Heimskringla - 12.04.1900, Qupperneq 1
XIY. ÁR
Frjettir.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
Á miðvikudagínn í fyrri viku var
skotið á prinsinn af H’ales á vagnstöð í
Brussels, kl. 3,35 e. m, Prinsinn var
þar ásamt konu sinni. Það var skotið
2 skotum á hann. en hann sakaði ekki
hið minsta né aðra sem með honum
voru. Sá sem skaut er tinsmiður, að
nafni Sipido, og á hann heima í Jiruss-
el, Hann er að eins 16 ára gamall. í
vösum hans fanst allmikið af anark-
ista (gjöreyðenda) ritum og biöðum.
Við yfirheyrsluna lét Sipido i ljós að
hann iðraðist alls ekki eftir að hafa
skotið áprinsinn.og að hann myndi
gera það aftur. ef hann fengi tækifæri
til .þess.
Prinsinn, ásamt konu sinni, lagði
af stað um morguninn frá Lundúnum
áleiðis til Kaupmannahafnar. Kona
prinsins er dóttir Kristjáns XI. Dana-
konungs. Eu afmælisdagur konungs"
inser 8. April; var hann þá 82 ára.
Ætluðn þau hjónin að vera í afmælis
veizlunni. Kona prinsins (Alexandra)
er næst elzta barna konungs. Hán er
fædd 1814, og giftist prinsinum 19 ára
gömul. — Prinsinn hélt áfram för sinni
eins og ekkert hefði í skorist.
Búar fjölga liði nótt og dag í kring-
um Bloomfontein. Boberts situr þar í
bænum með fjórfalt eða fimfalt lið við
Búana, en hefst ekkert að enn þá. Er
sagt að hann hafi gert ráðstafanir, að
hjálparlið komi til móts við hann frá
öðrum stöðum.
Fjórða þ. m, kom Victoria drottn-
ing til írlands, og hefir hún ekki komið
þangað i síðastl. 39 ár, Foringi í þess-
ari för droctningarinnar er hertoginn
af Connaught, og er rnargt stórmenni
í þessari för fieira. írar taka á móti
drottningunni með miklum fagnaðar-
látum. Drottningin segir að aðaltil-
gangur sinn með þetta ferðalag sé að fá
hvíld og meira næði, en hún hafi átt að
sæta nú í seinni tíð heima hjá sér. Hún
lætur í ljós álúðar þakklæti sitt við
írsku þjóðina fyrir dugnað og harð-
fengi, sem synir hennar veiti og sýni
sér á vígvellinum, þegar ríkinu liggi á.
Nú er sagt, að Búar hafi venð
knappir af vistum þegar þeir hertóku
herdeildir Braodwoods, og þeim því
komið mæta vel að ná vistaforða hans,
og þurfi nú engu að kvíða fyrst um
sinn. Enn fremur segja fregnritar, að
manntjón og herfang það sem Búar
náðu, hafi verið lítils eða einskis virði, í
samanburði við skjöl, uppdræt.ti og á-
ætlanir, sem þeir náðu frá Bretum. Og
þau • skjöl, uppdrættir og áætlanir,
sem Bretar mistu, geti jafnvel orðið til
þess, að Bretar eigi enn langtí land
með algerðan sigur Þessir skjala
leyndardómar náðu yfir timabilið 1897,
1898 og 1899. í þeim eru greinilegar
skýrslur og áætlapír um hvernig eigi
að leggja undir England Orange Free
State og Transvaal, og hvernig hægt sé
að komast að Johannesarborg frá Ma-
feking, eftir Dr. Jamescn-veginum, og
komast hindrunarlaust. Einnig leiðar-
visir hvernig hægt sé að komast frá
Bloemfontein til Kronstadt gegnum
Brandfort, ásamt mörgu fleira. — Enn
fremur sevja fregnritar að uppreistar
menn fjölgi með degi hverjum.
