Heimskringla - 01.03.1900, Blaðsíða 4

Heimskringla - 01.03.1900, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA, 1. MARZ 1900. Winnipeg. Rafmagnsbeltin góðu fist á Btofu Heimskrinelu. verð$I.‘25, skrif- B. L. Baldwinson er við rúmið i Influenza-veiki siðan 4 sunnudaginn var, en er nú á batavegi. Hra. Jóhann Bjarnason kom úr höfuðskoðunar ferð sinni í Dakota á laugardaginn var. Herra Matthias Þórðarson, frá Sel- kirk, kom snögKva ferð til bsejarins i siðustu viku, Enn fremur komu þeir Klemens Jónasson og Stefán Oliver, báðir fulltrúar Selkirkmanna á stór- stúkuþingi Forestersfélagsins, sem hér var haldið. Hra. Guðmundur Nordal, frá Hnausum, var hér á ferð í vikunni Sagði alt tíðiudalaust þaðan að norðan Hra Jóhannes Sigurðsson, kaupm frá Hnausum, var hér i bsenum í vik unni. Kom hann úr verzlunarferð austur til Detrc.it, Michigan. Takið eftir skemtisamkomu og “Box Social” Goodtemplaranna á mánudags- kvöldið kemur. Mönnum gefst þar tækifæri að horfa á gamanleik, hlusta á söng og hljóðfæraslátt. fara áfiskiveið- ar o. s. frv. Málefnið er þess virði að styrkja það og prógramið er gott. Vér viljum benda kaupendum vor- um á stóra auglýsing í þessu blaði frá The Bankrupt Stock Bying Company. Það er áreiðanlegt að þeir selja vörur sinar mikið ódýrar en samskonar vör ur eru seldar annarsstaðar. Menn ættu að koma til þeirra og skoða vörurnar Það getur borgað sig vel. Hafið með yður Hkr. og sýnið |reim blaðið, þá fá ið þér enn þá betri kjörkaup en hér er auglýst. Af öllum þeim mörgu skemtisam komum, sem nýlega hafa verið á boð- stólum; munu fáar hafa verið eins vel sótte.r eins oggrímudansinn á mánu dagsavöldið í siðustu viku. Danssal urinn var troðfullur af fólki og yfir 60 karlar og konur voru með grimur og tilhlýðilega kladdir. Það væri erfitt verk að gera nokkurn greinarmun búningi stúlknanna. þær voru flest allar svo Ijómandi skrautlega klæddar. Af piltunum mun Jóuatan Steinberg hafa verið einna skrautlegastur. Hann klæddur sem austurlenzkur prinz. Dansinum var prýðisvel stýrt af hra. Paul Olson. Nokkrir menn og konur é HnauS' um og við íslendingafljót gengust fyrir því að haldin var ágæt dans-samkoma (Fancy Ball) við fljótið 23. þ. m Mun þetta hafa verið að öllu leyti hin mynd arlegasta og bezta danssamkoma sem haldin hefir verið í Nýja-ísltndi. Séra Bjarni Þórarinsson heldur fyr irlestur um bindindi (undir umsjón stúkunnar Heklu) á Northwest Hall laugardagskvöldið 9. Marz. Hljóð færasláttur og söngur verður einnig á prógraminu. Alt frítt. Allir vel komnir. —'Byrjar kl. 8. Stjórnarnefnd almenna spítalans (The Winnipeg General Hospital) hefir komist að raun um að gestagangur spítalanum standi sjúklingum þar fyr ir fljótum bata. Nefndin hefir því á- kveðið að veita miklu færri gestum að gang á sunnudögum hér eftír, en átt hefir sér stað að unkanförnu. . Um 200 manna nefnd, frá bindindis- félögum hér í fylkinu, höfðu fund með Hon. H. J. Macdonald á föstudaginn var, og mæltust til þess að hann gæfi út vinbannslög hér í fylkinu. Stjórnar- formaðurinn kvað slik bannlög ómögu- leg, þar eð þau komi í bága við ríkis- vínlögin. En á hinn bóginn kvaðst hanu skyldi leggja lög fyrir næsta þing, til takmörkunar á vínverzlun. Svar Mr. Macdonalds var svo vel tekið af