Heimskringla - 13.06.1901, Blaðsíða 1

Heimskringla - 13.06.1901, Blaðsíða 1
Heimskringla er gef- in ut hvern fimtudag af: H imskringla News and Publishing Co., að547Main St., Winnipeg, Man. Kost- ar um árið §1.50. Borgað fyrirfram. ^ fyrir i Nýir kaupendur fá. i kaupbætir sögu Drake Standish eða Lajla og jóla- blað Hkr. I9u0. Verð 35 og 25 cents, ef seldar, sendar til íslands fyrir 5 cents 5 í XV. ÁR WINNIPEG, MANITOBA 13. JtJNl 1901. Nr. 36. . . . - . . v» Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Brezka lögfræðiugafélagið hélt ný- lega heiðurssamsæti fyrir M.Labori, þann er varði Dreyfus. Um 500 lög fræðingar, þar af margir dómarar, sóttu veizlu þessa og hlustuðn á langa ræðu flutta á ensku af heiðursgestinum Labori, sem talaði af mikilli mælsku og haf ði góð áhrif á tilheyrendur sína. Mannætur á St. Mathiasar-eyju hafa nýlega drepið og étið nokkra þýzka vísindamenn, sem þangað yoru sendir. Að eins 1 komst undan til að segja söguna. 15 Mission prestar hafa nýlega ver- ið drepnir af skrílnum i Suður-Mongo- lia-héraðinu í Kina. Óeiröir mikiar eru og sagðar frá Chi Li-fylkinu. Þar eru Boxarar í miklu veldi; ráku þeir af höndum sér franskan herflokk, sem sendur var þangað til að bæia niður félagsskap Boxaranna, en urðu frá að hverfa með mannfallinokkru. Brezkum og frönskum sló nýlega saman þar eystra og féllu og særðust nokkrir á hvora hlið. Þjóðverjar lögðu Frökkum lið í slagnum. Sagt er að sambandsliðs herforingj- ar hafi komið sér saman um að þiggja 450 milíónir taels af Kínastjórn fyrir heimsóknina þangað austur. Belgiskur betlari í Toronto var ný- lega lekinn fastur fyrir flæking og betl. Yfir $200 í seðlum og gulli fundust saumuð i fatatuskur þær sem hann var í, en hann neitaði að verja nokkru af þessu fé til að veita sér málsvörð; kvaðst álíta að bænum bæri að fæða sig. Stjórnarnefnd vélasmíðafélaganna hafa varið 25,000 dollars til hjálpa þeim sem gerðu verkfall fyrir hærra kaupi og styttri vinnutima fyrir nokkrum döfum. Bandaríkjastjórnin hefir ákveðið að útloka framvegis frá innflutningi í landið alla þá sem reynast við lækna- rannsókn að hafa lungnatœringu. Enskum blöðum er um þessar mund- ir tíðrætt um peningaspil, sem fara fram daglega í húsum fínasta fólksius á Englandi. Þau segja hispurslaust að fínustu konur landsius geri það að gróðabragði að bjóða heim til sín auð- ugum mönnum og konum og koma þeim til að spila fyrir peninga án þess að hafa nokkra samvizku af því þó gestirnir séu peningalega rúðir. Blöð- in benda á ýmsar konur, sem hafa orð- ið fyrir stórtapi við þessi peningaspil; segja eina þeirra hafa tapað £40,000 á einni viku, og ýmsa aðra sem tapað hafa stórum upphæðum. Búar halda uppi ótrauðri sóku á hendur brezka lögregluliðinu í Afríku. í siðustu viku háðu þeir ýmsa bardaga í Strekstrom Stromberg- Moltens- og Dordreckt héruðum í Cape Colony og gerðu Bretum allmikið tjón, en urðu þó að lokum að hörfa undan i öllum or- ustunum. Delary herforingi er nú tal- in fremstur í liði Búanna, næstur De Wet og í mörgu hans jafningi. Það er álit ýmsra brezkra hermanna að ófrið- urinn þar syðra muni vara ena þá heilt ár áður