Heimskringla - 09.08.1900, Blaðsíða 2

Heimskringla - 09.08.1900, Blaðsíða 2
\ HEIMSKKINGLA 9 AGUST 1900. Deimskringla. PUBLISIIED BY The Heimskriagla News & Publishing Co. Verð blaðsins í Canada og Banda-r. $1.50 um 4rið (fyrirfram borp;að). Sent til íalands (fyrirfram borgað af kaupenle am blaðsins bér) $1.00. Peningar sendist i P. 0. Money Order ftegistered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum tt. L Bnldwinson, Kditor Office . 547 Main Street. P.O. BOX 305- ' Ósannindi. Það er sárleiðinlegt fyrir þjóð- flokk vorn í þessu landi, að sá orð- rómur hefir borizt út í suinum blöð- nm landsins, að þeir íslendingar, sem komu út hingað í síðustu viku, hafl gert upphlaup á skipinu Mont fort og ráðist á skipverja með morð- vopnum, út af óánægju með mat þann, sem þeim var borin á skipinu. Þeir sem þekkja lunderni íslendinga eins og vér þekkjum það, iáta sér auðvitað ekki detta í hug að leggja nokkurn trúnað á þessa sögusögn blaðinna. En þeir sem ekkert þekkja til þeirra, en vita að eins að þeir koma frá eyju í norðurhafinu, þar sem aðal, eða annar aðalatvinnu veger þjóðarinnar eru fiskveiðar, geta hæglega Iátið glepjast til að leggja trúnað á þá sögu blaðanna, að íslendingar hafi orðið óðir og ot- að hnífum að skipverjum á Morit- fort, af því þeir hafi ekki fengið næga fiskfæðu meðan þeir voru um borð á skipinu, og að skipstjóri hafi neyðzt til að hleypa inn á höfn í St. John, til þess að fá þar fiskbirgð- ir, til þess að friða íslendinga með. Þeir sem á hinn bóginn vita, að af öllum farþegjunum á.Montfort voru langfæstir íslendingar, en lang- flestir Rússar og Gyðingar frá Rú- meniu við Svartahafið, geta gert sér í hugarlund að eittlivað kunni að vera bogið við þessa frétt um upp- reist fslendinga, og að þeim sé hér kent um það, sem hinir aðrir þjóð- flokkar eru sekir um. Enda er þetta svo í þessu tilfelli. Vér höf. um haft tal af löndum vorum, sem komu með Montfort og láta þeir mjög illa yfir sambúðinni við Rússa og Gyðinga á skipinu, sem þeir sega að hafi verið í daglegum illdeilum og slagsmálum. En ekki hafði það verið nema einn Rússi, sem brúkaði hníf í rimmum þessum. Hann hafði í bræði sinni stungið annan mann, sem, þó hann væri með lífsmarki þegar landar vorir skildu við skipið, vur talinn hættulega skaðaður og er nú ef til vill látinn. í sambandi við glæp þennan höfðu 14 menn ver ið teknir fastir. Sumir þeirra voru í bardaganum, en öðrum va>- haldið sem vitnum í rannsókninni, er hefja átti í málinu. r Islendingadagurinn. Það var aldrei fegurra veður í Winnipeg, en á fímtudaginn var, 2. Ágúst. Forstöðunefnd hátíðarhalds- ins hafði haft talsverðan undirbún- ing og lagt í mikinn kostnað til þess að gera hátíðahaldið sem bezt úr garði. Erægir ræðumenn höfðu ver ið fengnir sunnan úr Bandarikjum, til þess að mæla fyrir Minni Vestur- heims og Vestur-fslendinga. ís- lenzki hornleikaraflokkurinn var ráðin til að spila íslenzk þjóðlög og undirbúningurinn var á annan hátt eins fullkominn og efni nefndarinn- ar leyfðu. Programið var langt