Heimskringla - 01.03.1900, Blaðsíða 1

Heimskringla - 01.03.1900, Blaðsíða 1
XIV. ÁR Nr. 21. o>q Heimskríngla. WINNIPEG, MANITOBA 1. MARZ 1900. Lesid eftirfylgjandi: Hjá Stefáni Jónssyni er alskonar dúavara seld með 25%, 33%, 50% Þessi afsláttur er að eins fyrir stuttan tíma á ýmsum dúkum til að fá rúm fyrir nýjar vörur. Allar þessar vörur voru keyptar áður en þær stigu upp. Missið ekki af þessum kjörkaupum, ef yður er mögulegt að sæta þeim. Enn fremur 20% og 25% af öllum karlmanna yfirhöfnum, drengja yfirhöfnum, kvenn Jackets, loðhúfum og ýmsum öðrum vetrarvarningi, alt með niðursettu verði á meðan það hrekkur. Undra upplag af alskonar sumarvarningi daglega að koma inn í búð S. Jónssonar, gleymið ekki að koma og skoða, vörurnar eru góðar og með verði sem allir geta keypt. Komið sem fyrst og sem flestir. Virðingarfylst yðar S. JOHNSON. N. E. HORN líOSS AVE. OG ISABELL ST. The Home Life Association of Canada. Incorporated by special act of Parliament. Hon. R. HARCOURT, A. J. PATTISON, Esq, President. Gen. Manuger. 'Höfuðstóll—ein millíón dollars.' Yfir fjögur hundruð þúsund dollars af höfuðstól HOilE LIFE félagsins hafa leiðandi veisílunar-rnenta og peninga, menn í Mairtoha og Norðvestur- landin-u keypt. HOME LIFE hefir þessvegna meira afl á bak við stg í Mani- toba og Norðvesturlandinu en nokkurt annað lífsábyrgðarfé'ag. Lifsábyrgðarskýrteini HOME LIFE eru af öllum er sjá þau álitin að vera hin fullkomnustu lífsábyrgðarskýrteini, er nokkru sinni hafa boðist, Þau eru skírt prentuð, auðskilin, laus við tviræð orð. Dánai kiöfur borg- aðar samstundis og sannanir um d.iuða félagslima hafa borist félagicu. Þau eru ómótmrelanleg eftir eitt ár. Öll skýrteini félagsit s hafa ákveðið peningaverðmreti eftir 8 ár. og eru pen ingar lánaðir út á þau með betri skilmálum en nokkuit aunað iífsábytgðai iélag býður. Leitið upplýsinga um félagið og ábyrgðarfyrirkomulag þes- hjá W. H. WHITE, ARNI EGGERTS50N, MANAQBR. ílcliityre Rloolt, Winnipeg. GENERAL AGENT. p.o itox a-iö. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Gufuskipið Milwaukee sigldi frá Halifax þann 21. f. m. áleiðis til Suður Afriku. Það er 4. skipið sem flytur canadiska hermenn til Afriku. Málið sem danska stjórnin lét höfða móti skipshöfninni á gufuskipinu Roya list, sem með Qfbeldisverkum sínum varð 3 íslendingum að bana á Dýra- firði i haust er leið. hefir verið útkljáð þannig: að kapt. Nielsen hefir verið dæmdur í 1 árs fangelsi; Holmgreen stýrimaður er dæmdur f 30 daga fangelsi við vatn og brauð, og Rug- gaard matsveinn f 30 daga fangelsi, — Dómar þessir mega teljast hneykslan- lega vægir, og eru þegjandi vottnr þess, hve Danir meta lítilsvirði manns lffin á íslandi. G. E. Tuckett, einn af eigendum T & B tóbaksverksmiðjunnar í Hamil- ton Ont. með mestu verzlunarntönn- um í Canada, andaðist að heimili stnu þann 19. f. m. Ottawastjórnin er að hugsa um að breyta kjörseðlunum svo aðþeir verði auðskildari hér eftir, en þeir nú virðast vera. Enn fremur á að breyta kosn- ingalögunum svo að krossinn megi vera hvar sem vera vill framan á kjörseðl- unum, og skuli samt talin sem gildur, svo lengi sem hægt er að sjá hverjum hann er ætlaður. Vindstormur sá sem getið var um í síðasta blaði að hefði gert mikinn skaða á Bretlandseyjum og Frakklandi. hefir einnig ollað