Heimskringla - 16.05.1901, Blaðsíða 4

Heimskringla - 16.05.1901, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 16. MAÍ 1901. Winnipe^- I kvöld (uppstigningardag) kl. 8 messar séra Bjarni Þórarinsson í Tjald- búðinni. Kalt var hér alla vikuna sem leið, og fölgaði ,í rót á laugardagsnóttina var. Heldur að hlýna í veðrinu aftur. Yeggjafapfir oi JJal. Meiri byrgðir hef ég nú af veggjapáppír en nokkru sinni áður, sem ég sel fyrir 5 cents rulluna og upp. Betri og ódýrari tegundir en ég hef áður haft, t. d. gyltur pappír fyrir 5 cents rúllan. Ég hef ásett mér að selja lönd- um mínumveggjapappír með io per cent afslætti mót peníngum út í hönd í næstu 2 mánuði.—Einnig sel mál, hvítþvottefni, málbusta og hvítþvottar-busta fyrir lægta verð.—Ég sendi sýnis- horn af veggjapappír til manna lengra burtu ásamt verðlista. Pantanir með póst- um afgreiddar fljótt og vel. 5. Anderson, 651 Bannatyne Ave., Wpg. Herra Sigurður Thorarinsen frá Gimli kom inn á skrifstofu Hkr. á mánudaginn var. Haan var á snöggri ferð. Hann lét vel af líðan mannaþar neðra. Ný-íslendingar eru mjög glað- ir i anda um þessar mundir, sem von er, af því að fá járnbrautina ofan til sín. Herra S. Thorarinsen sagði að brautin yrði lögð alla leið heim að Gimli, eftir sögusögn sambandsþing- manns Selkirk-kjördaemis. Hann kvað Gimlibryggjuna hafa skemst svo mik- ið um daginn, að hún væri því nær eyð.lögð. \ Aldamot. SJÓNLEIKUR MEÐ SÖNG- UM GG KÓRUM EFTIR MATTH. JOCHUMSSON. með mynd höf. — Þessi útgáfa leiksins er af höfundin- um tileinkuð fslendiugum í Ameríku, Ritið er til sölu bjá öllum ísl. bók- sölunum hér vestra og undirskrifuð- um, Verð 15c. Það aetti að vera keypt á hverju ísl, heimili hér vestra. Séra Matth- ias á það skilið.. ÓLAFUR S. THORGEIRSSON, 644 William Ave., Winuipeg. Hra Bergvin Jónsson frá Sinclair, Man., kom inn á skrifstofu Hkr. á mánudaginn var. Hann segir tidinda- laust úr sinni bygð, nema sprettu útlit heldur gott. Udskólaprófið 1901. Þrír íslending- ar, Þorvaldur Þorvaldsson, Stefán Guttormsson og Á. Anderson, gengu undir próf Manitoba-háskólans f þetta sinn, Hinn fyrstnefndi tók þriðja árs próf, en hinir tveir fyrsta árs próf. Þeir stóðust þau allir og meira en það. Hra Þorvaldsson vann 2. verðlaun (S80) f náttúruvísindum, og hra Guttormsson 2. verðl. ($60) í latínu, stserðfræði og efnafræði. Þessir sömu stúdentar unnu einnig verðlaun við háskólaprófin fyTÍr ári siðan. þjóð vor þarf að eiga fleira af drengjum , svipuðum þessum og væri þá meiri von en ella, að vér sem þjóð- flokkur færum smáttog smátt að ná þeirri stöðu sem oss ber og vér eigum að ná,—Stúdentafélagið sendir þessum félagsbræðrum sínum kveðju sína og árnar þeim allra heilla. I. B. Á fimtudaginnvar fór séra Bjarni Þórarinsson niður til Selkirk) til þess að gera ýms embættisverk þar. Á föstu- dag jarðsetti hann barn, er átti herra Jón Baldvinsson og kona hans; á sunnudaginn fermdi hann 5 drengi og skírði 3 börn. Nöfnhinna fermdu eru þessi: Emil Pálsson, Lárus Lindal, Jóhannes Líndal, Óiafur Jónsson og Jón Hinriksson. Um hálft þriðja hundrað manns er sagt að hafi verið við ferminguna á