Heimskringla - 21.03.1901, Blaðsíða 4

Heimskringla - 21.03.1901, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 21. MAKZ 1901. Wini^ipe^. Þessir Ný-íslendingar yorn á ferð hér í bænum um belgina: Yigfús B. Arason, Husavík, kapt. Kr. Paulson, Oddur Auderso: , Jóh. Kristmundsson, Sigurður Hannesson og Magnús Hólm. Sagt er að Strathcona lávarður ætli að láta byggja marghýsi f sumar í horn inu á Main St. og Broadway, sunnan við Hudson Bay byggingarnar hér i beenum. Séra Bjarni Þórarensson messar í Selkirk ásunnudaginn keraur. Það er yerið að rífa niður búðirnar sem brunnu í yetur á milli Bannatyne og McDermot Ave. og ætlar eigandinn Mr. Baker, að láta byggja þar stóra og yandaðri byggingu en þer var áður. Það lítur nú út fyrir að byggingar- yinna verði með langmesta móti i þessum bæ í sumar. Geo. F. Arthur sem hefir læknað fjölda fólks sem haft hefir ýmsa kvilla og sjúkdóma, síðasta ár hvevetna í Manitobafylki, ætlar verða í Glenboro þriðjudaginn........... 26. Marz í Cypress River Miðvikud. 27. — Halland Fimtudaginn 28. — í Trehrene föstudaginn 29. — Þeir sem hafa slæma sjón eða eru augnveikir, munu þyka vænt um að frétta, að Mr. W. R. Inman augnalækn- ir í Winnipeg, verðu staddur í Glenbero 26. Marz í Cypress 27. i Halland 28. í Treherne 29. Eimreióin er nýkomin hingað vest- ur. Hennar verður getið nánar í næsta blaði. Nú eru nægar birgðir af rafmags beltunum góðu, á skrifstofu H.kringlu. Á laugardaginn var bauð Hon. Roblin Isaak Cumpbell lögmanni að mæta sér hvar sem hann kysi i fylkinu og skyldu þeir ræða um járnbrautar málið frá báðum hliðum, með jöfnum tíma. Mr. Campbell hefir nú sam- þykt þetta, og ákveður að mótið verði í Winnipeg.'Þykir honum að Hon. Roblin hafi sýnt sér heiður með þessu tilboði. Mun fjöiment verðaáþingstefnu þeirri. Leiðrétting í Búa rímu, í 19. erindi hefir fallið partur úr línu. Linan hljóð ar svo: Einn mót tiu stáls h styr (standa að vigi hugaðir). Þeir Tryggvi Ingjaldsson og Jón J. Samson, frá Hallson, N. Dak., komu inn á skrifstofu Hkr. á mánudaginn var. Þeir voru á ferð ofan til Nýja Is- lands ásamt fleirum að sunnan að saoða lönd. Mrs Oddbjörg Erlindson, 681 Elgin Ave., sem búið hefir hér í bæ um 14 ár, lagði á stað vestur að Kyrrahafi síðastl. föstudag og býzt við ad dvelja þar i 3 mánuði, að minsta kosti. Hún hefir yerið mjög heilsulasin í allan vetur og tekur hún sér þessa ferð á hendur i þeirri von að bæta heilsuna, jafnframt þvf að ^ynnast löndum sínum þar vestra og skoða sig þar um. Hún fór með bæði börn sín með sér. Éitt járnbrautarvagnhlass af bezta hveiti er ný komið til verzlunar Jóns kafteins að Gimli. Segist hann muni selja það, ásamt öllum öðrum vörum er hann hefir í verzlaninni, með þeim beztu kjörum sem hægt séað fá í Ný-ísl, í siðasta blaði Hkr. birtist sá hluti af Aldamótaljóðum Einars Benedikts sonar, sem lesinn var upp. En nú birt- ast þeir hlutar kvæðisins í blaðinu, sem sungnir voru. Enn fremur leyfum vér vér oss að birta í þessu blaði Aldamóta" kvæði eftir Hannes Havstein, ágætt