Heimskringla - 24.01.1901, Side 2
HE1M5KKINGLA 24. JANÚAR 1901.
PUBL.ISHBD BY
The HeimskrÍDgla News í Pnblishing Co.
Verð blaðsins í Canada og Bandar. 81.50
nm 4rið (fyrirfram borgað). Sent tii
fslarids (fyrirfram borgað af kaupenle
um blaðsins hér) 81.00.
Peningar sendist í P. O. Money Order
Registered Letter eða Express Money
Order. Bankaávisanir 4 aðra banka en í
Winnipeg að eins teknar með afföllum
H. L. Rnldwinson,
Editor & Manager.
Office . 547 Main Street.
P.o. BOX 407.
Ferð Roblins um
/
Nýja Island.
Það var gleðibragur & Ný-ís
lendingum nóna um nýársleytið.
Þeir hafa ekki átt því að venjast að
stjórnmálamenn Manitobafylkis hafl
gert sé mikið far um að kynnast
þeim persónulega eða hag þeirra og
fistandi nýlendunnar í beild siuni.
Enginn ráðgjafi heflr nokkurn tíma
ferðast til Nýja íslands í þessu skyni,
þrátt fyrir það þótt stjórnin hati ár-
iega lagt talsvirt fé til vegabóta í
nýlendunni, og þrátt fyrir það þótt
ráðgjafarnir hafi á umliðnum árum
ferðast um þvert og endilangt fylkið,
þá hefir enginn þeirra álitið það við
eigandi að leggja á sig það ómak að
kynnast'Gimlisveitinni, þar til Hon.
R. P. Iloblin, forsætisráðherra fylk-
i-iins, tók við völdum. Hann hafði
ekki fyrr tekið við formensku stjórn-
arinnðr en hann lét í Ijósi þá ósk
sína að fara kynnisför til Nýjaísl.,
til þess að sjá með eigin augum iand-
ið og íbúa sveitárinnar, með þeim á-
setningi að kynna sér hag þeirra og
þarflr og til að hlusta á óskir þeirra
og kröfur, með því augnamiði að
geta bætt úr þörfum og sint kröfum
fbúanna eftir því, sem etni og ástæð-
ur fylkisins gera það mögulegt.
Hon. R. P. Roblin hefir enn þá haft
formensku stjórnaainnar með hönd-
um að eins fáar vikur, er svo áleit
hann nauðsynlegt að kynna sér á-
stand Gimlisveitarinnar að hann lét
ferðina þangað vera með fyrstu em-
bættisferðum sínum hér um fylkið.
Ferðin var hafin frá Winnipeg
2 þ. in., og fylgdi B. L. Baldwinson,
þingmaður fyrir Gimlikjördæmið,
Mr. Roblin. Mr. Stefán Signrðsson,
kaupmaður að Hnausa P. O. Nýja
íslandi, mætti stjórnarformanninum í
West Selkirk, eftir að hafa auglýst
málfundi á ýmsum stöðum í nýlend-
unni og fylgdist svo með þeim á ferð-
inni um nýlenduna, Fyrsti fundur
inn var haldinn að Gimli að kvöldi
þess þriðja. Það var auðséð á öllu
ar þar hafði verið mikill viðbúnaður
til þess að taka sem virðulegast á
móti stjórnarformanninum. Aðset-
ursstadur hans var hjá Capt. Jóni
Jijnssyni, og þangað komu margir
menn um kvöldið til þess að heilsa
Hon. Mr. Roblin og bjóða hann vel-
kominn í bygðina. Kl. 6 um kvöld-
ið voru borð sett, settust þá nær 20
manna að borðum með Mr. Roblin.
Kvöldverður sá var sannefnd veizla
og fanst mönnum mikið til um við-
höfn og veitingar- Kl. 8 um kvöld-
ið var fundurinn settur í samkomu-
húsi kvennfélagsins, sem er stærsti
samkomasalur í bænum og rúmar
og rúmar nm eða yfir 250 manna.