Enska þingið er farið að finna til
þess hvað margir herteknir Búar sýk-
ist og deyi. Hermálaskrifari þingsins
sem svaraði fyrirspurn frá venslamönn-
um Búa, sem Bretar hafa hertekið og
halda í Simonstown; segir að dauðsföll
þar fari langt fram úr dauðsföl'um.
sem séu á fangattutningsskipum. Hann
huggaði þessa spyrjendur lika með því,
að 2000 Búa-fangar yrðu fluttir til St.
Helena, í viðbót við þau þúsund, sem
komin eru þangað á undan.
Hraðskeyti frá Cape Town 4. þ. m
segir, að önnur deild hjálparl iðsins úr
Canada leggi þá þaðan af stað áleiðis
til meginherstöðvanna.
Dr. Jameson, sem gerði áhlaupið á
Búana 1896, og er öllum kunnur s'ðan,
liggur nú veikur i Cape Town. — Litill
skaði þó hann kveddi.
Þriðja þ m. barðist Plumer hers
höfðiugi við hersveit Búa nálægt Ma-
feking; og höfðu hvorugir sigur, að
Bretar se^ja. En fregnritar segja, að
20 brezkir hermenn hafi legið dauðir á
vígvellinum, eftir bardagann, og eng
inn hafi skeytt um þá. í Pretoria eru
nöfn nokkura kapteina, sem Búar hafi
handtekið og 9 annara hermanna. Það
WINNIPEG, MANITOBA 12. APRTL 1900.
hefir verið á orði að Búar væru búnir
að taka til fanga Cecil lávarð, son Sal-
sbury lávarðar, en svo er það borið til
baka, og sagt að þessi Lord Cecil sé úr
liði Piumers og sé ekki sonur Salis-
burys.
Steyn, forseti Orange Free State,
hefir góðar vonir um, að Suður Afríka
verði sjáifstætt lýðveldi, og Bretar
verði að hætta þessum ófriði. Hann
segir að það sé ómögulegt annað, en
frelsisbarátta og sigrar Búanna veki
heiminn af svefni afskiftaieysisins.
Enda sé alþýðan í öllum lönduuj með
Búunum, hafi sýnt það og sýni í verk-
inu. Alþýðan sé brennandi stuðnings-
stólpi frelsisins. en stjórnirnar fái enn
þá ofbirtu í augun af því, og byrgi því
ásjónur sínar.
Fregnriti H. Hillage skrifar blað-
inu World í New York, frá 'Pretoria,
langt bréf um hernaðar hltittöku
kvenna með Búunum. Bref þetta er
mjög skemtilegt og segir ijóslega frá
hvernig konur meðal Búa hjálpa mönn-
um sínum, bræðrum og sonum í ófriðn-
um.
Blaðið World segir að ekki finnist
eitt einasta dæmi í sögunni, sem jafnist
við hreysti 14 kvenna, sem toku þátt
einni atlögunni, sem gerð var á Spion
Kop. Saga sú er á þessa leið : Fjórtán
menn og fjórtán konur voru sérstök í
varnarvirki, og héldu stöðvunum með
dæmafárri hreysti; fyr r brezkri her-
deild, sem sótti að þeim, um langan
tíma. Mennirnir hömuðust og konurn-
ar voru önnum kafnar að hlaða byss-
urnar fyrir þá. Loks ruddust 50 Bret-
ar með byssustingjum á þessa 14 menn
Búarnir réðust móti þeim, þó ekki
væri árennilegt, enda féllu þeir þar
allir fyrir byssustingjum Breta eftir
hraustlega vörn. Konurnar þrifu
byssur manna sinna og skutu og börðu
Bretum, sem hetjur er ekkert hræð-
ast. Þær sáu menn sína falla fyr-
ir skotum og byssustingjum, en létu sér
ekki L regða hið minsta við það. Þess-
ar hugdjörfu konur, sem sáu menn
sína drepna fyrir augum sér, hömuðust
sem hetjur og vörðust Bretum í hálfan
klukkutíma, þó þeir væru margfalt lið-
fleiri. — Fregnritinn segir frá. fleiri
lireystiverkum, sem konur hafi háð i
þessum ófriði.