kvæði. Samtekki ort til verðlauna. Vér höfum séð þau kvæði sem Jón Ólafs- son, Bjarni Jónsson (frá Vogi) og Guð- mundur Magnússon ortu, og sendu verðlaunanefndinni. Látum vér þau ef til vill, birtast í blaðinu síðar. Taki allur lýður eftir þvi, að á mið- vikudagskveldiðj|kemur, 27. þ. m. ætlar kvenfélagið “Gleym mér ei" að halda Bazaar cg dans ’samkomu á Canadian Forester Hall, Cor. Main & Aiexander. Allir drættirnir eru góðir og nýir og nokkurs virði og sumir dýrir munir, 400 að tölu. Kvenfélagið heldHr sam- komu þessa til bjálpar fátæku fólki, og er ekki minsti vafi, aðhún verður afar- fjölmenn, sem allar samkomur, sem það félag heldur. Hkr, mælir með því að fólk muni eftir tilgangi og staafi kvenfélagsins “Gleym mér ei“ á mið- vikudagskveidið kemur. Aðgangur 25c. Samkoman byrjar kl. 8. e. h. Kaffi með fleira til sölu á staðnum. Ieiðrétting, í síðasta blaði hefir misprentast í fyrstu braglínu í þriðju vísu þetta orð: Orga ,les: Orka með dygð reisi bæi og bygð,o.s.fr.v,. Þau hjónin Mr. og Mrs. Long eru nýkomin heim neðan úr Ný-Islandi. Mr.Long fór ofan eftir i erindum fyrir bindindis málefnið og varð nokkuð agengt. Jón Magnússon póstur. Fimtudaginn þann 7. Febrúar síð- astl. varð bráðkvaddur að heimili sínu við Mouse River, N, Dak., bændaöld- unguriun Jón Magnússon póstur. Hann var fæddur í Snartatungu í Bitruhrepp innan Strandasýslu (eftir sjálfs hans sögusögn) 18J0. Jón sál. var alinn upp hjá afa sínum og ömmu. Jóni og Sig- ríði, sem bjuggu þar í sveif, og náði hann snemma andlegum og líkamlegum þroska, enda var hann með hrai.stustu mönnum sinnar tíðar, og var því sam- fara óbilandi kjarkur og hugrekki til allra stórra framkvæmda; en hann var ekki maður sem trúði á mátt sinn og megin, hann vandi sálarsjón sína á að stefna til hins háa og bjarta og játaði með barnslegri auðmýkt, að öll hans störf ynnist fyrir tilstyrk hins alvalda. — Jóu sál. giftist árið 1854 ungfrú Þór- unni Þórðardóttir og eignaðist með henni 14 börn; af þeim lifa nú að eins 5 og eru 2 af þeim heima á Islandi, en 3 hér við Mouse River; öll gift. Alla tíð var hann fátækur heima, en lifði samt eftir því sem séð varð í góðri sambúð við konu sína, og braut jafnan ísinn með sínu gefna hugrekki og mikll- mensku, svo einlægt var eitthvað með drottins hjálp fyrirhendi. Hann var vestanlands póstur í 13 ár og mætti oft á þei jc lífsháska bæði á sjó og landi, eins og allir geta nærri sem þekkja vegi íslands og feróalög þar ura hávetur; en alt þetta yfirvann hann með sínu mikla þreki og jafnvel bar hálfdauðan mann af öræfum ofan til bygða í ófæru veðri, og bjargaði þann ig lífi þeirra beggja, en gleymdi þó ekki sinni annari skyldn, að láta pósttösk- una verða samferða. Árið 1887 flutti Jón sál. til Ameríku án þessað hafakonu sína m?