Heimskringla - 13.06.1901, Blaðsíða 2

Heimskringla - 13.06.1901, Blaðsíða 2
HEIMSKKINGLA 13. JÚNÍ 1901. Heimskringla. PUBLISHED BY The Heimskringla News 4 Pablishing Co. Vert blaðsins i Canada og Bandar. $1.50 um irið (fyrirfram borgað). Sent til íslands (fyrirfram borgað af kaupenle um blaðsins bér) $1.09. Peaingar sendist í P. 0. Money Order Kegistered Letter eðaExpress Money Order. Bankaávisanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum B. L. RaldwinNon, Editor & Manager. Office : 547 Main Street. P.O. BOX 407. Talþráða einveldið. Þess var getið hér í blaðinu fyrir fáum vikum, að “Bell Telephone”- félagið ætlaði að fá sér nýjan ráðs- mann þann 1. Júlí næstk., og að árs- laun hans ættu að vera hundrað þúsund doll. 4 ári. Almenningur manna mun eiga bágt með að skilja í hverju þeir hæfileikar eins vinnu- manns geti verið fólgnir, sem veita félaginu jafngildi þeirra §100,000 sem hann 4 að íá í árslaun. Sjálfur er maður þessi ekkert líklegur til þess með eigin erflði að vínna félag- inu inn einn flmtugasta part af þess- um launum, og þess vegna er það sjá- anlegt að laun hans verða að koma af ávextinum af vinnu þeirra annara manna og kvenna sem félag- ið heflr í þjónustu sinni, eða með of- háu veiði á notgun talþráða félags- ins. En hvort sem heldur er, þá eru hér auðsæ ójöfn skifti vinnu og vkinulauna. Enginn maður getur af eigin ramleik og án mikillar auð- legðar i gróðafyrirtækjum unnið sér inn aðra eins upphæð á einu ári eins og þessi maður á að fá í laun. Þetta vtít og sér almenningur, og þetta atriði ásamt fleiri slíkum, er ein af aðalorsökunum til óónægju verka- lýðsins við vinnuveitendur, og verk- faila þeirra sem tiðkast æ meir með degi hverjum. Það skapar ósjálf- rátt oghlynnirað jafnaðarstefnunni sem nú er að ná þeimmun meiri vexti og viðgangi í heiminum, sem þjóðirnar öðlast meiri og almennari mentun og þekkingu. Þessi jafnað- arstefna er svo iangt á veg komin í ýmsum sttiðum f bandaríkjgunura, að einveldisfélögin eru farin að lúta í lægrahaldi fyrir henni, og þar með er Bell Telephone félagið, Ýmsir bæir og borgir í Bandríkjunum hafa svo árum skiftir kept upp á eigin reikning mót þessu okurfélagi, og það svo vel að félagið hefir verið al- gerlega útbolað úr sumum þeirra, svo sem eftirfylgjandi tafla sýnir. fór að vakna meðvitundin um sam- kepnis möguleika bæiafélaganna við þetta Bell félags einveldi. Fyrir 6 árum síðan voru í Bandaríkjunum 682,000 “Telephones” og voru þær allar undir umsjón Bell-félageins. En í fyrra í Júní voru þær orðnar 2,500,000, svoaðá 6 árununum höfðu samkeppifélögin aukið “Telephone” töluna um nálega 2 miliónir, þar sem Bell-félagið hafði ekki nema tæp 700,000 “Telephones” eftir meira en 20 ára starf í landinu. Keppi- fölögin seldu notgun talþráða sinna svo miklu ódýrar en Bell-fél. gerði. Bell-Telphone félagið kveðst hafa 800 þús. áskrifendur sem áuöxt af fjórðungs aldar starfl. En keppi- félögin hafa nú, þegar einn þriðja fleiri áskrifendur, eða 1,200,000 eftir ad eins 6 ára tilraun. Að þessi keppifélög hafa fengið svo miklu fleiri áskrifendur á svo fáum árum, kemur auðvitað til af því að þau selja svo mikið ódýrara en Bell félagið, eins og taflan að framan sýnir. Þessi félög standa sig þó vel við að selja með því verði sem þau gera, þótt verð þeirra sé ekki meira að jafnaði en tæpur helf- ingur á við verð Bell-félagsins, Þegar