Heimskringla - 21.03.1901, Blaðsíða 1
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
:
‘♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^
llcíuiMkringlii er gef-
in út hvern tiiutudag af:
Heimskringla News and
Pubiishing Co., að 547 Main
St., Wiuuipeg, Man. Kost-
ar um árið#i,50. Borgad
fyrirfram,
^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦@
@♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦0
♦ Nýír kaapendur fh i ♦
kawpbæCtr 8ð<u DimUo J
Standish eda Lajla ok jóla- ♦
:
♦
♦
♦
hl»ð Hkr. ÍÍM). Verð 35 o« ♦
36 oents, ef seldar, setKhwr J
til Íslande fyiir 5 oents ♦
♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦ «Sk
XV. ÁR
Frjettir.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
í Little Coscapedia brunnu 6 menn
til í dauðs nýlega. Hitunarstó hafði
brostið af gasþrýstingi um nóttina og
kviknaði á gasinu um leið, svo alt var i
logandi báli á svipstund. Fólkið sem
var niðri komst þó alt lífs af, en þessar
6 manneskjur sváfu uppi á lofti og kom
ust ekki ofan stigan og varð þvf ekki
bjargað.
I vikonni sem leið drap hundur
hefðarstúlku í New York. Stúlkan
átti hundinn sjálf og var hann mo3ta
eftiriætisgoð hennar. Hanndraphana
þannig, að hann beit hana á barkann.
Blað á Englandi, sem á að vera
hlynt Búum, á að flytja meiðýrði um
Canadaveldi fyrir framkomu þess í Búa-
striðinu. Blaðið heldur því fram, að
Canada hafi tyldrað sér á tá í byrjun
striðsins og fent hjálparlið, sem ríkinu
hafi verið mjðg ódýrt. Þetta hafi Ca-
nada gert til þess, að geta eignað sér
drengilega framkomu og eignað sér
fylsta hluta af sigrinum á móti Eng-
lendingum siálfum. En England fái
allan smjörþefinn úr þessu kostbæra
striði. Bietar borgi eiginlega alt, en
Canada bú«r nái með látalátum og iitl-
um kostnaði meira af sigurdýrðinni
hlutfallslega, en England sjálft.
Tóbaks framleiðsla Bandaríkjanna
er talin að vera725 mdónir pund. Helm-
ingnum eyða Bandamenn sjálfir, en
hin helftin er flutt út úr lýðveldinu.
Tóbaksye sUn hefir vaxið om helming
siðan árið 1870 í Bandaríkjunum.
Hraðskeyti frá Tien Tsin 15. þ. m.:
Bússar eru að hefja deilur og ójafnað i
norðvestur hluta Kínaveldis og standa
þar vigbúnir. Rússar og Englending-
ar bíða þar fyrirgkipun stjórna sinna.
Aðalþrætuefni þeirra nú er um merkja-
lfnur vissra járnbrautarlanda nokkurra
þar, sem Rússar segjast hafa, og eiga,
til umráða.
Svo segja kunnugir menn, að Cuba-
búar yfirleitt séu nú sefaðir og uni vel
afskiptum Bandamanna og hafi góðar
vonir á framtiðinni.
í Desember síðastl. hvarf Mah-
mond Pasha úr Constantinopel, og olli
það allmiklu umtali strax. Mahmond
Pasha á systur Tyrkjasoldáns fyrir
konu. Þegar Mahmond Pasha var
horfinn, kom það upp úr kafinu, að
sumt af gimsteinum soldáns var ný-
horfið, og var soidáninn borinn fyrir
sögunni sjálfur; á hann að hafa verið
mjög órólegur út af burtför mágs síns.
—Mahmond Pasha kom framíMar-
selli, og var staddur i Paris 21. Desem-
ber f. á. Þar var hann spurður eftir
hvort það væri satt að hann væri á
flótta, Hann neitaði því harðlega, en
kvaðst hafa orðið að víkja burt úr
Tyrklandi fyrir tilstilli soldáns sjálfs.
