Heimskringla - 26.04.1900, Blaðsíða 4

Heimskringla - 26.04.1900, Blaðsíða 4
HEIMSKKINGLA, 26. APRIL 1900. Winnipeg. C.P.R. félagið seldí 7000 ekrur af landi í siðastl. mánuði fyrir 23,000 doll Bosa Lutz, ung rússnesk stúlka hér í bsenum, hefir verið handtekin fyr ir aö hafa giftst 2 mðnnum, sem báðir húahér í bænum. Þau Mr. Stephan Th. Vestal og Miss Paulina Jacobina Sigurðson Minneota voru gefin saman í hjóna- band þann 15. þ. m. Heimskr. óskar til lukku. ________________ Herra Jón Búason frá Winnipeg- oses og Miss Björg Jónsdóttir frá Win- nipeg vðru getin saman í hjónaband þ. 18. þ, m., búast við að setjast að West Selkirk fyrst um sinn. Mayor Wilson segist vona að nýja vatnsverkið verði fullgert innau 6 vikna og að bærinn muni taka að sér að búa til á eigin reikning alt það kalk sem þurfi til að hreinsa og Jina vatnið. En til þess þarf 6 “Tons” á sólarhring. Fréttir frá Ottawa segja að fyrir- hugaðar umbætur á St. Andrews strengjunum muni ekki verða gerðar að svo stöddu, og að engir samningar séu enn þá gerðir um að framkvæma þetta nauósynjaverk. Gufubáturiun ‘‘Víkingur”,eign hya Ármans Bjarnasonar hér í bænum, var settur á flot og fór til Selkirk í síðastl. viku. Hra. Bjarnáson býst við að vinna með bát sínum norður á vatni í sumar, við fólks og vöruflutninga. Dookhobors þeir sem ætluðu til Californiu fyrir nokkrum dögum, eru orðnir leiðir að bíða í Emerson. Þeir skilja ekkert í Alien Labor lögum Bandaríkjanna og skoða sig brögðum beitta. 12 af hópnum hafa lagt af stað fótgangandi áleiðis til Winnipeg, í von um að fá hér vinnu, og hinir segjast fara sömu leið, ef Bandarikjastjórnin geri ekki fljótlega út um mál sitt. Pétur Árnason, Sigursteinn Odd- son, frá Lundar. Gísli Ólafsson frá Mary Hill voru hér á ferðinni í síðasl. viku. — Herra Pétur Gíslason, frá Joliette N.-D.—Hra. Jóh. Straumfjörð, frá Selkirk, með konu sína, var hér á ferð í kynnisför í síðastl. v ku.—Einnig var hér á ferðinni fornkunníngi vor hra. Þorsteinn Antoníusson. Hann býr hér norður með Kauðá, en hugsar til flutn- Jngs norðvestur í fylkið áður langt líðuf. Blaðið Tribuna bendir á Það. að Winnipeg græði mikið við að selja sjálf- ur vatnsverkið og ratíjósin. Bærinn hefir þegar grætt nokkur þúsund doll- >rs á vatnsverkinu síðan hann tók við því, og nú kosta ljósin að eihs 20Jc. á kveldi fyrir hvert ljós, í stað 47c. með- an félagið hafði einveldi. Bærinn græð- ir þannig yfir þúsund dollars á mán- uði á því að eiga sín eigiu ljós, auk þess sem þau eru miklu betri en þau gömlu. í sambandi við þetta er þess getið, að gróði Manitobafylkis á því að eiga sínar eigin járnbrautir, muni verða samsvarandi gróða bæjarins á ljósum og vatni, hvenær sem fylki > getur komið því við að ráða sjálft yfir járnbrautum innan sinna takmarka. Prentvilla í síðasta blaði segir að Sigurður Guðmundsson hafi dvalið í Nýja-íslandi síðan 1896, á að vera 1886 eins og öll greinin ber með sér. Jón Eiríksson, Steíán Björnsson Páll Björnsson frá Mary Hill, og Jón Jónsson frá Lundar, voru á ferð hér í borginni í síðustu viku. Þjóðverjar hér hafa gefið $550.00 “Patriotic Fund”, og $66.00 í “India Famine Fund”, og $45.00 til alsleysingja í þeim héruðum á Bússlandi sem líða fæðuskort fyrir uppskerubrest. L. A. Hamilton, áður land com missioner fyrir C P.B