það er athugað að Belifélagið hefir 800,000 Telephone kaupendur, og að hver þeirra borgar að jafnaði meira en helflngi hærra verð en keppifélögin setja, þá er það engin furða þó félagið geti borgað ráðs- manni sínum $100,000 í árslaun. Segjum að Belifélagið setji hverjum kaupanda $25.00 meíra um árið fyrir notgun Telephona sinna heldur en keppifélögin gera, þá heflr það í ár- legan gróða réttar tuttugu milióiiir doll. fram yflr það sem sanngjarnt er. Það er þetta sem heflr komið ýmsum bæjum f Bandaríkjunum til þess bæði að koma á fót sínum eigin Telephone-þráðum og eins til þess að leyfa öðrum félögum að keppa við Bell-félagið. I Ontario eru um 40 Teiephone-félög, en þao hafa lít- ið afl til að keppa við Bell félagið. Hlutabréf Bell-félagsins seljast nú fyria $1.70 hvert doll.virði, svo að það er auðséð að þau eru vel borg- andi eign. Það sem sérstaklega er óþolandi við starfsaðferð þessa fé- lags er það, að eftir þvf sem það fær fleiri áskrifendur f einni borg, eftir þvf hækka þeir ársgjalðið fyrir notgun talþráðanna. Þessi aðferð er þveröfug við það sem gildir í öll- um öðrum verzlunarstörfum, og þetta eykur óánægju fólks yflr því að verða að lúta ánýðslu félagsins. Það virðist sannarlega kominn tími til þess að íbúarnir í þessu fylki fari að hugsa um þetta mál. Eftir' því sem íbúatalan hér vex og þeim fjölgar sem nota þurfa talþræði í viðskiftum við meðborgara sína, eftir því eykst þörfln á því að fólkið eigi sína eigin málþræði, bæði hér í bæn- og í öðrum stöðum fylkisins. Keppi- veröið. Einveldis- verðid. w a ® CQ & W gg w Bæir, S 3 ** o C 3 r § *-** 00 CT P- o B -t *-•* 0D cr O 3 c+- co Graud Rapids. Mich 1,300 $36 $24 $72 $60 Newton, N J .... 800 400 36 24 60 60 Fort Wayne. Ind .... 1,600 527 36 24 72 48 Toledo, Ohio .... 2,200 452 54 24 72 72 Cleveland, O 48 36 120 72 Columbus, O 1,800 40 24 54 40 Caro, Michigan .... 700 100 20 15 40 24 Ashtabula, Ohio .... 725 175 24 18 36 21 Greenville, S. C 450 24 18 40 30 Frederick. Ind .... 530 100 25 15 50 36 Hagersto.wQi Md 100 25 15 50 36 Chambersbarg, Md .... 450 * 50 25 15 50 36 Carlisle, Ma .... 350 65 25 15 50 36 York, Md 850 25 15 50 36 Columbia, Md .... 600 125 25 15 50 36 Lancaster, Md 500 25 15 50 36 Richmond Va 1.180 86 24 60 40 Roanoue, Va .... 400 30 20 48 30 Carbondale, Pa .... 300 225 24 18 54 25 Beloit, Wis .... 425 400 24 12 48 30 Flosciusko, Minn ... 270 40 24 12 Hart, Mich .... 600 300 15 12 Fayette, Ind 400 30 18 48 36 Des Moínes, Iowa .... 1,200 735 21 18 72 60 Fi á Chicag-o. Bell Telephone íélagið hélt því igi fram að starf þeirra væri eðli- vt einveldi (Natural Moncpoly) ■ fólk virtíst lengi vel trúa þessu. i þegar félagið fór að verða of rðdrægt í viðskiftum, þegar fólkið i- að finna til þess að það væri látið rga ósanngjarnlega háar upphæðir rir notgun talþrfiða félagsins, þá CHICAGO 25. Mt Aldrei áður í t,ögu vor ( íslendinga, heflr verið jafnn og fjör og áhugi í félagsskap; e’ns og þenna liðna vetur, ei aldrei fiður verið jafn ötulir ( félagsmenn sem þeir stúd Guðmundur Bjarnason og f Júlíus Jóhannesson. Má þakka þeim það að mestu að íslendingafé- lagsdeild sú, er stofnuð \ ar hér um nýárið fékk framgang; það er og ljós vottur þess að Chicago fsl. eru ekki gersamlega horfnir í sjóinn, þrátt fyrir gleði og glaum umheims- ins. Það er áður rækilega búið að skýra frá stefnu og tilgangi