Heimskringla - 09.08.1900, Blaðsíða 4

Heimskringla - 09.08.1900, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA, 9. AGUST 1900. Winnipe^ Civic holiday hefir verið ákveðinn á fimtudaginn 16. þ. m. Þorsteinn J. Jóhannesson irá Poinf Douglas hér í beenum, andaðist að Park River, N. Dak.. í fyrri nótt. Hann fór þangað suður fyrir 2 vikum til upp skurðar við sullaveikv er leiddi hann til Sana\ Mrs. Joscph Thompson, frá Cart wright og Mr. Paul Johnson, frá Low Farm, með konu sína og barn, komu til bæjarins i siðustu viku, til þess að taka þátt í íslendingadagshátíðinni. Hra. Valdimar Daviðsson, írá West Selkirk, fann kvenn-sólhlif í sýningar garðinum á ísl.daginn. Hann skildi hana eftir á skrifstofu Hkr., og getui eigandi vitjað hennar þangað. Mr. Laurie, bóndi nálsegt bsenum Morris hér í fylkinu, segir að margir bændur í sínu bygðarlagi muni fá frá 30 til 35 bushel af hveiti af ekrunni í ár. Það er meira en meðal uppskera. I^aupm. B. B. Olson, Jóhann Ingi- mundarson og Jóh. P. Sólmundsson, frá Gimli, voru hér á íslendingadaginn. Einnig voru hér um 90 íslendingar frá Selkirk til að taka þátt í hátíðahaldinu. Þeir herrar John J. Samson, frá Akra P 0. North Dakota, og Vilhjálm ur Stefánson, frá Grand Forks háskól anum. Sigurbjörn Guðmundsson, frú Mountain, Thorst. Pálmason, frá Hallson og Snorri Jónsson, frá Morden, komu til bæjarins i síðustu viku til að taka þátt í Islendingadagshátíðinni, Bandalag 1, ísl. lút. safnaðarins lieldur “Pic-nic” í Frazers Grove þann 16. þ. m. Það er búist við góðri skemt- an þann dag, og er vonað að sem flestir ísiendingar taki þátt í henni. með því að þá er almennur helgidagur í þessum bæ. Frazers Grové er um 5 mílur nið ur með Rauðá, gufubáturinn “Gertie H.” hefir verið leigður til að flytja gestina á skemtistaðinn, Melsted, með börnum þeirra, fráSauðar- krók. Þau hjón hafa áður verið hér vestra. Barn þeirra varð veikt í Eng- landi og varð það og Mrs. Melsted þar viðskila við hópinn. Fyrir mjög sanngjarna borgun tek ég að mér að útbúa alla samninga veð- skuldasölu og eignabréf á fasteignum, samkvæmt lögum þessa fylkis.—Komið og sjáið mig þegar þér þurfiö að láta gera þetta fyrir yður. Gimli, Man. 1. Ágúst 1900. B B. OLSON. Provincial Conwayancer. Herra Þorvaldur Þorvaldsson, skóla- kennari að Mary Hill P. O., kom til bæjarins á föstudaginn var, segir hann að landar, við Shoal Lake og Lake Manitoba, hafi haldið Islendingadag að Lundar P. 0. 2. Ágúst og að meirihlut- inn af fólkinu úr bygðunum hafi verið viðstatt hátíðahaldlð. Ymsar skemt- anir fóru þar fram, svo sem hlaup, stökk, glímur o, fl. Kvæði og ræður voru fluttar fyrir “íslandi”, “Vestur- ísl.” og “Canada”. Hát.íðahaldið hafði farið prýðilega vel fram og verið bæði hressandi og ánægjr.leg skemtuu fýrir fólkið. Stjórnarskýrsla um uppskeru horf- urnar í fylkinu fyrir síðasta mánuð eru nýkomnar út. Þær meta meðal upp- skeru í ár 7J bush. af ekrunni af hveiti eða lítið meira en J af venjulegri upp- skeru. Regnið sem kom um daginn, getur ef til vill gert uppskeruna ögn meiri en hér er áætlað. Hafrar og bygg munu spretta í meðallagi þetta sumar. Hveitiuppskera í öllu fylkinu er áætluð í skýrslum þessum 11 milión- ir bush. Verði prisinn góður, sem