nefndinni að nefndin kyrjaði upp einum rómi andlegan þakklætissálm, og kvaddi siðíiu forsætissáðherrann og þakkaði fyrir undirtektir hans. Það er á orðí að það verði bráðum borið undir atkvæði kjósenda, aukalög um $300,000 lántöku af hélfu bæjarins til þess að koma upp gas og rafmagn- stofnunum hér, til þess að lýsa hús og til eldsueytis og einnig til þess að knýja vélar sem notaðar eru við iðnaðarstofn- anir hér. Það er trúlegt rð áætlun um tekjur og útgjöld við þessar gas- og rafmagnstofnanir verði auglýstar síðar og að málið í heild sinni verði rætt all ítarlegu, og kjósendum gert það svo ljóst sem unt er, áður en það verður borið undir atkvæði þeirra. Hra. Hans Einarsson frá Garðar, N.-Dak., kom hiagað til bæjarins á þriðjudaginn var. En á miðvikudags kvöldið ge’ck hann að eiga ungfrú Ellu Kjærnested, til heimilis hér í bænum Voru þau gefin saman af séra Jón Bjarnasyni, í f. ísl. lút. kyrkjunni Brúðhjónin fara suður til Dakota í dag, þar sem þau hafa heimili framvegis, Heimskringla óskar brúðhjónunum allrar gæfu og blessunar. Næsti kafli er skrá yfir þau hjón sem séra Hafsteinn gifti meðan hann var prestur hér vestra, og nær sá listi ytir 9 blaðsíður. Uppsagnarbréf og öonur bréf frá séra Hafsteini til safn aðarins. kvonfang séra Hafsteins og sálmar tveir, sem sungnir voru við þá athöfn, Síðast eru myndir af lijónun- um. Bæklingurinn er prentaður á góð- an pappir ísnoturri kápu.og er frágang ur allur góður, eins og vænta mátti af séra Hafsteini. Hr. Björn Jónsson frá Vestfold Man., varð fyrir mjög sorglegu slysi nýlega. Hann var á ferð til Stonewall, en einhverstaðar á leiðinni varð hann fyrir þyi að hestur sló hann fyrir brjóst ið og meiddist hann mikið. Hann komst svo heim á enskt heimili þar skamt frá og beiddist gistingar. en þar varhonum úthýst. Varð hann svoað dragast þaðan 10 mílur, til Stanewall, og liggur nú þar hættulega veikur af meiðslinu. Taflleikir þeir (Chess Tsurnament), sera ensku taflfélögin hér hafa verið að há undanfarnar vikur, enduðu á þriðjudaginn var. Eins og vér höfum áður skýrt frá, þá var þetta hin venju- lega árssamkoma skákmanna hér i fylk inu, og var öllum taflmönnum í Mani- toba boðið að reynasig á þeim fundi. 22 skákmenn gáfu sig fram og reyndu “kunst” sína. En svo fóru leikar, eins og við mátti búast, að tafl- kappinn Magnús Smith vann 1. verð- laun, M. O. Smith vann 2. verðlaun og K. Morrison 3. og A. H. Rooke 4 Jón Júlíus vann það sem kallað er Consolation prize”. Verð á gasi til hitunar og lýsingar Winnlpeg hefir verið sett niðurúr úr$2 50 í $2.25 hver 1000 fet og 10% af hinu nið- ursetta verði er einnig dregin frá fyrir skilvíslega borgun í gjalddaga. Gísli Jónsson, póstafgreiðslumaður; að IFild Oak P. O., Ben. Rafnkelsson, Radway P. O-. Jón kaupm, Sígvalda- son, Baldvin Halldórtson og Sigfús Björnsson, Icelandic River P. 0., voru hér í bænum í þessari viku. Húsbruni varð hjá Asmundi Þor- steinssyni, að Wild Oak. á föstudaginn i síðustu viku. Mr. ThorsteinSon og kona hans voru við útiverk, en börn voru inni, er tóku eftir að kviknaði í rjáfrinu út frá ofnpípunum. Hlupu þau út og gerðu aðvart, en húsið var þá orðið fult afreyk. og varð ekki bjargað nema litlu af sængurfötum og einni kommóðu. Alt annað brann til ,ösku með húsinu. íslendingará vest urströnd Manitobavatns hafa þegar gert samtök til þess að hjálpa til að koma upp íveruhúsi handa Thorstein son og fjölskyldu hans tafarlaust. Major H. M. Arnold héðan úr bæn um, sera særðist hættlega f bardagan um við Modder-ána í Suður-Afríku fyr ir skömmu síðan, lézt af sárum nú um helgina. Major Arnold var mjög vel kyntur hér í bænum og átti hér fjölda vina, og hefir þetta fráfall hans eðii lega ollað þeim mikillar sorgar. A þriðjudaginn 20. þ. m. var stór stúkuþing ForestersfélagsinsI.O.F. sett hér í bænom. Átta íslendingar tóku sæti á þessu þingi, 6 þeirra voru frá stúkunni ísafold hér í bænurn og í voru frá Selkirk. Capt. Krisján Paul son frá Gimli átti einnig sæti á þing- inu, og kom hingað í þeim erindum fyr ir fáum dögum, en af því þinginu hafði verið frestað um viku tíma án þess að hann hefði fengið tilkynning um það þá gat hann ekki beðið hér og var því fjarverandi. Eitt af þeim málum sem kom fyrir þing þetta, var um það, hvort kvenn- stúkum félagsins skyldi leyft að senda erindsreka á stórstúkuþing, og var það samþykt með miklum meirihluta allra atkvæða á þinginu. Brynjólfur Jónsson, frá Mountain P. O., og Stefán Tomasson, frá Hallson, N.-D., voru hér á ferð í síðustu viku, Þeir brugðu sér snöggva fer* til Sel- kirk og héldu heimleiðis um helgina. fréttum sögðu þeir að Park River-búar og aðrir úr Norður Dakota hafa nýlega myndað félagskap til að láta stunda námagröft í Kootenay-héraðinu í B. C. Eiríkur H. Bergmann á Garðar, Skapti Brynjólfsson á Hallson og Þorsteinn Þorláksson á Mountain «ru i tölu þeirra Islendinga sem tilheyra félaginu. Fé- lagið hefir 3 námalóðir þar vestra með gull og kopar málmi, og er það talin á- litleg eign. Grjótið í uámum þessum gefur af sér $11.00 virði úr hverju “ton” af grjóti. Hlutir í félaginu hafa hækk- að um 50% síðan á nýári og fastlega bú- ist við að þeir hækki um 300% innan fárra vikna frá því sem þeir seldust fyrirog um jól siðastl.Allmargir íslend- ngar eru að kaupa hluti í þessu félagí meðan þeir eru ódýrir, Sagt er að fé- lagsstjórnin hafi í hyggju að bjóða ísl. hér nyrðra að kaupa hluti í félaginu og er trúlegt að niaður verði sendur hing- að norður í þeim erindum innan skams. Hra. Skapti Brynjólfsson hafði nýlega farið vestur í British Columbia í erind um þessa félags og leist honum þar mjög vel á framtíðarhorfurnar, Enda hafði hann sjálfur tekið 5000 hluti i hluti i þessu félagi. Síðar vonum vér að geta gefið nákvæmari upplýsingar um félag þetta og framkvæmdir þess. “Á ferð og flugi” EFTIR » Stephan Q. Stephansson. Þetta er ný 1 j ððabók eftir þenna alkunna höfund, sem ég hefi fengið til útsölu. Útgefandi er herra Jón Ólafsson, ritstjóri, og er útgáfan öll prýðilega vel vönduð. Bókin er 64 hls. í stóru 8 bl. broti og kostar í kápu 50 cts. Blöðin ísafold og Fjallkonan hafa lokið verðugu lofsorði um þessa bók. Eg hefi og enn eftir óseld nokk- ur eintök af Ijóðabók Páls Olafssonar; verð, í kápu, $1.00. Bækurnar sénd- ar hvert sem vera skal kaupendum að kostnaðarlausu. M. PÉTURSSON. P. O. Box 305, Winnipeg. LJÓÐMÆLI. . Ný útkomið er ljóðmælasafn eftir Kristinn Stefdn*soi% og er til sölu hjá höf. að 789 Notre Dame Ave. West, og hjá H. S, Bardal að 557 Elgin Ave Winnipeg. Kostar