Heimskringla - 12.07.1900, Qupperneq 4
HEIMSKRINGLA, 12. JÚLÍ 1900.
Lesid!
Sökum binna nýju laga, sem bæjar-
stjórnin hefir auglýst að komi í gildi
hinn 20. þ. m., og sem skipa svo fyrir
að allar búðir lokíst ekki seinna en en
kl. 6 að kvöldinu, þar með eru inni-
faldar “uppboðssölur”. þá hef ég afráð-
ið að selja út eins mikið og mögulegt
er i millitíðinni, til þess að hafa pláss
fyrír nýjar vörubyrgðir, sem með þeim
umbótum og stækkun, sem ég er að
láta gera við búðina mun setja buð
•yora i röð hinna fyrstu “retail” verzl-
ana í bænum.
260 ágætir karlmanna alfatnaðir
‘ Blue Serge”, okkar vanaverð
$4.75, seljum það nú á $2.00.
Q5C. karlmanna alullarbuxur Tweed.
venjulega seldar $1.35, seljum
þær nú á 95c.
160 Ljómandi fallegar svartar
worsted silki röndóttar buxur,
eru alstaðar seldar á 8.50, fæst
nú hjá okkur sökum ofan-
greinda ástæða fyrir $1.60 fyrir
neðan innkaupsverð.
45c- Hvitar og mislitar stífaðar
5QC. og óstífaðar skyrtnr, beztu
kaup á 75c—$1.00, fást nú á
45c, —50c.
25C. Karlmanna nærfatnaðir, sem
eru vanalega seldir á 50c.
stykkið, seljum vér nú fyrir
25c. hvert.
^ |-2 Svartir sokkar “Herms dark
dye” fást nú fy ir 7Jc.
Komið og skoðið þetta því það er
þess virði og kostar ekki cent.
A. W. Leise,
Gold Mine
Auction Rooms
550 nain Street.
Kennsla.
Þeir foreldrar eða aðstandendar
barna, innan fermingaraldurs, sem
vildu koma þeim til kennslu i kristin-
dómi og bóklestri' núna i sumarfríinu,
einhvern címa úr virkum dögum vik-
unnar, gjöri svo vel að gefa sig fram
við undirskrifaðan, sem neit.ir tilsögn i
slíku. Borgun væg, einkum ef börn
geta hópað sig dálítið saman,
BjarnlÞúrarinsson
559 Ellice Ave.
EINKALEYFI.
Hér með auglýsist að þeir sem
vilja kaupa einkaleyfl til að selja
veitingar í sýningargarðinum á Is-
lendingadaginn 2. Ágúst í sumar
verða að senda tilboð sín í lokuðum
umslögum til undirskriíaðs fyrir 20.
Júlí næstkomandi.
Þeir sem vilja fá einkaieyfl til
að hafa “Canerack” Kniferack”
“Dolls & Balls” eða annað þess hátt-
ar, verða einnig að senda tilboð um
það fyrir 20. Júlí næstk.
í umboði nefndarinnar
Jóseph B. Skaptason
ritari
P. O. Box 305 Winnipeg.
5afn af
Sögum og kvæðum
—EFTIK —
SIG JÚL. JÓHANNESSON
byrjar að kema út í sumar í litlum
hefturn. Pyrsta heftið kemur út í
Ágúst og verður með mynd höfuudar-
ins; í því verða einunis kvæði og kost-
ar að eins 85 cent. Þeir, sem kunna að
vilja eignast þetta hefti, gjöri svo vel
að skrifa sig fyrir því hjá höfundinum
sem fyrst.
358 Pacfic Ave. ifinnipeg.
Með viusemd og virðing.
Sig. Júl. Jóhannesson.
—JÖBP meri tapaðist 8. Júní, á milli
Shoal Lake og Álftavatnsnýlendunnar,
hún er blind á hægra auga, hvit neðan
við hófskegg á öðrum afturfæti, með
þykt'en dálítið skelt tagl. Pinnandi
heðinn að koma henni til undirskrif-
aðs mót sanngjörnum fundarlaunum.