Boldánina hefði komið þeirri sögu á
gang þar, að hann hefði þegið mútufé
af enskum manni, sem væri nafnkend-
urmaðurog væri viðriðinn Bagdad-
járnbrautaibygginguna, sem soldán
hefði leyft Þjdðverjum að byggja.
Mahmond Pasha er meðlimur 1
TJngramannastjórnroálafélögum á Tyrk
landi, sem heimtar breytingar og um-
bætur á stjórnaifari, iðnaði og verzlun
rikisins.
Mahmond Pasha er nú í Egypta-
landi og heimtar Tyrkjasoldán hann
framseldan og sei-dnu til Constantino-
pel aftur; en Khedive álítur ekki
hyggiiegt að svo komnu að láta Mah-
mond Pasha fara heim til Tyrklands.
Um tvöhundruð dýr af ýmsum
tegundum eru nú komin til Balmoral,
sem eiga’ að vera á Pan-Ameríku-sýn-
ingunni í^sumar. Þau eru metin $100
þúsund .virði. Sum eru tamin, sum
eru vilt. Á meðal þessara dýra eru
tveir fílarj,frá Indlandi, tvö Zebradýr
frá Afríku.': fimm hýenur úr Abyssi-
»iu, tveir jagúar frá Austur-Indlandi
fimm leopárdar og ýmsar fleiri villidýra
tegu ndir alstaðar að, og þar að auki
nok krar apategundir og ýmsar fugla-
■tegundir frá » Afriku, India, Gibraltar
°g Ceylon.
Fréttir frá'Tien Tsin 18. þ. m. segja
útlitið fskyggílagt f Kína, og búist sé
Tið orustur|hefjst áj hverri stundu.
F’rakkar eru espir og.færi.'geyst. Allra
VVINNTPEG, MANITOBA 21. MARZ 1901.
X
þjóða her þar er undir vopnum. Frakk-
ar hrópa að Englendingum: “Burtu
með enska ’! Og smá riskingar og
skeinur hnfa þegar átt sér stað á milli
Frakka og Bi eta. Frakkar tóku ensk
an liðforingja ot; veltu honum í aur og
bleytu, þar til honum kom hjálp Síðan
standa Bietar vopnaðir og leyfa ekki
Frökkum «ð koma nærri sér. Hefi<
Waldersee greifa verið seiid hraðLoð t l
Kiao Chou að koma á rátt, e< haldið að
bardagahuguiinn sé orðinn svo æstur
að hann fái ekki stöðvað upplilanpið.
Mr. Cha-nberlain, nýleiidu ráð
gjafi Bieta, hefir gefið þinginu tilkynna
(þ. 19. þ. m.) að hershöfðingi Botha
hafi neitaf að ganga að friðaisamning
um við Kitchener. Og Botha á aðhafa
sagt i skjalinu til Kitcener lávarðar. að
stjórnariáð Búa væri með séi »inhljóð«
í að gauga ekki að þeim kost iu sem
Kitchener bauð þeim fyrir höud Bieta.
Þann 17 þ. m. segir hiaðskry ti fra
Pekin, að Rússar séu búnir að i a ytíi
ráðum á járnbrautasvæði því, sem
Bretar og Rús-iar hafa stað ð vcpnaðu
yfir uni uid'infarna daga Bunow
hershöfdingi Bieta. .ern verja atti land-
fiákann og biautina, hufði f-ugið
styi ktarlið, en þegar Rússai gerðu sig
líklega til at’ gera atreunu, lét haiin
undan síga, Vegna þess að hann var
ekki búinn að fá skipanir fiá eusku tió> -
Stjórninni að verja landið með vopuurn.
Rússar ráða sér ekki fyrir fögnuð . og
telja þetta atvik sigur.
Gufuskiptð New York spi akk upp
kl. 10 0. m. 17. þ. m. á höfninni í New
York. Olli sprengingin manntjóui.
ingar hafi kostað £35,000.
