Heimskringla - 03.05.1900, Side 1

Heimskringla - 03.05.1900, Side 1
r►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦© Eldaíitór íyrir $8.50 | Isakápar íyrir 8.50 Steinolíueldastór $5.00 og yfir Trading Scamps. Cash Coupons. — ♦ ANDERSON & THOflAS, ♦ Jaknvöeusalar 538 Maln St. ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦i ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ I ©♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ö Screen Doors, ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Screen Windows, Viruet til aö bua til úr sumarhuröir og glugga; Vírnet til fuglagirðinga. Tiading Stamps. Cash Coupons ANDERSON & THOMAS, J ARNVÖRUSALAR 538 MaIN St. t l l ♦ l XIV. ÁR WINNIPEG, MANITOBA 3. MAI 1900. Nr. 30. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Herfréttir eru fáar og smáar þessa daga. Þaðer sagt að Búar hafi um 18000 manna hjá Wepner og DeWets Dorp, og að Roberts lávarður hafi 140 þúsund manna með 150 fallbyssur, og að alt það lið sé nú þannig sett, að bú- ið sé að umkringja Búana, svo að þeim séundankoma ómöguleg. Herforingj arnir Hart og Brabant halda liði sínu sunnan að TVepner, en Pale Carew Rundel og French halda sínu liði norð an að TVepner. Að austan er mikill her af Basutum, sem banna Búunum undankomu þann veg; að vestan kom- ast þeir hvergi, og hljóta því að falla í hendur Breta, nema þeir áræði að ryðja sér braut gegn um her Basutos- manna austur. Talsvert vopnabrak hefir orðið á milli Búa og herdeilda Delgatys í grend við Bokport hálsinn og máttu hvoi'ug- ir betur. Herkostnaður Breta áætlaður til 1. Júlí er $650 milíónir. Síðari fréttir segja að Búar haldi sínu fullkomlega. Dewet, herforingi Búa, er sagt að hafi unnið sigur á ridd- araliði Brabants hershöfðingja, sært og drepið marga og tekið 50 til fanga. Einnig eiga Búar að hafa unnið annan bardaga og rek ð Breta á íiótta. Það er talið víst að tilraunir Lord Roberts, að umkringja Búana hjá Dewets Dorp hafi misheppnast, af þvl hreyfileiki Bú- auna er svo mikill, að Bretar geta ekki höndlað þá. Heílmikill harmagrátur frá Lund- únum er prentaður hér i blöðunum á laugardaginn var, þess efnis, að Búar hafi allir sloppið úr greipum Breta. Segir fregnin að Roberts lávarður sé buinn að þvoala § af öilu sínu mann- marga liði í meira en máuuð til þess að handsama 15000 Búa, en afleiðiugin sé sú, að þeir sóu allir sloppnir norður í land, en hafi tekið með sér 15 fallbyssur Breta og 100 brezka fanga, en Roberts og lið hans glápi í gaupnir sér yfir ó- förunum, og að li ið só enn þá ekki farið að hugsa til að hefja ferð sína til Pretoria. Fólk á Englandi er mjög æst yfir þessu og áfellir nú Roberts, Þykir hann hafi gengið bezt fram í að klaga aðra hershöfðingja og finna að gerðum þeirra, en sjálfur só haun engu betri, nema miður sé. Doukhobors þeir sein háfa verið í kyrsetningu i Emerson í mánuð, héldu áfram suður til California á föstudag- inn var. Stjórnin í TT’ashington hafði rannsakað mál þeirra og ákveðið að þeir mættu halda áfram ferð sinni yfir landamærin. Tyrkneskur torpedo-bátur sprakk i loft upp á höfninni í Bayrout í siðustu viku. Skipshöfnin öll, 23 menn, fórzt. Senor