Heimskringla - 16.05.1901, Blaðsíða 2

Heimskringla - 16.05.1901, Blaðsíða 2
HEIMSKKINGLA 16. MAÍ 1901. Heimskringla. PUBLISHBD BY The Heimskriagla News & Publishing Co. Verð blaðsins i Canada og Bandar. 91.60 nm árið (fyrirfram borgað). Sent til Islands (fyrirfram borgað af kaupenle nm blaðsins hér) 91.00. Feningar sendist I P. O. Money Order Bagistered Letter eða Express Money Order. Bankaáyisanir á aðra banka en i Winnipeg að eins teknar með afföllum R. L. Baldwinaon, Kditor & Manager. Office ; 547 Main Street. P O. BOX 407. Fram landar. Eins og getið er um annarstaðar 1 þeesu blaði er Manitobasýningin í ár um mánaðamótin Júlí og Agúst, og er það seinna -en vant er. Vér viljum alvarlega mæla fram með því við íslendinga, að taka sem mestan þátt í sýningum fylkisins, bseði að því leyti að sækja þær og keppa um verðlaun. Sýningin veitir mönnum ómetanlegt gagn í þekkingarlegu tilliti, á búnaði og iðnaði, og er því alveg ómissandi fyrir landa að fylgjast með í þeim framfarastraum, ef þeir eiga ekki að verða langt á eftir öðrum. EinDig er það þýðingarmikið atriði fyrir íslendinga að keppa um verðlaun af öllum tegundum, og ná þeim. Ekki beint vegna pening- anna, heldur mik'.u fremur vegna hins, að sýna að þeir séu jafnsnjallir hérlendu fólki f hverri grein, og líka til þess að hérlendir menn taki eftir fslenzka þjóðflokkinum hér í landi og viðurkenni hann sér jafn- snjallan. Það er fyrsta og eina skil- yrðið fyrir því að óskir og viiji ís- lendinga sé tekinn fyllilega til greina af hérlendu fólki, í æðri og lægri stöðu að það þekki íslendinga og hafl að minsta kosti eins gott álit á þeim og sínum eigin þjóðflokki. Fram landar! Verið hvergi ósnjall- ari öðrum þjóðflokkum! Þið hafið næga hæflleika að standa öðrum þjóðum jafnfætis ef þið takið á því bezta sem þið eigið til. Og ef þið æfið og styrkið ykkar beztu ein- kunnir þá getið þið verið á undan flestum þjóðum í heiminum. Ekki f manndrápum og trúarhræsni,— heldur í manndómi og drenglyndi. Sú f'regn er hingað barst með hraðskeytum frá Kaupmannahöfn, að fundin væru kolanáma á Islandi, reynist að vera sönn eftir fréttum í Austra 6 Apríl, sem annarstaðar eru birtar í þessu blaði. Að vísu gerðu ensku blöðin meira úr stærð námun- nar en Austri, en hvað um það mun það áreiðanlegt að kol eru fundin á íslanda, og eru það þær bestu fréttir sem Vestanmenn hafi fréttaf ættjörð sinni fyr og síðar. Má vera að þeir, sem nítt hafa ísland á allan hátt bér vestra,— sem sára fáir eru, séu undanskildir, því, að þykja þessi fregn gleðitíðindi. En hver sannur, og ærlegur fslendingur hlýtur að stórgleðjast yflr tíðindum þessum. Eins og öllum er ljóst, eru kolanám- ur í hverju landi sem er, undir stað- an undir atvinnu og iðnaði að stór miklu leiti. 