en hægt sé að kalla brezka her- inn þaðan úr landi. Ottawastjórnin hefir jákveðið að hér eftir verði burðargjald á peninga- sendingum til allra staða í Canada og Bandaríkiunum lækkað niður í það sem Express-félögin setja íyrir slikan flutn- iug, en það er fyrir S5 3c., $10 6c., $30 lOc , $50 15c., $75 25c. og $100 30c. Sú frétt kemur frá Vieuna, að Rússakeisari hafi algerlega neitað að verða við bæn grísk-kaþólsku klerk- anna um að gera Tolstoi greifa útlæg- ann úr Rússlandi. Er þess getið til að stjórnin óttist uppreist alþýðunnar, ef þetta væri gert með því að jafna*ar- kenningar greifanseru búnar að festa djúpar rætur í hugum fólks þar 1 landi. Bandaríkjamaður, Hudson Maxim að nafni, hefir fundið upp og búið til nýti sprengiefni, sem er miklu sterk- ara en Lyddite. Það er sagt að skjóta megi þessu efni gegn um 12 þumluuga stálplötu og láta það springa hinumeg- in og eyðir það þá öllu sem fyrir verð- ur, Bandarikjastjórnin hefir keyut uppfynding þessa os telur hana rajög nytsama. Mr. Hardy, fyrverandi stjórna~for- maður í Ontario, er sagður að liggja fyrir dauðanum. Tilraun var gerð til að ræna C. P. R. flutningslest í B. C. í þessari viku, en ræningjunum, sem að eins voru 3 að tölu, tókst þaðekki. Mrs Botha, kona Búa-hershöfð- ingjans, er um þessar mundir í London á Englandi. Þaðan fer hún til Belgíu og ýmsra annara staða á meginlandi Evrópu. Ekki er kunnugt um erindi þessarar kouu, en haldið er að hún muni flytja friðarboð til Bretastjórnar. Búareru orðnir þreyttir á ófriðnum og fáliðaðir en kunna illavið að gefast upp skilyrða laust, ef nokkru öðru verður við komið. Frétt frá New GuÍDea segir að 3 Brezkir kristniboðar og fylgdarmeun þeirra hafi verið drepnir og etnir af úlf- um þar í landi. 240 Brezkir hermenn komust nýlega í slag við 400 Búa og drápu 87 og tóku 100 af liði þeirra ásamt með öllum vög- num og vistum og 8,000 nautgripi. Auðmaðurinn Andrew Carnegie hef ir gefið 10 million dollars lil ýmsia háskóla stofnana á Skotlandi til þess að hjálpa áfram mentamálum þar í landi. Frá 30—40 þúsund dollars virði i gullsandi er nú daglega flutt inn til Dawson úr námunum i Yukon. Það er talið víst að 2o milliónir dollars virði af sandinum verði afurðir námannaá þessu ári. Nefnd, sú sem > m tíma hefir verið að mæla út og ákveða landamerka línuna milli Canada og IBandaríkja í Alaska. hefir komist að þeirri niðurstöðu að Un an sé nokuð sunnar en ætlaðhefir verið. Canada græðir allstóra landsspiidu við þessa breytingu og er sú spilda með rík ustu námalöndum þar vestra. Tilraun á að gerast til þess að ff Canadastjórn til að útiloka frá inn- flutningi í landið alla þá lem sannast að hafi lungnatæringu. Þessi stefna befir verið tekin upp af Bandaridja- stjórninni og er talin alveg nauðsynleg fyrir framtíðarheilsu íbúanna hér. Stórslys varð 1 kolanámu i Penn sylvania af gasi, sem kviknaði í og sprakk partur af námunni. Fórust þar um 70 manns. AÐSENT. Heiðraði ritstj Heimskringlu. Ég er neyddur til að biðja yður að ljá mér rúm , fyrir eítirfarardi línur i yðar heiðraða og frjálslytda blaði Heimskringlu. Þegar ég hiípaði línuinar um dag- inn um Steingríms kúna og slefburðar- málið eftir emigröntnuum. bjóst ég við að fjósarauður Lögbergs mundi skella við því skolleyrunum og kæra sig koll- óttan, en orð mín hafa hitt svo sárt og skerandi á fjósflóninu að það ýlfrar og skrækir nú an áttlegar en nokkru sinni áður. Fjóshitasóttin er á hæsta stigi og er óðara snúið upp i flórsýki, sem oft hefir bólað á áður, en aldrei svo pest- næm sem í seinasta nr. l.