Heimskringla - 18.10.1900, Side 1

Heimskringla - 18.10.1900, Side 1
U> ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦! 2 I/ r Amerík- X ♦ Hitunarotnar. enskirioft- x X heldir hitunarofnar frá $3.25 til $18.00. X X Vér höfum ágræta eldastó X X fyrir $15.00. Bezta verð á öllu | ♦ WATT& QORDON, X ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦©> Æ. Lnmnnr HenK'lauiPar'borð —•UiIIjJH! . lestrarstofu-lampar. Sjáið vorar margbrey tilegu vörur og vöruverð. Hvergi * betra né ódýrara í borginni. WATT & GORDON, Corner Logan Ave. & Main St. •♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦0 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ &)♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ < ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ XV. ÁR WINNIPEG, MANITOBA 18. OKTÓBER 1900. Nr, 2. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Sambandsstjórnin hefir leyst upp þingið og auglýst ríkiskosningar. TJt- nefningadagur þingmannaefna er mið- vikudaginn 31. þ. mM en kosningadag- urinn í ríkinu 7. Nóvember næstkom- andi. Þessi kosningadagur verður ó- efað einn af merkisdögum í sögu Ca- nada, hvor sem vinnur, Laurier- stjórnin er sú sviksamasta stjórn sem i Canada hefir verið. Það mæla stjórn- fróðir menn, að Sir Charles Tupper muni bera sigur úr býtum með 50 til 70 þingmenn í meiri hluta. Ottawastjórnin hefir skipað svo fyrir, að frá 20. þ. m. sknli öllum stjórnarsparibönkum haldið opnnm á laugardagrkveldum frá kl. 7J til 9, svo að verkafólk eigi kost á að leggja pen- inga sína í -sparisjóðinn, án þess að verða að leggja til þess vinnutima aðra dags. Bæjarstjórnin í Antwerpen á Holl- landi hefir stranglega bannað nokkur fagnaðarlæti eða opinberan gleðivott, þegar Kruger gamli komi til borgar- innar. Er þetta gert til þess aðýfa ekki skap Breta. Bæjarstjórnin hefir gert strangar ráðstafanir til þess að hvergi beri á fagnaðarlátum við það tækifæri. Skaðar miklir hafa orðið í Nova Scotia í tilefni af 118 kl. tíma stöðug- ugum stórrigningum þar. 8 fiskiþil- skip strönduðu á sama stað í þessu ofsaveðri hjá Canso. Á Prince Ed- ward-eyju skemdir einnig mjög miklar. Brýr, bryggjur, hús og járnbrautirhafa skolast til og skemdir á löndum manna urðu voðalega miklar. 86 uppreistarmenn í Suchow í Kína hafa verið hálshöggnir fyrir að gera til- raun tíl þess að ná bænum á vald sitt með ofbeldi. Login hraðfrétt varð konu í Chicago að bana í síðastl. vlku. Þau Mr. og Mrs Haidy urðu ósátt og mað- urinn fór í bræði sinni til New York. Þaðan kom hraðskeyti til konunnar, sem sagði að maðurinn væri dáinn. Henni varð svo mikið um fregnina að hún fór upp i svefnherbergi sitt og skaut sig til ólífis. Hardy hetir játað að4 hann hafi látið senda hraðskeytið í þeirri \ on að kona sín hætti að hugsa um málsc-kn móti sér. Hann hefirver- ið handtekinn. Grimmur hundur í bænum Tanton í Nova Scotia reif 2 börn til dauðs í síðustu viku. Móðir barnanna komst að því að hundurinn hafði náð í börn- in og fór að hjálpa þeim, en varð of sein. Konan var stórskemdeftir huud- inn þegar menn komu henni til hjálp- ar. Kona að nafni Marie Steinaker hef ir hafið mál, f Stratford, Ont., móti John Ort fyrir heitrof. Trúlofunin f ór fram um haustið 1894 og konan beið róleg þar til nú að maðurinn giftist annari stúlku. Dómarinn dæmdi henni $1200 skaðabætur og málskostnað. Stórborgirnar í