0g lof og heiður sé þessari nýbyrjuðu tuttugustu öld, fyrir tíðindi þessi. Annað er það iíka, að þar sem kol eru, þar eru óefað fleiri námur að finna. Og vér höfum einatt haft þá trú að ísland væri námaland, hinna dýrmætari málm- tegunda, svo sem járns, silfurs, gullsog dýrra steina. Oss kæmi það ekki á óvart, þó það sannist inn- an skams tfma, að ísland iiafl gnll að gey ina og gersemar, í eins ríkuglegum mælir, og sum önnur lönd, sem gull tekjulöud eru. En reyndist ísland að vera málmauðugt land þá kæmi til sögunnar sú úrlausn hvortíslend- ingar eða íslandsstjórn kunni að gæta auðæfa landsins eða ekki. Reynist það að þjóðin kunni ei með auðlegð landsins að fara, þá er hin forn norræn fslenzka hagfræðisþekk- ing líka „blásinn upp”. — Ef þjóðin lætur útlendinga gapa yflr auðæfum sínum, seldum eða leigðum, þá þá kann hún ekki með landsins auð að fara. Auðvitað verður hún að fá útlenda menn og peninga í þjónustu sína til að brjóta haugana og ná fénu, ogkemurþekk- ingin og fyrirhyggjan þá til sögunn- ar, að því sé stjórnað með forsjá og til eigin hagsmuna, en ekki sóað eða selt úr höndum þjóðarinnar. Þú skalt ekki mann vega. Eftir: Leo Tolstoi. “Þú skalt ekki mann vega”. Ex. xx, 13. “Lærisveinninn erekki fyr- ir sínum meistara, en sá sem er fullnuma, er eins og lærimeistari hans”. Lúkas vi, 40. .....“Þeir sem með vopn- um vega. mun og fyrir vopnum falla". Matt. xxvi, 62. “Alt sem þér viljið að mennirnir gjðri yður, það skulið þér og þeim pjöra”. Matt.vii, 12. Þegar konungar eru dæmdk til dauða og teknir af lífi eins og Karl I, Lúðvfk XVI, Maximilan I Mexico, eða drepnir af hirðlýðnum eins og Pétur III, Páll keisari og ó- tal margir soldánar, Shahs og Khans, þá er sá viðburður látinn líða hjá, án mikils umtals. En þegar þjóð- drottinn er drepinn án dóms og laga eða hirðlýðurinn drepur hann ekki, svo sem átti sér stað með þá Hinrik IV, Alexander II, Camot Keisarafrú I Austurríki, Shah-inn I Persfu og sfðast Humbert konungur á Italíu, þá vekur þessi morðtegund hina mestu undrun og gremju á meðal konunga, keisara og áhangenda þeirra, rétt eins og þetta fólk sé al- veg laust við morð og hati þau, og eins og það noti sér aldrei að myrða, eða eigi nokkurn þátt f slfku hátta- lagi. Hin mestu valmenni af þeim stjórnendum er myrtir hafa verið, eins og þeir Alexander II og Hum- bert, voru þó sek um dauða tíu þús und manna á vígvellinum, þó öllum þeim sé slept sem teknir voru af lffl þar fyrír utan. En hinir grimmari harðstjórar hafa verið valdir að dauða svo hundrað þúsundum eða jafnvel miliónum manna hefir skift, og sem hafa hlotið ýmsan dauðdaga eftir fyrirskipunum og réðabruggi þessara þjóðböðla. Kenning Krists strykar út lög in um: “auga fyrir auga, og tönn fyrir tönn”. En þeir sem hafa hald- ið sér við þeirra kenningu og halda við hana enn þá, þeir halda áfram að hegna og halda uppi ófriði, og heimta ekki einasta “auga fyrir auga og tönn fyrir tönn”, heldur gera fyrirskipanir um að drepa þús- und eftir þúsund án nokkurs tilefnis, með því að fara í stríð við aðra þjóð. Þessir manndráparar hafa enga ástæðu til að þykkjast við, þó sömu reglum sé beitt við þá sjálfa, sem þeir beita við aðra f svo tak- markalausu hófleysi, að varla er einn konungur eða keisari drepinn mót hundrað þúsundum, eðajafhvel móti hverri einni milión af almúg- anum, sem drepin heflr verið eftir skipunum og til ánægju konungum og keisurum. Konungar og keisarar ættu ekki að þykkjast við þegar önnur eins morð eru framin, sem þeirra Alexanders II og Humberts. Þeir ættu heldur að ver í furðu yflr hversu sjaldgæf slík morð eru, þá þeir bera þau saman við sín algeug- ustu og sífelt áframhaldandi fyrir- myndardæmi,—á meðal þegna sinna. Konungar og keisarar eru skjálfandi hræddir, þegar einhver þeirra er drepinn, þótt aðalstarf þeirra og umsvif séu fólgin í að ráð- slaga um manndráp, og undirbúa manndráp. Þegar ófriðarhlé er, þá er ríkjaherinn æfður I herlistum, og verja þjóðdrotnar þá tfma sfnum í að vera viðstaddir, og eru frömuðir þess háttalags; hvað er starf þeirra annað en undirbúningur til mann- drápa? 