Heimskringla - 01.03.1900, Blaðsíða 2

Heimskringla - 01.03.1900, Blaðsíða 2
HKIMSKRINGLA. 1. MARZ 1900. Ileiinskriiigla. PUBLISHED BY The HeiœskrÍDgla News 4 Publishing Co. Verð blaðsins í Canada og Bandar. íl.50 um árið (fyrirfram borfjað). Sent til fslands (fyrirfram borgað af kaupenle tm blaðsins hér) $1.00. Peningar sendist í P. O. Money Order Registered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en f Winnipeg að eins teknar raeð afföllurn K. I> 6 RnldwÍHBftn, Editor Swanson, Manager. Office . 547 Main Street. P O. BOX 305. ■v Adrepa. Ritstj. Lög’bergs kvartar um það í síðasta blaði, að vér höfum ekki gert lýðum Ijóst hvers vegna vér auglýstum lögmansbréfin o. s. frv., í sambandi við lognu meinsæriskær- una á hca. Sigurð Guðmundsson við íslendingafljót. Það væri óþarfa meinsemi af oss að gera ekki mann- inum greið skil í þessu efni, og þess vegna látum vér þess hér getið að tilgangur vor með að biita bréfin var sá, að sýna íslenzkum almenn- ingi það svart á hvítu, hve greini lega Capt. Jónasson og aðrir klíku- snápar, sem studdu hann að þessu máli, urðu sér til stórskammar í því, og hvað hug- og duglausir þeir voru að þora ekki að halda því fram fyrir dómstólunum, þegar þeir vissu að það átti að mæta þeim þar. Þeim herrum tókst að hræða gamla mann- inn frá því að greiða atkvæði við sfðustu Dominion þingkosningar, og þeir gerðu sömu tilraunina í síðustu fylkisþingskosningum, en þeim brázt bogalistin í það skffsið og undu því illa Það þar f ekki að skýra lesend- um frá því sem öllum raá vera ljóst, sem nokkra þekkingu hafa á mann- inum, að Capt. Jónasson hefir ekki gert það að gamni sínu, eða með glöðu geði, að aftur kalla ákærurnar á Sigurð, og þessi afturkðllun blaðs ins er óræk sönnun þess, að hann viðurkendi kæruruar að vera lognar frá rótum. og þess vegna þorði hann ekki að standa við þær þegar á átti að herða. En hann hefði átt að láta sér nægja með að fullnægja kröfum Sigurðar um afturköllunina, án þess að taka á sig það ómak að lýsa yfir hrvgð sinni yfir því,að nokkrum les- enda skvldi láta sér detta i hug að leggja nckkurn trúnað á nokkuð það sem hann hafði sagt f blaði sínu um þetta mál. Það er satt sem Lögberg segir, að Sigurður Guðmundsson er ekki svo efnum bfiinn að hann geti borg. að nauðsynlegan kostnað við stórt sakamál. En B. L. Baldvinson fann það skyldu sína að leggja honum lið til þess að halda uppi heiðri sínum gegn lognnm og hatursfullum árás- um pólitiskra andstæðinga. Þess vegna lét hann höfða mál þetta til þess að kfiga Capt. Jónasson til þess að lepja ofan í sjilfan sig sína eigin lygaspýju. Það er ekki í fyrsta skiftið sen. B. L. B. hefir Jagt á sig bæði ómak og fjárútlát til þess að halda Capt. Jónassyni í hæfilegum skefjum. En slík útlát eru ekki eftirsjirverð þegar árangurinn er eins ákveðinn og happasæll eins og nú hefir orðið. Ef Capt. Jónasson eða Lögbergs félagið hefir nokkra hugmynd um að þeim takist að rétta hlut sinn við það mundi viður lækka um $2.00 hvert “Cord” frá því sem verð var þá á honum. Þetta var prédikað í þinginu og í blöðam liberala um alt fylkið. Það var talið mesta þjóðráð að veita fél. þenna