miklum skemdum og mann tjóniáSpáni. Fimm skip hafa farizt og mörg strandað og fjöldi sjómanna misti lífið. Mörg skip eru einnig týnd. sem áttu að vera 'komin á ýmsar hafn- ir, og er talið víst að )>au hafi öll farizt. R. L, Riohardson, ríkisþ ngmaður fyrir Lisgar-kjördæmið og ritstjór1 biaðsins Wiuuipeg Tribune, lagði uý lega spurningu fyrir stjórnina um það. hvenær tími væri kominn til þess að leggja skatt á land C.P R. félagsins, og yar honum svarað þvi í þinginu að það væri spursmál sem dómstólarnir yrðu að skera úr. Richardson Jagði þá fram frum- varp til laga þess efnis aðlönd félagsins skyldu skattgild straxog 2(> ár eru lið- in frá því þau urðu eign félagsins. En sá tími er nú hér um bil út runninn. Nái frumvarp þetta lagagildi, þá verða lönd félagsins i Manitoba og Norðvesturlandinu, allsnotur inntekta- grein fyrir hin ýmsu sveitafélög sem félagslöndin liggja í, og hlýtur að hafa þau áhrif að lækka skatta á gjaldþegn um sveitanna. Það verður gaman að sjá hvað þingið gerir víð þetta frum- varp. British Columbia-stjórnin er fallin. Hún varð undir á föstudaginn var, við atkvæðagraiðslu um breytingu kjör- dæmanna þar í fylkinu. Hún var bú- in að sjá það jafnan síðan Jóseph Martin gekk á móti henni í þinginu, að hún mundi verða skammlíf, og til þess að vera sem bezt bútn undir næstu kosningar, ætlaði hún að gera kjör- dæmabreytingu, og lagði fram frum- varp til laga um það mál, en féll á því bragði. Húsbruni varð i bóndabæ, 3 mílur frá Blackwater í Ontario, 3 ungmenni brunnu þar til dauðs. Eldur kom upp í frímúra höllinni í London, Ontrio, á föstudaginn var. Er það stórhýsi mikið og leikhús bæjarins í parti af byggingunni ásamt ýmsum skrifstofum auðfélaga. Byggingin brann til ösku og er skaðinn metinn yfir eitt hundrað þúsund dollara. 420 húsbrannu í baenum Ataqnines á Spáni, þann 21. þ. m. Margt fólk brann til dauða. Er þetta talinn stærsti eldur sem komið hefir upp á Spáni á þessari öld. ’Það eru fleiri en C, A. Young, sem eru búnir að tapa trú á frómlyndi gamla Greenway’s og stefnu liberalfiokksins undir leiðsövn hans, Mr. Ennis í Neepawa hefir sagt af sér þingmensku, og það er talið víst að Mr. Davidson, ráðgjafi akuryrkjumála og fylkis fé hirðir í nýju stjórninni verði kosinn gagnsóknarlaust, með því að liberal flokkurinn hefir hvorki þrek né þor til þess að setja út mann á móti honum. Þeir virðast nú loksins farnit- að ráma i það sem flestir aðrir vissu fyrir tveim mánuðum, að það er gersamlega þýð- ingarlaust fyrir þá að reyna að fá nokkurn liberal kosinn í þessu fylki eins og sakir standa nú. Herfréttir síðan i fyrri viku segja að Bretar séu nú fyrir alvöru búnir að koma ar sinni svo fyrir borð, að þeir eru farnir að skjóta Búum skelk í bringu. Síðan Bretar leystu Kimber- ly úr umsátinu 16. þ. m. hafa þeir uunið hvern sigurinn á fætur öðrum.