Við jarðarför Harrisons, fyrv. for-
seta Bandaríkjanna, í Indianapolis.
voru 150,000 manna. Þar á meðal uú-
verandi forseti Bandarikjauna Mc
Kinley.
Orðsending frá Islandi
til leiðandi Tsl. í Ameríku.
Á síðastl. hausti sendi fylkis-
stjórnin til íslands dálítinn bækling,
sem netndíst “Manitoba um aldamót
in 1900”. Bæklingurinn er lýsing á
ástandi íbúanna í Manitoba með sér-
stöku tilliti til IslendingaJ bæði þeirra
mistjá nokknrt atriði sem bæklingur-
inn fj; llar um og ýmsir Vestur Is-
lendingar, sem ritið hafa lesið, hafa
látið velþóknun sína í Ijós yfir því,
hve hógværlega, hlutdrægnislaust
og réttilega þar sé skýrt frá efnahag
manna og ástandi hér vestra og
hversu lýsingin á landinu, frjóvsemi
semi þess og afurðamagni sé sönn og
áreiðanleg. Enda verður þetta svo
að vera þar sem allar skýrlur, lýs-
ingar, leiðbeiningar og staðhæfingar
eru teknar eftir opinberu<n embættis-
tnönnum, og því áreiðanlegar í öllum
atriðum. Það var þ í búist við að
slíat rit mundi veiða vel þegið af ís-
lendingutn á Islandi, bæði þeim sem
kvnnu að hugsa til vesturferðar—
oir þeir eru vitanlega mjög margir—
og eins al hinnm, sem hugsa sér að
sitja kyrrir á íslandi, en láta sér þó
ant um að fólk þar heima fái sem
nftkvæmastar og réttastar fréttir héð-
an að vestan, En því miður er svo
að merkja á orðsendingunni frá
Fróni, að ti! séu þar þeir menn, sem
láta sér vera mein illa við allar frétt-
ir héðan að vestan, og verða svo
stórieiðir að þeir hafa ekki haft á
tungu sinni ef þeir verða þess varir
að landsmönnum þeirra eru veittar
ókeypis sannar og ómótmælanlegar
áreiðanleg’ar upplýsingar um vel-
gengni landsmanna þeirra hér fyrir
vestan haf. Að vísu eigum vér
enga heitntingu á því að þessir menn
reiðist ekki, ef réttindum þeirra er
misboðið. En þeir ættu ekki að
haía það að hrygðar eða reiðiefni þó
þeir frétti sæmilega líðan landa
sinna hér vestra, og síst af öllu ættu
þeir að misbjóða sinni eigin, eða
landsmanna sinna, virðingu við slík
tækifæri. En landinn sem heflr rit-
að oss orðsendinguna, hefir gerst sek-
ur í þessu. Ilann hefir lesið einn a
þessum ofangreindu bæklingum, og
síðan endursent hann til vor, á skrif-
stofu Heimskringlu með þessum
kveðjuorðum: “Etið þið allir skít,
móðurmorðingrjar. B. L. Baldwin
son, W. H. Paulson, Sigtryggur
Jónasson, Sigurður Christopherson,
séra Jón Bjarnason, séra Friðrik
Bergmann o. fl. o. fl.”
'fk ■]/YÆ
? ■.
■'M .
c£ t . ^ *. s
f ■ F’a • '*./ ■ I .
c-i C tT /).< V ccClu, ■ M
w&œ
•nK- ý
/.t'Vr:
ÍrA '
um aldamótin
--------—--------—■>■••• v.
' ■ -■--■ éi
H.t:J AKFtÁDSjulrtifj í ^VlS'liU’W},
iOOO.
sem búa í bæjum og í nýlendunum.
Bæklingur þessi er vel og hógvær-
lega ritaður og með þeim lilgarigi
eingöngu að gefa íslendingum á ís-
landi eins Jjósa liugmynd og unt er,
um það hvernig ástandið er hér í
Manitoba [nú um aldamótin 1900.