styrk, til þess að eldiviður lækkaði í verði, og því verður ekki neitað, að ef liberal ar hefðu brugðið vana sínum við það tækifæri, og sagt satt um þetta mál, þá hefði styrkveitingin verið á gildum rökum bygð. En nú er reynslan búin að sýna það f þessu máli, eins og fleirum, að þetta var að eins hugarburður, því að eldi viður í þessum bæ hefir ekki um mörg undanfarin ár verið eins dýr hér í bænum, og eins litlar byrgðir af honum, eins og einmitt síðan þessi braut var bygð. í stað þess að ílytja um 100,000 “cords” af við inn í bæinn á ári, flytur þessi Suð- austurbr. bingað um 1,000 ‘cords’á mánuði, eða um 12,000 ‘cords’ á ári og er hver spíta af þeim notuðvið raf magnsframleiðsluhús sjálfra braut- areigendanna. Þeir eru sem sé einnig eigendur sporbraulanna hér í bænum og það þurfti allan þann við sem þeir fluttu til bæjarins til þess að framleiða afl tll að knýja spor- vagnana áfram eftir brautum sínum. En almenmngur hefir ekkert gagn af þessu. Hann verður að borga, ekki einasta eins mikið og fyr, held,- ur meira en áður fyrir eldivið sinn. Svo að fylkisstyrkurinn var veittur, ekki til hagsmuna fyrir alraenning, heldur til þess að gera þe su auðfé lagi hægra að auka gróða sinn á kostnað hins opinbera. Samkepni á flutningum eftir braut þessari á sér engan stað í virkilegleikanum. Fylk- isstyrkurinn hefir auðsjáanlega verið veittur með þeim eina tilgangi, að gera félaginu létt fyrir að koma eldi- við handa sjálfu sér hingað til bæjar- ins, án nokkurs tillits til almennings hagsmuna. Þetta heflr komið greini- lega 1 Ijós í vetur, þar sem menn sem byrjuðu á því að höggva eldi- við með fram þessari braut, þegar félagið fékk fylkisstyrkinn, í þeirri von að Greewaystjórnin hefði skýrt rétt frá tilgangi sínum með styrk- veitinguna, hefir verið gert ómögu- legt að fá flutningsvagna hjá félag- inu til þess að koma eldivið sínum inn til bæjarins. Félagið ber það fyiir að það hafi svo mikið að flytja fyrir sjálft sig, að það hafi enga vagna fyrir við annara. Þetta er atriði sem nýja fylkisstjórnin ætti ekki að láta afskiftalaust, og það má búast við að hún geri gangskör að því að rétta hluta almendings í þessu efni. Lífið í Ladysmith. í þessu máli fráþví sem nú er orðið, þá ættu þeir að vinda sem bráðastan bug að því. Þeir eru hvort sem er svo lágt settir þar, að þroskun nið- urávið er með öllu ómöguleg, að því leyti, að minsta kosti gæti siðari villa þeirra tæplega orðið argari hinni fyrri. Tálstyrkur. Þegar Mr. Greenway lét fylk- isþingið veita Suðausturbraut þeirra McKenzie & Mann, fylkisábyrgð á vöxtum af skuldabréfum þeirra fé- laga, fyrir upphæð sem nam $8,000 á hverja mílu af þessari braut þeirra þá var það gert undir því yfirskyni að Winnipegbær mundi græða við það um $200,000 á hverju ári, með því að félagið mundi flytja mikið af góðum brennivið hingað til bæjai - ins, um 100,000 “Cords” á ári, og að G. W. Stevens ritar blaðinu Daily Mail í Lundúnum frá Lady- smith á þessa Ieið: Mér hafði jafnan skilist svo að stórskotahríð á borgir, væri mjög hræðileg, en enga reynslu hafði ég um þetta fyr en ég fékk persónulega þekkingu á því hér í bænum. Því verður