Yar fundur sá vel sóttur af fólki víðs-
vegar úr syðri hluta nýlendunnar,
Gimli og Húsavíkurbygðunum. Hafði
galurinn verið prýddur með tjöldum,
og var það tjaldið, sem strengt hafði
verið fyrir innri stafn hússins, prýtt
með hlýlegri og stoturlega gerðri
fagnaðarkveðju til stjórnarformanns-
ins. Orðin: “Premier of Manitoba,
Hon. R. P. Roblin, Welcome”, voru
gerð úr spruceviðarlimi með miklum
hagleik, og yfir höfuð bar allur við-
húnaður f húsinu þess ljósan vott að
þar átti eitthvað óvanaleg viðhafnar
og þýðingarmikið að fara fram. Svo
var fundur settur af Capt. Kr. Paul-
■on, sem skýrði tilgang fundarins
með lipurri ræðu og bað síðan ræðu
menn að taka til máls. B. L. Bald-
winson talaði þá nokkur orð og
•kýröi frá tiigangi þeim sem Mr.
Roblin hefði með þessari ferð sinni
um nýlenduna. Þar næst var Mr.
Roblin flutt opinbert kveðju ávarp
fyrir hönd konservativefélagsins þar
i bygðinni. Þessu ávarpi svaraði
hann með hálfs anDars tíma ræku,
og gerðu fundar menn mjög góðan róm
að henni. Næst töluðu þeir herrar
Stefán Sigurðsson, að Hnausa P. O.,
og B. B. Olson, að Gimli, og luku
lofsorði á ræðu stjórnarformannsins
og lýstu yflr ánægju bygðarmanna
yflr komu Roblin og vonum þeirra
um að bygðinni mætti hlotnast rnikið
gott af ferð hans. Kl. 11. varfundi
slitið og þegar fólkið var farið út
úr húsinu var borðum slegið þar
upp og innan stundar voru um eða
yflr 50 manna sertir undir borð og
nutu þar góðra veitinga. Var þar
mælt fyrir minnum og töluðu þar
þeir Hon. R. P. Roblin, B. L.
Baldwinson, Hjörtur Leo, Albert
Kristjánsson, Guðni Thorsteinsson,
Jóhannes Sigurðson, frá Hnausa
(oddviti Gimlisveitar) og fleiri.
Var gleðí og glaum haldið
þar uppi til kl. 4 næsta morgun.
Næsta dag voru fundir haldnir að
Árnesi um miðjandaginn og að
Hnausa um kvöldið, og voru þeir
báðir vel sóttir. Sérstaklega var
viðbúnaðurinn að Hnausa mikill og
virðulegur, meiri enda heldur en á
Gimli. Aðsetursstaðurinn þar var í
húsi herra Stefáns Sigurðsonar, höfðu
spucetrjá-raðir verið settar niður I
snjóinn báðum megin við gangtröð-
ina frá aðal-veginum heim að húsinu,
en yfir dyrum hússins: “Here you
are at hóme”, og var það mjög hag.
lega gert. í húsinu var búinn á-
gætis kvöldverður og settust þar 8
menn að borðinu, þar með þeir
herrar Pétur Bjarnasoa, frá Isafold,
og B. B. Olson, frá Gimli, sem baðir
slógust í fórina með stjðrnarförmann-
ínum og voru viðstaddir á öllum
fundunum. Að liðnum kvöldverði
var gengið yflr í fundarsalinn í hinu
prýðis rúmgóða skólahúsi að Hnausa.
Það stendur spölkorn austan við að-
alveginn og sem næst gagnvart húsi
hra. Stefáns Sigurðsonar, Hafði leið
in þangað verið prýdd á sama hátt
frá aðalveginum eins og að húsi
Stefáns, með röðum af sprucetrjám
sem sett voru niður í snjóinn beggja
mégin vlð gangtröðina. Skrúðganga
var hafin frá húsi Stefáns yflr að
skólahúsinu. í henni tóku þátt um
60 manna, þeir báru brezka fánann í
broddi fylkingar og sungu ísl. þjóð
söng á leiðinni. Þegar kom að skóla
húsinn skiftist fylkingin, að her-
raanna sið, í tvær raðir og gekk Mr.
