Heimskringla - 12.04.1900, Blaðsíða 2

Heimskringla - 12.04.1900, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 12. APRIL 1900. Heimskriugla. PUBLISHED BY The Heimskriogla News & Publishing Co. Verð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 nm árið (fyrirfram borgað). Sent til ISlands (fyrirfram borgað af kaupenle «n blaðsins hér) $1.00. Peningar sendist í P. O. Money Order Ree;istered Letter eða Express Money Order. Bankaáyfsanir á aðra banka en Winnipepr að eins teknar með afföllum B. L. BaldwinNon, Editor K. Swanson, Manager. Office : 547 Main Street. P o. BOX 305. Ræðumaður góður. Fyrra þriðjudag hélt Hon. Hugh J. Macdonald fyrstu ræðu sína í fylkisþinginn. Og getum vér með sanni skýrt lesendum Hk. frá, að Hon. Hugh J. Macdonald er góður ræðumaður, eftir því sem völ er á hér í Canada. Hann heldur mjög formlega og skipulega ræðu, og brúk- ar gott mál og alþýðlegt. Það er mikil hugsun í hverri setningu. Hann heldur áheyrendunum með lífl og sál við ræðu sína. Getur ver- ið hæðinn og napuryrður um fjar- stæður mótstöðumanna sinna. Hann er mjög kurteis, þó hann só að rífa orð og gerðir mótstöðumanna sinna niður, og hata þeir viðurkent hann, ,sem stiltan og hóflátan ræðnmann, fyrir löngu síðan. Hon. Hugh J. Macdonald heflr ekki taiað fyrri á þingi, sem flokksforingi, þótt hann hafl mætt pólitiskum mótstöðumönn- um sínum oft og iðulega á ræðupöll- um í kosningadeilum. En það hefir engin reynsla verið fyrir því fyrr en nú, hvernig honum færist að mæta margæfðum stjórnmálaskúmum á þingi, sem hafa á bak við sig æft og harðsnúið lið, þó í minnihluta sé. Á- heyrendapallarnir voru því troðfullir af forvitnum áheyrendum, þegar Macdonald hélt sína fvrsru ræðu I þinginu, og varð að svara fyrrver- andi fjármálaráðgjafa fylkisins, sem hélt varnarræðu kvöldinu áður, fyr- ir aðgerðum hiunar frárekna stjórn- ar fylkisins. En það er ekkert of- skjall né öfgvar þ£ sagt sé að Hon. Hugh J. Macdonald hafi haldið ræðu, sem var svo vel flutt og til- komumikil, að mjög fáir höfðu vænst eftir annari eins þingræðu hjá óæfð- um flokksforingja. Hann sannaði með henni, að hann er ekki einasta sá pólitíski ræðumaður, sem flokks menn hans höfðu búist við, heldur er hann með þeim allra fremstu ræðumðnnum hér í Canaða, á póli- tiska vísu, og hefir fágæta stjórn- fræðilega hæflleika- Hann er því í fylsta máta hæfur til að skipa for- sætisráðherra sessinn og formensku- stöðu flokksins. Og hæflleikar hans virðast nærri því sérsfaklega vera útbúnir fyrir þá stöðu. Honum var sýnd hin mesta viðurkenning og sig- urhróssmerki af áheyrendunum, sem skipaður var fólki með góðri ment- un og áliti. Hann fékk öll virðing- armerki og aðdáunar hluttekn- ingar frá 4heyrendunum, sem væri hann gamall og vel kyntur stjórnar- formaður. 0g ekki heflr Manitoba- fylki oft átt kost á að heyra aðra eins stjórnarformansræðu og hann hélt, hafl það annars nokkurn tlma verið haldin önnur eins ræða I Mani- tobaþinginu áður. Hon. Hugh J. Macdonald rakti ræðu fyrrverandi fjármálaráðgjafa fylkisins orð fyrir orð, og tætti hana sundur til agnar með rökum, þrátt fyrir það þó fjármálaráðgjafinnjlegði sig í líma til, að slá allra.handa stjórnbragðaryki í augu almennings, í þeirri ræðu. Ræða fjármálaráðgj. var um fjárhag fylkisins, og aðgerðir og fjárveitingu Greenwaystjórnar- innar “afdankuðu”. En Hon. Macdonald afhjúpaði alt fals og hilm- ingar þar um, svo meistaralega, að þar stóð ekki steinn yflr steini eftir. Það var næstum