Heimskringla - 25.04.1901, Blaðsíða 2

Heimskringla - 25.04.1901, Blaðsíða 2
HEIMSKKINGLA 25. APKÍL 1901. Deimskringla. PUBMSHED BT The Heimskringla News & Poblishing Co. Verð blaðsins i Canada og Bandar .$1.50 nm árið (fyrirfram borgað). Sent til íslands (fyrirfram borgað af kaupenle nm blaðsins hér) $1.00. Peningar sendist í P.O. Money Order, ftegistered Letter eðaExpress Money Order, Bankaávísanir k aðra banka en i Winnipeg að eins teknar meðafföllum. B. L. Baldwinson, Editor & Manager. Office : 547 Main Street. P O BOX 407. Útdráttur ár ræðu Mr. Roblins við aðra umræðu járnbrautarsamningamálbins í þingi. Niðurl. Næst ætla ég að leyfa xnér að minnast á nokkur atriði í sambandi við þessa járnbrautarsamninga, sem ýmsir menn hafa gert að umtals- og aðfinslu efni. Ég hef sagt, og segi það aftur, að ég óska eftir sanngjöm- nm athugasemdum við þessa samn- inga, vegna þess, að ef þeim er að einhverju leyti ábótavant, ef nokkuð er í þeim sem þar ætti ekki að vera, eða nokkuð það undanskilið sem þar setti að vera, þá er mér ant um að mér sé bent á það. Því Jað ef vér hefðum ekki gætt þess í samningnn- um eða í veðskuldabréfinu, sem er gerður partur af samningunum, þá er tilgangur minn að taka allar þær athuganir til greina sem bygðar eru á rökum og sanngirni. Það sem helzt heflr verið fundið að þessum samningi eru eftirfylgj- andi atriði: 1. Þeir segja að verð það sem vér borgum fyrir N. P. brautina sé of hátt, en þeir hafa ekki gætt þess hve mikið inntektamagn brautar- innar er, og ekki heldur meta þeir það að neinu að vér höfum varan- legt tilboð forseta C. P. R. félagsins um nokkur hundruð þúsundir doll. fyrir þessa braut, fram yfir það sem vér borgum fyrir hana og að auk svo mikla lækkun á flutningsgjöld- um sem nemur 5 miliónum doll. á 5 árum. Það er enginn efi á að C. P. R. félagið hefði verið viljugt til að borga N. P. félaginu eins míkla upp- hæð fyrir braut þessa, eins og oss er boðið fyrir hana. Það er því ekki sanngjarnt að kalla það of hátt verð, sem er hundruð þúsundum dollars neðan við þá upphæð sem oss stend- til boða að fá fyrir brautina, hvenær sem vér viljum selja eða leiga kaup- rétt vorn á henni. 2. Þeir segja að $20,000 ábyrgð á míiu hverja af Rainy River-braut- inni sé óhæfilega há. A hverju byggja þeir þá staðhæfing. Gefa þeir nokkrar ástæður eð leiða rök að þessari skoðun sinni. Als ekki. Þeir segjast bara “halda” að þetta sé svo. Séu hræddir um að þetta ,sé of há ábyrgð. En ef þessir herr- ar hefðu varið 50 centum til þess að leita sér upplýsinga um þetta mál, þá hefðu þeir geta fengið þær bæði hjá Ontario- og Ottawa stjórnunum, og þar með sannfært sjálfa sig um að verkfræðingar þessara stjórna hafa áætlað að þressi hluti brautarinnar mundi kosta $28,000 hver míla, án þess að reikna einn dollar fyrir vagna og annan útbúnað, eða enda- stöðvar og annað þessháttur sem að brautinni lýtur. Þessir herrar hafa ekki leitt nein rök að því að þessi braut hafi ekki kostað meira en $20,000 á míluna að jafnaði. Slíkar aðfinslur eru ekki á rökum byggar. Þær eru langt frá því að vera sann- gjarnar, vitsmunalegar eða heiðar- legar. 