Heimskringla - 24.05.1900, Side 2
HEIMSKKINGLA 24. MAI 1900.
PUB^ISHED BY
The IleimskrÍDgla News & Pnblishing C«.
Verð blaðsinsí Canada og Bandar. $1.50
utn árið (fyrirfram borgað). Sent til
íslands (fyrirfram borgað af kaupenle
um blaðsins hér) $1.00.
Peningar sendist í P.O. Money Order
Registered Letter eða Express Money
Order. Bankaávisanir á aðra banka en í
Winnipeg að eins teknar með afföllum.
«. L. Baldwtnson,
Editor
(<. Swanson,
Manager.
Offiee : 547 Main Street,,
P.O- BOX 305-
Fjármálaræða
Hon. Mr. Davidson’s í Manitobaþing-
inu, þann 10 þ. m.
Mr. Davidson kvað það skyldu
sína, nm leið og hann bæði þingið
um fjárveiting fyrir yfirstandandi
fjárhagsár, að fylgja dæmi fyrirrenn-
ara sinna, í þvf, að fara nokkrum orð-
um um fjárhag fylkisins á umliðnum
og yfirstandandi tíma. En á hinn
böginn bað hann velvirðingar á því
að vegna þess hve lítinn tima hann
hefði hatt til undirbúnings, þá ætlaði
hann ekki að fara eins nákvæmlega
'út i málið, eins og hann annars hefði
viljað gera.
Fyrsta skylda nýju stjórnarinnar,
er hún tók við völdura, hefði verið
sú, að yfirvega fjárhagsástandið, og
til að koniast að réttri niðurstöðu í
því máli, þi hefði stjórnin sett kon-
ungiega rannsóknarnefnd, (Royal
Commission), til að yfirfara fylkis-
reikningana og gefa áreiðanlega
skýrslu um fjárhaginn, éins og hann
var þegar Greenwaystjórnin komst
til valda og eins og hann var þegar
hún fór frá völdum. Þessi aðferð
hefði verið tekin til þess að binda
enda á alla óvissu og skoðanamis-
mun í þessu efni. Þessi nefnd væri
svipuð nefnd þeirri sem Greenway
hefði sett til að rannsaka fjárhaginn,
þegar hann kom til valda árið 1888.
En þó væri þessi munurinn, að Mr.
Greenway hefði aldrei opinberað
skýrslu þeirrar nefndar. En þessi
síðari nefnd hefði samið fullkomna
og nákvæma skýrslu um fjárhaginn
fyr og nú, og þessi skýrsla lægi nú
fyrir þinginu og samkvæmt henni
gæti almenningur dæmt, um málið.
Með því *að sKÍpa nefnd þessa, hefði
stjórnin farið að dæmi, ekki aðeins
Mr. Greenway’s, þegar hann kom til
valda, heldur og einnig stjórnarinnar
í Ontario. Svo væri og “karakter”
og hæfileikar-þessara nefndarmanna
þannig, að engin stjórn þyríti að
fyrirve.ða sig fyrir þá. Tveir þeirra
væru bankastjórar og vel þektir að
því að vera gersamlega óháðir öllurn
þólitiskum flokkum, og hvorugur
þeirra höfðu nokkurntíma greitt at-
kvæði hér í fylkinu. Þriðji nefndar-
maðurinn, Mr. Halse, væri vel þekt-
ur sem einn af reikningsfróðustu
mönnum í landinu, og að öðru leyti
hinn meati hæfileikamaður. Mr.
Davidson kvað sér þykja fyrir því,að
Greenway hefði gleymt svo öllu vel-
sæmi, að ráðast í þingræðu á siðferði
eða heiðarleik tveggja nefndarmann-
anna, er hann sagði, að þeir mundu
iúta svo lágt sem þeir álitu nauðsvn-
legt, til að finna að gerðum hinnar
fráförnu stjórnar. En þetta ætti sjálf-
sagt rót sína að rekja tii þess, að Mr.
