Heimskringla - 13.06.1901, Blaðsíða 3

Heimskringla - 13.06.1901, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA, 13. JÚNÍ 1901. í< Anægjan af reykingu j 'rWi *æst; e*ns me^ Þv*að reykja góða é vindla, og mesta nautnin er aðreykja f “the x* i^.-* ( gMÍ Það eru vindlarnir sem eru nafn- a frægastir alstaðar, tyrir óblendni og j ’ gæði. Rey nið (>á, og mun vel gefast. é WESTERN CIGAR FACTORY j rho». Lee, eigandl. W JZ-fN I\| I I.-’T'IO. f ROBINSON & COHPANY. 1 VHLUNERY UNDRA SALA. h t s $ y g Yér erum að selja út allan vorn NYJA og NÝ- IÓÐINS kven HÖFUÐBÚNAÐ. Þér þuríið ekki að bíða eftir því að búinn sé til attur sem eigi við andlitslag yðar. Vér höfum þá lbúna og alla til sýnis. Aldrei áður hafið þer haft líkt tækifæri til að velja úr vorum undra byrgðum. Skreyttir hattar— sem áður seldust fyrir $3.00— 12.00, fáið þér nú fyrir $2.00, $3.00 og $5.00. Það ætti ekki að vera nyuðsynlegt að minna ður á að koma sem fyrst. Þér vitið að hið bezta engur fyrst út. ROBINSOnr <&: co. 400—402 Main St. ALEXANDRA RJOMA-SKILVINDUR eru þær beztu og sterkustu. R. A, LISTER & Co. ALEXaNDRA sölu, sem að Sterkar, góðar, Hefir hinar nafnfrægu “CREAM SEPARATOR" til allra áliti eru þær beztu í heimi. hægt að verka þær og hollar til brúkunar. Sá sem hefir löngun til langlífis ætti að kaupa ALEXANDRA og enga aðra vél. Aðal agent fyrir Manitoba: t*. Sn’ttnson R. A. LISTER 5 C° LTD 232, 233, 234 KING ST- WINNIPEG- flANITOBA. Kynnið yður kosti þess áður en þér ákveðið að taka yður bólfestu annarstaðar. íbúatalan í Manitoba er nú............................... 250,000 Tala bænda í Manitoba er.................................. 35,000 Hveitiuppskeran í Manitoba 1889 var bushels............ 7,201,519 “ “ “ 1894 “ “ 17,172,888 “ “ “ 1899 “ “ ..............2V,922,230 Tala búpenings i Manitoba er nú: Hestar................ 102,700 - Nautgripir............ 230,076 Sauðfó.................... 35,000 Svin...................... 70.000 Afurðir af kúabúum í Manitoba 1899 voru................. 8470,559 Tilkostnaður við byggingar bænda í Manitoba 1899 var... $1,402,300 Framförin í Manitoba er auðsæ af fólksfjölguninni, af auknt m afurðum lanisins, af auknum járnbrautum, af fjölgun skólanna, af va i- andi verzlun, af vexti borga og bæja, og af vaxandi vellíðan almennings. í siðastliðin 20 ár hefir ræktað land aukist úr ekrum... 50,000 Upp i ekrur.............................................2,500 000 og þó er síðastnefnd tala að eins einn tíundi hluti af ræktanlegu landi i fylkinu. Hanitoba er hentugt svæði til aðseturs fyrir innflyténdur, þar er enn þá mesta gnægð af ágætum ókeypis heimilisréttarlöndum og mörg uppvaxandi blómleg þorþ og bæir, þar sem gott er til atvinnu fyrir karia og konur. í Manitoba eru ágætir frískólar fyrir æskulýðinn. f Manitoba eru mikil og fisksæl veiðivötn, sem aldrei bregðast. í bæjunum Winnipeg, Brandon, Selkirk og fleiri bæjum mun nú vera yfir 5,000 íslendingar, og í sjö aðal-nýlendum þeirra í Manitoba, eru rúmlega aðrar 5,000 manna. Þess utan eru í Norðvesturhéruðunum og British Columbia um 2,000 íslendingar. Yfir 10 millionír ekrur af landi í Manitoba, sem enn þá hafa ekki verið ræktaðar, eru til sölu, og kosta frá $2.50 til $6.00 hver ekra, eftir gæðum. Þetta land fæst með vægum kaupskilmálum. Þjóðeignarlönd í öllum pörtum fylkisins, og járnbrautarlönd