Austur-Canada keppa hver við aðra í þviað heiðra gamla ,Lord Strathcona. Hann er i sí- feldum veizlumog þótt hann sé stöð ugt á ferðinni, verður hann þó að neita ýmsum tilboðum um frija máltíð. Mað- tir þessi hefir ætíð verið vinsæll í Ca- nada. En aldrei jafn vinsæll og nú, síðan hann lagði út háifa milíón dollara til þess að borga kostnaðinn við send- ing Canada riddaraliðsins til Suður- Afríku. Óeirðir miklar eru sagðar á Balkan ekaganum um þessar mundir. Mace- doniumenn og Búlgarir eruósáttir við Tyrki og gera ýms spell í löndum sol- dánsins. ítalski morðinginn Mussolino, sem gettö var um hér í blaðinu, að heföi ver- ið dæmdur til dauða, en sloppið úr fangelsi og drepið dómarann sem dærni hann, og vitnin i máli hans og alla kviðdómendur nema 2 sem dóu af hræðslu við þenna útlaga. Hann hefir ekki enn þá náðst. 100 hermenn fóru nýlega að leita hans. Þeir fundu haan og slógu hring um hann, en Musselino varðist þeim alian daginn, drap suma, en særði marga, og um kvöldið slapp hann úr greipum þeirra. Næsta dag sendi hann formanni þeirra skammar- bréf fyrir ódugnað manna hans Yfir- mepn þessara 100 hermanna hafa verið handteknir og ætlar Ítalíustjórnin að höfða mál á móti þeim fyrir að hafa látið morðingjann sleppa úr greipum sinum. Evró puþjóðirnar hafa náð 54 viður kenningar skýrteinum, sem fundust i bænum Tien-Tsin eftir að hann var tek- in. Skjöl þessi sýna að Kínastjórn hefir borgað allan kostnað við Boxers- uppreistina, borgað öllum Boxers-her- mönnum og séð um fjölskyldur þeirra, sem særðust eðadóu; með öðrum orð- um: Boxers voru bara umboðsmenn Kínastjórnar til að drepa kristna menn og evrópiska borgara. Störmikill pólitiskur fundur var haldinn i Brandon á iaugardaginn var og segir Free Press að 4000 manns hati verið þar viðstaddir. Um 800 af þeim höfðu komi ð frá Winnipeg og margir sóttu fundinn úr fjarlægum pörtum Brandon -kjördæmis og öðrum stöðum. Orsökin til þessarar miklu aðsóknar í Brandon var sú, að Sir Charles Hib- bert Tupper talaði þar á móti Mr. Sif- ton, sem sækir þar um þingsæti mótí Hon. Hugh J. Macdonald. Báðir þess- ir menn eru ræðuskörungar og þetta var í fyrsta skifti, sem Tupper yngri hefir haldið ræðu í þeim bæ. Hann lagði aðal-áherzluna á Yukon óstjórn þeirra Siftons og Laurier’s,] og kvað ef- laust að Konservatívaflokkurinn kæm- ist að völdum við þessar kosningar. Stórkostlegar rigningar gengu í New Brunswick í samfleytta 118 kl,- tíma í síðustu viku. liegnfallið varð fullir 10 þumlungar. Járnbrautalestir urðu að hætta ferðum sinum vegna þess að vatnsaginn hafði eyðilagt sporveg- ina á mörgum stöðum og grafið undan brúm. Skaðinn er metinn marga tugi þúsunda dollars, og ástand bænda er vorra nú en það hefir verið í mörg und- anfarin ár. Areiðanlegar fiéttir fió sendimönn um Krugers í Hollandi segja, að garali maðurinn leggi á stað frá Delagoaflóan- um með hollensku herskipi: Geiderland, snemma í þessurn mánuði áleiðis til Hollands. Þar ætla sendimenn hans að mæta houum og hjálpa honum til þess að yinna verk sinnar köllunar, en það er að gera tilr aun til þess að fá eitthvað af Evrópuþjóðunum til að skerast í ieikinn með Transvaalbúum svo að þeir geti haldið áfram að halda sínu lýð- veldi, þrátt fyrir það þótt Bretar vinni stríðið. Bretar á hinn bóginn kenna Kruger um framhaid ófriðarins; segja hann hafi fært þjóð sinni falskar fregnir um alt ástandið og komið henni til að trúa því, að Bretar væru að bíða hvern ósigurinn eftir annan, en Búar stöðugt að færa út kvíarnar. Það er talið víst að Kruger verði ekkert ágengt við Evrópuþjóðirnar. Fjögur ný lífsábyrgðarfélög er nú verið að mynda í Canada. Eitt þeirra á að hafa aðal-skrifstofur sínar i Winni peg, annað á að hafa aðsetur vestur j Yancouver. Höfuðstóll þessara félaga á að verða að jafnaði ein milíón dollars fyrir hvert féiag. 