Greenway segði stundum í bræði
sinni það sem hann meinti ekki, svo
sem eins og er hann fyrir nokkrum
árum sagði um Mr Norquay, að hann
væri óheitur glæpamaður, en í ræðu
er hann hélt nýlega i Crystal City
sagði hann, að Mr. Norquay hefði
verið einn af fylkisins ágætustu son-
um. Þannig kvaðst Mr. Davidson
vona, að einhverntíma í framtíðinni
mundi Mr. Greenway tala sanngjarn
le,a um þessa tvo nefndarmenn, sem
hann hefði úthrópað í þingsalnum-
Afdankuðu ráðgjafarnir hefðu kvait-
að yflr því, að þeir hefðu ekki fengið
tækifæri til að vera viðstaddir á fund-
um nefndarinnar. En bréfaskifti
þau sem farið hefðu á milli þeirra J.
D. Camerons og Hon. Hugh J. Mac-
donalds, sýi.du, að gömlu ráðgjafarn-
ir hefðu ætíð átt kost á að vera við á
fundunum, og að þeir hefðu verið
þar 'elkoinnir, ef þeir hefðu komið.
Viðvíkjandi yfirskoðuninni árið
1888, þá yiði ekki annað um hana
sagt, en að hún hefði verið röng.
Mr. Moffat, hinn eini núlifandi með-
limur þeirrar nefndar, hefði verið
stefnt á fund þessarar nefndar og
hann hefði þar játað, að margir liðir
sem hefðu átt að takast til greina við
þá yfirskoðun, hefði verið gengið
framhjá athuganalaust. En eftir 12
ár mundi hann ekki að greina frá
ástæðum þeim, sem nefndin frá 1888
hafði haft til þess, að hí ga yflrskoð-
uninni eins og hún gerði Ráðgjaf-
arnir höfðu sjálfir enga trú á þeirri
yflpskoðun, sem sýndi sig í því, að
éngin breyting var gerð á bókfærsl-
unni. En samt hefðu þeir ætíð síð-
an notað hvert tækifæri til að telja
fólki trú um, að Norquaystjórnin
hefði skilið eftir sig 1315,000 sjóð-
þurð. Fyrsti fjármálaráðgjafinn í
Greenwaystjórninni, Mr. Jones, tal-
aði um þetta í fyrstu fjármálaræðu
sinni. En þegar Mr. Roblin héimt-
aði skýra grein fyrir þessu, þá jáiaði
hanu (Mr. Jones), að enginn sjóð-
þurður hefði verið. En svo þegar
McMillan varð fjármálaráðgjafi, þá
'mintist hann strax á þetta, eins og
sjá má á bls. 8 í prentaðri fjármála-
ræðu hans. Þarsegirsvo: “Afleið-
ingarnar af þessari starfsaðferð, eru
hinar 3ömu fyrir stjórnina, eins og
fyrir verzlunarstofnanir. Sjóðþurð
síðustu stjórnarinnar, er hún fór frá
völdum, var sögð að vera $315,000.”
McMillan verndaði staðhæfing sína
með því, að segja um þessa ímynd-
uðu sjóðþurð, að hún hefði verið
“sögð að vera”, eins og hann hefði
ekki mikla trú á að það væri satt.
Hann var vanur að tala skýrt og
greinilega, en í þetta skifti mintist
hann á þetta eins og hann væri ekki
viss um að það væri satt. Síðar í
ræðunni víkur hann aftur að þessum
sjóðþurði, eins og hann hefði verið
virkilegur og nýja stjórnin hefði orð-
ið að jafna hann. En þá var hahn
að reyna að fóðra það, hvernig hann
hefði varið þessari hálfri annari mil-
íón dollars, sem hann var þá nýbú-
inn að taka til láns. Þar á meðal
kvaðst hann hafa borgað af þeirri
upphæð: “Sjóðþurð 16. Janúar 1888
þegar Norquaystjórnin tór frá völd-
um, sem var sögð að vera $315,000.
Þó að fyrsti fjármálaráðgjafinn játaði
að enginn sjóðþurður hefði verið, þá
hefir McMillan þráfaldlega haldið
því fram á fundumoglátið fylkisbúa
skilja, að þessi sjóðþurður hafi virki-
lega átt sér stað. Þett var svjksam-
It'ír staðhæfing gegn Norquaystjórn-
inni. En skýrsla hafði verið samin
sern sýndi $315,000 sjóðþurð og yfir-
skoðari fylkisreikninganna var
neyddur til að skrifa undir hana.