ögb. er út kom 30. Maí. Pestin er á svo háu og ill- kynjuðu stigl, að ekki þarf spákonu né véfiétt til að sjá að dagar fjósakarlsins eru á enda komnir og mun trauðla komast út bundadagana í fjósvistinní. Loftið kvað orðið svo pestnæmt og bola hundarnir svo grimmir, að almenning- ur hefir látið í ljósi þann^vilja sinn, að hlutaðeigendur Lögbergs gerðu tafar- laus sóttvarnir á fjósloftinu, og taki pestarskepnunt burt af manDavegum. Grátlegt er að óþverri þessi og ófögnuð ur skuli veia íslenzkur—að vfsu kynj- aðnr úr Yxnadal. Ég skrifað; um Stgr. kúna og slef- burðinu til þess að vekja eftirtekt bæði aðstandenda Lögb. og lesenda þess á þeirri seinnitíðar aðferð fjósakarlsins að ná sem mestu rngli og slefi saman um mótstöðumenn sína, og tilbiðja og lofsyngja búsdyr vina sinna, einkum ef dýrin eru [gustukagjafir. Hann hef- ir frá fyrstu tilveru sinni lofað og veg- samað menn og málefni, sem hafa lotið svo lágt að beygja sig fyrir fjóskvíslar veldissprota hans, en lastað og níðbor- ið, skammað og svívirt menn og mál- qfni, sem ekki hafa beygt sig fyrir fjósamenskuhernaði hans. Ég get ekki vegDa vits og þekkingar, kristílegrar skuldbindingar og samvizku .minnar, búið og li fað í sama landi og riki sem þessi fjóskarl. nema að láta uppi við- bjóð minn og fordæmingu á blaðasatr hans, sem alla staði er siðspillandi og friðeyðandi og hið ódren ilegasta at- hæfi, svæsnasta vanhelgun á tungu og blaðamensku íslendinga. Það er orðið staðreynt að hugmyndaheimur þessa fjóskarls nær ekki út fyrir fjósamensku umdæmíð; sálin sér ekki annað en kýr og naut. Þekkingin og lífsreynslan er í flórnum, og ávextir iðjunnar þar neð- anundir og et örðugt að finna út við hvað liáan eða lágan stað á afturmið- um kúnna á að kenna hann til prófes- sórs nafnbótarinnar. Það gerir hvorki mér né öðrum til þó fjóskariinn kasti skarni sinu í áttina til vor, því þau vopn falla niður þegar þau eru laus úr lúku hans, og þessar viku-spýjur, sem ætíð eru eins á lit og likt, nema þær verða þó æ fúlari og verri eftir því sem hann spýr lengur; eru orðnar svo hataðar og fyrirxitnar, að enginn hirðir um þær, og hlaupa yf- ir þá diska í blaðinu. En þó aldrei nema þessi ófögnuður verði stítíaður og að því hefi ég unDið og ætla að vinna, að fá fjóskarlinn rekinn úr fjósinuá næstu hundadögum, þá verða skain- verk hans aldrei þurkuð af þjóð og tungu; það er búið sem búið er, þó bót sé ætíð að lagfæringum einsog alls. f "Tudda”-greininni reynir f]ós- karli nn ekki að hrekja eitt einasta orð né staf af þvi er ég sagði i giein minni, enda gat hann það ekki og er ekki venja hans. Hann eys bara á heilavelli lesenda sinna sama vallganginum úr f ióstroginu og hann er vanur; hefir í - , burðurinn nokkuð likt meiri og kram- ari en venjulega. Það eru ekki ósnotr- ar hvítasunnu hugleiðingar fjóskaris- ins.