Heimskringla - 25.04.1901, Blaðsíða 1
Heiinskringla er gef-
in ut hvern fimtudag af:
H imskringla News and
Publishing Co., að 547 Main
St., Winnipeg, Man. Kost-
ar um árið $1.50. Borgað
fyrirfram.
Nýír kaupendur fá f
kaupbætir ‘ sögu Drake
Standisb eða Lajla og jóla-
blað Hkr. 19u0. Verð 35 og
25 cents, ef seldar, sendar
til íslands fyrir 5 cents
' W
XV. AR WINNIPEG, MANITOBA 25. APRÍL 1901. Nr. 29.
Gleðilegt sumar!
Frjettir.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
Vatnavöxtur f ám og lækjum f
Dauphin héraðinu hefir orsakað tals-
verðum skemdum á eignum manna þar
Járnbraatarbrýr hafa skolast burt á
einstöku stað, svo að vagnlestagangur
er hindraður um tfma.
Allmikið uppþot ei í námamönnum
í B. C., út af gullfundi á Rock- og Bak-
er-lækjum nálægt Greenwood. Fólkið
streymir f stórhópum að þessum og
fleiri nálægum lækjum, og hver þuml-
ungur af landi er mældur út í námalóð-
ir eins fljótt og því verður viðkomið.
Stórkostlegur eldur kom upp í
klæðagerðahúsi í Richmond, Va. 400
manna voru í byggingunni. Aliir kom-
ust lífs af nema einn maður, sem fórst í
eldinum. Skaðinn metin $250,000.
Acre herforingi með 12 fyrirliða og
335 liðsmenn gafst upp og gekk á náðir
Bandamanna á Filipseyjunum f sið-
ustu viku. Nokkrum dögum áður
gafst Alva herforÍDgi upp mað 13 for-
ingja og 394 liðsmenn. Bandamenn
virðast stöðugt vera að vinna svig á
Filipseyjabúum.
Kona nokkur í Montreal gerði til-
raun til: að fyrirfara sér með pvf að
drekka karbólsýru. Hún gaf sem á-
stæðu fyrir þessu tiltæki að bóndi sinn
væri iðulega blindfullur og berði sig og
skammaði svo að lffið væri sér óbæri-
legt.
Stórkostleg auðæfi hafa fundizt ný-
lega á Van Ando-eyjunni í Kyrrahaf-
inu um 40 mílur frá Vancouver. Þar
hefir fundizt gull f jörðu og er talið að
hvert tonn af grjótinu, sem er hvitt að
lit, hafi f sér $1000 í gulli. Þetta er á
yfirborði jarðar, en enginn veit enn þá
hvað undir býr. Önnur náma hefir
fundist á sömu eyju; hún gefur af sér
$80 úr hverju tonni af grjóti.
Carlistar á Spáni eru að gera upp-
hlaup á móti stjórninni, sem nú hefir
sent her manna á móti þeim, til að bæla
uppreistina.
Járnbraut arsamningar Manitoba-
stjórnarinnar gengu gegnum aðra um-
ræðu í Ottawaþinginu á mánudaginn
var.
Arthur Bioletta skaut til bana
tengdabróður sinn David Karr, nálægt
Innisfail, Alta., á mánudaginn var.
Persónulegur fjandskapur var orsöif
glæpsins.
Fréttir frá Yukonstgja að óslitið
fréttaþráðar samband við Dawson City
verði fullgert þann 15. Maí næstkom-
andi.
Brezka hermáladeildin hefir gefið
út skýrslu um manntjón Breta í Suður-
Afriku strfðinu upp til 1. þ. m. Segir
skýrslan að í síðastl. mánuði hafi 623
hermenn mist þar lifið, 30 hafi tapast
og 3,069 orðið veikir og verið leystir úr
hernaði og sendir til Englands. Enn
fremur sýnir s^ýrslsn að 17,692 brezkir
menn hafa verið drepnir þar síðan ó-
friðurínn hófst, og að Bretar hafa mist
alls dána, særða og sjúk 60,625 menn.
