Heimskringla - 09.08.1900, Blaðsíða 1

Heimskringla - 09.08.1900, Blaðsíða 1
♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ' ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ 100,000 Flugur op “Moscpi' itos” íangaðar hór á, , hverjum degi. Fáiö yður hurðir og glugga úr vírneti. viðhöium það á ýmsu verði og með allskon- ar litum, Trading Stamps. Cash Coupons. ANDERSON & THOnAS, w Jaknvökusalar 538 Main St. ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦' u ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^p Hammocks. ,Ekker* Þægi- : legra 1 hitunum Z en aö hvria srg i ''Hammock” « \ lieymð pað einu sinni. Vér höf- ♦ um þá á mismunandi verði. J ! Trading Stamps. Cash Coupons J ANDERSON & THOMAS, l J AKNVÖRUSALAK 538 MAIN ST. « |♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«««««««|tt Xiv. ÁR WTNNIPEGr, MANITOBA 9. ÁGÚST 1900. Nr 44. The Home Life Association of Canada. . Aðalskrifstofa í Toronto. ‘Höfuðstóll—ein raillíón dollars." 1 ill trygging í höndum sambandsstjórnarinnar. Lifsábyrgdarskýrteiui Houie Life féiagsir's giida livar i heimi sem er. Eng- in höft eru lögð á skírteinishafa hvnð snertir ferðalög. bústað eða atvinnu. Þau eru ömótmælanleg eftir eitt ár frá daesetninen. Skírteinin hafa ÁBYítGST VEB-ÐGILDI í uppborgaðri lífsábyrgð, pen* ingum og iánSgildi, eftir þrjú ár. Leitið upplýsinga um fólagið og ábyrgðarfyrirkomulag þess hjá W. H. WHITE, ARNI EQQERTSSON, MANAOER. 6ENERAL AGENT. Jlelntyre Block, Winiiipcg. 1*. OIÍox 245. m é m m PENINQAR LANADIR. - HwKar mánaðar afborganir. Ver erum umboðsmenn fyrir hið bezta og ríkasta lánfélag sem bækistöðu hefir í Winnipeg. VILriJ EIGNAST Laglegt og vel vandað einloftað hús (Oottage) á Alexander Avenue ? Það er úr timbri, á steingrunni og kostar $1200. TAKID VATRYGQING— , ..TllE „ LraD0N,, Það er hið elzta og bezta vátryggingafélag í heimi. Nares, Robinson & Black, Hank of Hamiltou fhnniliem Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Suður-Afriku-stríðið er nú í þann veginn að vera útkljáð. Um 1,000 Búar gáfust upp í síðustu viku í eínum hóp og afhentu Bretum vopn sin öll og her- gögn. Margir aðrir Búar hafa síðan gefist upp og eru daglega að þvi. Lands- lýðurinn er Orðinn andvígur gamla Kruger út af því að hann hefir talið þjóðinni trú um að bréfpeningar þeir, sem stjórn hans hefir gefið út yrðu eins góðir og gull þó að ríkið yrði sigrað, af því að það væru ríkisskuldabróf. En Bretar neita að viðurkenna þessa bréf- peninga að nokkru leyti, svo að þeir sem áttu mikið af þeim eru nú alger- lega rúðir þar sem þeir verða ekki inn- leystir me . gulli. Brezkir hermenn i Suður-Afríku eiga að sendast tafarlaust til Kína. Erá Kína koma þær fréttir að her- fiokkur stjórnarinnar hafi haldið til fnóts við berflokka stórveldanna, sem nú eru á leið til Pekin, og að Kínar hafi á þeirri leið gereytt heilli borg, drepið tiu þúsund kristna menn og 50 kristni' boða. Kinastjórn er orðin þess full- viss að stórveldin eru að safna her miklum til atlögu á höfuðborgina Pekin, og er því tekin til fyrir alvöru áð koma sem mestum grimdarverkum mót kristnuín mönnum i framkvæmd. Nokkrir Gyðingar frá Rúmaniu hafa verið í Quebec um undanfarna daga. Þeir höfðu farbréf til Wipnipeg, en var ekki leyft að halda ningað af því að hér væri engin atvinna fyrir þá, En þeim verður leyft að fara til hvers ann ars staðar i Canada þar sem atvinna er til fyrir þá. 750 Búar hafa gefist upp og afhent