og verðlaun sæmileg, eins og sjá má á auglýsta programminu í blöðunum, Hátíðin var sett kl. 9 að morgninum af forseta dagsins, herra Einari ÓI- afssyni, með lipurri ræðu, og var þá strax byrjað á kapphlaupum fyrir börn. Um hádegi mun 1000 manns hafa verið í garðinum. En úr því fór fólkið að streyma inn í stórhóp- um til að vera viðstatt ræðurnar, sem allir væntu að mundu verða góðar, eins og líka varð: Ræðurn- ar byrjuðu kl. 2 og vðruðu til kl. 4. Voru þá nm 1500 manns í garðin- um. Eftir ræðurnar byrjuðú hjól- reiðar og voru þær fjörugar- Það mæltu Dakotamenn, að.Winnipeg- drengir væru riddarar góðir—á hjól um. Á eftir hjólreiðunum fóru fram íslenzkar glímur og þótti góð skemt- un. Kl. 8 að kvöldinu byrjaði dans inn og var honum haldið fram til miðnættis, Það má fullyrða að fs- lendingar skemtu sór vel á íslend- ingadaginn og aldrei fyr hafa þær skemtanir, sem þar voru um hönd hafðar, farið betur fram en nú. Þegar það fréttist upp í garð- inn um daginn, að stór hópur ís- lenzkra vesturfara væri væntanleg- ur til borgarinnar kl. 1,30 e. h., þá sendi forstöðunefndin þau orð á inn- flytjendahúsið, að allir vesturfarar væru velkomnir að sækja hátíðina ókeypis, og nokkrir þeirra þáðu strax boðið og fundu þar vini sína og vandamenn. Létu þeir í Ijósi á- nægju sína yfir samkomunni og fram komu landa sinna hér vestra. Hrað- skeyti kom til nefndarinnar frá Is lendingum í Norður-Dakota með lukkuóskum til íslendinga í Canada á Þjóðhátíðardegi þeirra. gerðu vel í því að láta kné fylgja kviði í því að ýta núverandi liberal- flokki í Ottawa úr völdum við fyrsta gefið tækifæri- Þingræða. Útdráttur úr iæðu eftir Mv. Rogers (fJá Manitou), flutt í Manitoba fylk- isþinginu 15. Maí 1900. Enginn Islendingur var að nokkru leyti rioin við þessar illdeil ur Rússs eða Gyðinga, og allir komu þeir óhindraðir hingað til bæjarins, svo að blaðafregnin um hluttöku þeirra í deilunum, er, eins og landar vorir sem fregnina lásu, líka töldu víst, algerlaga ósönn. Það væri vel gert af einhverjum framtakssömum landa, aðrita einhverju blaðinu sem bar þessa lygafrétt um fslendinga út til Iesenda sinna, og bera hana til baka og benda um leið á það, að ís lendingar hafi að þessum tíma feng ið það Jorð á sig í þessu landi, að vera með þeim allra ákjósanlegustu innflytjeiidum sem koma til þessa lands, lausir við alla þá lesti, sem svo átakanlega hafa einkent Rússa og sunia aðra þjóðflokka, sem leggja leið sína til Vesturheims. Það er satt, sem oft hefir verið tekið fram af hérlendum mönnum, að Islend- ingar eru fátækir af peningum þeg ar þeir eru hingað komnir, en það er líka eins satt, að þeir eru yfirleitt auðugir af þeim kostaeinkennum, er hefir komið því orði á þá, að þeir séu með þeim allra-beztu borgurum þessa lands og þau einkenni eiga ekki síður heima hjá þeim sem koma að heiman f sumar, en hinum sem hér voru fyrir. Kosningar í nánd. Ríkiskosningar eru á næstu grösum. Blöðin segja nú afdráttar- laust að þær eigi að fara fram á þriðjuduginn 16. Október næstkom- andi. Þessi