla - 22.02.1900, Blaðsíða 4

Heimskringla - 22.02.1900, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA, 22. FEBRÚAR 1900. Winnipeg. Hr. Tómas Björnson, frá Geysir, Man., Yar hér á ferð nrn helgina. Hra. Guðmundur Símonarson, frá Brú, kom snöggva ferð hingað tilbsejar- ins á mánudaginn var, og einnig hr. ötephen Christie frá Glenboro. Herra Sigurður Júlíus Jóhannes- son fiutti á sunnudagskvöldið var, fyr- irlestur um bindindi á Nort West Hall og var húsið troðfult. IJm 20 manna gengu í bindindi eftir að fyrirlesarinn hafði lokið máli sínu. . Winnipegbær hefir nú tekið við eign og umráðum rafmagnsljósanna og sott nýja ljóslampa í stað þeirra gömlu, og er það mikil umbót frá því sem áður var. Nýju ijósin,- sem eru á annað hundrað talsins, eru miklu bjartari en þau gömlu. Scandinavar hér i bænum eru að mynda styrktarsjóð fyrir þá sem sjúkir verða af þeirra þjóðtlokki. Af þeim sjóði á einnig að borga útfararkostnað þeirra sera leggja í sjóðina. 9 rnanna nefnd hefir verið kosin til að semja reglugerð fyrir félagskap þenna. Fyrirlestur um íslenzkar bókment- ír, sem herra J. P. Isdalætlaði aðflytja á TJnity Hall á laugardagskvöldið var, fórst fyrir. Það komu svo fáir áheyr- endur að fyrirlesarinn sá ser ekki fært að flytja ræðu sína þá, en gerir það væntanlega síðar. Þeir stórbæudurnir Þorsteinn Jóns- son, Björn Sigvaldason, Árni Sveinsson og Jóhannes Andrésson, frá Brú P. O. Johu Goodman frá Glenboro og félag- arnir Jón Björnson og Krístján Jónsson frá Baldur komu til bæjarins um síð- nstu helgi, í kynnisför til ættingja og vina hér, einnig hra. Jón Gíslason frá Glenboro. W. H. Paulson, innflutninga um- boðsmaður, Óskar þess getið að hann hafi nýlaga fengið bréf frá Hekla P. O. Man., viðvikjandi peninga sendingu til íslands, en sem höfundinum hefir gleymst að setja nafn sitt undir. Bréf- ritarinn ætti að senda nafn sitt tafar- laust til Paulson. Hra, S. D. B. Stefánson. frá Strath- clair, kom hingað til bæjarins á mánu- daginn var. Segir hann þeim 4 fjöl- skyldum sem búahjá Strathclair, öllum líða vel, þeir búa þar innan um Eng- lendinga. Öll lönd eru upp tekin á því svæði, en kaupa má góð búlönd fyrir $4.00 hverja ekru. Mr. Stefánson ætlar að ganga hér á “Business College” um tíma. “ Vettur Ganada" heitir rit eitt, sem Ottawastjórnin hefir látið prenta á ís- lenzku, og ætlað til útbýtingar k Is- landi. Það er 66 blaðsiður í vanalegu 8 blaðabroti. Fyrstu 9 blaðsíðurnar eru "inn- gangur”, það eru upplýsingar viðkom- andi Manitoba, innflutningum í fylkið, uppskeru af ökrum þess og gripabúum, mannfjölda og fleira þes*> háttar. Aðal innihald bæklingsins eru álits, eða vottoröabréf frá íslenzkum bændum í vestur Canada, og landlýsingar manna sem sendir hafa verið frá Bandaríkjum til að skoða landið í Vestur Canada og gefa álit sitt um það. Vottorðabréfin eru flest frá leiðandi mönnum. Þau er ýkjuulaus og sannfærandi staðhæf- ingnr um reynslu þeirra og skoðauir á landinu og ásigkomnlagi landa vorra hér vestra, og ættu að hafe. happa- drjúg áhrif á útflutninga fólks frá Islandi. Hockeyleikur í Montreal Milli JFin- nipeg og Montrealmanna var unninn af austanmönnum með að eins einni ‘Goal’, það orsakaðist af þvi að einn Winnipeg- maðurinn meiddist á síðustu stundu í leiknum. En það játa Montrealmenn að þeir hafi ekki áður mætt leikfimari andstæðingum. Mesti fjöldi fólks sókti leiki þessa og borguðu sumir $10.00 fyr- ir sæti síh , til þess að fá að horfa á leikinn. Mr. F. W- Tompson hefir verið gerður aðal-ráðsmaður Ogilvie Milling- félagsins í Canada, en ekki er enn þá ákveðið hvert hann búi framvegis í þessum bæ eða í Montreal.