Arið I892 0g síðar á kosningatímum
notaði MeMiIlan ætíð þessa sjóðþurð-
arsögu til hagnaðar fyrir flokk sinn,
0g þegar Mr. Roblin gerði tilraunir
til að sanna að enginn sjóðþurður
hefði átt sér stað, þá varð hann fyrir
hæðnishlátrum stjórnarsinna og þeir
spurðu hann hvort hann vissi betur
um þetta en sjálfur yfirskoðari fylk-
isreikninganna, sem hafði ritað und-
ir sjóðþurðarskýrsluna.
Það voru eignir tilheyrandj
Norquay-stjórninni, sem henni voru
ekki færðar til inntekta og fyrir 1892
var þessi ímyndaða sjóðþurð öll
borguð til fylkisins frá þessum sömu
eignum, eins og eftirfylgjandi skýrsla
sýnir.
Árið 1890 vai; fylkið búið að fá
$257,000 frá eignurn gömlu Norquay
stjórnarinnar, en sem henni var
aldrei fært til inntekta. Þessi upp.
hæð var ríkistillagið fyrir þann tíma
seui Norquay-Harrison stjórnin var
við völdin og upphæðir sem féllu til
Queens Printers, borganir fyrir Red
River Valley járnbrautina, borganir
útistandandi skuldabréfa, endurborg-
anir frá katólska skólaráðinu og aðrir
inntektaliðir, sem til samans gera
um $250,000 og hefðu átt að færast
Norquay stjórninni til inntekta og
svo fékk fylkið 1898, frá Dominion
stjórninni, $52,948.27, sem afleiðing
af samningum, sem Norquay stjórnin
gerði við hana og sem hefðu átt að
setjast með eignum þeirrar stjórnar
Þessar upphajðir til samans gera
$310,102.01 og skortir þá að eins
$4,887.99 til þess að jafna upp þessa
ímvnduðu $315,000 sjóðþurð, sem
var sögð að hafa verið þegar Green-
waystjórnin kom til valda.
Samkvæmt þessu er það nú
sannað að Greenway ráðgjafarnir
haf vísvitandi og með ásettu ráði,
[r.fvegr leitt og gabbað fylkisbúa í
þessu máli í síðastl. 10 ár, í stað þess
að segja fólkinu sannleikann, eins og
skylda þeirra var að gera sem ráðs-
manna hins opinbera. Mr. David-
son áleit þetta vera mjög alvarlegt
0g mikilsvarðandi atriði og hann
vildi láta landsbúa skilja það skýrt
og skilmerkilega að það væri bein og
helg skylda allra stjórnmálainanna-
að segja þeim ekkert annað en sann-
leikann, og allan sannleikann, í sam-
bandi við opinbera reikninga. Næst
gat Mr. Davidson um ýmsar aðrar
staðhæfingar, sem gerðar voru af
Mr. Jones og síðar af Mr. McMillan,
sem 1892 sagði $704,000 vera í fjár-
hirslunni, þó hann hefði þótzt þurfa
að taka lán 4 árum áður, til þess að
mæta þessari ímynduðu sjóðþurð.
En eftir 1899 gerði Mr. McMilIan
mjög ranga staðhæfingu í fjármála-
ræðu sinni. Hann hélt því þá fram,
að hann hefði handbærar eignir—
í'available assets” — i útlánum hjá
sveitafélögum og skólahéruðum $841,
871.94 og í peningum $499,449.95,
áfallnir vextir $250,000, als $l,ð66,
371.89. Geymslusjóðir voru á þeim
tíma $11,764.20, svo að samkvæmt
staðhæfingum hans fengu fylkisbúar
þá hugmynd að fylkið ætti auk
geymslusjóðanna í handbærum eign-
um $1,054,607.69. En þegar Mr.
Davidson tók við embætti sínu í
byrjun þ. á., þá stóð reikningurinn
Þannig: Uti eignir als $272,999.91,
Peningar í sjóði $406,546.59, als
$634,135.50. En skuldir stjórnar-
innar við geymslusjóði þá, sem hún
hefir undirhöndum voru $678,404.75
bein sjóðþurð $156,613.88, skuldir
als $835,018.62; sjóðþurð als $200,
573.12. Ofannefndar tölur eru
teknar samkvæmt skýrslum yfirskoð-
unarnefndarinnar (Royal Commis-
sion), svo að Mr. McMillan liafði
engan rétt til að gera þær st.aðhæf-
ingar sem hann gerði á opinberum
ræðupöllum og í fjármálaræðu sinni,
til þess að reyna að koma fólki til
að trúa því, að fylkið ætti í sjóði eða
að það stæði sig fjárhagslega vel.