'vv7 'vS 'vv7 'vv7
PENINGAR LANADIR. Hægar mánaðar afborganir.
Vér erum umboðsmenn fyrir hið bezta og ríkasta lánfélag
sem bækistöðu hefir í Winnípeg.
VILTU EIGNAST— Laglegt og vel vandað einloftað hús
(Cottage) á Alexander Avenue ? Það er úr timbri, á
st.eingrunni og kostar $1200.
TAKID VATRYGGING— í “The phoenix of london”.
Það er hið elzta og bezta vátryggingafélag í heimi.
Nares, Robinson & Black,
Itnnk of Hamilton Clumliem
Áfengi öls.
Það var nýlega frumvarp fyrir rík-
isþinginu í New York um heilnæmi á
öli, og eins og vanalegt er um slík
frumvörp, var nefnd sett í málið.
Stefndi hún vitnum á fund, til þess að
fá upplýsingar um tilbúning og hreins-
un öitegunda í Bandaríkjunum. Eitt
af vitnnm þessurn var Mr. J, Smith,
ritstjóri blaðsins Wine and Spirit Ga-
zette. Var hann frumvarpinu sterk-
lega meðmæltur, af þeirri ástæðu, að
öl það sem búið væri til í mörgum öl-
gerðarhúsum Bandaríkjanna hefðu að
geyma skaðnæm efni. Mr. Smithstað-
hæfði að ölið í mörgum ölgerðarhúsum
væri blandað efnum. sem ekki mætti
nefna opinberlega, án Þess það hefði
þau áhrif, að koma óorði á alla ölgerð-
arframleiðslu. Þessu til sönnunar gat
hann þess, aö sú samþykt hefði verið
gerð á ársfundi, sem ölger*ahúsaeig-
endur í Bandaríkjunum héldu fyrir fá
um árum, að hreinsunarmeðöl þau sem
nptuð væru við ölgerðina, skyldu ekki
nefnast á fundum þeirra, vegna þess að
umræður um þau hreinsunarmeðöl
myndi vekja vantraust hjá almenningi
áhreinleika öltegunda í Bandaríkjun
um. — Þetta er sama og að segja að ef
fólkið væri látið vita hvað því væri
boðið að drekka, þá mundi það neita
drykknum vegna óheilnæmra efna, er
í ölið væri látið.
Margir drekkaöl til þess að slökkva
þorsta sinn. En þegar þeim er boðið
öi, sem sýjað hefir verið gegn uin “'rock
salt”, sameinað viðarkolum. í stað þess
að nota viðarkolin eingöngu, þá eykur
það ölþorsta, en slökkur hann ekki og
eykur ölnautnina — Þetta er að eins
eitt dæmi þess hvernig öl er hreinsað
með tilhjálp efna, sem alls ekki ættu
brúkast við það. Énda er það alment
viðurkent, að engin mannleg fæðuteg-
und sé blönduð jafn óhæfilega sviknum
efnum, eins og vín og öltegundir, og
það sem lakast er, er það, að þess
hærri tolla sem stjórnirnar leggjaáþess-
ar vörutezuudir, þess meiri og skað
samlegri er blöndun þeirra með óholl-
um efnurn.
Halldóri fyrirgeíið,
í Lögbergi 29. Marz gægist H.Hall-
dórsson upp með greinarstúf sem á að
heita svar upp á grein mína í haust.