—Það á að byggja viðauka við Ogilvie millnuna hér i Winnipeg, og setja nýjar vélar í hana. 25 járnbrautarvagnar, hlaðnir með 'alskonar mölunarvélum til millu þessarar, voru sendir áleiðis frá Mont- real á mánudaginn var. Þegar millan er fullgerð, á hún að geta malað 3,000 tunnur af mjöli á hverjum sólarhring, og er hún þá langstærsta millan í Can- ada og 3. stærsta millan í heimi. _l________ -r Yfir $3,000 hafa íslendingar hér veiitra sent heim til ætting.ja sinna á íslandi í síðastl. nokkrar vik- ur, er það fargjaldaafé. Það mun ekki of hátt ágiskað -þó sagt sé að fullar 20 þús.kr. verði sendar héðan til ættingja á íslandi á þessu vori, og ætti það að vera næg sönnun fyrir vesturfaraféndnr á íslandi, að menn hér séu meira en sjálfstæðir í efnalegu tilliti. Það er búist vin miklum út- fiutningi frá ísl. á næsta sumri. kemmti= amkoma —og Dans— Verður haldin miðvikudaginn 28. P’ebrúar næstkomandi á Albert Hall, Cor. Main & Mark- et Str., undir forstöðu Bræðra- bandsins. Programme: 1. Piano Solo—gelected—Mrs, Theo. Drummond. 2. Song—“Soldiers of the Queen”— Mr. W. A. Wylie. 3. Dans—Highland Fling—Frankie Timins. 4. Song — Sing Sweet Bird — Migg MacKenzie. 5. Song—comic—A Highland Can- didate—Mr. A. Wyiie. 6. Graphophone — selected — Mr. Smich. 7. Dans — Sword Dance — Frankie Timins. 8. Duet — Master & Pupil — Miss MacKenzie & Mr. Wylie. 9. Recitation—The Highland Widow —Mr. A.Wylie. 10. Song—The Secret of theShell — Miss MacKenzie. 11. Dans—Sailors Hornpipe—Frankie Timins. 12. Song—comic — The Waiter—Mr. A. Wylie. 13. Piano Solo—gelected—Mrs. Theo. Drummond. DANS A EFTIR. Ilyrjar k 1.8 e.k. Adgiingur 25 cts. íslenzka kvenristukan ‘ Fjallkonan” I. O. F., heldur Concert á Northwest Hall 13. Marz næstkomandi. Prógram verður auglýst síðar i blaðinu. Vér leyfum oss að vekja athygli les- endanna á auglýsingu um skemtisam komu sem “Bræðrabandið” ætlar að halda á Albert Hall á miðvikudagskv. 28. þ. m, Prógrammið er ágætt, Þar koma þau fram Mr. Wylie og Miss MacKenzie, einnig Mr. Frankie Timins, Mr, Smith og Mrs. Tlieo. Drummoud. Það má ganga að því vísu að þetta verður stór- ágæt samkoma. Þeir sem skemta eru allir kunnngir íslendingum og eru hver um sig heil sarakoma. Landar vorirættu endílega að fylla húsið þann 28. þ. m. Mrs. Stefanía Vigfúson, frá Selkirk, kom inn á skrifstofu Heimskringlu í gær. Hún segir almenna vellíðan þar. Hra. Magnús R. Magnússon kom og þaðan hingað sama dag. Er á ferð suður til Minneota Minn., og ætlar að dvelja þar um tíraa að minsta kosti. Hra. Guðmundur Símonarson, frá Brú í Argyle-nýlendunni, var hér í bæn- um í þessari viku, að gera samninga um áhöld til notkunar í stórt smjör- gerðarhús sem harm ætlar að koma upp þar í nýlendunni I vor. Hann segir suma bændur þar vestrahafa sentrjóma sinn inn til Winnipeg, yfir 100 mílur, tvisvar í viku í sumar er leið og enda í vetur, Hann hefir von um að bændur þar mundu hlynna dreugilega að smjör- gerðarstofnun þarínýl., enda sé hún nú orðin algerlega nauðsynleg, þar sem kúabú margra þeirra séu orðin stór. 