Það má búast við að hann mundi
enn þá reyna að haga tölum sínum
svo að þær færðu líkan árangur og
virtust að vera sannar, en það vteri
vægast talað, að við hafa missýninga
aðferð til þess að sýna fylkisbúum
fjárhaginn í vænlegu ástandi.
Næst kvaðst ræðumaður verða
að minnast ábókfærslu aðferð stjórp-
arinnar, sém þeir hefðu sífeldlega
gortáð af að væri svó fullkomin 0g
áreiðanleg.
1. Greenway stjórnin hefði það
íyrir reglu að taka stórar upphæðir
úr fjárhyrslunni, semsvo væru borg-
aðar af aáðgjöfunum, án þcss að hafa
nokkur skírteini eða kvittanaseðla
er sýndu fyrir hvað þessar upþhæðir
hefðu verið borgaðar. Afsökun
æirra fyrir þessu háttalagi, var sú,
að þeir með þessu kæmust hjá því,
að fjárveiting þingsins úrdagaðist.
En slík afsökun er als ógild fyrir
vanrækslu á almennum og heilbrigð-
viðskiftareglum. Öll varúð ætti að
vera viðhöfð í meðferð á'almennings
fó. E11 með þessu háttalagi væri
engin trygging fyrir ráðvandlegri
meðferð fjársins önnur en ráðvendni
þeirra, sem féð hefðu með höndum.
Þessi afsökun værí og ástæðulaus,
því það gæti aldrei liðið langur tími
frá því að fjárveiting úrdagaði þar
til ný fjárveiting væri veitt af þing-
inu;
2. Stórar upphæðir höfðu verið
teknar að Iáni 0g lagðar inn í prívat
reikninga fylkisféhirðis og borg-
aðar út af honum eingöngu. Þetta
væri enn þá verra en fyrra tilfellið,
jví að það væri hættuleg óregla og
}ó að fylkið heíði ekki beðið skaða
við þetta, þá væri það að þakka ráð-
vendnl fjárhirðis, en ekki hyggi-
legu féhagsfyrirkomulagi. Enginn
gæti sagt hve ilt kynni að hljótast af
æssu, ef sá, sem hlut ætti að máli
kysi að fara óráðvandlega með það
fé, sem honum væri trúað fyrir.
3. Stórar upphæðir, sem voru
járnbrauta skuldabréf, hefðu verið
borgaðar út án stjórnarráðs ályktun-
'Order in Council) að eins upp á ein-
dæmi fylkisféhirðis, og án þess að
nokkrar áreiðanlegar sannanir væru
fyrir því að samningarnir við stjórn-
ina heíðu verið uppfyltir. Þætta
væri vægast talað, mjög hættuleg
aðferð. Stjórnin er ábyrgðarfull
fyrir öllum samningura og á að gæta
þess vandlega að þeim séu nákvæm-
lega frainfylgt í ölluiu atriðum.
4. Engir formlegir reikningar
voru I mörgum tilfellum yfir fyrir-
fram borganir, eða skilagrein heimt-
uð fyrir eyðslu þess íjár. Þessi fyr-
irfram borgana aðferð var mikið við
höfð hjá Greenway stjórninni og þó
að það séu tilfelli þar sem þetta verð-
ur að vera gert, þá var engin ástæða
til þess að sjálfir ráðgjafarnir gerðu
ekki grein fyrir því, sem þeir eyddu
á þenna hátt. • Bankaávfsanir voru
gefnar út í mörgum tilfellum án þess,
að slíkar útborganir væru þá bókað-
ar. Allir ráðgjafarnir voru að meira
og minna leyti sekir í þessari óreglu,
en verstur Þeirra var þó ráðgjafi
opinberra verka. Margar fyrtrfram
borganir höfðu verið gerðar til hans
á þess að nokkur skilríki væru til að
sýna hvers vegna hann hefði eytt
fénu, að eins væri hægt að sjá að féð
væri horfið. Bankaávísan var send
til Hon. Clifford Sifton, þann 8 Apríl
1895, en enginn reikningur haldinn
yfir það. En þegar farið var að
grenslast eptir þessu í síðastl. marz
mánuði, þá kom það upp, að það
hafði verið borgun fyrir ferðakosin-
aði til Ottawa í skólamálserindum.