ekki neitað að Bú- arnir herja eins og hermenn. Þeir vinna 8 tlma á dag, eins og þeir væru eitt stórt verkamannafélag, og halda sabbatsdaginn heilagann. Svo hafa þeir ætíð frídag eftir hvern strangan skothríðardag. Þeir byrja sjaldan að vinna fyr en eftlr morg- unverð og hætta reglulega til mál- tlða. Miðdagsmat hafa þeir frá kl. 11.30 til 12, fyrir smáskotaliðið, en frá kl, 12 til 12.30, fyrir stórskota # liðið. Þeir senda varla nokkurn- tíma skot af byssu eftir kvöldverðar- tíma, og aldrei I rigningu. Það er skoðun mín að skarpir mótstöðumenn, jafn liðmargir og Bú- arnir eru—þeir hafa hér umhverfis borginafrá 10—20 þúsundir manna, og svo vel settir að hver þeirra manna ætti að vera ígildi tveggja okkar manna, en 11,000 manna hefðu getað tekið Ladysmith, eða að minsta kosti gert okkur mikinn skaða og ó- þægindi. En Búarnir hafa sama gallann og aðrirviðvaningshermenn, að þeir elska aðgerðaleysið, og leggja ekki líf sitt I hættu ef þeir geta kom- ist hjá því, en þeir geta ekki tekið borgina án erfiðismuna og lífshættu. En svo ég láti þá njóta sannmælis, þá forðuðust þeir í fyrstu að gera nokkurn óþarfa skaða á bænum. Þeir skutu að eins á vígin og tjald- búðirnar og á loftbelgina (balloons) og á hópa af hermðnnum, þegar þeir voru á gangi. En okkar menn þurftu að eins nokkra daga til þess að búa svo um sig með varnargörð- um að þeir gátu fært sig til og frá um borgina án þess að vera I mik- illi hættu af skotum óvinanna. Bæjarbúar voru flestir neðan jarðar, svo að hættan var I rauninni engin fyrir aðra en þá sem áttu leið um götur bæjarins, lifandi pening og yfirgetin íveruhús. Tiltölulega fá- ar sprengikúlur féllu niður I borgina, margar sprungu als ekki, en hinar voru hálfifyltar með smáskotum og öðru þessháttar rusli. Dauðsföllin af skotum búanna I 2 vikur voru 3 menn, ekki hermenn, 1 hestur og 2 múlasnar; 1 vagn og nokkur tóm | hús skemdust dálítið. Eitt hús, það bezta I borginni varð fyrir þrem sprengikúlum, en laskaðist þó ekki meira en svo að fólkið flutti aldrei úr því. Ilvaða tilfinningar haldið þér nú að það vekij að vera settur á þessum stað? f fyrstu, og sérstak lega fyrst á morgnana, vekur það óþægiiegar tilfinningar, og ef maður hefir ekkert að gera annað en sitja og hlusta og reikna út framtíðina, þá er úti um mann. Hugurinn fyllist af umhugsun um yfirvofandi voða maður fær svo að segja sprengikúlu feber, og geturekki hugsað né talað um annað en sprengikúlur. Þessi hræðsla gagntekur mann svo að maður borar sér niður I einhverji jarðsmugu með dagrenningu og ligg ur þar allan daginn og fær aðra og hugrakkari menn til þess að bera sér máltíðir og drykk. Og hvenær sem maður rekur höfuðið út undir bert loft án þess að vcrða samstundis skotinn, þá ímyndar maður sér að að hann hafi fyrir mestu náð sloppið við bráðan bana. Ef einn hundrað- asti partur af þeim kvnjasögum sem sagðar eru hér I Ladysmith, um frelsun fólks frá bráðri hættu, væru sannar, þá væri það mikið krafta verk að hér skyldi vera nokkur lif- andi vera eftir 15 mínútna skothríð frá Búunum. Þeir sem lifa einn dag við þessar hugsanir verða bara taugalausir hugleysingjar, sjálfum