félags þessa og heflr jafnvel verið birt á- grip af lögum gess í blöðúnum, svo óþarfl virðist að skýra það frekar. allir landar ættu að skilja hvað b áð- nauðsynlegt það er fyrir oss að halda saman, hafa sem mest saman að sælda sem íslenzk þjóð í Vestur- heimi og beinasti og bezti vegnrinn til þess er auðvtað sá, fyrst og fremst að hafa einhvern uppbyggi- legan íslenzkan félagsskap, einmitt samskonar “félög” og löndum hér hefir hugkvæmst að mynda, nefnil. í deildum er ná yflr alla Ameríku, er þetta því nauðsynlegra sem við er- um strjálir og fámennir. Ég lít svo á sem þetta íslend- ingafélagsmál sé eitt hið helzta fram- faramál vor Vestur-íslendinga, sem nú er á dagskrá, og skjátlist mér ekki í því, ættu allir ísl. að kynna sér það út í ystu æsar, ræða um það og rita eins skynsamlega og rétt sem þeim er auðið. Vér höfum bú- ist við, og búumst enn við, að félagíð fái góðan byr hvervetna meðal Isl. í álfu þessari, og án þess að verða að neinu ágreinings-málí. Vér þvkj- umst hafa stigið fyrsta sporið í rétta átt og vonumst því til al allir sannir landar, taki saman höndum og fylgi oss og það sem fyrst. En fari svo að það mæti mótbárum, dettur oss engan- vegin í hug að leggja árar í bát,heldur halda áfram þar til takmarkinu er náð, sem er að sameina alla Islend- inga beggjamegin hafsins í bróður- legri samvinnu og félagsskap; þá fyrst er björninn unninn. Ég hef tekið eftir því að sumir af fréttritum Winnipeg-blaðanna (Hkr. og Lögb.) kvarta undan því að íslenzk tunga Cg þjóðerni sé að smá hverfa sökum þess hvað lítið sé gert því til varðveizlu. Vilja ekki þessir sömu landar gangast fyrir að mynda deildir, hver í sinni bygð, eða álíta þeir ekki að félagshug- myndin sé þess verð að henni sé framfylgt. Ég er einn af íhalds- mönnum tungu vorrar og þjóðernis og hefl þá skoðun að við Vesturísl. ættum svo sem af sjálfsögðu að Ieggja mikið í sölurnar fyrir móður- máli voru, án þess það hinsvegar staudi oss að neinu leyti fyrir þrifum, sem vel nýtir borgarar þessa lands. Að sönnu veit ég að til eru þeir landar vestan hafs, er álíta sig því sælli, því fyr er þeir hverfa inn í hérlent þjóðlíf og verða þar að núlli, en sem betur íer eru hinir fleiri, er hafa likar tilflnningar í brjósti sér til íslands og þjóðarinnar þar heima og skáldin okkar hafa æflnlega ftaft, sem helga því allar sínar dýp3tu og blíðustu tilfinningar, sem si og æ hafa myndir Fjallkonunnar í huga sér, sem daglega muna eftir æsku- stöðvunum, “þar sem fyrst við feld- um tár, og fyrst vort gladdist hjarta”. Það er einmitt þetta sem er eitt af aðaiskilyrðum félagsins, það á að minna oss á fósturjörðina og koma oss í enn nánara samband við bræður vora og systur hinumeg- in hafsins. Það væri annars æskilegt að sem flestir af fréttritum ísl. blaðanna í Winmpeg létu í Ijósi álit sitt um félagið; en sérstaklega væntum vér þess að ritstjórarnir Iáti til sín heyra í þessu máli, hvort sem þeir eru með því eða móti; séu þeir því mót- fallnir vegna einhverra galia er á því kynnu að vera (Brotalöm á þess- um háttum) þætti oss vænt um að þeir vilöu benda oss á villurnar, svo hægt sé að kippa því í lag sem betur má fara. Lög féiagsins eru ekki staðf'est til eilífðar, heldur standa þau til breytinga eftir þörf og sam- komulagi hinna sameinuðu deilda. Eins og sjá má af lögum félags- ins, á hver deild að hafa sérstakt nafn, Chicago-deildin