25 miUónir dollais virði af guUsandj hefir verið flutt út úr Klondyke-hérað- aðinu á þessu sumri. Síðasti hluti af þessari upphæð—um hálf miUón doUars virði—var sent frá Dawson þann 4. þ. m. Meira verður ekki sent út í haust. Sagt er að Dawson City sé nú óðum að byggjast og innflutningur þangað stöð- ugt að vaxa Bólusýkin hefir brotist út þar i bænum, en ekki er búist við að húu verði skæð. Nokkrir námalóðar- partar voru nýlega saldir þar við upp boð og græddi stjórnin 26 þúsund doll- ars á sölunni. Það hefir verið auglýst að eftir 1. N óvember næstkomandi verð öllu námahéraðinu slegið opnu fyrir námameuu. Stjórnin hefir til þessa áskilið sér vissan part af laudinu til rík- isinntekta, en nú eiga námamenn að fá landtökurétt á öllutn þeim námalöðum. Það gefur stjórnarþjófunum en meira tækifæri til að stela, en nokkru sinni fyrr. Róstusamt varð i kolanámunum i Pennsylvania í síðastu viku og nokkrir stórslagir urðu þar meðal verkamanna. Lögieglan skarst í leikinn með barefl- um og skammbyssum. Nokkrir voru skotnir til bana og rnargir særðir. Einn þessi slagur orsakaðist á þann hátt, að námaeigendur ætluðu að flytja vagnles, af kolum frá námunum niður að vatni, til þess að hlaða þeim á skip er lá við bryggju þar, en verkfallsmenn og konur þeirra réðust á lestina með grjótkasti og stórskemdu lestarstjórann og aðra verkamenn. Yfirmenn námanna og lúterskur prestur, sem þar var á staðn- um, báðu fólkið að gera ekki uppreist, en hegða sér siðsamlega. En fólkið gaf þessu engan gaum og hélt áfram grjót- kastinu. Lestin fór áfram i hægðum sínum, en námamenn eltu hana með byssum og ^rjótkasti. Þá var skotið á fóldið. Nokkrir létu þar lífið og ýmsir höfðu um sár að binda. HerUð var ekki til staðar um þessar mundir.— Námaeigendur hafa boðið námamönn- um 10 per cent kauphækkun, ef þeir vilja hverfa aftur til vinnu, en það boð hefir enn þá ekki verið þegið, með því að verkamenn hafa ýmsar aðrarkröfur, sem námaeigendur vilja ekki gauga að. Þó hafa þeir lofað að lækka verð á púðri samkvæmt óskum verkamanna, en það er að eins eitt af mörgu, sem námamenn heimta og segjast þeir ekki hefja vinnu að nýju fyr en námaeigend- ur gan„a að öllum kröfum þeirra. I vikunni réðist skríll á gov. Roose- velt, þegar hann keyrði eftir strætum í bænum Fort Wagner, Ind. Mr. Roose velt ætlaði aðhalda þar ræðu í forseta- kosningura Bandaríkjanna. Þá hann kom til fundarstaðarins, dreif á grjót- kast og kom allstór steinn á herðar honum; annar sem miðað var höfuð honum, komí andlit manni, sem sat hjá honum í vagninum. Roosevelt meiddist ekkí og hló að þessum viðtök- um. Hætti þá skríllinn að grýta hann Merkilegt var, að engin óhljóð fylgdu steinkastinu, sem þó er venjulegt þeg- ar skríll ræðst í aðrar 3Íns framkvæmd- ir og þessa. Sagt er áreiðanlegt að Roberts lá- varður haldi á stað heira til Bretlands í síðustu viku þessa mánaðar. Af 30,000 brezkom hermönnum, er sárir hafa