0g fólkið er svo dáleitt, að þó það sjái hvað stöðugt er verið að gera fyrir framan augun á því, þá getur það ekki skilið hvað sá starfl táknar. Það sér hinar hvíldarlausu áhyggjur konunga, keisara og lýð- veldisforseta, sem snúast um heræf- ingar og heraga; það sér skrautlegar hersýningar, viðhafnarmiklar her- göngur og herbragðaæfingar, sem þjóðhöfðingjarnir halda og gorta af hver við annan. Fólkið þyrpist saman til að sjá þetta, með hinni mestu ákefð,—sjá bræður sfDa klædda I glossalituð og gylt klæði, vera gerða að vélum sem blása herlúðra og berja bumbur, og sem tafarlaust hlýða herópi eins manns til hreyf- inga; en—þeir skilja ekki hvað alt þetta þýðir. En þýðing slíkra heræflnga er Jjós og einföld. Hún er undirbún- ingur til að drepa menn. Öll þessi herlæti eru til að gera menn að heimskingjum, og breyta þeim í morðvélar til manndrápa. Og—það eru að eins konungar, keisarar og lýðveldisforsetar, sem gera þetta, undrbúa þetta, og veg- sama sjálfa sig fyrir þetta. Og það eru þessir sömu menn sem sérstak- lega fást við að mynda þessar morð- starfa-athafnir, og sem hafa gert manndráp að lífstöðu sinni, sem bera einkenniabúning hermanna, og vopn sér við hlið, sem verða fullir af dauðans angist og skelfingu, þeg- ar einn af þeirra flokki hnígur dauð- ur fyrir drápsvopni einstaklingsins. Það er ekki vegna þess að þess- um morðam fylgi óhemjuleg grimd, að þeir verða svona skelkaðir, eins og til að mynda þá Humbert kon- ungur var drepinn. Þegar uppfylt- ar eru fyrirskipanir konunga og keisara, þó ekki sé miðað við fyrri tfða hriðjuverk eins og blóðbaðið á St. Berthólsmessu-nótt, eða aftökur sem gerðar eru f því yflrskyni að halda innanrfkisfrið, né slátrun lýðs- ins í upphlaupum og stjórnarbylt- ingum, heldur við nútíðar aftðkur, pintingar og griðnfðslu á einstakl- ingum, og heraga-fullnægingar, hengingar, hálshoggningar, skot-af- tökur, og öll þau feikn og ógrynni af hermanna-slátrun á vígvellinum, alt þetta eru miklu grimdarfyllri manndráp en þau nái samanburði við eitt morð, framið af anarkistum. Það er ekki þess vegna frá sjónarmiði ranglætisins, sem þeir hræðast þessi morð. Ef Alexander og Hubert hafa ekki verðskuidað a*5 vera drepnir, þá hafa ekki þær þúsundir fólks sem fórust af rúss- nesku þjóðinni I Plevna-héraðinu, og þær þúsundir ítala sem fórust f Abyssinía, verðskuldað dauða. Nei, það er ekki vegna grimdarinnar né ranglætisins, að þessir þjóðmorðingj- ar verða skelkaðir við þessa atburði, heldur vegna þess að þeir skiJja ekki að aðrir en þeir megi fremja illræðisverk. Ef þjóðdrotnamorðingjar fremdu morð undir ofuræði tilfinninga sinna og reiði, sem vaknað hafa við að vera sjónarvottar að þrældómsfargi því, sem lagt hefir verið á þjóðirnar, eins og þeir Alexander II eða Hum- bert voru