'kSök bítur sekanu, segir eldgamall málsháttur. Enda er ekki laust við að mér finnist það í grein arstúf þeim sem Kristján Ólafsson er að reyna að vernda gerðir sínar, í því sem hann kallar "B mál”, 8. Jan, þ. á., og sem hann kveður eigi ómaksins vert fyrir mig að vera að eltast við sig út af. Það getur nú satt verið, að verði ekki ómaksins vert. “Hver er sjálfum sér næstur”. Og sannast það á Kristjání. enda ættu allir góðgjarnir menn að virða þá vilja tilraun hans honum til vorkunar, Athugasemdir Kristjáns, er hann svo kallar með öðrum orðum, eru eink ar léttvægar, fyrir hvern þann, er veit alla málavöxtu; og ég get ekki skilið að þær bæti mikið málstað hans, um það öllu vorður á botninn hvolft,, nema ef vera skyldi hin fagurhugsaða uppnefn- ing hans. “Besefi”, sem honum þókn- ast að kridda athugasemdir sínar með. en sem í raun og veru er mjög barna- lega hugsað. Og ef Kristján er faðir að faguryrðinu “besefi”, þá má hann vera montinn af því, þó ekki væri nema með sjálfum sér. Kristján segist. í nokkrum tilfell- um, hafa tekið handskriftir manna upp á fyrstu borgun til félagsins, og hún hafi æfinlega verið bundin því skilyrði að umsækjandi fengi sina ábyrgð (Poli- cy). Þetta er mjög góður punktur máli Kristjáns til stuðrrings, eða -það að minsta kosti skaðar hann ekki. hvort sem læknaskoðun hefir komið að tilætl- uðum notum eða ekki. Þessháttar kemur honum ekkert við. Tilhvers er K. að taka þessháttar handskrift ? Eg held að honum væri betra að nota eigi þenna tilfellavana sinn lengur, því hann lítur hálfskugga- lega út. ef nákvæmlega er aðgáð; hann virðist hálfgert hrekkjabragð; og einn- ig hitt, að láta menn, sem kanské geta ekki lesið ensku, skrifa nafn sitt undir óútfylt eyðublöð. eða sem eru ranglega útfylt, á þann hátt, að þeir ern hvergi nærri, sem hlut eiga að máli. Kristján gæti að öllum líkindum tekið nokkra í lífsábyrgð, ef hann viðhefði þá aðferð, sera hér er um að ræða, og hann veit vel að þessi maður, sem við eigum báð- ir við, var aldrei skoðaður af lækni um það leyti, sem hann hefir borgað fyrr- umtalaða peninga. Er Kristj. búinn a' gleyma því, að hann hefir sagt í fleiii manna viðurvist, að. téð skuld- bindingarundirskrift væri ónýt, nema með svo feldu móti, að læknisskoðun væri um hönd höfð? Nú veit hann það þó hann þykist ekki hafa vitað það fyr. —Kristj. segir að það sé einn maður í nágrenni við mig, sem skuldi sér $19 65 og að haun hafi aldrei, sér vítanlega neitað að borga sér skuldina, heldur þvertámóti, því hann hafi beðið sig um gjaldfrest, bréflega, 2. Sept. síðastl. Þessi maður hefir aldrei beöið Kristján um gjaldfrest 2. SepÞ síðastl.. hvort sem aðrir kunna að hafa gert það, skal ég ekkert um segja. Og það er einn hlutur viss, að það bréf, sem Kristján talar um, hefir aldrei komið fyrirþessa manns sjónir. Hver er skrifaður und ir þetta gjaldfrestbréf? Jæja, en svo segir Kristj. að það geti varla verið þessi $19,65 skuldunautur sinn. Á hann von á mörgum svona löguðum sóma- málum hér í grend? Man ekki Kristj. eftir því. að hann hefir yiljað láta téða skuldbinding upp i skuld til aunars manns, og sá hiun sami neitað að taka hana, af þeirri ein- földu ástæðu, að skuldunautur Kristj. sem hann svo kallar (en sem í raun og veru er ekki), var búinn að neita að borga honum téða peninga upphæð Og getur ekki Kristj. munað það held- ur, aðhonum hafi hrotið þau orð af munni (líklega í ógáti), aðhann léti lög- mann innkalla sina peninga, ef þeir yrðu ekki borgaðir? því það mætti fast- setja kaup upp á svona skuldbinding- ar. Kristj. getur reynt það, því hann þarf ekki að fara lengra en hingað, þvi skuldunautur hans vinnur hjá okkur hér. Og getur þá Kristján eftir það skopast að skjólstæðing mínum. Ég ætla mér ekki að skattyrðast við hann Kristján, enda má