Silvela, nýi forsætisráðherra Spánar, ætlar að biðja spánsku stjórn- ina að leggja fram fé til að byggja nýj- an herskipaflota, miklu öflugri en þann sem Bandamenn eyðilögðu í síðasta stríðinu. Ontariostjórnin samdi nýlega lög er skipa að það verði að saga alla bjálka í Canada, er höggnir eru á því landi, sem Ontar ostjórnin hefir leigt. Banda- ríkjamenn hafa að leigu timburland mikið frá stjórninni og þykir þetta ó- hæfa mikil og hafa skotið máll þessu til dómstólanna. en þeir hafa haldið taum stjórnarinnar. Er búizt við að málið verði látið ganga fyrir leyndar- ráð Breta, sem er æðsti dðmur ríkisins. Lítill efi leikur á því aðmálið verði þar úrskurðað stjóruinui í vll, eins og hér- lendu dómstólarnir hafa gert. Bærinn Panuasa í Mexico hefir eyðilagzt af eldi. Skaðinn metinn 2J æilíóu dollars. 11,000 manna eru hús- lausir eftir brunann. 8 menn særðust af sprengingu í púðurgerðarhúsinu. Rússar hafa kúgað stjórnina í Kina til þess að leyfa þeim að bvggja járn- braut til Pokin og tengja haua við Sí- beríubraut sína. Samningarnir eru Unioii ISraud , Inf»rn*tion HEFIR KAUPIÐ ÞETTA 'iinAH ff EKKERT MERKI » ANNAÐ IRKaiSTIRCD) PENINQAR LANADIR. - afborganir. Fér erum umboðsmenn fyrir hiö bezta og ríkasta lánfélag sem bækistöðu hefir í Wiunípeg. ^^FTU EIGNAST Laglegt og vel vandað einloftað hús (Cottage) á Alexander Avenue ? Það er úr timbri, á steingrunni og kostar $1200. TAKID VATRYGQING— , ..Th, Pll0,!slx „ LlJKD0K,, Það er hið elzta og bezta vátryggingafólag í heimi. Nares, Robinson & Black, Itunk «f Iliiir.iUnn CIihiiiIht». þannig, að báðar stjórnir hafa í orði kveðnu umráð yfir brautinni, en hún er þó eiginlega í höndum Rússa. Mr. Healy, innflutninga-agent Banda ríkjanna í British Columbia, segir að 5000 Japanar hafi komið til B. C. á þessu vori, önnur 5 séu á leiðinni og 25 þúsund 1 viðbót séu væntanleg i sumar. Álítur hann að Canada- og Bandaríkja- stjórnir ættu að taka höndum saman til að stemma stigu þessa innflutnings. 50,000 börn í Bandarikjnnum skutu saman 2c. hvert, í sjóð.og keyptu vasa- úr, kjörgrip mikinn, og gáfu Dewey admiral það í síðusTu viku. Tók hann við gjöfinni með miklum fðgnuði og kvað úrið jafnan skyldi minna sig á gefendurna — hina uppvaxandi kynslóð Bandarík j anna. Slys vildi til í Paris í sambandi við sýninguna 29. f. m. Féll þar niður brú sem var í smiðum. Biðu þar 5 menn bana, og 45 meiddust. Fyrsta canadiska herdeildin hefir nýlega háð orustu við Búana hjá Israel Port og unnu sigur. 20 þeirra féllu og særðast, og var Col. Otter einn ámeðal þeirra særðu; fékk tvö kúlusár, en ekki eru þau talin hættuleg. Canadamenn fá hrós hjá Bretum fyrir hermannlega framgöngu í þessum bardaga. Hveitisáning hér í Manitoba er nú hér um bil lokið; er það nokkuð fyr en vanalegt er, og má það þakka hinni ágætu vorveðráttu. Mr. Mellon, forseti N. P. félagsins, sagði nýlega, að hann byggist ekki við að bæta við brautir félagsins i þessu fylki, og gaf það sem ástæðu að Otta- wastjórnin hefði leyft C. P. R. félaginu að byggja braut samhiiða brautum N. P. félagsins. Hann kvaðst skoða það ieyfi eins og kurteisa bendingu til N,P. félagsins að færa ek i út kvíarnar hór norðan línunnar. Herskattur Bandaríkjanna. Ríkis- ritarinn Gage skýröi nýlega frá því í senatinu í Washingt.on, að innt.ektir ríkisins af hinum sérstöku herskatta- álögum, frá 13. Júní 1898 til 81. Marz 1900, hefðu verið $183,405,292,00. Tekju- liðir og upphæðir þeirra eru á þessa leið: Vindlar.................. $ 5,202,621 Cígarettur.................. 