Heimskringla - 24.05.1900, Blaðsíða 1

Heimskringla - 24.05.1900, Blaðsíða 1
1 nn nnn Fiueur °p,iMos<iu' » U l/W it,os” iangaöar.hér á hverjum degi. Fáið yður hurðir og glugga úr vírueti. V iö höium það á ýmsu verði og með allskon- ar htum, Ttading Stamps. Cash Coupons. ANDERSON & THOflAS, w J ARN VOJ-tUöAi,AK &Ö8 MaíN ST. ^, ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦' ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ : ♦ Lii ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Hammocks. en að hvíia sig í ‘Hanimoek.” Reynið pað eiuu sinni. Vér höf- um þá á mismunandi verði. Trading Stamps. Cash Coupons ANDERSON & THOMAS, J AltN VoltUSALAlt 588 MAIN Si’. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦I XIV. ÁR WTNNIPEG, MANITOBA 24. MAI 1900. Nr. 33. m é PENINQAR LANADIR. — Hægar mánaðar afborganir. Vér erum umboðsmenn fyrir hið bezta og ríkasta lánfélag sem bækistöðu hefir í Winnípeg. ^®LTU EIGNAST Laglegt og vel vandað einloftað hús (Cottage) á Alexander Avenue ? Það er úr timbri, á steingrunni og kostar §1200. TAKID VATRYOGING , ,.T p„OMI „ Lond01i„ Það er hið elzta og bezta vátryggingafélag í heimi. Nares, Robinson & Black, Itnnk «f Hainiltoii fhainbers. W w w w The Home Life Association of Canada. Aðalskrifstofa í Toronto. Höfuðstóll—ein millíón dollars " í ill trygging í höndum sambandsstjórnarinnar. Lifsábyrgðarskýrteiui Home Life félagsins gilda hvar i heimi sem er. Eng- in höft eru lögð á skírteinishafa hvað snertir ferðalög. bústað eða atvinnu. Þau eru ömótmælanleg eftir eitt ár frá dagsetningu. Skírteinin hafa ABYRGST VERÐGILDI í uppborgaðri lífsábyrgð, pen- ingurn og lánsgildi, eftir þrjú ár. Leitið upplýsinga um félagið og ábyrgðarfyrirkomulag þess hjá W. H. WHITE, ARNI EQQERTSSON, MANAGBR. ^ GKNERAL AGENT. Mclntyre Bluck, Winnipcg. P. O «ox A>45. Frjettir. Markverðustu yiðburðir hvaðanæfa. ‘‘Welland Vale” og ‘‘Canada Cycle and Motor” verksmiðjurnar í bænum St. Catherines í Ontario, brann til grunna þann 16. þ. m. Það voru með stæstu reiðhjólaverkstæðum i Canaða og 500 manna höfðu þar stöðuga at- vinnu,-en eru nú allir- vinnulausir. Skaðinn er metinn nær hálfa milj. doll. Congregational prestur i Hamilton, Ont., hefir verið kærður um óskírlífi og kirkjudeild sú, sem hann tilheyrir. hefir sett nefnd til að rannsaka málið. Eftir itarlega yfirvegun hefir nefndin komist að þeirri niðurstöðu að sakirnar á prest- inn séu ekki sannaðar, en að vitnaleiðsl- an hafi þó verið þannig að nefndin sé í . efa um sýknun hans. Herforingi A. E. Turner sagði ný- lega, í ræðu sem hann hélt í London, að Bretland gæti ekki haldið nægan her til að vernda eignir sínar og að ríkið væri i bráðri hættu frá þjóðum sem byggju nær, heldur en almenningur hefði húg- mynd um. Það þykja markverðar fréttir að Lord Salisbury hefir nýlega getið þess í opinberri ræðu á Englandi, að hann væri mótfallinn bindindishreyfingunni, sem nú fer vaxandi þar í landi I einni af ræðum þessum, þar sem Salisbury lét í ljósi nauðsynina á a iknum heræf- ingum í landinu, sagði hann: “Látum oss hafa skotfélög alstaðar og látum dæturnar færa færa