Heimskringla - 20.09.1900, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA, 20. SEFTEMBER 1900.
í
t
0
*
*
*
*
K. S. Thordarson,
cor. King og James St.
Hefir nú ELDASTÓR (Oxford stór, viðurkendar
þær beztu) sem'.iiann selurmeð mjög lágu verði.
Kola eða viðar
AIRTIGHT HEATERS
Nýja getur hann einnig selt ykkur.
Tekur gamlar stór í skiftumr
♦
\
*
\
\
*
t
\
\
►4
Winnipeí?
Blaðið Free Press, dags. 14. Þ- m.
íiytur ritgerð um hermenn þá frá Ma-
nitoba og Norðvesturhéruðunum, sem
nú eru í fastahernum í Halifax, og seg-
ir meðal annars, að John F. Swanson
(íslendingur) frá Winnipeg sé aðstoðar-
maður (Orderly) deildarstjóra þar og að
hann sé snyrtilegasti maðurinn í her-
deildinni. Það er ánægjulegt fyrir
móðir hans (Mrs. Fred. Swanson) og
aðra ættingja hér, að frétta vel af Jóni.
Hann er unglingur að aldri, en hefir að
geyma gott mannsefni, ef vel er áhald-
ið.
Bæjarstjórnin hefir með aukalög-
um staðfestum á bæjarráðsfundi ákveð-
ið að verð á vatni til bæjarbúa eins og
hér segir : Fyrir hús með 1—5 her-
bergjum $15 um árið; í því talið vatn
fyrir salerni, þvottaskál og baðker.
Fyrir 6 herbergjahús verður það $18,75,
og fyrir 7 herbergjahús $22,50 og svo
upp að $48 um ánð fyrir 16 herbergja
hus. Þetta ér um £ afsláttur frá því
sem var meðan gamla felagið hafði
yatnssöluna.
Fjórir íslendingar héldu guðsþjón-
ustar í Winnipeg á sunnudagskvöldið
var. Séra Jón Bjarnason messaði í 1.
lút. kyrkjunni, séra Jón Jónsson, kom
frá íslandi í sumar, prédikaði á North
West Hall, séra Bjarni Þórarinsson i
Tjaldbúðinni og Ólafur Eggertsson í
Martin Luther kyrkjunni á Kate St.
Aðsóknin hafði verið mikil á öllum
stöðum og samskot rifieg.
Nú er búið að leggja Telephone-
þræði frá Winnipeg tU Portage la Prai-
rie, Braudon og Minnedosa. Það er í
ráði að leggja slíka málþræði til flestra
annara bæja hér í fylkinu við fyrstu
hentugleika og þar næst til St. Paul og
Mínneapolis í Minnesota í Bandankj-
unum.
Ellefu íslenzkir vesturfarar komu
til bæjarins á mánudagínn var. Þar
af 7 frá Eyjafirði, 3 úr Þingeyjarsýslu
og 1 frá Reykjavík. Þetta fólk fór frá
Eyjafirði 16. Ágúst með Ceres og suð-
ur um land til Keykjavíkur. Ferðin
gekk þoianlega. íslenzkur túlkur,
Arnór Arnórsson, frá Chicago, reynd-
ist fólkinu ágætlega á æiðiuni. Arnór
fór í kynnisíör í April heim til íalands
msð konu og bam og voru þau nú á
vesturleið aftur ásama skipi og vestur-
farar. Vér höfum átt tal við Sigurð
Halldórsson frá Jódísarstöðum í Eyja-
firði, sem var í hópnum með konu sína
og börn hennar 3, og lét hann vel af á-
standinu á Norðurlandi, sagði gras-
sprettu góða, verzlun í meðaliagi og
hag manna alment þoianlegan. Tals-
verður vestuirfarahugur í mörgum, en
komast ekki, afþvíað þeir geta ekki
selt eigur sínar þar heima fyrir j)en-
inga. Fiskatii og hákállsafli góður á
þilskip í sumar og á opna báta i sumum
plássum. Fiskverðið heldur gott. —
Vinnuhjúakaup á Norðurlandi nú al-
ment, karlmenn frá 80-100kr„ kvenn-
fóik frá 40—50kr.; talsverð ekla á fólki
í ársvistir; það kýs fremur lausamensku
Útgjöld segir Sigurður að fari vaxandi
á íslaudi með ári hverju og geta margir
bændur ekki risið undir þeim.