Engin tilraun er þar gerð, eða löug
un sýnd til þess að rangherma eða
Vér höfum látið taka meðfylgj-
andi mynd af framhlið bæklingsins,
eins og hann var oss endursendur,
með árit iðri orðsendingu,svo lesend-
um f Anreríkn og á Islandi gefist
kostur á að sjá með eigin augum rit-
h'Jnd landans. Að eins hefir mynd
in verið smækkuð svo að hún er ekki
stærri en helmingur bæklirgssíðunn-
ar, en þó svo stór, að kunnugir menn
geta þekt rithöndina.
Með þessum línum kvittérum
vér fyrir þann skerf sem vér eigum í
se ndingu landans. Hann hefir tjald-
að því sem til var í eigu hans og
gefið oss eigin handar vott þess að
hver sé sínum gjöfum líkastur. Meira
finnum vér ekki fistæðu til að segja
um þetta, En svo segir oss þó hug
ur, að hvorki muni slíkar orðsend-
ingar draga úr löngun fólks á ís-
lartdi til vesturferða, né heldur úr
tilraunum vorum til þess að veita
löndum vorum á Fróni sannar fréttir
frá oss Vestmönnum.
Hon. Mr. Roblin spáði um daginn
að C. P, R. mundi setja fargjald niður
innan lítils tíma, þegar félagíð sæi að
hverju vindi með járnbrautarmál fylk-
isins. Þessi spádómur stjórnarfor-
m annsins er nú kotrinn fram. P. P.R
hetir sett fargjöld niður í Manitoba og
Norðvesturlaudinu sem nemur um einn
sjötta, og ætlar að setja fargjöld í Brit.
Columbia niður um einn fimta. Fél.
gefur líka farseðla sem gilda fyrir heil
an mánuð með þessu niðursetta verði.
Það þarf ekki heldur að bíða lengi þar
til fél. setur flutningsgjöldin niður, að
sama skapi og fargjöldin. Á sfðastl.
ári græddi C. P. R, að eins á Manitoba
brautum, 2J mil. doll. Það er von að
fél. líki betur að geta haldið áfram með
þenna beina gróða, sem auðvitað færi
vaxandi eftir þvf sem fylkið byggist,
heldur en að láta Roblinstjórnina koma
í veg fyrir það, og halda honum í vösum
fylkisbúa.
Það er svo sem ekki vit! nema
“senda út með sjóð og kút, að sækja”
fólksins “vót”l!—því, Roblin er á mótl!
Á föstudagskveldið, var haldinn
fundur í Winnipeg leikhúsinu til að
ræða um járnbrautarmál Manitoha-
fylkis. Höfðu forkólfar fyrir félög-
um þemi og liði, sem eru á móti
f ylkisstjórninni í þessu máli, hafði
viðbúnað mikinn og smalað öllu fá-
anlegu liði þangað, þótt fundurinn
væri um daginn auglýstur fyrir báð-
ar hliðar. Um kveldið var þar hin
mesta þiöng og troðningur og ólæti
nokkur. Hetir síðan verið sagt að
strákum og mönnum lítt vöndum að
virðingu sinni hafl verið boðnir “$S
fyrir hóið” á móti stjórnarsinnum, er
töluðu á fundinum. Látum vér í
þetta skifti ósagt hvað hæft er í
þessu, eða hvaðan pcningarnir hafa
komið, sem boðnir áttu að hafa verið.
Ýmsir töluðu á fundinum, og
fengu misjalna áheyrn. Lögfræð-
ingur Isaak Campbell talaði lengst
erindi, og fékk áheyrn. þótt hann tal-
aði á móti stjórninni talaði hann með
kurteisi fyrir sjálfum sér og tilheyr-
endunum. Ýmsir styðjendur stjórn-
arinnar .töluðu þar og mæltist vel.