feðrum sínum þang- að miðdagsverð og bjór”. Bindindis- og blaðamönnum finst hann hefði mátt undanskilja bjórinn. Það er áht ýmsra -blaða s,ð Salisbury hafi farist óvitur- lega i þessu og er talið líklegt að hann fái mjög mikla mótspyrnu jafnvel meðal sinna eigin fiokksmanna. Sendinefnd frá Toledo, í Bandaríkj- unuiu, henr veiiö aö íeiðasj uui Iwiö- vesturhéruðin í Canada í vor og leist henni svo vel á landið, að hún segir á- reiðanlegt að um 500 fjölskyldur úr Ohio-rikinu muni flytja hingað norður, á heimilisrét’arlönd, á þessu ári. Voðalegt slys vildi til á Illinois Central járnbrautinni, nálægt bænum Boise í Illinoisríkinu. Fólksflutninga- hraðlest var á bíautinni áleiðis tilPhila- delphia, með 60 mílna hraða á klukku- stundimji. Alt í einu sprakk gufuvélin í loft upp. Vagnarnir hentust út af sporinu og möibrotnuðu, en margir far- þegar særðust og nokkrir mistu lífið. Svo var þessi sprenging stórkostleg, að vélastjórinn hentist mörg hundruð fet og kvellurinn af sprengingunni heyrðist margar mílur og jörðin hristist eins og í jarðskjálfta. Menn þeir sem um daginn gerðu til- raun til að sprengja lokurnar i Welland skipaskurðinum, eru enn i varðhaldi. Einn af lögregluþjónum Ontariostjórn- arinnar, Murraý að nafni, hefir gengið rækilega fram i að komast eftir því, hverjir menn þessir séu og hefir honum tekist að rekja spor þeirra síðan 1894. Þeir eru af írskum ættum, en komufrá Lundúnum á Englandi. Þeir tilheyra leynifélagi í New York og voru sendir vestur um haf sérstaklega til að vinna þetta illræðisverk. Félagið sem þeir til- heyra heitir ‘‘Napper Tandy” og gengu þeir i það 10. Apríl 1899. Síðan voru þeir sendir til Washington til að mæta þar óþektum manni sem átti að gefa þeim skipanir um hvað gera skildi.Fóru þeir fyrst til Philadelphia og mættu þar náunga, sem hvorugur þeirra hafði áð- ur séð. Skipaði hann þeim að taka sér upp ný nöfn. Síðan voru þeir sendir stað úr stað ; þeim voru sköifuð sæmi leg föt og nægir peningar. Hverjum þeirra var fengin taska með dynamite og $100 seðill, áður en þeir fóru til Buff- alo til að sprengja lokurnar. Þeim var sýnt hvar ætti að láta sprengiefnið, og hvernig ætti að kveikja í þvi. Síðan var þeim sagt að koma til Buffalo og gefa skýrslu um starf sitt í þarfir félagsins og fá frekari skipanir um önnur spell- virki sem þeir áttu að vinna. — Mr. Murray segir félag þetta vera mjög skaðlegt. Það svífist einkis og leggur á síg mikil peningaframlög til að koma fram slíkum níðingsverkum sem þessu, að sprengja flóðlokur skipaskurða j Canada. Á þetta að vera gert í hefnd- arskyni við Breta fyrir það að þeir hafa háð stríð á móti Búunum. Það er talað um að útnefna hinn nafnkunna hnefaleikara, James J. Cor- bett, fyrir þingmann í Congress Banda- ríkjanna. fyrir 12, kjördeild í New York Er hann sagður gáfaður maður og vel mentaður og beri meii-a skyn á stjórn- mál, heldur en margir þeirra sem nú skipa sæti í Congressinu. Fréttir frá British Columbia segja, að undirbúningur undir fylkiskosningar þar sé nú í fullu fjöri. Þingmannaefnin í öllum kjördæmum fylkisins ferðast nú um og halda ræður. Það er