Önnur fyrirfram borgun var
gerð til McMillan, 31. Des. 1896
fyrir $146 og enginn reikningur
haldinn yfir það, en einn af skrifur-
um deildarinnar hafði skýrt svo frá
að þetta hefði verið fyrir ferð til
Ottawa.
í’yrirfram torgun var gerð til
yfirskoðara opinberra verka deildar-
innar fyrir $300, þann 19. Júlí
1893, til að borga verkamönnum,
sem unnn við brúargerð hjá Emer-
son. Af þessari upphæð hélt hann
eftir $100 þar til 1895, án þess að
nokkur grein væri gerð fyrir því.
Aðrir sem sekir voru í þessu, voru
þeir McDonnell og Dr. Blakeley, er
báðir fengu fyrirfram borgun undií'
líkum kringumstæðum. Dr. Blakely
gaf þá í skyringu, að peningar þeir
sem hann tók við hefðu verið notað-
ir til þess sem þeir voru ætlaðir; og
það var öll sú skilagrein sem þar
fékkst. Ræðumaður kvaðst hugsa
að svarið hefði verið rétt, en hann
hélt því fram, að þessi meðferð fjár-
ins væri of mjög lausleg og óreglu-
söm, og að það væri bein skylda
istjórnarinnar að ganga eftir hreinni
skilagrein hjá öllum sínum mönnum
fyrir hverju centi, sem þeir eyddu
af almenningsfé. Önnur banka-ávís
un hefði verið gefin Mr. Donald
Donahue, sem Mr. W. W. Cory
sagði að hafa verið fyrir ferðakostn-
að til Ottawa. En enginn stafur
sést fyrir þeirri útborgun í bókum
stjórnarinnar.
5. I yfirskoðunar—auditor—deild-
inni hefir alt gengið á tréfótum. Eng
in regluleg yfirskoðun hafði verið
gerð árlega- Stjórnin bar ábyrgð af
þessu, Það var skylda hennar að
sjá til þess að (511 varúð væri brúkuð
til þess að koma í veg fyrir sviksam
lega sjóðþurð.
I Queens printer-deildinni fund-
ust misfellur 0g engin yfirskoðun
hafði nokkurntíma verið gerð í fylk-
islanddeildinni.
Opinberra verka deildin. í þess
ari deild var óreglusemin s- o mikil,
að það er full ástæða til að segja
skýlaust, að þeir sem þar réðu ylir
hafi stjórnast af öðrum en hreinum
hvötum, og það er nægileg ástæða
til að gruna þá um beina sviksemi,
sérstaklega að því er snertir fram-
færslu í Drainage Destrict því, sem
var myndað 31. Ágúst 1895. Það
var þá ákveðið að verja $80,000 til
þess, en [ Febrúar 1896 var þessari
upphæð breytt 0g færð upp í $100,-
000 og skuldabréf gefin út fyrir
þeirri upphæð þann 6. Maí. Næst
var auglýst eftir tilboðum upp að
25. Október og verkið gefið út til
Mr. Whitehead fyrir $91,160, og
tveim dögum síðar var honum borg-
uð 10% trygging hans til baka, en
ábyrgð tveggja manna í Brandon
tekin í staðinn fyiir peningatrygg-
ing “Contractarans”, $5000 fiá
hvorum. Síðar var verksamningn-
um breytt að ýmsu leyti og grafara-
vél var kevpt á fylkiskostriað fyrir
$4,500; flutningsgjald og tollur nam
$962, þó að vinnusamningurinn
tæki ekkert fram um að þessi áhöld
skyldi verða keypt á fylkiskostnað.
Mr' Whitehead voi u borgaðir $1000
3. Febrúar 1896, og $17,733 í við-
bót var borgað á tímabilinu milli 5.
Marz og 22. Maj, áður én byrjað var
á verkinu. Svo gekk stjórnin í á-
byrgð við Imperial-bankann um að
borga mörg þúsund dollars af prívat
skuld Whiteheads við þann banka.