|En þeir blómskúfar, sem varpað er á kyrkju og trúmál áslikri stórhátíð,!! Hér sést sáðjörð og sáðkorn hins lút- erska kyrkjuíélags í Vestuikeimi, og sjálft iHvítasunnu-eðalblómið runnið upp úr vermireit þess. Þess trúi! og dyggi! á alvæpni sínu. Skjalari nokkur, þó æðra dýi fjós- karlinum, kom upp með ''TuddaJ’-nafn ið, svo það er tekiðað láni handa mér af fjóssokka, eins og vænta mátti Hann hefir aldrei verið hugsjónarikur. sá vitsmunalegi væskill. Hvorugur veit að nautið er eitt hið þarfasta og nauðsynlegasta dýr, sem guð gaf mann- inum, ,og hefir alla daga verið metið mest.allra dýra, og látiðfylgja furstum og konungum, og ein hin voldugasta þjóðí heimi er kölluð manns og nauts nafni(Jón Boli). Þetta auglýsia fá fræði og þekkingarleysi fjóskarlsins. Hann þekkii nautið sem f jóskarl, en meira veit hann ekki. Mér er engin ó- sómi að nafninu, nema að þessu leyti, að því er[stolið handa mér. Dýrin eru oft ypparlegrien hirðar þeirra og kaun ég þar nm dæmisögu, er skeðiá Möðru- völlum í Nýja íslandi, þegar fjóskarl- inn hangdi þar við búskap—mun ég síðar segja kaua.— Ein af illgirnislegustu álygum fjós- karlsins er það, að ég hafi nckkru s nni skrifað í “Þjóðólf'1 eða sé hingað kom- inn að tilstuðlun Haunesar Þorsteins- sonar, þó ég hafi gott álit á honura sem ærlegum manni og föðurlandsvini, þá fæ ég ekki skilið að ráð hans standi svo djúpt í tlmanum, að hann hafi ollað för minni til Ameríku, þar eð hún skeði á flækingsárum fjósakarlsins þar um vestuilandið og víðar, og all-löngu áð- ur en H. Þ. flutti inn i ritstjóra heim- inn. Ekki veldur hræðsla þvi að ég skrifa mig kaupanda Lögbergs, heldur hivt, að ég olli fjóskailinum meirí kvalar og umsvifa með því. Enda er óvíst að honum þætti sagan betri, þó hann vissi hverégei. En það má Fiegátu kapi- einniun tita, að eins er nú sem fyr að ekki er ég hræddur [við kapteins lurk- iun þótt bonum væri nú beitt á fjós- loftinu i staðinn á vatni fyirum; og |>ótt dagiarnir séu orðnir langir og sum ir kaldir, þá skal ég ekki hopa hárs- breidd fyrir högguin fjósakarls eins, og væri betur að færi gæfist fyrir næstu Egidiusarmessu, sem úr skæii hverjum okkar yrði bjórvömbin byrðarauki í svifiicgunum. — Einmitt í "Tudda"- númerinu er skarnkarl þessi að auglýsa að hann sknli halda leyndum nöfnum þeirra er rita í (saur)blaðið. Honum er ljúft að flytja nafnlausar greinar, en pað sem hann sjálfur \ill fá aðra til að gera, hneykslar hann hjá mér. Eu sá sí gatiserandi gatisti þjóðar sinnar og ættlands ólánið, fjóskarlinn á fjósloft- inu og kyrkjumála Bölverkur ! Aður en sunna kveður hinn síðasta hundadag þetta sumar munu undir og benjar fjósakarlsins verða blárri og dýpri en förin eftir kapt.