Heimskringla - 16.05.1901, Blaðsíða 1

Heimskringla - 16.05.1901, Blaðsíða 1
Heímskringla er gef- in _ut hvern fimtudag af: H imskringla News and Publishing Co., að 547 Main St., Winnipeg, Man. Kost- ar um árið #1.50. Borgað fyrirfram. Nýír kaupendur fá í kaupbætir sögu Drake Standish eða Lajla og jóla- blað Hkr. 1900. Verð 35 og 25 cents, ef seldar, sendar til íslands fyrir 5 cents XV. ÁR WINNIPEGr, MANITOBA 16. MAÍ 1901. Nr. 32. Samþykt með 107 móti 5, Þær greinir af lagasamningi Mani- tobafylkisins um umráð járnbrauta, er samkvæmt ríkislögunum þurfu að ná lagalegri staðfestingu í sambandsþing- inu, voru samþyktar á þriðiudagsmorg- uninn var í neðrideild með 107 atkv. á móti 5 atkv. Þessi lagabálkur t eftir að ná staðfestingu i efri deild þingsins. og eru miklar likur til að ha nn nái henni mótspyrnulaust. Þjóðin er svo nærri mann fyrir mann á móti C. P. ít. yfir- ganginum. Það eru ekki nema ein- stöku liðhlaupar og mútu-málgögn, sem það getur leigt og hringlað með á sína hlið, — fólkið í landinu er samtaka á móti félaginu og Manitoba er fyrst að hrista af sér f jötrana. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Loks hefir stjórnín á Englandi af- ráðið að stofnsetja aukapeningasláttu fyrir Canada nú um leið og byrjað verð ur að þrykkja mynd Edwards VII. á peninga rikisins, og hefir stjórnin valið Ottawaborg fyrir peningasláttuna, og á hún að verða undir umsjón fjármála- ráðsins. British Columbia bregðast hér góðar vonir; hefir það fylki talið sjálfsagt að þegar peningaslátta kæmi til Canada, þá yrði hún stofnsett innan sinna fylkis takmarka, þar B. C. er auðugust af dýrum málmum af öllum fylkjum í ríkinu. Btjórnin á Englandi hefir búið til toll- lög á kolum. Héldu margir að þau lög yrðu til þessað steypa stjórninni, nefni lega, að hún hefði minni hluta atkræða við síðustu umræðu í þvi, og virtist margt benda á að þessir menn færu nærri sanni, þar sem stjórnin hefir ein- att verið að smá tapa atkvæðum á sína hlið, og hafði ekki nema 30 atkv. um fram um daginn. En það fór öðruvísi en ætlað var um þetta mál. Stjórnin hefir komið kolatolllögunum i gegn með 106 atkv. Þessar kola-álögur á Eng- landi stafa af blóðsúthellingum í Suður- Afríku. Það hefir verið heilmikil þræta um það, hvort Pan-American sýningin í Buffalo ætti að vera höfð opín á sunnu- dögum. Að síðustu afréði sýningar- nefndin að hafa sýninguna opna alla daga vikunnar, enþáreis kennilýður og sunnudagaskóla fólk upp og þykir sér stórlega misboðið, þar það hafi ver- ib búiö að senda nefndinni bænarskrá um að sýningunni væri lokað á sunnu- dögum. Sú bænarskrá var undirrituð af 2 miliónum, sem voru útvaldir af 22 milíónum af kyrkju- og kennaralýð, sem móti þessu athæfi mæltu—fólki af öllum stéttum.