hlaut nafnið “Lindin”, hú er nú vel komin á lagg- irnar og tekín til starfa af mesta kappi, fund heldur hú mánaðarlega og þykja þeir hinir ánægjaulegustu. Á síðasta fundi var meðai annars leikið stutt Jeikrit í einum þætti, eftir stúd- theol, Sig. Júl. Jóhannes- ton, og þótti það hin bezta skemtun, A sama fundi var rætt h'ð marg- umrædda Þjóðminningardagsmál, og eftir nokkrar umræður í því máli komust menn að þeirri niðurstöðu að heppilegt mundi að senda áskorun til næsta alþingis íslands um að lög- ákveða nú í sumar einhvern þann dag er þeir álitu heppilegastan og eeztan.fyrir alla þjóðina, hvort sem það væri 2. Ágúst eða einhver annar dagur. Það var því þegar kosin 5 manna nefnd er heflr samið og sent áskorunina; sem er þannig: “Háttvirta alþing íslands! Sú skoðun virðist ryðja sér til rúms meðal Islendinga bæði austan hafs og vestan. að æskilegt sé að halda árshátíð þar sem þjóðin minnist sjálfrar sin, ef svo mætti að orði komast, þesskonar hátíðir hafa verið haldnar nú nokkur undanfarin ár og að voru áliti orðið til þess að vekja og glæða nýtt fjör og nýtt líf Hins vegar hefir menn greint á um það, hvaða dag ætti að velja til þessa hátíðahalds; hefir sinn dagurinn verið haldinn i héraði hverju að heita má og er þesskonar sundrung óheillavænleg í alla staði. Aðaltilgangi—sem er að allir Islendingar haldi sameiginlegan afmæl- isdag þjóðarinnar—er með þvi að miklu leyti raskað; það er ekki lengur þjóð- bátið eða þjóðminningardagur, heldur héraðshátíðir. Af ofangreindum ástæðum 6r það að “íslendingafélagið” i Ameriku leyfir sér hér með allra virðingarfylst að skora á hið háttvírta alþingi íslands að lögákveða i sumar einn alsherjar þjóðminningardag. sem haldinn sé ár- lega á öllu landinu. | Félaginu þykir sem íslendingar heima eígi að ráða því hvor þessi dagur sé og gangi á undan í þvi máli og telur vist að landar þeirra hér vestra eða hvar sem er i heiminum, taki upp þann sama dag umyrðalaust, hver sem hann verður. Chicago 30. Apríl 1991. I umboði “Islendingafólagsins”. Grímur Guðmundsson. Guðmundur Bjarnasan. Guðrún Holm. Sig. Júl. Jóhannesson. Steinun Bjarnadóttir.” Af þessu geta menn séð að fé- lagið er þegar tekið til starta af kappi miklu og takist því að fá þenna dag lögákveðin í gegnum þing, heflr það þegar unnið stórt verk jafnlengi og búið er að rífast um þetta mál og engu orðið ágengt, og úr því þingið er ekki sjálft búið að ákveða daginn, sem það hó hefði átt að vera búið að fyrir löngu líðan. Sýni nú Vestur-íslendingar að þeir séu annað en eorinn úr þjóðinni, eins og sumir halda fram að þeir séu, sýni þeir nú að þeir séu menn, sannir fslendingar sem vilja heill og sóma þjóðar sinnar, sýni þeir það með því að bjálpa til að útbreiða, lífga og glæða þenna nýbyrjaða fé- lag3skap svo að við nú með nýrri ö!d getum byrjað nýtt félagsskaparlíf og ekki þurfi lengur að álasa oss fyrir að vera eftirbátar allra annara þjóða, í því sem er gctt og göfugt. Væri ég í dag spurður að hver væri versti galli vor íslendinga, mundi ég hiklaust svara þessu, það er ó f é - lagslyndið sem vér höfum tekið —helzt til of mikið af—í arf frá for- feðrum vorum. Er eigi laust við að sumir vorra beztu manna, hafl fund- ið til þessa ófélags3kapar hjá þjóð vorri; t. d. Jónas Hallgrímsson, þar sem hann ritar (meðal annars á þessa leið: “Óskandi væri íslendingar færu að sjá, að það