Af þessum fjölda haia rúmlega 45,000
mauna verið sendir út úr landinu veik-
ir, og má ætla að margt þeirra nái aft-
ur heilsu.
2 nýar gufubátalfnur eiga að
ganga til Port Arthur f sumar; önnur
þeirra fer milli Port Arthur og Duluth
2 f viku, en hin fer milli Houghton Ste
Royale og Port Arthur annan hvern
dag alt sumarið frá25. þ. m.
Gufuskipið Ravona sprakk f loft
uppá Fraser-ánni f B. C. 4mennlétu
lffið og 7 aðrir meiddust svö að þeim er
ekki ætlað líf; nokkrir komust af ó-
meiddir, þar á meðal 2 ungbörn.
952,496 atkvæði voru greiddi Ca-
nada við síðustu kosningar,
Dómsmálastjórinn f Coreu hefir
verið dæmdur til dauðafyrir landráð.
Maður einn f New York. fyrrum
senator í Mi nnesota. hefir verið dæmd-
ur f 21 árs f angelsi fyrir að hefja pen-
inga af [banka þar í borginni út á falsk-
ar ávisanir.
Náttúrlegt gashefir fundist á 126
feta dýpi hjá|bænum Melita hér í fylk-
inu, en ekki er það svo mikið að verða
megi að praktisku gagni, en sem komið
er.
Skýrslur um manntjón Canada f
Suður-Afríku stríðinu eru 65 fallnir f
bardögum og 80 dánir af sjúkdómum.
Skattálögur í Torontoborg eru 21J
mills á dollar af skattgildum eignum.
Öll skattheimta borgarinnar er $2,745,
584,00,
Opinberar skýrslur Rússlands sýna
að glæpir meðal fullorðins fólks eru í
rénun, en aftur fer þeim fjölgandi með-
al yngri kynslóðarinnar, og þykir það
ills viti. J af glæpaseggjum landsins
eru drykkjumenn.
Það þykir markverð fáfræði meðal
yngri manna í Þýzkalaudi, að tfltölulega
örfáir þeirra hafa nokkra hugmynd um
hver sé keisari þeirra. Þýzka stjórnin
gerði nýlega tilkall til fjölda margra
manna að ganga í herinn. í eina fylk-
ingu gengu 78 menn frá Prússlandi,
voru þeir meðal annara spurninga, sem
fyrir þá voru lagðar spurðir að því,
hver væri keisari Þýzkalands. 27 gátu
ekkert svar gefið, vissu það ekki. 22
sögðu hann vera einn frægan herfor-
ingja, 9 sögðu hann vera frægan Mar-
skálk; 6 héldu að hann væri hermála-
ráðgjafi; 14 menn af þessum 78 gátu
getið rétt svar; nokkrir héldu að gamii
Bismark sál. væri enn þá keisari Þýzka
lands; sögðu hann einnig vera skáld
mikið og hafa útlagt biblíuna. — Þessi
svör ungra fullorðinna manna við al-
gengum spurningum virðast benda á
að alþúðumentun sé á lágu stigi þar í
landi, og að brýn þörf sé á að ræða
bráða bót á þvf.
MEADOW P. O. 12, APRÍL 1901.
Héðanerfáttí fréttum. Yellfðan
allra; að sönnu hefir hér að undanförnu
gengið þungt kvef, ea er núirénun;
einnig hafa nokkrir hér í bygð legið f
lungnabólgu við og við í vetur, en þeir
síðustu þeirra eru nú f afturbata. Snjór
er hér um bil horfinn og Mouse River
farin að flæða upp á engi manna; en þó
eru enn ekki komin nein veruleg hlý-
indi.