all- ar líkur eru til, þá fá bændur 'laglega skildings upphæð fyrir þessar 11 milí ónir bush. af hveiti. Eínn þriðji af bændum i fylkinu eiga hveiti frá fyrri árum í kornhlöðum og peninga ábönk- um, svo þeir standa uppréttir, þó upp- skera verði rýrari en vant er. Eins og getið er um í síðasta blaði. fara íslenzkir Good-Templarar skemti- tör (Moonlight excurtion) ofan í Jubi- lee P*rk í kvöld. Báturinn, sem flytur Loyal Geysir Lodge, 7119,1.O.O.F., M.U, heldur fund mánudagskvöldið þann 13. þ. m. á North West Hall.— Áríðandi að allir meðlimir sæki fundinn. Árni Eggertson P.S. Þakklætisávarp! Eg undirskrifaður votta öflum þeim mitt innilegasta hjartans þakklæti, sem af góðum hug og kærleiksríku hjarta réttu mér hjálparhönd í slysatilfeili mínu. Ég kæri mig ekki um að opin- bera nöfn þeirra hér. Ég hef þá von að nöfn þeirra séu skrifuð hjá honnm, sem fólxið, liggur á Rauðá við endann á í , , , Lombard St. Allir sem aðgöngumiða j ^kl1®t“rJ1“^f.^líaUDaðaD hafa geta farið, hvort sem þeir eru Good Templarar eða ekki, meðan farrými endist. Báturinn leggur á stað á mínútunui kl. 8 e. m., svo fólk verður að gæta sin að vera komið í tíma. Mælt er að heitt vatn og annað fleira megi fá garðinum. Goodtemplarar, muniðeft- ir að fjólmenna! og gefinn er af góðu hugarþeli. 7. Ágúst 1900. John J. Nesðal. 441 McDermot Ave. Winnipeg. C. P. R. Verkfallið. Til íslands fór á þriðjudaginn 31. Júlí síðastl., herra Einar Jochumson með dóttur sína. Mr. Jochumson hefir dvalið 3 ár hér í laldi en dóttir hans kom I fyrra frá fslandi. Mr. Jochumson biður Heimskringlu að beta Vestur-ísl kæra kveðju sína og þakkir, fyrir bróð- Urlega viðkynningu. Kveðst hann jafn- an muni bera hlýan hug til þeirra og þessa mikla og góða lands. Bæriun hefir nýlega látið 250 verka- menn sína hætta vinnu. Þar af 100 menn sem unnn við stein upptöku, og 150 menn sem unnu við að molbera stræti í bænum. Handa þessum mönn- um hefir bærinn ekkert að gera. Fólk sern býr við strætin og þarf að kosta stræta umbætur, vill nú eigi lengur láta mölbera strætin, heldur “asfalta”. Ef fólk hefði ekki fengið þessa asfalt- flugu í höfuðið, hefði verið nóg vinna handaöflum þessum möndura til hausts, Eítir 3 vikur verður samt byrjað á að asfalta nokkur stræti, og eru þessi stræti nefnd: Bell, Carlton, Kennedy, Cumberland, Colony, Proud og nyrðri helftina af Partage Aye. stræti. Þeir P. S. Guðmundsson og Bene- dikt Benjamínsson, frá Garðar, N.-D., komu inn á skrifstofu Hkr. i vikunni er leið. Þeir komu norðan frá Ný-Islandi, fóru þangað að finna kunningja fólk sitt. Sá fyrrnefndi var jafnvel að líta þar eftir landi. Leizt honum vel þar á jarðvæg til akuryrkju allvíða, en sára- illa lét hans af veginum i Geysirbygð og þykir haun þurfa enn mikillar viðgerð- ar, ef slarkfær ætti að verða. Herra Jón Kjærnested; frá Tinda- stóll í Alberta, kom til Winnipeg á ís- lendingadaginn, eftir rúma eins árs dvöl í nýlendu íslendinga í Red Deer. Mr. Kjæanested hetír fjölskyldu sína enn þá þar vestra. Ekki kveðst hann enn þá ráðinn í því hve lengi hann dvelji hér í bænum, og mjfig ber hann Albertingum vel söguna. segir þeim líði vel og eigi góða framtíð fprir hönd- um þar vestra. Canada Kj-rrahafs-járnbrautarfél. áuglýsir skemtiferðir frá Winnipeg til Selkirk á laugardagskvöldum og heim aftur, fyrir 25c. Vagnlestin fer héðan kl. 6.45 og kemur aftur kl. 10.30. Far- þegjar hafa þvf um 2. stunda dvöl í Selkirk. Þetta verða þær ódýrustu skemtiferðir sem menn hafaátt að venj ast hér í fylkinu, 50 mílna ferð fyrir 25 cents. 