Hefir honum ekki tekist að bera neitt til
baka af því sem ég sagði, en miklu
fremur kemur hann fram.á’ritvöllinn
sem iðrandi syndari og tekur til baka
sínar fyrri ákærur, er honum var auð-
vitað ómögulegt að standa við. Vita-
skuld er hann að leitast við að fá fyrir-
gefning. En til þess að öðlast bæn-
heyrslu er tvent nauðsynlegt : í fyi sta
lagi, að játa yfiisiónir sínar, og í öðru
lagi að iðrast. Þótt undarlegt megi
virðast, hefir hann uppfyltbæði skilyrð-
in. Og úr því svona er komið, þá er
auðséð að grein mín í haust hefir gert
hann lítilmótlegan sem barn. Þegar
maður tekur tillit til hins barnslega
hugarfars mannsins. þá var ekki að bú-
ast við að greinin væri vel rituð eða
greindarlega hugsuð. Mig furðar því
ekki þó aö seint gengi að koma henni á
prent og hefði það líklega ekki orðið
stór missir fyrir islenzsar bóknientir,
þó hún hefði aldreí komist Svo langt.
Efni greinarinnar er auðvitað heiðarlegt
eins og manninum sæmir, en svo aumk-
unarvert að jafnvel kátur maður getur
ekki brosað að þvi. Halldór kemur samt
ekki einsamall. Hann styður sig við
vottorð S. G. Borgfjörð. Einnig kemur
hann með vottorð frá nokkrum öðrum
mönnum. Það væri synd að reyna að
rífa það niður fyrir honum, þar sem það
hefir eflaust kostað hann ærna fyrii höfn
að fá það, og þar sem það gefur houL.m
þessa uafnbót: ‘heiðvirt mikilmenni.”
En mér er spurn, ætli Halldór hafi ekki
sjálfur skrifað þet.ta vottorð? Eu hver
sem hefir orðið svo frægur að skrifa það
þá dettur mér ekki í hug að svifca hann
þeirri ánægju sem það nafu eflaust gef-
ur honum.
En svo ég komi að aðaimálefninu,
þá heyrist innanum bænir hins iðrandi
“mikilmennis”, hvar hann kjökrandi
stynur upp þessum orðum : "þú sem
neyddir nefndina til að hafa það svona”!!
Af því að þetta mál er Álftayatnsbúum
einum viðkomandi, og þaðerenginn svo
grunnhygginn—nema ef vera skyldi H.
Halldórsson einn—að tyggja það upp í
opinberu blaði, þá vitna ég til Islend-
ingadagsnefndarinnar og til allra þeirra
sem heyrðu mig tala um þetta rnál,
hvort ég hafi neytt nokkurn mann,
nefndarmann eða aðra, til að halda þjóð
minningaidag. Nú er tækifæri fyrir
mikilmennið” að komast eftir sann-
leikanum.
Þ. ÞORVALDSSON. *
á þessi ofsabræði ritstjórans rót sína að
rekja til Tjaldbúðarsafnaðar. af þvi að
söfnuðurinn hetir ekki viljað ganga í
kyrkjufélagið.
Ritstj. Lögbergs gefur í skyn að
sér H.P. hafi verið tilkynt að hann yrði
að fara frá Tjaldbúðarsöinuði og hafi
hann því vitað að hann yrði að hverfa
austur yfir haf. En þetta er algerlega
tilhæfulaus saga, og því í fyllsta máta
tuddaleg árás á Tjaldbúðarsöfnuðinn.
Allir sem lesið hafa siðasta Tjald-
búðarrit séra H.P. sjá þar í bréf hans
til Tjaldbúðarsafnaðar, hvar í hann bið
ur að mega fara frá söfnuðinum og sam-
kvæmt þeirri beiðnigaf Tjaldbúðarsöfn-
uður séra H. P. lausn frá prestþjónustu
frá 1. Sept. siðastl.
Ritstjóranum hefir þótt ég vera all-
djarfur að ætlast til þess, að hann, siík-
ur ræfill, færi að sanna nokkuð af því
s»m hann er að þvætta um í Lögbergi,
svo sem það, að ég bað hann að auglýsa
læknisvottorð um það. að séra H. P.
hefði verið geggjaður á vitinu þegar
hann var í Kaupinannahöfn, áður en
hann kom hingað vestur. Hann hefir
látið ógert að sauna þetta, en laumast í
þess stað í kring um málefnið, einsog
"huudur um heitan soðpott.”