ákvörðun á að hafa verið gerð á fundi Liberalfélagsins fyrir Ontario lylki, sem haldinn var Bréf þetta- er skrifað af þáver andi dómsmálaráðgjafa, Joseph Mar- tin, og lýsir hann því yfir, að hann vilji, að þeir Haney & Ryan geri ekki fleiri kröfur á fylkið, en þeir séu búnir. Vér skulum nú gæta að hvað hinn núverandi stjórnmaður Liberalflokksins segir einmitt urn þetta sama mál, á opinberum fundi, eftir því sem Tribune skýrir frá: “Fals og öfgar mótstöðuflokks- ins sýndar. Kröfum þeirra Rvan og Haney neitað.—Manitou, 5. Júlí —í gærkveldi var hér fjölmennur fundur haldinn af Liberölum. Iiæð- ur héldu þeir Hon. T. Greenway og Hon. McMilIan- Hon. Greenway gaf ágæta skýringu viðvíkjandi Ryan og Haney málinu. Norquay- stjórnin hafði samið við þessa menn með að byggja Rauðárdals- járnbrautina. Úrskurður okkar varð sá, að borga þeim full $14000 af $56,000. Okkur kom saman um að þeir hefðu enga lagalega Kröfu fyrir meiru af þessari upphæð, ög létum viðþað, er eftir stóð, óborgað. Þetta er eitt af fjárglæfrum stjórnar- innar gömlu.Við höfum ei mútusjóði, sagði þáverandi forsætisráðherra, við þessi mál né önnur. Fleiri lygar og mishermi, sem þeir Roblin Rogers og Husting báru þar fram fyrir fáum dögum, voru nákvæm lega rakin og rekin niður, svo sér hver sá sem vill komast að sannleik anum í þeim málum, er það innan handar, og hann hlýtur að verða hrifinn af þeim grandvarlegu stað- hæfingum, sem ræðumaður bygði mál sitt á, og því óyggjandi sannana gildi, sem tilvitnanir hans hafa fólgnar í sér, og hinu hagfræðislega fyrirkomulagi, sem nú er haft fjiírvörzlum fylkisins”. Fyr st þeir Ryan & Haney höfðu enga lagalega kröfu fyrir meiru en fullum 14,000 dala af þeirri upp- hæð, hvað á jarðríki kom þessum herrum til að demba fjörutíu og fimm þús. dölum í þessa menn? Því létu þeir ekki Iagalega og opinber lega rannsaka þetta mál? Vér höf- um fylstu ástæðu til að halda, að það hafl verið mútubrask sem haml- aði þeim frá því, já ekkert nema mútubrask (Lófaklapp). Vér vissum og vitum að þeir höfðu ógn mikið af mútufé 1892, og á í Toronto í síðustu viku, að Sir I Jusu Því á biðar hendur um þvert Richard Cartwright viðstöddum. Að vísu er nú ekki óyggjandi að þessi fregn sé sdnn, en líkindi eru mikil til að svo sé. Það er vitan- legt að Sir Charles Tupper, sem nú er í Englandi, hefir ákveðið að halda þaðan vestur yfir hafið þann 9 þ. m.—í dag—þott hann hefði áður ætlað sér að dvelja þar fram yfir mánaðamótin. Þess er getið til að hann hafi fengið frétt af þessari á- kvörðun stjórnarinnar og hafi það komið honum til að breyta fyrir- ætlan sinni með veruna á Englandi. Það er hvortveggja að ríkisstjórnin er farin að finna til þess að ekkert vérði unnið við biðina með kosn- ingarnar. Enda er nú kjósendum orðið mál á stjórnyrskiftum þar eystra, og aldrei voru nokkrir menn sannfærðari í sinni sök um nokkurt efni, heldur en conservativar í Ont- ario eru um það að Laurierstjórnin verði nú feld við næstu kosningar. 