Tjaldbúðarsöfuuður ætlar að halda
ágæta skemtisanikomu i Tjaldbúðinni
þann 27. þ. m,, og er svo til ætlast að
hún verði með þeim beztu, sem haldnar
hafa veríð þar. Program verður aug-
iýst í næsta blaði.
Herra Sigurður Jósua Björnsson í
Vernon, B. C„ hefir fundið upp og
fengið einkaleyfi í Canada, á hlut, sem
hannnefuir ‘ Line Guide”. Vér skul-
um vera Mr. Bjöinson þakklátir, ef
hann villgera svo vel að senda oss
lýsingu af hlut þessum og ætlunarverki
hans, lesendum Hkr. til fróðleiks.
Verkamannafélagið i W innipeg
hélt útnefningarfund sinn í fyrrakveld
og útnefndi Mr. A. W. Puttee til að
slkja um ríkisþingssæti fyrir WTinni-
peg-bæ við næstu kosningar.
Ólafur Magnússon og Björn Jóns-
son, bændur frá Mary Hill, Man.,
komu til bæjarins i verzlunarerindum í
þessari viku.
Kvennfélagið “Gleym mér ei” ætl-
ar að halda stóra samkomu á Canadian
Foresters Hall, 'á horninu á Alexander
Ave. og Main St., þann 10. Október
næstkomandi. Ágóðinn á að ganga að
mestu leyti til sjúkrahússins í Winni-
peg. Program verður svo gott sem
föng eru á og veitingar veiða seldar.
Það er vonandi að íslendingar í þessum
bæ sæki þessa samkomu vel og búi sig
svo út með centin, að samkoman geti
orðið vel arðberandi. Spítalinn á það
skilið að þessi samkoma verði vel sótt.
Mr. F. W. Thompson, formaður
Ogilvie-félagsins, hefir ferðast um Ma-
nitoba til að kynna sér hveitjuppsker-
una og gæði hveitisins í haust. Segir
haqn að mikið af ágætu hveiti sé í fylk-
ifiu og uppskeran suinstaöar yfir 30
bush. af ekrunni. Yfirleitt segir hann
að hveitið verði meira en menn hafa bú-
ist við.
Ferðafólk frá Winnípeg tindi tals-
vert af Strawberríes hjá Silver-hæðum
á sunnudaginn var. Þetta bendir á
veðurgæði í lylkinu fram að þessnm
tima.
Þorst. Grocer Þorkelsson á Ross
Ave. biður þess getið, að hann sé nýbú-
inn að fá og nú daglega að fá ýmsar
vörubyrgðir austan úr fylkjum, svo
sem Íampa~leirtau og allskonar glas-
varning, sem hann kveðst selja hvort
heldur í stór- eða smákaupum. Hann
mælist til þess að kaupmenn í íslenzku
nýlendunum vildu leita eftir heildsölu-
verði hjá sér áður en þeir leita á dýrari
staði lengra í burtu. Nákvæmari aug-
lýsing í næsta blaði.
Mr. Robert Strang, aðal-gerðar-
maður í verkalauna ágreiningsmálinu
á milli C. P. R. félagsíns og verka-
mauna þess í Vestur-Canada, hefir gef-
ið endilegan úrskurð sinn í því máli og
að að öllu leyti í hag verkamanna.
Vélasmiðir í Winnipeg eíga að fá minst
27c. um kl.tímann (þeir höfðu áður
25c., en báðu um 28£c. umtímann.
Reynslutími nýrra vélasmiða á að vera
6 mánuðir, en ekki 1 ár, þar til þeir fá
fult kaup,eins og áður var, og lærlingar
eiga að vinna 2 ára námstíma, í stað 3
ára áður, áður en þeir fá fult kaup.