Roblin milli raðanna inn í húsið, og
er hann steig á þrepskjöld húisins
laust upp þreföidu gleðiópi og tóku
allir þátt í því. Herra Gestnr
Oddleifsson stóð fyrir öllum útbún-
aði í sambandi við þessar myndar-
legu viðtökur stjórnarformannsins.
Hann stýrði skrúðgöngunni og
fundinum um kvöldið. Mr. Roblin
fanst mikið til um viðhöfn þá er hon-
um var sýnd 4/Þessum stað, eins og
raunar alstaðar í nýlendunni, og
ekki kvaðst hann hafa séð vænlegri
manna hóp og kvenna en þá sem
skipuðu skólahúsið það kvöld. Mr.
Oddleilson setti fundinn með iipurri
ræðu og bað stjórnarformanninn vel-
kominn þar í bygð, og óskaði að ferð
hans mætti hafa blessunarrik áhrif
fyrir nýlenduna og framfarir íbúa
hennar. Á fundiuum töluðu þeir
B. L. B. fyrst, þá var lesið upp á-
varp til Mr. Roblins er hann svaraði
með hálfs annars tíma ræðu. Næst
honum löluðu hra. Stefán Sigurðson
og hra. B. B. Olson. Fundarsalurinn
var prýddur með ldum og fagnað-
kveðju til Mr. Roblins á líkan hátt
og áGimli, nemanafnið R. P. Roblin
var hér látið standa innan í kórónu
gerðri úr spruceviðarlimi og var það
mjög smekklegt og áferðarfagurt.
Þessa skal hér og getið til vei ðugs
hróss fyrir Hnausabúa, að allir án
nokkurrar flokkaskiftingar, tóku
höndum samau til þess að veita Mr.
Roblin sem virðulegastar viðtökur.
Þeir sáu, eins og rétt var, að hér var
ekki um flokkságreiningamál að
ræða, heleur komu þeir fram sem Is-
lendingar til þess að sýna verðskuld
aða viðurkenningu þeim manni, er
fyrstur allra stjórnmálamanna hér í
fylkinu hafði álitið það skyldu sína
að heimsækja þá, og ræða við þá í
heimahúBum, efsvo mætti segja, um
þeirra eigin velferðarmál, og stefnu
•tjórnarlnnar í *ambandi við þau.
Bftir f'onðinu, »eHi »taðið hafði yíir
nokkuð & þriðja kl. tíma, fóru menn
heim að húsí þerra Stefáns Sígurð-
sonar og þáðu þar veitingar fram
yflr miðnætti.
Næsta morgun var haldið vestur
í Geysirbygð, á vestasta enda hennar,
og Mr. Roblin sýndir þeir staðir, sem
bráðastra umbóta þurfa af stjórnarfé.
Hann skoðaði þar hið nýja og mjög
vandaða skólahús Geysirbúa og
kvaðst hvergi hafa séð betra skóla-
hús í sveitum fylkisins. Næst var
höfð stutt viðdvöl í húsi hra. Bjarna
Ólafssonar og síðan keyrt niður að
Geysir P. 0. og þar tekinn ágætur
miðdagsverður hjá Sigurði G- Nordal.
Þaðan svo keyrt niður að Islendinga-
fljóti og kvöldverður tekinn hjá hra.