í kápu 60 cts. Til sölu 537 Sherbrooke St. 4 herbergja íbúð- arhús með skúr áföstum, með 33 feta lóð, rétt hjá Tjaldbúðinni. Strætis- vagnar renna eftir strætinu. Listhaf- endur snúi sér til B. L. B. á skrifstofu Heimskringlu. Ég undirskrifaður bið alla þá sem knnna noákuð að vita um það hvar Guðrún Guðnadóttir. úr Aðal-Reykja dal á Islandi, er niður komin hér í Ameríku, að láta mig vita það. Húu varð eftir af mér 27. Ápúst árið 1888 í New York, Brú P. O. 15. Febrúar 1900. Andrés Jóhannesson Skemtisamkoma og Box Social Til arðs fyrir sjúkrasjóð stúkunnar Heklu, á Northwest Hall, 5. Marz 1900. PROQRAMHE: Instrnmental music (4 hljóðfæri.) Uppboð á kössum, (með svuntum og allskyns sælgæti i). Ræða, K. A. Benediktsson. Fiskdráttur — (ný uppfundin skemtun.) Solo :—Mr. St. Anderson. ’wr JÉH. >***- -*«<■ m v? »**«■ m -*e JÉÉL ■***«■ JÉK. w * # m m m m m m m m m m m m m m m m náöir þ“«>sir drykkir er seldir i pelaflöskum og sérstaklega ætl- Íf aðir til neyzlu í heimahúsum. — 3 dúsin flöskur fyrir $2.00. Fæst * hjá öllum vín eða ölsölum eða með því að panta það beint frá # m m m m m DREWRY’S nafnfræga hreinsaða öl “þ’reyðii’ einsog kampavín.” Þett er óáfengur og svalandi sælgætis- drykkur og einnig hið velþekta Canadiska Pilsener Lager-öl. Ágætlega smekkgott og sáínandi í bikarnum. REDWOOD BREWERY. EDWARD L- DEEWRY llniinfaefnm' & Inipoi'ter, WIAMrtlG. •••«tt»»«««»««»»a»»««000<£t9 fllexandra Melotte RJOMA-SKILVINDUR. F.f þú hefir sjö'kýr, þá eru þær, með því nota rjómaskil- vindur, þéreins arðsamar og þó þú ættir tíu kýr og enga skilvindu, og þess utan er tímaspariiaðurinn, og spaniað- ur á vinnu og íláta kostnaði. Bændur seni seldu stnjör á Stil lOc. pnndið hafa fengið 16 til 20c. fyrir það síðatftþeir kevptu skilvindurnar og liaft einn fjórða meira sinjjr Wilv söhi. Ef þú óskar eftir sönnunun fyrir þessum staf'þæf- íngnrn eða vilt fá upplýsingai- um vetð og söluskilmák á þessura skilvindum sem orka þenna vinnusþarnað og aukna gróða, þá skrifaðu á íslenzku ef þú vilt til K. A. Lister & €». 232 KING ST. Ltd. WINNIPEG. MJÖGr STÓR Fliiimeiettes Tepi»i Hvít og grá að lit 75C. parið. Einnig hvít nllateppi ágæt, 7 pund að þyngd $2.75 574 Kain Telefón 1176. m*. Gamanleikur í einum þætti. Persónur i leiknum eru : Caleb Clovertop (piparsveinn) Wm. Anderson. George Clovertop (bróðursonur hans) St. Andeison. Samantha Scoopington ) _. Henrietta Hooker j P>parmeyjar Miss Guðrún Jóhansdóttir, Mis. Fr. Merrile. Saley Swingleton (ekkja), M iss Guðrún Hákonardóttir. Instrumental Music. Inngangur 15c. Byrjar kl. 8. ALT BKITT ! Ég skerpi skauta fyrir 15c. rak- hnífa 25c., skæri 10c., hnífa 5c., og ýms önnur verkfæri fyrir sanngjarnt verð. SVEINN BJÖRNSSON. 5fií) Alexandcr Ave, Wí imipeg Landar góðir! Hér með tilkynnist yður, að ég undirritaður vinn virka daga við skó- aðgerð á verkstæði mínu, yfir kjöt- markað Islendiiiganna í Cavalier North Dakota. Aðgeróirnar svo vandaðar sem nokkurstaðar annarstaðar, en mun feldar í verði. Afgreiðsla svo fljót sem unt er. Inpim. Leví Guðmundsson. Hugsunarsamar matreiðslukonur w. vilja ætíð vanda sem bezt það sem þær bera á borð. Boyd’s brauð er hið bezta. Margra ára reynzla heflr sannað það. Ileíurðu ekki veitt því eftirtekt hvað það er