-lurkinn á mér og íroðan frá (hálf) vitum hans sízt hreinui en sú er gaus frá honum eftir að hann, stjðnufullur, blindur, bráð vitlaus cg spúandi, var dreginn upp úr’hlandforinni áKateSt. áPálmasuunu dagskveld 1896, og sem þveginn var af honum úr skólpkollu á prentstofu Hkr. meðan aðrir sannkristnir safnaðarlimir tilbáðu guð sinn í kyrkjunni. Hai n mun þá hafa verið fulltrúi safnaðarin-. Því vil ég lofa fjósafinni þessum að ég skal gjalda honum alt hvað ég frá honum hlýt, Sami kaupandi Lögbergs. Bréf til ritst. Héimskringlu. “Spádómar um viðskiftadeyfð og gjaldprot. Það er eftirtektavert að mörg málgögn "Mark Hanna”-stjórnarinn- ar eru að spá, og í sumum tilfellum vara lesendur sína við í hönd far- andi verzlunardeyfð og gjaldþrotum; en reynzlan hefir kent oss að mörg blöð er hreyfast eftir bendÍDgum fiá “Wall Street”, hvaðan þau með- taka sitt árlega ómaga meðlag sam- fara andlegri fæðu er þeim er sagt að bera á borð fyrir lesendur sína fyrir svo mikið hverja máltíð, eru ekkiætíð áreiðanleg. Svo eru ýms blöð er fást ein- göngu við hagfræði og viðskifta- ástand umheimsins, eitt á meðal þessara blaða er ‘‘The United States Investor”, sem eins og nafnið bendir til, fæst við verzlunarástand og hag fræðisspursmál: þetta auðkýfinga málgagn segir I ritstjórnargrein 11. Febr. þ. á.: ‘‘Ástandið er hræðilegt í vorum augum, og væri það ekki svo mundum vér leiða hjá oss að minnast á voðann sem yfir vofir, en þegar vér sjáum hinn síðasta hlekk i ksðiu viðskiftalífsins soð- inn saman fyrir augum vorum, hljótum vér að vara þjóðina við hættunni.— Það eru ‘ Trust”-in sem leiða yfir þjóð- ina hið komandi verzlunarhrun, er að voru áliti verður stórkostlegra og hefir víðtækari áhrif til eyðileggingar eignum hinnar þolanlegu standandi alþýða, en flest önnur verzlunarhrun er sagan þekkir” í sambandi við ofanritaða stað- hæfing verður hverjum manni er nokkuð hugsar um framtíðarvelferð þessa lands, að athuga afstöðu þess- ara hagfræðismálgagna, gagnvart fjöldanum er þolir hita og þunga dagsins, er framleitt hefir með erfiði og elju alla auðlegð þjóðarinnar. Það fyrsta er sérstaklega hrífur at- hygli vort er, að 1892 höfðu banka- eigendur og skuldabréfa-mangarar fund með sér fyrir luktum dyrum 1 New York. Málgögn auðvaidsins sögðu að þessir hagfræðingar hefðu verið að ræða landsins gagn og nauðsynjar, og að mikið gott mundi af leiða. Hvernig málgögnin vissu það að gott mundi leiða af þessum leynifundi, er var svo heimulegur að enginn fréttasnati var viðstaddur, kom engum til hugar að spyrja að, vér lásum það á prenti í svo mörg- um blöðum; vér sem þjóð erum ekki mikið gefnir fyrir að rannsaka hin ýmsu þjóðarspursmál er fyrir koma, vér lftum sem snöggvast á hið ó- kyrra yfirborð þjóðarlífsins, vér sjá- um að allir eru að flýta sér, hver ryðst fram fyrir annan, vér sjáum að lftilmagnarnir, þeir fjármunalega veiku, verða undir, eru fótum troðn- ir, vér vitum að þeir missa lífið, því engum kemur til hugar að íétta þeim hjálparhönd í því skyni að komaþeim á læturna.