sakaðir um, eða ef þeir fremdu þau með þeim tilgangi að hefna sín persónulega, hversu sið- ferðislaus sem sú hegðun kynni að vera, þá væri það altsaman skiljan- legt, en hvernig getur heill félags skapur af anarkistum, sem sagt er að hafi sent Bressi & stað, og sem átti að taka annan þjóðstjórnara af dögum en hann gerði, hvernig get- ur það félag, þegar það yflrvegar með stillingu og gætni þær umbætur sem gerast þurfa á ástandi þjóðanna, ekki fundið annað betra en myrða það fólk, sem jafn árangurslaust er að taka af Iffl og að höggva hausana af Hydra.* Konungar og keisarar hafa skapað sér fyrirkomulag, sem líkist marghlæðu, sem hleður sig sjálf um leið og skotið hleypur úr henni. “Le roi est mort — vive le roi!”** Nú, til hvers er þá að drepa þá? Sú skoðun getur að eins við hafst á yflrborðinu, að dráp slíkra manna geti verið meðal til að frelsa fólkið frá kúgun og ófrið, sem ollir því dauða. *) Hydra átti að vera marghöfðaður ormur, sem hafði þá náttúru, að ef einn haus var hðgginn af honum, þá uxu tveir f staðinn. Herculus á að hafa átt við hann í Lena, forðum daga. Þýðarinn. **) Konungurinn er drepinn,—kon- ungurinn lifir. Þýð. Vér verðum að gæta þess, að ýmsar tegundir af kúgun og stríðum eru háð án þess að formenn stjórn- anna séu bein orsök f þeim. Það voru hvorki Nichulas eða Alexander, Lúðvfk eða Napoleon, Fredric eða Vilhjálmur, Palmerstone eða Glad- stone, McKinley og fleiri, sem olla sjálflr beinlínis ófriðarböli þjóða sinna, það er ekki nokkur ákveðin persóna, sem á bein upptök að kúg- un og ófriði þeim sem pínir þjóð- þjóðirnar. Einstaklfngur ollir sjaldnast böli þjóðanna, en þjóðskipuna- fyrirkomulagið er þannig, að þjóð- irnar verð að fela örfáum og oftast einum manni völdin og framkvæmd- ina á hendur, og maður sem er ger- spiltur af sinni óeðlilegu lífsstöðu, að ráða yflr kjörum cg lífi fólks svo miliónum skiftir, það gerir hann vanheilan, og hann þjáist að meiru eða minna leyti af ákaflegri sjálfs- upphefðar löngun, en aðrir veita þessu ekki eftirtekt, vegna þeirrar stöðu sem hann er f. Þótt þvf sé nú slept, að þessir menn eru umkringdir, frá vöggunni til grafarinnar, af þindarlausu óhófi og íburðarsemi, og þeim vanalegu dilkum sem þvf fylgja, svo sem smjaðri og þrællunduðum sleikju- skap, þá er öll þeirra mentun og staða miðuð við miðbik eins hlutar, og hann er manndráp; þeir stúdéra manndráþ liðna tfmans, læra stór- feldustu aðferðir nútímans til mann- drápa, og lífsstarf þeirra er að finna upp, sem stórfeldastan undirbúning til manndrápa í ókominni tíð. Frá blautu barnsbeini læra þeir mann- drápslistina út f ystu æsar, og alt er múrað og fult í kringum þá af morð- tólum, og alstaðar blasir móti þeim einkennisbúningur hermanna; þeir eru ; viðstaddir allar hersýningar, heræfingar og herprófanir, heim- sækja hvern annan, opinbera hver ððrum umbættar herreglur og her- skipanir. Og enn sem komið er segir enginn þeim hið rétta nafn á starfa þeirra, og þaðan af síður segir nokk- ur þeim, að undirbúningur til mann- drápa er viðbjóðslegur og f hæsta máta glæpsamlegur. Þeir heyra ekkert annað en lof og prís um sjálfa sig, og glamuryrði og aðdáun af þeim sem í kringum þá eru, fyrir framistöðu sína. Sá