talið lík- legt ao Joseph Martin nái þar völdum, en engan vegin er það víst. Maður að nafni Oliver Doyle fanst nýlega dauður í húsi í Rat í’ortage. Líkskoðunarnefndin komst að þeirri niðurstöðu, aö hann hefði.látist af því að taka inn eitur. Mjög þykir grun- samt að það hafi verið af annara manna völdum- Kýlasýkin er sögð mjög skæð í New South Kales í Ástralíu. Yfir 200 mans hafa sýkst þar nýlega af þessari pest og 80 af þeim hafa dáið. Fregn frá Koping í Svíaríki segir að 2 skip hafi mætzt þar einhverstaðar nálægt, og hafi þá maður af öðru skip- inu stokkið yfir á hitt skipið, og skotið tafarlaust 12 menn, þar með sjálfan skipstjórann. Síðan komst hann á burtu á bát. Talið að hann hafi verið brjálaður. 6 af hinum skotnu mönnum dóu strax, en hinir voru sárir mjög. Stjórnarformaður Laurier hefir lof-- að þvi að sérstök nefnd skuli sett til að rannsaka kosningasvikin sem framin voru af liberölum í West Huron og Brockville kosningunum í Ontario fyrir ári síi an. Kvartanir eru um það í blöðunum, að Canada-sýningarhúsið í Paris sé alt of lítið og lélegt og ekki samboðið þessu ríki, Sýningarmunirnir komast ekki fyrir í þvi og það hefir orðið að útvega pláss fyrir mestan hluta þeirra í öðrum byggingum á sýningarsviðinu. Þykir það spilla fyrir áhrifunum að geia ekki haft alla syningarmunina frá Canada undir sama þaki: 40 menn druknuðu nýlega í svo nefndu Vice-vatni áítalíu, örskamt frá landi. Fólkið var á heimleið frá skemti samkomu. Sendimenn frá Frakklandi eru nú i Bandaríkjunum að reyna að fá beztu hnefaleikarana þar til að beriast i Paris um sýningartímann. Bjóða þeir 125 franka fyrir hvern bardaga. Talið víst að nógir menn fáist til að þiggja boð þetta. Innanstokksmunir þeir, sem Sir John A. Macdonaid átti i hús,: sínu Earnscliffe hjá Ottawa, voru seldir við uppboð í miðjum þessum mánuði. Mesti fjöldi manna sótti uppboðið og hlutirn- ir seldust við háu verði. Skrifborð hans seldist fyrir rúrua 8100 og alt ann- að þar eftir. Mafeking er lei.zt úr umsáti Bú- anna. Það skeði á föstudaginn var. Herdeild sú sem vann sér frægð með þessu þrekvirki var undir forustu Col. B. T. Mahon, sem hafði 2000 hermanna. Hershöfðingi þessi er talinn hraustur og hugdjarfur maður. Hann var með Kitchener lávarði bæði í Dongola og N ílár-leiðangrinum. Afleiðingin af þessum sigri Breta ei sögð sú, að ýmsir af Orangi Free State mönnum hafa lagt niður vopnin og gengið á vald Breta. Þykja nú litlar líkur til að Búar veiti Bretum viðnám fyr en við Johannes- burg. Kruger gamli hefir sent Salis- bury lávarði friðarboð með vissum skil- yrðum, en Salisbury heimtar skilyrðis- lausa uppgjöf Búanna, og segir að Bretar skuli einir ráða friðarsamning- unum Svo segja blöðin að fagnaðarlætin í London og öðrum stórborgum á Bret- landi hafi verið hin mestu í manna- minnum þegar fréttin um lausn Mafe- king barzt þangað. Col. Baden Powell hehr varið borginaí 7 œánuði fyrir á- rásum Búanna, og sýnt með því að hann er maður herkænn. En mál var lionum og mönnum hans á lausninni, því þeir voru orðnir nálega fata- vista- og skotfæralausir; höfðu í langan tíma lifað við þröngan