176 ísl. vesturfarar komu til Win- nipeg á Islendingadaginn. Þeir eru ðestir af Norður- og Austurlandi. en þeir sem koma af Suðurlandi eru vænt- aulegir í þessari viku- Hópur þessi er með fríðasta Jog sællegasta fólki sem nokkurn tíma liefir komið frá íslandi, en illa lætur það af líðan sinni á leið- inni yfir Atlanzhaf á skipinu Montfort. Það var allmargt af ítölum og Rússum, sem sífeldlega voru i óeirðum. Hafði þeim þótt maturinn bæði illur og lítill og gerðu uppreist á skipinu bæði sín á milli og skipsmanna, höfðu sumir þeirra otað hnífum og einn maður var særður og voru 14 þeirra handteknir þegar að landi kom. Ekki voru íslendingar að neinu leyti riðnir yið upphlaup þetta, en leið þótti þeim sambúðin við skríl- inn. Túlkur var með íslendingum yfir hafið, það var einn af enskutalandi Vesturförum. en orkaði ekki að útvega þeim viðunanlegan aðbúnað á leiðinni, hafði þó reynt það eftir fremsta megni. Með þessi m hóp kom Mr. og Mrs. Þann 16. þ. m. er almennur hvíldar- dagur hér í bæ (Civic Holiday). Þann dag standa Skotar hér í bænum fyrir skemtunum, sem haldnar verða í sýn- ingargarðinum. Þar á meðal verða afl- raunir á kaðh, Hafa þeir í þvi skyni opinberlega skorað á alla þjóðflokka hér í bænum, að koma fram með kappalið hver um sig, og reyna sig á kaðlinum Verðlaunin sem þeir gefa eru þessi: 1. verðl. $120.00, 2. verðl. $80.00, 3. verðl. $50.00. Vér vitum að Svíar, Þjóðverjar, og Frakkar hafa hver um sig oiðið við þessari áskorun og ætla að reyna sig á kaðlinum, Oss þætti mjög tilhlýöilegt að Islendingar gæfu Sig einnig fram, Og þj'kir oss mjög líklegt, að þeir gætu hrept að minsta kosti 2. eða 3, verðlaun. íslendingadagsnefnin hefir þegar ákveð- ið að veita úr sjóði þeim sem hún hefir undir höndum, $10.00 til að undirbúa þetta, ef hægt er að fá menn til að gefa sig fram, og hafa verið fengnii menn til að standa fyrir því. Þeir sem vilja siuna þessu að eiuhverju leyti, eru beðnir að koma á fund sem haldinu verður í búð hra, Johns Hall, á Ross Ave.. í kvölcl (9. Ágúst). Verður þar rætt um undirbúning málsins og reynt að koma á æfingum. Vér skorum á sem flesta islenzka karlmenn að mæta á fundinum í kvöld, og vera koranir þaug- að ekki seinna en kl. 8, Á þriðjudagsmorguninn var komu 17 innflytjendur frá Islandi. Þeir lögðu á stað 12. Júlí. Þeir eru flestir úr Reykjavjk. 14 innflytjeudur urðu eftir á Englandi og á leiðinni. Hópur Jæssi var túlklaus til Quebec; þar mætti hra. Sig. Kristópherson honum. Þessir eru nafnkendir: Halldór Danielsson frá Langholti í Borgarfjai ðarsýslu, fyrrum aiþingismaður. Séra Jón Jónsson, síð- ast prestur að Hofi á Skagaströnd, og real stúd, BaldurGuðjóhnsen frá Húsa- vík. Innflytjendur þessir láta vel af meðferð á sér á leiðinni. Þeir segja góða tíð þá þeir íóru aí stað. Afla- brögð ágæt, svo garalir fiskimenn í Rvík og víðar, spá betr-i fiskiári nú, en komið hafi um langan tíma. Heilsufar segir þetta