0g aldrei hefir nokkur stjórn verið í Canada, sem verðskuldaði van- traust og fyrirlítning kjósendanna meir en Laurierstjórnin gerir, fyrir sviksemi á öilum kosningaloforðum og fyrir fjárbragðastarf sitt í sam- bandi við járnbrauta- og önnur auð- féfög, og fyrir óstjórnsemi sína í Yukonlandinu, og margt og margt fleira. Liberalflokkurinn heíir aldrei átt því láni að fagna að alþýðan í landinu hafi borið neitt traust til hans eða virðingu fyrir honam, enda hefir hann aldrei haldið völdum hér ríkinu nema eitt einasta kjörtfma bil, írá 1874 til 1878, og svo altur frá 1996 til þessa tíme. En nú eru dagar hans taldir, og kjósendur og endilangt fylkið. Þeir munu tæplega hafa tínt alla þá penínga saman á götum og gatnamótum. Þeir hafa hlotir að fá þá annarstaðar að, og vér höfum fulla ástæðu til að ímynda oss, að þessir mútufjársjóðir hafi verið komnir úr vösum fylkis- búa, sem stjórnin mútaði kjósendum á báða bóga. (lófaklapp). Árið 1894 var sjóðþurð fylkisins $44,790, árið 1895 nam hún $31,770, 1896 nam hún $104,504, 1897 nam hun $123,902, 1898 nam hún $139,252 og 1899 fór hún yfir $200,000. Með þessu geðslega háttalagi hefir pen- ingum fylkisbúa verið sóað og svallað af andstæðíngstjórn vorri. Og að öllu þessu búnu svífist Hon. McMilIan ei að kalla sér vitnaleiðsln, að því að hann segði þinginu alt satt og rétt í ræðu sinni. En hvaða vitnaleiðslu kallaði hann sér til hjálpar? Hann kallaði á gamla stjórnarmálgagnið, ‘Tribune”, og las staðhæfingu upp úr því, að eftir því, sem blaðinu virtist, þá væru fjár- málaræðnr hans góðar og gildar. En honum láðist að fiæða almenning um. hvað mikla peninga að fylkið hafði orðið að gi'eið gömlu stjórn- inni handa blaðinu til að fá jafn til- kotnumikla vitnaleiðslu og hann las upp. (Hlátur). Hvað mikið haldið þér að Tri- bune hafi kostað fylkisbúa um árið 1897? Hann las einmitt eina lof- dýrðina um ræður sínar upp úr þeim árgangi blaðsins. Það var dálagleg fúlga, segjum og skrifum átján- hundruð og fimm dalir, sjötlu og fimm cents. Um þessar mundir var ástúðlegt dálæti á milli stjórnarinnar og blaðsins. Hinn frávikni fjár- málaráðgjafi lofaði að heyra aðra skjalldellu, sem stóð í blaðinu í Ág. 1898, sem hljóðaði um ráðvendni hans og staka sparsemdar meðferð fylkisfé. Hvað haldið þör. að það hafi kostað fylkisbúa, að fá blaðið til að fiytja fáeinna þumlunga grein af hóli og skjalli um fyrrverandi fjármálaráðgjafa þá ? Það kostaði bara $2,567,36. Það er alls ,ekki undravert, þótt fyrrv. fjármálaráð gjafi væri ekki alskosta ánægður með það sem Tribune sagði um hann og stjórn hans síðasta ár, enda greiddi hann blaðinu ekki nema $800 af almenningsfé, eftir því sem vér höfum komist næst í fylkisreikn ingunum (Hlátur). Þá hér var komið var kl. 6 um kvöldíð; þingfundi var frestað til ki B um kvöldið. Hélt þá ræðumaður aftur áfram ræðunni: Áðan þegar óg hætti, var ég að skýra frá árlegri fjárþurð og kaup í blaðaskjalli fyrir fjármálaráðgjaf ann. Hin árlega sjóðþurð nemur um eina milíón dala. Og þá þar er bætt við þeim fjárupphæðum, sem mótstöðumenn vorir eyddu með ýmsu móti i