Heimskringla - 12.07.1900, Blaðsíða 1

Heimskringla - 12.07.1900, Blaðsíða 1
;♦♦♦♦♦♦♦*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦——♦ 100,000 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Flugur op “Mosqu- itos” fangaðar hér á X hverjum degi. Fáið yður hurðir :og glugga úr virneti. V iö höfum það á ýmsu verði og með allskon- X ar litum, . ♦ Trading Stamps. Cash Coupons. X ANDERSUN & THOnAS, X Jarnvouusalar 538 Hain St. ♦ ♦ u Heimsknngla. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Hammnrkft Ekkert n U/I/fUULKÖ. ]egra j hitunum en að hvila sig í “Hammock” Keynid það eiuu sinni. Vér höf- tun þa á mismunandi verði. Trading Stamps. Cash Coupons ANDERSON & THOMAS, Jahnvökusalar 538 Maln St. : ♦ ♦ ♦ ♦ ii ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^ XIV. ÁR WINNIPEG, MANITOBA 12. JtJLl 1900. Nr. 40. PENINGAR LANADIR. Hsegar mánadar afborganir. Vér erum umboðsmenn fyrir hið bezta og rikasta lánfélag sera bækistöðu hefir í Winnípeg. VILTU EIQNAST Laglegt og vel vandað einloftað hús (Cottage) á Alexander Avenue ? t>að er úr timbri, á steingrunni og kostar $1200. TAKID VATRYQQINQ— i -thb phobnix of London”. Það er hið elzta og bezta vátryggingafélag i heimi. Nares, Robinson & Black, Kank of Hamilton Cliambei'S. The Home Life Association of Canada. Aðalskrifstofa í Toronto. 'Höfuðstóll—ein raillíón dollars.' Fall trygging í höndum sambandsstjórnarinnar. Lifsábyrgðarskýrteiui Home Life félagsins gildahvar í heimi sem er. Eng in höft eru lögð á skírteinishafa hv«ð snertir ferðalög. bústað eða atvinnu. t>au eru ömótmælanleg eftir eitt ár frá dagsetningu. Skírteinin hafa ÁBYRGST VERÐGILDI í uppborgaðri lifsábyrgð, pen- ingum og lánsgildi, eftir þrju ár. Leitið upplýsinga um félagið og ábyrgðarfyrirkomulag þess hjá W. H. WHITE, ARNI EQQERTS50N, Frá Yukon MANAOBR. GBNERAL AGENT. Mclntyre Block, Winnipeg. P. O Box"245. ÞAÐ ER SANNREYNT að fólk ber traust til vor öðrum fremur. ÁSTÆÐAN ER StJ, að vér skiftum vel og áreiðanlega við alla. Vorir $1,50 geitaskinnsskór fyrir kvenfólk eru hinir beztu á markaðinum með eða án tábands. Búnir til af hinum nafnfræga “LINTON” Vér höfum eftir dálitið af ágætum barnaskóm fyrir 50c. og upp. E1 ÞÁ KARLMANNASKÓRNIR ! Vér höfum þá ágæta, bæði gula og brúna að lit, fyrir $2.25. Þeir endast heilt ár. Vér gefunr Trading Stamps, cfe 351 main Street. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Nú koma þær fréttir ’að Kwang Su afdankaði keisari Kínverja hafi drepið sig á eitri 19. f. m. og prins Tuan verið orsök i þvi. Ekkjukeisara-frúin á að hafa tekið inn eitur líka. en ekki nægi- legt til að drepa hana. En það gerði hana vitskerta, Þessi fregn kemur út frá þýzkum erindrekum. Sökum mjög mikilla rigninga í Kína, er haldið að ómögulegt sé að koma sambandsþjóðliði til Pekin fyrr en í haust, eftir 3—4 mánuði. Fregn frá Shanghai, segir að Kín- verjar færi her sinn suður á bóginn. Hershöfðingi Nich si Chang’s stefnir nú her sinum í áttina til Tien Tsin, og ætlar að gera áhlaup á bæinn. Annar herforingi er á leiðinni þangað með 30 þús. hermenn. Kemur hann frá Luta. hann hefir lent í skærum við sambands- menn, Rússa og Japansmenn, og hröktu þeir hann lítið eitt til