sunnudagsmorgun- inn. Um kvöldið tók hann börnin og aðstandendur þeirra til altaris. Loyal Geysir Lodge 71191.U.O.F., M.C, heldur fund á North West Hall mánu- dagskvöldið þann 20. þ. m., kl. 8 e: na. Áríðandi að allir meðlimir sæki fundinn. Árni Egqertson. p.s. Herra B. Johnson frá Mýrum, Gimli P. O., kom inn á skrifstofu Hk r. á mánudaginn. Hann var að flytja föður sinn til lækninga á spítala bæj- arins, Það hafði gleymst að taka mann- tal á nokkru svæði 1 Norður-Winnipeg um daginn—milli Jarvis Ave. og Euc- lid Str., austan Main Str. Þarf að hefja þar manntal aftur. Ríkispenin g- ar eru ekki sparandi. Sir Charles Tupptrer nýkominn frá Englandi. Hann er við ágæta heilsu, og leggur á stað næstu daga ásamt konu sinni bingað vestur til Winnipeg. Herra Helgi Jónsson fúr Skálholts- bygð, Man., kom inn á skrifstofu Hkr, á fimtudaginn var. Hann lætur vel af liðan manna almennt, og segir hveitisprettu-útlit ágætt. Herra P. S. Guðmundsson ásamt syni sínum B. Guðmundssyni frá Garðar. N. Dak. voru ‘hér á ferðinni i vikunni sem leið Þeir voru að fara ofan til Nýja Islands; höfðu skoðað land þar i fyrra, en voru nú að fara þangað til að byggjaíveruhús og gripa- hús. Að sunnan segja þeir tíðinda- laust, nema góða líðan almennings og gott útlit með uppskeru þetta sumar. Á öðrum stað í blaðinu er augl. frá Leikfél. Skuldar, að það ætli að leika “Ævintýri á gönguför'* á ýmsum stöðum í N. Dak. Yér mælum tíieð því að fólk sæki leikinn sem bezt. Þeir Sig. Júl. Jóhannesson og ritstj. Lögb. segja að leikurinn sé ágætlegur. Lesid eftirfylgjandi Á þriðjudögum og fimtudögum í hverri viku selur STEFÁN JÓNSSON alskonar kjóladúka, Mussulins, Ginghams, sumartreyjur og margt fleira á stórkost- lega niðursettu verði. Það er lítið af hverri tegund, og fer því fljótt, Vörur þessar eru seldar svo lágt, að þær hljóta að fara á stuttum tíma. Þeir sem fyrst koma fá það bezta, Ágætir dúkar fyrir yfirstandandi og komandi tíma. Missið ekki af þessari sölu. ef ykkur vantar góðan en ódýaan varning fyrir vorið og sumarið. Ennfremnr undra upplag af óteljandi sortum sem koma daglega í búðina, eins góður varningur og nokkur önnur búð í bænum hsflr að bjóða sínum við- skiftamönnum. Sömuleiðis karlmanna- og drengja- fatnaðir af öllum tegundum. Skyrtur, nærfatnaðir, hálsbönd, húfur, hattar, kragar og margt fleira. Allar || þessar vörur seldar ódýrt fyrir peninga út í hönd. KOMIÐ, SJÁIÐ, REYNIÐ. Vinsamlegast STEFAN JONSSON. Tlí PalaiE Clitbin Storc G- C- LONG, 458 MAIN Rétt nýlega fengið allar nýjustu og fegurstu tegundir af karlmanna eg drengja fatnaði. Svartar og bláar karlamanna yfirfatnaðir með ein- eða tvihneptum vestum. Þessir fatnaðir eru sniðnir og saumaðir af beztu skröddurum. Ágætir “Worsted”, “Serge” og "Tweed”-fatnaðir með ýmsu sniði. Allar nýjustu og beatu tegundir af yfirfrökkum úr "Whipcord”, “Venice” og “Covert”-dúkum. Hattar harðir og mjúkir af öllum tegundum. Skyrtur, hálstaa og alt annaðer lítur að karlmannafatnaði. íslenzkur afhendingamaður i búðinni. Komid og skoðið. Allar vörur með sanngjörnu verði. Q. C. Long, - 458 Main St. P.