Sveini Thorvaldssýni. KI. 8 um
kvöldið var fundur haldinn í húsi
bændafélagsins þar, er það snoturt
hús og rúmar um 300 manna, Það
var skreytt með tjöldum og fagnað-
arkveðju, eins og á hinum öðrum fund-
arstöðum, og Mr. Roblin flutt opin-
bert kveðjuávarp, eins og annrrstað-
ar í nýlendunni. Fundur þessi var
vel sóttur og áheyrendur hlustuðu
með athygli á ræðu Mr. Roblins og
annara sem töluðu þar. Fundur
þessi stóð nær til miðnættis, Síðan
tók Mr. Roblin gistingu í húsi hra
Lárusar Björhssonar. Næsta dag
var leið lögð norður í ísafoldarbygð
og miðdagsverður tekinn í húsr
herra Bjorns Björnssonar. Þar hafði
safnast faman allmargt fólk að heilsa
Mr. Roblin, og fékk hann þar hinar
alúðlegustu viðtökur og varð
svo hriflnn af því að hann kvað
ekkert samkvæmi geta verið ánægju-
legra en það sem þá var þar á staðn-
um. Eftir miðdagsverð var leið
lögð norður ásvonefnkan Heytanga
norðast í ísafoldarbygðinni, og það-
an rakleiðis til Engeyjar. Herra
Jónann Straumfjörð var heima og
tók á móti og veitti gestum sínum
með vanalegri rausn, og fylgdi
Jjr. Roblin síðan út til Mikleyjar.
Aðsetursstaðurinn þar var í húsi hra.
BergthorsThordarsonar, þar voru við
tökur hinar beztu og veitt rausnar-
lega þeim 20 manna sem þangað
höfðu safnast til að heilsa stjórnarfor-
manninum, þar var rnatur og
drykkur, söngur hljóðfærasláttur og
ræðuhöld fram á miðnætti, og voru
allir hinir kátustu. Næsta morgun
kl. 10 var® fundur haldinn þar í
skólahúsinu. Húsið var troðfult og
átieyrn hin bezta, fundurinn stóð til
kl. 1. um daginn, Var þá snúið
heimleíðis og gisting tekin að Hnausa
um kvöldið. Næsta dag var hald-
ið til Giinli og síðan sem leið liggur
til Winnipeg.
Bæði í ofan og uppeftir leið var
viðdvöl hjáCapt. Baldwin Ander-
son við Merkjalækinn. Það er syðsta
húsið í nýléndunni. Þangað er C.
P. R. járnbrautin fyrirhuguð að
sumri,
Mr, Roblin var vel ánægður
með ferð þessa í heild sinni. Við-
tökurnar, framkoma fólksins, húsa-
kynni og sýnilegan efnahag og fram-
för. Allir töluðu ensku hvar sem
hann kom og útlendingabragur var
hvergi sjáanlegur á fólkinu eða sið-
um þess. Börnum er kent á ensku í
skólunum, og ný öflug og mentuð
kynslóð er að vaxa þar upp. Það
er ávöxturinn af flutningi Islendinga
til þessa lands, og bólfestu þeirra hér,
Vár vonum að þessi ferð Mr.
Roblins til Nýjaíslands verði nýlend-
unni til framtíðar hagsmuna, og til
eítirbreytni öðrum komandi stjórn-
valdsmönnum hér í fylkinu, að
virða ísl. heimsóknar og viðtals,
ekki síður en aðra þegna ríkisins.
Skoðun Rosebeiry lávarðar.
Á fnndi sem haldinn var 16.
Jan. í verzlunsrsamkundu höllinni
í Lundúnum, hélt fyrrv. forsætis
ráðgjafi Roseberry lávarður heilmikla
iaiðu um verzlunina og iðnaðinn á
Englandi, og leitaðist við að sýna
hvernig hið brezka heimaríki stæði
gagnvart öðrum þjóðum í þeim efn-
um. Hann lýsti því hiklaust yfir að
útlitið væri skuggalegt nú. Það
væri erfitt og enda óvituriegt að
reyna að spá fram í tímann, en þó
gæfi það sem undan færi ætíð nokkra
bendingu um hið komandi fistand.