fél. hér í bænum ætlar til Cuba í erindum fyrir Sir TFm van Horn, og dvelur þar urn óákveðinn tíma Með þessu blaði r-endum vér kaup- endum Heimskringlu, í sumargjöf, myndir af coHservative-flokknum Manitobaþinginu, og biðjum þá að virða þessa litlu gjöf i sama • anda og hún er gefin af útgefendum blaðsins. Ungu stúlkurnar í Heklu halda skemtisamkomu á Nort West Hall á mánudagskvöld ð kemur, 30. þ. m Prógram, sem auglýst er hér í blaðinu, er vandað mjög og veitingar þess utan ágætar. Allir Good Temphuar ættu að sækja þessa samkomu. Arðurinn gengur í húsbyggingarsjóð Good Templara. Free Press dags. 18. þ. m. birtir nafnalista yfir 170 Gyðinga hér í bæn- um sem gefið hafa í "Patiotric Fund”, Þessar gjafir nema als $349.85 og var það afnent Patterson fyikisstjóra þ, 17. þ. m. En hann þakkaði gjöfina með mörgum fögrum orðum um þegnholl- ustu Gyðinga og lofaði að rita sjálfur til landsstjórans um leið og hann sendi honum þessa höfðinglegu gjöf. íslenzku vesturfararnir, sem getið var um i síðasta blaði, komu til Win nipeg á íimtudaginn var. Þessir voru í hópnum. Þórður Zoega rneð konu og börn. Frímann Frímannsson, Jón Jónsson, Sveinn Sveinsson, Guðmundur OddssoD, Ingibjörg Helgadóttir, Sets- elja Jónssdóttir, öll frá Beykjavík. Guðmundur Bergmann og Jón Tríggvi Jónsson úr Húnavatnssýslu. Þórður Gislason úr Árnessýslu. Kristgeir Jóns- son og Guðmundur Narfason úr Borg arfjarðarsýslu. Þess utan er Haldór Friðleifsson með konu og 4 börn, frá Reykjavík. Eitt af börnum þessara hjóna veiktist á skipinu yfir Atlanzhaf og var því fjölskyldan sett á land í Halifax. Þar andaðist barnið fám dög- um síðar ög köm því fjölskyldaQ hingað til bæjarins nokkrum dögum á eftir hinu fólkinu, Yfirleitt er fólk þetta ungt og hraustlegt og líklegt til að hafa sig vel áfram. En illa lætur það af að- búð sinni á sjóleiðinni. Voðalegar fréttir berast frá Edin- burg, N. D. Eldur kom upp í lyfjabúð þar í bænum þann 20, þ. m., er ekki varð slöktur. Sagt er að allur aðal- hluti bæjarins hafi brunnið, um 20 hús alls. Nokkrar fjölskyldur hóldu til i herbergjum uppi yfar búðum bæjarins og komust þær með naumindum ut ur húsunum allslausar. Engu varð bjarg- að. Sagt er að tvær íslenzkar konur, Mrs. Jakobson Lindal og Mrs Björns- son, hafi brunnið til bana, og haldið að barn hafi einnig brunnið til dauðs. 2 kornhlöður brunnu og nokkrir járn- brautarvagnar Great Nerthern járn- brautarfélagsins. Allar sölubuðir og vörur í bænum eru gersamlega eyöi- lagðar svo að ekki var nægur matur eftir i bænum til að endast daglangt, en prívat íbúðarhús er sagt að hafi lit- ið skemst í eldi þessurn. Þær tvær fsl. konur sem létust í eldinum voru kona Mr. Jakob Líndals í Edinburg og kona Júlíusar Bjarnason á Garðar. ísl. verzlunarmenn sem biðu eigna- tjón i þessum bruna voru Melsted & Co. Hansen & Co. og Hermann &. Co, Þessir síðastnefndu eru akuryrkju- verkfærasalar og er sagt að tap þeirra sé um tíu þúsund dollara.