fólk yfirleitt gott, og gras spretta hafi litið út í góðu meðallagi. Amerríku hugir séu nú miklir áíslandi, og fjölda fólks iangi hingað vestur. Ekkert hafi frézt héðan um árferði né atvinnu, eu bólan kvað hafa átt að geysa hér, og vera mjög mannskæð. Fólk þetta lítur vel út. Er vel klætt og feitt. og frjálslegt, og virðist ekki hafa búið við nein eymdai kjör né La.ll- æri að síðustu á íslandi. Hkr. óskar því öllu saman til hamingju hér vestan hafs. Það var fyrir nokkrum dögum að C. P. R, félagið rak helming allra verkamanna í verkstæðuin sínum hér bænum, um 300 talsins, frá atvinnu, af þeirri ástæðu að uppskerubresturinn i Manitoba geri þeim ómögulegt að halda eins mörgum mönnum við vinnu, eins og verið hefir. En mennirnir sem unn- ið hafa hjá féiaginu um fleiri ára tíma- bil og vel eru kunnugir verkefni því, sem það hefir fjrrir hendi. þykjast vera þess fuilvissir að ástæða félagsins fyrir burtrekstri mannanna sé ekki sú sanna ástæða, og að félagið hafi í rauu róttri það augnamið að kúga verkamenn og félagsskap þeirra svo sem það mest geti. Því hefir svíðið leikslok þau, sem það varð fyrir í haust er leið, og hugsað sór að jafna um mennina meðan annir eru sem minstar. Þetta er skoðun mann- anna. Þeir halda því fram að það sé félagið sem hafi byrjað verkfallið með því að reka um 300 manna frá vinnu, eða helming allra þeirra manna sem hafa atvinnu i verkstæðura félagsins í Winniþeg. En svo halda mennirnir því fram að félagið hafi nægilegt verk fyrir hendi, sem endist roarga mánuði þó öllum félagsmönnum væri haldið við vinnu. Þess vegna kom þeim, sem haldið var við vinnu þegar hinir voru reknir, saman um að hætta einnig. og byrja ekki á verkinu aftur fyrr en fé- lagið sæi sórna sinn í því að brevta sannjarnlega við mennina. Það sem verkamenn félagsins kvarta um er, að kaupsamningar og samningar um flutn- ing starfsmanna verkamannafélagsins hingað til bæjarins, til þess að hjálpa til að útkljá þrætumál milli félagsins og manna þeirra, hafi ekki verið efndir af félaginu, og að þao hafi sérstaklega sigtað forkólfa verkamannafélagsins út til hess að reka þá fyrst úr vinnunni. Þetta vilja verkamenn ekki þola. Þeir búast við lön iu stríði og ströngu, en þeir hafa þrð traust á félagsskap sínum að hann sé nógu öflugur til þess að vinna bug á félaginu nú ekki síður en við síðasta verkfallið í hauft er leið. Þessir unnu verðlaun á fslendinga- deginum í Winuipeg 2. Ágúst 1900: KAPPHLAUP. 1. Stúlkur innan 6 ára. 1. Jónína Bjarnadóttir. 2. Maggie Johnson. 3. Bósa Stefánsdóttir, 2. Drengir innan 6 ára. 1. S, M. Tryggvason. 2. Hannes Hannesson. 3. Rudolf Champion. 3. Stúlkur 6—8 ára 1. Louisa Bjarnadóttir 2. Lína Hannesson 3. María Fríman # # 4. 5. Drengir (í -8 ára. 1. Guðm. Backraan 2. Carl VVilson 3. B J. Gíslason Stúlkur 8—12 ára. 1. Guðrún Jónasdóttir 2. AnuaJohnson 3. Ethel Middal 6. Drengir 8—12 ára. 1. Kr. Backinan 2. Valdimar Sigurðsson 3. Krístján Halldórsson 7. Stúlkur 12—16 ára. 1. Asta Freeman 2. Sigríður Þorsteinsdóttir 3. Rebekka Benson 8. Drengir 12—16 ára. 1. Ingimundur Jónasson 2. Sigfús Anderson 3. Tryggvi Olson 9. Ogiftar stúlkur, 16 ára og yfir 1. Jónina Vigfúsdóttir 2 Rebekka Benson 3. Helga Bergþórsdóttir Ógiftir karlmenn 16 ára og yfir 1. Th. Pálmason 2, Kristján Kristjánssnn 3 Stonie Benson. Giftar konur. 