baka, en mann- fall biðu þeir mjög mikið. Astandið í Kwang Tung, austur héraðínu á Kína, fer dagversnandi. Gamli Li-Hung- Chang er að reyna að'koma þar upp sjóliði, sem ekki sé færra en 200,000, Anarkistar fara dagversnandi með ó- eirðir og upphlaup í héraðinu Shan- Tung þrátt fyrir viðleitni fylkisstjóra Yuan Chikai. Til allrar hamingja komst hópur af ameriskum kristniboð- um til Tien-Tsin, 4. Júlí, með heilu og höldnu. Brezka sendiherrahöllin stend ur enn þá ósködduð. Kínverjar sækja fast að Tien-Tsin, sem er aðsetursbær sambandsliðsins. Sagt er að Wogach, rússneskur herfor- ingi, hafi ekki farið af hestbaki i 3 sólarhringa samfleytt Var svo önnum kaflnn að skipa fyrir liði sinu. Þýzka verzlunarsamkundan í Shang- hai hefir aðvarað Þýzkalandskeisara að fara sér varlega í stórmennskunni og senda ekki meira herlið til Kína, en hlutfallslega við aðrar sambandsþjóðir. Blöðin í Chicago segja, að 4. Júlí hafi 30 menn dáið og 1325 meiðzt, i 25 bæjunt. í Bandaríkjunum. Þetta mann tjón varð af völdum sprengiefnis, sem ógætilega var meðfarið, svo sem púð- urkerlinga, flugelda og þessháttar leik- glingur. Fimm hundruð ekrur af landi voru undir voðalegu eldhafi í Courtable Hook, þar sem Standard Steinolíufélag- ið hefir aðalstöðvar sínar, 5. þ. m. Skaðinn metinn 4 milíónir dollara, Um mánaðamótin rann á grunn í Pe Chi Li flóanum víð Kínlandsstrend- ur eitt af stærstu brynskipum Banda- rikjanna, það heitir Oregon. Stórskip hafa verið send til að ná Oregon út af grynningunum, en það he r ekki lán- ast enn þá. Það var kafniða þoka þá skipið hljóp á grynninguna. Flotafor- ingi Remey sendi skipið á stað frá Hong Kong til Taku, Kaft. Wilde réði fyrir því. Oregon er eitt af þeim þremur skipum sem Bandaríkja3tjórn in lagði fram peninga til að láta smíða 1891. Oregon var smíðað hjá Union Iron Works i San Francisco í Califor- nia, og var búið 23. Október 1894. Drifvélin í því heflr 11,111 hestaöfl. Oregon er þriðja sterkasta brynskipið, sem Bandarikin eiga. Hin eru Massa- chusetts og Indiana. Það er gfrt 18 þuml. þyxkum stálplötnm. Á því eru alt að því hundrað stór og smá fall- stykki. Þegar það leggur til hernaðar þéttmannað, eru 473 liðsmenn á því. Ferð sú sem gerði Oregon víðþekt á meðal sjóliðsforingja um allan heim, er þegar það fór í kringum Cape Horn í spánska stríðinu, i Mai 1898, og sam einaði sig sjóflota sjóliðsíoringja Samp sons. Þá var það kaft. Clark, sem réði fyrir Oregon. Willíams Jennings Bryan var i einu hljóði útnefndur á aðalkjörfundi Demókrata, sem haldinn var í Kansas City þann 5. þ. m., að viðstöddum 30 þúsundum manna. Aðalatriðin í stefnu skrá Demókrata eru andmæli gegn út- vikkunarstefnu (Imperialism) McKin- ley-stjórnarinnar, andmæli gegn einok- unarstefnu og ákvæðium frisilfursláttu. Til varaforseta var útnefndur Ad- lai E. Stevenson frá Illinois, effcir að David B. Hill, frá New York, hafði neitað að þiggja útnefningu. Svo ber- ast fréttir af fundi þessum, að hann hafi verið einn sá fjölmennasti og f jör- ugasti útnefningarfundur, sem haldinn hefir verið í Bandarikjunum, eins og sjá má af þvi, að gleðiópið, sem sett var upp eftir að útnefningunni var lok- ið, stóð yfir i fullar 27 minútur, áður en