í þetta sinn ætla ég að leyfa mér að
spprja ritstjórann um eitt atriði sem al
menning varðar nokkru.
Er það leyfilegt í lútersku kyrkj-
unni, að vigja þá menn til prestskapar,
sem þektir eru að því að hafa verið
geggjaðir á vitinu, og þar af leiðand1
ekki ábyrgðarfullir gerða sinna ?
Ég hirði lítt þótt ritstjórinn álíti
:nig fávísan og ekki færan til ritstarfa
Y*S3 meiri þörf er á því að veita spurn-
ingum fáfróðra manna skýr og fræðandi
andsvör, í stað þess að viðhafa gömlu
Lögbergsku aðferðina, að stökkva upp
með gjammi og glepsi. hvenær sem ein
hver sá maður lætur til sín heyra, sem
ekki lýtur í einu og öllu skoðunum Lög
bergs eða ritstjóra þess,
IFinnipeg 19. Marz 1900.
JÓNAS JÓNASSON.
[Ath.:—Framanprentuð grein hefir
legið hjá oss í rúmar 2 vikur, en hefir af
vangá vorri ekki verið birt fyr en nú
—Ritstj.j
Lögbergs ritstjórinn.
Séra Hafsteinn Pétursson
og Lögberg.
Ritstj. Hkr.—Það er undravert hve
ritstj. Lögbergs er þrautseigur að róta
i sorphaugnum á fjósloftinu. En hann
veit sem er, að eitthvað þarf Lögberg
að hafa til að hlaupa með út um borg og
bygðir. Síðasta útgáfa þess rogast með
5£ dálk af óþverra, sem ritstjóriun kall-
ar svar móti Þjóðólfsgreininni: “Á
bak við tjöldin.” Mikið af þessu sorpi
er ætlað til að sverta séra H. P. í aug.
um þeirra sem ekki þekkja gang þessa
máls að öðru leyti en því, sem Lögberg
set’ir um það, og bl.iðið hefir auðsjáan-
lega gert sér það að skyldu, að segja ó-
satt frá flestu er lýtur að stöðu og starfi
séra H. P. hér vestanhafs.—Ritstjóriun
hlýtur að vera skaddaður á skynseminni
ef hann veit það ekki, að það er miklu
tleira fólk sem les Heimskringlu oi^
Tjaldbúðarrit séra H. P., en þeir sem
lesa að eins Lögberg. Það er því, sem
betur fer, mjög mikill meirihluti af Is
lendingum sem vita það að ritstjórinn
er með þessari ódrenglegu árás sinni á
séra H. P., að eins að svala bræði sinni
á honum. Slík aðferð er í hæsta máta
óheiðarleg og fyrirlitningarverð, en hún
er ritstj. Lögbergs eiginleg. Og annars
var tæplega væntandi af honum. Hann
hefir sýnt með þessu samefli sitt með
þeira flokki algengra húsdýra. sem þekt
eru að þvi að ‘ bita i liælinn.” Hann
þorði ekki að ytrast við séra H.P. með
an hann var hér vestra, og uotaði þvi
tækifærið þegar hann vissi að prestur
inn var kominn í fjarlæga heimsálfu,a
troða illsakir við hann. En í rauninni
Nr. 27.
The Home Life Association
of Canada.
Aðalskrifstofa í Toronto.
'Höfuðstóll—ein millíón dollars,'
Fuli trygging í höndum sambtndsstjórnarinnar.
Lifsábyrgðarskýrteiui Home Life félagsins gilda hvar í heimi sem er. Eng-
in höft eru lögö á skirteinishafa hvað snertir ferðalög. bústað eða atvinnu. Þau
eru ömótmælanleg eftir eitt ár frá dagsetningu.