hann ekki taka það svo. en það eitt er mér ljúft og skylt, að leita mór upplýsingar til mér betri manna, á því sem mér þykir einkennilegt, og vona ég að Kristj. sé svo góðgjarn að virða þann veika vilja minn mér til vorkunar, og jafnhliða svara þeim fáu spurningum, sem ég hefi lagt fyrir hann. honum og hans heiðraða ombætti til velferðar, en mér og öðrum til gamans og fróðleiks, og yrði jafnfljótur að því, og hann var að búa til athugasemdir sinar 8. Janúar. Svo vona ég að Kristján hætti við þenna skuldbindinga-vana sinn, sem hann svo nefnir, og sem honum að öll- um líkindum er orðið nokkuð tamur, og geri lffsábyrgðarstörf sín öllu form- legra i framtiðinni við bvern sem svo á hlut að máli, þeim til gagns og sér til heiðurs. Og að endingu vona ég að Kristján afsaki mig fyrir, þó ég skoði einkar áríðandi fyrir hvern sem er, að hafa svolitla sómatilfinningu fyrirsjálf- um sér, og gerðum sinum, svo hann eigi fulla heimtingu á að það sé borin full tiltrú til hans, og verka þeirra sem hann aðhefst. Virt, nú veikann vilja. Radway, Man., 7. Febrúar 1900. B. Rafnkelsson. Auglýsing. Eins og að undanförnu hefi ég tvo lokaða sleða í förum í vetur milli Sel- kirk og Nýja Islands. Annar sleðinn leggur af stað frá Selkirk á hverjum fimtudegi kl. 8 f, h , kemur aftur til Selkirk kl. 6. á mánudagskvöldum. Hinn sleðinn leggur af stað frá Selklrk kl 8hvern mánudagsmorgun og kemur aftur þangað á föstudagskvöld, Yanir, góðir keysslumenn, þeir Kristján Sig- valdason og Helgi Sturfögsson. Geo. S. Dickinson, WEST SELKIRK, - MAN. m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m v JAfe JAAL V W V ju W JAÉt W m JHL Jtk. V m m m m DREWRY’S nafnfræga hreinsaða öl “Freyðir eins og kampavín.” Þett er óáfengur og svalandi sælgætis- drykkur og einnig hið velþekta Canadiska Pilsener Lager-öl. Ágætlega smekkgott og sáínandi í bikarnum. x>úC!r “Qa«ir drykkir er seldir í pelaflöskum og sérstaklega ætl- aðir til neyzlu i heimahúsum. — 3 dúsin flöskur fyrir $2.00. Fæst hjá öllum vín eða ölsölum eða með því að panta það beint frá REDWOOD BREWERY. EDWARD L- DREWRY- Jlannfactnrer & Importei’, B INNII'Kfi. Undarleg fæðing. Stundum hefir það borið við að föðurlaus börn hafa fæðst, en móður- laus aldrei. En nú hefir Mr. E. J. Jtawlf, 105 1‘rincess Str. á þessu síðastliðna ári, getið af sér móðurlausan dilk, — sína stóru kola-, eldiviðar- og gripafóður verzlun, sem nú er að vaxa yfir höfuð allra annara verzlana af sömu tegund hér í bænum, og orsakirnar eru hans lága verð, góða viðmót og áreiðanlegu viðskifti. Komið og kaupið, þá munuð þér ánægðir verða. E. J. BAWLF, 95 I*rince»>ii Street. MJÖG STÓR Flamielettes Teppi Hvít og grá að lit 75C. parið. Einnig hvít ullateppi ágæt, 7 pund að þyngd $2.75 Hugsunarsamar matreiðslukonur vilja ætíð vanda sem bezt það sem þær bera á borð. Boyd’s brauð er hið bezta. Margra ára reynzla heflr sannað það. Hefurðu ekki veitt því eftirtekt hvað það er ágætlega smekkgott ? W. J. Boyd, 370 og 579 Main Str. Gihsons Carpet Store. 