sér byrgði en öðrum til athlægis. En ef á hinn bóginn maður stundar daglega iðju sína, eins og ekkert væri um að wera, þá styrkjast allar taugar, og maður heldur sínu eðli- lega ástandi. Ef maður gætir þess hve mörgum kúlum hægt er að kasta inn I eina borg og skilja þó eftir nægilegt rúm fyrir alla að stunda vanalega vinnu sína, þá get ur maður einnig skilið það, að kúla getur sprungið og gert talsverðan hávaða og samt verið I mörg hundr- uð feta fjarlægð og manni engin hætta búin af henni. Manni lærist að gera greinarmun á skothvell og lækjarnið og manni fer að skiljast að allur hávaðinn er eiginlega úr byss- um borgarbúa sem eru að senda kúlurnar á óvinaherinn I fjögra mílna fjarlægð. Að þessu lengnu dettur engum manni I hug að líta við til þess að gæta að hvaðau. há- vaðinn hafi komið, þó hann heyri by>suskot, maður bara gengur að verki sínu, en gefur skotunum og hávaðanum engan gaum. Magnús Smith. Er það vilji almennings, að Magnús Sraith, taflkappinn íslenzki, sé á ný sendur til Montreal I vor tii þess að verja þar heiður sinn sein mesti taflmaður í Canada, niót um- sækjendum þeim sem þur eru sjálf- sagðirað mætn þann 25. Marz næstk., til þess að keppa um þenna heiður og verðlaun þau er honum fylgja? Annaðhvort verður maðurinn að fara austur og verja heiðursinn þar, eða hann vérður að kasta honum þegjandi frá sér, og láta verða happ hver hlýtur af þeim sem mæta á Montrealfundinum. Það ætti að sjálfsögðu að ver skvlda taflfélag- anna hér í bænum að standa fyrir því að Magnús geti komist austur og það er ekki óhugsandi að þau kunni að gera það ef hert er að þeim. En á hinn bóginn er engin sönnun fyrir að svo verði, enda nokkrar líkur til þess að þau láti það ógert. Það er á allrá kunnugra manna vitorði að þau eru ekki eins stolt af þessum heiðri Magnúsar, einmitt af því að hann er útlendingur, eins og ef hann hefði verið af brezkum ættum. En einmitt af þessu finst oss ástæða til þess að landar vorir tækju sig fram um að gera Magnúsi mögulegt að komast austur og reyna list sína á ný, mót beztu taflmönnum Canada. Það er heiður fyrir þjóðflokk vorn að ísleudingur skuli hafa náð þessum taflkappa heiðri og það ætti ekki að vera oss ofvaxið að styrkja hann með peninga framlögum til þess að geta varið heiður sinn og sóma þjóðflokksins þar eystra. Það þarf ekki mikið fjárframlag frá hverjum einstaklingi ef margir leggjast á eitt að hafa saman féð> sem ekki þyrfti að fara yfir $100 als Nokkrir af lönd"m vorum hafa þeg ar tekið sig farm um að gangast fyr ir þessum samskotum, og Heims kringla veitir fúslega móttæku öll um samskotum sem kurina að berast hér inn á skrifstoluna, og mælir með því að landar vorir taki þeim mönnum vel sem koma að leita til þeirra til fjárframlaga I þessu tiiliti. Kvöldskólar. Máli þvi hefir lítið iniðað áfram síð- an því var hreyft við skólastjórnina I haust er lei , Ungmenni þau sem búist var við aö mundu láta til sin heyra> hafa ekki gert það og þess yegna var öfl- ugasta vopuið, sem forgöngumenn þessa máls höfðu fyrir tilmælum sínum um að skólastjórnin stæðist kostnaðinn við þessa kvöldskóla, dreaið úr höndum þeirra. Þeir gátu ekki