kost. Victoria drotn- ing hefirsent Ilnkkuóskir sínar til Ba- den Powells og Lord Roberts. Rússar hafanýlega komist að samn- ingum við Coreastjórnina um að fá þar sjóhöfn þar sem herskip Rússa geti leg- ið til aðgerðar, tekið kol o. s, frv. Þetta líka rJapanítum illa og hyggia á ófrið vicf Rússa, því þeir hafa skipa- stól betri en Rússar. En annars Þykir það ískyggilegt, því Frakkar eru taldir sjálfsagðir að fylgja Rússum að vígum. Það er sagt að McKinley forseti hafi gefið sendimönnum Búanna það til kynna, að hann sjái sér ekki fært að veita máli þeirra neina áheyrn, og að Bandaríkjaráðaneytið hafi komið sér saman um að halda rikinu algerlega afskiftalausu af þessu stríði. Félag hefir myndast í Kína, sem kallar sig “Boxers”. Ákvörðun þess er að útrýma öllurn kristindómi úr landinu. Félag þetta er stórstígt í meira lagi og hótar uppreist móti Kínastjórn, ef hún hjálpi því ekki til að vinna að þessu stórvirki. Nýlega lét félag þetta taka af lífi um 80 kristna innfædda menn í Pe-Chi-Li-fylkinu — margir þeirra voru brendir lifandi. — Þessir heiðingjar eru engu betri en kristnir menn voru fyrr á timum, þeg- ar þeir voru að láta brenna “vantrúar- menn” á báli á Bretlandi og viðar. Fréttir koma frá Indlandi þess efn- is, að kóleru-sjúkdómur hafi brotist út í 40 svelti-héruðunum þar í landi og að mörg þúsund manna hafi dáið úr honum. í einu héraði höfðu látizt á anDaðþúsund manna úr þessum sjúk- dÓmi; óg óttast menn að hann muui verða milíónum manna að bana í land- inu. Lífsábyrgð kvenna. Engum þeim sem tekið hefir á sig það ómak, að gera sér nokkurn veg- in Ijósa grein fyrir tilgangi og fyrir- komulagi lífsábyrgðarfélaga, mun blandast hugur um það, að þau séu binar þarflegustu stofnanir og að þau eigi stóran þátt í vellíðan mikils fjölda fólks, sem annars mundi búa við þröngan kost og í sumum tilfell- um fara á vonarvöl. Þetta vita og játa víst allir þeir sem nokkra lífs reynslu hafa fengið. Lífsábyrgðarstofnanir eru tiltölu- lega ungar og þekkingin á þýðingu þeirra því ekki eins almenn og full komin, eins og æskilegt væri. Að þessum tíma liefir það verið skoðað svo að lítsábyrgðarfélög væru aðal- lega fyrir karlmenn, og aðeins þeir hafa átt kost á að ganga í þau, með nokkurn vegin þolanlegum kjörum. Kvennfólk hefir ýmist ekki fengið inngönguleyfi í þau, eða að þeim hafa verið sett svo há árleg iðgjöld, að það hefir verið þeim ofvaxið, að tryggja líf sitt í þeim. Þetta hefir orsakast af því, að þær hafa verið á- litnar líkamlega óhraustari en karl- menn og það heíir verið skoðað svo, að lífi þeirra væri yfirleitt meiri hætta búin, en lífi karlmanna. Vaxandi þekking með vaxandi reynslu, heflr á síðari árum sannfært ýms lifsábyrgðarfélög um það, að konur verði að jafnaði eins langlífar og karlmenn, og þessvegna eru þau nú farin að veita konum inngöngu í félögin með sömu kjörum að öllu leyti eins og karlmönnum. Þessi breyting á stefnu félaganna hefir orðið mjög vinsæl og kvenn- fólkið hefir notað sér það og mjög alment trygt líf sitt í þessum félögum En samt mun óhætt að fullyrða, að enn sem komið er taka konur ekki eins mikinn þátt í