er aumt líf og vesælt, að að sitja si ’n í hverju horni og hugsa um ekkert nema sjálfan sig, og slíta svo sundur félag sitt og suipta sundur afli sínu í svo marga psrta sem orðið getur—í stað þess að halda saman og draga allir einn taum, og hugsa fyrst og fremst um heiður og velgengni lands- ins, íslands, sem öllum góðum ís- lendingum æ‘.ti þó að vera í fyrirrúmi”. Síðastliðið haust bættust tveir mentamenn við í hóp vorn, þeir stúdentarnir Sig. Júl. Jóhannesson og Guðmundur Bjarnason, sem nú hefir fengið góða stöðu við Newberry bókasafnið hér í borginni. Er hinn fyrnefndi vel kunnur sem skáld og rithöí'undur, heflr verið ritstjóri tveggja blaða á Islandi fyrst við “Æskuna”, er hann sjálfctr stofnaði, og síðan við “Dagskrá”. Menn tóku eftir því heima á Fróni, að rit- snild þessa unga rithöfundar skaraði fram úr ýmsum hinna eldri samtíð- armanna hans; lýsir ritsnild hans sér vel í ýmsum ritgerðum er eftir hann sjást í “íslandi” og víðar. Alr, Jóhannesson er sá fyrstiog helzti frumkvöðull “íslendingafélagsins”, enda s . langduglegasti, gáfaðasti og þprasti landi er hér hefir nokkru sinni dvalið. Hef'ðum við Vestur íslendingar marga aðra eins hæflleikamenn meðal vor, mundi auðveldara að tryggja bræðrabandið milli Vestur-og Austur-íslendinga. Á sumardaginn fyrsta (25. f. m.) héldu Islendingar samsæti að heim- ili Mr. Jóns Jónssonar hér í borginni, í þakklætis- og heiðurssyni við hra. stúd. theol. Sig. Júl. Jóhannesson, sem heflr lesið hér guðfræði í vetur við prestaskóla Dr. Passavants. Skólabróðir hans Guðmundur stúd. Bjarnason, setti samkomuna með stuttri tilhlýðilegri ræðu, um leið og hann afhenti honum bók í skraut- bandi (ljóðmæli Longfellow’s) sem gjöf frá Chicago-ísl. fyrir hans góða og mikla starf vor á meðal á liðnum vetri. Mr. Jóhannesson þakkaði Löndum fyrir gjöfina og þann heið- ur er þeir hefðu sýnt sér með sam- sæti þessu, og lýsti sér mikil tilfinn- ing í ræðu hans. Samkoman fór í allastaði vel fram og hélt áfram langt fram á nótt, og allir voru hjartanlega ánægðir yfir að hafa haft Mr. S. J. J. hjá sér eina kvöld- stund þar sem þeir gátu látið í Ijósi þakklæti sitt til hans að lokum.— Hópur af íslendingum íylgdi honum á járnbrautar-stöðvarnar, nokkrum dögum síðar. A. Á. Park River námurnar. Herra ritltj. Heinskringlu:— Með því að þér hafið góðfús- lega boðið mér rúm í Hkr. fyrir nokkrar upplýsingar, viðvíkjandi Park River-námafélaginu. og þar ég ímynda mér að hluthafar og aðrir hafl forvitni á að heyra um, eignir þess og starfsemi, sendi ég yður eftirfylgjandi línur til birtingar. Til þess að Mæta á hluthafa- funði er haldinn var í Spokane Wash. 10 Maí, lögðum við Óli V. Ólafson af stað frá Winnipeg 6. Maí, og mættum samferðamönnum okkar í Larinaore næsta dag. Vorum við þá orðnir um 20 als, þar á meðal G. L. Elken, forseti fél., Mayville, Th. Thorlákson, Milton, H. T. Helga- son, Milton, Owen O’Rielly, Park River, Thos. Wadge, Park River, Wm. Eli, Mayville, T, E. Nelson, H. J- Sprungin, I. P. Bunn, K. S. Groal, H. G. Grove og fl. Frá Larimore héldum við rak- leiðis til Spokane og komum þangað að morgni þess 9., dvöldum þar þar til að morgni þess 11. að við lögðum af stað með Northern Paciflc-braut- inni til “Hope” sem er næsta járn- br.stöð við landeign féi. Frá “Hope” gengu sumir, en hinir fóru r.ieð “bát” að mynninu á Trestle Creek, hér um bil 2 mílur—svo gengum við l£ mílu upp með ánni, og vorum komnir á landeign Park River náma- fél.