orðið í Búa stríðinu, eru nú 29,000 sagðir grónir sára sinna og komnir aftur í herinn. Bretar sjálfir segjast hafa mist 10,000 hermenn í við- ureigninni við Búa. Þegar litið er á tímalengdina og allar aðrar hliðar á ófriðuum í Suður-Afriku, þá virðist það stórkostlegt að 10,000 grafir handa brezkum hermönnum skuli hafa verið teknar síðan í Október í fyrra í afrík- anskri jörðu. Afríkanska jörðin gefur gnægt af gulli úr iðrum sér, en hún heimtar líka mikið í staðinn. Blöðin halda því fram, að Kruger gamli ætli að flytja sig alfann til Brus- sel innan fárra daga. Tveir menn vopnaðir æddu inn í sölubúð í Fargo, N. D., þann 8. þ. m. og heimtuðu peninga húsbóndans eða líf hans. Húsbóndinn rak upp hljóð mikið og við það hurfu mennirnir út á götu. En lögregluþjónn, sem kom þar að af tilviljun, skaut annan manninn til ólifis, en náði hinum. Sá kvaðst heita Sam. Davis. Dominion Línu skipið “Ottoman” rakst á klett í St. Lawrence ánni í sið- ustuviku. Skipið ætlaði til Liverpooi og var hlaðið vörum. Gat aikið kom á skipið og vatnið í því varð 15 fet á dýpt. Mikið af vörunum skemdist og skaðinn verður mikill. Skipið var strax tekið til Montreal til viðgerðar. Kosningarnar á Englandí upp að þessum tíma sýna, að Conservatíva- stjórnin þar heldur áfram að vera við völdin. Hún hefir nú yfir 80 fram yfir audstæðingana. Yfir 60 af þeim 80 voru kosnir gangsóknarlaust. Það lit- ur út fyrir að yfirburðir stjórnarinnar í næsta þingi verði þeir mestu, sem nckkur stjórn hefir haft á Englandi. Governor Roosevelt ferðaðist um Nebraska fyrir fáum dögum og hélt 13 ræður á einum degi. Alls hafði hann 3000 áheyrendur. W. K. Vanderbilt í New York hefir gefið dóttur sinni, sem er gift hertogan- um af Marlboro, hálfa milíón dollars. Þessi gjöf er þakkarfórn fýrir það að hertoginn kom heill heiisu heim frá Afríku eftir 7 mánaða hernað þar. Van- derbilt gaf dóttur sinni aðra hálfa milí- ón dollars í jólagjöf um síðustu jól. Frúin er nú í París á Frakklandi að eyða skildinguuum. Ottawastjórnin er í vandræðum yfir þvi, að nokkrir skipaeigendur eru að stefna henni fyrir skaðabætur fyrir tap á flutninggjaldi. Það hefir venð siður að undanförnu að leifa flutnings- skipum yfi-Atlantshaf að flytja dekk- hleðslu á timabilinu frá 1. Október til 16. Marz. En Sir L. Davis rýrakaði nokkuð um þessi lög. En svo er að sjá að sumir embættismenn stjórnar- innar hafi ekki gefið þessu nægan gaum og heimtað hlýðni skipseigenda við gömlu lögin. Þetta orsakar skipa- eigendum ftutningstap og þar af leið- andi missir á flutningsgjaldi. Þe>s ve„na heiiuta þeir skaðabætur af stjórninni. Svertingi, að nafni Townsend 1 Alabama, var í siðustu viku bundinn við staur og brendur lifandi, fyrir að hann hafði veitt konu áverka í bænum Wetempka þar í ríkinu. I Halifcx er mikill undirbúningur með að takg vel á móti einni canadisku herdeildinni, sem nú er á leiðinni frá Afríku, og á að lenda í Halifax innan fárra daga—um hálft fjórða hundrað manns. All-margir stjórnmálamenn er búist við uð verði þar á staðnum til þess að heilsa hermönnunum eg bjóða þá velkomna. Baráttau í Bandarikiunum er orðin ströng og ákveðin, Mest vinna þeir Bryan ogRoosevelt. Roosevelt hefir ferðast 9,628 mílur á 26 dögum i síðastl. mánuði og haldið 208 ræður í 44 ríkjum; als hefir hann komið við í 186 bajum og borgam. Hann hefir talað á stöð um, sem liggja 10,200 fet