Það hlýtur að hafa verið gott sam-
komulag með stjórninni og þessum
manni, þar sem stjórnin.ber svo föð-
urlega umönnun fyrir honum með
því að setja fylkið í ábyrgð fyrir
skuldum hans. Boyne-flóinn í hér-
aði nr. 2 var einnig gefin White-
head. En þeir sem búðu í verkiðt
voru Whitehead, $330,000; Kelly
Brothers, $352,5000; _ Adamson and
Parker, $314,100. Ástæðan sem
sfjórnin gaf fyrir því að hafa ekki
þegið lægsta boðið var, að engin
trygging 'hefði verið boðin fram
Kelly-bræður kváðust skyldu gefa
hverja þá tryggingu sem stjórnin
óskaði eftir. Adamson and Parker
sendu viðurkenda banka-ávísun fyr-
ir sinni tryggingu, en Whitehead
mintist ekki á nokkra tryggingu.
Stjórnarráðs samþykt var ger9 1.
Október um að gefa verkið til White
head, en 8. Ágúst—nærri tveimur
mánuðum áður—var Whitehead'
borgað fyrirfram $20,000, en verk-
samningurinn var ritaður 22. Ágúst
en samþykt stjórnarinnar um |að
láta gera gera verkið var dags. 1.
Október. Þetta þýðir það, að öllum
algerðum viðskiftareglum hafði ver-
ið gorsamlega umsteypt, í sambandi
við þetta mál. Þetta frainræslu-hér-
að var ekki myndað fyr en 2. Ðes-
ember 1898, átta vikum eftir að
verksamningurinn /ar gerður; eitt-
hvað af verkinu virðist að hafa þá
verið unnið, og þingið þá látið veita
$9,000 til þess að borga það. Þessi
upphæð hefir verið borguð tvisvar.
Auk þessa fékk maðurinn fyrirfram
borgað $10,800, til þess að kaupa
fyrir það við; svo að Whitehead
skuldar fylkinu $40,000; og engin
tilraun hefir verið gerð til þess að fá
þessar sakir jafnaðar. Síðar, þann
7. Desember 1899 var gerð tilraun
til að*gefa Whitehead til baka þá
$11,000 tryggingu, sem hann hafði
lagt fram. Mr. Watson ritaðí White-
head bref og tjáði honum að hann
skyldi fá þessa tryggingu til b ika;
0g hann gaf skipun um að boga
honum tíl baka alla þá peninga sem
hann ætti hjá stjórninni, en auditor
fvlkisins neitaði að borga. Fylkís-
stjórnin tók ábyrgð tveggja manna í
Brandon í staðin fyrir $15,000 pen-
ingatryggiiigu, sem Whitehead átti
að gefa, án þess að liafa nokkra
sönnun íyrir því, að þeir væru 15
centa virði. Þegar alt brask stjórn-
arinnar við þenna Whitehead er tek-
ið til greina, þá er full ástæða til að
ætla að öll þessi óregla væri spiottin
af öðru en skorti á þekkingu. Þessi
óregla getur ekki orðið . of harðlega
dæmd.
I sambandi við fjármálaáætlun
fyrir yfirstandandi ár, sagði Mr. Da-
vidson, að samanburður á fjárhags-
ástandi fylkisins nú, við það sem
hann hefði verið þegar Norquay fór
frá völdum, sýndl að efnáhagurinn
væri mikið lakari en þá. Öllum
peningum liefði verið eytt, og sjóð-
þurðin væri um $248,000, sein æti
upp fyrsta hilfsárs tillagið frá Otta-
wastjórninni. Þess utan væri nú
skuldakröfum daglega að rigna yfir
nýju stjórnina, svo að ekki væri
hægt að segja hve miklu meiri sjóð-
þurðin kynni að vera. Sjóðþurðin
er þannig til komin:
Skuld við Imperial Bank $76,036,77
Geymslusjóðir eyddir 15,485,75
Óborgaðrr skuldakröfur 156,613,88
Eignir, eins og yfirskoðunar-
nefndin telur þær, eru $157,375,65.