—Nei, vér höf- um engan tíma til að reikna út sam- band, orsakir og afleiðingar; vér vitum að heimurinn, svona yfirlsitt, kallar framsókn vora menning og mannúð og ýmsum öði um nöfnum er láta vel í eyrum og eru undur hljóm- fögur, og svo vitum vér að hagfræð- ingarnir í “Wall Street” hafa vak- andi auga á velferð þjóðarinnar. (!!) Nokkrum vikum eftir þenna leynifund fóru hagfræðisblððin (og þar á meðal "The United States Investor”) að ráðleggja þjóðinni að losa sig við hin svo kölluðu Sherman silfurlög, er ákváðu að stjórnin skyldi kaupa vissa upphæð silfurs á hverjum mánuði, og borga fyrir silfrið annaðtveggja í slegnu silfri eða þá f bréfpeningum innleysanleg- um í silfri. Hagfræðisblöðin sögðu að þessi lög væru að eyðileggja þjóð- ina, en væru þau numin úr gildi mundi verzlun og viðskifti þjóðar- innar taka svo miklum framförum að l'ádæmum mundi sæta. Litiu seinna kom það upp úr kafiriu að "Wall Street” hagfræðingarnir höfðu sent prentað nafnlaust bréf til allra þjóðar-banka-eigenda, hvar í var sagt að allir bankar er yrðu fyrir þeirri náð að meðtaka þetta bréf, ættu að beita öllum áhrifum í þá átt að fá blöðin til að heimta afnám Sherman- laganna; en þau blöð er ekki vildu bergmála þessar kröfur, ættu þeir (bankaeigendurnir) að neita um all- ar auglýsingar og yfir höfuð allan fjármunalegan styrk. Svo var þeim ráðlagt að skara eldi að köku kyrkju blaðanna, veita þaim fjárstyrk og vel borgaðar auglýsingar og fá þau til að minnast á þetta mál, og benda á það með hægð að það væri landi og lýð til blessunar að Shermanlögin væru nutnin úr gildi, því (hélt bréfið áfram) alþýða trúir vanalega öllu sem kyrkjublöðin segja, og þá er að mestu tilgangi vorum náð. Því verði þessi lög úr gildi nurain, munu skuldabréf þjóðarinnar, sem flest eru f vorum höndum, stíga meir f verði en íiestumaf oss getur komið til hug- ar þegar þetta er ritað. Sagan hefir sannað afleiðing- arnar af þessu landráðabruggi hag- fræðinganna. Sherman-lögin voru numin úr gildi og ein hin mesta verzlunardeyfð og gjaldþrot fylgja a eftir. (Framh). Siourhjöko Guðmunsdóttir Burt. Svo sem getið hettr verið um I blöðunum lézt á almenna spltalanum hér í bænum, hinn 27. f. m. konan Sigurbjörg tíuðmundsdóttir Burt. Hún var fædd á Þorgrímsstöðum á Vatnsnesi í Húnaþingi á Islandi, hinn 19- dag Nóvember mán. 1858. Foreldrar hennar voru Guðmundur Ólafsson og Mildríður Jóhannsdóttir. Faðir hennar er á líti hér í Winnipeg, rúmlega sjötugur, en móðir hennar er dáin fyrir 4 árum, Sigurbjörg sál. var jörðuð hinn 29. f. m. t St. Jaines grafreitnum, að viðstöddum fjölda manna; Rev. J, B. Silcox jós líkið moldum og talaði bæði heima og út í grafreitnum, en sra. Bjarni Þórarinsson hélt aðal-húskveðjuna heima og bæn út í kirkjugarði. Jarð- ariörin var hin hátíðlegasta og við- hafnarnieita að öllu. Sigurbjörg síl fluttizt með foreldrum sínum vestur utn haf Þjóðhátfðarsumarið 1874 og settust þau hjón að í Ontario- fylkinu. Hún var þá nýlega fermd. Ári síðar fluttizt hún hi> gað til Winnipeg og vann hér í vist um nokkutn tíma, en ekki var þess lengi að bíða, að hún þráði sjálfstæði og byrjaði hún á því að stofna þvotta-verkstæði, er hún stjórnaði með röggsemd og dagnaði. Hún giptist enskum manni, Burt, og uiðu þeirra samvistir skammar. Fyiir ýmsu mótlæti vatð hún, fláræði og vonbrigðum, en í stað þess, að láta bugast af slfku og leggja árar í b. t, þá brynjaði hún sig á móti heimin- utn setti í sig kjark og stýrði beiut á fram í drottins nafni, stofnaði hér stóra saumaverkstofu, sem hú síýrði um 20 ár og hafði að eins íslenzkar stúlkur í vinnustofu sinni, stundum