yfir sjávar- mál, og í námnm, sem liggja 1200 fet fyrir ueðan tti borð jarðar. Flesta á- heyrendur hflii- hann fengið: 28,000 i einu í Kansas City. Hann hafir haldiö að jafnaði 8,ræður á dag i viðurvist 15,000 mannsjid jafnaði á hverjum degi. í Kansas-ríkinu talaði hann fyrir 120 þúsund kjóseudum á tveimur dögum. Ails hefir harin um hála milón áhang- eudur á ræðufundum sínum í Septem- bermánuði, Bryan hefir veriðeinsið- inn að sínu ieyti og þykir halda betri ræður nú en nokkru sinni áður. Hann hélt 18 ræður á 15 kl. tíma ferðalagi í Wisconsin í síðustu viku. ítalskur n'aður, að nafni Mussolino, var fyrir nakkrum tíma dæmdur í 25 ára betrunarhússvinnu fyrir að hafa orðið fátækum bónda að bana. Musso- lino strauk úr fangelsinu og gerðist út- lagi. Hann hét þvíaðdiepa alla þá sem á einhvern hátt hefðu verið við mál sitt og styrkt að því að koma sér í fangelsi. Þetta hefir hann efntjnú þeg ar, er hann búinu að bana öllum vitn- unum á móti honum, tveimur hermöun um, sem gættu hans í varðhaldinu og dómaranum. Enn fremur hefir hann drepið 7 af þeim 12 kviðdómendum, er fundu hann sekann. Þrír hafa dáið af eiuhverjum ótta fyrir þessum manni En tveir eru enn þá óhultir og verndað- irnóttog dag af lögreglunni.Mussolio heitir að ná þeim líka áður langt líður. Ekki hefir enn þá tekist að handsama þennan morðingja. Rússar ætla að leggja 63,113,482 rúblur til hergagna á næsta fjárhags ári, en þaðer 10 milíónum meira en á yfirstandandi ári 60 milíónir fara í vanalegan herkostnað, að meðtöldum 16 milíónum til að auka sjóflotann, 3 milíónir fara til hafnbóta á Liban, 2 milíónir til Vladivostock og 3 milíónir í Port Arthur í Kína. Rússar eru að búa um sig í Manchuria-ríkinu og talið víst að þeir muni siá eign sinni á það riki, hvað sem hver segir. C. P. R. félagið hefir gefið út skýrslu ýfir starfsemi félagsins á fyrstu 6 mán- uðum þessa árs. Hún sýnir að gróðinn nemur 7% á .nnstæðuféð og að félagið vonar að auka þessa vöxtu á síðari helming ársins. Er þetta talin mestur gróði félagsins siðan það byrjaði starf sittf Canada. Mynd af Walter Gordon, morðingj- anum frá Boissevain, er prentuð í blöð- unum og $300 verðlaunum heitið hverj- um þeím sem flnni hann og geri lög- reglunni aðvart. Kínastjórn er sein á sér að útbúa friðarsamningana við Evrópuþjóðirn- ar, en lætur þó í veðri vaka, að hún óski eftir friði. En svo kemur það alt i einu upp, að hún er að útbúa 200,000 hermenn til þess að halda ófriðnum á- fram. Það er nú sagt að hinn, áUtni morð- ingi, Walter Gordon, semhaldiðer að hafi drepið þá félaga, C. Daw og J. Smith, nálægt Boissevain, Man., hafi nú skrifað vinnumanni sínum Jackson frá Omaha, Neb. Hann segir vinnu- manninum að skifta sér ekkert um hvað sagt sé um sig. Hann segir og vinnumanninum nákvæmlega fyrir hvar hann eigi að taka nauðsynjar síu- ar, og kemur það nú upp, að Gordon á inni í þeim verzlunum, sem hann vísar á. Það kemur nú upp úr kafinu, að að Liberaíar i Brandon hafa leigt straka á laugardagskvöldi var, til þess að hrópa og góla fyrir innanríkisráð- gjafann Sifton, meðan hann talaði. Li- beralar höfðu farið um Brandon-bæ og nágrennið á laugardag og keypt strák- ana til að gera þetta skrílverk fyrir 25 cents hvern. Maður þar vestra býðst til að sanna þetta með eiðstaf ef þörf þyki. Frá löndum DAWSON CITY 17. Sept. 1900. Ritstj. Hkr. —Kæri vin:— Eg sé að þú ert farinu að gera alt, sem í þínu valdi stendur, til þess að láta mig fá Hk., því nú hef ég fengið 2 registeraða pakka, Mér kemur þettn mjög vel því oss hér langar til að frétta úr bygðum íslendinga eystra. Félagi minn J. J. Bíldfell hefir fengið Lögb. í síðastl. 