vorkun að horfa á brottrekna aldurhnigna forsætis- ráðgjafan, sem húkti róandi í sæti sínu og varð einatt minni og minni, ■eftir því sem ræðumaður dró meira ■og meira fram á sýningarsviðið, af athöínum og fjárbraski hans og ráða- neyti hans. Og augu hans lukust aftnr upp á síðkastið og róðurinn rénaði, þegar þessi sigrihrósandi °g mótstöðumaður hans og áheyrendur bentu augnaráði sínu á hann einan. Það var einnig mikilsvirði að sjá fjármálaráðgjafann frávikna, hnipra sig saman í sætinu, með höf- uðið hnigið ofan á bringuna, með hnyklaðar brýmar, og fitlandi með hendurnar fram og aftur, þegar ræðumaður reif hverja staðhæfíng hans og handaþvott niður til agna hverja á fætur annari, og með dæmafárri kurteisi, margstaðhæfði að hann tryði svo sem á háverðu leik. þessa heiðursmans (fjármála ráðgj.), þó honum hefði ekki lánast að leysa umboðsverk sitt betur hendi en svona og svona, eins ræðumaður var að sýna. Og það var enn fremur mjög eftirtökuvert að sjá allan liberal flokkinn undir þessari ræðu. IJann hnipraði sig saman, og hengdi höf- uðin, ekki ólíkt og útigðnguhross gera í bleytustórhríðum á íslandi Þar var kryppa á hverju baki,og fjör smáar hreyflngar. Ræðumaður mintist á fleira ræðu þess fyrveraudi, enda stóð ræð an i 3 kl.tíma. Hann mintist á friðinn í Suður-Afríku, og á járn brautafyrirkomulag fylkisins, að gömlu og nýju með fl. En vér höf- um ekki pláss fyrir það sérstaklega Vér getum flutt lesendum Hkr. þær fréttir, að Hon. Hugh J. Macdonald er lftngt yfir það fær um að mæta mótstöðumönnum sínum jafnt á ræðu pallinum í þingsalnum sem annar staðar. úr Ný orð Menn tala ekki ósjaldan um, að íslenzkan sé orðfá, og það tilfinDan lega. Hefir töluvert verið rætt og ritað um þann orðaskort. Einir tveir eða þrír rithöfundar hafa látið álit sitt í Ijós um hvernig gerlegt væri, að auðga málið að orðum Þeim hefir komið saman um það mætti með tvennu móti. Fyrst með iví að búa til ný orð, og í annan stað með því að taka erlend orð inn f málið- Þrátt fyrir það, þó um þetta hafl verið rætt og ritað, heflr mjög lítið verið starfað að því að fjölga orðum. Að vísu hafa rithöfundar og málfræðingar bætt töluvert af nýjum orðum inn í málið upp á sitt eindæmi nú í seinni tíð. Sumt af þeim ný yrðum eru mjög vel valin og þess vegna gróði fyrir málið. Sum eru brúkandi af því ekki er annað betra fyrir hendi. Aftur er þriðji flokkurinn, sem er lítt nýtur og jafnvel móðurmálinu til vanvirðu. Samt ber ekki um það að fást. að eru ekki allir menn jafn snjallir, og góðan vilja og tilraunir í umbóta- áttina ættu menn æfinlega að dæma með vorkun og gætni, og forðast for- dómal Island höflr verið ölnbogabarn menningarstrauma seinni tímanna; Ollir því fjarlægð þess frá öðrum löndum, að miklu leyti og einnig hugsunarháttur og stjórnarfar. Á seinni tímum heflr iðnaður annara þjóða stigið stórstiga fram á við, og tekið ýmsum breytingum. Visindi verið iðkuð og borið mikla ávexti, svo sem nýjar skoðanir, ný verkfæri, ný starfsöfl, ný fiutningsfæri, ný fregnsambönd m. fl. Þar afleiðandi hafa önnur tungumál óðfluga þrosk- ask af nýjum eða innfluttum orðum. Hugsunarháttur þjóðanna(smá breyt- ist og ný orð og hugsanir borist inn 1 málin. Islendingar fylgjast með, að vita um flesl alt markvert, sem aðr ar þjóðir aðhafast. Þeir vita að miklu leyti um samgöngufæri og fregnsendingar annara þjóða. Og þeir vita líka töluvert mikið um vinnuvélar og vinnuöfl, þó mikið vanti á að þeir þekki það fullkom- lega. Svo fer þekking