— Þann 17. þ. m. náðu herdeildir Breta, undir forustu Kelly-Kenny hershöfð- ingja. nær 80 vögnum frá Búum; voru þeir hlaðnir með vopn og vistir; 2 vagn- arnir voru hlaðnir með Mauser-rifflum. Þar fengust einnig 8 kassar af rifflakúl- um, 10 tunmtr af sprengiefni og mikið af allskonar matvælum og. Einnig náðist talsvert af hergögnum og fall- byssum frá Búum við Kimberly og Ma- gesfonten. Cronje herioringi hélt liði sínu og hergögnum áleiðis til Koffy- fontain, norðan við Modder ána, og er sagður að hafa þar öflugt vígi. Nokkr- ar brezkar riddaradeildir (um 2000 manna) voru sendir á eftir honum til Kiyp Drift, eu gátu ekki stöðvað ferð hans. En börðust við hann heilan dag. Um síðir urðu þeir að hverfa frá þegar nóttin skall á. Ein af hersveitum Ca- nadamanca tók þátt í bardaganum við Jacobsdal og dugðu vel. og þóttu standa jafnfætis hinum hraustu og æfð- ustu hermönnum Breta. Fimrn þeirra gáfust samt upp um daginn og urðu fráskila aðal hernum, er talið líklegt að þeir hafi verið teknir til fanga af Búunuru. Blöðin í London hælamjög herkænsku Roberts og Kitcheners. en viðurkenna þó að þeir hafi bygt breyt- inga áform sín á reynzlu Bullers og þeirra sem með honum hafa unnið. Þeir hafa því getað varast alt það sem honurn varð til tftlmunar í sóknutn síu- um á óviuaherinn. En Bullur með liði sínu hafði barist 5 daga samfloytt í hæðunum 10 milur norður frá Coheve- ley og hafði rekið Búaliðið frá nokkr- um vígum þar, annars er ekki getiö um hvað mannfall hafi orðið af Bretum ué Búum f þessum bitrdöguin. Einn af skæðustu bardögunum, og sem hefir haft sorgleg áhrif, sérstaklega fyrir Ca- nada, var háður við Modder River á sunnudaginn 18. f. m. í þeim bardaga var 1. Canada-herdeildin, og misti þar margt af mönnum sinum — um eða yf- ir 60 þeirra sreirðust, 20drepnir, 7 tekn- ir fangar og 2 hurfu í bardaganum. Með þessu eru um 90 Canadamenn úr sögunni fyrst um sinn, og þó það sé eins og ætíð má búast við í bardögum, þá er missirinn eigi að síður sár og sorglega tilfinnanlegur fyrir ættingja þeirra og vini hér í landi. Einn her- maður frá Winnipeg féll í þessum bar- daga og annar maður, Major Arnold, héðan úr bænum, særðist hættulega og er i lífshættu. Ekki er þess getið að Bretar hafi unnið þennan bardaga, og er talið að þeir mnni als hafa tapað þar um 600 manna. Ekki er getið þar um mannfall í liði Búnnna og hefir það þó hlotið að vera mikið. I þessum bar- daga mistu Bretar 2 foringja særða. — Það þykir markvert. að Gen. Roberts, sem sendi hermáladeildinni i London fréttina um þennan bardaga, skyldi ekki geta um hvorir unnu sigur. En vera má að bardaginn hafi ekki verið afstaðinn þegar fréttin var send, með því að siðan hefir frétzt að orustan hafi staðið yfir frá föstudegi til mánudags Fréttir frá Búum segja, að þeir hafi háð orustu við herdeildir Bieta, undir Gen. French, og náð þar 180 vöguum með vopnum og vistum, og að auki 2,800 uxum og tekið 58 menn fanga. A þetta að hafa skeð hjá Riet River um sama leyti sem Gen. Roberts og Cana- dametin háðu orustuna við Modder Ri- ver. En fréttir um þetta eru enn þá óljósar. Sagt er að Gen. Buller með herdeildir siuar sé nú á hæðum nokkr- um nálægt Ladysm'th, og að herdeild- ir hans sjáist frá bænum. Það er því talið víst, að honurn muni takast að frelsa þann bæ innan fárra daga. Síðustu fregnir : STÓRKOSTLEGUR SIGUR FYRIR BRETA. Á þi iðjudagsmorguninn var flugu þrer fráttir hvervetna um hinn meutaða heim, þar sem ritsíminn nær til, að hinn nafnfrægi hershöfðingi Bú- auna t Afríku, Cronje. hefði orðið að gefast upp með allar þær hersveitir, er hotium fylgdu. Þessi fregn hefir reynzt áreiðanleg. Cronje gafst upp skilmála laust, eftir frrega vörn og .,ær því 10 daga samfleytta orustu móti ofurefli liðs. Sagt er að Bretar hafi tekið þar