hægt var að koma upp orði af nokkr umræðumanniá fundinum. Vinsæl- astur þeirra, sem tilnefndir voru fyrir varaforseta, var D. B. Hill, milíóna- eigandinn i New York, ogertalið víst að hann hefði náð útnefningu i einu hljóðíf ef hann hefði verið fáanlegur til að sækja um embættið. Fundur þessi var eindregið á skoðun Mr. Bryans um Filjpseyjamálið, sem er: að Filipsey- ingar eigi heimtingu á að njóta sömu réttinda af hendi Bandarikjanna eins og Cubamönnum hefir verið veitt. Þetta ætla Demókratar að veita, ef þeir ná völdum. Canadian Bank of Commerce, sem hefir aðal starfstofur sínar í Toronto í Ont., hefir keypt allar eignir British Columbia bankans og borgaði 3 milión- ir doliara fyrir þær. Hér eftir verður þetta því ein með allra stærstu banka- stofnunum hér i landi, með yfir 10 milí- óna dollara höfuðstól og nokkrum milíónum dollara varasjóð,. og yfir 70 útibúum í Canada og Bandarikjunum og starfstofum i Lundúnum á Eng- landi. Wm. J. Bryan, Forsetaefni Demó- krata ritar þetta i "Noxville Sentinel” 22. Júní síðastl.: "Réttindi Filipseyjamanna og rétt- indi Cubamanna, ern þau sömu. Við- urkenning á réttindum Cubamanna með þingsályktun, skapaði ekki þau rétt- indi, þau voru til áður. Ef Filipseyjamenn hafa rétt til sjálfstjórnar, þá er það, að þeir börðust fyrir þeim réttindum, engin réttlæting fyrir oss að heyja kúgunarstrið á hend- ur þeim. Þaðer engin meiri niðurlæg- ing í því fyrir eina þjóð að viðurkenna réttindi andstæðrar þjóðar heldur en íyrir einstakhng að gera það. Vér hefðum átt í samskyns erjum á Cúba ef vér hefðum breytt við Cubamenn eins og vér höfum breytt við Filipseyja- menn. Vér hefðum ekki þnrft að eiga í neinum óeirðum í Filipseyjum ef vér hefðum farið eins með Filipseyja- menn og vér höfum farið með Cuba- menn. Ef vér ætlum að gefa Filipseyja- mönnum sjálfsstjórn, þá ættum vér að segja það tafarlaust, og með því koma í veg fyrir frekari blóðsúthellingar. Hvernig getum vér réttlætt fórnfær- ing amerikanskra hermanna og dráp Filipseyinga, að eins til þess, að sýna að vér getum yfirunnið þá? Þingsályktuuartíllaga Mr. Bacon’s var samþykt af nálega öllumDemókrata Senators, og var samþykt á fundi nemókrata þingmanna í Washington. Þessi þingsályktunartillaga lofaði sjálf- stjórn. Ef hún hefði verið samþykt í congressinu, og breyt.teftir henni þegar hún var fyrst borin fram, þá hefði Filipseyjastríðið ekki orðið til.En ef til- lagan hefði náð samþykki þegar gengið var til atkvæða, þá hefði það bundið enda á ófriðinn. Það er nú talið víst að silfur Re- públíkanar og Populistar muni fylgja Demókrötum að málum við næstu for- setakosningar í Bandaríkjunum. Stórkostlegur eldur kom upp i kola- námu í Pitsburg í Pennsylvania á laug* ardaginn var, um 10 manna biðu þar bana. Annar eldur kom upp í kola- námu í sama bæ, áður i vikunni, og gerði mikinn skaða. 