Skírteinin hafa ÁBYRGST VERÐGILDI í uppborgaðri lífsábyrgð, pen-
ingum og lánsgildi, eftir þrjú ár.
Leitið upplýsinga um félagið og ábyrgðarfyrirkomulag þess hjá
W. H. WHITE, ARNI EGGERTS50N,
MANAGER.
Mclntyre llluck,
Winnlpeg.
GENERAI, AGENT.
I*. O líox 2-IÖ.
Það er hægra að kenna i.eilræði en
að halda þau, og sannast það A ritstjór-
anum sjálfura, þar sem hann skrifar 6
dálka i Lögberg 22. Febr. uin “hjal”
séra Hafsteins. og þá er hann ekki bú-
inn, því 15. Marz ba-tir hann við 5
dálkum, oger þetta alt um “hjal” séra
Hafsteins.
Að endingu vil ég, sem kunningi
ritstj. Lögbergs, benda honum á, að eng
um, sem þekWr ritstjórn hans, og sem
þekkir séra Hafstein persónulega kem-
ur til hugar að taka hið minsta mark á
því sem ritstjórinn hefir skrifað um
framkomu séra Hafsteins hér vestan-
hafs.
Guðjón Johnson.
Mascot, er á förum héðan, er íáöinn á
stjórnarprentsmiöjnna í Wa.-hingtoif,
D. C. Fullu nafni heitir hanri Steíán
Þorsteiun, Jónsson Guðmui.idssopar,
bónda á Felli í Vopnafiröi. Har,n er á
milli tvítugs og þrítugs , efiiilegur og
framgjarn inaðui.
í tilefni af getgátu þvættingi 1 iög
bergs ritstjórans um sér Hafstein Pét-
ursson, í Lögb. 22. Febr. síðastl., lýs
ég yfir því, að ritstj. fer með ósanniudi
áburði þeim og illgetum, sem snetta
persónulega fraœkomu séra Hafsteins
hér vestan hafs, og með því að séra
Hafst. var heimilismaður í húsi mínu
nærfelt 2 ár, hefi ég haft meiri persónu
leg kynni sf honum og l>ekti hann bet
ur, en Lögb.-ritstjórinn, enda dj-lst
enguni að ritstj. skrifar ekki af þekk-
ingu um séra Hafstein.
Séra Hafsteinn er fratnúrskarandi
umgengnisgóður á heimili; kristilega og
siðferöislega er haun srnnarleg fyrir
mynd hvervetna, oí sannarlega er hann
trúr þjón í vingarði drottins.
Um séra Hafst. sem prest þarf ég
okki að vera margorður. Að öllum is-
lenzkum prestum hór vestauhafs ólöst-
uðum, munu tíestir vera á þeirri skoðun
að séra Hafst. haldi ræðupallinum, og
suma hefi ég heyrt fullyrða. aðséra
Hafst. standi ekki á baki Lögbergs-rit-
stjórans á ritvellinum.
Það er of mikið sagt af ritstjóra
Lögbergs, að séra Hafst. hafi með und-
irferli og svikum myndað Tjaldbúðar-
söfnuð. Ritstj-segir að séra Hafsteini
hafi verið falið á hendur að mynda söfn-
uð í Winnipeg en hann getur alls ekki
um, að séra Hafst, hafi verið bundinn
loforði um að sá söfuuður skyldi ganga
í kyrkjuíélagið, sem ogekki heldur var,
og af því leiðir að öllum er augljóst að
hér átti sér hvorki svik eða undirferli
stað, enda mun hinum nýju safnaðar.
limu fæstum hafa komið til hugar að
ganga i kyrkjufélagið á þeim tíina. Nei,
sannleikurinn var, að menn vissu að
þeir voru í frjálsu landi og álitu því,
að þeir h fðu frjálsar hendur í þessu
efni.
Lögbei gsritstjórinn varar menn
við að taka ekki mark á “hjali” séi a
Hafsteius.