1. Mrs. C. Breckman 2. Mrs. J. Jónasson 3. Mrs. G, Breckman Kvæntir menn. 1. H. Davidson 2. J. Thorgeirsson 3. S. Herman 13. Konur 50 ára og yfir. 1. Agnes Steinsdóttir 2. Guðrún Thorberg 3. Ólöf Björnsdóttir 14. Karlmenn 50 ára og yfir. 1. S. Barðarson 2. H. Illugason 3. P. Sigurðsson 15. \ mílu kapphlaup. 1. K. Kristjánsson 2. Th. Pálmason 3. H. Davidson Barnasyningiii. 1. Beatrice Peterson 2. Filip Magnússon 3. E. M. Thorarinsson 4. Th. Hannesson HJÓLREIÐAR. “Novice Race” J. S Gillis 10. 11. 12. # # # # # # # DREWRY’S nafnfræga hreinsaða öl “í’reyðir eins og kampavín.” Þett er óáfengur og svalandi sælgætis- drykkur og eiunig hið velþekta Canadiska Pilsener Lager-öi. Ágætlega smekkgott og sáínandi f bikarnum iíáðir þ“«sir drykkir er seldir í pelaflöskum og sérstaklega ætl- adir til neyzlu í heimahúsum. — 3 dúsin flöskur fyrir $2.00. Fœst hjá öllum vín eða ölsölum eða með því að panta það beint frá # # # # # Z # # # # # REDWOOD BREWERY. EDWAED L DEEWRY; Mannlacturer &, Jmporter, WIRHIPÉG. •*******#*#»#**o##*#o#,**í Islenzkur málaflutningsmaðnr Thomas H. Johnson Bahrister, solicitor etc. Room 7 Nanton Block, 430Main Street, W'innipeg Manitoba. tei.ephone 1220 p. o. box 750. Það er engin góð mat- vara eins ódýr og eng- in ódýr vara eins góð sem sú, er vér bjóðum yður í búð vorri daglega og viku eftir viku, það eru kostaboð á öllum brauðtegundum í samanburði við það sem öunur bakarí bjóða, þvi varan er g ó ð . .W J. Boyd, 370 og 579 Main Str. Rafmagnsbeltin nafnfrægu eru til sölu á skrifstofu Hkr. Þau lækna liðagigt og alia aðra gigt, tannpinu, kirtlaveiki og allskonar verk og sárindi og kvalir ; svefnleysi, melt- ingarleysi, hægðaleysi, lifrarveiki.hjart- veiki, bakverk, nýrnaveiki, magaveik, höfuðverk, kvefveiki, andarteppu.tauga sjúkdóraa og allskonar kvennsjúkdóma. Beltin endast æfilangt og fara aldrei úr I.agi. Þau kosta i Canada $1.25, send til Islands $1.50. Tvær manneskjur ættu ekki að brúka sama beltið. Vér send- um þau kostnaðarlaust til kaupenda gegn fyrirframborgun. 2. Alic Haggart 3. Gunnar Jakobsson 1 míla 2 mílur 1 mile Vírlaus talskeyti. Lesendum hefir þegar verið skýrt frá uppfindingum Marcoifl og annar vísindamanna, að senda málskeyti yfir langar leiðir. án þess að nota víra til þess. Þessar tilraunir hafa hepnast svo vel að það er talið víst að ekki líði langt fram á næstu öld áður en hætt verði við vírlagningar í sambandi við hrað- skeyti eða málsendingar milli fjarlægra staða. Eins og vænta mátti, leið ekki á löngu óður en sú hugsun vaknaði, að úr því hægt væri ak senda málskeyti án víra, þá ætti að vera hægt að senda talskej’ti á saraa hátt, eða með öðrum orðum, að úr pví menn gætu sent rituð orð í lausu lofti og enda í gegnum jörð- ína á milli fjarlægra staða, þá ætti að vera mögulegt fyrir fólk að tala saman á sama hátt. Nú hefir prof. Frederick Collins í Philadelphia, fundið upp að- ferð til þess að senda virlaus talskeyti, og hefir myndað íélag til þess að standa fyrir útbreiðslu þessarar aðferðar. Prof. Coilins segist enn þa ekki vera búinn að fullgera uppgötvan síua þó hann hafi sýnt það að hægt sé að senda talskeyti