14 rússisk herskip hafa verið tekin til að flytja hermenn frá Vladivosloak og Port Arthur til Kína. Rússar og Japanitar berjast nú hlið við hlið eins og bræður, til þess að bæla uppreistina í Kina. Evrópuveldin hafa samþykt boð Jupaníta um að binda enda á ófrið- inn þar eystra. Hershöfðingi Roberts hefír sent langt hraðskeyti til landsstjóra Minto, frá Pretoria, dagseit 6. þ. m., til þess að tilkynna Canadaþjóðinni ánægju sína yfir því, hve vel canadiskir her menn hafi dugað í stríðinu í Suður- Afriku. Nokkrir þessara manna eru nefndir með nafni, sérstaklega þeir, sem fóru héðan frá Pincher Creek með ann- ari herdeildinni. Segir Roberts að menn þessir hafi sýnt hinn mesta her- manna dug, þegar við ofurefl’ var að tefla. Skeyti þetta var lesið upp i Ottawa þinginu og var þar vel fagnað. Herra Haraldur Olson, sem fór héðan í fyrravor til Dawsou City, hefir nýlega ritað bréf til ættingja sinna hér, og lætur all vel af líðan sinni þar vestra. Vinna er þar nægileg og kaup allgott. En í námalóðartöku sinni hefir Olson verið óheppinn eins og fleiri landar vor- ir þar vestra, Haraldur hafði tekið sér námalóð á Dominion Creek, og var það álitlegnr blettur, enda reyndist svo að mikið gull var í námu hans. En þegar Laurierstjórnar-þjófarnir þar efra fengu sannanir fyrir því, að námalóö Har- aldar var auðug af gulli, þá neituðu þeir að lofa honum að skrásetja nafn sitt fyrir lóðinni þrátt fyrir pað að hann bauð að eftirláta þeim helming lóðarinnar, þvi hann vildi ógjarna láta stela öllu frá sér. En þeir eru leiknir í listinni Laurer-þjófarnir þar vestra og vildu því ekki þygga neitt félagsbú með Haraldi, og létu hann tapa allri lóðinni. Þetta sama varð hra. Jón Bildfell að þola i fyrra og einnig þeir Sölvi Sölva- og Eiríkur Sumarliðason, þessir menn höfðu allir náð í ágæ>ar námalóðir með mikilli fyrirhöfn og ærnum kostnaði. En strax og stjórnarþjófarnir komust að því að gull var nægilegt í lóðum þeirra, þá neituðu þeir að veita þeim landtökuréttinn, en setcu út sérstaka vini sina til að taka lóðirnar. Ytirleitt hafa Laurierstjérnarþjófarnir reynst löndum vorum mjög ódrenglega þar vestra. Herra Jón Hördal ritar einnig frá Yukon. hann sendi fólki sínu nokk- uð af peningum og fáeina gullmola, Jón lætur vel af sér, hefir næga atvinnu og $5.00 á dag og fæði. Þeir sem fæða sig sjálfir fá 85c um klukkutímann, eða $8.50 á dag, Jón býst við að hafa vinnu þessa áfram og hugsar ekki til austar- ferðar að svostöddu.Hann hefir náð oér i námalóð þar vestra, en hún er svo lé- leg að það borgar sig ekki að vinna á henni, annars hefði hann eflaust ekki fengið landtökurétt á henni. Af öðrum löndum vorum þar vestra höfum vér ekki frétt með þessum pósti. KEISARAEKKJAN í KÍNA. Allir blaðamenn munu dagsdaglega skrifa eitt og annað um óeirðirnar í Kína í sambandi þar við er kersaraekkjan •inatt nefnd á nafn. Fáir skrifiiunar munu ómaka sig á að leggja henni líkn aryrði, þar sem henni er kent um alt það ólag og ófrið, sem nú er í Kína. Það skal ekki mikið fengist um það, þó lítt sé með henni haldið. En hitt væri ekki nema sanngjarnt gagnvart hverjum sem í hlut á, og daglega er hafður að almennu umtalsefni, þótt lítið eitt væri getið um hver orsökin er til þess, að hann sé aðal málsaðili. Og svo er um keisaraekkjuna í Kina. Hún heitir Tze Hsi, og er alstaðar þekt. Hún er ekkja Hsien-Fung keis- ara, er dó 1861. Heisari Hsien Fung rikti þegar Pekin var tekin herskildi, og brend að nokkru leyti 1860, af Eng- lendingum og Frökkum. Þessi við- burðui (eins mannlegur og hann er) var sú fyrsta viðkynning