um og yfir 20. Hún helgaði þannig krafta sína samlöndum sínum, sem góð móðir og systir, leiðbeindi þeim, fákunnandi og fátækum, og kom inn hjá þeim menningu og manndáð um leið og hún innrætti þeim trú og guðsótta, þvf að hún var hin mesta trúkona. Sem sýnishom af því, hve hún revndist fylkingunni sinni, ísl. stúlkunum sínum. vel, má t. d. nefna það, að síðastl. ár galt hún þeim nokkuð á þriðja þúsund doll- ara. Foieldrnm sínum var hún hin ástríkasta dóttir, mátti ekkert þeirra mein vita, létti þeim lífið sem mest hún gat, aðstoðaði móður sína raeð dæmafárri elju og nákvæmni í hinu langa og stranga dauðastríði hennar og reisti henni, látinni, veglegan minnisvarða og kaus sér sjálf sinn síðasta hvíldarstað við hlið sinnar kæru móður. Banamein beggja þeirra mæðgna mun hafa verið hið sama, krabbamein. Föður sínum unni hún hugástum, mátti ekki af honum sjá, en hjúkraði honum og studdi hann í hvívetna af dótturlegri elsku, vakti sjálf yfir honum, er hann varð fyrir áfalli fyrir 2 árum, en varð þó að vinna og hugsa myrkranna á milli, því hún hafði ósköpin öll fyrir stafni, og það svo, að fá dæmi eru til þess, að einstæð- ingskona, mædd og veikluð að heilsu, geti afkastað slíku sem hún afkastaði, Hérvið bættist að hún bar svo marga vandalausa fyrir brjóstinu, alla sem bágt áttu og hún þekti, því að brjóstgæðin vor* stök og aumt mátti hún ekki sjá. Son lætur hin látna eftir sig, 12 ára, að aldri, og hafði hún mjög mikið að bera at því, sem góð móðir, hve hann fyrirfarandi hefir verið bilað- ur að heilsu, og fatlaður. Dauða Sigurbjargar sál. bar þann- ig að, að hún gekk út í hann með djörfung og undirgefni, eins ogmað- ur, sem gengur út í stríð, því að tveim dögum áður en hfin dó, var hún heil heilsu, að öðru leyti en því, að þessi hulda meinsemd þjáði hana. Hún ráðstafaði þvf húsi sínu áður en hún gekk á raóti hörmungiani. kvaddi vinina og fól sig og ástvini sína guði. í lífsábirgð var hún fyr- ir 1000 dollurum. — Hér er stórt skarð orðið fyrir skildi; faðirirm á gamalsaldri, sorgmæddur, sonurinn grátinn og öll fylkingm hennar harmandi og höfuðlaus ber í svipinn, að minsta kosti. En miuning hinn- ar látnu lifir í heiðri og blessunar- óskir til guðs hafa fylgt henni út yf- ir gröf og dauða, frá öllum þeirn mörgu, sem elskuðu hana og kunnu að meta hennar trú, hennar starf, þrek, djörfung og dygð. Fáðir Sigurbjargar sál., sonur, bróðir, og systir þakka Öllum þeim af einlægu hjarta, sem heiðruðu úc- tör hennar og biðja þeim blessunar drottins í bráð og fengd. B. Þorarinsson. Sendiö 20c. í silf .i eða nýjum Canada- eða Bandaríkja frítnerkjum, og ég sendi yðar strax allar eftirfylg.andi vörur með pósti: 1 fagran bijósthnapp, 1 pakka af ágætum vasakortum. I pakka af afmælis og elskenda kortum, 48 fall- egar myndir af roerkum mönnum og konum, 1 matreiðslubó.:, 1 sögi bík, 1 lækningabók, 1 draumabók, 1 stafrof efskenda. Verðmætar upplýsingar um þaðhvernig fér getið ná'i í auðæfi og um það hvernig þér getið vitað framtfð yðar, og hundruð annara hluta. J-. HL^YIRIA-IisrDEH. Maple Bark, Kaue Ct., lll U. S.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.