—Fargo bær hefir gefið $250.00 til hjálpar þeim sem eru nauðlýðandi í bænum, og Garðar og Park River-búar hafa einnig skotið saman fó til hjálpar hinu nauðstadda fójki. Matvæli og fatnaður var strax sent til bæjarins, og það er vonað að hægt verði að bæta úr bráðri hörf allra er nauðlýðandieru af orsökum brunans, Séra Bjarni Þórarinsson prédikaði á North IFest Hall á sunnudáginn var, eins og auglýst hafði verið. Húsið, sem rúmar yfir 300 manna var troðfult hornanna á milli, Ekki einasta var hvert sæti skipað heldu' var einnig alt það rúm sem notað varð til að standa, þétt skipað fólki, bæði herbergin sem eru við uppgönguna voru og þétt skip- úð af áheyrendum og gangurinn fyrir framan aðal-salinn niður í miðjan stiga einnig. Þó urðu margir frá að hverva. Áheyrendui voru mjög vel ánægðir með i4aðu séra Bjarna, og margir létu þá skoðun í ljósi að þeir hefðu ekki vestan hafs hlustað á betur samda eða betur flutta ræðu. Það er vílji margra hér í bænum að séra Bjarni haldi áfram þessum sunnudags prédikunum fram- vegis. Að eins óska þeir að hann fái sér svo stórt hús að fólk þurfi ekki frá að hverva vegna plássleysis. Cl. í CA O z 5 < ot H A. JOHNSON, ---ItJOTKAM------ 614 Ross Avenue. Verzlar með allskonar NÝTT K JÖT, SALTAÐ SAUÐAKJÖT, SALTAÐ NAUTAKJÖT, SALTAÐ SVÍNAKJÖT SALTAÐAR TUNGUR, HANGIÐ SAUÐAKJÖT, HANGIÐ SVÍNAKJÖT, ’ ALIFUGLA. 0g sérhvað annað, sem kjötsalar verzla með. ' ---o-- Allir, sem æskja þess, geta fengið “Trading Stamps”, eða “Prize Tickets”, sem veita tilkall til 5% uppbótar í pening- um, eftir að keypt hefir verið fyrir upphæð þá, er téð “Tickets” sýna. Alt flutt heim til manna hvert sem er í bænum. A- JOHNSON, 614 Ross Ave. Winnipeg. Prize Tickets. XI 70 N m o z m s Trading- Stamps. KAUPID HUS Med lagu verdi og Hægum borgunarskilmalum. Tvídyrað hús á McMillan Ave., Fort Bouge, framhlið úr múrsteini, herbergi hvert hús, á stórum lóðum.—Einlyft hús (Cottage) ög verzlunarbúð að 444 og 446 Notre Dame Ave west. Lóðin er 45X120 fet. — Tvílyft hús að 937 399 og 477 Young Str. — Fimm hús áföst (Terrace) 405 til 413 McDermott Str Tvídyrað hús, 356, 358 Pacific Ave. — Tvílyft hús á horninu á Lulu og Comm- on Str.—Tvílyft hús að 155 Alexander Ave.—Nr. 255, 259, 261 Stanley Str., ein- lyft hús(Cottage) og tvidyrað hús. —Nr. 490 Logan Ave.— Nr. 23 og 25 Martha Str.— Nr. 138 og 140 Angus Str. Mánaðar-afborganir, aðeins lítið hærri en venjuleg húsaleiga, eru þeir borgunarskilmálar sem vér gefum kaupendum. Komið og talið við okkur. Q. A. Muttlebury, 459 flain Str. — Winnipeg. Mr. B. B. Olson, Gimli, hefir tekið að sér útsölu Alexandra Cream Seper- ators í Nýja-íslandi. G. Swanson. Ég Thorsteinn Thorkelson, Grocer á Boss Avenue, geri kunnugt, að ég sel nú ágætt hangikjöt fyrir 9c pundið ef 5 pund eru tekin, Ham lOc pd., tólg 3 pd, fyrir 25c. Jam í stórum tréfötum 40c fatan, Jeily í 5 pd. fötum, 18 pd. af bezta rasp sykri fyrir $1.00, 15 pd. bezta mola sykur $1.00, Oranges 25c tylftin, 12 laxkönnur fýrir $1.00 og alt annað eftir þessu. Islendingar ættu að skoða vörurnar áður en þeir kaupa annar- staðar fyrir' hærra verð. — Gleðilegt Sumar! TH. THORKEESON. Bandaríkjafréttir. Af verkamannahreyfingunum hér i bænum er það helzt að segja, að það varð einskonar vopnahlé með vélasmið- um og verkgefendafélaginu þ 31. síð- astl. Stondur það yfir þangað til nefnd sú er gerð á að semja með hlut- aðeigendum, gefur úrskurð sinn. A meðan á gerðinni stendur skuldbinda verkamenn sig til að ganga aftur til vinnu, og verkgefendur að láta þá sem í verkfallinu tóku þátt óáreitta. Yerk- fall byggingarmanna heldur enn þá á- fram. Chicago 11.