Mr. Strang á þakkir skilið íyrir úr-
skurð þennan. Hann sýnir með hon-
um, að hann er eindreginn vinur verka-
manna.-
Frá Alberta hefir herra Jóhann
Björnsson sent oss blaðið “The Free
Lance” ásamt með bréfi, sem eins og
blaðið skýrir frá, að fregn .sú sem barst
í Hkr. fyrir nokkrum dögum um að
bóluveikin hefði gert vart við síg í ný-
lendu íslendinga viðRed Deer, hafi ver-
ið ósönn. 1 bréfinu segir: ' Að sönnu
komu útbrot á mann einn skammt frá
Innisfail, .sem líktist helzt upphlaupi
undan mýflugnabiti. Ég varð svo
frægur að sjá mann þennan þegar hann
var búinn að hafa þessar rauðu skellur
á aðra viku, og var hann vel friskur.
að öðru .leyti”. “Blaðið Free Lance
gefur nákvæma skýringu af máli þessu
og af henni verdur ekki annað séð, en
að engin bóla hafi komið þar í héraði;
enda hefir enginn sýkst af þessari
tiekkuveiki.
Pétur ArnaSon og Sigurður Jónas-
son frá Lundar, Man,, komu til bæjar-
ins í síðastl. viku. Þeir segja góða
líðan landa vorra þar ytra. Heyskap
vel á veg korr.inn hjá fjölda bænda og
búist við að allir fái nægan heyafla. En
langt hafa ýmsir orðið að sækja hey-
skap. Gripapest hefir stungið sér nið-
ur þar ytra á einstöku heimilum og
hafa sumir landar mist nokkur ungviði
úr henni. Skógarúlfur hefir gert vart
við sig í Shoal Lake nýJendunni og hef-
ir hann tekið bæði kálfa og kindur.
Spor þriggja úlfa hafa vprið rakin og
eru þau stærstu 4J þuml. að þvermáli,
en hin minni. Ekki hafa bændur enn
þá getað náð þeim.
Sérg Bjarni Þórarinsson messar í
Selkirk á sunnudaginn kemur, hinn 23.
þ. m., ,bæði árdegis og síðdegis.
Veður hefir verið svalt síðan síð-
asta blað vort kom út og stormar og
þéttings regnskúrir á stundum.
Clark-leikfélagið, sem lék hér í
Winaipeg í síðastl. Maí, varð fyrir
voða slysi þann 12. þ. m. JFélagið
hafði v^rið að leika suður í ríkjum og
var í sérstökum vagni i vagnlestinni,
Sem varð fyrir slysi. Vagninn brotn-
aði og 9 manns mistu lífið, en 6 særðust
mjög mikið. Það voru flest kvenn-
menn.
Oak Leaf-síðan á Pink Paper, sem
kom út þann 12. þ. m., er öll á íslenzku
Hún fjallar um póiitík frá sjónarmiði
Demókrata og fer mjög ómjúkum
höndum um gerðir McKinleys og stjórn
ar hans.
Það er talið líklegt að Dominion-
kosningar verði látnar fara fram þann
23. Október næstk.
Nýkominn Þjóðólfur, 4 blöð, frá3.
til 25. Ágúst. Hannfiytur mest póli-
tiskar ritgerðir móti vaitýskunni og
fylgjendum hennar, og andmæli gegn
Isaíold og stefnu hennar. Greinarkorn
móti Vestanprestunum séra J. Bjarna-
syni og Fr. Bergmann, og tvö bréf frá
Vestur íslendingum, sem vér setjum
hér á eftir. Annað bréfið er sagt að
sé frá merkum manni í Ameríku.
Meðalþeirra isl. ínnflytjenda, sem
komu að heiman 17. þ. m„ var ung
kona af nafnkunnum ættum; hún heit-
ir Hlin, elzta dóttir J. E. Eldons í Fort
Rouge.
Fáein orð um Banda-
ríkja pólitík.
Aðal-spursmál, sem nú liggur fyrir
Bandaríkja-þjóðinni til að skera úr í
haust, er: hvort hún skuli lengur halda
áfram með að vera hreint lýðveldi, eða
selja sig—leggja út líf og eignir til að
þóknast Hanna og gæðingum hans—og
þar með setja blett á fánann, sem vér
vorum allir svo stoltir af. Vér lögðum
út í stríðið við Spán með mannúðlegum
tilgangi, sem allur heimurinn dáðist
að, en niðurstaðan varð alt önnur en
sú er margir hefðu kosið. Porto Rico
var tekin herfangi og innfluttar vörur
þar eru hlaðnar tollum í þágu hins
maguaða skrímslis%- peningavaldsins,
sem nú vex óðum undir stjórn og lög-
um þeim í vil, en ekki er tiltökumál að
láta þá njóta sömu hlunninda og Ha-
wai-eyinga. Þeir eru herfang auðvalds
og kúgunar, og fyrir þennan greiða. að
vera losaðir undan yfirráðum Spán-
verja, verða þeir nú að borga.