Hinn yfirstandandi ófriður væri ekki
óendanlegur. En verzlunar og iðn-
aðar barfittan, sem sjálfboðin kæmi
1 komandi tima. ræri ein» langt og
hann gæti eygt, stærst og h’ð ógnum
slegnasta, sem Bretland hefði nokk-
urn tíma þurft að reisa rönd á móti.
Þó alstaðar frá væri hættan, þá
væri hún lang stórkost’egust frá
Bandaríkjunum og Þjóðverjum.
Ameiíka, sem hefði óþrotlegar auðs-
uppsprettulyndir, og með íbúa sem
sí og æ hömuðust í fyrirtækja og
framfara áttina, væri landið sem
væri ógurlegast allra keppnauta í
verzlan og iðnaði Þjóðverjar þótt
hægfara og þögulir værn, væru tæp
legá sigrandi, vegna spektar og ó-
sigrandi samkeppni í iðnaði og við-
skiftum.
Roseberry sýndi líka fram á at-
riði sem er nýtt og hættulegt fyrir
England. Hann kvað miliónamönn-
um fara dagfjölgandi í Bandaríkjum.
I staðin fyrir að enskir auðmenn
hafa leigt fé til ýmsra fyrirtækja í
Bandaríkjunum að undanförnu og
þannig getað ávaxtað það, þá myíid-
uðu þessir forríku auðmenn í Banda-
ríkjum samsteypufélög. Þau lokuðu
ekki einasta enska peninga út af
markaðinum, heldur gætu þessar sara-
steypu einingar framleitt iðnað svo
góðan og um leið ódyran, að Bret-
land kæmist þar ekki 1 námunda við.
Félög þessi yrðu því innan fárra ára
búin að ná nokkurskonar einkaleyfi
á iðnaði sínum. þar sem engir gætu
kept við þau. Ef eitt eða fleiri þess-
ara samsteypufélaga tæku sig til að
keppa við Bretlandi í einhverri iðn-
aðargrein, Þá væri það að eins dálítið
tímaspursmál þar til Bretland hætti
að flytja vörur á þann markað, en
félagið réði þar eitt lofum og lögum.
Eftir að hafa farið fáeinuin orð-
um um Þjóðverja og framsókn þeirra
í iðnaði, lagði Roseberry fram
8purninguna; Hvað getur Bretland
gert til að forðast ósigur?
Frá leikmannahliðinni hikaði
hann sér við að svara þessari þýðing-
ingarmiklu spurningu, en ef hann
reyndi að svara frá hinni hliðinni,
þá svaraði hann þessu, að lækningin
feldist í uppfræðslu og mentun.
Ilann sagðist trúa því sjálf.ir að
brezka þjóðin væri óunnið éfni í
þjóðlífsökrunum, og hann væri sann-
færðurum að verzlunarstéttin þarfu-
aðist meiri vísindalegrar mentunar
frá tá upp á topp. Mentun þessarar
stéttar væri bæði ónóg og eyjaskeggs-
leg (insulary). Kaupmenn t. d.
sendu ekki syni sína erlendis til
frama og lærdóms, og eftir þekkingu
fi verzlun og iðnaði. Þann kvaðst
ætla að leyfa sér að stinga upp á því
við verzlunarsamkunduna að hún
yfirvegaði vandlega, hvort hún gerði
ekki rétt í að veita árlega fjárupp-
hæð handa ungum mönnum til utan-
ferða, og sem næðu samþýðandi
mentun annara þjóða við heima-
mentunina. Hann tryði því staðfast-
iega að slikar utanfarir gæfu af sér
marghundraðfalda fivexti,
Ríki og stjórnir á 19 öldinni.