Þann 3. þ. m. andaðist hér í bygð
konan Jóhanna Salmonia ^Gísladóttir
Árnasonar, sem nú býr f Svvan River-
dalnum, úr lungnatæringu, 23 ára
gömul. Hún var gift norskum manni,
K. Hage, pósthúshaldara, Hún var
jarðsungin 6. þ. m. að viðstöddum
fjölda manna fslenzkra og norskra, og
norskur prestur jarðsöng hana.
í gærdag gaf þýzkur prestur hér
saman tvenn islenzk hjón í félagshúsi
bygðarinnar að viðstöddu flest öllu
fólki úr bygðinni. Brúðhjónin voru:
Syeinn E. Westford og Helga Þórðar-
dóttir Benediktssonar; Sigurjón Áe-
mundsson og Katrín Jónsdóttir. Brúð-
kaupsveizlan var sú fjölmennasta og
ánægjulegasta. sem haldin hefir verið
í þessari bygð. Hún stóð yfir frá kl.
12 á hádegi þar til bjart var orðið næsta
morgun. Fyrir minni brúðhjónanna
mæltu Þorsteinn Jóhannesson og J.
Kristjánsson og E. faðir Sveins brúð-
guma, o. fl, Þar var sungið og dans-
að með ýmsum fleiri skemtunum. Að
lokinni veizlunni fóru allir boðsgestir
heim til sin glaðir og ánægðir: með
heillaóskum til brúðhjónanna.
E. J. B.
TINDASTÓLL, Alta., 15. April 1901.
Fréttir héðan fáar, enda óþarft að
bæta við það sem hinn ágæti fréttarit-
ari Hkr. hér í bygð ^endir henni jafn-
óðum og eitthvað ber til tíðinda, hvert
sem það viðkemur fólki, fénaði, afurð-
um landsins, verzlun, veðráttu eða öðr-
um algengum málefnum. Þann 10,
þ. m. skifti suögglega um veðráttu, brá
þá til vestanáttar með asa-hláku, svo
núeruhagar ágætii, eD ár og lækir
velta fram kolmórauð. I gær lögðum
við 3 á stað niður að Red Deer-ánni til
að sækja 2 ungfrúr: Miss Thorkelson
frá Winnipeg, sem á að verða kennari
við Tindastól-skólann. og Miss Lang-
ton frá Innisfail, til Hólaskóla. Við
áttum von á að þær yrðu keyrðar frá
Innisfail þangað. En þegar að ánni
kom var hún bráð-ófær, með stfflum
og jakaruðníngi og flóði á bæði lönd.
Við urðum þvf að hverfa frá ánni
kvennalausir að svo stöddu. Þegar
tíðin batnaði og hagar komn, voru
flestir landar hér í bygð heytæpir, sum-
ir enda höfðu fengið nokkra hjálp. Að
eins 5iandar voru aflagsfærir: Jeir St.
G. Stefánsson, Jósep Stephansou, Jón
Pétursson. Björn Björnsson ogG, Ein-
arssoh. Fjárhöld eru þó, mér vitán-
lega, alstaðar f góðu lagi meðal landa
vorra hér.
Framfarir í byggingaáttina hér
með langmesta móti þetta vor. Ýmsir
landar eru að byggja sér ný timburhús
í stað bjálkahúsanna, sem áður voru og
margir setja nú spónþök á hús sín f stað
torfs, sem áður var. Jón Jónsson lét
saga nokkuð af trjábolum siðastl, vetur
og seldi hann mörgum [bændnm bygg-
ingavið. en aðiir létu saga húsavið sinn
sjálfir.
Innflutningur fólks í þetta hérað
er með meira móti, aðallega frá Banda.
ríkjunum. Það flykkist inn f héraðið
í stórhópum, Margir eru menn þessir
vellauðugir og koma bæði með penfnga
og alla bóslóö sína. Tildæmis get ég
nefnt einn þeirra, er settist að 20 mílur
suðvestur af nýlendu okkar hér. Hann
keypti 6400 ekrur lands og 1500 bush.
af höfrum til bráðabyrgða til að fóðra
hesta sína. Ætlar hann að láta brjóta
upp 1000 ekrur strax á þessu vori.