gen. Hunter vopn sín og önnur her- gögn. Það er talið að nú sé hver sið- astur fyrir Búum, og að þeir sem enn þá eru undir vopnum muni bráðiega gefast upp, og með því binda enda á Transvaal-stríðið. Algoma Central-járnbrautarfélagið hefir ákveðið að byggja járnbraut frá Missanabel í Ontario til Moose River við Hudsonsflóa, 250 mílur. ) Daglaunaskrá fyrir þá, sem vinna við aðgerð Rauðárstrengjanna er aug- lýst í blöðunum, og sýnir að kaupið er frá $1.75 minst og $5.50 mest á dag fyr- ir 0 til 10 stunda vinnu. I þessu eru ekki taldir þeir sem vinna á gufubátum á ánni, þeir verða ráðnir til mánaðar og á kaup þeirra aö vera frá $20 minst til $80 mest á mánuði, með fæði. Þeir sem vinna 9 stunda daglauna- vinnu eru verkfræðingar (engineers) og timburmeun, laun timburmanna eiga að vera $3.15 á dag, en formaður þeirra á að fá $1.00 á dag. Algengir verka- menn fá $1.75 og þeir sem keyra hesta $1.80 á dag. I Kas. í Bandaríkjunum var járn brautarlest stöðvuð af ræningjaflokki 5. þ. m. Farþegjar voru rændir öllu fé- mætu sera þeir höfðu á sér. Gamall maður frá California, Fay að nafni, neitaði að afhenda ræningjunum fjár- muni þá, setn hann hnfði á sér, og skaut á þanti sem næst honum gekk, en mishepnaðist skotiö alveg. Ræninginn skaut þegar uþþ í munninn á Fay, og kom kúlan út um hnakkann. og féll hann þegar dauður. Ræninginn tók alt sem hann fann i vösum Fay’s Ræningjarnir skildu enga farþegja eftir órannsakaða, og að því starfi loknu hleyptu þeir á stað lestinni aftur, og hurfu síðan. Á laugardaginn geysaði haglstorm- ur yfir landsvæði í Norður-Dakota. Hagiveður þetta gerði fyrst vart við sig nálægt Thompson. á eðrið byrjaði kl. 7 um morguuinn. Stórsaemdi lönd og akra, þó bar mest á óveðri þessu í Red Lake Indíána bygðinni. Fór óveð- ur þetta og viðar yflr og gerði stórtjóu. í bæ sem Hatton heitir, sem er 40 míl ur fyrir sunnan og vestan Grand Forks féllu og skemdust hús stórkostlega. A sunnmdaginn var kom upp ákaf- lega mikill eldur í timburátökáum og 6ögunarmyluum í Ashiaud, Wis. Fé- lagið sem átti viðinn og byggingarnar heitir Stewart & Keystone Lumber Co. Skaðinn er metinn á fulla milión doll. Fjórir meun fórust í eldi þessum. Sagt er að hershöfðingi Baden Powell hafi særst í orustu semhann átti við Búa nálægt Rustenburg um helgina er leið. Búar segjast þáhafa tekið all- marga hermenn til fanga, og 324 vögn- um hafi þeir náð með fleira. Sú fregn kemur að herforingi De Wett sé umkringdur á alla vegu, og hljóti að gefast upp mjög bráðlega. Hann er staddur við Reitzburg, Prince Alfred Ernst Albert, hertogi af Saxe Coburg, annar sonur Victoriu drottningar, varð bráðkvaddur á þriðju daginn 31. siðastl. mánaðar, 56 ára gamall. Col, Herchmer, foringi lögreglu- liðsins í Norðvesturlandinu, helir verið vikið frá þvi embætti. Major Perry verður skipaður formaður liðsins. Leðursútara verkstæði í Southam- ton, Ontario, brann til ösku 1. þ. m. Skaðinn metin $140.000. Eldsábyrgð $85,000. Þeir sem áttu peninga á Ville Marie bankanum í Montreal hafa fengið borg- að 5c. á hvern dollar, sem þeir áttu þar og eiga von á annari 5c. bor^un síðar. Gamall námamaður frá Sacramento að nafni Alex. King, var á ferð niður Yukonána með 3 öðrum mönnum. Þeir félagar fengu sér leiðsögumann til að stýra bátnum niður ána. Báturinn hjó niður á sandrifi, og reiddist þá King við leiðsö;;umanninn og skaut hann til bana. Hræddi hann svo fé- lága sfna til að lofa að halda því fram að þetta