Heimskringla - 20.09.1900, Blaðsíða 2
HEIMSRRINGLA 20. SEFTRMBER 1900.
Heimskniigla.
PUBL.ISHBD BY
The Heimskringla News & Pablishing Co.
Verð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50
nm árið (fyrirfram borgað). Sent til
í-sdands (fyrirfram borgað af kaupenle
«m blaðsins hér) $1.00.
Peningar sendist í P. O. Money Order
ftegistered Letter eða Express Money
Order. Bankaávisanir á aðra banka en í
Winnipeg að eins tekDar með afföllum
K. JL. Baldwinaon,
Kditor & Manager.
Office ; 547 Main Street.
P.O. BOX 305.
Olíu einokun.
Það fer að líða að veturnóttum
og sarnmdeginu. Þetta minnir ó-
sjálfrátt á það hvernig Laurierstjórn-
in fer að hjálp^ Standard Oil fél.
til að rýja Canadamenn um tvær
miliónir dollara á hverju ári, á stein-
olíuverzlan sinni hér í iandinu. Það
er ví8t óhætt að fullyrða að enginn
tollur á innfluttum vörum til Canada
var líberölum ógeðfeldari en olíu-
tollurinn, bæði af því að þeim þótti
hann alt of hár og ennfremur að
‘'bann kæmí tiltölulega þyngst á þá
sem fátækastir voru. Þeir lofuðu
meðai annars að lækka þenna toll að
miklum mun, þegar þeir kæmust til
valda, og sjá svo um að hérlendu
oliufélögin gætu selt sína olíu hér í
samkepni við Bandaríkjafélagið.
Þetta félag, Standard Oil fél., hefir
grætt hundruð miliónir dollara á
olfu sölu sinni í Bandaríkjunum,
hreinn gróði þeirra á síðasta ári
var langt yflr 20 miliónir dollara.
En félagið lét sér það ekki nægja,
það vildi koma olíu sinni inn á Can-
aða markaðinn með sem allra minst-
um kostnaði. Félagið gerði tilraun
til þess að fá konservativastjórnina
til þess að veita sér ýms innflutnings
hlunnindi, en því var neitað, af því
að það væri skaðsamlegt fyrir olíu-
hreinsunarverkstæðin í Canada. En
Lauriers^jórnin var ekki fyr komin
að völdum, en hýn leyfði þessu fé‘
lagi þannig löguð innflutninghlunn-
indi, að það minkaði að stórum mun
innflutninskostnaðolíunnar. Aukþess
minkaði stjórnin innflutningstollinn
um 1 cent á hverri gallónu. Þetta
▼ar góður styrkor fyrir fél. en tap
fyrir ríkisfjárhizluna, og það hefir
ekki lækkað verð á olíu í Canada
allra minstu vitund. Vér hér í norð-
vesturlandinu, borgum jafnmikið nú,
eða meira, fyrir steinolíu, en vér
gerðum fyrir 4 árum síðan. En
beina og tilflnnaulega afleiðingin af
þessari ráðsmensku liberala var sú,
að canadisku félögin urðu að hætta
starfi sem sérslök félög, og selja
eignir sínar í Canada í hendur
Standard OH fél., sem svo fékk ein-
veldi í öllu landinu, og setur það
verð á vöru sína sem því sýnist.
Áður, meðan canadisku íélögin
höfðu sjálf sín hreinsunarverkstæði
við olíubrunnana, þá kostaði stein-
olía í Ontario og öðrum eystri fylkj-
unum I5c hver gallóna, það var árið
1894, en nú er verðið stigið upp í
25c gallónan. Verðið hefir aukist
um lOc á hverri gallónu síðan Laur-
ierstjómin seldi hagsmuni ríkisins í
hendur Standai d Oil fél. Cadada-
menn eyða um 20,000,000 gallóna á
hverju ári, svo að beint peningatap
er um 2 miliónir dollara á hverju
árij Þetta með mörgu öðru heflr
gert Laurier8tjórnina ákaflega illa
þokkaða hjá alþýðu eystra, með því
að aðferð þeirra er þveröfug við
stefnuskrá flokksins frá 1893. Ef
að liberölum hefði verið annt um
hag almennings, og haft hug á því
að gera olíuna sem ódýrasta, þá hefðu
þeir víst getað komið því til leiðar
að vér hér í Manitoba þyrftum ekki
að borga frc 30—35 cent fyrir gall.