— Þessi kyrkjulýður hefir nú lýst því yfir að 'sýningarnefnd- in sé að smána trúarbrögð meirihluta- Bandarikja þjóðarinnar með þessu at- hæfi, og eru allar likur til að það hindri aðsókn að sýningunni. tfir Alfred, landstjóri Breta í Suður Afriku hefir nú haft sig á burtu úr því landi. Á fimtudaginn, var fyrsta sam- bandsþing sett í Melbourne í Ástralíu. Eftir konuuglegri skipnn setti hertog- inn af Cornwall og York þing þetta. Viðhöfnin var svo mikil að mæit er að aldrei hafi slik viðhöfn og marglæti átt sér stað við nokkra þingsetningu fyrri. Nýteknar manntalsskýrslur á Eng- landi segja að fólkstala þar sé nú 32,525,716. Pólksfjölgun síðan 1891 er því ura 12.15 per cent í landinu. Nylega brann til kaldra kola bú- staður Josephs Partons nálægt Parry Sound, Ont. Fimm börn Partons brunnu ÍDni. það elzta 18 ára gamalt. Parton hefir verið tekian fastur og sterklega grunaður um að hafa brent húsið og börn sín. Hann er 70 ára gamall, Hafði hann verið mjög harð- leikinn við þau og barið þau miskunar- laust oft og tiðum, en hverjar sannanir um glæp þenna eru til að taka karlinn fastan, eru enn þá óþektar. Kitchener lávarður hefir fært ensku stjórninni heim sanninn fyrir þvi, að Búar verði ekki neyddir til að leggja niður vopnin, nema með óvissum ára- fjölda; og hefir þvi að sögn lagt það til við enskn stjórnina að hún bjóði þeim þá eina friðarkosti, sem þeir kjósi sér, að undanskyldu sjólfsforrœði. — Þykir nú mörgum sem Búar séu ekki meðfæri Breta í öllum skilningi. Og geti Búar haldið áfram eitt ár enn eða lengur, Sem enginn efi er sagður á að þeir geti undir vissum kringumstæðum þá vei ða þeir sá dýrasti kaleikur, sem hin brezka stjóru hefir bergt á, og aldr. ei mun frá henni vikja, hversu hrak- lega sem varðseppar hennar og góla og glamra. Langt er frá að kýlapestin sé enn þá um garð gengin í Cape Town. Þang- að komu hertogans og hertogafrúarinn- ar af Cornwall verður þar af leiðandi frestað þar til i Ágúst i sumar. Framleiðslus ýning Manit obafylkis byrjar í sumar þann 29. Júlí og endar 2. Ágúst. Verðlaunafó er $35,000. — Verðlaunin skiftast á milli þeirra sem skara fram úr i kvikfjárrækt, alifugla- rækt, mjólkurverknaði, framleiðslu landsafurða og allskonar iðnaðarteg- undum. írsk blöð þykja tannhvöss um þess- ar mundir og hafa tvö af þeim verið tekin upp. Mótmæla sumir þingmenn þeirri aðferð stjórnarinnar. Blöð þessi höfðu talað eitthvað miðursæmandi um hanshátign—Edward konung VII. Japanmenn vakta hverja hreyfingu í Asíu. ogþykir margt benda til að þeir hyggi á ófrið ef nokkru munar. Það er aðalloga Corea-skaginn, sem Japan- menn eru að líta eftir um þessar mund- ir. Þangað er nú innflutningur afar- mikill um þessar stundir og er hið eína pláss þar austur frá, sem lífvænlegt er á, af óbygðum löndum, en mjög þröngt um Japansmenn,sem nú eru orðniryfir 40 miliónir að tðlu. Corea-skaginn er dví sú eina líklega útlenda, eða selstöð Japansmannai framtiðinni,og vilja þeir því umfram alia muni hafa þar sem mest umráð, því ef Rúsear sætu þar einir að eignum, yrði það banamein Japans-þjóðarinnar fyrr eða síðar. Leyndarráð Breta hefir leyft dóms • málaráðgjafa Manitobafylkis, að leggja dómsúrskurðinn um vinsölubannslögin í Manítoba undir urskurð sinn. Mjög er hætt við að leyndarráðsúrskurður- inn verði sá sami og hjá dómstólunum hér, nefnil., að Manitoba vínsölubanns- lögin komi í bága við grundvallarlög sambandsríkisins og geti þess vegna ekki orðið lögboð. Én