þeirra að dofna yfirleitt Þeir vita óljóst um stjórnarstefnu annara þjóða nema rétt á vflrborðinu, og sömuleiðis um bókmentir, nema einstöku maður. Þeir rannsaka ósköp lítið, uppgötva ekki neitt, mynda engar nýjar stefn- ur í einu eða neinu. Þeir lifa og nærast að eins á frægð forfeðra sinna, og andlegum og verklegmm snöpum frá öðrum þjóðum, helzt Dönum og Norðmönnum. Það er hart að þurfa að segja þetta, en það verður staðið við það hvar sem er. Og af því að Islendingar búa nú í dag í þeim heimum sem aðrar þjóðir yflrgáfu fyrir flmtíu til hundrað árnm síðan, þá er það eðlilegt þó málið þeirra hafl dregist aftur úr, og eigi ekki skartklæði til að berast á í. í hinum nýja heimi. Ekkert tungumál sem mentaðar þjóðir brúka, má vera orðfærra en svo, að hverjum ritfærum manni sé . „„ .. innan handar,að segja fráoglýsaöllu/^en^'ð má ræ í ega ti sogn sem skeður, og hafst er að í heimin- um. En nú sem stendur er þetta of- raun fyrir íslenzka tungu. Það er því ekkert undanfæri að auðga málið af orðum, í öllum þeim greinum sem það þarf þess. Vitaskuld er það að orðfjölgunin er vandaverk, og þarf að vera sem allra bezt af hendi leyst. Það má ekki fara með þetta málefni eins og íslendingum hættir við að fara með flest mál sín, að hafa það að eins til skrafs og ráðagerðar, en byrja aldrei verklega á neinu. Jíins og áður heflr verið drepið á hafa málfræðingar og rithöfundar bent á tvær aðferðir til að auðga málið. Önuur er sú, að búa til ný orð bygð á íslenzkum uppruna. Hin sú að taka útlend orð inn í málið. En þeim hefir ekki komið saman um hvora aðferðina skyldi taka. Auð- vitað ætti að nota báðar þessar að- ferðir. Hjá því verður ekki komist. Það tekur meiri dugnaðarvarga og starfshetjur en Islendingar eru, að búa til nýyrði yflr alt það sem málið þarfnast orða yflr. Að það sé goðgá og endemis spilling á málinu, að taka erlend orð inn í það, nær engri fitt. Tungumál sem beztu ritverk og f'eg urstu bókmentir heimsins eru skráð ar á, hsfa einmitt leitt útlend orð inn 1 mál sín. Það verður heldur ekki betur séð en vorir fornu og bezru rithöfundar hafl einmitt fylgt þessari aðferð. Snillingurinn Snorri Sturluson og aðrir merkir rithöfund ar fyrri tima, hafa ekki hikað sér við, að taka mörg útlend orð inn í málíð. Auðvitað bygði hann orðum óðöl I íslenzkri málfræði. Setti á þau kyn, föll, tölur og beygingar, og jafnvel breytti hljóðstöfum, og feldi úr samhljóðendur.* Þótt íslendingar>igi nú engan Snorra Sturluson til í eigu sinni, né hans jafningja að dómi þessa tíma, þá er þrð ekki vafamál, að þeir eiga 3ó nokkra menn, er rayndað geta ný orð, sem vel mega hlýta. Það eru tveir menn uppi nú, sem hafa búið til ný yrði,móðurmáli sínu til gagns og sóma. Að vísu hefir þeim ef til vill ekki hepnast ákjósanlega með öll sín ný yrði, en þrátt fyrir það eiga þeir þökk skilið iyrir það sem æir hafa gert vel. Fleiri hafa má ske búið til ný orð, en þessara tveggja manna gætir langmest. Það virðist ekki ástæða að efa það, að fleiri en þeir gætu rétt”móðurmálinu hjálparhönd, þegar það líður fátækt og skort. En svefninn og doðinn, og sú hugsun að, “það séu nógir aðrir að gera 'það en ég”, dkemur fram í þessu atriði sem öðrum fleiri, Ef enginn ætti að að tala eða vinna, fyrren hann gæti leyst 'það^svo vel af hendi, að saratíða menn gætu ekkert að því fundið, og ekkert sett út á það, þá yrði vesalings maður- nn aldrei talandi og aldrei vinnandi. Maður er nú eitt, sinn skapaður lannig, að hann verður alt að læra sem