Nítjáuda öldin er auðug af bylt-
ingum, breytingum og ríkjastækkun
í S Norðurálfunni. Við byrjun
19 aldtrinnar voru stórveld
in fjögur. Stóðu þau þannfg í röð-
inni: Frakkland, Rússland, Eng-
land og Austurríki. Teljast Þau öll
enn með stórveldunum. En það hafa
orðið hausavíxl á þeím innbyrðis
engu að síðar á 19 öldinni. Um alda-
mótin 1800 stóð Frakkland fremst í
broddi fylkingar, af þessum stór-
veldum, og var annað fólksflesta
veldið. Nú það hrapað ofan í
fjórða sæti í röðinni, og er fimta að
fólkstölu. England hefir þanið sig
út yflr heim allan, og skipaði önd-
vegi alla 19 öldina I verzlun og iðn-
aði. Iðnaður heflr dregist aftur úr á
Frakklandi. Landið er búið að
missa hann í hendur annar ríkja.
Austurríki hefir tapað valdmegni
sínu tilfinnanlega til Þjóðverjalands,
og er á hraðaferð að leysast sundur
og gliðna, þótt það að nafninu til
hangi enn þá í tölu stórveldanna.
Tuttugasta öldin hlýtur að standa
yflr moldum þess einvalds-ríkis.
Tvær þjóðir hafa hafið sig upp
í stórvelda töiuna á 19 öldínni. Þær
eru Þjóðverjar og ítalia. Ítalía var
sundurdreifð og í skeklum, og var
nokkurskonar fórnir og bráð í smá
bitum fyrir nfigsanna þjóðum og inn-
anlandsofiíki. Páfaveldið sameinaði
og rei«ti Íulíu við fi^rústnnum aít-
ur, að nokkru leyti. Svo varð hún
konungsrlki um 1860. Þýzkaland
reis upp aí rústum hins franska keis-
araveldis, og er nú eitt af sterkustu
stórveldunum, Norðurlönd (Niður-
löndin og Skandinavalöndin) lifðu
sínar breytingar og umbrot á 19 öld-
inní. Hrepptu þau bæði sorg og
gleði. Rikjasamböndin milli Dan-
raerkur og Noregs, og Svíþjóðar og
Finnlands voru söxuð sundur- Nor-
egur náði aftur heimastjórn undir
veindarvæng Svíaríkis og heflr ald
rei tekið jafn miklum framförum,
sem síðan, í sögu landsins Dan-
mörk vard landrænd etfir vaska
vörn, en hefir þó smásaman jafnað sig
aftur. Finnlandi farnaðist dável og
kunni vel stjórnarfar um öldina. En
\ aldarkvöldi braut Rússland þræls-
lega orð sín og eiða við Finnland.
Kr enn þá óséð hvað af hlýzt, Ilolland
hefir haldið vel við, bæði héima og
að útibúum. Belgia ávann sér
heimastjóro, og heflr síðan notið
góðra framfara. Iðnaður þar fer
stöðugt vaxandi að magni og út-
breiðslu.
Nítjánda öldin heflr verið mót-
gangs öld og mæðu fyrir spánverja.
Ríkið hefir verið tætt sundur, og
dtafnað í mola, vegna borgarastríða,
upphlaupa í hernum og stjórnar
byltinga. Þjóðin hefir verið löt,
heimsk, hrokafull og undiríörul.
D »ð og dugur heflr farið þverrandi.
Afleiðingarnar urðu að Spánn misti
1898 hér um bil allar útlendur sínar,
oger því dýrð sú þrotiu sem hvíldi
eittsinn yfir Spáni fyrir nýlendu-
ríkidæmi hans.
Portúgal hefir farir líkt og Spáni’
nema það misti útlendur sínar 6trax
í aldarbyrjun og fyrri hlutann, en
Spánn hélt sír.um fram að lokum
aldarinnar.
“Evrópu iðandi horn”.—IJalkan-
skaginn hefir átt blóðuga sögu og
þungan örlag feril á 19 öldinni. Um
aldainótin 1800 náði náði Tyrkja-
veldi þessu söguríka landi, en smátt
og srnátt hafa færst saman yfiráð
Tyrkja þar, svo þau geta nú ekki
heitið að vera, nema á lítilli land-
ræmu kringum Constantinopel. Sú
ríkisvíðáttu saga Tyrkja í Evrópu,
er einkar lík grisku keisaraveldis-
sögunni litlu áður en Tyrkir tóku
Constantinopel.