fanga um 4000 — 6000 hermanna, auk skotfæra og alskonar herbúnaðar. ÞesSi stórkostlegi sigur Breta. þótt hann kremi ekki með öllu á óvart, var mjög ^hugðnæraur hvervetna f hinu brezka veldi. Því þótt menn sjái enn þá ekki fyrir endann á þessu striði í Suður Afriku, þá er það þó vist, að jafn stórkostlegur sigurvinningur og þetta, hlýtur að flýta mikið fyrir hin- um einu hugsanlegu úrslitum á stríð- inu, þeim sem sé, að Bretar vinni að lokum fullkominn og skilyrðislausan si >ur á Búunum. I siðasta bardaganum við herfylk- ingar Cronje á mánudaginn var, gekk canadiska herdeildin hraustlega fram í fyrstu röð, enda féllu þá 8 af þeim og 30 særðust. Hefir þessi herdeild siðan fengið hrós mikið fyrir hreysti og katl mensku, hvervetna i enskum blöðum .og ræðiitn. Frönsk, þýzk og ítölsk blöð sjá auðvitað ofsjónum yfir þessnm sigri Breta. og telja það illa farið að Cronje skyldi ekki geta sloppið úr herkví Breta með allan liðsafla sinn. Nýtt lyf við “blóðtær- ii)gu“ (Anœmi). Frá Pasteurs efnarannsóknastöð- inni í Paris hefir komið fregn um ný- fundið lyf gegn sjúkdótui þeiin, sem á- íslenzku máli heflr oft ~erið nefndur hinu fjarstæða nafni “Jómfrúgula”, en nú i seinni tið hefir hann helzt verið kallaðiir ' blóðskortssjúkdómur” eða "blóðtæring”, sem er lítið eitt nær sanni. Hvað sem nöfnum þessum líð- ur, þá er sjúkdómur þessi svo algengur hér vestan hafs, að hin sérstöku á- kveðnu einkeuui baus eru næstum hverjum manni eða konu knnn, og þarf því eigi að skýra þau freknr hér. Professor Metcanikoff, sá er lyfið fann, hefir sjálfur ekki enn gefið em- bættisiega skýrslu um fundinn. svo kunnugt sé, en fregnriti blaösins Lon- don MorrtinK Post hefir sent blnði sinu (frá Paris) skýrslu um þetta efni, og hafa eigendur | ess aftur jafnskjótt sím- að hana til dagblaðanna víðsvegar um Ámeríku. Hefir meðalinu pegar verið gefið nafnið “lífvökvi” (Elixir of life), og er það réttnefni, ei meðalið skyldi reynast það, sem spáðhefir verið fyrir því nú þegar. "Lífsvökva” þessum er lýst sem blóðlegi (Serum), er hindri eyðslu hinna ýmsu liffæra-efna á þanu hátt að hann eins og veki eða “hvetji” hvítu blóðagnirnar (Phagoeytes) til æst ari árása á sýkifrumlurnar. Misrnu í- andi tegundir þessa blóðlagar eru hver fyrir sig einhæf (specific) fyrir sérstök líffreri. Er heil sérstök deild af rann- sóknarstöðinni nú fyrir alvöru að lita eftir sórhæfi hvers einstaks liffæris, svo haga megi efni “lífsvökvans” eftir hvers þeirra þörfutn. Hafa rannsóknir þessar þegar framleitt ákafiega víðtæk- ar sannanir fyrir séreðli líffreranna og einkalyfja þeirra. Blaðið Morning Post segir þannig frá uppgötvaninni : “Árið 1898 lét M. Bordett, einn af lærisveinum professói anna í Paris, prenta skýrslu um árangurinn af hin- urn fróðlegu tilraunutn. er hann hafði gert við “innspýtingu” íshéra blóðs í drafnsvin (guineapig). Síðar “inn- spýtti” hauu drafiiBviiishlóði í íshéia og varð það héranum að bráðum bana. Þetta atvik kom próf. Metohnikoff til að rýna eftir orsökinni til dauðsfalls- ins. koinst, hann fljótt að þeirri niður- stöðu, að drafnsvínsblóð, sem spýtt er inn í íshéra eða önnur hryggdýr, fram- leiði banvæni. sem veiki svo rauðu blóð agnirnar (járnkynjuðu) að þær verði hvítu hlóðögnunum eins og að her- fangi. Hélt professórinn því þegar fram, að þar eð nefnt