Askdal aftur,
Hen a ritstj. Hkr.
í blaði yðar frá 29. f. m. ávarpar
hr. S. M. S. Askdul mig aftur út af
landnémssöguþættinurn uitt Aiinuesota
ialmanaki minu. í grein þeirri er
ekkert nýtt, sem almeuna þýðingu hef-
ir, nema ef það væri þetta þreiit: tvö
ártöl, ranghermi um þá, sem útskrifast
hafa af "æðri skólum” og spurningin:
“hvar er Fagrakinn á Jökuldal?”
Um ártöl þessi skal ég að eins segja
það, að skeð getur þau sóu i angt talin
hjá mér, og ef það reynist satt, skal
mér vera Ijúft að leiðrótta það í næsta
árs almanaki. Ef þau reynast skökk
erþað bókstaflega það eina, sein hr.
Askdal hefir getað tilfært með rökk-
um sem ranghermi í nefndum sögu-
þætti. Og satt að segja finst mér hann
hafatekið upp of mikið af rúnai i biaði
yðar og óþarflega mikið lagt á sig til
þess. Ekki hefði annað þurft, en að
hann með einni línu A póstspjaldi hefði
bent mér á þetta.
Þaðsem í almanakiuu stendur um
hverjir haii í Minnesota-bygðinni út-
skrifast af “æðri skólum” er satt. Eg
hefi þegar skýrt fyrir hr. Askdal hvað á
íslenzku er kallað æðri skóli, nefnil, það
sem her í landi er kallað annaðhvort
College“ eða “Uuniversity”. í þeirri
merkiugu var orðið brukað og allir voru
taldir, sem af slíkum skólum hafa út-
skrifast þar syðra.
Fræða skal ég hr. Askdal á því, að
í ^“íslenzku bæjatali”, eftir Viih, H.
Finsen segir. að Fagrakinn sé i Jökul-
dals og Hlíðarhreppi i N.-Múlasýslu.
Vona éghann vefengi ekki Finsen.
Hvernig standa svo sakir, ef gerð-
ur er upp reikningur Askdalsí þessum
tveimur blaðagreinuru hans í Hkr. ?
Þannig, að hann hefir sér til inntekta
tvö átöl.
Og er þar með búið? Langt frá.
Eftir er honum til inntekta uppástung.
au makalausa um “nefndina”. “Irum-
varpið” og “fuudina”, uppástungan, er
pálmaviðargrcin. Þegar messan var svo dátt h.-íir verið hlegið að—að mak-
Pálmasunnudagi]]\
Síðasti sunnudagur var pálmasunnu-
dagur, og eins og allir vita er hann ætíð
næsti sunnudagur á undan páskum.
Þessi sunnudagur er kallaður pálma-
sunnudagur til aðgreiningar fráöðrum
sunnudögum á árinu, af því það var
venjaíhinum kaþólsku kyrkjum, að
útbýta og bera pálmaviðargreinar
þenna dag, eða aðrar trjágreinar, Er
þetta gert í miuningu um innreið Krist
í Jerúsalem. Hve nær þessi venja byrj
aði er ekki kunnugt, en ekkí er hægt
að sjá að pálma-hátíðargöngur hafi
byrjhð fyrr eu 800 árum eftir Krists
burð. En samt er nafnið á sunnudeg
inum nokkrum öldum eldra. Grikkir
hafa tekið upp þessa siðvenju nokkuð
löngu áður en Rómverjar, og frömdn
hana við óttutíðir.