Bæjarstjórínn kallaði þenna fund
saman, [setti hann og stýrði, án þess
að ^láta^kjósa sig. Og mælt er að
að hann haíi búið til uppástungu á
þá leið, að senda út um fylkið og fft
fylkisbúa til að samþykkja, að send
sö nefnd austur til Ottawa og Laurier
stjórnin fengin til að veita þeim
klausum neiyrði, sem hún þarf að
samþvkkja í þessu Manitoba járn-
brautaunah. Var fundurinn þá
kominn á ringulreið og margir farn-
ir. Skar kborgarstjóriiin upp þann
dóm,[að uppástungan værisamþykt
meðjmeiri^hluta atkvæða. En það
er nú borið ofan í hann af sumum
þeim mönnum, sem bezt vissu skil
á þessum fundi.
Á laugardaginn, seinnipartinn,
voru auglýsingar bornar út á meðal
Islendinga í norðurhluta bæjarins að
minsta^kosti, þess efnis, að Islending-
ar, sem væru móti járnbrautarmál-
inu, ætluðu að halda fund á North
West Hall [um kveldið, og skorað á
þingm-[B. L. [Baldwinson að mæta
á þessum [fundi [einkanlega, til að
gera grein fyrir skoðun sinni og
f ramkomu í þessu máli. Auglýsing-
arnar vorÝundirritaðar af Liberöl-
Nr. 24.
um, og nokkrum sem hafa fylgt
Konservatívum að ur.danförnu, og
má fremstan þar nefna herra Einar
Ólafsson.—Áður hafði fsl. stúdenta-
félagið auglýst kappræðufund á
staðnum þetta sama kveld. Það
komu svo allmargir á fund þenna
um kveldið, bæði menn og konur.
Hra. B. L. Baldwinson mætti og tal-
aði lipurt og snjalt, og gaf þýðingar-
miklar upplýsingar í þessu máli. Er
það alment viðrkent á meðal manna,
sem þar voru viðstaddir, að enginn
af þeim fimm, sem mótmæltu aðferð
stjómarinnar, hafi nokkursstaðar
komist í nánd við þingm. Gimli-
kjördæmis, hvorki í þekkingu né
kunnugleik á þessu stórmáli. Hra.
Sigtr. Jónasson talali dálipurt er-
índi frá sjónarmiði og stefnu síns
flokks í járnbrautarmfilinu, og mun
hann hafa komist langnæst málefn-
inu af þessum fimmmenniugum. En
samt sem áður komu ekki fram nein-
ar sannanir eða gildar ástæður um
að málið sé í einu einasta atriði ó-
hafandi. Þetta mál er að sumu leyti
orpið úrskurði framtíðarinnar, en
það er gefin svo mikil v i s s a og
reyns la nú fyrir framí því, að
þar er ekki við von eða vogun að
tefla. Fylkið getur ekki annað en
grætt á þessu jórnbrautar fvrirtæki,
og það stórkostlega þegar frá líður.
Að síðustu var gerð samþykt af
fundinum, þótt margir væru farnir
of honum, að senda menn út á meðal
íslendinga og fá þá til að samþykkja
að Islendingar sendu mann austur
til Ottawa, til að biðja Laurierstjórn-
ina að samþykkja ekki þá kafla í
þessum samningum, er henni við-
koma.
Eitt er áreiðanlagt, og það er,
að hvað mörgum sendlum og nefnd
um, sem hleypt verður af stöllunum
hjá C. P. R , Liberölum og umskift-
ingum í þessu máli, og hvað margar
sálir sem verða settar á uppboð—þá
gengur þetta járnbrautarmál í gegn
um sambandsþingið, eins og það
gekk í gegn um fylkisþingið, og
verður Manitobabúum til mikils
frama og stórheilla í komandi tfma.
Úr bréfi frá Austurlandi.
dags. 20. Jan. 1901.