2,442,020 Neftóbak.................... 1,641.281 Munn- og reyktóbak....... 27,070,113 Blöðkutóbaksverzlanir.... 127,170 Verzlanir er selja tilbúið tóbak 36,637 Vindlagerðarverzlanir .... 446,724 Tóbaksgerðarverzlanir ... 30,193 Ýmsir tollar af tóbaki.... 773,115 Vínandi.................. 56,936,631 Tollar af vínum geymdum í vöruhúsum 197,936 Blandað hveitimjöl....... 14,154 Bankastofnfé undir $25000 712,426 Banlta stofnfé yfir $25000 6,086,155 Billiard-salir ............... 583,443 Skuldabréfa-verzlarar .... 559,356 Brakúnar (Brokers)..... 277,016 Tollvöru brokers .............. 11,806 Keiluspilahús.................. 90,626 Bráðabirgðar-lánendur ... 71,776 Circus-sýningar................ 28,959 Ýmsar sýningar........... 128 759 Leikhús og Ooncert salir 97,729 Dánar gjafir................ 2,896,306 Atvinnuv. undir skrá " A“ 66,781,776 “ B" 8,693,881 Auka innanlands toll- skattur 1,463,541 $183.405,292. Frá löndum MINNEOTA, MINN., 25. APRÍL 1900. (Frá fréttaritara Hkr.). Tíðarfar er hið ákjósanlegasta nú um stundir. Vorannir ganga því greið lega. llór um slóðir mun almenningur nú sá hveiti með minna móti, en sá því meira af hörfræi. Nýgyfteruhér Stefán Þ. Vestdal og Pálína Jakobíua Stefáusdóttir, dótt- ir Stefáns Sigurðsonar frá Ljósavatni í Ljósavatnsskarði, og eru þau nú kom- inn til borgarinnar Washington. Slys: Jóhann Sigurðsson, sonur Sigmundar verts af Húsavlk, misti jað- arvöðvann og litlafingur(?) af vinstri hendi við grjótsprenginga, Orsakaðist það af því, að eldurinn dó í púður- kveiknum (að því er virtist); fór hann svo að pjakka upp úr púðurholunni, en er hann haföi stutta stund að verið, kviknaði i púðrinu og eldstrokan lenti áhendi hans, og þeytti hamri og meitli, er hann liélt á, meir en 20 fet í burtu. Úr bréfi frá Winnipegosis 19. Apríl 1900.: — “Ég varð sár yfir því hvernig kosningarnar fóru í þessu kjördæmi — Dauphin—, en aftur varð ég stórglaöur þegar ég frétti kosningaúrslitin í Gimli kjördæmi. Fyrir nokkrum tíma las ég í Hkr. fréttir héðan eftir 2 fiskimenn, er héð- an komu, sem mér finnast vera athuga- verðar. Þar er gefið i skyn að menn hór alment hafi haft $100 um mánuðinn yfir siðustu vertíð. Ég þekki hér nokkra menn, sem urðu fyrir $1001 api hvern mánuð, og aftur nokkra, sem höfðu lólegt kaup yfir þann tíma. Eins og kunnugt er hefir Ottawa- stjórnin nú bannað að veiða í vatni þessu framvegis. En okkur hér þætti vænt um að fá greiniiegar fréttir í Heimskringlu um þetta: 1. Er veiðin bönnuð að vetrinum? 