af olíu, sem í hreinsunarverkstæðun
um i Bandaríkjum, ekki kostar
nema 2h cent. Ýmsir menn í Banda-
ríkjunum, sem framleiða olíu, svo
sem þeir Rice, Lee, Clark, Monnett
o. fl., skýrðu frá því á fundí I Wash-
ington í síðftstl. Nóvemlær, að í síð-
astl. 4 ár hefði olía kostað hjá sér 2\
■cent gallónan, en 3|c á brautar-
stöðvunura, en tollurinn var 5c eða
200% á gall. Þetta er eitt 6ýnis-
horn af frjálsverzlunarstefnu liberala.
Það er illa farið að launa liberal-
ráðgjöf'um|87,000 á ári hverjum til
þess f einumjjlióp að gera samsæri
við útlent einokunarfélag svo það
geti rúð ríkisbúa um 2 miliónir doll.
á ári. En þessu hafa Laurier-ráð-
gjafarnir áorkað með þvi að svíkja
loforð sín við kjósendurna.
Til athugunar þeim, sem ekki
eru máli þessu kunnugir, skal þess
hér getið að á síðastl. ári voru
10,896,847 gallónur of olíu fram-
leidd í Canada og 9,363,439 gall
ónur innflutt frá Bandaríkjum.
Als. var 20,270,286 gall. brent í
Canada á þessu eina ári. Meðal
verð á olíunni í Bandrríkjum á þessu
ári, í stórkaupum, var 2Jc. Inn-
flutningstollur var 5c, flutnings-
kostnaður lc á gall., tunnur undir
olíuna og verk við að fylla þær 2|c.
Svo að olían kostaði als hingað kom-
in, að tollinum meðtöldum, llc gall.
En Standare Oil félagið heimtar hér
minst 22 cent, ágóði á hverri gallónu
er því llc, eða als 81,029,978 á þeim
9,364,439 gall. sem inúflutt voru á
árinu. Canadisk “Crown Acme”
olía kostaði 8c gall., en var seld í
Montreal í tunnumfyrir 18cgall., er
gerir lOc ágóða á hverri gall., eða
als $1,089,684 á þeim 10,896,849
gall. sem hér voru framleidd. Allur
ágóðihn af olíu sem eytt var í Can-
ada nam 82.119,662. í Bandaríkj
um kostaði olía lOc, en í Canada 25c
gallónan í smákaupum. Canadam.
hafa því borgað 83,040542 meira en
Bandrríkjamenn fyrir söma gall.
tölu. 1894 var verðið áolíunni, und-
ir konservativestjórninni, 15c gall.
en nú er hún að jafnaði 25c, undir
liberastjórn. Canadamenn tapa því
um 2 mil. doll. á ári fram yfir það
sem þurft hefði að vera, ef stjórnin
hefði gætt hagsmuna þeirra eins og
hún lofaði að gera. Auk þessa má
telja nær $100,000 tap sem fjárhyrzl-
an heflr beðið við lækkun tollsins um
lc á gall., án þess að nokkur nema
Standard Ooil fél. og stjórnin hafi
gott af því.
Þetta er saga olíumálsins og
ráðsmensku Laurierstjórnarinnar í
sambandi vil það.
Þjóðólfur, 4 blöð. frá 3. til 25.
Agúst er nýkominn vestur um haf.