.....“TJm Heimkringlu hefi ég
eigi margt að segja nýtt. Hún hefir
ætíð verið lans við hræsni og skinhe'gi
og er það enn, og hún hefir oftast ver-
ið sanngjörn og tállaus þegar ræða hef-
ir verið um ástandið hér heima. Rit-
stjórnin er nú í betra lagi en næst á
undan og blaðið mjðg læsilegt. Er
það yður til verðugs hróss sagt, en
ökkert skjali.
Orfá orð almennsefnis læt ég enda
bréfið. Allan kjarna viðburðanna færa
blöðin okkar til ykkar frændanna fyrir
“handan hafið”.
Að öllu samtöldu má heita að
gamla öldin kveddi oss vel heimasetana,
og hið.síðasta ár hennar hefir víða stór-
una bætt [í búi hjá landsmönnum. Á
margri nýbreytni og þarflegri framfara
viðleitni bólar nú um aldamótin, en á
hinni nýu öld væntum vér uppskerunn
ar. Garðrækt gerist nú almenn, þótt
ena sé i smáum stfl. Jafnvel þar setn
hún áður var talin hégómi. Þilskipa-
kaup og mennilegri aðferð við alla sjó-
sókn en áður vex og með ári hverju.
Öll atvinnubrögð. taka stakkaskiftum
til hins . betra, og eigi verður bent á
nokkra'hlið þjóðmenningar vorrar svo,
að eigi sé talsverð framför orðin á síð
ustu árum. \ ér, sem heldur kjósum
að “gera Island að Ameiíku”—eins og
Jón Ólafsson kvað—heldur en flýja héð-
an tiláAmeriku, — vér látum vonina
um sigur álerfiðleikunum og vanþekk-
ingunni, sem risaafl mentunarinnar
smám saman yfirbugar, fleyta oss yfir
þetta aldatakmark—og vér vonum enn
fremur ad verkið sækist okkur betur
vegna[aðstoðar’ykkar frændanna fyrir
handan .hafið.
Veðrátta hefir mátt heita afbragðs
góð það sem af er vetri og jarðir nægar
um alt Austurland. Heilbrigði manna
víðast góð osr höid fjár eigi sfður. Fisk-
afli hefir til þessa verið talsverður á
djúpmiðum, en með hættu mikilli er
hann sóttur þangað um hávetur á opn-
um smábátum, og hafa þó ýmsir djarf-
færir sjómenn béðan og úr Seyðisfirdi
fiskað talsvert i vetur. Síidarveiði
hefir enein verið hér eystra í vetur. en
því mairi á Eyjaflrði. Strjálar gufu-
skipaferðir með fáum og óvissum við-
komustöðum gera möiinum enn ókleyft
að nota sér slíkar auðsuppsprettur í
öðrum landsfjórðungum. Að eins fé-
lag Wathnes erfingja heldur við dálítið
reglubundnum ferðum rueð Austuilandi
og til NorðurJands ura þerinau tima
TINDASTÓLL, 1. MARZ 1901.
(Frá fréttaritara Hkr ).
Veðrátta köld nú nokkurn undan-
farinn tíma með talsveiðu frosti og
nokkru snjófalli. í gætd^g og í dag
bliðviðri og sólskin, svo sujóriuu sígur
óðum. Haldist þetta veður nokkra
daga, þá kemur upp hagi til léttis fyrir
skepnur; kemur það sér vei, því sumir
eru heylitlir, ef lengi þyrfti að tefa hér
eftir. Þó vetur þessi verði kann ske
ekki talinn nema ‘meðal vet.ur, þá er
heygjafatími orðinn laugur hér í sveit
hjá flestum, síðan í September-éfellinu
Heyhafa líka reynzt sumum lótt og ó-
drjúg, svo þegar alls er gætt, má heita
vel spilað úr, ef allir komast af með hey
í þetta sinn, því þeir eru mjög fáir,
sem geta selt hér hey þenna vetur.
