Heimskringla - 25.04.1901, Blaðsíða 4

Heimskringla - 25.04.1901, Blaðsíða 4
HEIMSKBINGLA 25. APRÍL 1901. G C- LONG, 458 MAIN ST-. Rétt nýlega fengið allar nýjustu o« fegurstu tegundir af karlmanna eg drengja fatnaði. Svartar og bláar karlamanna yfirfatnaðir með ein- eða tvíhneptum vestum. Þessir fatnaðir eru sniðnir og saumaðir af beztu skröddurum. Ágætir “Worsted”, “Serge” og “Tweed”-fatnaðir með ýmsu sniði. Allar nýjustu og beztu tegundir af yfirfrökkum úr “Whipcord”, “Yenice” og “Covert”-dúkum. Hattar harðir og mjúkir af öllum tegundum. Skyrtur, hálstau og alt annað er lítur að karlmannafatnaði. Islenzkur afhendingamaður í búðinni. Komið og skoðið. Allar vörur með sanngjörnu verði. Q. C. Long, - 458 Main St. ODÝR FOT! Til hvers er að brúka búðarfatnað þegar þér getið fengið föt yðar búin til eftir máli fyrir sama verð, Komið og látið oss skýra fyrir yður hvernig vér fðrum að skaffa yður ágæta fatnaði úr beztu efnum, sniðna eftir máli yðar og saum- aða á vandaðasta hátt, fyrir $10.00 hvern alfatnað og þar yfir. Einnig hreinsum vér og litum og breytum gömlum fötum. Will S. Beggs umboðsmaður fyrir The Crown Tailoring Co. Ltd. 127 Albert Street, Bak við Leland Hotel. P. «. Box 704 R. fl. TODD, LANDSÖLUAQENT, No. 1 Freeman Bi.ock .... 490 Main St. Er að hitta á skrifstofunni kl. 9 f. h. til 6 e. h. og 7 til 8 e. h. Þriðjudaga, Fimtudaga og Laugardaga. Bæjarlóðir til sölu viðsvegarí bænum, með góðu verði og vægum afborgunar-skilmálum. Sömuleiðis ábýlisjarðir á ýmsum stöðum. Skrifið til, eða hittið að máli K. M. TODD, eða K. OLAFNSOff, 490 Main St. Næstu dyr við Ryan Block. Leikflokkur “Skuldar‘‘ leikur “ÆVINTYRI Á GÖNGrUFÖR“. Mánudaginn 29 April; Þriðjudaginn 30. “ Fimtudaginn 2. Maí UNITy" H LL (horninu á Pacific Ave. og Nena St.). Aðgöngumiðar 25c. og 35c. fyrir fullorðna, og 15c. fyrir born innan 12 ára. Aðgöngumiðar verða til sölu í búð Mr. II .S. Bar«lal 557 Klgin Ave Salan byrjar á föstudagsmorguninn 26. April og verða þá aðgöngumiðar seldir fyrlr öll kvöldin. Sæti i leikhúsinu verða öll númeruð og verður uppdrátt- (plan) af þeim til sýnis við “Tickets”- söluna. — Hljóðfærasláttur (Orchestra) milli þátta. Winnipesf. „ALDAMÓT', Nýttleikrit i ljóðum eftir séra Matias Jochumson er ný pre- ntað í Winnipeg á kosnað Ólafs S. Þor- geirssonar, prentara Lögbergs. Kostar í kápu 15 cents. 28 bls. og með mynd höfundarins. Herra Eyjólfur Eyjólfsson, sem um mörg undanfarin ár hefir búið að 522 Notre Dame Ave., er nú fluttur i hús á horninu á McDermot Ave og King St. Nr. 285. Mrs Helga Sigurðsson úr Argyle- nýlendu andaðist hér á spitalanum þaan 18. þ. m. Ves&japappir OÍ |al Meiri byrgðir hef ég nú af veggjapappír en nokkru sinni áður, sem ég sel fyrir 5 cents rulluna og upp. Betri og ódýr&ri tegundir en ég hef áðrr haft, t. d. gyltur pappír fyrir 5 eents rúllan. Ég hef ásett mér að selja lönd- um mínum veggjapappír með 10 per cent afslætti mót peníngum út í hönd í næstu 2 mánuði,—Einnig se mál, hvítþvottefni, málbusta og hvítþvottar-busta fyrir lægta verð.