E Thorkelsson.
, 777 Portage Ave. Winnipeg Man.
Kostar ekki cent.
Kvenna eða karlraanna fílabeins-
skeftur vasahnífur; karla eða kvenna
ljómandi fallegt "Locket’, og fjöldi
annara ágætra muna. sem vér ekki get-
um talið hér upp, verða gefnir burtu
með hverri 1 dollars pöntun af okkar á-
gseta kaffi “Baking Powder”, engi-
fer eða Sukkulade etc. Betri og meiri
verðlann verða gefin með stærri pöntun
um, frá $2, $3, $4 eða $5. Beynið eina
pöntun, með pósti. Það verður ekki
sú siðasta.
Great Pacific Tea Co.
1464 St. Catherine St.
Montreal, Que.
Winnipe^.
Stúkan “Skuld” nr. 34, heldur út-
breiðslufund miðvikudagskvöldið 18.
þ. m. á North west Hall kl. 8J. Ó-
keypis aðgangur, fjörugt “prógram”.
S. T. Goodmanson, frá San Franc-
isco, kom hingað til bæjarins i síðastl
viku, til að mæta fólki sínu, sem hann
átti von á að kæmu að heiman með
vesturförum. Mv. Goodmundson lætur
mjög vel af llðan sinni og annara ís-
lendinga (innan 1Q að tölu), sem hafa
aðsetur þar í bænum.
Bóndi einn, Bobt. Jackson, að
Prairie Grove, Manitoba, kom til bæjar-
ins í síðustu viku með afarstórt gæsar-
egg, það ar 12 þumL að ummáli á
langveginn en 9 þuml. á þverveginn og
vóg llj únzur. Mr. Jackson voru
boðnir $5.00 fyrir ekkið, en hann neit-
aðiþví. “Býður nokkur betur?”
Sagan “Drake Standish”, nálega
400 hlaðsíður að stærð, verður tafar-
laust send öllum þeim, sem byrjuðu að
kaupablaðið eftir að hún byrjaði að
koma út, og sem hafa borgað árganginn
að fullu. Þeir sem vilja kaupa söguna
geta fengið hana fyrir 35 cents fyrir-
fram borgun, og fyrir 40 cent sendum
vér hana til íslands. Nýir kaupendur
að blaðinu sem senda oss fyrirfram
borgun, fá sögu þessa í kaupbætir
meðan hún endist.
Hra. Mgnús Kristjánsson frá Otto
P- O. kom inn á skrifstofu Hkr. um
helgina. Hann kvað tiðindalaust þar.
Hann hafði góðar vonir um, að gras-
spretta þar yrði alt að því í meðallagi,
eftir útliti tíðarfars nú. — Þeir herrar
Þorlákur Einarsson.Sveinbjörn Sigurðs-
son og B. S. Lindal, Markland P. O.
komu einnig inn á skrifstofuna. —Hra
A. ísfeld Eiríksson, Húsavík P. O., var
hér á ferð á föstudaginn var. Lét hann
all-illa af sprettu útfiti isína bygðarlagi.
Stórkostllegar rigningar gengu yfir
Manitobafylki í siðu3tu viku og hefir
það gert mikla breytingu til hatnaðar á
uppsketuhorfum í fylkinu. Fréttir
berast nú frá öUum pörtum fylkisins
um það, að uppskeran á komandi hausti
verði miklu betri en menn höfðu gert
sér vonir um, og nú er talið að hún
verði i meðallagi að vöxtum, 04 von er
um hátt verð á hveiti í haust. Hey-
birgðir er áætlað muni verða nægar {
fylkinu, þó ekki jafnmiklar sem í með-
alári. Gras vex rúman þnmlung á
dag að jafnaði, í hagstæðri tið og hefir
það því nægan tíma enn þá til þess að
ná 3. feta hæð áður en það er slegið,
Þar sem jarðvegurinn er hentugur
fyrir það.
Eins og vér höfum áður getið um,
verður sýningin hér í ár 23.—28 Júli.