hefði veriö óviljaverk. En er að landi kom sögðu þeir til morðingj- ans og iétu handtaka hann. Hon. Hugh J. Macdonald hefir á- kveðið að leggja út i pólitiskan leiðang- ur um Ontariofylki með Sir Charles Tupper þegar hann kemur úr Englauds ferð sinni. Þá “byrjar ballíð” til undir- búnings undir næstu Dominion kosn- iugar. Gen. Prinsloo, með 985 Búa hefir gefist upp skiiyrðislaust, og fengu Bret- ar þar miklar birgðir af vopnum og vistum. Var það Hunter hershöfðingi, sem vann sigur á Prinsloo og mönnum hans í Calon dalnum. Sagt er fleiri Bú- ar sóu í þann veg að gefast upp. Þær fréttir berast frá Kína að Box- ers hafi ráðist á trúboða og kristna menn í Pan-Ting og drepið 2009 manna í þeim bæ 8. Júlí. Kínverski hershöfð- inginn Li Ho Keh hefir skipað svofyrir að hvert einasta kristið mannsbarn í Kina skuli drepið miskunarlaust. Stór veldin virðast kraftlaus til að orka nokkru til hjálpar þessuin ofsótta lýð. Vilhjálmur Þýzkalands keisari hefir hvatt menn sína til hefnda og mælt svo fyrir, að engin griðskuli gefin óvinun- um. Þetta likar páfanum mjög illa og mælist til að stórveldin hverfi frá:öllum hefndaráformum og skipar öllum kaþ- ólskum möunum að hafabænagjörðir i kyrkjum sínum og biðja um frið á jörðu og verndun allra kristinna manna En Vilhjálmur keisari kveður púður og blý betra en bænagerð, til þess að bæla. uppreistina í Kína. Gamli Li Hung Chang hefir beðið um lausn frá öllum stjórnarstörfum fyrir ellisakir. Þykjast menn sjá að ha’nn muni ó- gjarnan vilja þurfa að bera nokkra ábyrgð af uppieistinni þar eystra eða afleiðingunum af henni. Frá Transvaal koma þær fréttir, að Gen. Frqnch hafi náð bænum Middle- burg og náð þar mörgum Búum með vopnum og vistum, Gen. Hunter hefir náð Feoriesburg eftir harða orustu, Hann tapaði 100 manns af líði sínu, en rnannfall varð meira af Búum. UÍn 6000 Búar komust undan til fjalla með hergögn og vistir. Þykir liklegt að lið þáð muui eiga örðugt með að komast undan Bretum. Kruger gamli situr í Watervalonder með liði miklu, oger búist þar við hörðum bardaga innan skamms, en helzt þykir líkJegt áð þó Bretar vinni sigur, þá muni Kruger komast undan til Delagoa-flóans gegn- um Swaziland og þaðan með gufuskipi til Evrópu eða eitthvað annað, Eldur kom upp í námu f Mexico í síðustu viku og brunnu þar 30 náma- menn. Formaður námunnar var ekki nærri þegar eldurinn kom upp, en strax er hann kom fór hann ofan í námuna til að bjarga mönnum sínum, og kafnaði þar. Utlendingar og Kinverjar börðust nýlega við Pie Tsang. Af útlending- um, eða sambandsþjóðunum, dóu og særðust 1200 liðsmenn. Orusta þessi stóð í 7 klukkutíma, og er óefað ein sú snarpasta orusta, sem nokkru sinni hefir há'ðverið. Stóð hún yfir frá pví kl. 3 á sunnudagsraorgun til kl. 10. I staðinn fyrir að Kínveriar sýndu bleyði- skap og flóttasvip, sýndu fceir hermann- legt hugrekki og hina hraustlegustu vörn. Manntjón sambandsliða nemur 7J af hundraði í þessari orustu, og þótti ógurlegt manntjón á jafn stuttum tíma. Sýnir það að Kinverjar hafa æfða skot- menn, Eftir þessari viðureígn [að dæma verður langt þangað til að sam- bandsliðar komast til Pekin. Sam- bandsliðar höfðu 16,000 liðsmenn. Kín- verjar vörðu borgina vel, en gáfu þó svo eftir að síðustu, að sambandsmenn náðu þar fótfestu á einum stað. í or- ustu þessari gengu Rússar og Japarí broddi fylkinga og mættu voðalegum og óvæntum geipiraunum. Að síð- uStu mun þó borgin vera í höndum sambandsmanna að nafninu