«. Box 764 R. fl. TODD, LANDSÖLUAQENT, No. 1 Freeman Block - - . 490 Main St. Er að hitta á skrifstofunni kl. 9 f. h. tO 6 e. h. og 7 til 8 e. h. Þriðjudaga, Fimtudaga og Laugardaga. Bæjarlóðir tU sölu víðsvegarí bænum, með góðu verði og vægum afborgunar-skilmálum. Sömuleiðis ábýlisjarðir á ýmsum stöðum. Skrifið til, eða hittið að máli R. II. TODU, eða K. OI.A FNSOY 490 Main St. Næstu dyr við Ryan Block. Stefán kaupmaður Sigurðsson frá Hnausum var hér á ferðinni um helg- ina er leið. Blair, járn brautaráðgjafi sambands- stjórnarinnar, hefir lagt fyrir þingið frumvarp um styrkv eitingu til járn- brautalagningar. Þar er beðið um $112 þúsund styrk til brautarbyggingar frá Gimli og norður að Islendingafijóti. Kr. Ásg. Benediktsson selur gift- ingaleyfisbréf bæði heima bjá sér og á skrifstofu Hkr. Lysthafendur geta fengið bréfin á hvaða tíma sem er. / Islendingum Karlmannaföt búin til eftir máli, eftir nýjustu tízku fyrir $10.00 og up,. Komið, sjáið og gangið úr skugga um, að þetta sé virkilegur sanuleiki. S. SWANSON, Tailor 512 jflaryland St. WINNIPEO. Umboðsmaður fyrir The CR0WN TAIL0RING Co. TOEONTO. í vesturbænum var bent á í síðasta blaði Heimskringlu, að ég byrjaði með 1. Maí að verzla með alls konar svala- drykki, ísrjóma, mjólk, aldini af öllum tegundum og ýmislegt fleira (ég gleymdi að geta um kaffið og skyrið) Þessu hefir verið tekið vel nú þegar í byrjun og þakka ég yður fyrír það. — Ég vil nú um leið draga athygli yðar að því, að nú þegar þér um heitasta tíma ársins hættið að baka brauð yðar sjálfir, þá ættuð þér að finna mig að máli og sjá hvort þér gætuð ekki haft hag af því að taka brauð yðar hjá mér; ég get áreiðanlega gert eins vel (ef ekki betur) en aðrir við yður; reynið og munuð þér sannfærast. — Það fást hjá mér um tíma góðar kartöflur fyrir 60c. bush. Notið tækifærið; þær stíga að öllum líkindum í verði bráðlega. Yinsamlegast, G. P. Thordarson, ************************** gl 11 § # # * * * DREWRY’S nafnfræga hreinsaða öl # # # # # # # # # # # # # # # “Ereyðir eins og kampavín.” Þett er óáfengur og svalandi sælgætis- drykkur og einnig hið velþekta Canadiska Pilsener Lager-öl. Ágætlega smekkgott og sáínandi í bikarnum þ*°«ir drykkir er seldir í pelaflðskum og sérstaklega ætl- aðir til neyzlu í hcimahúsum. — 3 dúsin flöskur fyrir $2.00. Fæst hjá öllum vín eða ölsölum eða með því að panta það beint frá REDWOOD BREWERY. EDWARD L- DREWRY- $ Jlanníaetnrer & Importer, WIJISIIPEG. # *****************m******** ********************* ***** * * * * * * * * * * * * * » # # # #############*##**** ##*<*; Areiðanlega það bezta er Ogilvie’s Mjel. Sjáið til þess að þér fáið OGILVIE’S. # # S # # # s # # # # # Peningar lánaðir gegn lægstu gildandi vöxtum. Hus og lóðir til sölu með vægum tímaborgunum. Eldsabyrgdar umboðsmenn. CARRUTHERS, BROCK & JOHNSTON, CONFEDERATION LlFE BLOCK 471 MaIN St. - WlNNIPBG, MaN. Army and IVavy Heildsala og smásala á tóbaki og vindlum. Vér höfum þær beztu tóbaks og vindla- byrgðir sem til eru í þessum bæ, og selj- um þær ódýrara en aðrir. Enda gerum vér meiri verzlun en nokkur annar. Vér óskum eftii viðskiftum yðar. I. Brown & Co. 541 Main Str. ffiotipei Crearaery & ProflBCB Co. LIMITED. 