það er bindind- isforkólfum sjálfum að kenna, að svo fer með lög þessi, því þeir neyddu Hon. Hugh J. Macdonald til að gera það frumvarp að lögum, sem þeir sjálfir sömdu i staðinn fyrir það frumvarp, sem hann og stjórn hans hefði samið, en sem hefði orðið lög, ef þau hefðu gengið í gegn um þingið, í staðinn fyrir lagaleysis írumvarp það, sem bindind- ismenn heimtuðu að fylkisstjóruin sam pykti, og sem hafa verið dæmd af dóm- stólum fylkisins ólögmæt í sambandi við grundvallarlög Canadaríkis. Það fara fáar sögur þessa dagana af Bretum og Búum. Þeir elgast við smá skærur og drepa fáeina menn hvor- ir af öðrum, ná hergögnum og liðs- mönnum til fanga, Þann 10. þ. m. segir Kitchener hers- málastjórninni að 5, þ. m. hafi Bretar barist við Búa og haft sigur, drepið 6 menn, tekið til fanga 130 og 180 hafi gengið Bretum á vald og þar að auki hafi þeir fengið mikið af skotfær um, vagnarusli og um 1500 hesta og ögn af matvrelum. Mælt er að De Wet sé komin inn i Transvaal með 2000 liðsmenn og sé heldur en ekki vfgaskjálfti á karlsauðn um nú. Hraðskeyti frá Constantinopel 12. 1». m. segir að 102 uppreistarmenn— karlar og konur — úr Macedoniu hafi nýlega verið teknir af lífí. Segja Tyrk- ir að fólk þetta hafi verið að mynda samsæri gegn sér, en þeir hafi komist að því og handtekið það, íslands-fréttir. Eftir Austra. Seyðisfirði, 26. Marz 1901. Tíðarfar harðnaði snöggvast núna um helgina, en er nú aftur mildara i dag. Heilbrigði manna hér hefir verið eigi góð að undanförnu, og nokkrir leg- ið inn f bænum f kvefi og lungnabólgn. Látin er 21. þ. m. elzta dóttir kaup- manns Sig. Johansens, Dagmar, 14 ára gömul, fríð og efnileg stúlka. 30. Marz. Veðrátta hefir verið fremur óstóðug sfðustu viku; í dag töluverð bleytuhríð. Fiskafli mun töluverður úti fyrir; hafa menn róið héðan nú f vikunni og aflað haldur vel. 6. Aprfl. Kolalag fundið í Norð- firði. Magnús Sigurðsson, bóndi á Fossi hér í Seyðisfirði, hefir nú fyrir nokkrum dögum fundið kolalag allmik- ið í klöpp niður við sjó skamt fyrir ut- an Barðsnes f Norðfirði, Náði Magnús þegar, við spreng- ingu, á annað hundrað pundum af kol- um, sem þegar hafa verið reynd og reynast ágætlega. Um þetta verður nánar getið í næsta blaði. Tíðarfar versnaði stórum nú um miðja vikuna, og gerði á miðvikudag- inn norðan blindbyl með tðluverðri snjókomu, svo póstur og ýmsir Hér- aðsmenn komust eigi upp yfir Fjarðar- heiði fyr en i gær, Styrktarsjóðurinn handa ekkjum og börnum sjódrukknaðra mrnna kom til uraræðu í bæjarstjórn kaupstaðar- ins 30. Marz, og tók bæjarstjórnin því máli vel og setti 3 manna nefnd í málið til þess að semja reglugerð eða skipu- lagsskrá fyrir sjóðinn og yoru i hana kosnir: bæjarfógeti Jóh. Jóhannesson, bæjarfulltrúi Jón Jónsson i Múla og flutningsmaður þessa nauðsypjamáls, verzlunarmaður Marteinn Bjarnarson, er fyrst vakti athygli almenníngs hér á málinu með hinum velsamda og áhuga- mikla fyrirlestri sínum um nauðsyn malsins, er hann hélt bæði hér inn í bænum og út í firðinum. ís- og frystihús eru þeir feðgar kaupm. Imsland að láta byggja hér yf- ir á Strönd svo kallaðri, þar sem þeir áttu áður fleiri byggingar. Mun vera í ráði r.