En þessar upphæðir eru í eignum, er
sumar eru einskisvirði. Emerson-
bæjar-skuldin $27,703,80, getur ekki
talist eign, og svo eru ýmsar aðrar
sliuldir, sern ómögulegt er að inn-
kalla. Það hefir verið sjóðþurð á
hverju ári síðan Greenwaystjórnin
koin til valda, sem alls nemur
$830,000, eða sem svarar $75,000 á
hverju ári. Ástandið þegar nýja
stjórnin tók við völdum er svona:
Árlegar inntektir fylkisins eru
$770,000. Áfallnar skuldir $248,-
136,40 og árlégir vextir af skuldum
fylkisins eru $180,698,69. Það eru
pannig eftir að eins $350:000, sem
stjórnin getur notað til þcss að
standast stjórnarkostnaðinn. Það
verður þess vegna nauðsynlegt að
taka smáa lánupphæð áður en þing-
inu er slitið, og það vei ður beðið
um leyfi til að mega gera það.
Niúuri. á 3. bið.
565 og 567 Main Str.
Næstu dyr fyriy sunnan Brunswick.
FATASALA.
Oss hefir hepnast að ná kaupmu
á miklum byrgðum af karlmanna-
fatnaði, hálstaui, höttum húfum og
skóm, frá ýmsum verksmiðjum, með
talsvert minna en vanalegu inn-
kaupsverði. Þetta eru alt ágætar
vörur, spánýjar og vandaðar, Vér
kaupum að eins frá verksmiðjum, en
ekki gamlar og legnar vörur úr
heildsöluhúsám. Sérhver hlutur er
beint frá verksmiðjum 0g keyft fyr-
ir peninga út í hönd, og verða að
seljast tafarlaust í
Bankrupt Stock Sale
Rooms
á horninu á Rupert og Main St.
TJpplag af kveun yfirhöfnum
keyftar fyrír 60cdollarsvirðið, verða
seldar á $1.75, $2.00, $2.50, $3.00—
$4-50, sem næst hálfvirði.
350 karlmanna ‘Rubber’-treyjur
með flaujelskrögum, seldar vanalega
$7.00, okkar verð nú $2.95.
45 evartar regn yfirhafnir, með
herðaslagi, vanaverð $4.50, hjá oss
$1.95.
100 pör aí karlm. sterkum
vinnubuxum úr góðu ullartaui, eru
$2.00 vvirði, þær verða látnar fara
þessa viku á 75c.
89 tylftir af beztu striga buxum
og “Bnckskinn” buxum, vel ttl bún-
ar, verða seldar framvegis 75c.
44 karlm. alfatnaðir úr . ágætu
“Blue Serge”, verða því nær gefin,
að eins $4.70 hver.
100 karlin. bláir og hvítar stíf'-
aðar skyrtur með krögurq, vér selj-
um þær fyrir 45c hverja, eru helm-
ingi meira virði.
78 karlm- alfatnaðir úr skózkn
vaðmáli, vana verð $8.00, okkar
verð $3.75. .
46 léttir sumar alfatnaðir, úr
al-ull, frá útlöndum, vana verð $10.00
okkar verð $4.75:
95 karlm. alfatnaðir, úr al-ull,
frá útlöndum, mjög vandaðir, vana
verð $12.00 okkar verð $6.00
400 alfatnaðir úr ýmsum útlend-
um fataefnum, vana verð frá $14—
$18, okkar verð $7.50—$8 50.
268 karlm. “Tweed” buxur
annarstaðar seldar $1.50, okkar verð
75 cents.
348 karlm. “Tweed ’ buxur vel
sniðnar og sterklega saumaðar, vana
verð $1.50 til $1.75, okkar verð $1.00
500 vaðmálsbuxur, frá útlönd-
um, vana verð $3.00 til $4.50, verða
að seljast tafarlaust fyrir $1.50 $1.75
$2.00.
Sérstakar treyjur, vesti og
“Bieycle”-buxur sem vér seljum með
afar-lágu verði Þar til alt er upp-
gengið.
STÓRKOSTLEG strigabuxna-
sala. Vér seljum þær fyrir 75c
jrátt fyrir verðhækkun frá verk-
smiðjunum.
Vér kaupuiq 0g seljum fyrir pen-
inga út í hönd, hver sem í hlut á.
Vér skilum peningum aftur ef vör-
urnar eru ekki þóknanlegar.
Það borgar sig fyrir yður að
koma 100 rnílur vegar til að kaupa
að oss.
The Bankrupt
Stock Buying
Company.
565 Main St.,
■m —Cor. Rupert St.