3. Þeir segja að vér höfum ekki gert ráðstafanir til þess að einn doll- ar af þessn ábyrgðarfé verði lagt í brautina. Aldrei hef ég heyrt barna- legri viðbára en þessa. Brautin hefir verið bygð og yfirskoðuð af verkfræðingum Ontario- og Ottawa- stjórnanna, og þess utan er það tek- ið fram að verkfræðingur Manitoba- stjórnarinnar skoði hana, og að allir þeir verktræðingar gefl skýrteyni sín fyrir því að brautin sé í full- komnu ástandi áður en nokkurt dollarsvirði af skuldabréfum er fengið í hendur félagsins. Þessi braut verður að öllu leyti að ver eins fullkomin eins og Crows Nest braut- in í Kootenay héraðinu, sem Ottawa- stjórnin styrktimeð $11,000 doll á hverja mílu. 4. Þeir segja að stjórnin ætti að skýra frá því hvers vegna hún hafi veitt $2,000 auka ábyrgð á miluna af þeim hluta brautarinnar sem fylk- ið var áður búið að styrkja. Þessi krafa er sanngjörn, og svarið er að aukaábyrgð þessi sé til þess að auka vagna ag önnur áhöld brautarinnar svo að engin fyrirstaða þurfi að verða á hveitifiutningum héðan úr fylkinu hversu miklir sem þeir kunna að verða og hvert einasta cent af þessari auknu ábyrgð gengur samkvæmt samningum til þess að bæta og auka vagna (Rolling Stock) brautarinnar. í þessu sambandi má þógeta þess að þessi aukaábyrgð getur að eins komið til greina þegar vissa er fengin fyrir því að fylkið sé svo snautt af flutningum að brautin borgi ekki þann kosnað sem því er samfara að vinna hana, og ég fyrir mitt leyti hef enga hugmynd um að neitt slíkt komi fyrir. 5- Því er haldið fram að vér höf- um enga ráðstöfun gert til þess að lestir gangi eftir þessari braut þegar þún er fullgerð, og að engin sekt sé ákveðin ef brautin sé ekki unnin. Ég svara þessu því einu, að við öllu þessu sé fullkomlega gert í Canada járnbrautarlögunum (Railway act) og að hvert barn í 4. bekk í skólum vorum hér sem les þau lög, hefir nægilega mikla vitsmuni til þess að sjá að þessi mótbára er ósönn og þýð- ingarlaus. 6. Því er haldið fram að fylkið hafi engan rétt til að taka N. C. brautina með lögum, ef félegið getur ekki borgað skuldbindingar sínar, og að fylkið hafi ekki umsjón á út- gjöldum félagsins- Við þetta hef ég það að athuga að oss hefir aldrei dottið í hug að viðhafa nokkra ræn- ingja aðferð í viðskiftum vorum við félagið, né að stela eign þeirra á nokkurn hatt, og að því er snertir umsjón með útgjöldunum, þá var fé- lagið í þeirri kreppu að það varð annaðhvort að ganga að þeim kost um er vér settum eða þola samkeppni við þriðju braut sem vér hótuðum að byggja. Þess vegna gengu þeir inn á að gefa oss full yfirráð yfir fargjöldum. En það hefði veríð í hæsta máta ósanngjarnt af oss að segja, vér ætlum ekki einasta að ráða brautum yðar að því er fllutn- ingsgjöldin snertir, heldur ætlum vér einnig að ráða öllum útgjöldum í sambandi við brautirnar, og þér skulið enga hlutdeíld hafa í stjórn þéirrar eignar sem þér eigið sjálfir. Ef sá er nokkur sem í alvöru heldur því fram að vér hefðum átt að beita þessari aðferð við félagið, fyrir hönd íbúanna í Manitoba, þá er ég við því búinn að andmæla slíkum skoðun- um, og ber engan kvíðboga fyrir lyktum þess máls þegar það er lagt undir dóm almennings. Vér ætlum að láta McKenzie og Mann stjórna brautum sínnm, af því það er þeirra skilningur, eins og vor, að fylkið þurfi ekki að borga svo mikið sem eins doll. tekjuhalla af þeim. 7. Því er haldíð fram að vér ráð- um engu um flutningsgjald á vörum