Hann býst við að byrja búskapinn með
15000 f jár; kom hann með fjölda mesta
afhestum. Byggingaefni lætur hann
flytja til næstu járnbrautastöðva á
mörgum vögnum. Þetta dæmi ásamt
mörgum fleiri' sem nefna mætti sanna
það, að það eru ekki allir eins hræddir
við að byrja búskap i vestur-Canada,
eins og ritstj. Þjóðólfs læst vera þegar
hann f blaði sínu er að fæla landa sina
frá því að hugsa ril Ameríku-ferða, og
með hjálp þeirra, sem í blað hans rita
héðan að vestan. — Herra Stephan G.
Stephanson, Fjallasdáld’ð okkar f A1
berta, en nú að taka hór manntal og
fjárhagsskýrslur. Væri það sannarlega
fróðlegt, ef Wiunipeg-blöðin tækjn út-
drátt úr þeim um landa hér. Ef við
hefðum byrjað búskap á Islandi eins
fátækir og við byrjuðum hann hér, er
ég viss um aö flestir af oss hefðum farið
á hreppinn. En þessar skýrslur Steph-
ans, sem eru áreiðanlega sannar og
-óttar, syna hvernig vór st.öndnm efna-
lega. Skýrslur þessar ættu helzt að
prentast f Þjóðólfi, samhllða barlómss
pistlunum frá nafnlausam vesalmenn-
um og rógberum hér vestra, svo íandar
á íslandi fengju að sjá báðar hliðar, þá
björtu ekkij sfður enn þá dökku, og
gætu svo sjálfir borið það saman við
landbúnað íslands.
Heilbrigði manna allgóð. — Þessir
hafa dáið á árinu 1901: Jón Einarsson
og Hólmfriður Jónsdóttir; fylgdu henni
20 pör hesta, hlaðin fólki, og nokkrír
lausríðandi menn, til grafar. Sigurð-
ur Árnason, úr Hrútafirði; öll á átt-
ræðisaldri. Þauhjón, Kristján Jóns-
son og Guðfinna kona hans, er fluttu
i fyrra búferlum frá Hensel, N. Dak.,
til Alberta-nýléndunnar, mlstn 26.
Janúar síðastl. 18 mánaða efnilegan son
sinn, Clarence að nafni. Er það 10.
barnið, er þau hjón hafa mist; eiga þó
3 eftir enn á lífi: 2 drengi og 1 stúlku.
Mér þykír leitt hve lítið kemur af
þingræðum helztu ræðumanna á þingi
í Ottawa. Alt þessháttar þarf hver ís
lendingur, sem vill fylgjast með i póli-
tík, að sækja f ensk blöð, en “blindur
er bóklaus maður“, og ekki trúandi
atkvæðasæölum um kosningar, þótt
fróðir kunni að vera um landsmál. —
Ræður um járnbrautarmálin og um
afnám skattfríunar á C, P. R. löndum
þann 23. Marz og þá um nóttina, ætti
hver atkvæðisbær landi að kynna sér
nákvæmlega, og umræður út af fjár-
malaræðum eru fróðlegar, sérstaklega
ræður þingmanna frá Manitoba og
Norðvesturlandinu;en þá mega íslenzku
blöðin ekki vera hlutdræg i flokkapóli-
tfk. Slikum blöðum trúa fáir degi
lengur.
J. B.
Nokkur orð um glæpi
og glæpamenn.
Niðurl.
Skammsýnir menn munu álíta slíka
aðferð heigulshátt og sprottna af
hræðslu við mótstöðumanninn. Því er
öðruvfsi varið. Það útheimtir marg-
falt meira hugrekki að fyrirgefa óvin-
inum, en að berja hann. Allur kjark-
ur og rsanndómur er ekki í því innifal-
iun—eins og sumír ætla—að temja sér
það heiftaræði. er setur þá jafnhliða
skynlausum skepnum.