hann nemur, ogjverður þó aldrei fulllærður. Það má því alt að einu vel skipa þessumjeða hinum, að gera aldrei neinn skapaðan hlut, eins og að segja honum aðjað fást ekki við þetta eða hitt starfið,“ífyrr en hann sé fulllærður. Mig minnir að ég hafl einhver- staðar lesið .eftir mag. Benedikt Gröndal, að það séu alþýðumennirn- ir sem skrifl bezta málið, en ójafnan lærðumennirnir. Þetta er alveg rétt og yfir höfuð óhrekjandi. Vitaskuld þekkja þessir alþýðumenn málið málfræðislega að einhverju leyti, eru sjálfrátt eða ósjálfrátt inn í eðli og anda málsins. Þó þeir geti kann ske ekki “greint” og “rakið” það málfræðilega, sem þeir, sem hafa í því Það eru tæplega margir af hundraði sem gengið hafa á lærðaskólann íslandi, sem jafnast á við skáldið Hjálmar heitinn Jónsson, frá Bólu íslenzkri tungu. Og svo mætti mörg dæmi sýna. Það er því engu síður skylda málfróðra alþýðumanna, en skóla genginna, að leggja móðurmálinu alla liðsemd og hjálpsemi sem þeim er frekast unt. Það ættu allir sannir fslendingar og góðir drengir að leggjast á eitt sem allra fyrst, og starfa ötulega að því að fylla í eýð urnar og skörðin, þar sem málið þarf' þess með. Bæði með því að búa til ný orð, og taka erlend orð inn í málið, og setja þau í alíslenzk- ann búning. Vestur-íslendingar gætu með iðni og ástundun lagi sinn skerf fram. Það eru ýmsir hlutir sem daglega eru brúkaðir, sem ekki eru til heima á íslandi. Málið á annað hvort ekki til orð yflr þá hluti, eða þau eru flestum ókunn. 0g eru því brúkuð allra handa skrípi yflr það, sem venjulegast eru dregin út af nafni þeirr í enskri tungu. Ef menn sem dálítið eru að sér í íslenzku tækju sig saman hér vestra, sinn í hverri bygð eða bæ, og reyndu að lagfæra málið. Fyrst að koma því til leiðar að alment væru brúk- uð íslenzk orð eihs langt og þau næðu, og leita uppi annaðhvort forn- yrði eða ný yrði yflr það sém nútíð- armálið er i skorti með. Þetta virð- ist ekki vera ofætlunarverk, þótt því felist all mikil iðni og áhugi. En málið græddi ineira eða minna við það. 0g það væri heiður fyrir Vestur-Islendinga, að reyna að bjarga sér og málinu sjálfir, að þessu leyti. Að bíða og bíða gangað til aðrir bjálpa að öllu leyti, er enda- laus bið. Kr. Ásg. Benediktsson. Bréf frá Cairo. Þeirhöfðu bað ekki eins o<? sumir ís- lendingar í Vesturheimi, aðldemba allra handa óhroða og orðskrípum inn í mál ið, oghafaá beim enska Jkynleysu og fleirtölu. Og skeyta síðan íslenzka greinirinn aftan 1 alt saman . T. d.: “ká (kýr) flt. “kás”, “káíð” “káin”, "rigg,, (vagn) flt. “riggs”, “riggið” “riggin”. Það er grátlegt að tala um aðra verri meðferð á málinu en þetta, svo sem að heyra fólk íslenzka sum ensk orð. Enska orðið “milkman” er ís- lenzkað yfirleitt “mjólkurmaður”. Mjólkurkýr meinar á góðri/íslenzku þá kú sem mjólkar, erínyt.. 8vo “mjólk, urmaður” er þá sá sem mjólk er ;f, en til þess eru fá dæmi að karlmeun gefi mjólk af sjr. Þetta er aðj eins sýnis- horn af viðbjóðslegri meðferð málsins hér. Yfir “milkman” er ágætc orð í mál inu, mjólkursali, en tieyrist ekki í tí- unda hvert sinni, á móti hinu. Flestir sem eitthvað lesa og eitt- hvað hafa lært, munu hafa lesiö lýsing- ar og ferðasögur um Cairo á Egypta- landi, sem bæði kemur við fornar og nýjar sögur. Cairo er höfuðborgin á Egyptalandi, og stendur nálægt miðju þess. Eg ætla ekki að lýsa borginni, en segja ágrip af ferðalagi mínu þar í kringum liggjandi stöðum. — Fyrsta ferðin frá Cairo var til Memphis, sem í fyrndinni var ein