frá Manitoba til staða í Ontario- fylki o. s. frv. Vér ræddum það mál ýtarlega og 03S kom saman um að það væri hvorki heppilegt, nauð- synlegt né ákjósanlegt. En 8. grein tekur það berlega fram að vér á- kveðum flutningsgjöld milli allra staða innan takmarka Manitoba- fylkis,, og frá Manitoba til Port Arthur eða Fort William, og þaðan til Manitoba. Ef að félagið setur hærri flutníngsgjöld milli staða í Ontario en það gerir í Manitoba, þá heflr það þau áhrif að auka inntekt- ir íélagsin og gjaldþol þess, og trygging fylkisins fyrir því að ekki verði tekjuhalli, eykst að sama skapi. 8. Því er haldið fram að engin trygging sé fyrir þvf að félagið haldi samning sinn um lækkun flutningngjalda, nema með því að fara í mál við það út af hverju sér- stöku broti. Ég get að eins sagt að ég hef fult traust á þvi að félagið fullnægi samningum sínum, og eins því að dómstólarnir geri skyldu sína í að sjá svo til að þeir verði haldnir. Ef sá tími kemur nokk- urn tíma að til þess komi. 9. Því er haldið fram að vér höfum enga samninga gert um lækk- un farþegjagjalda, af því að þau scu nú þegar færð niður í 3c. á hverja mílu. Þetta er ósönn staðhæfing. Það er 3. centa gjald á N. P. braut- inni en það hefirjalt af verið, og er enn 4. centa mílugjald á C. N. braut- inni. En vér höfum bundið félagið samningum um að lækka farþegja- gjöldin niður um 25%, að undatekn- um fáeinum mílum á einni af braut- um þess. 10. Því er haldið fram að fylkið hatt samkvæmt 11. gr. samninganna, ekki trygt sér laga hald á brautinni, ef félagið tapi, svo að fylkið þurfi að borga skaðan. Það er mér Ijúft að geta sagt að þetta kom til af rit- villu í samningnum, og hefir síðan verið leiðrétt fylkinu til tryggingar. 11. Því er haldið fram að rangt sé að gerajafnaðarreikningátveggja ára tímabili. En ástæðaan fyrir því ákvæði var sú, að éf uppskerubrest- ur yrði á einu ári svo að brautin biði tap, en aftur gróði annað árið, þá var hægt að jafna tekjuhalla árið mót tekjuafgangsárinu. og jafna reikningana á þann hátt. 12. Því er haldið fram að fylkið hafi enga tilsjón með útgjöldum fé- lagsins. Þetta er ekki rétt. Fylk- isstjórnin tilnefnir þann mann sem henni er þóknanlegur og hún ber traust til, til þess að vera yfirskoðari allra reikninga félagsins. Hann hefir fast embætti og heldur því eins lengi og fylkisstjórnin hefir tiltrú til hans, en félagið borgar honum laun hans. Þetta er greinilega tekið fram í veðskuldabréfinu sem er partur af samningunum. 13. Því er haldið fram að ekkert ákvæði sé í samningnum um enda- stöðvar í Fort William. En það er einmitt í samningnum, að sá bær veitir félaginu undanþágu frá skatt- greiðslu, einnig um 1200 ekra land. eign félagsins sem nær að lendingar- stað, einnig um byggingu korn- geymslubúra og annars útbúnaðar, sem gért er ráð fyrir að kosta muni 1| milión doll. Ennfremur er sam- ið um að korngeymsla skuli ekki kosta meira í hlöðum félagsins þar, en hún kostar í Duluth. 