ð sér, þvi hún hafði ekki geðþekni á þeirri vest- rænu heimsálfu, Hann tók sér bólfestu í Pembina County, N. Dak , oa: dvaldi þar 3 ár. Svo fiutti hann árið 1890 vest- ur til Mouse River, og bjó þar til dauða dags. Drottinn bles-aði þar efnahag hans vel, sem einatt var mjög þröngur áður. Hann náði þar góðu landi og var búinn að koma sér upp góðu timb- urhúsi, og lýsir það eitt með öðru hans stóru starfsnáUúru. að hann vann mest alt sjálfur að byggingu hússins, og hafði þó enga æfingu, og fá áhöld sem- til þess þéna. I sambandi við aukning efna Jónssál. ií Mouse River má geta þess, aö hin fyrirhyggjusamaog sistarf andi kona, Rósa Sivertsen, sem hann bjó með þar vestra, átti stóran þátt í öllum efnalegum framförum, og var sem þau væru samtaka í allri búskap- arlegri stórvirkni; enda vann bann ó- trauður til hinnar síðustu stundar. Jón sál. vttr í anda og sannleika kristinn maður; hann fann upp á síð- kastið að líkamsöflin voru að þverra. Brjóstið var orðið bilað og andvörp bjartans fóru dagvaxandi. Sonur hans Guðbjartur var hjá houum, sem hann hjálpaði til að komast frá íslandi á næstl. sum ri, og það virtist vera orðið Jóns mesta yndi að tala við son sinn og aðra vini sína um dauða sinn og burt- för sína frá þessum heimi til þess húss- ins, sem ekki er með höndum gert, svo að siðustu þegar stundin var komin, hneigði hann höfuð sitt meðguðsnafná vörunum. Jarðarförin fór fram þann 11. Febr og jafnvel þú að mjög kalt veður væri þann dag og enginn prestur viðstaddur, þá sýndi bygðarfólkið, að því var bæði Ijúft og skylt að fylgja hinum látna til hans síðustu hvílu og gera þá athöfn við eigandi eftir föngum, enda var ekkert tilsparað af hendi Mrg Rósu Sivertsen. er sá um útförina, að alt væri sómasam legt. Kistan var vönduð og skreytt og töluð nokkur orð í sorgarhúsinu áð- ur en líkið var flutt til grafarinnar. — Einn af þeim viðstöddu sendi hinum framliðna sina síðustu kveðju, með fá- einum stefum sem hér fylgja. Vinir hins látna. Hér er fallinn múttar meiður á mar og storðu lengi hraustur þar er sannur svarinn eiður í svaðil-förum var hann traustur. Braust á móti bilja köstum brynjaður með þreki og vilja aldrei hræddist rok af röstum ráðsnillingur háska að skilja. Þótt háar byigur hryndu að stafni og hótuðu lífsins fleygi voða hann sigldi í drottins náða.r nafni í nauð beit, gegnum hulda boða. sögninni: “Kristján Geiteyingnr og málvélin”. Enn fremur lýsi ég yfir því, að téð- ar stökur eru ekki eftír herra Sigurð Júlíus Jóhannesson, heldur eftir sjálf- an mig, sem réttu nafniheiti Sigurður Jón Jóhannesson. Winnipeg, 18. Marz 1901. ATHUGrlÐ ÞETTA! Sökum þess að ég hefi orðið anjög víða var við að fólk, sem hefir keypt hljóðfæri (orgel o. s. frv.) hefir borgað eins hátt verð fyrir þau, sem brúkuð hafa verið (Second hand) og líttnotand eins og hægt hefði verið að fá ný og góð hljóðfæri fyrir, leyfi ég mér að bjóða hverjum þeim sem hefir í hyggju að kaupa .hljóðfæri, að koma til min, hvort sem hann er héðan úr bænum eðv okki, ég er reiðubúinn að hjálpa hverj- um í þessu efni eins mikið og ég get án nokkurs endurgjalds. Vinsaml. 