2. Ef hún er leyfð.mega þá aðrir veiða en þeir sem taka lönd? 3. Er leyfilegt að selja fisk út úr rík- inu. 4. Hvemörgáráþettabannaðstanda? Við Islendingar álítum að stjórnin geri rétt í að banna sumarveiði, en rangt ef veðrarveiði er bönnuð og einn- ig rangt að banna útsölu fiskjarins úr ríkinu, því það er sama sem algert veiðíbann, því varla mun hægt að fá góðan fiskœarkað innanríkis, og ef svo er, þá verða þeir landar sem hór eru nú að ölluin likindum neyddir til að flytja úr þessu plássi”. I tilefni af ofanrituðu bréfi skulum vér svara því, að vér höfum ekki sóð veiðibannsreglugerð stjórnarinnar ann- arsstaðar en í euskum blöðum, og þar að eins útdrátt úr henni. En eftir þeim útdrætti að dæma, þá er veiðin bönnuð að eins yfir sumartímann og útflutn- ingur fiskjarins bannaður einnig yfir þann tíma. Ekki vitum vér hvort veiðileyfi er bundið við landtöku, né heldur hve lengi þetta bann á að standa. En upplýsingar um alt þetta máeflaust fá hjá fiskiveiðaumsjónar manni stjórnarinnar í Winnipegosis. — Anuars má vera að bann þetta sé ekki eins voðalegt og orð hefir verið á gert. Blaðiö Free Press liefir þá skýringu fyrra laugardaE um þetta mál, að fisk- veiða samþykt Stjórnarinuar, frá 8. Maí 1894, hafi verið breytt, með því að bæta eftirfylgjandi orðum við lögin: ‘ The use of tugs in netting operat- ions or in any method of taking and capturing fish in Lake Mauitoba and Winnipegosis isprohibited, exept for tlie shipping of fish, or conveyiug of men to and frotn the fishing grounds”. Bóluveikin í Winnipeg. Almenni spítalinn í þessum bæ er orðinn að bólu-bæli og nú umkringdur sterkum sóttverði. Þessi frétt flaug út um bæinn á fimtudaginn var, um leið og sóttvörðurinn var settur um spítal- ann. Fimm manneskjur lyggja Jiar nú í þessum sjúkdómi og talið víst að fleiri séu búnir að fá haua, þó enn sé ekki orðið opinbert. Það skal sagt sþítalastjórniuni tll hróss að hú gerði enga tilraun til að leyna bæjarbúa þess- um fréttnm eptir að það var víst orðið, hver sjúkdómurinn væri. Eulæknaru- voru ekki vissir um það fyrr en í gær morgun að tvær hjúkrunar konurnar og einn karlmaður, ritari og fóhiröir spítalans, sáust bera þess óræk merki að þau hefðu fengið veikiua. Þetta var samstunis tilkyut heilbrjgðisráði bæjarins, og brá þaö stiax við og setti sóttvörð um spitalann innan 1 kl.stund- ar frá því þeim var tilkynt um veikina. Lækuar spítalaus gerðu strax rannsóku til að komast eftir hvernig veikiu hefði komist iun á spítalann, og kom það þá upp að hinn 11. Apríl hafði ferðamaður að nafni Herbert M. Findlayson, frá Ástralíu, áleiðis til Englands, verið tekinn í kerru frá einuin af svofnvögn- um C. P.R. fólagsins, og ekið til spítal- ansy, með því hann varð veikur á leið- inni að vestan. Læknarnir gátu ekki uPPgötvað hvað að honum gekk, og dó hann á spítalanum innan tveggja sólar- hringa eftir þangað komuna, Eugin bóla kom út á þessum manni og því varð ekki séð að hann hefði látist úr bóluveikinni. En þegar þess var gætt að kouur þær sem nú hafa tekið þessa veiki á spítalanum, eru sömu konurnar sem stunduðu Findlayson, þá er það ljóst að þær hafa tekið veikina af hon um. Sjúkdómur þessi er 12 til 16 daga að þróast þar til hægt er að ákveða hver hann sé, og þess vegna er mögu- legt að ýmsir aðrir séu búnir að fá hann, þó hann hafi ekki enn þá komið greinilega fram á þeim. Engin varúð var viðhöfð með Findlayson eftir að hann dó, líkið var sent á líkstofu hér á Aðalstræðmu og lá þar til sýnis meira en