Þegar búið var að hjálpa Cuba und
an kúgun Spánar, sem var óneitanlega
vel gert, setti stjórn McKinley þar á
fót fyrirmyndar póststjórn, ásamt öðru
fleira, til þess að kenna þessum vesa-
lingum hvernig þeir ættu að stjórna sér
sjálfir; en ekki gat Neeley fengið af sér
annað en stela $100,000, þó kaupið væri
allgott. Nú er Cubamönnum farið að
leiðast þetta þauf, og Cisneros, fyrver-
andi forseti.heimtar i nafni landa sinna
að McKinley taki tafarlaust burtu allt
sitthyski. Svo á þvi er að heyra, að
Cubamönnum sé farið að þykja nóg uro
þaulsætni og afskiftasemina, sem eftir
hinni ákveðnu stefnu stjórnarinnar
hefði aldrei átt að eiga sér stað. En
Cuba og Porto Rico era lítið í saman-
burði við Filipseyja-málið, — mál sem
er og verður hinni núverandi stjórn til
skammar í augum allra þeirra sem eru
ekkisvo blindaðir af flokks-ofstæki, eða
keyptir af hinni núveraudi stjórn,— að
þeir vilji hugsa dáiítið oi lítaá báðar
hliðar. Það er nóg efni í heila bók-
sögu, að rekja það mál frá upphafi og
þangað sera það stendur nú. Eg ætla
þess vegna ekki að fara lengra ut í þá
sálma, eu benda á fáein atriði að eins.
Filipseýjarnar voru keyptar af
pánverjum fyrir $20 000.000 þegar
friðarsamningarntr voru gerðir. Eyj-
arskeggjar unnu með Bandamönnum,
eftir að þeir'komu til sögunnar. að því
að berja á þessum fáu hræðum, sem
########################$#
#
#
#
#
#
#
#
JÉk.
#
#
#
#
#
#
#
#
DREWRY’S
nafnfræga hreinsaða öl
“Freyðir eins og kampavín.”
Þett er óáfengur og svalandi sælgætis-
drykkur og einnig hið velþekta
Canadiska Pilsener Lager-öl.
Ágætlega smekkgott og sáínandi í bikarnum
uáðir þ“°sir drykkir er seldir í pelaflöskum og sérstaklega ætl-
Fæst
jHl aðir til neyzlu í heimahúsum. — 3 dúsin flöskur fyrir $2.00.
- hjá öllum vín eða ölsölum eða með því að panta það beint frá
#
#
#
#
#
REDWOOD BREWERY.
EDWARD L- DREWRY
Manafacíurer & Jmporter, WISMI’Etí
##########################
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
þeir voru alt að því búnir að yfirbuga,
í sterku trausti um að þeim yrði veitt
frelsið sem þeir höfðu svo lengi barist
fyiir. En eins og kom fram, var það
og er ætlun stjórnarinnar að kúga þá
með vopnum til hlýðni, og segja þeim
svo eftirjá, hvað stjórninni muni þókn-
ast að gera við þá Eftir öllu að dæma
er bágt að segja, hvað mörg ár að þetta
þokkalega starf endist og hvað mikla
blóðsúthelling og peninga það tekur
áður en það verður til lykta leitt.