Það er óefað, að sýningarnefndin gerir
alt, sem i hennar valdi stendur til þess,
að sýningin verði sem bezt og mikil-
fenglegust i alla staði. Hún hefir látið
auka talsvert við byggingar í sýningar
garðinum, eg einkum hafa áhorfenda-
pallarnir verið stækkaðir að stórum
mun. Svo er og verið að byggja sér
stakan sýningarskála fyrir sýnismuni
frá Britisk Columbia: Á meðal skemt-
ana sem verða á sýningunni, má geta
þess, að þar verða sýndar eftirlíkingar
af ýmsum orustum i Suður-Afríku.
Eins og áður hefir verið, verður stór-
kostlega niður sett fargjald hingað með
öllum járnbrautum, sýningarvikuna.
Islenzkir innflytjendur komu hing-
að til bæjarins á mánudaginn var. Þeir
voru 248, sem hingað komu, en 260
lögðu af stað frá íslandi, þann 18, Júni.
Hra. Jóhannes Siðurðsson frá Hólum í
Laxárdal Þingeyjarsýslu, var túlkur á
leiðinni. Hann befir verið áður hér í
Ameríku, Hkr. býður hann velkom-
inn aftur, og alla innflytjendur. Fólki
þessu haf i ekki liðið sem bezt á leið-
inni. Viðurgerningur ekki notalegur,
vesöld og þrengsli átti sér stað á meðal
þeirra.—Fólk þetta lætur all-illa af al-
mennu ástandi á Islandi nú.
Einn af vesturförum sem vér átt-
um tal við. kvað fólk þetta hafa verið
fullan mánuð á leiðinni vestur. Skipið
fói frá Sauðárkrók 10. Júní, og tók þar
margt fólk, og einsá Akureyri 12. Júní,
en 17 kl. tíma varð skipið teft í þoku
áður en það komst inn á Vopnafjörð.
Og á suma austfjörðuna komst það als
ekki vegna þoku. Þetta hafði þau á-
hrif að þeir komu tveim dögum síðar til
Skotlands en ákveðið hafði verið, og
urðu því að biða þar í 6 sólarhringa
með því að skip það sem átti að flytja
þá þaðan hafði farið deginum áður en
vestuifararnir komu þangað. Þetta
fólk flutti frá íslandi til Skotlands eins
og hvert annað ferðafólk, en tók sér
svo farbréf þaðan með Beaver línunni,
Als kostaði fargjaldið frá íslandi til
winnipeg 131 krónur og 50 aura i stað
160 króna í fyrra með Allanlínunni.
2 ungbörn dóu á leiðinni vestur, og
æ Actina
Ekkert
meðala-
sull.
Varnar
blir
Endurlífgar
sjónina.
Vér höfum gert marear sterkar staðhæfingar um
“Actina" og vér erum jafnan við því búnir að standa við þær
Um 18 ára tímabil hefir " Actina” verið undur verald-
arinnar, og læknað veik og veikluð augu, “Catar”, andar-
teppu, kvef, lungnaveiki o. fl. o. fl. Það gefur áreiðanlega
og vissa hjálp.
“Actina”, óviðjafnanlegt vasa-rafmagns “Battery” og er
jafn þénanlegt fyrir unga sem gamla, og brúkun þess er
algerlega tempruð eftir þörfum þess sem hrúkar.
Það er engin þörf að brúka meðöl, “Actina” er einhlýt. Ef
þú liður, þá er það þess virði fyrir þig að rannsaka þessst
makalausu lækninga-aðferð.
“Actina” og Prof. Wilson’s rafmagns conservative-
undirfatnaður verður sérstaklega til sýnis á iðnaðarsýning-
unni frá 22. til 28. Júlí.
Fríar ráðleggingar gefnar frá kl. 6.30 til kl. ^8 á hverju
kvöldi.