ð halda út þaðan nokkrum gafu- skipum á komandi sumri, til fiskiveiða framan af, en síðan stunda síldarveiði frá skipunum út á hafimeð reknetnm, sem nú er mikið farið að tíðkast í Nor- egi, og líklegt er til þess að geti gefizt vel hér við ísland, er sildin heldur sig mest miðsumars utan fjarða, en þá er einmitt mestur fengur í að ná í hana, þvf þ á stendur hún vanalega í háu verði erlendis, með því þá eru víðast hvar gengnar upp sildarbyrgðirnar frá fyrra ári. Sútunarverksmiðja herra A. E. Bergs hér hefir alt til þessa haft nóg að starfa, og leyst verk sitt ágætlega vel af hendi, svo margir skósmiðir og söðlasmiðir, sem hafa haft tækifæri á að sjá hvað hr. Berg vandar vel allan frágang á vörunni—eru farnir að panta skinnhjá honum og kaupa þau af hon- um. En nú ættu menn í vor að muna sérílagi eftir þvl, að koma sel- ag kóp skinnum á verksmiðjuna, því vér höf- um séð sjálfir, að þau eru, sem annað, prýðilega görfuð þar, og hið fallegasta efni til að smíða úr bæði skó og reið- týgi. Svo ættu menn að muna eftir að koma lambskinnunum í vor hingað til görfunar; fallegra og hlýrra fóður undir yfirhafnir getur eigi hugsast. Slys. Maður kvað nýlega hafa drukknað af skautum ofan um is á Lagarfljóti. Íshroðí kvað hafa sézt nýlega við Langanes. Eftir Þjóðyiljanum. ísafirði, 23. Febrúar 1901. Alls staðar nægur fiskur. Hákarla- sk píð Arthur, er kom hér inn 15. þ m. eftir viku útivist, hafði fengið 64 tunn ur lifrar, og var þó hafíshroðinn mjög til tálma, og sérstaklega hafþckurnar, sem honum fylgja, Allsstaðai, hvar sem færi varrent, milli B,ifs og Arnarfjarðar segir hra Jón Pálsson skipstjóri, að nægur fisk- ur, feitur og vænn, hafi verið fyrir, Aflabrögð. Prýðisgóður afli hefir í Bolungarvíkinni um undanfarinn hálfsmánaðar tíma mátt heita land- burður marga dagana, þar sem sexær- ingar hafa komið að sökkhlaðnir og á sumum þeirra róið fyrir seilum. Úr Aðalvík er einnig að frétta mjög góðan afla nú á þorranum. 6. Marz. Drukknun. 6. Febrúar siðastl. hvolfdi báti frá Straumflrðii Mýrasýslu og drukknaði einn maður, Bergþór Bergþórsson að nafni. en þrem ur varð bjargað. Kafaldshretið, sem gerði hér 22. f. m., stóð að eins 2 í daga, og svo heils- aði Góa oss (24. f. m.) bjartleit og stilli- leg, hálfkuldaleg að vísu tvo dagana fyrstu, en síðan æ þýðari og bliðari með degi hverjum. Ofan á einmuna blíðviðri á þorranum munu fáir hafa vanzt slíkrar veðurblfðu á góunni, eins og verið hefir, þar til norðanhret gerði í gær. Þorskaflinn. Góðæriö. í hretinu fyrir fyrri helgi gekk fiskur mjög inn f Djúpið, og 26. f. m. mátti heita hlað- afli alment i öllu Út-Djúpinu, og svo næstu daga, og fiskurin yfirleitt vænn og.feitur, varla að smáfiskur sæist í þeim mikla landburði af fiski, sem þá var, og enn helzt aflinn mikið góður í Út-Djúpinu, þótt nokkru misjafnara sé, en fyrstu dagana eftir að fiskhlaup- ið kom, og nú daginn fyrir hretið. 26. Marz. JTíðarfar. 