Nú í haust verður skorið úr því
hvort þjóðin kann að brúka atkvæði
sitt rétt eða .ekki. Flokkarnir, Demó-
kratar og Repúblíkar, hafa tvær stefn-
ur. Repúblíkar, [eða Mark Hanna,
vilja halda áfram með þetta skitna verk
sem þeir hafa byrjað, bara til að seðja
auðfýkn og peningalöngun sina á blóði
og sveita undirgefinna þræla, til að ná
haldi ,á öllum iðnaðargreinum og inn-
fluttum og útfluttum vörum í þessum
hjáleigum sínum. Er nokkur maður
svo barnaiega einfaldur að ímynda sér,
að hann eða hans afkomendur hafi gagn
af þessum nýju eignum Hanna og hans
manna. Nei, það er engin hætta á
slíku. Alt sem almenningur er beðinn
um, er atkvæði, blóð og peningar; en
svo verður hann aftur að láta sér nægja
mola þá, sem detta af borðum drottna
hans, þegar vel lætur i ári. Demókrata
stefna, i þessu máli er, að veita Purto
Rico tafarlaust sömu verzlunarréttindi
og gera að öllu leyti eius vel til þeirrar
eyjar eins og Hawaii; veita Filipseyja-
mönnum sjálfsforræði og þar með af-
má þann stærsta blett, sem enn þá hef.
ir fallið á fána Bandaríkjanna.
Ef hver og einn hugsaði sem svo,
þegar hann greiðír atkvæði: “Á ég að
greiða atkvæði mitt, með auðkýfingum
og kúgun? og hætta að hafa nokkurn
rétt til að halda hátíðlegann 4. Júlí? og
hjálpa tíl að iffa niður þá stefnu, sem
ætíð hefir gert Bandaríkjafánann merki
frelsis og mannúðar? Eða á ég að veita
fylgi mitt þeim flokki, sem með stefnu
sinni vill reyna að bæta allar misgerðir
hinnar núverandi stjórnar; viil reyna
að hefta auðvaldið, sem hefir riðið
gandreið á vitleysingjum yfir að strönd-
um Asiu, til aðdrepa niður fólk, sem
ekki er svo viturt, að auðmýbja sig fyr-
ir hinni [frelsisgjörnu þjóð Bandaríkj-
anna, sem keypti þá af þjóf, og vilja
svo tala um friðarsamninga við þá
gegn um byssuhlaupið.
Nú segi ég ekki meira að sinni, en
ef eitthvað af því sem ég hefi sagt er ó-
ljóst eða misskiiið, þá er ég viljugur til
að útskýra það eftir mætti.
E- J. S.
Blaðamenn gefa, venjulega með-
mæli sin í “ofanálag' öllum þeim er
kaupa rúm fyrir auglýsingar. Mér
þykir sjálfshöndin hoilust og læt því
þessi “Local”-orð fylgja auglýsing
minni, er birtist í þessu blaði:
Ég lofa ekki söng eða hljóðfæra-
slætti, brennivíni né “bakkelsi”, heldur
aðeinssvörum til ýmsra spurninga,* er
drifið hafa til mín frá mörgum Wpg.-ís-
lendingum; Ég vona að geta gefið
nokkrar þarflegar bendingar og verð
ekki ófáanlegur til að kasta fram hend-
ingu eða drópustúf, til fjölbreytm.
Ekki býzt ég við að geta boðið fleiri
tækifæri í þessa átt í þessum bæ, ekki
heldur að auglýsa neitt á prenti, og
nenni ekki að spjalla íhálftómu húsi.
Með vináttu til landa minna.
J. E. Eldon.
LEIÐRÉTTING. Herra A. J. Sny-
dal ritar oss frá Park Rlver, að það sé
rangt í grein hansíHkr. um “Ment-
un”, að háskólalærðir menn séu ekki
“betur að sér” en þeir sem að eins hafa
notið alþýðuskóla uppfræðslu. Þetta
átti að vera: að háskólagengnir menn
væru ekkert betur af, en hinir. Það er
að segja, að afstaða þeirra gagnvart
un heiminum sé engu betri en afstaða
alþýðuskólamannanna; eða svo skiljum
vér það.
FYRIRLESTUR
ætlar J. E. Eldon að flytja, á N. VV.
Hall, laugardagskveldið 22. þ. m.,
kl. 8.—Efnið er :
LÍEIÐ Á VESTURSTRÖNDINNI,
ögn fyrir allar stéttir, því: “Um það
sjá, er áformið, að allir fái dálítið”.
“Goðasvarið kostaði hálfpela”, í
“Gandreiðinni”. — Aðgangur tii
orðanna á N. W. Ilall kostar fulltíða
menn 25c, en 15c kvennfólk og
ungviði.
Islenzkur
raálaflutningsmaður
Thomas H. Johnson
Barrister, solicitor etc.