sem keisara- ekkjan hafði af erlendu stjórnarfari. Það mun tæplega vera hægt að ætlast til að þessi viðburður vekti aðdáun hennar og velvildarhug til útlendra þjóða, Seinnasá hún|Frakka takaTonkin, Hún var sjónarvottur að ófriðnum milli Japansmanna og Kínverja 1894. Hún hefir horft á Manchuria, aðal- stjórnar-heimkynni keisaraættarinnar, skipað næstum opinberri rússneskri nauðungarstjórn. Hún hefir horft upp á Þjóðverja hrifa Shantung. Hún hef- ir séð Itali nærgöngulli en góðu hófi gegnir. Og hún hefir þar á ofan átt við innanríkis flokkadrátt og undir- ferli að etja, Er það stór furða þó keisaraekkjan Tsi Hsi sé ekki bráðskotin í útlending- um? Hefir hún enga ástæðu til að á- líta þá ágenga óeirðarseggi og jafnvel skinhelga hræsnara? Hún er kona á- gætum hæfileikum gædd, og hefir fengið mikla reynslu. Hún hefir stjórn- að Kíaveldi yfir 40 ár. Hinn núverandi með -keisari, Kwang Su er veiklað ungmenni, með hæfileikum af skornum skamti, og al veg ófær stjórnari. Faðir hans og móðir eru bæði dáin. Kwang Su tók við stjórnartaumum 1890, en varð strax háðurKangYu Wei, sem er fyrirliði liberalaflokksius, eða Contonese. Það kom fljótlega í ljós að Kwang Su keis- ari, var ófær stjórnari, og kunni ekki með rikismál að fara, svo 1898 var keisaraekkjan aftur tekin 11 valda, af rikisráðinu. Svo er fieira sem til sög- unnar kemur viðvikjandi keisaranafni Kwang Su. Þegar það kom í ljós að hann gæti ekki átt rikiserfingja, þá varð að útnefna einhvern ungan ríkis- erfingja er t»’-i við af honum. Þetta mátti Kwang Su ekkí gera sjálfur. VarþáTu Chun sem er ungbarn að aldri, útnefndur af keisaraekkjunni, sem einasti erfingi Kwang Su, og er slíkt athæfi að eins gjörræði. Svo tók hún við stjórnartaumunum sjálf, en Kwang Su má að eins sitja i hásætinu og nefnast keisari, en er valdalaus og áhrifalaus. Eins og áður hefir verið tekið fram, var Kevang Su keisari á valdi Liberal- flokksins, að öllu leyti. Þessi flobkur vildi gera breytingu á ýmsum lagasetn- ingum keisaraveldisins, svo sem sam- göngufærum og samgönguskilyrðum, tollmálum o. fl., en sem alt var þó ekki ne.na látalæti, þá til mergjar var brot- ið. Keisai aekkjan, sem er hreinasti föð- urlandsvinur, sá að hverju stefndi, og ókyrleiki og eirðarleysi var óðara að þróast á rneðal þjóðariunar, af völdum Liberalflokksins, er stafaði gegnum Kivang Su keisara, Og þó hún engan veginn sé .á móti góðri og sansaheil- brigðri stjórn, þá sá hún að hér þurfti að taka í taumana. Þá má taka það fram, að keisara- ekkjan er brennheitur stuðnings-aðali f ramfara og velmegnunar þjóðarinnar. Hún’vill bæta samgöngufæri bæði á sjó og landi, efla iðnað og auka verzlun í landinu, en hún hefir enga trú á útlendingum og kýs sem minst að sælda saman við þá, og þar af leiðandi kemur húu ýmsu seinna í verk, en húu vildi. Ef stórveldin hefðu gengið í banda lag til að styðja vöxt og viðgang keis- araveldisins í Kína, og stjórnarfar þar, þá myndi kinverska keisaraveldið stíga stórstiga fraro á við, sem Norður- og Vestur-landaveldin, þótt keisaraekkju- frúin stjórnaði. Hún finnur það vel nú, aö það eru meira ágirni og úlfa- græðgi sem sækja að henni og ríki hennar, en mannúð og bróðurkærleiki, og það