hanvæni væri í stórskamti bráðdrepandi. þáhlyti það að sjalfsögðu að vera hressandi og lífg- andi viðhaft í smáum skömtum. Á þeirri frumreglu er bygð verkunarhæfni allra lyfja, t. d. refa eitur (Strychnin) og músa eiturs (arsenicum). Byrjaði professor Metchnikoff því á að innspýta þyntu drafsvínsblóði, er áður hafði ver- ið innspýtt, i íshéra. Fyrir innspýt- inguna voru í hverjum tenings milli- meter af ishérablóðinu 3.000,000 rauðra blóðagna, en eftir 3 daga var fjöldi þeirra orðinn 8,000,000. Blaðið Philadelphia Press flytur sérlega velritaða ritstjórnargrein um þetta merkilega efni. Segir þar meðal annars svo : “Hin nýjasta uppfinding próf. Met- chnikoffs virðist að vera sérstök breyt- ing á blóðagnalæknisaðfer? (Phagocy- tosis process) þeirri sem hatn fann upp fyrir nokkrum árum síðan. Hann heldur þvi fram, að i staðteknum (loca- lized) sjúkdómum muni hann geta “upplífgað” svo blóðagnirnar túeð sér- stökum blóðsöfum (lymhe) að þær fái, yfirbugað liin banvænu áhrif sjúkdóm- anna á trefjaefnin og fært ásigkomulag þeirra til náttúrlegrar heilbrigði. Það mættl reyndar segja að vanaleg nútiðar meðul geri þetta að nokkru leyti með algengum eða einhæfum (specific) lækn- ismáta. En það er og sagt að prófess- orinn stigi feti framar, og að hann þyk- ist munu geta “upplífgað” svo líkams- frutnlur (cells) aldurhniginna marna, að alt ásigkomulag blóðsins og trefja- efnisins verði lífmeira og fjörugra, og þar af leiðandi muni lífið lengra verða —aldurinn hærri. Mfeð öðrum orðum: eins og koma má blóðinu til að verjast og yfirbuga kverkaskóf (Diptheria) með innspýttu “Antitoxin", eins verður með þessari aðferð blóðefnunum komið til að verja eyðslu trefjaefnanna og endur næra þau, jafnharðan og þau verða að bucast viðaldur og ofraunir”. (Þýtt af J. E.). Frái löndum TINDASTÓLL.ALTA. 10. FEBR.1900. Frá fréttaritara Hkr. Veðráttan htn ágætasta, er htigs- ast getur allan síðastl. mánuð, svo ég ætln óhætt tið segja, itð við íslendingar höftim ekki lifað í Albevta eins framúv- skarandi góða tíð i Janúar; staðviðri, frostlitið og hér um bil alauð jörð. Nú um mánaðamótin brá til kaldara. með talsverðu frosti og nokkru snjófalli, hrest frost 7. þ. m. 32 stig fyrir neðan zero; nú í dag aftur frostlaust, með snjókomu og stormi. Séra R. Marteinsson fór héðan al- farinn 5 þ. m. Það er óhætt að segja, að liann með fram omu sinni í þessari bygð ávann sér sem fyrri virðingu og hlýan hug bygðarbúa. Hann vann kappsamlega að prestverkum meðan hann dvaldi hér, þótt það kostaði hann mikla fyrirhöfn. —Söfnuður er mynd- aður hér í bygðinni, en hve margir i honum standa, er mér ekki kunnugt. Skólar byrjuðu fyrstu dagana af þessum raánuði, bæði aðHóla og Tinda stól, og munu þeir eiga að standa ytír sex manuði. — Að öðru leyti tídindji- lausi; almenu heiibrygði og vellíðan. "nýja ÍSLENZKA BYGÐIN. Það hafa eflaust margir heyrt talað um landflákana suðvestar frá Morden, sem var bygður sumpart »f Mennonit- um, en sumpart ótekið land, af því aðr- ir þjóðflokkar fengu ekki að taka það, fyrr en í fyrra, að )iessi landspilda var af stjórninni gefin upp til landtöku hverjum sem vildi. Létu þá íslending- ar ekki standa á sér, en tóku þar land, og er óhætt að segja að margir hafi ver- ið um hvert eitt, enda eru nú landnem- ar þar milli 30 og 40, sem