langar leiðir án nokkurs sjáanlégs eða áþreifanlegs sarnbands milli þeirra, sem ræðast við. 2. Drengir undir 16 ára 1. M. Johnson 2. B. Brynjólfsson 3. S. A. Johuson 3. Hjólreið fyrir alla (ísl.) 1 míla 1. B. Brynjólfssn 2. F. Byron 3. H. Davidson 4. Hjólreið fyrir kvenfólk \ míla 1. Frida Freeman 2. Annie Olson 8. Gertie Byrou 5. “Handicap”-kappreið 1. H. Davidson 2. John J. Swanson 3 J. H. Gillis 6. Open for all comers 1. J. Wilson 2. John J . Swanson 3. K. Backman 7. Kappreið fyrir alla (Isl.) 5 mílr 1. John J. Swanson 2. M. Johnson 3. H. Thompson 8TÖKK. 1. Stökk ú stnf 1. S. Anderson 2. Th. Pálroasou 2. Hástökk (hlaupa til) 1. S. Johnson 2. Th. Pálmason 3. Langstökk (hlaupa til) 1. J. JÚlítlS 2. S. Christie 4. Hopp-stig-stökk. 1. S. Johnson 2. S. Christíe íslenzkar glímur. 1. Helgi Marteinsson 2. Johannes Pétursson 3. Sig. Stefánsson Verðlaun fyrir dans hlutu 1. Miss S. Bray ; 2, Miss S. Hördal. Kostar ekki cent. Davidson’s ágæta, steinda járnvara, hið allra farflegasta til heimilisbrúkun- ar, gefið, kostnaðarlaust, með $2 pönt- un uf tei, kafli, Biiking Powder, sinnep, engifer og öðru kryddi m. fl. Vana- söjuverð 25, 30, 35 og 40 cents pundið. Sendið okkursináar pantanir til reynslu og fáið ykkur góða prisa og lista yfir það sem við höfum til að gefa fólkinu. — Okkur vantar agenta alstaðar um landið. Vór borgtiin bæði kaup og sölulaun. Seudiö frímerki fyrir verð- og premíu-lista. GREAT PACIFIC TEA CO. 1464 Si. Catherine St. Moutreal, Que. w. W. COLEMAN, B. A. SOLICITOR ETC.. Wlnnipeg and Htonewall. 308 McIntyre Block. t Stærsta Billiard Hall í Norð vestrlandinu. Fjögur “Pool”-borð og työ “Billiard”- borð. Allskonar vín og vindlar. Lennon & Hebb, Eigendur. OLI SIMONSON MÆLIR MEÐ 8ÍN0 NÝJA Fæði $1.00 á dag. 718 Mafn 8tr Yarnar blindu A ctina Eklcert meðala- sull. Endurlífgar sjónina. Vér liöfum gert margar sterkar staðhæfingar um “Actina” og vér erum jafnan við því búnir að standa við þæir Um 18 ára tímabil hefir “Acti.ia” verið undur verald- arinnar, og læknað veik og veikluð augu, “Catar”, andar teppu, kvef, lungnaveiki o. fl. o. fl. Það gefur áreiðanlega og vissa hjálp. "Actina”, óviðjafnanlegt vasa-rafmagns "Battery” og er jafn þénanlegt fyrir unga sem gamla, og brúkuu þess er algerlega tempruð eftir þörfum þess sem brúkar. Það er engin þörf að brúka meðöl, “ Actina" er einhlýt. Ef þú líður, þá er það þess virði fyrir þig að rannsaka þessa makalausu lækninga-aðferð. “Actina” og Prof. Wilson’s rafmagns conservative- undirfatnaður verður sérstaklega til sýnis á iðnaðarsýning- unni frá 22. til 28. Júlí. Fríar ráðleggingar gefnar hvenær sem vera vill, Karl K. Albert, 268 McDermott Ave. WINNIPEQ, flAN. E, KNIQHT & Co, biðja yðor vinsamlega að líta inn í búðarglugga þeirra. Ef þér haflð of- miklar annir að deginum til, þá komið að kvöldiuu, þá er búðin vel upp- lýst og kjörkaupin á skófatnaði því öllum sjáanleg. Énginn annar staður í Winnipeg hentugri og vöruverðið sanngjarnt. Okkar ágætu verkamanna skór seljast fljótt á $1.15, sumir selja þá fytir $1.50. Konurnar ættu að koma við í búð vorri( ef þær eru ekki nú þegar búnar að því. K.IVIGMT O Gegnt Portage Ave. 351 inaim Street.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.