Snemma í Janúrr síðastl. andaðist
hér Einar Jónsson, háaldraður maður,
eftir langa legu. Hann flutti hingað
frá Minnesota fyrir fáum árum. Hann
nam hér aldrei land, en mun þó hafa
verið einhver hinn efnaðasti bóudi í
þessari ,bygð. Einar sál. var mtrkur
maður, vel viti borinn, áreiðanlegur í
orðum og viðskiftum og tryggur vinur
vina sinna.
Nýdáin er hór sómakonan Hólm-
fríður Jouson, ,ekkja eftir Guðmund
sál. Jónsson, einn af fyrstn landuáms-
mönnum þessarar bygðar. Þessarar
merkiskonu verður eflaust getið í blöð-
uuum af þeimsem þektu hana gjörr.
Að öðru leyti er hér yfirleitt bæri-
leg heilsa og liðan meðal manna. —
Lausafregn segir, að bóluoýkin geysi
nú skamt frá Edmonton meðal Indí-
ana. Oskandi væri að slíkt væri ósönn
fregn.
SINCLAIR STATION, 6 MARZ 1901,
Herra ritstj. Hkr.
Ég bið þig að gera svo vel og ljá
mér rúm i [blaðinu, með eftirfylgjandi
línum yið fyrsta tækifæri.
Nokkrir kunningjar mínir í Win-
nipeg og víðar hafa skrifað mér og beð-
ið mig um lýsing á landslagi hér, kost-
um og löstum.einnig hvort farseðlar,
þá hingað só farið, eigi að kaupast til
Pipestone eða Melita, Um lýsingu á
nýlendu þessari hér ættu flestum að
vera kunn af biöðunum. En góð vísa
er aldrei of oft kveöin,
Landið er í heild sinni alt smá öldu
myndað og töluvert grýtt, með smá
dalverpum, sem fylgja lækir, er
króka sig . um nýlenduna. Jarðvegur
virðist allgóður. þó sumstaðar dálítið
sendinn, sem ekki er þó mjög víða.
Einnig [er .plógland dalítið slitrótt af
bollum hér og þar, sem er aðal heyskap
arlandhér. Hvað mikið ínætti heyja
hér á sumrum er ekki gott að staðhæfa.
—Ég sló í 2 daga fyrir annan mann hér
i sumar og min úr mig hann segði mér
að það hefði orðið um 20 æki. Eu þess
ber að gæta, að gras/öxtur var mjög
rýr í sumar. Frost þarf enginn að
óttast hér, nema úr hófi keyri, þvi
landið liggur töluvert hátt. Ttmbur-
land er hér hvergi fáanlegt. Vatn
virðist .nóg, þó hefir orðið óþægindi
með það hjá nokkrum. Járnbrautin
var lögð rétt í gegn um miðja bygð okk-
ar hér, og leyti ég mér að kalla það all-
gott tsnnfé fyri. . ybyrjendur. Það er
itsu. ott gamau ao sja, hauu, aem peir
kalla “Stóra Brún“, þegar hann í jöt-
unmóð hamast hér upp hlíðarvaugana
og hvað sem hann er stór og sterkur
þá hefi ég séð haun neyðast til að
skifta lestinni i tvo parta áður brekk-
unni er lokið.
Varist að kaupa farbréf til Melita,
því þar er allt annaðpláss og önnur
járnbraut. Þetta hefir samt komið
fyrir sem leiðir af því, að sumir kalla
hér Melitabygð, sem er mikið villandi
fyrir .ókunnuga. Til Sinclair verður
tíentugast að hafa [farseðla og eru þá
íslenzk heimili um hálfa mílu og mílu
þar í kring. — Það er þessi seinasti
kafii |sem kemur mér til að biðja um
rúm í blaðinu. Það getur sparað, ef til
vill, einhverjum krók og keldu, sem ó-
kuunugir færi hingað vestur. Takið
viljan fyrir verkid.
Yðar með virðing.
Á. Joiinsos.