með fram Manitoba og North TFestern járnbrautinni eru til sölu. Skrifið eftir nýustu upplýsingum, kortum o. s. frv. alt ókeypis, tiJ' HON R. P. ROBLIM Minister of Agriculture and Immigration, WINNIPEG, MANITOBA. tár af auga en ástargyðjan grætur. Þá líður fram hjá þeim dökkur svip- nr, það er dauðinn, hann er svörtum njúp hulinn, andlit hans er dimt og mótar þar fyrir holum augnatóftum, I hendi hefir hann sigð mikla og hvassa og leiftra af henni geisiabrot í náttmyrkrinu. Tíminn kinkar kolli á eftir dauðanum og bendir loðnum fingri í þá ótt sem hann heldur. Gyðjan lítur til baka og sér dauðann skjótast inn um stálriðið á byggingunni miklu, þá bregður fyrir glampa í dimmunni fyrir utan, eftir eitt augnablik kemur haun út aftur og heldur áfram leiðar sinnar. Og andarnir bruna áfram um loftið hjalandi um hluti sem mannsandan- um hefir enn ekki til hugar komið, um háíleyga og dýrðlega hluti sem menn enn ekki hafa lært en sem rún- irnar á töfiunum boða í framtíðinni. Þau láta sig bera með hraða jarðar- arinnar yfir í ljósaskiftin þar sem nóttin breytist í dag. Þar er maður á bæn. Kuldabros leikur um varir tímans þegar hann sér hann, það er tvent sem honem dettur í hug, fyrst, að hann lyftir höfði og höndum ákallandi guð sinn á sömu hæðum þetina morgun sem kvöldið áður— en þær hæðir eru nú fyrir handan hnöttinn— annað, að þetta er mað. urinn sem læðst hafði að bróðir sín- um sofandi í náttmyrkrinu og drepið hann. í fjarlægðinni heyrist flug- þys hatursnornarinnar semt brunar með hraða miklum um yfirborð hnattarins, því hún er önnum kafin, og hvás höggormsins heyrist af og til. Dauðinn með glampandi sigð- ina í hendi birtist einnig á ýmsum stöðum því hann hefir líka ærið að starfa. Yorgyðjan heldur áfram hring- ferð sinni og dreifir sæði frjófgunar- innar og blómskrúðsins yfir spiltann og sundurmarinn jarðveg og blóð- uga velli. En tímiun og ást- argyðjan svífa samhliða burt frá jörðinni út í geiminn. Erendur Júlíus Ísleifsson. “Bók bókannau. ’ Kallið eigi hið vonda gott og hið góða vont. Það er mjög sorglegt að vita til þess hvað biblían eða “heilög ritn- ing“—“bók bókanna", bezta bókin sem heimurinn á, mætir á þessum tímum miklu og stundum ófyrir- leitnu hnjóði í ræðum og ritum, leynt' og ljóst. Þetta á að sjálfsögðu að mjög miklu leyti rót sína að rekja til hinna mörgu rangfærðu og mis- skildu lærdóma, ‘sem biblíunni eru eignaðiraf hinum ýmsu “orþódoxu“ kyrkjudeildum. Þegar litið er á þann breytilega skoðanamun, sem kemur fram hjá þeim kyrkjudeilda fjölda, er allar hafa lagt biblíuna til grundvallar undir trúfræðiskenslu sína og þegar menn sjá þessar kirkju deildir fyliast andlegum hermóði, hervæðast hver gegn annari, oft og tíðum búnar að eigi sem sæmilegust- um vopnum samfara ókristilegum yfirdrepskap af ýmsu tægi; þegar menn sjá þessar deildir ota saman flikkum sínum og berjast hamram- liga um setningar og orð úr biblí- unni, þessari bók, sem þær allar við- urkenna “guðs opinberað aorð“ og mælisnúru fyrir líferni manna í heimi þessum, þá skyldi engan undra þótt utankyrkjumenn, sem hafa opið auga fyrir þeirri hræsni og spillingu, er óneitanlega ríkír innan vébanda kyrkjunnar, finni hjá sér ómótstæði- lega köllun til að fletta ofan af slíku og verður þeim einnig naumast láð, þótt þeim verði á að gera skop að þeim hégóma að hnakkrífast um jafnvel