16. þ. m. gerði aftur stilt veður, eftir norðan- hretið og hefir síðan haldizt sama ein- muna blíðskapartíðin sem á þorranum og framan af góunni. Molar frá Johannbsi Siourðssyni. I. Það eru engin smá mál, sem þið hafið á dagskrá núna Vestur íslending ar. Það eru eiginlega þrjú stór mál til- heyrandi gamla Fróni, og sýnið þér það jafnan að þér eruð oragir til fran- kvæmda og sjáist lítt fyrir. Mál þessi eru: 1. Að hjálpa Frímann B. Andersyni til að gefa út þarflega bók fyrir ísland og ef vel gengur setja Frímann á lagg- irnar með að gefa út fjölfræðisrit. 2. Að stofna allsherjar íslendingafé- lag. er vinni að því markmiði að halda við islenzku þjóðerni og efla vináttu- samband miili Vestur- og Austur-ís- lendinga. 3. Að gefa út eða kosta til að semja Islenzk íslenzka orðabók. Fallega hugsað ogstórmannlega og óska ég að allir góðir vættir styðji að þvi að alt þetta mætti til framkvæmd- ar snúast sem fyrst. Fyrsta málið hefir þegar fengið nokk- urn byr og þarf ég litlu við að bæta, það sem búíð er um það mál að segja, annað en að það ei mitt álit á Frímanni að hann séallra manna færastur þeirra er hafa öðlast menning hér vestanhafs til að gefa út fræðandi og skemtandi Tímarit, Hann ritar furðu góða ís lenzku og um fróðleik hans þarf ekki að efast bæði til bókmentalegra og verk- legra efna. Ég'hefi .fengið 11 éskrifendur hér i Duluth að ritinu og ef ðnnur bygðar lög gerðu eins vel að tiltölu eftir fólks- fjölda, mundu ekki einungis fást 500 á- skrifendur, heldur mörg fimmhundruð, og ég vona að það verði. Annað málið er þýðingarrcest og munu margir veraí efa hvort hægt só að gera þann félagsskap svo yfirgrips mikin og víðtækann sem forvígisme-n þess ætlast til. Mönnum hér í Duluth og víðar verður fyrst litíð tll fólksins, sem er að vaxa upp, og sjá fljótt að fæstir þeirra tala óbjagaða islenzku, hvað þá að þeir hafi nokkra velvildar- tilfinning til feðralands sins og þeirra eiukenna, er fylgja því að vera íslenzk- ur. Hér er þróskuldur á veginum ti) að halda við islenzku þjóðerni. Öll upp vaxandi kynslóðin á harða flugi að hverfa inn i ameriska hafið, tapa allri tilfinning fyrir því sem islenzkt er og skilja ekki einu sinni helminginn af þvi sem talað er á islenzku. Alt er ame rískt hugsunarháttur og orð, alt ís- lenzkt hverfur og að minsta kosti er litið á það með smáum augum, því alt ameriskt á að vera svo fullkomið og merkilegt. Þetta sjá þeir fullorðnu með hrygð, og mundu fegnir taka hverju því tækifæri er byðist, þótt ekki væri nema til að gera tilraun til að stöðva straum þann er byrjaður er. Ég vil taggja það til að forgöngumenn þessa máls reyndu að vera sér úti um kapp- saman og duglegan mann, sem gæti gefið sig við þvi að fara um borgir og nýlendur; þar sem landar eru fjölmenn- astir og reyna að fá menn til að ganea i deildir. Þeim manni mundi verða vel tekið, því aliir sem fullorðnir fóru af Islandi unna þessu máli frámkvæmdar, þótt þeir ekki fái sig til að byrja. Fá orð persónulega frá þeim manni er ðr- ugglega berzt fyrir þessu máli, mundu gera meira en langar blaðagreinir, þótt vel samdar væru. Heyrt hefi ég að Danir i þessu landi hafi fyrir mörg- um árum stofnað félag i þeim tilgangi að styrkja þarflegar stofnanir heima