14. Það er fundið að því að ekk- ert er sagt í samningnum um land- veitingar fél. eða ríkisskyrkinn. En þetta hefir alt verið notað í bygg- ingu brautarinnar. Þeim herrum sem er svo gjarnt að bera fram að- finningar við samningana, ættu að láta sér skiljast það, að það kostar eitthvað að byggja járnbrautir. Það kostaði 60,000 á’hvcrja mílu að byggja C. P. brautina frá Fort William til Winnipeg. Af því að- finnendur gleyma ‘þessu þá álykta þeir að ríkisstyrkurinn og landveit- ingarnar hafi bara verið gjafir til forstöðumanna brautarinnar. Þeir gleyma því að hver einasti dollar af þvi fé sem það kostaði að byggja brautina og útbúa hana með öllum nauðsynlegum áhöldum, verður að vera borgaður að fullu áður en fél. fær einn einasta dollar af ábyrgðar- skýrteinum fylkisins. Ég get og getið þess, til upplýsingar þeim sem ekki eru málinu kunnugir, að það hefir kostað $30,000 doll. á mílu að jafnaði að byggja Rainy River braut- ina, og að til þess að geta staðist þann kostnað hefir fél. orðið að losa sig við löndin og ríkistillagspen- ingana. 15. Því er haldið fram að það sé einkis virði að eiga kauprétt á öllu þessu brautakerfi árið 1929, en eng- in ástæða er gefin fyrir þeirri skoð- un, og því er hún markleysa ein. Ég held það atriði sé mikils virði, og mín skoðun er eins gild og annara um það mál. Ég hef nú svarað öll- um þeim ástæðum sem nokkur þörf gerist að ræða, móti samingunum, og svo væri mér þægð í því ef borgar- stjórinn i Winnipeg vildi lofa al- menningi að vita hver það var sem útbjó þenna lista af andmælum gegn samningunum, og fékk félaga þá sem þar voru safnaðir saman á fund- inn, til að rita nöfn sín undir skjalið. Það er ekki nema sanngjarnt að al- menningurfái að vita þetta. Því iegar fólkið kemst að því hver rit- aði þetta aðfinningaskjal, þá mun það komast að raun um, að þó að málrómurinn væri Jakobs, þá hafi höndin verið Esaús. Ég var beðinn af einum and- stæðing mínum í þinginu, að gera frekari grein fyrir því, hvort ég væri viss um, að sögn Mellens, for- seta N. P. félagsins, vær rétt við- víkjandi inntektum N. P. brautar- innar. Sögn hans er sönnuð með skýrslum, sem Ottawastjórnin hefir fyrir árið sem endaði 30. Júní síðast. Af þeirri skýrslu má sjá að tekjur af vöruflutningum brautarinnar á síð- astl. ári voru $1,157,800, og þetta er sem næst þv£ sem Mr. Mellen sagði það vera. Ég skal og geta þess, að þegar búið er að sameina báðar þess- ar brautir þá verður C. N. brauta- kerfið 1,200 mílur á Iengd. Til þess einnig að sýna að C. N. braut- inni sé vel og sparsamlega stjórnað, hef ég skýrslu er sýnir inntektir og útgjöld félagsins á síðastl. 4 árum. Það var búist við því að fylkið mundi verða að borga eitthvað af föstum útgjöldum leiðandi af 4 mil. doil. skuld fél. á fyrstu 4 árum af til- veru þess. En þetta hefir ekki orð- ið. Skýrslan sýnir inntektir og út- gjöld félagsins síðan 1897.. ár inntektir útgjöld ágóði mílur 1897 $ 70,119 $ 30.858 $ 39,260 100 1898 106.698 46.394 60,304 1899 161,534 73,670 87,864 1960 276,858 133,750 143,107 330 Ég lít svo á að vér höfum á stæðu til að hlakkast yfir þessu góða ástandi félagsins. Samningar þeir sem vér höfum gert veita oss hundr- uð mílna af járnbrautum í þeim pört- um landsins sem ekki hafa áður haft brautir. Með þessu móti er hægt að byggja stóra fláka af ágætu landi. Þessi C. N. braut ,330 mílur á lengd, héflr enn þá ekki náð þeim flutning- um sem hún hefði fengið ef hún næði alla leið austur að Stórvötnunum. Að þessum tíma hefir félagið verið í þeim kringumstæðum að það hefir orðið að láta sér nægja með það sem C. P. R. félagið hefir viljað