til. Um þessar mundir er borgin Pie Tsang um- kringd af vatnsflóði. og gerir það sam- bandsmönnum örðugra fyrir með alt. Óeirðir í NewOrleans. Fréttir um óeirðir í New Orleans og þar af leiðandi manndráp, sem getið var um í síðasta blaði, eru sorglegur vottur um ótamið dýrseðli mannkyns- ins. Að slíkar sögur skuli berast frá Ameríku, sem alrnent er skoðað, og það að maklegleikum, að veui eitt af allra fremstu menningar- og mentalöndum heimsins. Það vekur ósjálfrátt þá hugsun, að enn þá sé land þetta langt frá fullkomnunarstiginu í sannri menn- ingu og mannúð, og að ljótt hljóti á- standið að vera í þeim löndum, sem enn þá eru lægra sett í menningarstigan- um, en þetta mikla land. Þessar sög- ur frá Ameríku eru ljótastar fyrir það, að þær eru eins sannar og þær eru hryllilegar. Auðvitad ber þess að gæta að það er ekki nema á litlum párti þessa fmikla meginlands. að slíkar ó- eirðir koma fyrir, og jafnvel þar ekki örsjaldan. En það, að þetta eigi sér þar nokkurn tima stað. er í sjálfu sór nóg til þess að slá skugga á alt landið og félagslífið hér hjá öllum þorra þeirra manna og kvenna í öðr- um löndum, sem að eins þekkja land þetta af afspurn og að nafninu tómu. Þeir sem betur þekkja, vita vel að fólk það sem býr í öðrum pörtum landsins, eru einsBóviðkomendi þessum óeirðum, eins og þeir sem eru í öðrum löndum og að eins lesa fréttirnar. Orsakirnar til slíkra óeirða eru aðallega innifaldar í því hatri, sem hvítir kristnir menn bera í hjörtum sínum til annara manna, sem af náttúrunnar hendi eru gerðir með öðrum lit, en þeir sjálfir. Það er litar ofstækið, sem veldur lögum og lof- um, ekki einuugis hjá ómentuðum mönnum,;heldur einnig hjá þeim ment- uðu. Það má að líkindum ganga að því visu að þessi sjúks hugsun sé jafnt hjá báðum flokkunum, hvítum mönn- um ogfsvörtum, |en það er engin afsök un fyrir hvíta menn, að veja engu betri ea svertingjarnir,[og þeim ætti ekki að vera ofvaxið að lifa í friði við þá á þeim stöðum, að minsta kosti, þar sein þeir eru í miklum meiii hluta, eins og í borginni jjNew Orleans. Það eitt, að hvítir menn þar í bænum vilja ekki lofa eða leyfa dómsmálastjóra ríkisins að fara með sakamenn samkvæmt lög- um, heldur að heimta þá eða taka n.eð ofbeldi úr’höndum lögreglunnar til þess að hengja þá upp í eitthvert tré, stund- um fyrir ímyndaðar sakir, eða þær sem ekki hafa verið sannaðar. Það er ljós vottur um skort á siðmenningu, sem miklu rneira ber á meðal hvítra manna þar syðra, en á meðal sjálfra svertingj- inna. Það er satt að þrælastríðið í Banda ríkjunum leysti svertingjana úr laga- legu þrælsbandi. Það gerði þá að fr jálsum verum í augum laganna, og ó efað hefir tilgangui inu verið sá, að þeir skyldu njóta jafnréttis við hverja hvíta borgara landsins, að þeir skyldu njóta pólitiskra og 'félagslegra réttinda til jafns við aðra borgara. En sagau sýn- ir að þetta hefir verið meira í orði en á borði. Stríðið leysti svertingjana úr lagalegum þrældómi, En það megnaði ekki að losa hvíta menn við þá ósann- gjörnu fordóma, sem þrælalögin voru búin að gróðursetja i huga þeirra og hjörtum gagnvart svörtum mönnuin. Svertingjarnir hafa af mörgum manni verið fram á þennan dag skoðaðir sem óæðri verur, sem væru skapaðir til að lúta vilja og skipunum hvitra manna í eínu og öllu, og ofsóknir þeirra á svert- iugjana byrjnðu strax og þeir höfðu fengið þrælsböndunum létt af sér, og hafa aukist þrátt fyrir vaxandi mentun og u'enningu, í