Hinir beztu menn eru jafnan hinir
hugdjörfustu. Góðleiki og djörfung
lefðast hönd f hönd og eru hinir mestu
mannkostir.
Hér er eftirtektavert og átakanlegt
dæmi, er átti sér stað f einu af fangels-
um Bandaríkjanna fyrirnokkru síðan.
Einn af föngunum, sem álitinn var
“hertur siðleysingi” og ósvífinn þorp-
ari, hafði það á orði að hann hefði
strengt þess heit að myrða fangavörð-
inn. Þetta komst til eyrna varðarins,
sem var hinn bezti drengur, og bar
góða samvizku fyrir því að hann aldrei
hafði vfsvitandi móðgað mann þenna.
Hann lét kalla fangann fyrir sig við-
stöðulaust; en i stað þess að beita við
hann hörku og oíbeldi, sem oftast á sér
stað i tnkthúsunum undir slíkum kring
umstæðum, sendi hann alla gæzlu- og
aðstoð armenn sína á burt og tók hann
afsiðis, verjulaus og með öllu óttalaus,
og ávarpaði hann á þessa leið: ‘‘Ég
hefi heyrt að þú hafir strengt þess heit
að drepa mig. Er þaðsatt?” Band-
inginn hengdi niður höfuðið og stein-
þagði. “Hefir þú nokkra ástæðu til að
hafa slíkar hótanir i frammi ?” Ekkert
svar. “Hefi ég ekki æfinlega breytt við
þig eins og góðum dreng sæmir?” Enn
ekkert svar, en tár byrjuðu að rénna
renna niður kinnar fangans. Ef til vill
þau fyrstu er hann hafði nokkru sinni
grátið á æfinni. Hið hárbeftta vopn
góðleikans og mannúðarinnar hafði
riðið að fullu og drepið djöful þann sem
ofóeldi og harðstjórn hafði áður rótfest
í hjarta hans, allar hans næmu tilfinn-
ingar streymduinn í hjarta hans i stað
djöfulsins. Hann gat ekkert séð í svip-
inn nema sitt eigið lítilsvirði í saman-
bnrði við slfkt manngöfgi. Hann rétti
fram báðar hendur og bað vörðinn inni-
lega fyrirgefningar—sem honum var
fljótlega veitt. Þeir tóku saman hönd-
um og skildu sannir vinir. Fangi þessi
tók algerðum stakkaskiftum eftir þetta
og varð góður maður og fyrirmynd
annara í breytni. Hann er frjáls mað-
ur uú og einn af beztu og gagnlegustu
borgurum landsins.
Ef allir fangaverðir og þeir aðrir,
sem við umsjón sakamanna eru riðnir,
fetuða í fótspor þessa göfuga drengs, þá
mundi glæpum og öllum þeirra vondu
afleiðingum fækka, þá væri stórt stig
stigið til betrunar og heilla mannkyns-
ins.
Sem annað dæmi i átt kenningar-
innar: Elskið óvini yðar, get ég tilfært
aðför Búa gagnvart Bretum, þegar
þeir létu brjóstsykur dynja úr fallbyss-
um sínum yfir herbúðir þeirra um jóla-
leytið, ég get fmyndað mér að margur
maður brosi i kampinn við siíku og áliti
það lítilfjörlegt spaug, ef vér gætum
rétt að, munum vér sjá að þetta athæfi
BúanDahefir afarmikla þýðingu. Ef
þér takið að tali þá hermenn Breta, er
urðu fyrir þessum veitingum þessuvið-
víkjandi. mundu þeir ef til vill svara:
Þrátt fyrir hreysti og hetjumóð Bú-
anna, og dugnað þeírra á vfgvellinum,
þá fyrst urðum vér fyllilega varir yfir-
burða þeirra yfir oss.—Þessi litla jóla-
gjöf var talsmaður Búa, talsmaður
huga þeirra og manngöfgi, og mælti á
1-essa leið:
“Vér berum enga óvild til yðar.