að þeim rétta, og með þeim skilmálum sem það félag setti. En strax og C. N. fél. er búið að fullkomna braut sína til Stórvatnanna þá aukast flutningar með brautum þess að stórum mun, og hagnaður félagsins að sama skapi, af því að töluvert afþeim vörum sem nú er flutt með C. P. R. verður þá flutt með C. N. brautinni. Það er hér um bil víst að inntektir félags ins fyrir flutning á timbri, moð Rainy River-brautinni, verður á fyi'sta ári $674,373.00, kostnaður við þann flutning verður 60% svo að gróðinn verður $269,748.00. Ég tel að brautin fái fyrir fólksflutninga $444,- 517.00 og fyrir vöruflutninga $2,102,656.00, fyrir póstflutninga og hraðhutninga $38,998.00, eða als $2,607,568.00. Gerum svo að vinnu- og viðhaldskostnaður verði 60%, þá yrði gróðinn $1,040,627.00, drögum svo frá gróðaoum föstu útgjöldin, svo sem leiga af N. P. brautinni og vextir af þeim skuldabréfum sem fylkisð ábyrgist, og er þá eftir hreinn gróði $444,707.00. Hér er gert ráð fyrir nú gildandi flutningsgjöldum, en ef vér lækkum burðargjöld á kornvöru um 2c. á hundrað pundin 12J% á öðrum vörum, þá mundu dragast frá þessu $262,832.00, en svo geri ég að starfsaukning muni nema 7J%, svo að gróðinn sem rennurí fé- lagssjóð verði $181,675, eða hart nær helfingur þeirrar ábyrgðar sem fylk- ið tekst á herðar sér með þes3um samningum. í öllum þessum áætl- unum hef ég lagt vel í allan út- gjaldadálkinn, en dregið af því sem ég vona,' og er sannfærður um, að kemur í inntektir á fyrsta árinu. Fari svo, sem ég hygg að muni verða, að félagið við hafl hér eftir sömu sparsemdar stjórnsemina er það hefir haft á umliðnum árum, og að vinnu- kostnaður fari ekki yfir helflng inn- tekta, þá verður gróði fél. á árinu sem næst kvart milión doll.. Það er sannfæring mín að þessar áætlanir og staðhæfingar séu svo réttar og á- reiðanlegar að þeim verði ekki mót- mælt. Þess vegna bið ég nú þingið að leggja lið sitt til þess að fam- þykkja þessa samninga í einu hljóði og með því sína að það sé vilji þess og ásetningur að gera það sem í þess valdi stendur til þess að brjóta ábak affur það járnbrauta einveldi sem fylkfsbúar hafa orðið að búa undir að þessum tíma. Ég er sann- færður um að þessir samningar tryggja framför og velgengni fylkis- búa, og það eru þau einu laun sem ég sækist eftir eða vænti að fá með staðfesting frumvarpsins. Fiskiveiðar í Winni- peg-vatni, Vér höfum frétt að fiskiveiða- umsjónarmaður Dominionstjórnar- innar hafi ákveðið að veita ekki Dominion fiskifélaginu í Selkirk, sem er eign þeirra Booth og fél. í Chi- cago, leyfi til að nota gufubáta sína til fiskiveiða á Winnipeg-vatni á komandi sumri, af því að fél. sé eign Bandaríkjamanna og þess vegna út- lent félag. Enn fremur böfum vér frétt að Ewing & Frier, fiskiútgerð- armenn í Selkirk, ætli að taka upp þá nýung að veiða sjálfir allan þann fisk sem þeir verzla, með, í stað þess að félögin hafa á umliðnum árum að mestu leyti gefið þessa atvinnu í hendur fiskimanna, á þann hátt að skaffa þeim báta og neta útgerð, og kaupa síðan fiskinn að þeim með á- kveðnu verði. Með þessu móti hafa fiskimenn átt kost á að njóta þess lít- ilfjörlega hagnaðar sem veiðin hefir gefið af sér þar við vatnið. Nú á að breyta þessu þannig að veiðiarð- urinn lendi allur í vasa fiskiútgerð- armannanna, og