Hann flytur mest pólitiskar ritgerðir
mót Valtýskunni og fylgjendum henn-
ar, andmæli gegn ísafold og stefnu
þeirri er hún heflr, greinarkorn mót
vestan prestunum, séra J. Bjarna-
syni og séra Fr. J. Bergman og tvö
bréf frá Vestur-fsl., sem vér setjum
hér á eftir. Ar.nað bréfið, sem sagt
er að sé frá merkum manni í Amer-
íku er svona:
“Ráð þú öllum frá að flytja
sig til Ameríku, ef þeir hafa
-eigi eitthvað fastákveðið að halda sér
til. Nú er þar eigi lengur stjórnar-
land að fá nema það sem enginn
vill nýta. Tímarnir hafa breyst
mjög hér á sfðari árum. Þeir sem
komu hingað á hinum góðu árunum,
gátu valið um góð bændabýli, en
hver sá, sem nú kemur með tómar
hendur, verður að þræla til að kom-
ast áfram, og það er miklu hægra að
komast áfram heima á íslandi með
vinnu. Alt það sem stendur í Lög-
bergi er því ósannindi, að því er
nær til atvinnu”.
“Annar maður bftsettur í Moun-
tain Norðr Dakota skrifar á þessa
leið, 2. Júlí síðastl.:,
“florfurnar hér núna eru hinar
Iskyggilegustu, mér liggur við að
segja að þær séu voðalegar, vegna
hinna miklu þurka og oftast brenn-
andi hita, sein verið hafa í alt vor, og
þó einstaka sinnum hafl komið skúrir,
þó hafa þær verið svo kraptlitlar og
því lítið bætt. Það lítur því út fyrir,
að uppskenn verði með minsta
móti, og grsspretta ætlar líka að
verða mjög litil. Þar sem áður hafa
verið allgóðar slægjur sézt nú varla
strá því að g'-asið er brunnið burtu
svo menn þykjast sjá fram á fóður-
skort handa skepnum í vetur. Menn
sem búnir eru að vera hér i 20 ár
segja að útlitið hafi aldrei verið eins
og nú. Ilið sama er einnig að frétta
að norðan, úr Manitoba og víðar að”-
[Ath. Vér höfum tekið fram áður
í sambandi við slík bréfsemað fram-
an eru prentuð, að þau eru ætíð
Nafnlaus. Það út af fyrir sig gefur
illan grun. Það sýnir að þeir sem
þannig rita vilja ógjarnan láta það
komast f Ijós hver ritað hafi; um það
mætti þeim þó Jvera sama, ef rétt
væri skýrt frá| óstandinu. En sem
betur fer er lýsingdn ekki rétt, að
því er snertir Manitoba, í fyrra bréf-
inu. Að hér fáist nú ekki stjórnar
land, nema það sem enginn vill nýta,
er eins fjarri sanni og mest má verða.
Því til sönnunar skulum vér beada á
að á síðasl. fjárhagsári sem endaði
30. Júní síðastl voru 5,154 heimilis-
réttarlönd tekin hér í fylkinu Mani-
toba, og nálega annað eins í Norð-
vesturhéruðunum, eða í alt nokkuð á
aðra milión ekra af landi: En frá
Jan. síðastl, til 1. þ. m. heflr fylk.
isstjórnin selt 38,956 ekrur aflandi
hér í fylkinu fyrir $113,447. Þess
ntan hefir C. P. R. fél selt lönd á
hverjum mánuði fyrir að jafnaði nær
400 þúsund dollara.
Þetta bendir sannarlega á að eitt-
hvað sé eftir af eigulegum löndum
hér í fylkinu, og að menn séu íúsir
að borga gott verð fyrir þau. Vér
höfum áður getið þess að skólalönd-
in, sem seld voru í haust, seldust
eins hátt og $42.50 hver ekra, án
bygginga eða umbóta. Það eru því
bein ósannindi að segja að hér séu
engin lönd fáanleg, önnur en þau
sem enginn vilji nýta. Vér getum
og bent á það, að enn þá er mjög
mikið af ómældu landi hér í fylkinu,
sem er fyllilega eins gott land og
nokkuð það, sem enn þá heflr verið
tekið á umliðnum árum. Nýlenda
íslendinga í suðausturhorni fylkis-
ins, með fram Suðausturbrautinni, er
öll í ómældu landi, og er þar ó-
grynni af ágætu landi, sem endist
komandi innflyjendum um margra
ára tíma. Margt af löndum vestan
við Nýja-ísland eru talin með allra á-
gætustu löndum hér í fylkinu, af
þeim sem þar hafa ferðast um. En
þau lönd eru ennþá ómæld og ó-
bygð. Þar um slóðir er nóg at á-
gætu landi fyrir alla ísiendinga,
sem nú hafast við á íslandi. Af
þessu er það auðsætt að hversu
merkur sem bréfritinn frá Ameríku
kann að vera, þá eru vitsmunir
hans og þekking, eins og það kemur
fram f Þjóðólfsbréfinu, alt annað en
merkileg.