hluti blaða og rita sem þeir sjá, og sem þeir skoða yfirlýsingu af hugarfari bezta fólksins, og vild- argæðinga sinna, yflrgnæflr öll þeirra orð og verk með lofl á hinn þræl- lyndasta hátt, hversu fáfengilegir og geggjaðir sem þeir kunna að vera. Allir sem umgangast þá, karlar og konur, hvort heldur klerkar eða leikmenn, allur sá sægur metur einkis manngöfgi, en keppist hver við ann- an í að smjaðra þá á sem fágaðastan hátt, og segja alt gott og blessað sem þeir fara fram á, og draga þá á tálar jafnt og siöðugt, og gera þeim ómögulegt að þekkja mannlíflð eins og það er. Þeir gætu lifað f hundr- að ár án þess að sjá sannan, frjálsan mann, og auðnaðist aldrei að heyra sannleikann. Vér erum stundum skelkaðir með orðum og verkum þessara manna, en ef vér athugiim stöðu þeirra, þá sjáum vér vafalaust, að sérhver maður sem værí í þeirra stöðu mundi aðhafast það sama og þeir. Skynsamur maður f þeirra stöðu get- ur að eins gert eitt, þ. e.: að segja henni af eér. Flestir sem í henni eru verða að starfa á líkan hátt. Hvað ætli það sé í raun og veru, sem gengur á í höfðinu á Vilhjálmi nokkrum á Þýzkalandi, manni með takmörkuðum skilningi, lítilli ment- un, en feiknamikilli metnaðargirnd, —hugmyndir líkar og hjá ungum jýzkum galgopa; það er sama hversu fábjánaleg og hræðileg innföll það eru, er hann segir frá, þá er þeim æflnlega fagnað með tryltum ákafa, —kynjuðum af Rínarvíni — og út- skýrð af blöðum heimsins, sem væru )au fagnaðarboðskapur mannlífsins? Hann sagði að hermennirnir ættu að vera reiðubúnir til að drepa feður sína, svo mikla hiýðni heimtaði hann móti skipunum sínum. 0g svarið var: “Húrra!” Hann segir að her- mennirnir megi ekki taka nokkra sálu til fanga á Kínverjalandi, held- ur drepa alla menn,—hann er ekki settur á vitflrringa hæii, heldur hljóða hermennirnir: “Húira!”, og stýra til hafs og halda til Kínverja- lands, að uppfylla skipanir síns herra. Og Nikulás keisari sem byrjar stjórn sfna, — samt eftir tískunnar reglum — með að lýsa því yflr, í svari sínu til gamalla heiðvirðra öldunga, sem létu þær óskir og vilja sinn í Uós, að þeir fengju að ráða sín- um sérstöku málefnum, að öll von þeirra um sjálfstjórn sé draumur án skynsemdar. Og þau blöð og tíma- rit sem hann sá, og það fólk sem talaði við hann vegsömuðu bafln fyrir þetta. Hann stakkupp barna- legum, fábjánalegum og óvirkilegum samningi um alsherjar friðarsam- band, en er þó á sama tíma að ham- ast f að auka herinn og herútbúnað- inn, og þá urðu engin takmörk sett þeirri lofdýrð sem dundu aftur og fram um heiminn, um hann. Án nokkurrar ástæðu kúgar hann skyn- semdarlaust og miskunarlaust finsku þjóðina, og aftur fær hann ekki ann- að heyra en lof og vegsemd fyrir það athæfl sitt. Síðan byrjar hann á manndrápunum á meðal Kfnverja, hræðilegum óréttlátum og grimdar- fullum, og er í herfilegri mótsetn- ingu við uppástungu alaherjar frið- arsambandið. En hann heldur á- fram að fá samanhangandi lof frá samtfmismönnum sínum hvaðanæva, bæði fyrir hervinninga sína og fast- heidni við friðsama stjórnarstefnu föður sfns.