á sínu feðra landi, og ef ég man rétt eru þeir nú búnir að senda þangað um 50 þús. dollars og er það lagleg upphæð og þarfara en senda peninga í því skyni að fá.'sem flesta til að flytja af fóstur- jörðinni kæru. Oss ætti ðllum eins að vera það ljóst, að ekkert er þarfara og ekkert mundi'betur glæða velvildarhug milli Vestur- og Austur-íslendinga, en ef hægt væri að stofna sjóð í þeim til- gangi að styrkja þörf og góð fyrirtæki heima. Meira sogi ég ekki um þetta mál að sinni, þvi ef til vill læt ég - Hkr. tíytja fyrirlestur þann er ég auglýsti f sumar, en offáirkomu til að hlusta á vegna annríkis og umhugsunar um ís- lendingadagsbátíðina, er þá fór í hönd; í þeim fyrirlestri eru nokkrar upphvatn ingar til landa um rækt til Fóstrunnar gömlu. í þriðja málinu vil fég leggja það til að útgefendur Heimskringlu skrifi heim til íslands, t. d. Jóni Ólafssyni, Bened. Gröndal og Jóni Þorkelssyni og spyrja þá hve mikið fé mundi þurfa til að semja og gefa út þessa orðabók. Þessa menn veit ég fróðasta um þessa hluti og vita hvaða bækur hægt er að hafa til stuðnings við samning bókarinnar. Tuttugu þúsundir dollar'; þykir mér nokkuð frekt og mandi duga nokkuð minna. Það er gieðilegt tákn, að ekki heyr- ist en nein rödd er mælir móti þessum málum, sem þó hefir oft komið fyrir, ef um nýjar uppástungur hefir verið að ræða hér vestan hafs og hafa oft spunn ist út af því lftngar og leiðinlegar deilu- greinir, eins og þegar rifist var um 17. Júní og 2. Ágúst fyrir íslendingadag. Veslings íslendingar eru vist eina þjóðin hér í Ameríku, sem eiga engan dag í sögu sínni, sem þeim kemur sam- an um að halda hátíðlegan. Bág er saga þeirra. Látum nú sj og verum samhuga í þessum umræddu nýju mál- um og látum ekki vera hægt að segja um oss eins og Gröndal ságði um Álft- nesinga: "Eins og ef allir Álftnesing- ar ætluðu aðbyggja linuskip, það yrðu tómar umþenkingar ætli þær lækju minna en hrip“. Leggjum niður allan flokkadrátt þegar um hjálp til fósturjarðarinnar er að ræða.t Þar við liggur sómi og dreng skapur vor allra. II. Mig langar til að minnast á Jóla- blaðið eins og svo margir hafa gert. Auðvitað þakka ég líka. Blaðið var efnisríkt og myndarlegt á móts við önnur blöð hér vestanhafs og mestur kostur að það var alt frumsamið af is- lenzkum mönnum hér vestanhafs, en ekki þýtt eða lapið upp eftir öðrum. Aldarblað Iiögbergs hefði líka fengið hól hjá mér hefði þar verið meira frá okkar góðu skáldum hér vestra. En það er galli á gjöf Njarðar með bæði þessi blöö, fyrst efnið var þess vert að geyma það, áttu þau að vera í minna broti; það er engin ánægja í því að geyma þetta alt í brotum og fellingum, og svo rifnar það, ef við því er hreyft og lítið held ég verði eftir af þeim við næstu aldamót. Næst þegar þið gefið út hátiðablað með bezta kjarna, er þið getið dregið saman, þá hafið það i bók- arformi og munuð þið geta góðan orðs. týr fyrir og lof allra bókvina og menta- manna. í Jólablaðinu þótti mér mest varið í kvæði Stephans G. Stephansonar. Það er yudislegt að lesa og finna hve vel hann vefur hvað ianan um annað nátt- úrulýsingUDa og