Vér erum vinir yðar, þar vér þekkjum
yður rétt. Þér eruð skammsýnir og
sjúkir og þess vegna ofsækið þér oss.
Vér erum fámeunari en þér og verðum
því að líkindum að lúta yður um síðir f
vopnaviðskiftum. en alt fyrir það skul-
um vér sýna yður að yér erum menn”.
Þessi litla og hugrakka þjóð i Suður-
Afrikn, sem berst fyrir frelsi sínu og
jafnrétti, sem allir menn eiga heimting
á, við hið mesta stórveldi heiœsins,
hefir með þessu litla tákui sýnt heimin-
um þá mannúðar yfirburði, sem ekki
eiga sinn líka i veraldarsögunni.
Þegar samau er borið siðferðislegt
ástand ýmsra þjóða, munn menn kom-
astaðraunum að þar sem strangri
hegnfngu og hörku er beitt, þar er sið-
menningar ásigkomulagið á hinu lægsta
stigi.
Þetta ætti að vera mönnum nóg til
fullvissu um þann sannleika að hegn-
ingaraöferðin'er röng, Tökum t. d.
dauðahegninguna, eftir aðhún var af-
numin á íslandi, munu jafnvel færri
morð hafa átt sér þar stað sfðan en um
þær mundir, sem menn voru þar aftekn-
ir fyrir glæp sinn.
í þeim ríkjum Bandarfkjanna, sem
dauðahegning hefir verið burtnumin,
eru morð og önnur hryðjuverk ekki til-
tölulega meir framin en í þeim ríkjum,
sem aftökur eru löggildar. Þetta mun
satt vera, og svo mun vera víðar. Hvað
er þá unnið við að úthella blóði manna?
Það að svala heift þeirra og hefndar-
girni, sem menn eru smittaðir af, þvf
að í því er engin siðbót innifólgin.Þess
konar líflát eru hverri þjóð til mestu
svívirðingar. Ég hefi heyrt talað um
líflát manna með galsa miklum, alt eins
og umræðuefnið væri slátrun uxa eða
þvf um líkt. Margir þeir er svo tala,
hafa ekki einn hundraðasta part mann-
gildi sumra þeirra manna, er drepnir
hafa verið á slíkan hátt.
Ég hefi umgengist glæpamenn af
öllum tegundum um nokkur undanfar-
in ár, og kynt mér eftir megni eðlisfar
þeirra og háttu. Fangar eru misjafnir
menn eins og búast má við, en fundið
hefi ég á meðal þeií-ra 1 góðan dreng—
ef ekki betri til jafnaðar en á meðal
hinna frjálsu og g ó ð u! Fundið hefi
ég þá tiltölulega einbeittari og hreín-
skilnarl. Á meðal þeirra hefi ég fundið
hina skynsðmustu og framsýnustu
menn, sem hafa talað um ástand sitt á
kurteisarf og viturlegri hátt en ég hefi
nokkru sinni áður heyrt um slika hluti
rætt. Þannig eru “þorparar" þeir sem
þér fyrirlítið, og hafið hent úr vegi yð-
ar sem úrkasti og óþverra! Þannig
tala menn, sem þér ekki virðið viðtals,
menn sem þér ofsækið með hræsni yðar
og óréttvisi!
Mundi þér ekki ógna félagi góður,
ef einhver segði þér að hundurinn, sem
sxríður við fætur þér, só svo miklu
betri en þú, að þú sért vaila þess verð.
ur að vera í návist hans? Ef þú lemur
hann, fyrirgefur hann þér samstundis
og sleikir hönd þína; þá hönd, er barði
hann. Þá grimd og krafta heflr hann
samt til að bera, að í stað þess gæti
hann ráðist á þig og rifíð þig á hol !