sólarhring, og var síðan jarðað í Brookside, eftir að hafa legið 2 vikur i kirkjugarðslíkhúsinu, og alt var oiðið opinbert um sjúkdóminn, á vanalegan hátt þann 26. þ. m. En siðan þetta koinst upp hefir 12 manna sóttvörður verið settur um spítalann og hafa þeir gætur nótt og dag að engin umgengui sé höfö við bæinn. Menn þessir búa í tjöldum úti. Spítalanum hefir verið lokað svo að engum sjúklingum verður veitt móttaka, eða leyfð útganga þaðan í tvær vikur að miusta kosti. Ýmsir læknar hafa verið spurðir um líklegur afieidiugaV af þessari sýki og ber þeim öllum saman um að vel geti skeð að sýkin breiðist út um bæiun. Annars er-vonandi að ekki verði mikil brögð aö veiki þessari í þessum bæ. Flest fólk er hér marg bólusett og er því í tiestum tilfellum algerlega óhultfyrir sjúkdóm- inum. En þó er rótt að vér minnum landa vora á að láta ekki dragast að bólusetja börnin sín, þau sem enn eru óbólusett. Vér álítum að þær varúðar- reglur sóu mjög nauðsynlegar, án þess oss detti í hug að halda því fram að íbúar bæjarins séu í nokkurri verulegri hættu af sýki þessari. liuslakista “Herrauðs” PÓLTÍK. Ég er ekki vel kunnugur stjórn- málum þér í þessu Iandi; óg hefi hlust- aðá mál manna og lesið pólitiskar rit- gjörðir í blöðum og tímaritum bæöi á íslenzku og ensku; ég hefi ekki verið í þjónustu neins flokks og ekkert unnið í neina pólitiska átt; ég er því alve : ó- háður og veit ekki tíl að óg hafi orðið fyrir sérstökum áhrifum úr nokkurri átt.er truflað geti svo tilfinnin.aar mínar að þær hlaupi í gönur með skynsemina. Ég held að ég geti talað ura pólitíkina hér eins og áhorfandi í leikhúsi. Það erekki þar með sag4 að mitt álit sé rétt og óskeikult. því dettur mér ekki í hug að halda fram; en mér þótti rett að geta þess að óg tala ekki máli neius flokks. “Ég hefi eyru og hlýði á hljóm í veröldinni” segir skáldið og mér finst' sem pólitiski hljómurinn sé svo hér stundum í þessu landi að vart sé hægt að kornast hjá þvi að haun bei ist mann' til eyrna þótt maður só hvoiki * 1 liberal’i nó "consei vative”; og mér hafa stund- um dottið í hug orð Matthiasár, þar sem hann lætur Fjallkonuna segja: ' Ég hefi heyrt þvi lík ókjör af harki og skvaidri,eins og hávaða i börnum á sjö- tugsnldri”. Mér hafa altaf þótt þau einkennileg þessi orð og þó lield ég að þau eigi hvergi eins vel viðog pólitíska hávaðaun og gauragangin meðal ís- íendinga hór veslra. Ég ætla ekki i þetta skifti aö lýsa kostum eða göllum á þeim pólitisku stefnum, sem ríkja hér, eða bera þær saman—getur vorið að ég gjöri það siðar—ég vilað eins minnast á þ*r aðforðir, som mór virðist vera fýlgt af sunium pt'irrn ^nanna, er leið- The Home Life Association of Canada. Aðalskrifstofa í Toronto. 