— Hvað ætli gangi á f höfðum og hugskotum slfkra manna og þessara? Það eru ekki Alexandrar, Hum- bertar, Vilhjálmar, Nikulásar og Chamberlainar, sem eru orsök í þess- ari eða annari kúgun eða styrjöld- um, þó þeir unnirbúi hernaðar leið- angra, orsakirnar eru hjá þeim sem hafa sett þá f þessar stöður þeirra, sem þeir hafa ráð á lffi og dauða þjóðanna. Þess vegna er það ekki nauð- synlegt að drepa þessa Alexandra, Nikulása, Vilhjálma og Humberta, einungis er að hætta að styrkja þá þjófélagsskipun, sem þeir eru ávext- ir af. Það er síngimi og ástand auladómsins hjá fólkinu, sem selur frjálsrseði og heiður fyrir ónauðsyn- legt einveldi, sem nýtur alls hagnað- arins af núverandi þjóðfélagsskipun. Þeir sem standa á neðstu tröppu f mannfélagsdeildunum, eiga að rekja þau tildrög til þess að þeir hafa verið gabbaðir af þjóðræknisskúmum og sumu leyti af falskri trúarbragða- kenningu, gert í eigingjörnum til- gangi, þessir látröppu menn hafa gef- ið frálsræði sitt og manndómstilfinn- ingar til þeirra sem ofar þeim stanna, og sem offrað hafa þeim og gint þá á efnalegum hagnaði. Og sama er að segja um þá sem eru í næstu tröpp- um fyrir ofan þá. Þeir hafa allir saman verið gabbaðir, einkum með hagsmuna vonum. Fyrir það hafa þeir losnað við frjálsræði sitt og manndóm. í sömu kringumstæðum eru þeir sem standa enn þá ofar, og þannig heldur áfram upp f efstu rimar, alla leið til þess manns eða manna sem standa upp á hefðartindi, hinum keilumyndaða tindi mann- skipunar-fyrirkomulagsins, og sem ekki hafa nokkurn hærri hefðartind að komast upp á, og sem hafa enga hvöt til atorku, nema metorðagirnd og valdastyrkleik. Þeir eru venju- legast svo spiltír og auladómsfullir af stjórnheimsku sinni, sem grund- vallast á lffl og dauða, og af smjaðri og þrællunduðum sleikjuskap þeirra sem þeir umgangast daglega, og sem ætíð fylgir æðstu tign, að þegar þeir eru að hafast ilt að, þá eru þeir sannfærðir um, að þeir séu vel- gerðaæenn mannlífsins. Það er því fólkið sjálft, sem offrar manndómi sínum fyrir efnalegan hagnað, og býr þessa menn til, en verður síðan sár-óánægt með þá, vegna beimsku þeirra og glapvirkni. Að myrða þessa menn er sama og láta dátt að barninu, og síðan að misþyrma því með hýðingu. Það sýnist þurfa næsta lítið til að stöðva kúgun og þarfiausan ó- frfð, og til að fá menn til þess að hætta þvf, að vera reiðir við þá, — sem virðast vera orsök í kúgun og ófriði, Um fram alt ætti að nefna at- hafnirnar og hlutina sínu rétta nafni, og láta sjá alt í réttri mynd. Það þarf að verða skilið að h e r er ekki annað en verkvél til mann- drápa, og heraukning og heræflngar, sem konungar, keisarar og þjóðveld- isforsetar annast um með svo mikilli sjálfs-umönnun, eru undirbúnj ingur tii manndrápa. Ef konungar, keisarar og for- setar gætu að eins skilið störf sfn, að herbúnaður þeirra er ekki heiðar- legt starf né skylduverk frekar en sny'aðrið og fláttskapurinn sem eltir þá alstaðar, heidur hin mesta and- stygðar-athöfn,—þ. e.: undirbúning- ur og ráðlag til manndrápa. Ef að eins hver einstaklingur gæti skilið það, að öll hergjöld til útbúnaðar hermönnum, og umfram alt kosnað- ur á hernaði, er ekki einasta þýðing- arlaust, heldur f mesta máta siðferð- islaus verknaður, því þá leyfir ein- staklingurinn ekki einasta mann- dráp, heldur tekur lfka þátt f þeim sjálfur.