fært neinar sannanir, eða jafnvel likindaleg rök fyr- ir því, að nokkur þörf væri á þessum skólum, með því að svo sárafáir gáfu sig fram sem væntanlega lærisveina, þó þeim yrði komið á fót. Þetta drap mál- ið I bráðina. Nú til þess að komast að fullri vissu um það, hvort nokkrir eða hve margir kuuni að vilja ganga á slíka skóla, ef þeim verður komið á fót, þá hefir Mr. Jacob Bye, sem manna bezt hefir geng- ist fyrir að fá þessum kvöldskóluro komið á fót, skilið eftir áskrifendalista verzlunarbúðum Árna Friðrikssonar og Þorst. Þorkelssonar á Ross Ave og á skrifstofu blaðanna, Heimskringlu og The Voice. Skólarnir eiga að v>*ra fyrir þá sem eru yfir 16 ára að aldri. Kenslan á að verða: enska. skrift og reikningur o. fl. Hún á að fara fram á kvöldin og vera ókeypis. Þeir sera óska að njóta kenslu á þessum skólum eru beðnir að láta akki bregðast að rita nöfn sín og heimili á hann sem allra fyrst svo að forgöngu- menn málsins geti fengið hugmynd um hve margir nemendur verði, því eftir því verða þeir að haga kensluráð- stöfunum sínum. Vér vildum minna Islendinga á að sinna þessu tafailaust. eða sjónankar landmælingamanna. Speglar þessir eru hreyfanlegir; í sam baiidi við þá er stefnuvísir, og er hann notaður til þess að beina skeytunum I 'é*ta átt. Stefnuvísir þessi er fram undan speglunum, sem verður að hafa ósilfraðann blett, í miðjunni, þegar bú ið er að hreyfa yísirinn svo að fram endi haus miði beint á þann stað sem fréttin á að sendast til, en hinn endinn bendir á ófágaða blettinn á miðjum speglinum, þá er vélin I þeim stelling um að hægt er að senda skeytin, en þó þvi að eins, að sólskin sé, því að það en með því að kasta sólargeislum á fjar liggjandi stöðvar er fróttirnar flytjast Sjálfur er spegillinn hreyfanlegur, án þess að vísirinn sé hreyföur, og er það gert til þess að hann geti veitt sólar geislunum móttöku, þótt áttir þeirra breytist eftir göngu hennar. Hið svo uefnda Morse-stafrof notað við þessar skeytasendingar, Spegill sem er 8 þumlungar að þver máli, getur seut skeyti alt að 200 mílur vegar. Capt. W. A. Glassford, einu af herinönnum Bandaríkjanna, hefir sent. s^eyti og haldið uppi fréttasamgöngum milli Ellenfjallsins í Utah og Uncom pahyre fjallsms í Colorado, en sú vega lengd er 183 inílur. Viö þessar tilraun ir notaði haun 8 þumlunga spegil. En eftir því sem hann er stærri ummáls eftir því verður geislinn sendur í lengri fjarlægð Finim þumlunga spegill sendir geislana 70 mílur, en það er að eins þegar sólskin er bjart að hægt er að seuda fréctir þessar langar leiðir Það er talið illgerandi að sónda fréttir með þessum tilfærum, á Englandi öllu leugra eu 20 mílur, af því að loftið þar er svo saggasamt og þokufult. Þessi fréttasendinga aðferð er kend við her skólann í Aldershot á Engiandi. Nem ndiun stuudar námið í 60 daga, stundir á dag, og er einni stundinni varið til námsins eftir að dimt er orðið á kvöldin. Menn eru álitnir fullnuma þegar þeir geta sent eða tekið á móti 20 orða frétt á mínútu. Geislaseudingar þessar eru svipað ar málþráf askeytum. Geislunum er kastað svo að þeir eru látnir lenda á ákveðinu stað; síðar er skuggamyndun