járnbrautafyrirtæki, þá fer það all-nærri að mæta þeim lán upphæðum, sem þeir hafa tekið til láns upp á fylkið. Sannleikurinn er sá, að meðan fylkið hafði ágætasta lánstraust, þá notaði hin frávikna stjórn sér það á skammarlegan hátt, til þess að taka til láns stór peninga upphæðirr. Og þeim var fjarska ant um, að geta haldið á- fram að ráða lögum og lofum hér í þingsalnum, og auðvitað hefði það orðið æðsta ætlunarverk þeirra og starf, að halda áfram að lána hverja stórjfjárupphæðina á fætur annari upp á fylkið. Þeir eru auðsæilega mjög sólgnir í að handfjalla mjög stórar peningalánsupphæðir. Og þeir höfðu af forsjálni sinni búið í pottinn fyrir sig í þessu tilliti. Þeir bjuggu til lög hér í þinginu 1895, og gátu I nafni þeirra og krafti, veitt sécþessa margþreyðu ánægju. Á þinginu 1895 komu þeir fram með lagafrumvarp, sem heitir Framræslu- lög. Þau öðluðust gildi, cg frá þeim tíma þar til mótstöðumenn vorir ultu úr stjórnarsætinu svölluðu þeir og bruðluðu fe almennings með dæmalausustu skeitingarleysi' Það finst hvergi í sögu þessa fylkis né annara fylkja jafn stjórnlaus fjár- bruðlan, eins og framið hefir verið undir verndarvæng þessara Fram ræslulaga er ég nefndi rétt núna Þegar lög þessi voru búin til átti að skifta öllu fylkinu niður íframræslu héruð. Og rétt á eftir að-lögin komu í gildi byrjuðu þeir á að skifta fylk inu f framræsludeildir, og þeir bjuggu fyrst til No. 1. Nú er búið að bæta við No. 1, Nb. 2, þar við sit ur, nema ég get bætt því við að næsta númerið er, eða öllu heldur aðal númerið er að hafa hendur að vild í fjárhirzlu fylkisins, jafnóðum og iánsfé er I hana látið. (Hlátur og lófaklapp). Það birtist tilkynning í Manitoba Gazette 14. Seft 1895, að mynda ætti framræsluhérað, er heita skyldi: St. Andrews Marsh, og þar skyldi verja um 80,000 dölum til landþurkunar. Þetta framræsluhér- að átti að vera 100,000 ekrur af landi að ummáli. Síðan gengu þeir fram fyrir fólkið, sem býr I þessu héraði, og sýndu því fram á þann dæmalausa hagnað sem framræslan þar hefði í för með sér, og fram- ræslan kostaði að eins 89 cent fyrir hverja ekru af landi sem það ætti, og það væri nú ekki mikið. Fólkið hafði iítið á mótiþessu, því það skildi ekki þetta mál til hlýtar- Og þótt því hefði verið andmælt, þá hefði mótmæli • fólksins enga þýðingu. Lögin eru svo úr garði gerð, að ekki er unt að hindra stjórnina frá að ræsa fram og þurka upp forir og keldur. Það var tekið fram í til- kynningunni, að þetta fyrirtæki yrði unnið fyrir 80,000 dali. Og þó engin önnur opinber tilkynning en þessi kæini fra/o í dagsbirtuna, þá vitum vér þó að fráfaina stjórnin bjó til skuldabréí og seldi Þau fyrir $100,000. Stjóinin ej>ddi ekki cinasta þessum 100,000 dölum í staðinn fyrir 80,000, heldur er nú mikíð eftir at verkinu ólokið. enn þá. Þeir gáfu “contractor” verkið og hann varð fljóíari að eyða þessum hundrað þús., en Ijúka verkinu. Svo er önnur hlið á þessu máli, og þess vegna ætla ég að lesa 23. gi^ í framræslulögunum, svo þingheimur geti skilið hvernig stjórnin