ágætlega smekkgott ? J. Boyd, 370 og 579 Main Str. Auglýsing. Eins og að undanförnu hefi ég tvo lokaða sleða í förum í vetur milli Sel- kirk og Nýja íslands. Annar sleðinn leggur af stað frá Selkitk á hverjum fimtudegi kl. 8 f, h , kemur aftur til Selkirk kl. 6. á mánudagskvöldum. Hinn sleðinn leggur af stað frá Selklrk kl 8 hvern mánudagsmorgun og kemur aftur þangað á föstudagsk völd, Vanir, góðir keysslumenn, þeir Kristján Sig- valdason og Helgi Stur]ögsson. Qeo. S. Dickinson, IFEST SELKIRK, - MAN. Nói dansaði á brókinni. Það var ekki sama vínið sem Nói dansaði blindfullur á brókinni af, sem II’. J Bawlf. IFholesale & Reatale vín- sali á Princess Street selur. Hann selur gott vín. sterkt vín, dauft vín, ódýrt og dýrt vín, og vindl- arnir alveg fyrirtak. W. J. BAWLF. Kniiii Kxelinnge Itnilding. PRINCESS ST. TPTNNIPEG. 302 Drake Standish. varð ungfrú Ravary að orði. Það var aðdáun- arvert hve vel hún t-eysti frönsku aðsóknar- mönnunum, ef að eins Bergelot væri þar með. ‘ Ég vildi að við gætum horft á orustuna”, sagði ég. “Þetta getur orðið langur bardagi.” “Nei, þeir eru aldrei lengi að slíku,” svaraði ungfrú Ravary. “Þessir Arabar herjast aldrei lengiíeinu. Þeir annaðhvort vinna strax sigur eða fiýja að öðrum kosti.” Það var að minstn kosti víst, að skothríðin færðist stöðugt nær. “Þeir eru að hörfa til baka,” mælti ég. “Frakkar reka þá á undatt sér”. “Já. en þarna ríður önnur hermannasveit af stað hinum til aðstoðar,” svaraðí ungfrúÍD. Það var orð og að sönnu, að annar allstór illþýðaflokkur þeysti af stað i bardagann. Og nú varð enn meiri æsingog óhljóð í herbúðunnm, og skotrnðu margir til okkar hatursfullu augnaráði. Mér gat ekki dulist það, að afstaða oklar ▼ar nú mjög hættuleg.Það var mjög sennilegt.að ef Arabar biðu ósigur á vígvellinum, þá mundu þeir ráða okkur hana áðnr en herdeildinni frá Algiers tækist að hjálpa okkur. Við gátum ekker aðhafst, og lét ég þrí ekkert á þvibera,aðmér byggi nokkuróttií skapi. Og mérþóttivænt um, aðþeim Carlos og ungfrúnni datt ekirert slíkt í hug. Carlos þekti ekki lyndis- einkunnir eða dýrsnáttúru þessara manna. og gat því ekki búist vid neinu slíku. En ungfrú Ravary þekti þá vel, og óttaðist ég að hún yrði dauðskelkuð, ef henni dittí þetta í hug. Drake Standish. 307 um þar i gisling fyrir nokkra yfirmenn þeirra, sem voru í varðhaldi í herbúðum okkar. Hann trúði þeim og sendi því eftir þér. því hann hélt að þú værir óhultari þar hjá sér, heldur en í litla gistíhúsinu, sem kynblertdingur hafði um- ráðyfir. Þú veizt nú þegar hvernig Abdullah narraði þig, Eg þarf að jafna reikninginn við þann náunga síðar. En ég trúði ekki Márunum eins vel og faðir þinn, svo ég réðist á tjaldbúðir þeirra að þeim óvörum, náði föður þínum og rak þá á fiótta. Þegar hann svo komst að því að þú varst horfin, varð hann utan við sig af harmi. Ég tók því stjórnartaumana tafarlauso í míuar eig- in hendur. Kallaði samau dálitinn hermanna- flokk úr varnarliðinu, sem var á landamærun- um, og höfum við síðan verið að elta óaldar- seggina. En ég fékk rnig fullreyndann í þetta skifti. Ég bjóst aldrei yið að hitta hér þvílkan herafla”. “Já, og þetta cr harðsnúið lið, lautenant”- mælti ég. “Við treystum því að þér munduð frelsa okkur. Og við erum jafuvel ekki voulaus enn, þótt svona færi. Eruð þér vonlausir ?” “Vonlaus ! Eg vonlaus! Aldrei ! Colonel Ravary lemur þessa þorpara sundur og saman þegar minst varir. En leyfið mér. monsieur, að segja, að við hittumst hér aftur undir einkenni- legum kringumstæðum. Mér veittist sú ánægja að kynnast yður fyrst úti á hafi, og nú hittumst við aftur sem fangar í herbúðum Araba. En ég man líka. að þér eruð ötull og ófyrirleitinn æf tyramaður”. 