er það illa farið, þar sem að fjöldi fiskimanna sem búa við vatnið, hafa að undanförnu haft þessa bátaveiði fyrir félögin að aðal-atvinnuvegi yfir sumartímann. En þessi nýung þeirra Ewing & Frier heflr þær afleiðingar að ýmsir af ötulustu íiskimönnum með fram vatninu, eru þegar ákveðnir í því að yfirgefa núverandi heimili sín og flytja sig til Lake Winnipegoses til að leita sér þar atvinnu á einhvern hátt. Til þess að Domínion fiskifél. geti fengið veiðileyfi á vatninu, þarf það að fá öflugt fylgi þingmannsins fyrir Selkirk-kjördæmið í Ottawa- þingi. Að þetta fylgi hans fáist, þykir oss mjög tvísýnt, því að vér höfum frétt að hann hafi bundist þeim loforðum við ýmsa málsmetandi menn, að styðja af öllum kröftum að hag þeirra fiskimanna sem að eins hafa seglbáta útgerðir. Það er og talið víst að Joe Simpson muni ekki I ár taka út leyfi fyrir fyrir 2 gufu- báta til nota fyrir Dominion fiskifél., eins og hann gerði í fyrra, en svo má þá vel vera aé einhverjir aðrir fáist til að gera það. Vér lltum svo á að að með stefnu þeirra Ewing & Frier sé kostum fiskimanna þröngað allmikið og er það illa farið. Það væri miklu nær að bæta hann ef unt væri, þar sem þeir geta að eins stundað v^iðina frá 7—10 vikur á sumri. $165,000 stuldur. Það kom upp Ijótur kvittur í járnbrautarnefnd Ottawa-stjórnar- innar fyrir fáum dögum. Eins og mörgum er kunnugt, þá er járn- steypuverkstæði mikið stofnsett í bænum Sault Ste Marie í Ontario og er Mr. Clergue þar ráðsmaður og veitir 500 manns atvinnu árið um kring. Dominion-stjórnin hafði keypt allmikið af járnbrautarteinum af Mr. Clergue og nefndin fór að grenslast eftir verðinu á þeim. Það kom þá upp að Mr. Blair, járnbrauta ráðgjafi stjórnarinnar, hefði keypt 25 000 tons af járnbrautarteinum fyrir$32,60 hvert ton. Þetta var um 9. Október síðastl., en um það leyti var verð á samkyns teinum að eins $26 tonnið, og það var Nova Scotia félagið viljug, að selja þá fyr- ir, en Mr. Blair gerði sér hægt um höud og borgaði Mr. Clergue $6.60 meira fyrir hvert ton, heldur en markaðsverðið var á þeim tíma, og rúði þannig ríkissjóðinn nm $165 þúsund. Þetta var að eins fáum vikum fyrir síðustu ko3ningar, og Mr. Clergue var góður Liberal, þess vegna var honum veittur þessi heið- ur að vera meðhjálpari járnbrauta- ráðgjafans í aðræna $165,000 úr ríkissjóði, og það sem meira var, Mr. Blair samdi um að kaupa af honum 100,000 tons af brautartein- um á næstu 4 árum, fyrir þágildandi markaðsverð. Auk þe3S nýtur Mr. Clergue þeirra hlunninda að Djóta þess styrks af opinberu fé, sem Do- minionstjórnin veitir fyrir tilbúning stálbrautateina í ríkinu. Ef Mr. Blair borgar fyrir þessi umsömdu 100 þúsund tons á næstu 4 árum eins mikið fram yfir markaðsverð og hann hafir gertá þessum 25,000 tons, sem hann keypti, þá mundi ríkis- sjóður tapa við það $660,000. Það borgar sig að búa til brauta teina og selja þá um kosningaleytið. í ræðu er hra. B. L. Baldwinson M. P. P. flutti á North West Hall þann 12. þ. m., og sem aðallega gekk út á það að sýna hversu mikil áfengisnautnin væri í brezka ríkinu, og svo líka um bindindishrevfing- una meðal ísl. í Manitoba og annar- staðar, þá fórust honum þannig orð: “Að stór hluti þeirra manna er til- heyrðu bindindisfélögunum, skeyttu als ekkert um