Á rústunum af Tyrkjaveldi hafa
risið nokkur sjálfstæð riki á 19 öld-
iuni. Um 1820 verður Grikkland
endurreist sem konungsríki, enda þó
það hafl átt misjöfnum kjörum að
sæta síðan. Hin giiska eyja Krít
er rifin úr klóm Tyrkja, og verður ó-
efað sameinuð Grikklandi á 20
öldinni.
Konungríkið Rúmenía er mynd-
að af rústum Tyrkjaveldis norðan
Donár. Hið gamla Serbíuríki er
endurreist sunnan Donár, og Bulgaria,
sem liggur fyrir austan Serbiu er
líka endurreist sem sérstakt ríki, og
mun á þessari öld sameinast við Rúm-
eníu.
Um afdrif Constantinopel verð-
ur ráðin gáta á þessari öld. Burt-
rekstur Tyrkja úr Norðurálfunni er
að eins tíma spursmál. Hver erfir
höfuðstaðinn Constantinopel, sein er
lykill Dardenellusundsins, og fagr-
asta borg í heimi? Ætli Rússlandi
takist að ná þessu marki allrar sinn-
ar stjórnfræði í 200 ár. Grikkland
dreymir líka um afar stórt og vold-
ugt framtíðarríki, með Constantin-
opel fyrir höfuðborg. Ætli draum-
ursá rætist? Bulgariu og Serbiu
dreymir líka um endurfæðingu sinn-
ar fornu dýrðar og mikilleika. Ætli
Nokkurt þessara ríkja nái fastastöð
við Bosporus, eða skilki voldugt
slafneskt ríki færast yflr allan Balk-
anskagann? Austurrfki dettur f
mola eftir nokkra stund. Má ske
Slavar sem búa í suðurhluta þess
taki þá höndum saman við frændu '
sína 4 Balkanskaganum og stofni
slafneskt rfki, r.ieð Constantinopel
fyrir höfuðborg?
Tíminn sker úr þessari ÍVamtfðar
spurningu.
*
* *
í hinum heimsálfunum liafa líka
orðið stórar breytingar. Fyrst er að
telja Vesturheim. Bandaríkin eru
aðal sögustöðvarnar þar. Um síð-
ustu aldamót voru þau strjálbygð að
eins fi og upp af austurströndinni.
Ræktað land náði ekki eiuni mil.
ekrum. Fólkstalan var að eins 5
miliónir. Samgöngur á sæ voru að
eins yflr Atlantshafið. Nú blaktir
flagg Bandarfklanna allvíða um
Kyrrahafið og Atlantshaflð yflr eyj-
um Bandaríkjanna. Ummál Banda-
rfkjanna er nú fjórum sinnunj stærra
en um síðustu aldamót. Fólkstalan
er nú um 76 miliónir. Um 19 öldina
fluttu 20 miliónir manna sig búferl-
um frá Norðurálfu til Bandsríkjanna.
Og enn þá heldur innflutningurinn
áfram. Um aidamótin 1800 leit
Norðurálfan með aumkun og fyrir-
litningu á Bandamenn, einkum hinir
pólitisku garpar sem töldu sig að
vera. Sárafáir framsýnir menn, svo
sem Napoleon mikli, sá straxað lýð.
veldi þetta mundi verða stórfelt
framtíðarríki. Það er líka fyllilega
komið 4 daginn. Bandaríkin standa
nú líka númer 2 í röðinni, næst Rúss-
landi að fólkstölu, en f'remst allra
landa að framleiðslu og velmegun.