—Ég sendi sýnis- horn af veggjapappír ti manna lengra burtu ásamt verðlista. Pantanir með póst- um afgreiddar fljótt og vel. 5. Anderson, 651 Bannatyne Ave., Wpg. Finnbogi Finnbogason og bróðir hans, frá Arnes P. O. voru hér á ferð i síðustu viku, Finnbogihelt heimleiðis á föstudagin var. Sagan ’’Lajla” er nú innbund- in á skrifstofu Hkr. Þeir sem eiga til kall til hennar gjðri svo vel að gera oss aðvart um það með póst spaldi svo vér getum’sent þeim hana sem fyrst. 16 vesturfarar frá íslandi koma til Winnipeg 18. þ. m. frá Reykjavík og nærliggjandi héruðum. Þeir [segia tíð- arfar gott á íslandi í vetur, og vestur- farahug allmikinn í fólki þar, en færri mundu komast vestur í sumar en vildu —þó búist við talsverðum útflutningum þaðan. ____________ Rögnvaldur Rögnvaldsson frá Nýja Islandi dó hér á spítalanum í Winnipeg 20. þ. m. úr tæringu. Séra Bjarni Þór- arinsson jarðsöng hann á mánudaginn var. ___________ James Stewart. umsjónarmaður vatns og ljósa i Winnipeg bæ, hefir gef ið skýrsiu um kostnað við rafljós bæjar- ins frá 17. Febrúar 1900 til jainlengdar þessa árs. Sýnir skýrslan áð ijós bæj- arins hafa kostað $13,922.50, eða l9Jc. hvert ljós á hverju kvöldi. Aður kost- uðu þau 45c. hvert ljós, meðan einok- unarfélagið gamla hafði þau. O’Connor, rakari sá er tekinn var fastur hér í bænum fyrir nokkrum dög- um, kærður fyrir að hafa haft leyni- mök við ungar stúlkur, var 22. þ. m. dæmdur í 20 áre fangelsi. Dómari Richards sagði að af þvi fanginn væri orðinn svo gamall (48 ára) bá ætlaði bann að fríja hann við hýðingar, sem hann þó væri maklegur. Dómarinn kvaðst hafa þenna fangelsisdóm svo harðan að hann gæti orðið öðrum til viðvörunar. Ef aðrir fremdu svipaðan glæp, mættu þeir yænta hýðingar á- samt fangelsi. Sumardag- inn fyrsta 25. April 1901 verður haldin dans-samkoma á Hutching’s Hall, horninu á Main og Market Sts.—Dans- innbyrjar kl. 8.30.—samkom- an er fyrir íslendinga ein- göngu. ---- Inngangseyrir 25 cents. íslenzkt “Orchestra” spilar fyrir dansinn. Útburður í Fort Rouge. 2. daga gamalt uugbaru fanst þar í síðustu viku Þaðvarvafiði götnlum tuskum. Eng- inn veithver átt hefir þetta barn, eða hvort það var lífs eða liðið þegar það var borið út. — Þessir útburðir í Win- nipeg eru orðnir helzt til tíðir, og þær mæður, sem verða uppvísar að slíkum glæp, mega búast við maklegri refs- ingu hvenær sem það kemst upp. Sjónleikurinn “Æfintýri á göngu- för’1, sem auglýsturer í þessu blaði, að leikinn verði á Unity Hall á mánud., þriðjud. og föstudag í næstu viku. verður væntanlega vel sóttur. Þessi leikur hefir náð miklum vinsældum meðal landa vorra hér og ættu því sem flestir að sækja þenna leik og með því hjálpa málefni stúkunnar. í síðustu viku voru hér í bænum nokkrir ferðamenn s nnan úr Banda- ríkjum. Þeír voru erindrekar fólks í Norður Dakota, Suður-Dakota, Iowa, Ohio, Minnesota, Missouri og Kansas og fleiri fylkjum, til að líta eftir hæfi- legum bújörðum fyrir þaðog einnig til að kaupa lönd. Þessir Imenn hafa á orði að kaupa stóralandfláka í Manitoba helzt af þeim löndum sem fylkisstjórn- in á, með þeim asetningi að selja þau aftur og græða á þeim. Segja þei að fólk syðra hafi augastað á þessu fylki og að síðan það sé víst orðið að fylkis- stjórnin ætli sér að ráða flutningsgjöld- um með brautum, svo að ibúarnir geti komið nauðsynjavörum að og