8,31. Barre, - - radsniadnr Rmnrinn f Sendiðrjómann yðar UœilUUI . á elsta, stærsta og beztstjórnaða smjörgerðarhúsið í Mani' toba. Starfsaukning 400% á 4 árum. Vér ábyrgjumst að gera viðskífta- menn ánægða, Fullar upplýsingar fást með því að rittatil 240 KING ST. WINNIPEG. THE CRITERION. Beztv vín og vindlar. Stærsttog beata Billiard Hall i bænum. Borðstofa uppi á loftinu. JohnWilkes, eigandi Union Braud HEFIR ÞETTA MERKI KAUPIÐ ekkert annað 162 Lögregluspæjarínn. 9. KAPITULI. Næsta morgun klukkan sex kallar Frans á de Verney. Hann rís upp og endurnýjar allar þær sömc æfingar, sem skýrt er frá daginn áður. Hann reynir og stælir hvern einasta vöðva, teyg ir sig og togar, skekkir og skekur. Frans horf- ir á hann stundarkorn og segir: “Það mætti gjarna halda að þér ætluðuð að reyna yður við grímumanninn, kæri berra !” “Uss!” segir de Verney önugur. “Hvað væri á móti því að lofa þrjótnum að reynajsig, herra? Mér þætti gaman að horfa á það; ég ímynda mér að þér getið farið með hann alveg eins og tusku !” “Það er (alveg ómögulegt! Þad væri nú auðvitað gaman að því! Hver veit nema að það geti orðið nokkuð harðar sviftingar á milli okk- ar, I rans !" “£g þori að setja hausinu á mér i veð, að þér getið fleygt honum*og)farið með hann eins þér vilduð. Lofið honum að verðasér til skamm- ar í kveld, bölvuðum gortaranum ! Það er sagt að hann sé orðinn fullur af hroka !”! “Þad er vel líklegt að það sé satt”, svarar de Verney. “Hroki er oft einkenni þess að fall er í nánd !” Þegar hann sleppir síðasta orðinu, fer hann burt og sezt að snæðingi.—De Verney h&fði kveldið áður skrifað hershðfðingjanum og beðið hann um leyfi til þess að vera ekki við liðs- könnunina, Það leyfi er veitt í bréfi, sem hann meðtekur þegar hann er að enda við að borða. Hann fær nokkur fleiri bréf, lítur yfir þau og Lögregluskæjarinn. 167 sjá yðar herra Lieber; þér þorið víst að mæta honum”. “Efist ekki um það!” svarar Ágúst. “Ég vildi ekki fara á mis við að mæta honum fyiir nokkra muni. I dag er ég viss um að hitta hann. Ef það hefði verið f morgun--”. Hann þagnar alt í einu, Hann er auðsjáanlega frá sér numinn af gleði yfir þvi að hafa tækifæri til þess aðmæta glimumanninum og sína krafta sína. Hann þegir stundarkorn og segir því næst’ "Viljið þér ekki fá yður blóm, herra de Verney”. “Jú”, svarar de Verney, “ég vildí helzt að að þau væru einhvernveginn mislit; mér sýnist þér ekki hafa nema hvit blóm í dag”. “Ó, það er svo litið af ranðum rósum í gard. inum mínum í dag að ég hefí að eins hvítar rós- ir til sðlu. Mér sýnist þær líta nógu vel út í barminum á herranum”. "Ójá”, svarar de Verney. “Það er þá bezt að fá sér eina hvfta”, og hann nælir hana í barm sinn. Svo heldur hann áfram leiðar sinnar. Hann er glaður í huga, því hann er viss um að hvitar rósir þýða það að Hermann á ekki von á neinu svari þann dag, og þess vegna hlýtur Ágú’t að hafa eitthvað af bréfum eftir í sínum vörzlum. Hann hugsar nú um það rólega hvað hann skuli gera og hvernig hann skuli haga leit- inni í Vignesgötu í kveld. Svo ekur hann áfram. Þegar hann kemur að gar^shliðinu, ferhann ofan úr kerrunni, skil- ur hana eftir og gengur rakleiðis þangað, sem keisaraeonurinn hafði verið þegar hann sá hann siðast. Þar erfremur fáförult um þetta leyti. 