2 mánuði, svo að nú höfum við báðar hliðar málanna, og þessi blaða- koma til okkar er búin að gera kofa o kkar að nokkurskonar aðalsamkomu- stöðvum fyrir þá landa okkar sem hér eru við Dominion lækinn. Islendingar eru heldur að fjölga hér, jafnvel þó 4 þeirra fari heimleiðis í sum- ar og haust, þá hafa þó fleiri komið. Þeir sem.heim fóru eru: Sölvi Sölvason, eins og þér mun vera kunnugt, Björn Jónsson og Ólafur Jónsson frá Utah. Svo stendur til að Tomas Kloe frá Cali- fornia fari heim þangað nú um mán- aðamótin með konu sína og tvö börn, annað nokkurra daga garnalt, Auk þeirra landa seu hingað komu með Teit Thomas, komu tveir Islend- ingar hingað nú fyair fáum dögum, annar þeirra Sveinbjörn Guðjohnson, frá Húsavík. Allir liafa landar okkar vinnu hér, nú sem stendur, en vera má að örðugt verði að haida henni í vetur því margir námaeigendur eru komnir að þeirri niðurstöðu að kostnaðarminna sé að vinna náma sína að eins yflr sumar- límann. Verður þvi hætt vinnu i haust þegar frostin koma og ekki byrjað aftur í þeim fyr en á næsta vori. ' Fjöldi af alslausum verkalýð er nú að koma hingað með degi hverjum frá Cape Nome, svo enn þá verður of margt fólk í Klondike. Stærri verkgefendur eru búnir að setja vinnulaun niður í $100 nm mánuð inn, með fæði. Fjöldi þeirra borgar samt enn þá 80c um kl.timann. Það sem mestum tíðindum sætir héðan er það, að fjöldi mikill af náma- mönnum hafa farið héðan upp með Stewart ánni í gullleit. Margir þeirra œtluðu sér upp að upptökum árinnar. Flestir eru menn þessir útbúnir til eins árs og og sumir til tveggja ára. Staður sá er sumir þeirra, er fóru, höfðu auga- stað á, er um 600 mílur frá Dawson City, svo að nú eru menn að fara, ekki í hundraða- heldur í þúsundatali, til að taka sér námalóðir við iæk eða læki sem renna í Stewart ána, um 80 mílur frá mynni hennar. Þar þykist einhver hafa fundið gull, og mun nokkuð vera satt í því. Eg hef talsverða trú á því að gull muni vere einhverstaðar langt upp með Stewart ánni, þvi sandeyrar og malarkambar með fram þeirri á, eru allir gullberandi. Það gull hlýtur að koma einhverstaðar frá, og vist er það, að ekki hefir það borist þangað upp eftir ánni. Árni Þórðarsou, frá Winnipeg, bið- ur að heilsa þér og öðrum kunningjum þar eystra. Hann býr í kofa okkar J, BíldfeUs og vinnur stöðugt á næsta nómi.loti við okkur, og svo hefir hann fengið lofun um vinnu hjá okkur að meir eða minna leyti i vetur. Með beztu kveðju til allra landa okkar i Manitoba, Þinn einlægur. E. Sumarliðason. MINNEOTA, MINN., 30. SEPT. 1900. (Frá fréttaritara Hkr.). Tíðarfar meiri hluta þ. m. hefir verið fremur óstöðugt; regufaU með meira móti, svo kornstakkar hafa víða sætt skemdum, en nú virðist sem held- ur sé farið að snúa til þurkáttar, enda gerist þess þörf, því allmikið er enn þá eftir óþreskt. — Hveitiverðið hefir kornist í 69Jc. bush. — Verkamanna- þurð hefir verið hér svomikil.að þreskj- arar hafa orðið að borga $2 á dag i haust. Pólitíkin er orðin all-heit hjá okkur um þessar mundir. Flokkarnir berast á andlegum banaspjótum, láta ekkert orð eða atvik ónotað, er hvor um sig á- lítur