'Höfuðstóll—ein millíón dollars. '11 trygging i höndum sambandsstjórnarinnar. Lífsabyrgðarskýrteiui Home Life félagsins gilda hvar í heimi sem er. Eng- m höft eru lögð á skírteinishafa hvað snertir férðalög. bústað eða atvinnu Þau erú ömótmælanleg eftir eitt ár frá dagsetningu. Skírteinin hafa ÁBYRGST VERÐGILDI í uppborgaðri lífsábyrgð pen- ingura og lánsgildi, eftir þrjú ár. Leitið upplýsinga um félagið og ábyrgðarfyrirkomulag þess'hjá W. H. WHITE, ARNI EGGERTSSON, MANAGBR. GBNERAL AGBNT. Mclntyre BJock, Winnipcg. I*. O Box 245. andi eiga að vera. Eg get ekki annað séð en að hægt væri að vinna á öðrum og betri grundvelli en gjört er. Mér finst sem ekki þurfi annað en að fylgja einhverjum flokki til þess að fá alla aðra á móti sér, ekki einungis í skoð unum—það er ekkert tiltöknmál—held- ur i öllu; þeir eru flestir orðnir persónu legir fjandmenn, sem ausa út skömm- um og stóryrðum á báðar hendur, sem oft eru ekki annað en staðlausir sleggju- dómar. I báðum nólitisku flokkunum eru heiðvirðir mt ín, sem vinna máli sinu og fylgja þvi ;ram af instu sann- færinguu, mér det ar ekki í hug að fást um það, og það er virðingarvert í alla staði. En hér finst. mér að blandað sé svo saman mönnum og málefni, að hver sé talinn óalandi og óferjandi og óráð- andi öllum bjargráðum af oðrum iiokkn- um ef hann fylgir hinum. Þeir bera. hver öðrum á brýn: þjófnað, lygi, mút- ur, svik meinsæri, undirferli, rógburð og yfir höfuð alt það ilt, sem mannleg skynsemi getur upphugsað, og mann- orðseyðandi tungur geta talað. Ég þarf ekki annað en að benda á blöðin um kosningarnar í vetur og þær ræður, sem þá voru fiuttar. Getur verið að eitt- hvað af þessu sé satt, en ég fyrir mitt leyti get með engu móti litið svo dökk- um augum á landa mína að það sé alt satt; enda er sjaldnast reynt nokkuð til þess að færa líkur fyrir sannleiksgildi þess hvað þá að sanna það. Það vorú einusinni tveir drengir heima sem deildu um eitthvað: "Þú lýgur því!” sagði Árni. “Þú lýgi því aftur!” sagði Björn. "Ónei, þ lýgur því sjálfur!” segir Árni: "Égei búinn að segja það fyrir löngu að það it þú sem lýgur!” segirBjörn: "Þú lýgur öllu sem þú segir, svínið þitt!” segir Árni og svo fauk í strákana og þeir sögðu hvor framan í annan svo tíjótt sem tungu- tak þeirra leyfði: "Þú lýgur, þú lýgur, þú lýgur!” og loksins flugust þeir á. Svona finst mér það vera stundum þeg- ar verið er aðdeila um pólitíkina hórna. Svo skulum við athuga hvað leiðir af þessu. Vestur-íslendingar vilja lialda því fram að þeir standi ekki á baki Austur-ísleudiuga. "Vór eruin ment- aðir menu”, segja þeir, “vér erum skynsamir menn, auðugir n enn, kurt- eisir menn sanngjarnir menn, hrein- lyndir menn og i einu orði heiðvirðir menn í alla staði. Svo koma “iiberals’' og segja að “couservatives” sóu vit- lausir asuar, ókurtoisir “dónar”, rang- látir sjálfbyrgingar, skynhelgir hræsn- arar. þjófar, lygarar og óheiðvirðir menn í alla staði. Þá koma "con- servatives” með i' :a vítnisburð um "liberals”. Svo s lum við gæta að einu. Meiri pai -r íslendiuga hér fylgir öðrum hvort í flokknum; báðir flokkarnir hafa fengið sama vituisburð- inn hvor hjá öðrum; með öðrum orðurn meiri parturinn af íslendingum hér vestan hafs eru taldir afhrak veraldar, óheiðarlegir, óguðlegir meuu. ísleud- ingar heima lesa blöðin og sjá þessa glæsilegu vituisburði; er það nokkur furða þóit þeim verði á að trúa ein- hverju af þéim.