—Annars, mundi af sjálfu sér réna tign og veldi konunganna og keisaranna, sem nú gengur langtum of langt, svo þeir missa lff sitt fyrir. 0g þá mundu ei Alexandrar og Humbertar né aðrir verða drepnir, en það þarf að færa þeim heim sanninn um það, að þeir eru manndráparar; og um fram ait þarf að taka fram fyrir hendurnar á þeim og leyfa þeim ekkí að drepa menn lengur. Fyrirskipunum þeirra til manndrápa ætti ekki að vera hlýtt. Ef menn eru enn þá ekki á þvf ■tigi að geta unnið á þenna hátt, þá er það vegna þess að sfjórnirnar neita svæfandi meðala kostgæfilega sér til verndar. Þess vegna ættum vér að stuðla að því að menn hætti að drepa konunga, og hætti að drepa hvern annan,—því manndráp eru að eins til að styrkja þessa stjómar- svæfingaraðferð, heldur stuðla að þvf að þjóðirnar vakni af nú verandi morðdraumum. Og þetta er einmitt tilgangur minn með þessum athugunum. Þýtt hefir: Kr. Ásg. Benkdiktjson. MINNEOTA, MINN. 4. MAÍ 1901. (Frá fréttaritara Hkr.). Tiðarfar: Síðan ég; skrifaði síðast hefir mátt heita öndvegistið; nú eru akrar og engi alt sefcrænt yfir að lita. Vorvinna gekk hér hjá bændum mjög greiðlega og akrar i hinu ákjósanlegasta ásigkomulagi — en markaður á öllum afurðum bænda er mjög daufur. — Nýfarnir héðan vestur á Kyrrahafs- strönd eru: Sigurður A. Austmann og Sigurjón Sveinsson. — Til framfara má teljast að hérer nýstofnuð Frimúrara deild. Af íslendingnm eru í henni G. A. Dalmann, Kr, M. Gíslason lögmað- ur, G. Björnsson ritstj. og S. M. 8. Askdal (áður þurftum vér að sækja fundi vora til Marshall).—í heilbrigðis- réð bæjarins hefir verið kosinn Þórður læknir Þórðarson.—Þeir verzlunarfé- lagar Sigurjónog Ólafur Arngrímssyn - ir og Sigurður Vigfússon eru að láta reisa múrbyggingu, sem kosta mun frá 915—20 þúsundir. Krankleikar á mönnum hafa verið með meira móti hér um stund. Söku m bólunnar hefir öllum samkomustöðum verið lokað nú í langan tíma, en þar eð veikin er í rénun, er búist við að leyst verði úr hömlum innan skamms. í síðastl. mán, dóhér Hálfdán Þor- steinsson, ættaður Norðurströnd Vopna fjarðar. BRÉFKAFLI FRÁ BRÚ, MAN. 6. Maf 1901. Herra ritstj. — Héðan úr Argylebygð er fréttalít- ið nú. Næst guði er hugsað] um að yrkja og sá búgarðim og| búa sem stærst, enda munu Argylebúar vera einna fremstir í fylkingu í búskap, allra islenzkra nýlendubúa. Menn hamast nú við hveitisáningu hér i bygð og er hún langt komin, og aldrei séð meira en nú. Tíðin hefir verið á- kjósanlega góð, akrar orðnir sílgrænir víða, og uppskeru útlit nú í allra bezta horfi. Eitt af þvi fréttnæmasta héðan er, að 1. þ. m. voru þau Joseph B. Skapta* son og ungfrú Jóhanna Guðrún Símons gefin saman i hjónaband af Rev. James Hood, presbytera-presti frá Cypress River, að heimili W. G. Simons, sem er bróðir brúðurinnar. Um 50 manna voru viðstaddir, og var veizla haldin og skemti fólk sér vel. Morguninn eftir lögðu ungu hjónin af stað með C. P. R. suður til N. Dak., og fylgdi margt af vinum þeirra þeim á brautarstöðvam- ar á Baldur og árnuðu þeim allra heilla um ókomin æviár. Annan þ. m. slasaðist Bjðrn And- résson að Brú, þannig, að hestar, sem hann keyrði, fældust 2 hunda, er runan

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.