661 Pacific Ave. Jónas Pálsson. Fundur íslenska stútenta félagsins verður haldin á North West Hall næsta laugardagskvöld kl. 8 Áríðandi mál liggja fyrir fundinum og er því mælt til að allir félags menn verði yið staddir. A. Andbrson. Skrifari. Liðlegur vinnumaður, einhleypur, getur Jfengið vist úti í Grunnavatns- nýlendu. Viðurgerningur og kaup á reiðanlegt. Sá sem vill sinna þessu, snúi [ser til Árna Jónssonar, 735 Elgin Ave. Wim D. A. ROSS. H. H. LINDAL D- A. ROSS & CO- Fasteignasalar, UldaabjTgdiir nmbodsmenn, og Peningabraknnar. Óskað eftir viðskiftum landa- 449 Main St. Winnipeg. Bonner & Hartley, Lögfræðingar og landskjalasemjarar. Háska ef bar að hördum stranga hans var betra fylgi en tveggja þurfti á ferli lifsins langa litt til stórra verka að ejgga. Fyrir engu afli hné hann uns hið síðsta mátti betur, þetta sporið stiltur sté hann, stöðvaó alt sá máttur getur. Með sóiar konungs sælu nafnið á sínum vörum höfuð hneygði, það lagði græðslu á sorgar sárin sem hann loks til jarðar beygði. Th. Jóhannesson. Yfirlýsing. Til að fyrirbyggja misskilning á því framvegis, viðhvern átt hafi verið með vísum þeim, er birtust í 23. tölu- blaði Heimskringlu þ. á., með fyrir- sögninni: “3kuggavaldi Lögbergs”, tilkynni ég hér með, að þær eru ein- vörðungu meintar til hins nafnlausa höfundar greinar þeirrar, er út kom i 9. tölublaði Lögbergs þ. á. með fyrir- 494 nain St, - - - Winnipeg. R. A. BONNER. T. L. HARTLEY. Macdonalfl, Hanarfl & ffiitla. Lögfræðingar og fleira. Skrifstofur i Canada Permanent Block. HUGH J. MACDONALD K.C. ALEX. HAGGARD K.C. H. W. WHITLA. Það er engin góð mat- vara eins ódýr og eng- in ódýr vara eins óð sem sú, er vér bjóðcm yður í búð vorri daglega og víku eftir viku, það er i kostaboð á öllum brauðtegundum I samanburði við það sem öunur bakan bjóða, þvf varan er g ó ð . .hV J. Boyd, 370 og 579 Main Str. •••«••*•**«*•••»*«•««*«**f w * Jm. * # e e DREWRY’S nafnfræga hreinsaða öl e e e * e e # “Ifl'reyðir eins og kampavín.” Þett er óáfengur og svalandi sælgætis- drykkur og einnig hið velþekta Canadiska Pilsener Lager-öi. Ágætlega smekkgott og sáínandi í bikarnum xíáClr þ“°«ir drykkir er seldir í pelaflöskum og sérstaklega ætl- aðir til neyzlu í hrimahúsum. — 3 dúsin flöskur fyrir $2.00. Fæst hjá öllum vin eða ölsölum eða með þvi að panta það beint frá REDWOOD BREWERY. EDWARD L- DREWRY- nannfactnrer & Importer, WIASIPEG. £######################### # s # # # S #####*############### mmn # # # # # # # # # # # # # # 5 # _ # % #################### mmmmm Areiðanlega það bezta er Ogilvie’s Mjel. Sjáið tn þess að þér fáið OGILVIE’S. # # # # # # # # # # * | Kjorkaup a skofatnadi. Kvenfólks “Rubbeis fyrir - - 15c. | Karlmanna “ “ - - 25c. Karlmanna vetlingar “ - - 25c. Karlm. Gum Rubbers “ - - 85c. Z “ “ “ með spenum $1.25 6 Mikil kjörkaup á kvenfólks og karlmanna skóm og stígvólum. Komið og reynið. I E- KKTIGHT <&; CO i Gegnt Portage Ave. 351 main Street. OM IIWITIIIE Selja nú eldivið jafn ódýrt og nokkrir aðrir í bænum, t. d. selja þeir bezta “Pine” fyr ir $4.25 og niður í $3.75 eftir gæðum, fyrir borgun út í hönd. OLSON BRO’S. - 612 ELCIN AVE. Army and Aavy Heildsala og smásala á tóbaki