bindindisheit sitt og neyttu áfengra drykkja eftir sem áður”. Ég þykist sannfærður um að hra. B. L. B. hafi ekki verið bú- inn að íhuga þenna punkt ræðu sinnar, annars hefði hann ekki slegið þessu föstu, með því líka að hann viðurkendi að hann væri ekki bind- bíndindismaður sjálfur, og þar af leiðandi ekki nákunnugur starfi þess félagsskapar, og það er einmr.t þess vegna, og lionum hlýtur að vera ó- kunnugra um þetta, heldur en þeim mönnum sem starfað hafa að út- breiðslu bindindis svo árum skiftir, og sem yfirleitt lúka þeim dómi á að tiltölulega só mjög lítið um drykkjuskap innan Good Templar reglunnar. Oss dettur ekki í hug að neita því, að það komi fyrir að menn rjúfi heit sitt, við eigum von á því, göngum út frá því sem sjálf- sögðu að slíkt kunni að koma fyrir, og það er ekki nema eðlilegt að það komi fyrir hjá þeim mönnum, sem meiri hluta æfi sinnar hafa verið ó- reglumenn, en sem fyrir fortölur vina eða vandamanna ganga í al- gert bindindi. Það þarf langan tíma til þess að brjóta á bak aftur margra ára gamlan vana drykkju- mannsins. Enn þó eru þe3s mörg dæmi, sem betur fer, og það er sann- reynt, að margir drykkjumenn, sem gengið hafa í G. T. regluna, hafa haldið heit sitt trúlega, sjfilfum sér til sóma, og öðrum til eftirdæmis. A ungdómsárum isl. stúknanna hér f Winnipeg var það tfðara en nú ger- ist, að mönnum varð það á að rjúía reit sín, en þess er að gæta, að þá var talsvert öðruvísi aldarháttur ísl, hér 1 bæ en nú er orðið. Flestir þeirra er þá tilheyrðu G. T. regl- unni var uppvaxið fólk, og margir af karlmönnunum viðurkendir ó- reglumenn, þá var yfir höfuð lítið hapt lagt á drykkjuskap manna á meðal í Winnipeg, og ísl. sem aðrir útleDdingar fylgdust með straumn- um, Það var fyrir þeim sem öðrum “auðlærð ill danska”, en alt fyrir það hafði bindindisfélagsskapurinn, þá sem nú, góð áhrif á marga af löndum vorum. Nú er í stúkunum tiltölulega fieira af ungu fólki, fólki sem ekki hefir orðið fyrir hinum freistandi áhrifum átengis, og á því byggjum vér okkar framtíðar- vonir. Við bind indismennir nir erum því ekki óvanir að margir þeirra er standa fyrir utan okkar félagsskap brigsla okkur um það, að við séum ótrúir félaginu. í nokkrum tilfellum er þetta þrí miður satt, en mótstöðu- menn vorir eru líka mjög gjarnir á það, að gera úlfalda úr mýflugunni, í þessu sem öðru, og um suma þeirra er það satt, að það er eins ,og þeir hafi heiminn höndum tekið ef þeir verða þess vísir að einhverjum með- lim reglunnar hefir orðið það á að rjúfa heit sitt. Það væri annars ekki nema sanngjarnt, að þeir menn, sem ekki vilja láta svo lítið að fylla hóp vorn, en þykjast þó viðurkenna nytsemi G. T. reglunnar, létu oss njóta sannmælis. Vér viðurkennum breiskleika vorn, geri þeir eins. Ég held að félagsskapur vor, þoli saman- burð við hvern annan félagsskap sem er, að þvi er það snertir, að vér höldum félagsheit vor, það er ætíð misjafn sauðuð í mörgu fé, en vér viðurkennum ekki að “stór hluti Þeirra manna er ganga í Good Templar regluna” haldi eigi heit sín, því slíkt á sér engan stað. Breysk- um meðlimum í okkar félagsskap fækkar með ári hverju, sem er eðli- leg afleiðing öruggrar starfsemi í reglunni. Winnipeg 15. Apríl 1901. Wm. Anderson*

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.