annaðhvort hafa keypt lönd eða tekið heimilisrétt- arlönd, eftir rúmt ár, og alt af eru að bætast við fleiri og fleiri, en Meunonit- að fara burt og rýma fyrir íslending- um, oe búast þeir við sem þar eru. að alt verði bygt þar af íslendingum eftir 2 til 3 ár. Landið kvað hafa verið í litlu áliti og lágu verði, þangað til Islendingar fluttu þangað á síðastl, sumri. Nú ei alt orðið umbreytt, nýlendan að verða Þéttbygð, og mikið talað um umbætur á nresta sumri: vegabætur og skólabygg in.Lar, enda eru lönd öll nú helmingi dýrari, en þau voru fyrir þremur mánuðum síðan. og búist við enn meiri verðhækkun á næsta sumri. Þar eru nú þyí nær eugin heimilisrétta lönd, en æði mikið af löndum til sölu, oger verðið frá $400—$800 á löndum, sem ekkert eða litið eru unnin, en frá $600—$1400 á löndum, sem dálítil verk eru á, svo sem nokkrar byggín„ar. Það er búist við að ekki verði í þessari nýlendu nema íslendingar eftir 2—3 ár, því tneiri parturinn af Mennon- itum er þegar fluttur burtu, og þeir sem eftir eru vilja selja, og flytja burt eins fljótt og tækifæri gefst, svo ís- lendingar verði þar einir eftir stuttan tima. Og fagna hérlendir ntenn yfir því, af því þeir búast við góðri fram- för af hálfu íslendinga, þegar fram í sækir. Það má segja um landið, að það ætti að verða affarasælt; • heyskapur allgóður og gott akuryrkjuland, sum staðar æði seinunnið vegna skóga. Vatn fæst þar víðast á 5—15 feta dýpi. Mjög óvíða sjést þar grjót i jörð. Lands- lagið er mikið til slétt. ofurlítið öldu- myndað, með skógarbeltum eða kjörr- um hingað og þangað, en sem löndum minum fanst ekki n.ikið til utn, enda eru þeir fiestir úr N. Dak Eg get, því iniður, ekki lýst landinu eins vel og ég hefði viljað, því yfirferð mín um ný- lenduua var of lítil til þess, og þessi tími árs ekki góður. Að síðustu votta ég þeim herrum: Tomasi Johannssyni og Sigfúsi S. Bergmann, innilegt þakklæti fyrir gestrisni sína og góðar leiðbeiningar. S. J. HECLA t>. O., MAN., 17. FEBR. 19o0. B. L. Baldwinson ritstj. Hkr. Heiðraði herra. í 18 nr. Hkr., er út kom 8. þ. m, er dálítil fréttagrein um Þórð Árnason frá Mikley. Og með því að hún skýrir ekki rétt frá, leyfi ég mér, herra ritstj. að segja sögu mina sjálfur, og biðja yður að ljá henni rúm í blaði yðar. Ekki fyrir það, að hún sé svo markverð eða viðburðarik, heldur af því að ég á- lít að lesendum blaðsins þyki nokkru skifta hvort blaðið segir sannleika eða eigi. Það atriði er rétt^, að ég fór frá Bull Head 28. f. m. á leið til Mikleyjar. Var þá logn og veður fagurt. Enn er ég hafði gengið hér um bil 9 mílur, eða miðja vegu millum Bull Head og Big Grindstone Point, skall á suðaustan stórviðri með skafhrið og ofanhrið, svo hvergi sá til lands. En með því að ég vissi ógjörla rétta vindstöðu, hafði ég breytt stefnu minni til austurst svo mikið, að ég kom að norðausturhorni Dear Island, sem ég þá hélt vera Big Grindstone Point. Veðrið var ákafiega mikið, svo ég sá mér ekki fært að halda lengra. Fór ég upp á eyna og kveikti mér þar eld, því skógur var nægur, er ég gat brotið með höndum, því enga hafði ég exi. Var ég þar alla nóttina, þar til birta tók. Hafði vindstaðan breytzt svo að þá var komið ofsa norð- anveður með fannkomu og hörku frosti Tók ég þá stefnu eftir vindi, sem ég hélt rétta vera til Mikleyjar. En í stað