Room 7 Nanton Block, 430Main Street,
W’innipeg Manitoba.
TELEPIIONE 1220 - - P. O. BOX 750,
Auglýsing.
Hér með gerist kunnugt, að ég geri
allskonar JÁRNSMÍÐI, smíða bæði
nýja hluti og geri við gamla, svo sem
vagna, sleða og alt annað. Ég hefi líka
allar FÓÐURTEGUNDIR og HVEITI
til sölu. Líka hefi ég gnægð af þeirri
bfeztu STEINOLÍU, sem fæst í Ame-
ríku. Og ógrynni af sálarfóðri í bókum
af öllum sortum, Ennfremur er auð-
veldara að panta hjá mér allar tegundir
af “Alexandra” rjómaskilvindum. —
Komið, sjdíð og reynið.
Ben. Samson.
West Selkirk.
Rafmagnsbeltin
nafnfrægu eru til sölu á skrifstofu Hkr.
Þau lækna liðagigt og alla aðra gigt,
tannpínu, kirtlaveiki og allskonar verk
og sárindi og kvalir ; svefnleysi, melt-
ingarleysi, hægðaleysi, lifrarveiki,hjart-
veiki, bakverk, nýrnaveiki, magaveik,
höfuðverk, kvefveiki, andarteppu.tauga
sjúkdóma og allskonar kvennsjúkdóma.
Beltin endast æfilangt og fara aldrei úr
lagi. Þau kosta i Canada $1.25, send til
Islands $1.50. Tvær manneskjur ættu
ekki að brúka sama beltið. Vér send-
um þau kostnaðarlaust til kaupenda
gegn fyrirframborgun.
'Victoria Empioyment Knreau
Foulds Block, Iioom No. 2
Corner Main & Market St.
Vér þörfnumst einmltt núna vinnu-
kona, stúlkur til að bera á borð “Din-
ing room girls”, uppistúlkur ‘ Chamber-
Maids” og einnig stúlkur til að vinna
familíuhúsum og fleira, gott kaup.
CHINA HALL
572 Maln Str
Jíomið æfinlega til CHINA HALL þeg-
ra yður vanhagar um eitthvað er vér
höfum að selja. Sérstök kjörkaup á
hverjum degi.
“Tea Sets” $2.50. “j,oilet Sets” $2.00
Hvortveggja ágæt og ljómaudi falleg.
L. H COMPTON,
Manager.
A ctina
í UNDRUN^ ÞESSARAR ALDAR.
ENGINN SKURÐ0R.
ENGIN MEÐUL
Actina hettr engan jafningja sem lækningafæri
fyrir alla augna, eyrna eða kverka og aðra sjúkdóma.
I 19 ár hefir actina reynst áreiðanlegt lækninga-
færi fyrir sár og veik augu, höfuðverk, kvef, suðu fyrir
eyrunum, andarteppu, tannpínu o. s. frv..
Þetta er einfalt en þó mjög víst lækninga meðal,
og barn getur brúkað það án skaða.
Actina er fullkomið rafmagns vasa “Battery” ætíð
til taks og endist ættlangt
“The Eye and its diseases”, Augað og sjúkdómar
þess, heitir bók, sem allir ættu að eiga og fæst gefin, ef
um er beðið. Hún hefir að geyma mikilsverðar upp
lýsingar fyrir alla sem þjást af augna sjúkdómum-
Karl K. Albert,
268 McDermott Ave.
WINNIPEQ, ITAN. (||
MMf
Belg= og Fingravetlingar
ÞÉR ÞARFNIST ÞEIRRA BRÁÐLEG.
Gleymið ekki að vér höfum allar tegundir af þeim með xjörkaupsverði.
Góðir vinnuvetlingar á 25c parið og aðrar tegundir vorar á 50 ti) 75c eru
ágætar. Kjörkaup á Stigvjelum og ISkom. Ef þér þarfnist
J4ISTU BIJA TOISJÍU þáhöfum vér það með sérstaklega NlÐUR-
SETTU VERÐI.—Vér þökkum vorum isleuzku vinum fyrir undanfarin
góð viðskifti.
E KIVIGHT
Gegnt Portage Ave. 351 inaiu Strect.