574 Maiit Str. Telefón 1176. Málvél. Magnús Smitht. taflkappin ís- lenzki, lætur þess getið að hann heflr nú eina af þeim frægnstu mál vélum sem komið hafá í þenna bæ, og býðst hann til að sýna hana á opinberum samkomum og í prívat húsum fyrir sanmjarna borgnn. Vél þessi flytur ræður, söngva og allskonar hljóð- færaslátt, bæði á ensku og íslenzku; íslenzku flytur hún svo skýrt að hvort orð heyrist, hvort sem það eru ræður eða söngvar. Hann óskar eftir að allir þeir, sem vildu hafa skemtun af vél þessari, hvort heldur ásamkomumeða í prívat húsum, Iáti sig vita það að 351 Sherbrooke St. Góð tíðindi hljóta þad að vera öllam, sem veikireru ad rafmagnsbelti mín (Electric Galvao- ic Belt) eru þau undraverðustu belti i heiminum, þar eð þau lækna sjúkdóma betur en önnur belti, sem kosta $5 til $30. Þessi belti mín endast æfilangt og ganga aldrei úr lagi. Það eru áreiðan- leg að lækna liðaveiki, gi ;t, tnnnpínu, kirtlaveiki, alskonar verk, sárindi og kvalir, svefnleysi, hægalðeysi, lifrar- veiki, hjartveiki, bakverk, nýrnaveiki, magaveiki, höfuðverk, kvefveiki, La- Grippe, andarteppu, taugasjúkdóma og alskouar kvensjúkdóma. Engar á- stæður að vera veikur, þegar þér getið orðið læknuð. Þér verðið varir við verkanir beltisins eftir 10 mínútur. Af þvi ég vil að allir kaupendur j Heimskringlu eignist þessi belti, þá sel I ég þau á $1,00 hvert, eða 6 belti fyrir $4.50 um næstu 60 daga, eftir 60 daga hækkar verðið. J. Lnkmulcr. Maple Park, Kane County, Illinois, U. S. A. 294 Drake Standish. því i tíma og lét berja hann sem hund og reka hann burt úr borginni. Auðvitað varð þetta til þess að æsa enn meira hatur Abdullah. Það er efiaust, að upp frá þessu hafði hann á okkur ná- kværnar gætur, og sat um hvert tækifæri til að hefna sin. Þegar við komum þangað sem ferðinni var li*itið, sá faðir minn strax að þar var um alvar- lega uppreist að ræða. Það var fjöldi af íbúum Algiers kominn saman i þorpinu, og hafðist við í tjöldum hér og þar. Voru þeir allir vopnaðir og tilbúnir i bardaga. Faðir minn skipaði þeim að leggja niður vopn.n og hverfa aftur til heim- kynna sinna. Þeir æstust við þetta, urðu ó- skammfeilnir og réðust á lið föður mins. Var þeim þá tvístrað og reknir í burtu. Einn dag sat ég ein inni i litla gistihúsinu. Kom þá til mín Arabi einn með bréf frá föður minum. Var það á þá leið, að hann hefði verið tekinn fangi af óvinunum, og bað hann mig að koma tafarlaust með bréfberanum og finna sig. Ég trúði þessu, því ég þekti hönd föður mins á bréfinu. Eg lagði tafarlaust af stað með sendimann- inum, og síðan hafi ég ekki séð föður minn. Ég veit ekki hvort hann er lifandi eða dauður. Og ég veit ekki heldur neitt um afdrif Dulons. Sendimaður fylgdi mér rakli-iðis til tjaldstöðva uppreistarmannanna. Aðalforingi þeirra þar var Abdullah, sem áður var þjónn Bergelots, og er hann nú hér í flokki þeirra. Ég var svo neydd til að fara með þeim. Og alt af öðru hvoru slógust fleiri og fleiri í förina Drake Standish. 299 þeistust fram hjá á harða spretti og gáfu því engan gaum þótt við hrópuðum til þeirra. Okkur tókst loks að koma ungfrú Ravary í glaðværara skap. Veittum við nú öll nákvæma eftirtekt viðbúnaði þeirra til að ráðast á og upp- ræta af jörðinrii alla kristna menn í Afríku. Auðvitað fylgdi því sú ánægjulegu tilhugsun, að ef þeim hepnaðist sú fyrirætlun, þá yrði okkur einnig slátrað. Carlos, sem í fyrstu varð óttasleginn, er haun sá Arabana í hellinum, var nú aftur ó- skelkaður og nærri því kátur. Hann var svo hnyttinn í orðum, er hann talaði um klæðaburð þeirra og allan útbúnað, að Victorina gat ekki annað en hlegið. Eftir .tetta var svo félagsskap- ur okkar hinn bezti og engin tár vættu framar vanga ungfrúarinnar. Þannig liðu tveir dagar og var þá auðséð að þeir voru að búa sig undir að leggja af stað. For- ingjarnir þeystust á fleygiferð fram og aftur, og sífeldlega hljómaði urn þverar og endilangar fylkingarnar; ilIU Attah! Mohammed resoul Allah /” “Það er eitthvað