Að fólk sem hingað kemur með
tvær hendur tómar, þurfl að þræla
til þess að hafa sig áf'ram, er í engu
frábrugðið eðlislögmáli í öðrum hlut-
um heimsins. En þó er rangt að
nefna vinnuna hér f landi þrældóm,
því hér fær verkamaðurinn betra
kaup en víðast annarstaðar, útborg-
að í peningum, sem hann svo getur
varið eins og hann vill. En á ætt-
fórðinni mætti þrældómsorðið vera
réttnefni, þar sem manninum er að
mestu bannað að njóta arðsins af sinni
eigin vinnu, og þar sem fólk verð-
ur að kaupa frelsi sitt af landsstjórn-
inni með peningagjaldi. Að það sé
hægt að komast betur áfram á ís-
landi en í Ameríku, hvað atvinnu
snertir, hlýtur að vera logið af ásettu
ráði, því það er þvert á móti reynslu
allra Isl., sem flutt hafa vestur um
haf, og því engum orðum eyðandi
til að svara slíku. Kins er það, að
“alt sem standi í Lögbergi” um at-
vinnumál, séu ósannindi, eins iangt
frá því að vera satt eins og hægt er
að f'ara. Lögberg er andstætt Hkr.,
í póltiskum málum, en vér höfuin
aldrei orðið þess varir að Lögberg
hafi gert nokkra tilraun til að rang
herma neitt um atvinnu mál landa
vorra her, og blaðið hefia aklrei hælt
landinu hér eða atvinnuvegum þess
fram yflr það, sem rétt heflr verið.
Yfirleitterbréfþessa “merka” manns
þannig að Þjóðólfur hefir gert góð verk
f þvf að leyna nafni hans. Það hefði
ekki þolað dagsbirtuna. Um Dakota-
bréflð ber oss ekki að tala. Þeir þar
syðra hafa fylsta rétt til þess að
lýsa landi sínu eins og þeir álíta uð
það eigi skilið, og ástandi landa
sinna og aanara þar, En vér af-
biðjum frá þeim allar ósannar fréitir
frá Manitoba, eins og þá, að í síðastl.
20 ár hafl útlitið aldrei verið eins
ískyggilegt og nú . Sannleikurinn
fyrir flnst þar ekki.
‘Bókasafn alþýðu,\
Bækm- Bókasafnsins í ár eru:
“Þættir úr íslendingasögu”, og
“Lýsing íslands”.
Pappírinn og prentunin er góð
á bókum þessuln. Bækur þessar
eru í sama broti og bækur Bákasafns
alþýðu hafa verið, og telur hvor
þessara bóka 120 blaðsíður. í þeim
eru margar mjmdir og uppdrættir,
til fróðleiks og skýringar efninu.
Þessar bækur kosta 80c í kápu, og
er ekki annrð hægt að segja, en
verðið sé sanngjarnt og bækurnar
vel þess virði.