hin fólkstíestaog nafn kendasta borg á Egyptalandi, en sem fyrir öldum síðan liggur í rústum. í rústíinum agar öllu samau, svo sem steinarusli, múrsteinum, feyknastór- um grágrýtis björgum, afar-þungum, en skemdum myndastyttum m. fl. Áður en við lögðum af stað í þessa ferð, keyptum við ýmislegt, sem þurfti til ferðarinnar. svo sem matvæli, svala drykki, luktir og kindla. Við leigðum okkur leiðsögumann, og leigðum dá iítinn eimbát. Síðan lögðurn við af stað frá Cairo, upp eftir ánni Nil. Fyrstu þrjár klukkustundirnar vorum við umkringdir af eimbátura og segl- bátum, sem áin er æfínlega þakin með, ásamt róðrarsnekkjum. Nokkru síðar lentum við. Þar var alt fult fyrir af ferðamönnum. Er þar lendingarstaður stórra og smárra ' eimskipa. Það söfn uðust strax saman utan um okkur ná- lægt 150 strákar, sem bjóða ferðamönn- um múlasna til leigu. Þeir létu við okkur sem óargadýr utan um hræ. Okkur Winnipeg-húum hefir oft fund- ist, lífsábyrgðar-agentarnir áfergis legir og hrafngráðugir að ná nýkomn- um mönnum inn í lífsábyrgðarfélögin, en varla hafa þeir einn hundraðasta part af áfergiskeppni þessara múlasna- stráka, sem við hittum þarna. Ann- ars mandu ibúar Winnipeg hafa tekið sig sa/nan og sópað öllurn lífsábyrgða- ageuta sægnum burtu af yfirborði jarðarinnar. I Þegar við hðfðum barið nokkrar tylftir burtu með barefiutn, og henda og fleygja jafn mörgum af götu okkar, og rutt okkur rúm í gegnum nokkurn hópaf hrópandi betlurum, þá komust viðábaká múlösnum, sem við höfð- um leigt, og hárumst i endalausum ferðamanna straum áleiðis til Sakka - rah. Áður en við höfðum lagað okkur í hnakksætunum, grenjuðu og öskruðu múlasna strákarnir i einum samfeldum tröllaróm, sem bergmálaði og buldi í endalausri sífellu, svo asnarnir ætluðu að ærast. Þeir ruku fyrst áfram á harða stökki, og keptust hver við ann an, eins lengi og þeir höfðu þrek til- Og hefir sú sjón eflaust verið ákaflega skringileg álits. Mennirnir sem á horfðu, hlóu sem vitlausir væru. Konurnar æptu, krakkarnir hrinu og há leggjuðu múlasnarnir rákust áef krók- ur kom á leiðina. sumir duttu og fóru kollsteypu. Þegar alt þetta endaði, þá fóru bæði menn og skepnur að átta sig og fara hægar. Vegurinn lá ;þá í gegn um pálmaskóga. Jarðveðurinn var blautur og leðjukendur. Þegar við komum að fjallinu Rok- kina, fórum við af baki og skoðuðum þar tvær afarstórar myndastyttur af Ramses II. Önnur er úr harðasta granit. Er verkið á henni bæði mikið og fagurt, og heldur sér ágætlega.'j Það er listaverk á meni því, sem er um háls Ramses. í vinstri hendi ber hann lík- ingarmynd veldisins, og fagurt bros leikur um andiit hans, og það er eins og varirnar bærist, og að hann ætli að fara að tala. Og vér eins Og væntum eftir að heyra hann segja: “bach sheesh”, “bach sheesh”. Síðan fórum við í gegnum Sakkash, og þegar við komum upp fyrir hana, vorum við komnir inn í Saharah (eyði- mörkina). Þar byrjuðu hinir hrenn- heitueyðimerkur vindar, og hiðjkvelj- andi eldheita sandrok. Og eftir langa og þunga ferð, því sandrykið og hit- inn ætlaði gersamlega að gera út af við okkur, komust við til Memphis." Við vorum ekki eins hissa að sjá) þessar nafnkunnu fornbæjarrústir, eins og við höfðum búist við. Eins og getíð er um áður, eru rústir þessár ferlíkan mikið, þó mest af þeim steinarusl og þessháttar. Fyrir formi allra stórra bygginga, sem múrmeinanna, mótar enn, og sumir partar þeirra standa lít- ið skemdir enn þá, þrátt fyrir aldur og áhrif lofts og lagar, og munu