fór með almenning. Grein- in hljóðar þannig; “Alt land innan framræsluhéraðsins, sem mælt er út samkvæmt lögum þessum skal lög- gjafarvaldið hafa rétt til að leggja skatt á samkvæmt iandslögum, og er landið and3varlegt f.vrir öllum scr- stökum álögum, er á það eru lagðar. Sé einhvert býli eða land, samt sem áður, sem eigi er skattbært, þá skal jafna þann sérssaka skatt á hin skattskyldu lönd, og vera innheimt- aður áriega sem hinir sérstöku skatt- ar, eins og ákveðið er í þessum lög- um”. Þeir bjuggu þetta framræslu- hérað til og sögðu, að það væri 100, þúsund ekrur af landi. Þeir héldu áfram og eyddu í fram- ræslu eitthundrað þúsundum dala. Þar er fylkið skuldbundið til að bera ábyrgð fyrir $100,000 og rent- um þar af. Og hvernig stendur þetta fyrirtaks ráðlag sig nú? ,'Þing mennirnir munu verða forviða þegar þeim er skýrt frá, að fram ræsluhérað þetta er 104;000 ekrur lands að flatarmáli, eftir því sem skýrslurnar sýna, en að eins 27,000 ekrur eru skattskyldar þar af. Imyndið ykkur hvernig þessu vesa- lingsfólki líður, sem býr þar og ber alla þessa skattbyrði, Sé nú alt svona eins og ég hefi gögn fyrir að sé, þá verður fólkið sem á þessar 27 þús. ekrur að borga þessa $100 þúsund og allar aukaborganir, sem þar af kunna að leiða. En í þessu sem öðrum atriðum var fráhorfna stjórnin að leika sömu vélræðin og hennar var venja til. Fyrst búa þeir til þessi lög í þiqginu, eins og öllum er kunnugt, og svo beita þeir þeim í hér um ræddu framræsluhér- aði, eins og þeir frekast geta, til að vinna sig upp við sem mestan hluta af búendum í þessu kjördæmi. Og fyrv. fjármálaráðgjafi tók sig snemma I vakt í þessu tilliti, því hann vildi tryggja sér og ná stuðn- ingi og atkvæðum kjósenda þar í kosningum, sem þá fóru í hönd. Enda þð lögin ákveði að öll fram- ræslu héruð skulu bera framræslu- kostnaðinn sjálf, þá lét þó ráðgjafi opinberra verka sig hafa það athæfi að skrifa Mr. J. McDougall sveitar ritara í St. Andrews sveitarhá svo hljóðandi bréf 16. Nóv. 1899, en )að var réttum mánuði fyrir al- mennar kosningar: Framh. 565 o% 567 Main Str. Næstu dyr fyrir sunnan Brunswick. Fremstir allra 1,000 pör af karlmanna skóm verða gefin hverjum sem viil. Til þess að verða sem íyrst af með allar vörur í búðinni, höfum vór ákveðið að gefa algerlega án endargjalds eitt par af karlmannaskóm, með hverjum alfatnaði, sem keyptur er fyrir $6.00 eða þar yflr. Vér höfum selt meira af fötum á þessu sumri en nokkur önnur búð í bænum, og við- skiftamenn vorir eru vel ánægðir með kaup sín. Verðið á vörunum meðan á þessari gjafasölu stendur, verður það sama eins og verið hefir í sumar. Vér höfum ágæta alfatnaði inn- flutta fyrir $6.00, og enn þá betri fyrir $7.50, $8.50 og $9.75. Gott par af skóm með hverjum altatnaði. frítt Vér höfum góð ensk vaðmálsföt fyrir $6.50, $8.50 og $9.75 hvern al- fatnað, og góðum skóm fleygt með í kaupbætir, Æöminning. 17. JúnímÉn. 