frá_ sér með sanngjörnum kjörum, þá megi bú- ast við að innflutningar fólks í fylki þetta verði stórkostlega miklir í ná- lægri framtíð. RAFURMAGNSBELTIN GÓÐU fást á skrifstcfu Heimskringlu, kosta $1,25 hér í landi, en $1,50 send til Is- lands, fyrirfram borguð. Þau lækna allskonar gigt og taugaveiki og flestar líkamlegar þjáningar, færa nytt lif og fjðr um allan líkamann og eru einkar styrkjandi í öllum kvennsjúkdómum. Endast æfilangt, fara aldrei úr Jagi og lækna í 95 af hverjum 100 tilfeílum. Þeir sem vildu fá sér þessi belti, ættu að gera það sem fyrst, áður en verð þeirra hækkar. Þau kosta sama og ekkert móts við meðöl, en gera marg- falt gagn. Innfluttninga umboðsmaður ríkis- stjórnarinnar hér í bænum segir oss að fargjöld frá íslandi til Winnipeg_ verði í sumar eins og í fyrra, að eins $35 fyrir hvern fullorðin farþegja. Fólk er vildi senda fargj^ld til vina sinna eða vanda- mannna á Islandi getur afhent þá pen- inga á Innflitjendahúsið hér og sér agentin um að fólkið komist vestur. En ef þeir geta ekki komið þá verða pen- ingarnir borgaðir úthér tafarlaust, svo að sendendur þurfaekki frv. aðbíðaeft- i ir endur borgun peninga sinna 1 marga mánuði eins og kom fyrir þá sem sendu heim peninga í fyrra sem ekki voru notuð til fargjalda. Óli Þormóðson og kona hans fluttu alfarin héðan úr bænum vestur til Se- attle i á mánudagin var. Af þvf að ég hefi stækkað að mun bakarabúð mina og innréttað í henni 2 herbergi fyrir veitingar, þá skal ég hér meðbenda unga fólkinu á (og þeim eldrilíka), að eftir 1. Maí verður hægt að fá hjá mér allskonar svaladrykki, fs- rjóma og ýmsar tegundir af aldinum og ýmsu fleira, sem ég hefi ekki verzlað með áður. Serstök áherzla verður lögð á að vanda sem mest tilbúning á TceCream' (engin frosin mjólk). Búðinni haldið opioni til kl. 10—11 á kvöldin. P. S. Ég hefi góðar kartöflur til sölu, sendar út til lysthafenda, ef tekið er minst 1 bush. í einu. G. P. Thordarson. foödöine Restaurant Stærsta Billiard Hall í Nor ð - vestrlandinu. Fjögur “Pool”-borð og tvð “Billiard”- borð. Allskonar vin og vindlar. Lennon & Hebb, Eigendur. *•*•#**•**••***#**•»** #*#• | DREWRY'S I W # # # i # # # # # # # # # # # # # # nafnfræga hreinsaða öl “Freyðir eins og kampavín.” Þett er óáfengur og svalandi sælgætis- drykkur og einnig bið velþekta Canadiska Pilsener Lager-öl. Ágætlega smekkgott og sáínandi f bikarnum xiáJlr þ«asir drykkir er seldir i pelaflöskum og sérstaklega ætl- aðir til neyzlu í heimahúsum. —3 dúsin fieskur fyrir $2.00. Fæst hjá öllum vin eða ölsölum eða með því að panta það beint frá REDWOOD BREWERY. EDWARD L- DREWRY- Mnimfacinrer A Importer, WIHNlFECt. ########################## ##################### ##### # # # 9 # # # # # # # # # » # # # t i # # # # # # i # # # # f #################### ###### Areiðanlega það bezta er Ogilvie’s Mjel. Sjáið til þess að þér fáið OGILVIE’S. Peningar lánaðir gegn lægstu gildandi vöxtum. Hus og lóðir til sölu með vægum tímaborgunum. ^ Eldsabyrgdar umboðsmenn. J CARRUTHERS, BROCK & JOHNSTON, CONFEDERATION LlFE Bl.OCK 471 MaIN St. WlNNIPBG, MAN. Aray and ilíavy Wiraijei Creamery & Proflnce Co. LIMITED. Heildsala og smásala á tóbaki og vindlum. Vér