réttum hlutföllum við tilraunii " þær sem svertingjarnir hafa gert til að nota frelsi sitt og beita því sér til hagsmuna í félagslegum og póli- tiskun málum. Það er lítill efi á því, að sve.rtingjar eru ofsi ttir og kúgaðir af hvítum mönnum þar syðra, að svo miklu leyti sera þeim er mögulegt að koma því við. Þeir hvítu sækja, en svertingjar verjast, og er það lítil furða þó svertiugjum hitni stundum svo um hjartarætur, að þeir fiemji glæpi, sem þeir mundu alls ekki gera, ef þeir væru látnir óáreittir af hvítum mönnuni. Þetta villiæði þeirra hvítu að fara sem óðir herskildi um bygðir svertingja og drepa hvern svertingja sem fyrir verður, án allra saka, og að eins af því þeir bera svartan lil, það hlýtur að hafa þau eÍD eðlileg áhrif, að efla og auka hatrið milli flokkanna en þá meira, ef það væri mögulegt en nú er, og nema lögin taki stranglega i taumana, þá má enginn sjá hver endi þar á verður. KÖFUNARSKIP. Það var allmikið rætt um köfunar- skipið Holland um það leyti sem banda- ríkjamenn voru að berja á spánverjum á Cu'oa. Holland fólagið bauð þá Bandamönnum að kaupa bát þenna, og létu vel yfir að liann mundi reynast vel í hernaði.' I Aðalverk skipsins átti að vera t að, að kafa að herskipum óvin- anna . g reka þau í gegn, ef svo mætti að orði komast. Þvj að báturinn er þannig útbúinn að hannhefir stáltrjónu mikla og veður neðansjávar og rekst með heljarafli á herskip óvinanna, sem öll eru þannig útbúin, að þau eru lakar stálv„rin fyrir neðan sjávuiborð en fyr- ir cfan það. Hvert bátur þessi var nokkurntíma reyndur til hlýtar í hern- aði vitum vér ekki. En Bandaríkja- stjórnin lét skoða hann og gera ýmsar köfunartilraunir með'lionum, og atíeið- ingin af þessum tilraunum varð sú, að stjórn n keypti skipið að Hollandfélag- inu fyrir $150,000 og skuldbatt sig ja-fn- fram til að borga $175,000 fyrir hvert skip sem félagið bygði í sama sniði og með sama útbúnaði og ’ Holland” skip- ið, á hinn bóginn ætlar félagið að leggja til æfða skipshöfn, þar til búið er að kenna inöunuiu stjórnariunar að fara meðbátinn.. Skip þetta er þungt til gangs hvert sem það fer ofau- eða neðan sjávar. 10 mílna hraði er vanalegur, á hiun bóginn er það svo útbúið að auð velt er að stýra því, hvert heldur beiut áfram eða upp eða niður á við, eftir því sein þörf gerist. Það er og stór kostur við skip þetta, að menn þeir sem á þvi vinua geta lifað þægilegu lifi á bátnum svo dögum skiftir, án þess að kenna of mikils hita eða loftleysis, þó skiþið sé altaf i kafi. Samkvæmt eðli bátsins þá er hann gerður til sóknar áu þess að þurfa að verjast með því að hann er jafnan úr skotfæii, og talið nálega ó- mögulegt að óvinaskip geti hitt hann þó þau reyndu það, Þau mundu hafa nóg með aö reyna að halda sér ofan- sjávar eftir að Holland hefði rekist á þau. íri sá, er fann upp skip þetta og lét smíða það, heitir John P. Holland, hann kendi á barnaskóla á írlandi þegn,r hann fyrst byrjaði að hugsa uiu köfun- arhevnaðinn, en enginn vildi hlusta á hugmyndir hans um þetta, eða leggja honum nokkurt lið. Þá fór hann eins og inargir aðrir, sem verða fyrir von- brvgðum í föðurlaudi sínu, að hann yfirgaf pað. og flutti til Ameríku. Þar var honmn betur tekið og í té látnar allar þær upplýsingar sem hann áleit sór geta að liði orðið til þess að geta komið skipshugmynd sinni í fram- kvæmd, síðan eru liðin 25 ár. Árið 1877 bjó svo Holland til skip, sem hann reyndi á Passaic-ánni hjá bænum Pat- terson í