á geish.fletinum, þessar skuggar eru látnir vera skjóthverfaudi eða langvar andi eftir því sem við á, á sinn hátt, eins og stryk eða punktamerkin í hrað skeytttaeiidii.guai. Viðdvöl skugganua á geislastöðinni felur í sér þýðingu skeytauna sem send eru. Síðasta kveðjan Ég bygði mér skrautlega’ og háreista höll Helio^raph. “Geislafleigir”^iun mega nefna bað á íslenzku, þar til betra orð er feugið. Þetta veikfæriernú notað í hernaði il þess að senda fféttir með sólargeisl- mn afar langar leiðir, þar sem fréttir verða ekki sendar á nokkurn ann hátt- Þessi Heliograph-vél hefir reynzt ágætlega í þessu síðasta Suður Afríku- stríði. Bretar hafa get ið haldið uppi stöðugum fréttaskeytum við Lady- smith. Kimberly og Mafeking, hug- hreist íbúa þessara umsetnu bæja og tilkynt þeim um alt ástand vinahersins út í frá og tilraunir þær sem gerðar eru til J>ess að hjálpa þeim úr greipum Búanna. Með þessari véi hafa og ibú- ar bæjaniia getaö sent fréttir frá sér til foringja hjálparhersins og tilkynt á þann hátt ástand sitt alt og þartír. “Heliograph” var fyrst notaður I Kríinstríðinu. Rússar uppgötvuðu þessa fiéttasendinga aðferð, og notuðu hana þegar þeir voru uinsetnir í Seba- stopol. Þá var J>að að Englendingar byrjuðu að veita þessari fréttasend inga aðferð eftirtekt. og 30 árum síðar var hún alraent viðtekin af her Jreirra í Indía. Það var ekki fyr en 1885, að Bretar fóru fyrir alvöru að rannsaka Jietta mál. Fyrstu tilraunir þeirra voru gerðar Jrað ár, og reyndust svo vel, að hver herdeild hefir síðan verið látin hafa tvær slíkar vélar til nota. og hafa þær gefist ágætlega, hvar og hve- nær sem J>ær hafa verið notaðar. Heleograph-vélin er hringrayndað ir speglar, settir á þar til gerðum þrí- fót, á sripaðan hátt og myndtökuvél í hugarins alvíðum geimi, og hainingjuljósin þar loguðu öll sem lýsa í þessum heimi. Og umhverfis höllina átti ég garð sem allur var blómskrúði þakinn, og daglega stærri og stærri hann varð ég stundiiði’ hann sofinn og vakinn. Og framundan leit ég með lifandi trú, í lífinuað sigur ég ynni, því drotni ég treysti og drotning varst þú i dýrðlegu höfiinni minni. En drottinn minn alvaldur! höllin mín há hún hrundi’, er mig allra minst varði, og vesalings blómin mín, vonblómin smá þau visnuðtt’í helfrosnum garði. agndafa starði’ á hinn umbreytta stað —og enn þá ég sársaukans kenni— mér gramdist. ég reiddist, en grét svo _ og bað að guð vildi miskuna henni Já, henni. sem drotning í höllinni var, já, henni, sem vouirnar glæddi, já, henni, sem kærleik í hjarta sér bar, já, henni. sem skrautblómin græddi. Því hún var þess orsök að höllin mín féU, það hún, sem að vonunum eyddi, já, hún breytti kærleik í harðasta svell, Það var hún sem að skrautblómin deyddi Fg virði hana samt meðan endast mér ár og i æðum mér lífsstraumur rennur; en hjarta mitt alt er eitt svíðandi sár, og samtímis frís það og brennur. The Bankrupt Stock Buying Gompany. Vér höfum fengið ófrávíkjan- leg'a skipun frá yfirmönnum vorum, um að Belja tafarlaust allar bvrgðir vorar af karlmanna fatnaði, höttum, vetling'um, hönskum, rúmteppum, nærfötum, gardínum, skóm, kistum, töskum