Framleiðsla þar fer stórum vaxandi,
og kemst ekkert ríki í námunda við
þau. Hafa þau nær því hertekið
a!Ia inarkaði í heimi, og eru því að
verða miðdepill heimsmarkaðsins.
Bandaríkin hafa verið í stöðug-
um og stórkostlegum uppgangi og
velmegun, að undanteknu meðan
þrælastríðið stóð, alla hina 19 öld,
svo slíks eru eugin dæmi í sögunni,
Og þau hafa þar að auki eflt fram-
farir heimsins í heild sinni að stórum
inun. Þau oafa glætt og vakíð
hugsunarnáttinn og manriúðina. Þau
hafa gert fleiri uppgötvanir en nokk-
urt annað Iand í heiminum. Fyrir
stærð og ríkidæmi skipa Bandaríkin
nú sess á meðal stórveldanna, og
koma þar fram sem talsmaður frelsis
og framfara.
Hinar brezku nýlendur norðan
við Bandaríkin (Canada) hafa mynd-
að sambandsstórn á síðari hluta 19
aldarinnar, en að nafninu til standa
þau undir Englandi.
Um aldamótin var Suður-Arae-
ríka spanskar og portugiskar eignir.
Nýlendur þessar fóru síðan að sem
Bandamenn, og gerðu ófrið, hvern 4
fætur öðum. Sum ríkin í Evrópu
Liðsintu Spáni, en þá tóku Banda-
ríkin í taum*na samkvæmt Monroe-
reglunni
Hinar spönsku nýlendur hafa
gert óteljandi stjórnarbyltingar, en
þrátt fyrir það hafa þær tekið fram-
förum. Chili Argenlima og Brasilía
ei u nú vel stjórnuð lýðveldi. Hin
ríkin hljóta að fylgja 4 eftir á tutt-
ugustu öldinni.
*
* *
Asia hefir gengið fram í dags-
birtuna á 19 öldinni. England heflr
aukið sér stórum útlendur á Indlönd-
unum. Hollensku nýlendurnar hafa
tekið stórum framförum. Frakk-
lind hefir unnið sérstórar ogauðug-
ar útlendur í Cochin-China. Rúss-
land hefir lagt undir sig alla Síberíu
austur að Kyrrahaíi ásamt allri Mið-
Asíu milli Kínaveldis, Thibet og
Afganistan- Hin innilokuðu ríki,
Kínaveldi, Japan og Korea eru nú
°pin fyrir verzlunarviðskiftuin við
önnur lönd. Jápan hefir gert eitt
hið mesta kraftaverk í veraldarsög-
unni á 19 öldinni. Það heflr tekið
siðmenningu mentuðustu þjóða sér
til fyrirmyndar, umbært stjórnarfar-
ið, stórum tarið fram í iðnaði og hag-
fræði, og sníður sér nú stakk eftir
Norðurálfu og Vesturheimi. Á tæp-
um mannsaldri hefir það rutt sér
braut upp í stórvelda sessinri.
Kína liggur við hliðina á Japan á
meginlandi Asíu, víðlent, fólkflest
allra ríkja, rifið og táið sundur og
hjálparlaust, kaghýtt af Norðurálfu-
stórveldunum. Ilinn kínverski múr
er brotinn, bæði i beinum og óbein-
um skilningi. Ræktun landsins fer
hnignandi. Upphlaup og óeirðir
Boxara er sýnishorn af ávöxtum hins
gamla, og hinna nýju umbrota. Ætli
þetta ellihruma og eitt sinn volduga
ríki megni að ná þessa tíma ment
un, og auðnist að ganga til sætis
með stórveldunum, sem erindreki
gula þjóðflokksins? Ætli það hrynji
3undur i mola, sem aðrai' þjóðir bera
hálfblóðuga iið munni sér?
Úr því leysir 20 öldin.
*
Um aldamótin 1800 var Afríka
nær að segja formyrkað meginland.
Napoleon hafði séðmöguleika Egypta-
landsmauna, og marsérað raeð b*r-