og vindlum. Vér höfum þær beztu tóbaks og vindla- byrgðir sem til eru i þessum bæ, og selj- um þær ódýrara en aðrir. Enda gerum vér meiri verzlun en nokkur annar. Vér óskum eftii viðskiftum yðar. w. Brown & Co. 541 Main Str. 106 Lögregluspæjarinn. gagntekinn af fegurð hennar. Föli blærinn er horfinn af andliti hennar; roði hefir færst í kinn- arnar; augun eru eins og skærustu stjörnur; sem eru svo hvöss að Microbe finst sem hún xnuni reka sig í gegn með þeim, en samt eru þau svo fögur og töfrandi að hann getur ekki aunað enhorftíþau. “Ég veit eftir hverju þér eruð að bíða !” segir Microbe, þrífur í hana og heldur henni í faðmi sér. Hún rekur upp hátt og hvelt hljóð, þagnar svo og brýst um af alefli. Hann kyssir hana tvo kossa sinn á hvora kinn. De Verney horfir á leikinn. Hann flýtir nú ferðum sínum sem mest hann má til þess að hjálpa Louisu. Þegar hann er rétt kominn til þeirra, sér hann hvar kemur rísavaxinu, herða- breiður maður eftir þvergö tu til hægri handar; hann er í verkamannaúlpu, mórauður af sól- bruna; hlevpur eins og fætur toga og þrífur i Microbe með heljartökum, heldur honum á mílli handa sér, horfir framan i hann ógnaraugum og hristir hann eins og tusku. Microbe stynur þungt ’einu sinni, stympast svo við eftir mætti. Þaðhefirenga þýðingu,hann getur ekkert; hann er hristur þangað til honum finsthann vera allur kraminn í sundur. Það [er eins og hann ætli að spúa öllum innýflum af kvölum og hristingi; hjartað ætlar að springa, tungan verður á milli tannanna og hann bítur hana nærri því í sund- ur. Loksins fleygir heljarmennið honum af hendi sér eins og torfusnepli inn fyrir girðing- una og iun á akur. Því næst snýr hann sér að Louisu og segir: “Hvað gerði hann !” Louisa stendur, i sömu sporum og strýkur kinnar sinar Lögregluspæjarinn 111 “Ég hefi líka heyrt talað um yður”, sagði hún. ‘ Þér eruð talinn mjög gáfaður maður og keisarinn leiti stundum ráða til yðar; en ef þér viljið ekki lenda i neinni hættu áður en við kom- um heim, þá fylgið mér. Ég sé að Gréta móðlr mín og Laula bíða eftir mér við hliðið”. Hún gengur hratt heimleiðis. De Varney er órór í skapi. Þegar gamla konan sér til þeirra, snýr hún heim og gengur hægt; kisa fylgir henni. De Verney horfir spyrjandi framan i Louisu, “Gréta er móðir Ágústs”, segir hún. “Hún gætir hússins fyrir son sinn og lítur eftir rósun- um hans. Við erum öll þýzk og þykir engin vanvirða að því að vinna”. “Já”; svarar de Verney. “Það er auðséð á höndunum á yður, að þér eruð vanar að vinna!” hann lítur á litlu, fallegu, hvítu hendurnar henn ar. Hann heldur á körfunum hecnar, en hún er að rjála við eina rós, er hún átti eftir, með hægri hendinni. “Og hver er Laula ?” spyr de Verney eftir stundar þögn. "Ó, hún Laula! Það er kötturinn”. Hún lítur framan i hann hlæjandi. Hann er alvarlegur og ábrýði (Jealousy) lýsir sér á svip hans. “Verið þér ekki reiður !” segir hún. “Mér þykir ekkert vænt um ketti !” De Verney er að velta því fyrir sér í hugan- um, hvað Louisa muui nú gera þegar heim