Karl K. Albert,
268 McDermott Ave.
WINNIPEQ, riAN.
segja vesturfarar að það hafi orsakast
af illu viðurværi. Eitt barn dó hér á
innflyténdahúsinu i fyrradag og höfum
vér það eftir lærðum læknir að það
hafi dáið úr hungri, Það er öll ástæða
til þess að halda rannsákn i svona lög-
uðum tilfellum. Svo að ábyrgðin getl
lent þar sem hún að réttu á heima.
Næsti hópur, um 200 talsins er,
væntanlegur hingað snemma í næstu
viku. Það fólk mun vera af Suður-
landi. Síðar er von á enn öðrum hóp,
en ekki er vitanlegt hve margt fólk það
verður.
Samkvæmt ályktun á siðasta safn-
aðarfundi i Tjaldbúðinni messar séra
Bjarni Þórarinsson í Tjaldbúðinni á
sunnudaginn kemur, hinn 15. þ. m., kl.
7 síðdegis.
Jóh. Gottskálksson,
forseti.
Með síðasta ísfandspósti bárust oss
nokkur eintök af ' Tjaldúðinni VI, eft-
ir séra Hafstein Pétursson. Bæklingur
þessi er prentaður i Kaupmanuahöfn
1900, og er 16 blaðsíður að stærð, hann
er í 2 köflum. Hinn fyrri er um inn-
flutningsmál kirkjufélagsins. Hinu sið-
ari um Islendingadagsmálið. Aðalefni
rits þessa er að sýna að stefna Lögbergs
og aðstandenda þess og eining kirkjn-
félagsins, hafi frá árinu 1888 verið sú,
að hlynna að útflutningum frá Islandi
til Vesturheims. Þetta hafi verið gert
með því að senda agenta til Islands til
að vinna að útflutuingi fólks þaðan,
sem að einum manni undanteknum
(B. L. B.), hafiallir verið Löghrgs og
kirkjufélagsmenn. Hallmælis ritgerðir
og níðkvæði um Island hafi verið birtar
í Lögbergi og setur séra Hafsteinn eitt
af kvæðum þessum í bæklinginn það er
svona:
Volaða land,
horsælu hérvistar 6lóðir,
hásgangsins trúfasta móðir,
volaða land!
Tröllriðna land,
spjaliað og sprungið af eldi,
spéskorið Bánar af veldi,
Tröllriðna land!
Hraunelda land,
hrákasmíð hrynjandi skánar,
hordregið örverpi Bánar,
Hraunelda land!
Hafisa land,
ískrandi illviðrum marið,
eilífum hörmungum barið,
hafisa land !
Stórslysa land,
fóstrað af feiknum og raunum,
fóðrað með logandi xaunum,
stórslysa land!
Blóðrisa land,
mölvað af knútum og kögglum,
klórað af hrimþussa nöglum,
blóðrisa land!
Vandræða land,
skakkt eins og skothendu kvæði,
skapaði guð þig i bræði ?
vandræða land!
Drepandi land,
búið með kjark yorn og kjarna,
kúgandi merg þinna barna,
drepandi land!
Drepandi land,
hvað er helzt, sem þú safnar?
Sult vorn og örbirgð þú jafnar,
drepandi land.
Vesæla land,
setið er nú meðan sætt er,
senn er nú jetið, hvað ætt er,
vesæla land.
Hrafnfundna land,
munt þú ei hentugast hröfnum ?
Hjeðan er bent vorum stöfnum,
Hrafnfundna land!
Um íslendinnadagsmálið segir séra
Hafsteinn um Júnimenn að “þeir
vilja ekki halda neinn þjóðhátiðardag i
minningu um merkisatburði í sögu is-
lenzku þjóðarinnar. En þeir vilja
halda hátiðardag í minningu um inn-
flutning frá íslandi.” En jafnframt
bendir séra H. P. á það að fyrstu ísl.
sem fluttu til Vesturheims hafi flutt til
Utah 1855 og að það lægi nær að halda
innflutnidgshátíð i minningu um komu
þeirra þangað heldur en um komu Jóns
Gislasouar til Quebec 1870, 15 árum
siðar.