N. J, þar sein hann átti heima. Sá bátur gat kafað og komið upp aftur eftirvild, en var að öðru leyti óbæfur til nota. Nu var þó hugmyndin feugin og árið 1881 bjó Holland til annan bát. stærri miklu en þann fyrri og að öllu leyti fullkomnari, en vegna peninga- skorl s varð hugvitsmaðurinn að hætta við hálfunnið starf, 7 árum síðar, 1888, gerði Holland samning við Bandaríkjastjórn um að kaupa bátinn og hugmynd þá sem hann var smíðaður eftir, en þá fengust engir ábyrgðarmenn rueð Holland, sem gæfi stjórninni trygging fyrir því að skipið gæti gert það verk, sem haldið var frain að það gæti unnið. Svo leið tíminn til 1893 að Congress gerði ráð- stafanir til þess að láta byggja köfunar- bát. sá hét "Plunger” en var aldrei fullgerður, en er nú í aðgerð í Rich- mand Va. Það er Hollandfélagið sem hefir tekið að sér að gera nauðsynlegar umbætur á því skipi, og hefir bundist samningum um að borga stjórninni $90,000 ef skipið fullnægi ekki öllum köfunarskilyrðum, þegar viðgerðinni er lokið. Forester stúkan “Fjallkonan” No. .149, heldur fund á þriðjudagskvöldið 14. þ. m., kl. 8, á North West Hall. AUir félags roeðlimir eru beðnir að sækja fundinn. iírs, K. l'horgeirson, ritari. Dánarfreon. o Dáin er 28 Júlí síðastl., að Marletta, Washington, konan Vilhelmína Ras- musdóttir Lynge, kona Renjamíns Magnússonar. Banamein hennar v-ar krabbamein í maganum. Hún var góð og guðhrædd kona. og bar sinn langa og kvalafulla sjúkdóm með stakri þol- inmæði, or hennar því sárt saknað af öllum, sem hana þektu, Hún kom hér til lands 1887, og giftist 1890 eftir- lifandi manni sinum. — Blessuð veri ♦ninning hennar. B. S. M. MINNI ÍSLANDS. Flutt á Islendingadaginn í Winnipeg 2. Ágúst 1900. Þú talar uni Island sem eymdanna móður. með ísum og jöklum og hraunum og glóð ; f>ú talar um eilífan ástrt-ymis-róður ú ón/tri íieytu með drepinni f>jóð ; f>ú talar um helkulda’ og liarðindi andans. um hjörtu úr steini og ljósvana sól; Þú talar um dáðleysi’ og dofinskap landans, er dauðvona bergi nú örlaga-skál. ♦Tá, svona’ er nú dæmt. um f>ig, d/rasta móðir ! kj, drottinn minn ! - Það eru svéinar og fljóð, sem f>ú hefir fóstrað ; vór hlyðum á hljóðir, vér hnefana kreppum og soiíarlegt blóð í æðum oss sfður—oss langar að ’láta 1 ljósi f>á trygð, sem í hjarta vor er Oss liggur við stundum að glúpna og gráta er guðlausir níðingar hamast á |>ér. Vér neitum f>ví ekki að auður er meiri og allskonar mannvirki’, er bera við ský og vonirnar stærri og vegirnir fleiri í Yesturheimsbygðum—en gættu að f>ví. hve ótal margs lijarta f>itt hlytur að sakna, er hingað ]ní flytur og skiftir um vist. Hvort sérðu’ ekki myndir í sjálfum J>ér vakna er s/na J>ér, vinur, hvað liefirðu mist ? Hvar lifðir }>ú, bróðir, um bjartari nætur? J>ar—brosandi vorsól um miðnætti skín Og livar átti guðstrú J>ín göfugri rætur ? —Þú grétst }>ar af lotning við hrífandi sýn— Og hvar lék ]>ér mildari vindblær á vöngum er vorgyðjan kysti f>ig ásthlyjum koss ? og hvar vilt f>ú,leita að himneskum söngum, sem hrifa J>ig dypra en íslenzkur foss ?' O, t.alaðu’ um ísland sem ástkæra móður, , sem eigi í hjarta f>ér viðkvæma taug ; og láttu þcmn sjá að f>ú sonur ert góður, er sannindum hallaði’ og á hana laug. N’er íslenzkur drengur—með fslenzku blóði, á íslenzka framtíð með bjargfastri trú og lát ekki ribbaldann ræna f>ig móði, J>ótt ríkari sé hann og stoltari’ en f>ú. SlG. JúL. JÓHANNESSON,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.