þessum fólagsskap eins og ætti að vera, og er það slæmt því hann er þess virði að þær veiti honum alvarlegt athygli, og tryggi líf sitt í slíkum félögum. Þetta ligg- ur auðvitað næst þeim sem eru ógift- ar, og ekki bafa aðra aðstoð en eigin vinnukraft, en hafa þó oft fyrir öðr- um að sjá. Það er í eðli kvenna ekki síður en karla, að bera umhyggju fyrir ókom- inni tíð. Löngun þeirra til að fyrr- ast skort á elliárunum hefir örfamdi áhrif á framkvæmdaafl þeirra og knýr þær áfram iil stöðugs erfiðis. Margar konur hér í landi vinna fyrir allmiklu fé á hverju ári. Það væri innan handar fyrir þær að tryggja líf sitt í einhverju af þessum félögum. Iðgjaldaborgunin yrði þeim ekki til- flnnaníeg útgjaldabyrði, en gæfi þó handbendni þeirra eða vandafólki trygging fyrir vænlegri fjárupphæð í dauðstilfelli. Sé konan gift og hafi ráð á að halda uppi lífsábyrgð, þá ætti hún að gera það. Ætti það að vera séreign kon- unnar og ganga til barna hennar að henni látinni. Sé maðurinn drykk- feidur eða á annan hátt óreglumaður þá er það gott fyrir börnin, er móðir Þeirra deyr, að vera ekki eingöngu komin upp á lífsuppeldi frá hans hálfu, og sé konan ógift, en liafi þó fyrir börnum að sjá, þá er það bein skylda hennar að búa i haginn fyrir þ<-a með lífsábyrgð, ef hún getur klofið þann kostnað. Bezt er fyrir konur, ekki síður en karlmenn, að ganga ungir í félögin, þá verða iðgjöldin ekki eins tilfinn- anleg. Og undir vissu fyrirkomu- lagi gæti lífsábyrgðin verið fullborg- uð þegar konan væri miðaldra, og ætti hún þá væna fúlgu til uppeldis börnum sínum. Enn sem komið er hafa íslenzkar konur hér ekki sint nema einu lífsá- byrgðarfélagi. En þær hafa þegar fengið reynslu fyrir því, að það er stór hagur, að eiga kost á að vera í slíkum félagsskap. Það er vohandi að konur gefi þessu máli meira athygli hér eítir en að undanförnu, og að þær leggi sinn fuila skerf til að viðhalda þessum stofnunum. Það er holt fyrir báða málsparta og alla sem nokkurn hlut kunna að eiga að þeim málum. Örðugleikar og ókugur. Þad er fyrirsögnin á grein nokkuri, sem ísafold flutti nýlega um skoðun. manna á íslandi um ástandið þar eius og það kemur nú fyrir. Blaðið segír rangt að dyljast þ ss að “óhug nokkr- um hafi slegið á bændur á íslandi og að þeir séu samhljóða um að þeir eigi nú afar örðugt uppdráttar og horfi með kvíða fram á framtíðina”. Ekki er bess getið í greininni hverjar séu að- al ástæður örðugleikanna, að öðru leyti en því að peningaeklan sé í land- inu. Segir blaðið að fjöldi bænda virð- ist þess albúnir að flytja burt af bú- jörðum sínum, hvenær sem’færi gæfist, enda séu nú jarðir víða auglýstar til leigu, en muni ekki byggjast þettaár. Bændur hafi yfirgefið þær og flutt til kaupstaðanna eða af landi burt. Að- sóknin að kaupstöðuuum hefir veriðall mikil á síðustu árum; bændum hefir bunást illa og þeir hafa að nokkru leyti mist móð. Fénaður hefir gengið af þeim. Vínnulaunin hafa hækkað svo mjög á síðari árum, séistaklega siðan vistarbandið var leyst og menn og konur fengu að lögum að lifa eins og frjálsar verur. Jarðirnar gefa ekki af sér nægan arð til að borga