166 Lögregluspæjarinn. loksins þorað að skríða úr greninu. Hann skai fá að sjá það f kveld og finna hvort enginn hefir afl í kögglum nema hann. Já, hann skal svei mér fá að finna það svikalaust!” “Kemur þá ungfrúin ekki heldur ?" “Hún ! nei, hún kemur vfst ekki. Henni þykir gaman að horfa á aflraunir. Henni þyklr vænt umaflraunamenn. Henni hefði aldrei þótt vænt um-------”. Hann hikar, þegar stundarkorn, og tekur svo til máls aftur: "Louisa kemur í kveld til þess uð sjá mig slengja þessum grímugosa til jarðar. Þú kemur með mér í kveld ? Ég vona að þú komir með mér !” De Verney lætur sem hann ætli að fara. “Látið yður ekki verða bilt við, herra de Verney; það er ekki hætt við að þorparinn geri yður neitt mein ! Ég ætla að reyna að jafna á honum og dauðir hundar bfta ekui! Eg, Ágúst Lieber, hugsaði að þér vilduð ef til vill vera glímuvitni mitt; ég skal sjá um að ekkert verði gert á hluta yðar. Eg skal kasta þeirri bleyðu, sem ekki þorir að láta mig sjá sig framan í sig — kasta honum—senda honum langt f burtu eins auðveldlega og ég anda frá mér loftinu”. og um leið og hann segir þetta, dregur hann þungt andannjog smeliir saman tönnunum. Ungfrú Rósa stóð skamt* frá hon- um, það vareins og henni yrði hverft við, hún leit á Ágúst og sagði brosandi: “Hann er far- iun!” ‘ Ég get ekki verið glimuvitni yðar”, segir de Verney vingjarnlega, “en ég vonast þó tíi að Lögregluspæjarinn, 163 sér að eitt þeirra er frá efnafræðingi, er hann hefir einnig skrifað kveldið áður. Það er stutt og hljóðar þannig :! Paris, 21. Apríl 1868. Kæri herra ! Bréf yðar, dags- í dag, er meðtekið. Þér.biðjið mig um að láta yður i té ofnafrseðis lega lýsing á kolsýru. Af því ég Jþekki yður svo vel að ég þykist þess fullviss að það sé óhætt, þar sem ég veit að yður dettur ekki sjálfsmcrð í hug, þá verð ég við bón yðar með ánægju. Kola sýra er, í eðlilegum hita og þrýstingi, gas með J af kolaefni og f af gasefni (C. O). Hún er lýkt- arlaus, litarlaus, bragðlaus og er þyngri en loft; það er því niðri við jörð á uppsprettu farvegum, málmæðum o. s. frv. og fari menn þangað nið- ur eða inn, er dauðinn vís, því menn anda þá að sér eitri, Þaðhefirbæði þau áhrif, er nefna mætti virkileg (posetive) líkt og tóbak eða áfeng- iseitur, eða þau sem nefna mætti hindrandi (ne- gative), þar sem það dregur úr viðhaldi lífsins. Með öðrum orðum, það hefir þau tvenns konar áhrif, aðþaðverkar beinlínis deyðandi svo að lífsaflið hefir ekki við og það verkar á lifsaflið sjálft svo það hættir að starfa. Sökum þess að það er þyngra en Ioftið, getur það haldist kyrt þegar ekkert verður til þess að hreyfa það, en samt hlyti það að samlagast loftinu við gas- blöndun eftir þess eðlilegu lögum, þótt það sé i málmæðum, uppsprettufarvegum, hellum o. s. frv. Ef yður er ant um líf ýðar, þá farið ekki þangad, sem það er, því þegar þér fyrst dragið-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.