að sér muni verða til hagsmuna; oft og tíðum harðari riirman um menn en málefni. Flokki Bryans fylgja allir sannir þjóðviuir. Björn B. Gislason sækir um héraðs- lögmanns-embættið í Lincoln-héraði undir merkjum sambandsliða. Von- andi að allir ísletdingar, er þar búa, sjái svo sóma sínum borgið, að þeir veiti honum að málurr. áu tiUits til flokks. — Frá Cubamönnum kemur sú frétt, að þeirn líði ver trndir stjórn McKinley og Mark Hanna, en þeim hafi liðið í höndum Spánverja, og krefj- ast þess af hinni ameríkönsku þjóð, að hún losi þá úr járngreipum þeim er nú klemma þá — “Með lðgum sbal iand byggja, en ólögum e.vða”. Sigurður S. Eastmann er kominn hingað aftur alfarinn at Kyrrahafs- ströndinni. B. L. B. Eg hefi átt tal við marga hér, viðvíkjandi krabbameinslækninga- lagafrumvarpi yðár og allir eru sam- mála um, að frá sjónaimiði mannúðar- iunar hafi þér þrætt þar rétta leið; sé svo, að kona þessi nnfi fundið veg til að yfirbuga þenna voðasjúkdóm, þá sannarlega á mannfélagið heimtingu á því að hún njóti lagalegrar verndar. Einn af vorum beztu og vinsælustu ís- lendingum hér iþjáist af krabbameini; það virðist ekki úr vegi að hann reyndi hvað þessi canadiska kona gæti gert, því sagt er að læknar álíti mein hans ólæknandi, Hann er maður á bezta aldri enn, og gæti því unnið margt þarft fyrir sjálfan sig og aðra, ef þessi meinsemd læknaðist, — Reyndu að skreppa norður, vinur; einu má gilda hvort mefnabótin kemur frá doktor eða ólærðri konu, að eins ef líkn fœst. TINDASTÓLL, ALTA., 2. OKT. 1900. (Frá fregnrita Hkr ). Veðurátta ill og óstöðug næstliðinn mánuð, úrkomur tíðar og stórkostlegar bæði regn og snjór. Sunnudaginn 23. Sept. æddi hér yfir snjóstormur, sem helst til 25. Snjófallið var ákaft, meir en nokkru sinni næstliðinn vetur. Snjó- inn dreif i stórfenni svo mikið, að sum- staðar lagði slett af girðingum og hús- ttm. Flóð hljop i ár og iæki og vegir urðu ófærir. Síðan hefir þiðnað að öðru hvoru, svo snjór hefir tekið nema stór- fenni, sem litlar líkur eru til að leysi á þessu hausti. í gær og i dag er norð- austac kuldi og snjókoma. Haustáfelli þetta er hið versta sem íslendingar hafa feng ð um þetta leyti í þessu j lassi og afleiðingarnar verða að þvi skapi vond* ar. Heyskapur hefir gengiðseint sökum veðráttunnar og ýmsir eiga óhirta af ökrum og engi og mjög fáir búnir að ná upp úr görðum, sem viða mundu gefa góða uppskeru, ef að notum kæmi. — Heyföng munu alment í meðallagi; þó munu nokkrir ekki hafa verið búnir að losa alt það heyer þeir þurftu, fyrir snjóinn. Albertamenn eru að jafnaði vanir fagurri og yndælii hausttíð og bregður því mjög við, ef haustið verður erfitt ofan á ilt sumar, Komi nú ekki góður haustbati, verður vetrar undir- búningur á skepnum og fleira í versta lagi. Nýlega er dáinn eftir langvinn veik indi, Mrs. Kristín Sigurðar Grimsson- ar. Dauðamein hennar yar hjartasjúk- dómur. Einnig er nýdáinn efnilegur unglingspiltur, sonur Ófeigs bónda Sig- urðssonar. Banamein hans var fiekku- veiki, sem haldið er að hafi flutzt þang - að á heimilið frá Red Deer bænum. Fleiri börn Ófeigs veiktust, en eru tal- in á batavegi. Ekki hefir veiki þessi breiðzt út enn sem komið er, svo menn viti. Að öðru heilbrigði almenn í þess- ari bygð. Misprenti.st hetir í seinustu fréttum héðan: flestir”—átti að vera “fæstir”.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.