lítilmótlegasta efni, þar sem ekkert minna en s i ð a b ó t heimsins á hlut að máli. Hitt er meira og verð- ur aídrei bót mælt, hve gjarnt þess- um mönnum er á að láta svæsnustu hótfyndni sína koma niður á biblí- unni sjálfri, rétt eins og hún sé orsök í því sem aflaga fer í kyrkjunni. Slfkt er í vægasta máta sagt, sorgleg blindni. Og en hryggilegra er það hvað fáir verða til þess að leggja biblíunni liðsyrði, er ekki beri á sér þaun kyrkjublæ, að það mæti kyrku legri fordæmingu hjá þeim sem standa utan kyrkjunnar. Það rennur mörgum til rifja hinn ægilegi morðvéla útbúnaður stór- þjóðanna og blóðsúthellingar þeirra og er það eigi að ófyrirsynju. En ætti mönnum síður að renna til rifja allar tær Jtilraunir sem gerðar eru til þess að ,mynda andlegt lff þjóða og einstaklinga, en það gera þeir, er leitast við að rífa niður biblíuna, því þeir hafa ekkert að bjóða f staðinn annað en hégóma erstenzteigimeira fyrir mæðustormum mannlífs þessa en fis fyrir vindi. Hvað væri heimurinn ef ekki væri biblían? Hvað var Ameríka áður en biblían fluttist til hennar? Hvað var Japan áður en biblfan tók þar við stjórnartaumunum? Hvað var sjálf Evrópa, höfuðstðð menn. ingarinnar, áður hún eignaðist hnoss þessa? Lesið þér, sem viljið útrýma biblíunni, gaumgæfilega mannRyns- söguna og vitið hvers þér verðið varir. Ég býst við þér vitnið í speki forn-Egypta, Grikkja, Rómverja og Austurlanda þjóðanna. En hver sem les sögu þeirra þjóða með at- hygli, hlýtur að viðurkenna að þess- ar þjóðir höfðu lifað sitt fegursta er Kristur kom í heiminn, og voru orðnar svo djúptfallnar í siðferðislegu tilliti að þær áttu sér ekki uppreisn- ar von af sjálfsdáðum. Hin óum- ræðilega nýrri tíma heimsmenning á rót sína að rekja til Krists. Heims- menningin er og verður ætið kjölfar kristindómsins. hiblían er sú eina bók, sem hefir varðveitt og varðveit- ir kristindóminn ómengaðan. Þann- ig má biblían skoðast sem móðir heimsmenningarinnar. Það er hún, sem hefir beint anda mannsins út í himingeiminn óendanlega til að stika fjarlægðir himinhnattanna, mæla stærðir þeirra og þyngd. Það er hún, sem hefir opnað syrir þeim hinn ósýnilega heim, Það er hún, sem hefir kent þeim að framleiða gufuaflið og rafmagnsaflið. H ú n er frurakvöðullinn að verksmiðjun- um, járnbrautunum, málþráðunum, hljóðberunum — í stuttu máli, öll- um hinum stórfengilegustu nýrri tíma uppfundningum og fræðikerf- um, Hver getur mótmælt þessu? Að útrýma biblíunni er blátt áfram morðtilraun í andlegum skiln ingi. Það er því mín vinsamleg bend- ing til allra þeirra sem finna hjá sér köllun til þess að benda á einn eða annan galla hjá kyrkjunni að forðast eftir mætti að láta aðfinningar og vandlætingar sínar bitna á biblí- unni, ekki svo að nokkur hætta sé á þvf, að hún líði nokkurn hnekkir við það, en það er svo undur hætt við að tilraun sú verði þá alt annað en að tilætluðum notum. Eitt er það sem öllum göfugum og sannleikselskandi mönnum kem ur saman um, sem sé, að það sem kemur frá guði, verður aldrei af mönnum brotið á bak aftur, en það sem með ósönnu er honum eignað hrynur af sjálfu sér. Orð öldungsins Gamalíels eru sönn og ódauðleg og vil ég því leyfa mér að heimfæra þau hér upp á og segja: “Hættið öllum meiningar- lausum árásum á biblíuna, því ef hún er frá mönuum komin, fellur hún sjálfkrafa, en sé hún frá guði komin, megnið