vinnuhjúum og ala bændurna og fjölskjddur þeirra. Kvennfólk í vistum, sem áður fengu 25 til 30 og ait að 40 kr. í kaup um árið, oft í reitingi og illa útilátið með meira en fullu verði, þær fást nú ekki til að taka ársvistir fyrir minna en 70—80 kr. Og heimta kaupið borgað í pening- um eða þeim vörum, sem hægt er'að koma í peninga með fullu verði. Oss er sagt að það sé með herkjubrögðum að hægt sé að fá vinnukonur fyrir þetta kaupgjald. Kaup karla hefir hækkað að sama skapi eða því sem næst, og bændur rísa ekki undir byrðinni. Þeir gátu haldist við á jörðunum á meðan þeir gátu fengið nauðsynlegan vinnu- kraft fyrir minna en hann var virði, en þegar þeir verða að borga hann nokk urnveginn þolanlegu, verði, þá dettur botninn jafnskjótt úr búskapnum. Hverja framtíð búskapUr á íslandi muni eiga í vændum, má að nokkru leyti marka af ummælum frá merkum búmanni og þjóðkunnum, sem ísafold hafa borist. Hann telur ísjárvert fyrir unga menn, sem nokkur efni hafi, að hætta eigum sínum í búskap á íslandi, eins og nú stendur. En með öllu vit- laust fyrir efnalausa menn að leggja út í sjálfsmensku, og hann gengur að því vísu, að mikið gangi nú af þeim, sem annars komist af og hér hafa búið um um sig. Blaðið lætur þess jafnframt getið, að sá sem þetta ritar sé enginn nafnlaus flysjungur, heldur sé hann merkur embættismaður, reyndur og hygginn búmaður, sem ritar nafn sitt undir það sem hann er að segja og er þess albúinn að standa við það. Þetta er undantekningarlaust sú hreinskilnasta og ad voru áliti sú saun- asta yfirlýsing sem vér höfum séð í nokkru íslands blaði um þetta mál, og sú yfirlýsing er þess meira virði sem hún er gerð af manni sem er merkur og þjóðkunnur, reyúdur og hygginn búmaður. En hann hlýtur að vera meira. Það getur ekki hjá því farið að hann sé samvizkusamur maður og sann orður, sem skoðar það ábyrgðarhluta mikinn að dylja landsmenn sína þessev hann álýtur að þeim sé þarft og nauð synlagt að yita. Þess vegna segir hann skoðun sína ótilkvaddur með afdráttar- lausri hreinskilni, og á hann þakkir skilið fyrir hugprýði sma í þessa efni. Það er svo undur nýstárlegt að sjá sannleikann svona ljóslega samandreg- in í íslenzku blöðunum um ástandfð á Islandi, og ísafold á heiður skilið fyrir að hafa tekið sig Iram um að birta þenna sannleika. En hvað þýðir svo þessi játning, játningin um það, að það sé ísjárvert fyrir unga menn með efni, að hætta þeim í bústofn á íslandi og alveg vitlaust fyrir efnalausa menn að reyna það. Með öðrum orðum, að ekki sé til þess liugsandi fyrir fólk á íslandi jafnvel menn á bezta aldri, hvort sem þeir hafa efni eða ekki, að byrja þar bú- skap í þeirri von að geta framdregið lifiðáhonum. Svarið virðist ljóst og auðgefið. Það, að arðsamur búskapur á íslandi, eins og nú standa sakir þar sé algerlega ómögulegur, og þetta svar vegna þess hve satt það er, hlýtur að vera mesta hrygðarefni fyrir alla ís- lendinga, hvort sem þeir eru austan hafs eða vestan. En ef að búskapur- inn er þar ómögulegur, ef að landbónd- inn, sem er bústólpi og búnaðuiinn, sem er landstólpi, hverfa úr sögunn þar heima, hvað er það þá