er hart að lá henni, þótt hún vilji verjast slíkum atlotum. Það m undu fleiri gera hið sama. Stórveld- in hafa lengi setið um tækifæri til að ráðast á Kína, og stinga þar í feit stykki, og þó svo sé látið i veðri vaka alment í blöðum, að þar hnfi verið ráð- ist á trúboðalýð og útlendinga og það hafi verið undir niðri af völdum keis- araekkjunnar, þá roætti fullyrða þaðj líka, að sumar útlendar þjóðir hafa þótzt góðar að fá sér það að átyllu. Leikslokin skera úr hverjö meginn að drenglyndið er meira og ósérplægnin sterkari. K A. B. Dánarfregn. Hinnll.Júní 1900 lezt að Park River i Norður-Dakota unglingsmaður- innn Helgi Sigurðsson, eftir langa og rojög þunga sjúkdómslegu. Jarðarförin fór fram frá heimili Dr. M, Halldórsonar að Park River; voru við útförina allir, eða flestir þeir íslendingar, sem heima eiga i Park River. Líkkistan var sérlega vönduð og skreytt fögrum blómsveigum. Lík- Ræðuna flutti norskur prestur, sem heima á þar i grendinni, ensöngur all ur fór fram á islenzku. Má með sanni segja. að jarðarför sú hafi farið fram í allastaði, Jmjög sómasamlega. Helgi sál. var sonur herra Sigurðar Hafliðasonar og Sigríðar Jónsdóttur (systir Þorsteius Borgfjörð), sem búa að Hofi i Geysir-bygð í Ný-íslandi. Helgi er fæddur að Litlu Brekku i Borg- arhrepp i Mýrasýsln á íslandi, hinn 5. Október 1877, og var því á 25. aldurs- ári, þegar hann dó. Hann fluttist með foreldrum sínum til Ameríku sumarið 1887; var fyrst om tíma í Winnipeg, en fórsvotil Ný-íslands. Hann byrjaði snemma að fara í útvinnu, eins og marg- irunglingar í Ný-íslandi hafa gert og gera enn. Haustið 1892 var hann, spm oftar í vinnu út á landi, og meiddist hann þá við vinnuna, þannig að annar fótleggur hans brotnaði ofarlega, en illa var umbúið, og ef til vill ekki rétt sett samau brotin, svo hann varð aldrei jafngóður aft'-.r. Var hann jafnan halt- ur upp frá því, og ágerðist það því meir, sem tíraar liðu, og leitaði hann sér iðulega lækninga, en ekkert dugöi. Að lokum kom beináta í legginn og dróg þaðhann tildauða. Siðastl. haust fór hann suður til Park River til Dr. M. Halldórssonar, og var undir hans umsjá þar til hsnn dó, Ef Helgi sál. hefði getað farið fyrr suður til Dr Hall- dórssonar, þá hefði að líkindum tekist að taka fyrir meinið, en fátæktin haml- aði því að hann áræddi fyrrað fara suð- ur, og hefði aldrei komist þangað, ef ekki hefðu veglynd hjón í Selkirk hjálp- að honum til þess. Helgi sál. var að eðlisfari léttlynd- ur og kátur, og var öllum mjög vel til hans, sem kyntust honurn nokkuð, en eins og eðlilegt var dróg hinn þungi sjúkdómur hans blæ þunglyndis og dapurleika yfir skapsmuni hans, þó varla yrði þess vart. En annar eins sjúkdómur og hans getur gert lund mans þunga og sett mæðu-ör á andlit hans á styttri tíma en átta árum, jafn- vel þó lundin sé upprunalega létt og hjartað sé ungt. Eu Helgi bar sjúk- dóm sinn og hin þuugu kjör, sem sjúk- dómurinn leiddi af sér, með dæmafárri stillingu og þoliumæði, sem var ljós vottur þess að hann var gæddur miklu þreki. Aldrei talaði hann æðru-orð og aldrei kvartaði hann yfir kjörum sinum, heldur vonaði hann hins bezta, og treysti á handleiðsu guðs. Hann var ,sérlega guðrækinn og vel hugsandi, svo