þér ekki að bæla hana niður. Hættið því, svo þér ekki verðið fundnir í að vilja stríða gegn guði. Kalliðeigi hið vonda gott og hiðgóða vont. S. V. (Jasawiii PaCIFIC KaIL’Y. er vid því búin 5. ILÆAXI að bjóða ferðafólki verðlag MEÐ SKIPUNUM: “ALBERTA” “ATHABASCA” “MANITOBA” Þau fara frá fort William tii Owen Sound, hvern ÞRIÐJUDAO. FuSTUDAG og SUNNUDAG. Þaðan með járnbrautum til TOROTNO, HAMILTON, MONTREAL, NEW YORK OG ALLRA AUSTUR-BORGA. Leitið upplýsinga hjá: Wm. STITT C. E. McHPERSON, aðstoðar uraboðs- aðal uraboðsmaður maður farþega farþegalestanna. lestanna. WINNIPEG. Bonner & Hartley, Lögfræðingar og landskjalasemjarar. 494 Main St, -- - Winnipeg. R. A. BONNER. T, L. HARTLEY. Maciaalí, Haiari & Wlitla. Lögfræðingar og fleira. Skrifstofur í Canada Permanent Block. HUGH J. MACDONALD K.C. ALEX. HAGGARD K.C. H. W. WHITLA. OLI SIMONSON MÆLIR MEÐ SÍNU NÝ.TA 718 Main 8tr. Fæði $1.00 á dag. F. C. Hubbard. Lögfræðingur o. s, frv. Skrifstofur í Strang Block 365 Main St. WINNIPEG --- - MANITOBA. 196 Lögregluspæjarinn. “Ég els k a þi g !’’ En Louisa litla var ekki Eva í öllum skilningi. Henni verður bilt við; hún fölnar eins og vax og ætlar að kalla upp, en rankar við sér og’gerir það ekki. Hún verður rauð sem blóð. Hún segir lágt og eins og með hluttekning: “Ert þú þá alveg eins og hinir ?” Hún lít- ur á hann alvarlega og dregur þungt andann; hún lætur höfuðið falla á bringu niður, þegir nokkur augnablik og segir ísvo: “Og ég elska þig !” De Verney verður ráðalaus; honum fall- ast hendur; hann er ærlegur drengnr og getur ekki fengið af af sér að vera ókurteis við varnar- lausa konu, jafnvel þótt hún sé m^rðingi; hann segir látt og einurðaileysislega: “Yður—yður skjátlast, háttvirta frú; ég er ekki eins og hinir !” “Skjátlast! hvað er þetta?” segir hún, snýr sér að honum og sýnir honum nafnspjaldið. “Og þér komið hingað til þess að—til—til þess að svívirða mig ! og ég hélt þér væruð betri, hug- rakkari, göfugri en hinir. Hamingjao góða ! er þá loksins enginn lifandi maður ærlegur til á öllu jarðríki ?” Hún fer að gráta “Ég—ungfiú—ég-ég !” íegir de Yerney stamandi og vandræða'.epa og gengur nokkur skref áfram, en Louisa þrííar haudlegg hans og segir einarðlega: "Hafið þór ekki hátt!” Þa i heyra til Ágústs nið-. i fyrir. Augi abliki síðar kallar hann óþýðlega á móður aír.a. “Ó, hamingjan góða hjálpi mér !” segir hún. “Hanndrepur okkur bæði!” Lögregluskæjarinn. 197 “Verið þér óhrædd, ungfrú!” svarar de Verney; “ég skal verja yður”. “En þér sjálfur ?” spyr bún; augnabliki síð- ar heldur hún áfram: ‘ Fljótt! ég befi ráð !'* og hún bendir de Verney að fara inu í þarfindahús* ið. Þetta ráð tekur hann; hann heyiir fótatak Agústs í stiganum og nú kallar hann hátt: “Louisa; það verður ekkert .leikið í kveld ! ég flyt þér fréttir, Louisa!” "Eg er hérna, Ágúst!” kallar hún. Hún lokai dyrunum á eftir de Verney og fer ú móti Ágúst. De Verney hepnast að opna aftur dyrn- ar og hafa rifu á milli stafs og hurðar, Hann leggur við eyrað og heyrir þessi orð: "Hvað viltu?” spyr Louisa. “Gefðu mér fyrst og fremst einn koss fyrir fréttirnar, sem ég flyt þór !” “Fréttir ! hvaða fréttir?” “Kossinn fyrst!” “Hérna !—hvaða fréttir ?” "Glímumaðurinn grímuklæddi heflr gleymt þvi að ég er hér í bænum”. “Uss ! eru þetta allar fréttírnar?” segir hún önug.