Að síðustu segir séra Hafsteinn:
"Ástæðurnar fyrir innflutningahá-
tíð þessari, sem formenn kirkjufélags-
ins nú vilja koma á fót, eru þessar:
1.. Islendingadagurinn skal settur i
samband við íslenzka kirkjuþingið,
Hann skal haldinn á sama tíma (19.
Júní) og kirkjuþingið byrjar.
2. Islendingadagurinn skal gjörður
að innflutningsdegi. Alt, sem fer fram
á þeim degi skal hafa það mark og mið
að efla innflutning frá íslandi.
Islendingadagsmálið virðist þannig
ætla að skifta Vestui-íslendingum í
tvo flokka:
1. Þeir sem bera hlýjan hug til fs-
lands, lialda þjóðhátíðardag 2. Ágúst i
minningu um byggingu íslands 874 og
stjóruarbótina 1874.
2. Þeir sem vilja landauðn á íslandi,
halda hátíðardag 19., Júní, í minningu
um útflutning frá íslandi til Vestur-
heims".
Ég Thorst. Thorkelson Grocer að
539 Boss Ave., geri kunnagt, að ég sel
nú Jelly fötur á 55c. sem áður, og al-
staðar annarstaðar seijast á 7Ec., Jelly
brúsa 45c., áður 60c., bezta Lax 12Jc.
kannan, áður 15c, önnur tegund af
laxi 10c., áður l2Jc. Bezta tegund
Baspbeary 15c. kannan, annarstaðar
20c., Jelly glös lOc. hvert, Jelly könnur
15c. Sápa og Baking Powder með
hreinasta gjafverði. Álskonar glertau,
hnífapör, Granite-vara einnig katlar af
beztu tegund—úr kopar frá hvirfli til
ilja—með hálfu vanaverði fyrir peninga
út í hönd. Noröurlanda harðfiskur og
Ný-íslenzkur harðfiskur af beztu teg-
und. Alskonar aldini, “Ham” og
hangið kjöt af beztu tegund.
Sætt brauð af öllum "sortum” með
austurfylkja verði. “Ammonia” ó-
brigðult til þessað ná blettum úr fötum.
Þjóðrækms-sjóðurinn.
Áður auglýst.......... " $264180
Frrá Wild Oak, Man.:—
D, Valdimarsson................. 50
B. Jónsson...................... 50
P. Josephson.................... 25
Ó. Thorleifsson................. 25
A. Thorsteinsson................ 85
J. Jóhannsson .................. 25
S. Björnsson.................... 25
B. Benedictsson................. 15
V. Thorsteinsson................ 25
B. S. Thompscn.................. 25
B. Ingimundarson................ 25
J. Davíðsson.................... 25
Þ. Eivindsson................... 25
J. Crawford..................... 25
G. Jónsson...................... 25
B. Austmann..................... 20
Ó. Ólafsson. Westbourne......... 50
Frá Glenforsa:—
B. Stephansson.................. 50
E. B. Stephansson............... 50
Miss 8. D. B. Stephansson..... 50
E. Stephansson.................. 25
Ó. G. Johnson.................... 50
G. O. Johuson................... 25
Samtals............... $272 15
*
*
#
#
#
*
DREWRY’S
nafnfræga hreinsaða öl
“í’reyðir eins og kampavín.”
Þett er óáfengur og svalandi sælgætis-
drykkur og einnig hið velþekta
Canadiska Pilsener Lager-öl.
Ágætlega smekkgott og sáinandi i bikarnum
, BáJir þ““«ir drykkir er seldir í pelaflöskum og sérstaklega ætl-
ir til neyzlu í heimahúsum. — 3 dúsin flöskur fyrir $2.00. Fæst
#
*
#
#
#
#
REDWOOD BREWERY.
EDWARD L- DREWRY-
manntactnrer & Jmporter, WISSIPEG.
##########################
OKKAR MIKLA-
FATA=5ALA
HELDUR
ENN AFRAM
Vvið höfum ennþá fínlega 0g endingargóða 0 1 H ÍZ /1
Tweed alfatnaði tyrir................... 0 / U.DU
12 svarta worsted stutttreyju-
alfatnaði (square cut)...