306 Drake 8tandish. Carlos lá við olnboga nálægt Bereelot og hafði ekki augun af honum. Hann vat ftillur a aðdáun yfir kjarki og karlmensku þessa manns, sem liafði riðið fremstur og eggjað menn sína til atlögu á móti slíku ofurefli og sem ekki mælti æðruorð af vörum eftir jafn tilfinnanlegan ósig- ur. “Ég vissí vel, monsieur”, mælti Bergelot, “að ég mundi finna Victorine hér í herbúðunum. Við vissum hvað þessi þrælmenni ætluðu sér. Það líður sjaldan svo mánuður að ekki sé ein- hver uppreist eða ófriður á meðal þeirra. Et þeir ekki fá tækifæri til að berjast við aðra, þá liíígja þeir í ófriði sín á meðal. Þeir gera aldrei á sárshöfði setið”. “En Dulon”, tók ungfrú Ravary fram í. “Þú slapst með naumindum hjá því að láta lífið á vígvellinum”. “Ó, hvað það snertir, þá er það t’.k: umtals- vert”, svaraði hann léttilega. “En hvað segirðu mér um föður minn ?” “Hann er í Algiers. Haun ætlaði sjálfur að hefja eftirförina með mér. En rétt í því fékk hann skipun um að koma óðara til Algiers, til að hefjast þar handa á móti foringjum Arab- anna”. “En hvernig komst hann úr klóm þeirra ? Þeir náðu honpm á vald sitt, var ekki svo?” “Jú. Bréfiðsemþú fékst var frá honum sjálfum. Hann var í varðhaldi i dálítilli tjald- stöð hjá Márum frá Algiets, og höfðu yfirmenn- irnir lofað bonum að honum hkyldi ekki verða neitt mein gert. Þeir sögðust að eins halda hon Drake Standish. 303 "Þarna sést revkur!” hrópaði Carlos alt í einu. \ ið höfðum setið niður, en stukkum nú á fætur. Sáum við nú glögt púðurteykinn. Skot- hríðin dundi nú í sífellu og var þetta eflaust hintt skæðasti bardagi. Að stundarkorni liðnu sáum við nokkra tiddara þeysa út úr reykjarsvælunni, voru þeir eltir «f fémennum riddaraflokki. Þeir þeystust í áttina til herbúðanna. Ara- bisku flóttamennirnir hertu reiðina alt hvað af tók, Frakkar, sem nú voru að líkindum þreyttir og dasaðir, fylgdu þeim fast á eftir. Við sáum þá skýrt og greinilega og gátum vel aðgreint franska einkenisbúninginn. Já, þeir höfðu á- reiðanlega sigrað. En alt í einu gullu við ógurleg köll og há- vaði í herbúðunum. Allir Arabarnir sem ekki höfðu áður tekið þátt í bardaganum, stukku nú á fáka sína og þeystust eins og óstöðvandi stór- straumsflóð á móti hinni fámennu Frakkasveit. “Ég óttast afleiðingarnar”. varð mér nú að orði. ‘‘Frakkneska hersveitin hlýtur að vera orðin þreytt og þjökuð”. “Ó ef Dulon er í broddi fylk ngar, þá óttast ég ekki úrslitin”, svaraði ungfrú Ravary, og var hin hugrakkasta. Já, það getur verið, að Dulan fylgi einhrer yfirnáttúrlegur styrkur”, svaraði ég brosandi. En þetta óvenjulega traust hennar á Dulon jók mér samt hughægð undir kringumstæðun- um. Mér datt ósjálfrátt í hug, hvort Inez mundi nokkurn tíma hafa borið slíkt traust til

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.