— 4—1900. P. M. CliEMENS. Voðalegur skógareldur æddi yfir uðausturpart fylkisins ísíðustu viku með fram Suðausturbrautinni og hefir gert ógna skaða. Þeir herrar N. Keith og Buehanan hafa tapað um 100,000 cords af eldiviði, sem þeir höfðu látið höggva í vetur. Eldurinn er sagður að hafa verið 3 mílur á breidd og flaug undan skörpum vindi frá suðaustri til norðvesturs, og svo hafði hitinn og reykurinn verið mikill að ekki varð komist nær skóginum en í 4 milna fjar- lœgð. Mikið af timbri er talið vist að hafi brunnið fram með brautinní, og það er enda sagt að bæði menn og hest- ar hafi farizt í þessum voða eldi. — Mestur hafði eldnrinn orðið í kringum 9. og 10. “siding”, með fram Suðaustur- brautinni, nálægt nýlendu íslendinga við Pine Creek. Má vera að eldur þessi hafi ollad löndum vorum i landa- mæranýlendunni eitthvert tjón, en enga áweiðanlega frétt höfum vér um það enn þá. Kunnugir menn telja líklegt að skógaréldar muni gera vart við sig á fleiri stöðum í vor, af því að veður hefir verið hlýtt og þurkar miklir og skógurinn því óvanalega þur um þenna tíma árs. Eitthvert þýðingarmesta mál nú á dagskrá Bandaríkja, er Porto Rico-toll- málið, sem nú liggur fyrir fulltrúadeild þingsins. Republikanar í þinginu hafa tvískifzt um þetta mál. Þykir sumum þeirra það mesta óhæfa að leggja tolla á vörur milli Bandar. og Porto Rico. Þar sem Miles hershöfðingi hafði lofað íbú um eyjarinnar, þegar þeir gengu frí- viljugir á hendur honum, að eyjan yrði innlimuð í Bríkin. Neyðina sem nú er eynni, hefir stjórnin verið að reyna að minka með fjárframlögum. Eyja- skeggjar heimta fría verzlun við Brikin og segja sér þá vera borgið. En það sem stjórninni gengur til, að sögn fylgjenda hennar, er að slá því föstu, að þing og stjórn Bríkja hafi rétt til að semja lög fyrir “Nýlenduruar”. Þetta verða þá hin fyrstu lög sem nokkurt þing Bandarikjanna semur fyrir aðra þjóð. Þetta er það sem kallað er “Im- perialism”. Hafa Republikanar oft neitað því að útbreiðslustefna stjórnar- innar væri imperialista” stefua; en þetta dregur öll tvímæli af því, og ger- það núverandi stjórn Bandaríkja að keisaraveldisstjórn og republikanaflokk- inn að postulum þeirrar kenningar. Litlar fséttir koma frá Filipseyjum, enda þótt ætla megi að ekki gangi þar alt sem friðsamlegast. Samkvæmt skýrslum frá Otis herfor. dags. 3. Apr. hefir 81 hermaður verið drepinn af Bandarídjaliðinu síðan 1. Jan. þ. á. Að öllu samlögðu hafa verið drepnir 467 Bandar. herm. þar’siðan 6. Ágúst 1899. Á þessu sést að þeir sem drepnir hafa verið þessa þrjá síðustu mánuði eru meir en einn fimti hluti þeirra sem drepnir voru i öllu stríðinu þar á undan. Það hefir komist á orð að Banda- ríkin keyftu eyjar Danaí Vesturindium; en ekki hefir neitt orðið útkljáð um það. Vilja eyjamanna í því máli rná marka . afþví, að þeir héldu óvanlega mikið sem hann upp á fæðingardagDanakonungsifyrra s,nnl- dag, og tjáðu sig/Sfúsa að ganga undan Stjórn hans, og undir Bandaríkin. Sama skeyti segir að Danir hyggi til umbóta á verzlunarfyrirkomulaginu á eyjunum. Er þar konungseinokun eftir því sem mér skilst; en eyjaskeggjar eru flestir svertingjar. í síðustu viku komu blöðin með þá fregn, að Dewey flotaforingi hefði tjáð sig fúsafln til að sækja um forseta em-; bættið; en í dag er sagt að hann sé _ hættur