standa alt þangað til að Gabriel gamli ber bumb- una í skýjura himins. Og þó sumar stærstu byggingar þar hafi verið rifnar niður og efnið úr þeim notað í aðrar, byggingar, svo sera mosques (bæna- klefa) og fleira. þá standa þó enn þá mikilfengleg musteri, grafhvelfingar og pyramidar. Steps pyramidinn er stór og ægilegur. Hann sést langar leiðir til. Hann var bygður 4366 f. K.; er því meira en sex þúsund ára gamall, og er álitinn lang elzta minningarmerkíð, sem heimurinn á. Pyramídi þessi er rétthyrningur, og er 352 fet á’/annan veginn, en 396 á hinn veginn. Hann er 197 fet á hæð. Hann er sexdyraður og innan í honum eru fjölda mörg her- bergi og hvelfingar, "og óteljandi völ- undargangar. Þegar við höföum skoð- að alla pyramídana, komum við að Mariettes-húsinu, sem kent er við hinn ódauðlega franska vísindamann, sem var leiðarstjarna heimsins til að finna svo uudra margar og nytsamar forn- menjar á Egyptalandi. Þar næst hon um við til Serapeum, sem bygt var fyr- ir 2500 Musterí þetta er 1200 fet á lengd, og telur 24 kapellur, 24 geysi- stóra Sarcophagi (fornar dýradisir), Þar geymast leifar fórnarnautanna. Það fer ekki mikið fyrir grafhvelfing- unum í Paris, séu þær bornar saman við þessar Scarcophagi, sem bygðar eru úr rauðu eða svörtu graniti, og standa enn þá óhaggaðar, og geyma sama út- lit og þær hafa haft þegar síðasti stein" höggvarinn gekkút'.úr þeim, sem full- gerðum. Mannlegur andi þessa tima getur tæplega áttað sig á því, hvernig þessar fornaldarþjóðir hafa farið að byggja aðrar eins byggingar, og vera algerlega án allra þeirra véla og verk- færa, sem nútíminn brúkar við þess- háttar byggingar, Við komum í fjðlda margar grafir og iíkhvelfingar, sem eru 5000 ára gaml ar. En allra merkilegust af þeim var Ti gröfin og Mera-gröfin. Með þvi að nota kindla og glóandi rafmagnsþræði, gátum við komist í gegn um þessar líkhvelfingar og séð það sem þær höfðu að geyma, sem er vel varðveitt. Og sumir tóku myndír af 5000 ára gömlum líkum. The Bankrupt Stock Buying Company. 565 og 567 Main Str. Næstu dyr fyrir sunnan Brunswick. Yér erum sífelt á undan' öðrum Við kaupum og seljum eingðngu fyrir peninga. Við erum nýbúnir að kaupa tnikið af unglinga- og drengjafatnaði með stórkostlegum afföllum, úr ágætum canadiskum og engelskum voðum. Þessar vörur eru til sýnis á búðar- borðunum hjá okkur þessa viku. 125 drengjafatnaðir, seljast nú á $1.50 hver. virði $2.50, 141 nnglingafatnaðir úr góðu sterku “Tweed” og “Serge” al-ull á $3.75 til $5.00. Þessi föt eru virði í það minsta $7.00 Við höfum nokkra alfatnaði úr “Blue Serge” í karlmannastærðum, á $3.95 hver. Olkarlmann alfatnaðir úr alullar- “serge” og “Oxford Gray” og öðrum líkum, $8.00 virði, við aeljum þessi föt nú á $5.00 alfatnaðinn. Við höfum ágæta sterka verka- mannaskó á 95c. Þetta er vafalaust hin billegasta búð í Winnipeg. Einnig höfum við mikið af fínum skóm fyrir bæði karla og konur ásamt stóru upplagi af drengja og barna skóm. Við seljum skótau vort með makalausu verði. Látið ekki fyrirfarast að koma og finna okkur, þótt ekki sé nema bara til að horfa á það sem fyrir augun ber. Við höfum nýjar vörur til sýnis á búðarborðunum á hverjum degi- Peningum skilað aftur ef vörurnar líka ekki. Mesta bænum. annríkisbúðin í Við sáum f Sercpeum leifar afforn- um útskurðar myndura. Þar var bíldhöggvaraverk af plóguin og ýmsum öðruiti akuryrkjuyerkfærurn. Og eru 565 Main S( Cor. Rupert St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.