Nú hefir yfir þig upprunnið morg-
un nýrrar aldar og nýrrar tíðar. Árdeg-
isstundir er upphafsstund allra dags-
verka; hún er hin bezta stund, á henni
hefir verið hugsað og framleitt hið
bezta og göfugasta i heimínum. Um
kvöld og næturskeið hefir flest hið svf-
virðilega verið framið, Láttu hinn
hreina og ferska morgunblæ 20. aldar-
innaar leika um sálu þfna og blása á
burtn alt ryk, sem þar hefir sezt f næt-
urhúmi og dvala liðins tfma. Byrjaðu
nýtt dagverk með nýjum kröftum,
uýja tíð með nýjum móð. Það eru sál-
arkraftar þínir, sem þú þarft að æfa;
það eru þeir einu kraftar, sem gera þig
að manni. Lærðu að lifa svo að hver
hreyfing þín gefi þér nýtt fjör og nýjan
styrk, svo að hvert spor þitt og athöfn
geri þér lífið yndislegt og sæluríkt, og
þess virði að það sé lifað.
Brúkaðu heilann, Hugsaðu út í
það óendanlega. Lyftu hugsjón þinni
út yfir alla áður þekta veröld inn i ný-
an heim. Leitaðu eftir þekkingunni,
þá muntu fínna elskuna. Þekkingin er
hinn eini sanni fulltrúi elskunnar á
manni. Þektu sj álfan þig, þá muntu
elska þig sjálfan, því þá hefurðu full-
vissu um að þú ert í raun rettri mikils
virði. Á meðan þú ekki þekkir sjálfan
þig, er lífið þér óbærilegt. og þú hatar
þig sjálfan. Þektu bróður þinn, þá
muntu elska hann, þá getur þú ekki
lengur lifað rólogur þegar hann kvelst.
Þá muntu yfirgefa sællifi þitt og glaum
og þjóta honum til hjálpar hvar sem
hann er staddur og koma honum á það
stig f lífinu, sem þú hefir sjálfur tekið,
þá muntu þjóta inn i fangelsi öll og
dýpstu svarthol og alla aðra staði þar
sem 1 if hans er verra en dauði, og lyfta
honum upp, ekki með Bibliu í höndum
—ég vil taka það hér fram til að afstýra
öllum misskilning, að þótt ég ekki fa.ll-
ist á kenningu ritningarinnar, þá ber
ég enga óvild til kristindótns eða þeirra
manna, er hann játa, hvorki klerka eða
leikmanna. Eg virði og elska séra
Mattías Jochumson—sem ég hefi aldrei
séð—þótt hanniprestur sé, vegna þess
að siarf hans er í rétta átt, og ég álft
hann einnjmeðal hinna fremstu manna,
sem nú eru uppi; sálargildi allra manna
er lfkt f mínum augum, það eru verk
þeirra sem[ég elska eða hata, eftir því
hvort þau eru góð eða vond.
Það er eins gott og göfugt að þú
gerir þér háar og dýrlegar vonir, eins
og það er bðlvað að breytni þin geri þig
óverðugann þeirrar sælu, er trú þfn lof-
ar þér.
Ég[ávarpa pví alla kristna menn á
hinn kurteisasta hátt, og fullvissa þá
um, að ég geri engan mannamun. Ég
ráðlegg þérþvfaðhaga seglum eftir
vindi þegar þú leggur upp á staði spill-
ingarinnar. Hafðu ekki Biblíu í hönd-
útn — hvað góður maður sem þú ert.—
Þú verður óðar misskilinn; þú mundir
þá fæla frá þór allan þann fjölda, sem
hr æsninnaryfirskyn hefir gert vonlausa
og harðbrjósta. Þeir líta svo á að ját-
endur[kristninnar hafi svikið þá einna
mest í trygðum, af þvi þeir lofuðu þeim
mestu, en yfirgáfu þáþegar i nauðirnar
rak. Farðu einungis með mannúð f
hj artanu, hún leynir sér aldrei. Allir
menn skilja hana samstundis, hve djúpt
sem þeír hafa sokkið. Eftir að þú hef
ir náð bróður þinum við hlið þér, get-
urðu kent honum tru þína ef þér líkar,
ef hún er hrein og hræsnislaus eru mjög
rniklar, líkur tilað hann fallist á hana-
Neyttu að eins mannúðarinnar fyrst.