1900 vildi það hryggi- lega slys til, að unglingspiltur Þórður Þorsteinn Þórðarson varð fyrir vagni. þar sem hanfi var á erð í vlnnu sína hér í bænum á Aðalstræti, og meiddist svo að hann beið bana af nokkrum dögum siðar. Þórður sál. var fæddur í Hrúts- holti í Eyjahreppi í Suæfellsnessýslu 23. Maí 1876, Hann var sonarsonur séra Sveinbjarnar, prests að Staðar- hrauni og dóttursonarsonur Bjarna rektors- Móðir hans var Guðrún Gísla dóttir, systir fyrri konu merkisbónd- ans Þórðar Jónssonar á Rauðkoils- stöðum. Þórður sáJ. flutti vestur um haf fyrir3árum, og er það einmæli allra þeirra, sem hannþektu, að hanu hafi tekið fram flestum jafnöldrum sínum að stilling, háttprýði og góðum siðum, og gaf sig að engum félagsskap öðrum en þeim, er í þáátt vissi. Þannighafði hann verið félagi Cood Templar regl- unnar til dauðadags. og er þar sárt saknað fyrir einlægni og staðfestu. Munu reglu-systkini ,hans öll geta tek ið undir og sagt: 1 Þakklæti fyrir falslausar trygðir fylgi þór út yfir gröf og dauða”. Þórður sál. hafði einungis uanið daglaunavinnu þann tíma, er hann dvaldi hér, en með sparsemi og reglu hafði hánn dregið saman fé til þess að secda heim fátækum ættmönnum. og þegar þetta sorglega slys vildi til, var systir hausásamt manni hennár kom- in hór til lands fyrir 2 dögum og hafði hann styrkt þau til þeirrar farar. Má nærri geta hve mjög hans er saknað af þeim oí hve blessuð er minning hans í hjörtum þeirra. V ið uiidirrituð, er hinn framliðni hafðj dvalið hjá frá því hann steig hér á iand og þangað til drottui þóknaðist að kaila hanu burt, söknurú hans sárt og jmiilegn. Blessuð sé minuing hans. Hjartans kveðju í hans nafni flytjum við aldurhnignum syrgjandi föður og 6 8y8tkyuum hans; hjartatis kveðju í hans nafni flytjum við ættlandinu hans gamla, sem hann unni og var sannur sonur, hjai tans kveðju, í hai.s nafni flytjum við öllum vinum haus o„- vanda mönnum, fjær og nær, hjartans kveðju í hans nafni flytjum við þeirri systur Skórnir sem vér gefum, eru all- ir vel gerðir og úr kálfskinni, reim- aðir skór úr “Dongola” algerlega eins og þeir, sem vér höfum áður selt fyrir $1.85. Ef þér viljið fá betri skó, þá getið hór fengið þá með því að borga oss verðmuninn. Vér gefum yður áreiðanlega $1.85. Að eins 14 daga. Meðan stendur á þessari gjafasölu, ætlum vér að selja allan vorn karl - manna nærfatnað fyrir 25c hvert stykki, vanaverð 35c og $1.00 og .50 hver fatnaður. 20 tylftir af kvenna röndóttum nærpilsum 95c, vanaverð $1.50. 10 þúsund karlmanna skyrtur, vanaverð 75c, $1.00 og $1.25, vér seljum þær fyrir 55c hverja. Fimmhundruð pörum afulJarvoð- um verður kastað í burtu fyrir $1.85 .25 og $2.75, vanaverð helmingi hærra. Allir 50c, 75c og $1.00 kvennbol- ir verða látnir fjúka fyrir 25 c, hver bolur, Einnig seljum vér ágætar 40 centa kvennbuxur fyrir lOc hverjar. Munið eftir því að þessi sala varir að eins 14 dag, og að þér fáið pen- inga yðar til baka ef þór eruð ekki ánægðir með kaupin. Red Trading Stamps. Gefnir fyrir allar borganir. Takið vel eftir staðnum, næstu dyr fyrir sunnan Brunswick Hotel. 1! -Cor. Rupert St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.