kem- ur, hvort hún muni kveðja sig við hliðið eða bjóða sér inn í húsið. Þegar þau koma að hlið- 110 Lögregluspæjarinn. honum skyldi detta íhug að fara heim og hafa fataskifti, þótt hann yrði að fara milu til þess. “Ef þér haldið að ég sé ærlegur maður. Ef þér hafið svona gott áiit á mér, þá leyfið mér að fylgja yður; ég get ekki fengið það af mér að yfirgefayður eina eftir að þessi hryðja er ný af- staðna. Louísa hlær hæðnislega. lítur á hann og segir; “Jæja, ef þér eruð ekki hræddur við gæzlumanninn minn. Ég vona að þér verðið ekki þreyttur af því að fylgjamór, því það eru að eins 50 skref heim til mín, herra de Verney”. Hún benti á dálítið tvilyft húsupp með götunni, þar sem Ágúst kom, Húsið er hér um bil 50 skref frá götunni; umhverfis það er trjávarinn garður, og sér de Verney brátt að þar munu vera ræktuð blómin, sem hún selur. Við hliðið á garðinum er gömul kona. Hún styðst upp við girðinguia og gerir gælur við kött, sem siturá garðsdyrastafnum; það er grár köttur, stór og letilegur. “Þér vitið hvað ég heiti ?” segir de Verney undrandi. "Já”, svarar Louisa. * Ég hefi oft séð vagn inn yðar og hestana og------”. “Þaðer heiður fyrir hestana mína, að þér hafið veitt þeim eftirtekt”, segir de Verney hálf- órólegur. “Ég hélt reyndar þegar þór nefnduð nafn mitt, að það hefði orðið yður kunnugt á viðhafnar moiri hátt en þetta”. Hann segir þetta með raunasvip og sorgarröddu og það er eins og Louisa haldi að hún hafi móðgað hann og sjái eftir að hafa gert það. Lögregluspæjarinn 107 1 ákafa, eins og hún hefði verið bitin af högg- ormi, eða einhver ólyfjan hefði snortið hana. “Hann kysti mig !” svar hún; “hann kystí mig þorparinn, níðingurinn ! mannhundurinn ! hann kysti mig! Dreptu hann ! dreptu hann ! dreptu hann !” Það var ekki annað Jað sjá en að maðurinn ætlaði að hlýða skipun hennar. Hann hleypur inn fyrir girðinguna, en Microbe hefir raknað úr rotinu og rankar við sér. Þegar beljarmenn- ið kemur inn á akurinn, hleypur Microbe út af honum. Hann stekkur eins og fætur toga nið- ur eftir götunni og hinn á eftir. Báðir herða sig eftir mætti. Þeir hverfa. De Verney hefir horft á þessi ósköp álengdar alveg hissa og stein þegjandi. Hann segir pú við sjálfan sig: “Ég veit ekki hver fjandinn ætlar að hljótast af þessu !” Hann brýtur heilann yfir því hvernig hann gerti snúið þessu sér til hags og komist í nokkur kynni við blómsölumeyna. Hann hef- ir samt um það leyti hætt að hugsa um það; hann veit að það er tilkomulítið að koma fram á vígvöllinn. Þegar stríðið er úti, koma fram á leikpallinn þegar tjaldið hefir verið dregið niður. Iiouisa hefir gengið á eftir þeim Microbe og verndarmanni sínum. Alt í einu sér de Verney að hún staðnæmist. Hún hljóðar upp yfir sig og fer að leita nákvæmlega að einhverju á göt- unni. De Verney sér það, sem hún hefir týnt; hann keyrir þangað með hraða, fer út úr Tagninum og tekur upp bréf. Hann tekur ofan fyrir henni kurteislega, veifar bréfinog segir: "Er þetta

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.