í rómversk-kaþólsku kyrkjunni
lagði presturinn blessun sína yfir pálma
greinarnar frammi fyrir fólkinu, og var
þeim eíðan útbýtt á meðal safnaðar-
fólksins. Síðan gekk presturinn í broddi
fylkingar út úr kyrkjunni og alt fólk;ð
áeftirhonum, og hinn forni latneski
sálmur, sem byrjar líkt þessu: “Hæsta
dýrð, heiður og æra, helgum lausnara
sé” o. s. frv., sunginn. Var sálmur
þessi sunginn í kór, og byrjað inn í
kyrkjunni og haldið áfram úti, þar til
erkidjákninn gekk aftur upp að kyrkj-
dyrum, og barði í hurðirnar. Opnuð-
ust þá dyrnar og gekk alt fólkið inn í
kyrkjuna aftur. Á meðau fólkið söng
í helgum móð, hélt hver og einn á sinni
búin, jbar hver sína pálmaviðargrein
heim til sín, ;og geymdi hana sem helg-
an grip alt árið. Að þeim tíma liðnum
var greiuiu brend og askan brúkuð á
öskudögum, til þeirrar siðvenju sem þá
var um hönd höfð.
í Rómaborg útdeildi páfinn sjálfur
pálmagreinum til allra kyrkna í borg-
inui. — í Moscow var það venja þang
að til 1700, og á Þjóðverjalandi alt fram
aö byrjun þessarar aldnr, að líkueski
af asna var leitt. um torg og stræti, og
fylgdi fólkið því eftir og bar vígðar
pálmagreinar.
Þýtt. K. Á. B,
MINNEOTA, MINN.,9. APRIL 1900,
(Frá fréttaritaia Hkr.).
Síðustu daga af fyrra mánuði brá
til austanáttar og kingdi niður bleytu-
snjó, svo vorannir hafa tafist fram að
þessum tima. en eru nú í byrjun. —Ný-
koininn er vestan af Kyrráhafsströnd
J. N. Frost, og kann.hann frá mörgu
að segja. Karl Frost, Jón Benjamíns
8on (Þorgrímssonar), Guðný Alberts-
dóttir, eru nýfarin vestur að hafi og
ýmsir aðrir gera ráð fyrir að fará vest-
ur. t. d. Oddur Eiríksson; hefir hann
selt fasteigu sína hér f bænum og
kveðst munu flytja vestur. — Albert
Eggertson er nú íétteygur orðinn, en
var áður svo rangeygur. að þá er hann
vildi líta beint fram, varð hann að snúa
andlitinu útáöxlsór. Þórður læknir
Þórðarson rétti í honum augun.
S, Þ. Vestdal, ritstj [blaðsins Minneota
legleikum.
En þrátt fyrir ártölin og uppá-
stunguna; finst mér vera íremur reikn-
ingshalli hjá hinuiu heiðraða "fréttarit-
ara”, því þaðvegur upp A móti mörg-
um slíkum uppástungum aö verða sór
til minkunar.
Hvei einasti maður, sem las fyrri
grein hr. Askdals, gat ekki annað en
tekið eftir því, að það sem knúði hann
til að rita hana. var það. að roanninum
hafði gramist, að hans sjálfs var ekki
getið. Nu liefir hann sjálfur sannar-
lega látið sin getið í sögu Vestur*ís-
lendinga. Eftir hann Jiggur þessi
makalausa uppástunga. Og satt að
segja er það ekki svo lítið lagt, til, þvi
sá maður, sem leggur til mesta hláturs-
efnið hefir ekki komið fram til ónýtis,
Og svo er annað. Hr. Askdal hetír með
þessu ósjálfrátt aukiö íslenzkt mál. Nú
er hér fengið nokkuð til samanburðar,
svo þegar hér eftir koma fram einkar
hlægilegar uppástungur, má alt af lýsa
þeim með því að segja: “líkust uppá-
stungu Askdals”.
En á hinn bóginn er aftur leiðin-
legt, þegar annars almennilegir menn
verða svona til athlægis frammi fyrir
almenningi. Hætt við að svolítið mark
verði tekið á öllu öðru sem þeir segja.
Eti svo eru það tíeiri en hr. Askdal,
sem eiga bágt með geðsmuni sína, og
þeim mönnum má mikið fyrirgefa.
Virðingarfylst.
Ólafur (8,- Thvrgeirgiort.