sem liggur fyrir fólkina sem þjóð. Allir geta pkki komis? að sjávarsiðunni og allir geta ekki haldist við i kaupstöðunum og all- * ir geta að sjálfsögðu ekki komist af landi burt, þó þeir fegnir vildu það. Framtíðar horfurnar núna um alda- motm eru alt annað en glæsilegar þar heima, og ekki er fólki það láandi, þó það uni illa hag sínum um þessar mundir. Hvað það sé sem eigi og verði að gera á íslandi til að bæta úr öröugleik- unum og óhuginum í bændastéttinni, það er mál seru blöð lándsíns Verða að ræða með alvöru. Hingað til hafa menn skifst í fiokka með skoðanii á þessu málefni. Umbótamenn vilja fá sima frá utlöndum til íslands, til þess að koma landinu í nánara samband við umheiminn. Einnig vilja þeir fá sterka peningastofuun — lánstofuun — inn { landið og vona að af því leiði mikinn hag, með því að það mundi greiða úr viðskiftum manna á meðal og gera fram- takssömum mönnum mögulegt að koma á fót verklegum fyrirtækjum. En um- fram alt þetta vilja þeir fá sfjórnarbót. Þykir núverandi stjórnarfyrirkomulag í landinu óhagfelt, ómögulegt til fram- kvæmda eða framfara og einkis nýtt. TJm þetta segir ísafold : “Fyrsta ráðið er stjórnarbót. Með því eina móti gefst oss tækifæri á að eignast stjórn, sem verður í samvinnu við þing og þjóð sem binst fyrir velferðarmálum þjóðarinnar Stjórn sein leggur alt kapp á að riðja henni nýjar atvinnu og framfarabrautir. Á slíkrí stjórn er öllum þjóðum þörf og í þessa att færist meir og meir stjórnar- viðleitnin með mentun þjóðanna. En engri mentaþjóð er slík stjórn jafn sjálf- sögð nauðsyn sem oss........En ©ngin þjóð hefir hingað til íaiið jafn varhluta af slíkri stjórn sem vér.” Þetta er blátt áfram talað og all þunglega, svo að skammir hefði það verið kallað.hefði sama meiningm verið framsett í grófari búningi, og ekki þurfa stjórnmála og embættismenn Ísíands að vera stoltir af þessum vitnlsburði ísafoldar. En ef öll blöð landsins tækju í sarna streng, þá finst oss ekki óhugsandi að einhver breyting kynni að fást á stjórnarfarinu, fyr eða siðar. Á hinn bóginn sjáum vér ekki, að ísland eigi viðreisnarvon í því Sein langmest á ríður. En það er frjó- samur jarðvegur og hagfeld veðrátta. Þetta er það sem gerir löndin lífvænleg til íbúðar, og skapar sjálfkrafa fram- kvæmdir land-búa og framför í hvi- vetna. En þetta fæst aldrei með stjórn- arbót. ísland verður það sem það er, hvað loftslag og frjósemi snertir, hvort sern nokkur stjórn er þar i landi eða engin.) Eh hitt er rétt, að úr því ísland et bygt af siðaðri og mentaðri þjóð, þa er Það bein skylda landsmanna að heimta eins fullkomna og framkvæmda- sama stjórn, eins og föng eru á, og þess lakar sem landið er búið af náttúrunn- ar hendi og þess minui og óvissari sem arðsemi vinnunnar kann að vera, því meiri þörf er landsmönnum á því, ad hafa þá stjórn, sera að vitsmunum, þekkingu og framtaksviðleitni sé líkleg til að vinna þjóðinni mestan hag. Fyr- ir þessu berst ísafold og vér óskum að hún verði sigursæl í þessum bardaga. IJnion liraud HEFIR KAUPIÐ ÞETTA EKKERT MERKI (RtaitTIRID) ANNAÐ

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.