Þ/rttir vr fslendingasögu eru
eftir Boga Th. Melsted. Hún er
alþýðubók. Það sem nú kemur af
henni er að eins byrjun. Hún segir
frá í'undi íslands, byggingu þess,
stjórnarfari, átrúnaði fornmanna, og
viðtöku kristninnar, stofnan biskups-
stólanna, og utanförum íslendinga
og samvistum með Noregskonungum
m. fl. Hún nær frá fundi íslands og
fram að 1120. Það sem komið er af
bókinni virðist vera dável fært í let-
ur. Auðvitað er alt efnið geflð, það
er, höf. tínir það saman úr sögum
Noregskonunga, íslendingasögum, og
öðrum fornum ritum. Höf. mun
fara allrétt með þenna upptíning,
eftir því sem næst verður komist.
Auðvitað væri hægt að rífast um í
hið óendanlega, hverju ætti að sle.ppa
og hvað að taka, í svona lagaða al-
þýðubók. Byrjun þessi finst vera
vel viðunandi, Höf. segir ljóst og
látlaust frá þvi sem hann er að tala
um. Og auðfundið er, að hann ber
góð skil á það sem hann er að fara
með.
Lýsing íslands, eftir Dr. Þor-
vald Thoroddsen. Hún er dálítið
umsteypt frá hinni eldri útgáfu. í
þessari Lýsingu jslands er mikið af
myndum og uppdráttum. Hún flyt-
ur 4 myndir af merkum íslending-
nm. og er það góðra gjalda vert, að
vissu leyti. Það er sem skugga slái
á heiðríkju listarinnar þar þegar
maður rekst á afskræmismynd af
ferhyrntum hrút, og þar að auki
myndir af rostungi, hvitabirni og
fleiri dýrum, innan um myndirnar af
þeim Guðbrandi biskupi Þórláksyni,
Arngrími Jónssyni “lærða”. Árna
Magnússyni og Birni Gunnlaugssyni.
Dr. Þ. Thoroddsen er kunnur
orðinn fyrir löngu síðan, sem rithöf.
og vísindamaður. Hann heflr ritað
í óendanlega mörg innlend og er-
lend tímarit um, jarðfræði íslands
og fleira. En ritverk hafa ekki kom-
ið út eftir hann frumsamin nema Lýs-
ing íslands. Höf. þessi er óefað vel
að sér f jarðfræði íslands, enda heflr
hann stundað hana ítarlega og lengi.
Þ. Thoroddsen ritar eindæraa lipurt
alþýðu mál, og er það kostur á sinn
hátt.
I þessari Lýsingu Islands, sem
þeirri fyrri eru smástílsgreinar, til
fróðleiks og skemtunar innan um
bókina, á víð og dreif. Yflrleitt
munu þær réttar og áreiðanlegar.
Samt er það eftirtekta vert á bls.
76, þar sem hann segir að Strabó,
griskur maður sem ritar landafr-, og
uppi hafl verið á fyrstu i'Ad eftir
Krists fæðingu, hafl það eftir Marsí-
liu Pytheas, sem uppi var á fjórðu
öld, að Thule (o: ísland) sé til. í
þessu hlýtur að vera villa.- Enginn
rithöf., hversu góður sem er, getur
borið fyrir sig mann sem ekki er
uppi fyrri en nær 300 árum síðar,
en rithöf. sjálfurvar uppi. En tæp-
lega eru margar svona villu- fleiri í
bókinni.
Bókasafnið í ár er vel viðun-
andi, þótt það hafi einu sinni vcrið
betra. Allir sem lesa vilja til að vita
meira eftir en áður, ættu að eiga
Bókasafn alþýðu á ár. Og einkum
ætiu biðar þessar bækur að vera
keyptar alment hér vestra, því þær
eru að nokkru leyti sem lykill, að
sumum öðrum bókum, og þess vegna
handhægar og eignlegar. Utgef-
andinn á góðar þakkir skyldar fyrir
bækurnar í ár. Oskandi væri að
honum gengi þetta fyrirtæki sitt svo
vel, að hann gæti haldið áfram, og
bætt við mörgum jafngóðum bókum
sem þæreru: Þœttir vr íslendinga-
sögu og Lýsing Islands, við ís-
lenzkar bókmentir.
Kk Ásg. Bexicdiktsson.
Nýtt. Nýtt.