framrás árinnar og þróun mannsandans úr ógöngum og út á haf menningar og sannleiksleitunar. Yfirleítt yrkir Stephan um fjölbreytt- ara efni en flest önnur íslenzk skáld og mér finst hann skara fram úr þeim öll- um meðhugmynda ríkdóm, kraft i orð- um og festu i samlíkingum. Von og lífsgleði streymir út frá ljóðum hans. en hann sparar heldur ekki að hæða hræsnina og heygulskapinn hjá samtíð sinni. Þrátt fyrir það er engin sterk- trúaðri á sigur sannleikans yfir kredd- um og allri andlegri og iikamlegri harð stjórn. Þegar ég les kvæði eins og t. d, “Móðir jörð, er birtist í Öldinni, dregur hann mig ósjálfrátt með sér til að dýrka náttúruna í öllum hennar frjálsa einfaldleik og dýrð, og um leið grípur hann svo snildarlegum tökum á fegurð og stórfeldleik edduskáldskapar- ins og átrúnaðarins förna, að ég hefi aldiei séð hann í fegurra Ijósi. Sif kona Þórs er þar ýmynd vorsins gieðinnar og fegurðarinnar, en Þór sjálfur‘fylling þess hrausta og djarfa. ýmynd þess kiaftar, er molar hausa als þess illþýð- is i heiminum, er vill eyðileggja og fót- um troða fegurðog yndi. Það má rita he5la ritgerð næstum um hvert kvæðí Stepháns, en ég læt þetta nægja í þetta sinn. Þetta áttu aldrei að vera nema molar hvort sem er. En það vil ég segja ef ég væri nokkurs megnugur og væri ritstjóri, mundi ég borga Stepháni riflega fyrir hvert kvæði er hann vildi mér senda. — Sagan eftir Snæ Snæland ber vott um mikin fegurðar smekk og töluvert hugsjóna ríki. — Sagan eftir G. A. Dalmann er lipurlega samin og ég held hann riti liprast mál af flestum, er rita nú f Heimskringlu. Þakklát- astur er ór ég þó við Dalmann fyrir rit- gerðir hans um Bandarikja pólitik og víldi ég sjá sem mest eftir hann um þaðefni. Það er sjaldgæft að menn riti syo hitalaust og með jafnvel til færðum rökum um þessháttar mál, sem hann gerir. Þið eruð í ósköpum að rifast, nei, ég ætlaði að segja ræða um samninga Boblin-stjórnarinnar um leigu á járn- brautum þar fyrir norðan. Svo langt er óg fæ skilið i þeim málum, er þar varla efi á að Boblin-stjórnin er þar á réttri leið. Ég sé ekki annað ráð heilla- vænlegra, en stjórnir fylkja og rikja reyndu að ná yfirráðum yfir öllum flutningafærum og járnbrautum, ef ein- okunarkóngarnir eiga ekki alveg að ná öllnm töglum og högldum í öllum pen- ingasökuimalmennings. svo engin lög- gjöf fái neinu við spornað. Ég hygg að yfirráð fylkisstjórnar eða ríkis- stiórnar ytir járnbrautum og flutning- um rikisins sé svo æskileg að þau verði varla of dýru verði keypt. ÆFINTÝRI Á GONGUFQR Verður leikið á Gardai' mánudaginn 20. Maí og þriðju-daginn 21. “ Mountain: miðvikudaginn 22. Mai og fímtudaginn 23. “ Hallson: föstudaginn 24. Mai og ef til vill á laugardaginn. Leikurinn fer fram að kveldinu og byrjar á vanalegum tím* sem sam- komur þar byrja. Aðgöngumiðar verða seldir á staðnum [og kosta 35 cents fyrir fullorðna og 15 “ “ börn innan 12 ára. Hljóðfærasláttur milli þátta. Nákvæmar auglýst á öllum póst- húsum, um allar bygðir íslendingft i Norður-Dakota. Winnipeg, 16. Maí 1901. FOBSTÖÐUNEFNDIN.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.