Þessa viku gefum við einnig helmingi meiri
“Trading Stamps” með öllum drengjafötum
Drengjabuxur á 25 og 50 cents
$10.50
10 dusin hvitar skyrtur
25C. hver.
DEEQAN’5
55ÓMain Str.
Islands-fréttir.
(Eftir Þjóðviljanum).
ísafirði, 21. Maí 1900
Tíðarfar. Síðan norðanhretinn
slotaðiö. þ. m., hefir haldizt lygn og
mild veðurátta svo að sólinni hefir þeg-
ar mikið áunnizt að bræða fönnina, er
dyngdi niður i hretinu.
Látinn er í f. m., að Sæbóli í Aðal-
vík, Guðmundur Kjartansson, sem í
mörg ár hefir stundað sveitakenslu
bæði í Aðalvik, Súgandafirði og víðar
hér í sýslu, Hann var á sjðtugsaldri.
í þ. m. andaðist að Búð í Hnifsdal
unglingsmaðurinn Bjarni Halldórsson,
sonur Halldórs heitins Pálssonar í Búð
og Sigríðar Össursdóttir, er þar býr
enn.
15. þ. m. andaðist hér í kaupstaðn-
um húsfrú María B. Kristjánsdóttir frá
Vigur.
Veikindi. — Vatnsleiðsa. Það er
álit læknanna hér á Isafirði o. fi.,að
taugaveikis-sjúkdómar þeir, er gengið
hafa hér i kaupstaðnum í vetur, muni
stafa af því, að taugaveikis “bacteriur”
hafi á einhvern hátt borizt í brunnana
hér í bænum, og skemt eða eitrað
neyzluvatnið. Ýmsir bæjarbúar eru
því hættir að þora að neyta brunnvatns
nema soðið sé, og hefir bæjarstjórnin
því séð sig tilknúða, að reyna að ráða
bót á þessum vandkvæðum með því að
áforma að láta í sumar leggja vatns-
leiðslupípur í jörðu, er leiði neyzluvatn
handa bæjarbúum úr Eyrarhlíð ofan í
kaupstaðinn. Búist er við að kostnað-
urinn við vatnsleiðslu þessa muni nama
um 8 þús. kr., sem ætlast er til að bæj-
arsjóður taki að láni, og endurborgi
siðan smám saman á fleiri árum.
12. þ. m, andaðst í Skálavík i Mjóa
firði, úr afleiðingum inflúenzu-veikinn-
ar, gamalmennið Þórunn Gísladóttir,
6. Júní.
Tíðarfar. Síðan siðasta nr. hlaðs-
ins kom út hefir haldizt hér suðvestan-
veðurátta, og fremur mild tíð all-oft-
ast. — Stöku daga hafa þó verið kalzar
og rigningar.
28. f. m. andaðist að Garðsstöðum í
Ögurhreppi Guðmundur Bunólfsson,
sonur Búnólfs bónda Jónssonar í Hey-
dal i Vatnsfjarðarsveit.
Síld 'og aflabrögð. Á Skötufírði
aflaðist töluvert af síld í ádráttarvörpur
vikuna sem leið, og hefir verið seld
til beitu á 24 kr. tunnan. — Prýðisgóð
aflabrögð hafa fengizt á síldina f ytri
veiðistöðunum, all-oftast hlaðafli hjá
öllum almenningi, og eigi ótitt, að sex-
æringar í Bolungarvik hafi orðið að róa
fyrir seilum, eða orðið aðskilja eftir
lóðir, af því að skipið hafa eigi borið. —
í innri verstöðum hefir og yfirleitt ver-
ið mikið góður afli síðustu vikuna.
Vikupóstferðir til útlanda. í sum-
ar, líklega til Ágústmánaðarloka.ganga
í viku hverri gufuskip frá Flateyri í
Önundarfirði til Hull á Englandi, og
koma þau á leiðinni frá útlöndum við á
Patriksfirði.—Skip þessi flytja póst-
bréf, og eru því bréf send héðan frá
póstafgreiðslunni i viku hverri, degi
áður, en skijin fara frá Flateyri.