Eins og kunnugt er gefa íslend-
lendingar heima út fjölda af blöðum
og tímaritum, og þótt engum heil-
vita manni detti í hug að halda því
íram að alt, sein þau flytja sé þarft
og mfuðsynlegt, þi væri samt rang-
látt að neita því að margt er þar
mentandi og fiæðandi, götgandi og
bætandi, fjörgandi og skcmtandi.
Eftir því sem ég kemst næst mun nú
sem stendur koma út á íslenzku nær
30 blöð og tímarit. Það er auðsætt
að maður, sem vildi iesa þau öll
hlyti að kosta til töluverðu fé árlega,
enda mundu þeir fáir — ef annars
nokkrir eru — sem það gera. Is-
lenzku blöðin eru satt að segjanauða
lítið lesin hér vestra og er það illa
farið, af þeim ástæðum er greindar
voru. Mér hefir komið til hugar
hvort ekki væri hægt að bæta úr
þessu, án þess að nokkrum manni
yrði að mun tilfinnanlegt í fjármuna-
legu tilliti. Ráðið er einkar auð-
velt. Nokkrir menn ættu að hefjast
handa og mynda félag (lestrar félag)
sem keypti öll helstu blöðin heima.
Þar ættu menn að geta fengið allar
fréttir og fvlgt með öllum málum
heima fyrir mjög Iftið gjald. Það er
sorglegt að allur fjöldi Vestur-ís-
lendinga skuli vera jafn f'áfróður um
nútíðar viðburði á íslandi og hann
er og fylgjast jafn illa með flestum
málum. Og það er því sorglegra
þar sem það er þó víst að oss langar
flesta til þess að frétta að heiman.
Án þess að vilja lasta Vesturíslend-
inga, getur mér ekki dulist það að
þeir eru ver að sér í móðurmáli sínu
en æskilegt væri og þeir þyrftu að
vera. Þessi félagsskapur, er ég
nefndi, ætti að verða og hlyti að
verða til þess að halda við íslenzkri
tungu og íslenzkum hugsunarhætti
fremur en margt annað; því þótt
ýmislegt megi að þeim blöðum flnna
er út koma heima, þá er það víst að
mál og réttritun er þar stórum betri
en í Vestanblöðunum.
Eg veit ekki til að hér í Wnni-
peg sé nokkort fslenzkt bókasafn né
lestrarfélag, sem allir geti haft að-
gang að nema með einhverjum sér-
stökum skilyrðum t. d. með þvf að
ganga annaðhvort f safnaðarfélagið
eða bindindisfélög. Vilja ekki góðir
og sann-íslenzkir menn taka þetta
mál til athugunar og framkvæmda?
565 ojj 567 llain Str.
Ræstu dyr fyrir sunnan Brunswick.
Fremstir allra
$300 hestur, vagn og
aktygi verða gefin fyr-
ir als ekkert.
$5.00 kaup í búð vorri
veita yður aðgang að drætt-
inum.
Vér ætlum að gefa fallegan
hest, vagn og aktygi, til
hvers, sem verður svo hepp-
inn að kaupa að oss $5.00
virði af vörum, og aregur
lukku-dráttinn, en um leið
látum vér þess getið að vér
seljum karlmannafatnað vorn
með hinu vanolega lága verði
Vér seljum kaHmanna alfatn-
aði fyrir $3.75, $4.75 og $6.50
Það er hálft vanaverð á slík-
um fötum,
SlG. JÚL. JÓHANNESSON.
Islendinagdagurinn í Alberta
Hann var haldinn 2. Ág;úst i ár
Karlmanna haust yflrhafnir
frá $4.75 til $15.00, þær eru
þriðjungi ódýrari en þær fást
á fabrikkunni,
eins og venja hefir verið til. Undirbún-
ingur var eftir fðngum, ræðupallur og
laufgirðing á sama stad og i fyrra, ná-
lægt Hóla skóla húsinu. Dálitill sjóður
var til, sem verðlaun voru greidd úr.