o. s. frv. o. s. frv. Þetta eru leifar af þrotabúsvörum, sem vér höfum keypt á ýmsum stöðum fyrir 50 til 75 cts. hvert dollars virði. Þessi stórkostlega kjörkaupasala fer nú f am í sölubúð Bankrupt S oek Buyinjí Comoany 505 ojf 507 llain Si r. Næstu dyr fyrir sunnan Brunswick. Meðan á þessai i sölu stendur bjóðuni vér : 57 47 16 karlmanna fatnaði úr “Tweed”, ágæt fyrir vorið og sumarið! vana verð $7.50 til $10.00, en bjá oss á $3 95. dreng'ja-yfirkrtt, vana verð $3.50 til $8.00, en hjá oss á $1.75. karlmanna “Chesterfield” og “Ulster” yfirkót vanalejsra seld á $(>.50 til $14.00. Vér sama sem gefum þau í burtu meðan á þess- ari sölu stendur, þér megið velja úr þeim fyrir $4.50. bláir “NapPea Jackets”, stærð nr. 31 til 34, $4 00 til $8.00 virði. Vérséljum þá fyrir$1.95. Allar tegundir af karlmannabuxum, vanaverð $1.50 til $3.00. Þér ^etið valið úr þeim fvrir $1.00. Gráar strig-abuxur og strig-atreyjur fyrir 65c. Hvítar strigabuxur og- strigatreyjur fyrir 5('c. 48 ST()RKOSTLEG KJÖR- KAUPÁ RÖMTEPPUM. 57 16 40 25 Eg kveð þig, ég kveð þig í síðasta já, síðasta hérna megin, en dey með þá von að vinúr þinn svo verði ég hinu megin. 11-28, W. W. COLEMAN, B. A. SOLICITOR ETC . Winnipog and Stonewall. 308 McIntyke Block. pör af ullarteppum, hvftum og gráum, vana verð $2.25, $2.50 $3.00, $3.75 og $4.00. Vér seljum þau öll upp og ofan fyrir að eins $1.95. 14 pör af “Win- dsor Kersey” hesta blanketum. stævð 64x72, vanaverð $2 25. Vérseljum þau f.vrir$1.50 parið. stór og vönduð ferðateppi, $2.00 virði, fyrir $1.00. pör af fínustu glugga-gardínum, vanaverð $1.50, $2.00 og $2.50. Vér seljum þær fyrir $1 25 parið. strangar af ensku “print”, á- byrgst. að það látiekki lit, vana- verð 15c. yardið. Meðan á þess- ari sölu stendur bjóðum vér 8 yards af því fyrir 50 cts. Nokkrir strang'ar af gráum og hvít* uin bómullardúkum veiða seld- ir fyrir hálfvirði. Nokkrir strangar af þykku “Flan- neletts” verða seldír fyrir nær því h dlvirði. Allar karlmanna utanhafnarskyrtur, vanaverð 35 til 50c., verðá seld- ar fyrir 25c. hver. Allar karlmanna hvít ir “print” og “flannel’ skyrtur vanaverð $1.00 og 1.25; verða seldar fyrir 55 cents hver. Allir 75c og 85c. vetlingar og han- skar, verða seldir fyrir 40c. parið AHir $1.00, $1.25 og 1.50 vetlingar og hanskar verða seldir fyrir 65 cents parir. ÍNITSTU SKÓR OG STÍG VÉL. ínir og góðir karlmannaskór, vana- verð $1.50, en hjá oss fyrir 95c. —allar stærðir. í'ínir og góðir karlmannaskór, vana- verð $2.00, fyrir $1.10,—:.llar stærðir. Fínir og góðir karlmannaskór úr kálfskinni, vanaverð $2.75, en hjá oss fyrir $1.85, allar stærðir. Fáeín sterk og vöndur “Bluchers” stfgvél, vanaverð $1.50; en hjá oss að eins 50c., nr. 6 og 7 að eins. 200 pör af enskum flóka “slippers” fyrir 10c., 25c. og 50c. hvert par,—að eins hálfvirði. S1,k dæmaiaus kjðrkaupasala 8 Dn' kemur ef til vill aldrei framar fyrir hér i borginni. Vér gefum yður peninga yðar til baka, ef þér eruð ekki ánægðir. Búðin opin alla virka daga fiá kl. 9 f. h. til kl. 7 e. h. The Bíinkrnpt Stock Biiyins; Co., 565 Maiq St., «■—------Cor. Rupert St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.