Vikuna fyrir hvítasunnu hafa sum-
ir í Bolungarvíkinni fengið yfir 100 kr.
til hlutar, eftir blautfiskverði, en hlutir
aiment eigi undir 50 — 60 kr. vikuna
sem leið. Suma dagana hafa fengizt
25—30 kr. til hlutar í ytri verstöðun.
um.
Viðarreki hefir í vetur og vor verið
ómunalega mikill hvívetna á Horn-
ströndum, bæði á fjörum einstakra.
manna og á almenningum.—Mest kvað
þetta þó vera smáviður, en fremur litið
af tiettandi trjám.
(Eftir Fjallkonunni).
Mannalát. í Maí lézt að Melum f
Hrútafirði Jón .bóndi Jónsson, sonur
Jóns sýslumanns á Melum, á áttræðis-
aldri; sonur hans er Jón prófastur á
Stafafelli, og dóttir hans Ingunn kona
Björns alþingismanns Sigfússonar á
Kornsá. —Jón hóndi á Melum var í röð
merkustu bænda.
Nýlátinn er og sagður Jón bóndi
Þorkelsson, ASvaðastöðum í Skagafirði,
ríkasti hóndi á Norðurlandi, hniginn að
aldri. Átti yfir 100,000 kr. eignir, og
fundust eftir hann að sögn 60 þúsund
kr. í gullpeningum.
(Eftir Bjarka).
Seyðisfirði, 26. Maí 1900.
Fiskur hefir verið lítill hingað til,
en í gær er sagt að nokkrir bátar hói út
i firðinum hafi fiskað vel, væri þess
þörf að nú færi að lifna.
Flensborg skógræktarmaður, sem
getið er um f skipaskránni að kæmi
með Vestu, hólt norður tíl Akureyrar
og ætlar að gera tilraunir með trjárækt
þar í sumar á Akureyri og um Eyja-
fjörð; nefndi hann Grund í Eyjafírði
sem einn af tilrauna stöðunum. Hann
nýtur þess styrks sem siðasta þing
veitti til þess augnamiðs. Flensborg
er ungur maður hvatlegur og viðkunn-
anlegur. Hann hafði með sér grúa af
niðursetni n gsplön tum.
Dýralæknirinn var |hér á ferð með
Ceres, á leið til Danmerkur; fer þangað
að tilhlutun Búnaðarfélags íslands, til
þess að vera á landbúnaðarsýningu
Þeirri, er haldin verður i Óðinsvjeum
um mánaðamótin Júní—Júlí. Land-
bunaðarfelagið danska hafði boðið Bún-
aðarfélagi íslands ókeypis far fyrir
nokkra menn á sýninguna og auk þess
dálítinn fjárstyrk handa þeim sem
Bunaðarfélagið veldi til fararinnar-
Búnaðarfélag Islands kostar svo ferð-
ina að nokkru leyti. Sigurður bóndi
á Helli i Bangárvallasýslu fer þessa
för ásamt dýralækninum og að likind-
um einn maður úr norðurlandi.
11. Júní. Moss, eitt gufuskip-
um Th. E. Tuliniusar, brann til kaldra
kola á Beykjavíkurhöfn 2. þ. m., var
þar með viðarfarm.
Stúdentaför til íslands. Von kvað
vera á 90 stúdentum dönskum til ís-
lands nú með Botniu i Juli. Þeir ætla
til Bvikur, Þingvalia, Geysis og Gull-
foss. Ferðin á að kosta 300 kr. fyrir
hvern að ölln töldu, og er svo ódýr af
þvi að fjöldi rikra Dana hafa gefið fé
til ferðalagsins og eins kváðu nokkrir
íslenzkir kaupmenn hafa gert. Blöð
Dana fagna mjög þessu fyrirtæki og
vona að það verði til að glæða velvild-
arhug miili þjóðanna og kunnunleik.
Vér tökum og fyllilega undir þetta og
segjum stúdentana velkomna.