þess að komast þangað, lenti ég vestur í Blackeyju. Eun á þeirri leið varð fyrir mér opin sprunga, svo ég varð votur í báða fætur. Og með því að ekki var hægt að glöggva sig á land* inu, þar eð hriðin var svo svört, og fæt ur mínir tóku að frjósa, afréð ég að stanza þar á eyjunni og ætlaði að kveikja eld sem fyrri, en sú eina eld- spíta. sem ég átti eftir, hafði vöknað og reyndist ónýt. Góð ráð tóku að verða dýr, og hið eina sem ég gat fundið var að grafa mig í fönn. Kl. mun hafa verið nálægt 2 e m., þegar ég gróf mig og dvaldi ég þar það sem eftir var dagsins og næstu nótt. þar til fullbjart var á þriðjudaginn, 30. Ég var heitur af ganginum þegar ég fór i fönnjua, að undanteknu þvi, að fæturnir voru freðnir, en brátt kólnaði mér þó sro að ég vil ekki þui ía að lifa kaldaii nótt. Vindur og frost var engu miuua þenna dag, en ofanhiíð engin, og því ratljóst. Þegar ég haföi gengið svo seni tr.ílu vegar, þekti ég hvar ég var, og voru þá hér um bil 3 niílur að Grund, sem er norðarlega á MiUleý. Föt min tóku að frjósa svo að ég átti örðngt með að ganga. Samt komst ég að Grund kl. 9 f. h. Var óg þá búinn að vera nokkuð á 5. dregur matarlaus, ov nálregt 19 tímura fieðinn á fótum. Úlfiiðir voru einnig freðnir mjög og andlit.ið tnlsvert lika, en ekki mjög djúpt. 7 tíma var verið að þiða úlfliðina og 11 tíma að þíða fæturna (í snjóvatni), og hafði heimilisfólkið nóg að gera að sjá um að það verk tækist vel, enda var ekkert til sparað. Strax var sent eftir Jóhanui Strauinfjörð, er þá var staddur þar suður á eyjunni Lét hann mig hafa meðöl og var hjá mér til næsta dags. Það, að ég misti ekki fætur og jafn vel hendur lika, þakka ég meðölum Jóhatins Straumfjörðs og þeirri ágætu meðferð, sem ég hefi notið hjá Mr, og Mrs. Johnsou á Grund og heimilisfólki þeirra. Og ég tek tækifærið til að votta þeim öllum mitt innilegasta þakklæti fyrir alla meðferð á mér. Ég er nú á svo góðum batavegi, að öll hætta sýnist vera horfin og líklegt að ég verði bráðlega albata. Að endingu vil ég benda á, að það getur verið að saga mín, fió hún sé ekki margbrotin, geti gefið ferðamönn- um áminningu um að gleyma eki<i að búa sig vel út með eldspítur, og l íta ekkí hugfallast. þó þeir frjósi dálitið, þvt hættan er ekki svo voðaleg, ef rétt er með farið. Staddur að Grund, Hecla P. O., Man. 17. Febrúar 1900. Thorður Árnason. MANITOBA and Northweslern R’y. Time Card, Jan. lst. 1900. ffltid Eb’d WinnipegLv.Tues.Thurs.Sat II 15 Winnipeg Ar. Mon. Wed Fri. 20 45 Portage la Prairie Lv. Tues Thurs. Sat 13 25 Portg la Prairie Mon.IFed. Fi 18 35 GladstoneLv.Tues. Thur.Sat 15 05 Gladstone Lv.Mon. Bred.Fii 1815 Neepawa Lv.Tues Th.tr. Sat 16 03 NeepawaLv. Mon. Hred. Fn. 15 55 Minnedosa Lv.Tues.Th ir.Sat 17 00 Minnedosa Mon IFed. Fii. 15 15 RapidCity Ar. Tue« Th írs 18 20 Rapid City Lv. Wed. Frr 13 15 Birtle Lv. Sat 19 15 Birtle Lv. Tues Thurs 19 30 Birtle Lv.Mon.IFed Fii 12 30 Binscarth. .Lv. Tues. Thnrs. 20 50 Binscarte Lv. S.it. 20 31 Bínscarth Lv. Mon. 11 25 Binscarth Lv. IFed. Fri. 11 05 Russell Av. Tues Thur. 2140 Russell Lv. Wed Fri. 9 40 Yorkton.... Arr. Tues. Thur 120 Yorkt.on Arr. Sat. 23 3o Yorkton Lv. Mon. 8 30 Yorkton Lv, IFed. Fri. 700 W. R. BAKER, A. McDONALD, General Manager. Asst. Gen. Pas. Agt

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.