fá eru dæmi þess um svo ungan mann. Morguninn sem hann afidaðist var hann að lesa i sáknabókinni; má á því merkja aðhugsun háns hefir verið að búa sig undir dauðann,eins og kristn- um manni ber að gera. En jafnframt því að Helgi sál. var guðelskandi og góður maður, var hann einnig gæddur ágætum hæfileikum, sem hann því mið- ur gai, ekki fyllilega leitt i ljós og aldrei notið né beitt til fuls, sökum þess, að hann átti e*kki kost á að afla sér ment- unar, og eins vegna þess að hann varð svo snemma að hefja hið þunga sjúk- dómsstríð. Hann var sérstaklega hneigð ur fyrir söng og hljóðfæraslátt, eins og margt af f^lki hans, og það var undra- vert hvað hann gat fljótt komist áfram í hvorutveggja, og það alveg tilsagnar- laust. Hann var ástúðlegur sonur, og bar jafnan mikla umhyggju fvrir for- eldrum sínum og systkinum, og vildi alt til vinna svo þeim gæti líðið sem bezt, og meðan hann gat, og kraftar hans entust. barðist hann fyrir því að styrkja þau og hjálpa þeim í öllu tilliti, sem honum var mögulegt. Enda átti hann mjög fáa sína líka að því er trygð og staðfestu gagnvart viuum og vanda- mönnum snertir. Hans er sárt saknað af öllum, sem þektu hann nokkuð, og allir geir munu viðurkenná, að þeir hafi ekki þekt sið- ferðisbetri né staðfastari ungling, né nokkurn, sem með moiri stilling ’ og þreki bar sjúkdóm sinn og köld lífs- kjör, En jafnframt munu þeir gleðjast yfir þvi, að stnð hans og þjáningar eru á enda og að hann er búinn að fá hina fullkomnu hvíldogkominn.til guðs síns. Blessuö sé minning hins góða unga manns: Vinum og vandamönuum Helga sál. finst sér ljúft og skylt að láta í ljósi sitt hjartans þakklæti fyrii alla þá miklu hjálp og aluð, sem ýmsir fjarskyldir sýndu honum í þrautum hans og þjáuingum, þegar hann var fjarri aðstoð nánustu skyidmeuna sinna Fyrst og fremt skal nefna hinn á- gæta læknir M. Halldórsson í Park Ri ver, sem gerði alt, seœ í hans valdi sióð, til að lækna Helga, og hetði vafa- laust getað komið honum til heilsu aft- hefði Helgi sál. komist fyr suður til hans. Sömuleiðis sýndi kona og dóttir Dr. M. Halldórsonar honum (Helga sál.) innilega alúð og hjálp. Einnig reynd- ist Mrs. Simmons, hjúkrunar kona, honum eins og góð móðir og gerði alt, sem hún gat til þess að honum liði sem bezt. Lika reyndust þau heiðurs hjón Mr. og Mrs. Rev. N. Stgr. Thorláksson honum Sem beztu foreldrar, Og enn- fremur skal nefna]þær góðu konur, Mrs G. Johnson og Mrs. Thompson. hin síðarnefnda stóð fyrir samskotum, honum til styrktar, f Presbyterian- kirkjunui, ognam sá styrkur um $30.00, Og ekki mágleyma að geta hinnar gódú stúlku, Miss Lovísu B. Pétursson, frá Islendingafljóti, og sem ní er í Park River. Hún reyndist Helga sál. sem elskulegasta systir og skrifaði fyrir hann hin síðustu bréf hans til foreldra hans. Þessum öllum og mörgum flein, sem reyndust Helga rál. svo vt-1 í sjúk- dómslegu hans, þakka vinir og vanda- menu Helga sál. af öllu hjarta, og biðja góðan guð að launa þeim öllum þeirra alúðog hjálp, sem þeir sýudu hinum ungamanni, þegar hann var á meðal þeirra, langt frá vinum og vanda- möDDum. Gud blessi þau öli. Einn af vinum hins Idtna.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.