höfum þær beztu tóbaks og vindla- byrgðir sem til eru í þessum bæ, og selj- um þær ódýrara en aðrir. Enda gerum vér meiri verzlun en nokkur annar. Vér óskum eftii viðskiftum yðar. I Brovu & Co. 541 Main Str. THE CRITERION. Beztv vín og vindlar. Stærsttog bezta Billiard Hall í bænum. Borðstofa uppi á loftinu. JohnWilkes, eigandi Rm nrlnn / Sendið rjómann yðar Dœnuur: á elsta. stærsta og beztstjórnaða smjörgerðarhúsið í Mani" toba. Starfsaukning 400% á 4 árum. Vér ábyrgjumst að gera viðskífta- menn ánægða. Fullar upplýsingar fást með því að ritta til 240 KING ST. WINNIPÉG. Union Brand HEFIR KAUPIÐ ÞETTA jEAy| EKKERT MERKI ANNAÐ 138 Lögreglspæjarinn. sinn hafi verið frakkneskur, en móðir sín þjóð- versk, og þau séu bæði dáin. Þetta stendur heima við það, sem Hermann hafði sagt um foreldra sína, og de Verney býst við að hún sé systir hans. “Hversu gömul eruð þér?” spyr Þeofolus. “Tuttugu ára”, svarar hún hiklaust. “Ef hún segir rétt til aldurs síns, þá hefir mér skjátlast um tvö ár”, hugsar de Verney. “Það er nú aldrei að marka hvað kvennfólkið segir þegar tíl þeirra sálma kemur! Annars gerir þetta ekkert til”. Þeofolius spyr bvort hún hafi altaf átt heima i Paris eða Frakklandi, og kveðst hún hafa átt heima í Paris þangað til hún var fimtán ára, þá bafi móðir sín faríð með'sig til Þýzkalands. en faðir sinn hafi dáið þegar hún var kornung. Hún kvaðst hafa átt heima í Heidelbergog Strasborg. Móðir sín segir hún að hafi dáið fyrir þremur árum, en Ágúst Lieber skjólstæðingdr sinn hafi fiutt með sig til Paris fyrir mánuði. í Þýzka- landi kvaðst hún hafa verið kennari við kvenna- skóla, en í Paris sé starfi sinn að selja blóm. Hún kvaðst oft hafa orðið fyrir glettum ungra manna, sem þóttust vera sakleysið sjálft, þó hefði það aldrei verið neitt alvarlegt fyr eu í dag að einhver óþokka piltur hefði ráðist á sig. Hún lýsir herra Microbe all illa og ber honum ó- vægilega söguna — og segir að Ágúst Lieber skjólstæðingur sinn hafi til allrar hamingju kom ið og rekið þrælinn í bort. Hún segir að herra de Verney hafi komið keyraadi þegar sem hæst Btóð og séð á leikinn, og ef hann hefði komið áð Lögregluspæjarinn 143 tuskum, og Ágúst er fær um að mæta hverjum sem vera vill”. Þessi síðustu orð segir hún dremhilega. Viðkvæmnishlær kemur á augu hennar, eíns og hugsunin um Ágúst hafi fram- leitt eitthvað sem hulið var í huga hennar. De Verney hefir ekki tækifæri til þess að veitahenni frekari eftirtekt, því Ágúst hefir fylgt Þeofólius til dyra og kvatt hann og kemur svo inn í dag- stofuna. Allan tíman sem de Verneyhefír verið þarna inni, hefir hann haft að eins eitt í huganum, það er að reyna með öllum mögulegum ráðum að komast eftir hvort þau Ágúst og Louisa muni hafa í hyggju að lífláta keisarasoninn á morgun. Nú þykir honum sem hann hafi hugsað upp ó- brigðult ráð. Hann hefur máls af nýju og seg- ir: "Þið leikið hæði á hljóðfæri!” og um leið lit* ur hann á fortepianó og fíólin í stofunni. “Ég leik stundum þýzk lögá fíólínið”, svar- ar Ágúst, “og hvað Louiau snertir------” “Ég heyrði til hennar þegar ég kom”, tekur de Verney fram í; hann snýr sér að Louisn og segir: “Langar yður t.il að koma ásarat skjól- stæðÍDgi yðar og hlusta á Aðallín Patti annað- kveld?”