Allir menn sem á jörðunni lifa—af
hvaða lit, hvaða þjóðflokki, og hvaða
stigi og stöðu sem þeir eru, eru bræður
og systur, ekki beinlínis vegna þess að
sú trú ríkir að vér sréum allir aíkom-
endur einna foreldra, heldur vegna þess
að vér erum menn,ein f jölskylda breidd
út og stráð ni lur hór og hvar á
hnettinum. Aðal skilyrði fyrir því að
hinn réttu grundvallar atriði sannrar
fágunar og þjóðmenningar sé náð er
það að allir menn kanníst við þenna
mikilsverða sannleika og breyti sam-
kvæmthonum. Þegar allir menn hafa
tekið sér þá lífs stefnu að sýna hver öðr
um umburðarlyndi, jafnaðargéð, vel-
vild og hjálpsemi sem alt sprettur af
bróðurlegum kærleika, þá munu glæpa-
verk, eymd, skortur,—og yfir höfuð alt
sem frá byrjun heimsins fram á þennan
dag hefir verið m&nnkyninu tilsvívirð-
ingar og niður-dreps hverfa úr sögunni
þá gætuð þér gert land hreinsun mikla
og rifið facgelsi yðar niður til grunna.
Þér hafið nógu lengi hlekkjum fjötrað
og fótum troðið bræður yðar og sam-
ferða menn—sem þér ekki getið veiið
án—í stað þess að gera þá að mönnum
eins og yður var mögulegt. Þá fyrst
hefir stórkostleg framför átt sér stað,
því það er undirrót allra annara fram-
fara. Þá mundi visindum og mentnn
fleygja fram meðmarg falt meiri hraða
en nokru sinni áður.
Maandygð yrði þá blettlaus og
þýðingar mikil og mannkynssagan
skráð gullnu letri af upprennandi kyn-
slóð um komandi aldir.
Erlendur Július Ísleifsson
Sigríður Emilía Halldórs-
dóttir dáin.
Hún var fædd 11 Ágúst 1854 á Fét-
ursstöðum Langanesströndum. For-
eldrar hennar voru Halldór HalldórsSc.n
frá Blika blómi á Melrakkaslettu og
Ingibjörg Jónsdóttir ættuð úr Reykja-
dal. Þriggja vikna var hún tekin til
fóstur af móður systur sinni Hólmfrífi
Jónsdóttir við Ytralón á Langanesi.
Hún giftist 1878 frænda sínum Bjarna
Jónssynifrá Blikalóni. Þau eignuðust
tvo syni Zoffonías og Jón sem dó ung-
ur, Zoffonías er í Suður-Afriku með her
Breta. Þau hjón komu til Ameriku
1886 og hafa lengst af veriðí Calgary.
Fyrir 7 árum fór heilsa hennar að bila,
og þrátt fyrir allar tilraunir henni
til hjálpar fór henni hnignandi. Hún
var að öðru hverju síðustu árÍDá sjúkra
húsinu í Calgary, og seinast á sjúkra
húsiuu í Medicine Hatt. þaugað til son-
ur hennar gekk í herir. þá flutíi maður
henuar hana norður í íslendÍDga bygð í
Alberta til skild fólks hennar.lhvar strið
hennar endaði 17 Marz sl. á heimili Sig-
fúsar Guðmundssonar.
Sigriður Emilía yar góð kona ásirík
móðir og trygg vinum og vandrmönc-
um, sem nú geyaa minningu hennar í
heiðri.
V. H.