sérstakt og mikilvægt í bruggi”, mælti ég. “Ég býzt við að bráðum verði lagt af stað í áttina til Algiers”. Það voru nokkrir fleiri fangar i herbúðun- um; voru það flest Gyðingar, sem höfðu verið handteknir er þeir voru á ferðinni með úlfalda lostir sfnar (Caravans), því þeir eru þar sífelt á ferðinni i verzlunarerindum. Þessir Gyðinga- ræflar héldu uppi sífeldu veini og kveinstöfum. Af öllum mögulegum samfylgdarmönnum 298 Drake Standish. sverð og riddaraspjót o. s. frv. Einnig mátti þar sjá haglabyssur og kúlubyssur af öllum hugsanlegum tegundum. sumar meira en hundr- aðáragamlar. Með þessum útbúoaði var þetta því all-ískyggilegur herfiokkur. Var þar í hví- vetna fylgt ströngustu hermannareglum. For- ingimi, eða sem á þeirra máli er kallaður 'Sheik’, reið á eldfjðrugum fáki fram og aftur fram með röðunum til að sjá um að ult væri í góðri reglu. Þeir höfðu eitthvað um tólf sex punda fall- byssur og voru þær í litlu moldarvirki, sem reist hafði verið til bráðabyrgðar, til varnar, ef snögnlega yrði ráðist á fylkingarnar. því þeir ætluðu sér efiaust ekki að hafast þarna við til lengdar, því ef það var áformið að drepa eða flæma úr landi kristna menn í Morocco og Frakka í Algiers, þá yrðu þeir bráðlega að taka sig uppog leggja í leiðangur á móti þeim. Það er óþarfi að taka það fram, að við Car- los vorum mjög forvitnir um alt er fyrir augun bai, þvi þótt við værum báðir beygðir af sorg- um, þá gafst okkur lítill tími til að hngsa um slíkt. Það var alt af sífeldur óraur, kölloghá- vaði í kringnm okkur. Og alt af stöðugt þeysti að úi öllum áttum nýir hópar af arabiskum ridd- urum; mátti þar sjá tnargan fallegan og fjörug- an gæðing; enda eru Arabar liinir frægustu reið- menn, og sitja hestasína snildarlega. Það var auðséð, að foriDgjarnir höfðu svo margt annað um að hugsa, Jað þeir gáfu sér ekki tima til að sinna okkur. Við gátum hvorki Komið þeim til að sjá okkur eða heyra. Þeir Drake Standish. 295 Ég spurði Abdullah hvernig hann dirfðist að beita slíku ofbeldi við mig. Kvað hann alla Ar- aba bæði í Algiers og Morocco hafa svarist í fóst bræðralag og hafið stórkostlega uppreist. Væri tilgangurinn sá að drepa eða reka í burtu alla kristna menn og yrði fyrst ráðist á Frakka. Og ég er svo hræddur um að faðir roiun og Dulon Bergelot hafi nú þegar verið myrtir. Og ef svo er, hvaðhirði ég þá um hvað þeir gera við mig?’ “Þér verðið að vera hugrakkar, mademoi- selle”, svaraði ég. “Við skulum vona, að í stað þess að hafa veiið myrtir, séu þeir nú búnir að hefja eftii för með herafla”. “En jafnvel þótt þeir séu í eftirför”, svaraði hún, "hvernig ættu þeir að ímynda sér að hitta hér fyrir slíkan heraila ? Smáflokkur gæti hér engu áorkað, til þess þyrfti heila herdeild”. “Eg sé enga ástæðu til vonleysis”, svaraðj ég. “Þeir rnunu eitthvað aðhafast. Það hrygg- ir mig iiinilega, að þér skylduð verða fyrir þess- ari ógæfu. Etr þér hljótið að sjá það, að þetta ólán yðar er eins og hjálp af himnum send íyrir niig og vin minn". “Monsieur, ef ég gæti skoðað það þannig, þá skyldi ég ekki æðrast”. “Það er vissulega svo”, hélt ég áfram. “Hugsiöyður um. Ef við hefðum ekki hitt yð- ur hér fyrir, þá væri litil ástæða fyrir okkur, að vonast til að komast nokkurntíma aftur til mentaðra manna. Því enda þótt bréfin frá mér kæmust til skila og vinir mínir gerðu alt sem I þeirra valdi stæði til að hjálpa okkur, þá mundi þeir aldrei hafa fengið vitneskju um það að við

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.