. Louisa verður glaðleg á svipinn, blóð- roðnar og segir: ,“Oh ! ó !” Én Ágúst tekur fjam i fyrir henni og Begir: “Fara í leikhúsið! Það yrði faileg lest! Hver einasti strákur yrði vitlacs utan um blóm- sölumeyna og ég yrði líklega að fást við tólf eða fimtán þrælmenni í Istaðicn Jfyrir þessa einu druslu, sem égfékst við í dag !” 142 Lðgregluspæjarinn. næst kallar hann á Þeofolius með sér inn i eld- hús og gefur honum glss af öli. Gamla konan fer með þeim inn í eldhúsið og kötturinn á eftir. De Verney var einnig boðið þangað inn, en hann þáði það ekki, og er hann nú einn eflir hjá Lou- isu. Hún lítur á hann, en snýr sér undan aftur eins og hún annaðhvort sé feimin, eða vílji ekki látahann taka eftir því, Hún blóðroðnar og segir lágt: Þér—þér hafið sýnt mér mikla vel- vild og vináttu, herra de Verney; það hefði ekk ert orðið úr mér hefði ég átt að mæta fyrir réttí og segja þar frá þessu öllu í viðurvist ótal votta Ég þakka yður fyrir—ég þakka yður innilega fyrir !” Hún leit til hans ásthýru auga og rétti honum litlu, fallegu hendina. Það var ómögu- legt að ætla nokkrum manni svo mikla sjálfsaf- neitun að gefa því engan gaum. Hann kysti á hendina á henni eins og siður er á Frakklandi og segir með frakkneskri kurteisi: “Fyrir yður væri mér ánægja að gera miklu meira”. Þegar hann kyssir hönd hennar titrar hún lítið eitt; svo kippir hún henni skyndilega að sér. De Verney lítur framan í hana, hún er föl eins og nár. De Verney er eld’-auður í andliti. Hann slær út í aðra sálma og segir: “Mér þykir hann vera hugaður hann Ágúst Lieber skjólstæðingur yðar, að þora að mæta grímu- klædda glímumanninum !” Á meðan hann talar þessi orð hefir hann stöðugt augun á Louisu. "Þora að mæta honum?” svarar hún gremju- lega og lítur á h.ann heiftaraugum. “Þora að mæta honum ? Ég mundi fyiírlíta hann ef hann þyrði það ekki. Mér.'geðjast ekki að neinum Lögluspæjarinn. 139 ur en önnur hjálp hauðst, þá hefði hann óefað frelsað sig. Þegar Louisa segir þetta síðasta, gefur hún de Verney hýrt auga. “Þetta er nóg, býst ég við”, segir Þeofólius. “Éghefi aldrei yfirheyrt unga stúlku, sem skýrðl gleggra nó greinilegar frá öllum málavöxtum, en þér hafið gert. ,Þá tekur hann að yfirheyra Agúst. “Hvað heitið þér?” spyr Þeofólíus. “Ágús Lieber”. “Hversu gainall eruð þér ?” “Þrjátíu og eins árs”. “Hvar eruð þér fæddur ?” “í Sarnborg í Alsace”. “Hafið þér nokkurt sérstakt starf á hendi?1 “Éger kennari í leikfimis- og aflrauna- iþróttum—kendi í Strasborg þangað til fyrir mánuði”, og það sást glögt og heyrðist að Lie- ber var töluvert upp með sér Þegar hann sagði þetta. “Og hvað hafið þar gert síðan ?” “Ég hefi verið í Paris og ér blómsölumaður nú sem stendur, og hefi blómsölubúð á Monte- martre-götu”. “Hvernig stóð á því að þór fluttuð til Par- is?” “Þegar Þeofólius spyr þessarar spurningar, hugsar de Verney sér gott til glóðarinnar; hann er forvitinn að heyra svarið. “Eg kom til þess að hitta grímuklædda glímumanninn í París. reyna mig við hann og leggja hann að velli. Ég kom hingað fyrir mán- uði, síðan hefi ég ekki séð það auglýst að hann.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.