—Stundar þögn, svy heyrir de Verney þetta: “Gerðu það ekti ! hugsaðu um hættuna!’ Þau eru að fjatlagjast de Verney. Þá sfgir Ágúst hátt: “Hættuna ! hvaða b......hættu? Ég sl al brjóta hvert eina t btiu í þrælnu u !” "Fáðu nór það jtá!” hejrir de Veriey að Louisa se^ir. “Nei, ég held nú siður ! Þú ert undarleg þykir mér; ég sleppi þer aldrei, skil það aldrei 200 Lögregluspæjarínn. “Hefir þú gleymt því, sem þú lofaðir? Þú ætlaðir að útvega þjón handa henni frú Lieber”. "Vissulega hefi ég ekki gleymt því”, svarar de Verney. “Ég lofaði að gera það á morgun”. “Og ætlarðu þá að gera það áreiðanlega?” “Já, já”. “Það er gott og blessað; ég treyfeti þér! Ef þú ekur út i garðinn á morgun, þá geturðu af- hent mér það í kringum klukkan þrjú. “Þér er óhætt að treysta mér á morgun”, svarar de Verney og leggurmeiri áherzlu á orð sín en hann ætlaði að gera. Þegar hann gengur niður götuna hugsar hann með sjálfum sér: “Ég er ekki nógu góður leikari”. Þegar hann keuaur að hliðinu sér hann frú Lieber alveg dauðuppgefna, blásandi og más- andi, óhreina og illatil reika og húu heidur á kisu í fanginu. Nú mundi de Verney eftir Reguier. Þegar hann hefir gengíð spöl korn mætir hann honum. • Hvers vegna lézt'u mig ekki vita þegar Louisa kom aftur ?” spyr de Verney kuldalega. “Ég—ég horfði í aðra áttina; ég horfði á gömlu konuna, og stúlkau var komin svo ná- lægt mór áður en ég tók eftir henni, að ef ég hafði reynt að gefa þér nokkra hendiugu, þá hefði hún hlotið að verða þess vör”. “Þú tókst* það ráð sem vænst var þegar i ó- efni var komið. Það suerist nú alt saman til góðs oz þvf ætla ég e'cki að ámæla þér í þetta skifti, en mundu ef ir því að h»fa augun hjá þér i næsta skifti ! koml i nú upp í kerruna, við skulum faia niður í bæ”, segir de Verney. Lögregluspœjarinn. 193 vinnustúlka. Ekki er djöfullinn iðjulaus í heim- inum og ekki eru störf hans úl einskis. hann er heldur ekki húsnæðislaus, að hann skuli vera hýstur i hjaita jafn fagurrar konu og Louisu; er það þó ekki makalaust að sýnast annar eins elskuverður og töfrandi engill og hún, en ala i hjarta sér morðdjöfulinn; hugsa um það öllum stundum hvernig hún geti ráðið af dögum sak- laust barn með svikum og vélráðum ?” Hánn leitar án afláts, en finnur ekkert er hann fýsir að sjá að eíns þrjú lítil minnisblöð, rituð með sömu hendi og bréfin gúðu; þau eru öll rituð á þýzku, Þetta vekur hjá honum þá fullvissu, að latínuletrið í bréfunum hafi ekki verið af neinni tilvíljun eða hirðuleysi. Hann heldur áfram að leita, en lætur alt í sömu skorð- ur aftur til þess að vekja engan grun, Loksins finnur hann blað, sem minnir hann á utanáskriftina á bréfum til Hermanns efna- fræðings. Þetta styrkir enn meira ætlun hans og grunsemd og vonast hann nú eftir að finna fleira, en eú von svikur hann; hann Htur á úrið sitt, það vantar fjórðung í sex. Hann lætur alt í róttar skorður og tautar fyrir munni sér: “Það er þá ekki feitt að sleikja. Það sannast hér að ekki eru allar ferðir til fjár. Ég verð að flýta mér sem mest”. Hann er á ferðinni fram aðdyrunum, en alt i einu fær hann svo mikla geðshræringu, að hjarta hans hættir nálega að slá í brjósti hans; hann heyrir kvennmannsrödd niðri í húsinu. Það er Louisa. Hann hlustar stundarkorn. Hún kemur upp stigann. Sumir menn eru þannig að allar þeirra athafnir stjórn-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.