Eiga þeir vinir vorir, verzlunar-menn
innlendir í Red Deer og Innisfail, beztu
þökk skilið fyrir hve fúslega og rausn-
arlega þeir lögðu í sjóð þann. Fyrir
Islendingadeginum stóðu nokkrir
■sleníkir unglingar hér í bygðinni. Veð-
ur var regnsamt framundir kvðld
þennan dag og spilti það nokkuð skemt-
Karlmanna nærfatnaðer, Ioð-
fógraðir, á 90c, $1.25, $1.50
og $1.75 hver nærfatnaður
Þess- föt eru seld í öðrum
búðum fyrir helfingi hærra
verð- Þykkar ullarvoðir á
$1.85, $2.25 og $2.75 hvert
par.
Karlmanna strigabuxur á 75c,
keppinautar vorisr selja þær á
$1.00 og þar yflr.
un manna. Samkomuua sóktu þó
fleiri en við hefði mátt búast. Fyrst
voru leikír hafnir, var þá klukkan orðin
3 síðdegis, svo hafði úrfellið tafið fyrir.
Verðlaun öll vóru greidd í peningum'
þau hreptu þossir:
Karlmanna þreskingar
Blucher skór fyrir 85c,
manna. sterkir Congress
fyrir 95 cents.
karl-
skór
A HLAUP.
Stúlkur 6—8 ára, 50 j'ards.
1. verðl. Begga Jónson 50c.
2. verftl. Josie Guðmundson 25c.
Drengir 6—8 ára 50 yards.
1. verðl. Gestur Stephnason 50c.
2 verðl. M. Hillmann 25c.
Stúlkur 8—12 ára 75 yds.
1. verðl. Rúna J. Björnson 60c.
2. verðl. Jóna S. Stephauson 45c.
Dtengir 8—12 ái a 75 yds.
1. verðl, Gilli Johnson OOc.
2. verðl. Jóhann Hillmann 45c.
Karlmanna finir skór fyrir
$1.1., $1.35 og $1.85.
Dráttarseðlar fyrir hest, vagn
og aktygi, eru gefnir hverjum
kaupanda að $5.00 virði af
einhverri afofantöldum vörum
Dráttárseðlarnir verða J-fyrs t
gefnir á laugardaginn 1. Seft.
og svo daglega þar til nregið
verður.
D.engir 12—10 áia 100 yds.
1. verðl. H F. Christianson 75c.
2 verl. Bj.irni J. Húnford 50c.
Stúlkur óriftar yfir 1« ára 100 yds.
1 verði, Sigurlina Bardal $1.00.
2. verðl. Regina Strong 75c.
Drengir ógiftir yfir 16 ára 100 yds.
1. verðl. Helgi B. Bardal $1.00.
2. verðl. Jón Sigurðson 75c.
Giftar konur 75 yds.
1. verðl. Mrs. J. Björnson $1.00.
2. verðl. Mrs. B. Burdal 75c.
Giftir menn 100 yds.
1. verðl. Bjarni Jónson $1 00.
2. " Th. Guðmundson 7öc.
B STÖKK.
Langstökk (á hlaupum),
1. verðl Baldur Stephenson 75c.
2. " G. 3tephenson 50c.
Langstökk (jafnfætis.
1. verðl, Baldur Stephenson 75c.
2. " Helgi B. BardalöOc.
Stökk á staf.
1. verðl. Helgi B. Bardal $1 00.
2. '* Jón Sigurðson 75c.
Hástökk (hlaupa tiI).
1. verðl. Jón Siguiðson 75c.
2. “ Jón Eyn uodson 50c.
Þessi verðlaun eru þess virði
að lceppa utn að vinna þau, og
ekki víst að yður veitist nokk-
urn tlma slíkt tækifæri.
HesturLnn, vagninn og ak-
tygin verða séð á Main St.
Red Trading
Stamps.
Gefnir fyrir allar borganir. Takii
vel eftir staðnum, næstu dyr fyrir
sunnan Brunswick Ilorel.
Cor. Rupert St.