—Þessi pólitíski fjand- skapur spillir mjög á milli Vestur- og Austur íslendinga, spillir áliti voru hór, holdur mðnnum niður, stendur fyrir framförum; diepur allar háar hug- sjónii. Svo er að líta á áhrifin, sera póli- tikin hehr á fólagslífið. Vinir, bræður og meira að segja hjóu fylgja sínum flokki hvort fyrir sig og ganga svo langt að dæmi leiðtoganna—að sund- urlyndi, deilur og jafnvel fullur fjand- skapur verður af. Þessi andlega drep- sóít, þetta póltiska skrymsli. skríður eitrandi og eyðandi inn á heimilin, einn helgasta friðarstaðinn, sem á að vera, ♦ og nagar þarí suudurallar hjartarætur sannarlegs félagsskapar; K það kveikir eld á rnilli ástvina, ekki himneskan kærleíkseld til þess að vinna saman í félagi fyrir réttu máli, heldur helvískan heiftareld svo að ekki getur hvor litið aunan réttu auga. Svona eru áhvifin, Sem mér virðist póltíkin hafa á félags- lifið hér sumstaðar, Getur verið að það sé rangt, en ég þekki hér greinda menn og gætna, sem virðist á sama veg. Þetta þarf að Iaga. Menn þurfa að læra að vinná eins og sannir menn, þótt þeír séu skiftir að skoðunum; þeir þurfa að læra að viróa heiðvirða baráttu andstæðinga sinna þótt þeir vinni á móti henui. Ég leyfi mór að segja að fair són þeir lslendingar hór enn sem komið er, sem kunni að vinna að póli- t*k En betta er framfaraland og vér skulum vona að framfaragyðjan gleymi því ekki að koina við í hugsanaríki pólitísku manuauna í þessu fylki; en hun má gjöra meira en að heilsa og kveðja ef hún á að geta rekið burt alla illa anda, sem nú sitja þarað völdum. —Ekki meira um pólitíkina í þetta skifti, en þá eru Trúmálin og kirkjulífífl. Ég er hræddur um að ég verði svo langorður um það mál, tjð oflangt verði í þetta blað, ég læt það því bíða næsta blaðs, (Frh.) ATHUGABEMD. Herra ritstj. Hkr. I síðasta nr. blaðs yöar 19. þ. m. miunist þér litillega á Parísarsýning- una, og segið meðal annars, að ‘Frakk- land hafi þar 30,000 sýnendur, Banda- menn yfir 6000, Bretar, Rússar og Þjóðverjar ura 2000 hver og aðrar þjóð- ir þaðan af minna”. — Þetta er ekki rétt. Ég hefi nú 3 blöð fyrii íramau mig, sem öll bera skýrslur frá sýningar nefndinni i Paris, og ber þeim öllum saman um, að sýnendur frá hinura ýmsu löndum séu á þessa leið: Frakk- land 30,000, Bandaríkin 6,564, Belgía 2,500, Þýzkaland 2000, Ítalfa2000, Rúss- land 1500, Scandinavia (Norðurlönd) 1400. Austnrríki 1000, Bretland 600, og brezku nýleudurnar 600. Winnipeg, 21. ApiillOOO. s. J: A DÁNARFREGN. Steinunn Bergsdóttir, fædd á Holt- um í Mýrasveit, Skaptafellssýslu, 4. Júní 1875, andaðist 28. Marz 1900, og var jarðsungin 2. þ. m. Hún flutti til Ameríku 1893 frá Hallbjarmirstöðum í Skriðdal í Suður-Múlasýslu. Dvaldi húa lengst af í TFinnipeg 0g stundaði klæðasauni. Fyrirrúmu árimistihún heilsuna, en bar veikindi sín með stakri þolitimæði. Hún naut almennings hylli og var góð fyrirmynd ungra stúlkna í allri háttprýði, og er mjög saknað af öllurn, er henni kyntust, þó ég liafi mest að sakna, þar sem ég varð að sjá á bak elskulegri og góðri dóttur, sem var í blóma lifsins og mér til yndis og aðstoðar. Um leiðog dauðsfallið hér með til- kynnist hinum fjarverandi vinum hinn- ar látnu, votta ég öllum þeira sera tóku þátt í þessari sorg með mér, mittinni- legasta þakklæti, Hnausa, Man., 21. Apríl 1900. Steinunn Jónsdóttii\

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.