við það. Nýr minnisvarði. Það á að fara að byggja nýjan minnisvarða yfir Abraham Lincoln, hinn alþekta Bandaríkja forseta. Minn- isvarði þessi á að standa í Springfield i Illinois ríkinu. Þessi minnisvarði verð- ur að mestu leyti eftirliking af þeim sem nú er til, nemaþessl nýi á að verða 15 fetum hærri. Það var byrjað að byggja þann gamla 1869 en eigi var hann fullgerður fyrri enn 1893. Hann kostaði $215,000. Fyrir nokkru síðan fór hann að skemmast, og ganga af sér. Litlu eftir að hann var fullgerður gaf undirstaðan eftir. Rifur og sprungur komu i ljós á steinverkinu. Minnis- varðinn sem er með allra fallegustu vörðum þar um slóðir, leit út að mundi þá og þegsr falla í rústir. Þingið í 111. hefir nýlega áætlað og lagt fram pen- inga til að rífa gamla varðann og kyggja annan nýjan i staðinn. Á að grafa fyrir undirstöðu ofan á klöpp, en það eru 14 fet í jörðu niður. Nú er bú- ið að flytja lík Lincolns, sem er í málm kístu, tilOak Ridge kyrkjugarðsins, og verður geymt Þar i likhvelflngunni á meðan verið er að reisa þenna nýja minnisvarða. Það er í ellefta skifti • sem lík Lincolns er handfjallað, frá því það var tekið upp af gólfinu i Ford leikhús- inu 14. Apríl 1865 og borið inn i Hvíta- husið (forsetahúsið). Það var gengið inn í grafhvelfing- una að norðanverðu, í gamla minnis- varðannm. I grafhvelfingunni voru 6 grafhvelfingahólf jafnhliðft, og i fjórum af þeim vo'ru lík af nánustu vandafólki forsetans geymd. Til vinsti handar forsetans hvíldi kista konu hans, en til hægri handar honum hvildu 3 synir hans. Á kistu hans standa þessi ein- kunnar orð haus í hálfhring: Fjandskap gegn engum, en umburðarlyndi við alla. Að sunnanverðu var gengið inn í minningarherbergið. Þar eru geymdir ýmsir munir, sem forsetinn hafði og átti. Þar er brjóstmynd af honum, skrift hans, eins og hann reit uppkastið af stjórnarskrá Bandaríkjanna. Stóll hafði einlagt i skrifstofu allrahanda jarðmælingar- verkfæri, sem hann brúkaði við land mælingar á yngri árum sinum, á ýms- um stöðum nærliggjandi Springfield. Ennfremur púðurhorn sem afi hans átti, og hét Abraham Lincoln, og var í hernaði um tíma. Og fleiri eru forn- menjar þar að finna. Forsetakosningakvöldið 1896 gerðu tveír menn tilraun til að stela likinu úr grafhvelfingunni. En varðmaðurinn I varð þeirra varr í tíma, og kom í veg fyrir að þessir óþokkar gætu fran ið I verkið. *****mm**mmmm**mmm&**m**m f ^ ^ — * * nnr\A/n\/>n # i # # # # # # # # # i * # jUl ■w # # JtL. w # # # # # # # # # # DREWRY’S nafnfræga hreinsaða öl “ÍTeyðir einsog kampavín.” Þett er óáfengur og svalandi sælgætis- drykkur og einnig hið velþekta Canadiska Pilsener Lager-öí. Ágætlega smekkgott og sáínandi í bikarnum. jjaJIr þ«ssir drykkir er seldir f pelaflöskum og sérstaklega ætl- aðir til neyzlu í heimahúsum. — 3 dúsin flöskur fyrir $2.00. Fæst # hjá öllum vín eða ölsölum eða með því að panta það beint frá REDWOOD BREWERY. EDWARD L- DREWRY mannfacturer & Importer, WOiMrEtt. •«»#***«***#«*•***•»**#•*$ i * * * * Hver sem Klippir út þessaauglýsingu, kemur með hana til vor og kaupir af oss alfatnað fyrir §10.00 eða $10.00 virði af vörum, fær okeypis í kaupbætir $2.00 hatt. Þeim sem kaupa fyrir $15.00 gefum vér besta hattinn í búðinn, og mega þeir velja hann sjálflr. Þér verð- ið að sýna oss þessa anglýsing til þess- að fá þessar kanpbætur. Þetta gildir þar til öðrnvísi verðnr auglýst. LOIVG <&: CO. Palace Clothing Store, Winnipeg. ‘458 MAIN STREET. Sjónleikurinn “ÆFINTÝRI Á GÖNGUFÖR” verður leikinn tvisvar í samkomusal Good-Templara í Selkirk, nefnilega miðvikudagskvöldið 2. og föstudags- kvöldið 4. Maí næstkomandi. Inn- gangur fyrir fullorðna 30c.; fyrir börn innan 12 ára 15c. Veitingar verða seldar á staðnum. Dans á eft- ir leiknum fyrir alla sem vilja. Byrjað verður að leika 15. mínút- um eftír kl. 8 bæði kvöldin. Concert, Social og Dans Verður haldinn á Albert Hall, corner Main og Market Str., Fimtudagskvöldið 26. Apríl 1900, kl. 8, — undir umsjón kvennfélagsins “Gleym mér ei.” PROQRAH Samspil: Solo: Recitation: Solo: Recitation: Solo: Duet: The Mrs Murrell and Mr. Wm. Anderson; Miss B. McKenzie; MissOddný McKenzie; Dr. O. Stephenson; R. J. Buckingham; MissB. McKenzie; School playground Miss Tossie McKenzie and Master Bobbie, McKenzie; Comic Solo: William Keena; Solo: B. McKenzie; Solo: • Mr. VFarning; Samspil: Mrs Murrell, Mr. IFm. Anderson. Viðbót: Mr. Wyley, með söngflokk sinn syngur, einu sinni eða oftar á sam- komunni. Aðgangur 25c. fyrir fullorðna, 15c. fyrir börn. Skemtisamkoma og veitingar. Undirumsjón nokkurra ungra stúlkna úr stúkunni Heklu, á North West Hall, mánudagskvöldið 30. April 1900. Til Arðs fyrir byggingarsjóð stúknanna. PROQRAm: Instrumental Music — Mr. Anderson, Mrs. Merrill. Upplestur—Mr. Kr. Ásg. Benediktson. Söngur—Nokkrar ungar stúlkur. Ræða—Séra Bjarni Þórarinsson. Solo—Mr. J. Power. Hecitation—Miss H. P, Johnson. Veitingar. Instrumental Music — Mr. Anderson, Mrs. Merrill. Recitation—Miss Valdís Valdason. Solo—Miss Jónína Hannesson. Instrumental Music—Mr. Clark. Dialogue: Restraining Jotham. Ipstrumental Music— M. Anderson, Mrs. Merrill. Byrjar kl. 8. Salurinn opnast kl. 7.30. Inngangur 25 cts. Kaupið Fleury’s $13.50 alfatnað (( i( 12.00 (( il (( 10.00 (( il (( 8.00 (( ll (( 6.00 (< tl (( 5.00 (( ii (( 4.00 (( Kaupið Fleury’s $ 8.00 yflrkót ii (( 10.00 a (( 12.00 (( t < (( 15.00 (( Kaupið Fleury’s $ 1.00 Buxur li (( 1.25 (( ll (( 1.50 (( (( (( 2.00 (( Kaupið Fleury’s $ 0.50 Hatat (( (( 1.00 (( (( (( 1.50 (( (( (( 2.00 (( Kaupið Fleury’s $ 0.50 Nærföt (( (( 0.75 (( (( (( 1.00 (( D. W. Fleury 564 JIuin Street, Gagnvart Brunswick Hotel. Victorla Kiuploynient Iturean 482 Main St. Winnipeg. útvegar stúlkum vistir, sem eldakonum og við borðstofu og uppiverk á gest- gjafahúsum, einnig vistir í prívathúsum W. W. COLEMAN, B. A. SOLICITOR ETC.. Wimiipeg uml Stonewull. 308 McIntyre Block. Deacon & Ross JMerclmiit ThíIoi-n á horninu á Princess og James Str. Búa til föt eftir máli. Alt verk velvand- að og mjög ódýrt. Reynið oss einu- sinni. Þér komið þá aftur. asmrnmmmmtmmmm SZZ Allir sem vilja reykja góða S~ vindla og fá fullvirði pen- inga sinna, reykja g TIe Keystoiie Cipr y— Okkar beztu vindlar eru S£_ Tlie Keyxlnne, »: Pine Itm-r ojj E1 JTlodeio. S- Verkstæði 278 James St. % Keystone Cigar Co. Tiimimimimm MeClary’s nafnfrægu eldunarvjelar. VERÐ FRÁ $11.00—$50.00 Verðið mismunandi eftir því hve vélarnar eru þungar, stórar og fallegar! Qilmer & Co. 55lMAINSt. - WINATI»K«,- Næstu dyr fyrir norðan Heimskringlu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.