—snarbratta skógivaxna fjalls- hlíð.—Landeign fél. samanstendur af 9 námalóðum, í hinu svo kallaða “Pend d’ O’Reille Mining district Kootenai Co. Idaho", og eru nöfn þeirra. 1. Goon Hope' 2. Fair View, 3. Lake View, 4. Bonzania Queen, 5. Wadge Fraction, 6. Grand View, 7. Change, 8. Prospect Fraction og 9. Pieasant View. Allar eru lóðirn- ar fullkomnar að stærð (1,500 fet á lengd og 600 fet á breidd) nema nr. 5 og 8, sem eru eins og nöfnin benda til, að eins partar af lóðum, nr. 8 er þó nærri því fullkomin að stærð. Lóðirnar liggja frá suðri til norðurs, og liggja málmæðar þær, sem fundist hafa, eftir þeim endilöngum. Áin Tiestle Creek rennur í vestur eltir dalnum, sunnan við landeignina, og fellur f Pend d’ O’ReilIe Lake, 1| mílu fyrir vestan landeignina; land- eignin er eins og áður er sagt, í brattri íjallshlíð, og blaslr á móti suðri og nær upp á fjallbrúnina, er yfir 6000 fet á lengd.— Ég skal nú lýsa námalóðunum og verkum, sem gerð hafa verið á þeim, eins ná- kvæmlega og mér er unt. Fyrst skal geta þess að vagnbraut heflr verið rudd upp með ánni, að húsi fé- lagsins hér um bil l£ mílu, og ko3t- aði það verk $300, enda ómögulegt áð komast af án brautar þangað, þar sem mikið þarf að fiytja að, svo sem sprengieíni og fi. Ííæst er því lýs- ing á námalóðum eítir 6ömu röð og hér að framan. 1. Good Hope liggur næst ánni Trestle Creek, 4 þeirri lóð stend ur hús félagsins 20x30 fet á stærð, með 2 stórum herbergjum uppi á lofti, og kjallara 14x14 fet Húsið er vel vandað eftir því sem hægt er að byggja og í samanburði við aðrar námamanna byggingar er við skoð- uðum í ferðinni, og er nógu stórt fyr- ir 20—30 manna að matast og sofa í. ! norðvesturhorninu á Good Hope er það sem námamenn kalla “open cut”—steingröf— 2—4 fet á dýpt— þar sem fundist hafa málmeinkenni ofanjarðar, og verið sprent upp okkuð af grjóti til að leita fyrir sér. I þessu “open cut” er góð málmæð, sjáanleg. — Ennfremur er nálægt miðri lóðinni, klettskriða, sem fallið hefir niður í gilið (klettur sem upp- haflega heflr verið mörg tonn að þynd en er núbrotinnuppæðimikið). í þessum kletti er mjögmikill málm- ur—gull, silfurog blý—(gull $101/90 silfur $7/68, samt. gull og silfur $109/58 í tonninu). Á þessari lóð heflr mjðg lítið verið unnið — ekki einu sinni leitað eftir hvaðan klett- skriðan hefir komið, sem auðsýni- lega heflr komið úr auðugu málmlagi. Hún sýnist ekki geta hafa haft upp- tðk sín annarstaðar en í landeign félagsins, nema því að eins að hún hefði komið handan yflr ána, og hefði hún þá orðið að fara yfir 1,000 fet upp f'rá ánni, þangað sem hún er nú, og er slíkt algerlega ómögulegt. 2. FairView er næst fyrir norðan Good Hope. Á þeirri lóð er verið að sprengja út grjót f stein- göngum (Tunnel) og voru 210 fet af þeim fullger þegar við vorum þar, þessi steingöng liggja til norðaust- urs og eiga þau að grafast inn í Lake View, sem liggur austan við, og með fram Fair View, og þar að grafast í gegnum 3 málmlög sem fundist hafa og síðar verður getið. Á Fair View ermálmæð, “open cat’, nálægt austur jaðrinum á lóðinni, og er það auðsjáanlega framhald af samskonar málmlagi á Good Hope, eins og áður er getið. (Framh). Úr umheiminum. (Níðurlag). Skríllinn sem brendi bróðir sinn lifandi deginum áður, blundar nú rótt og hefir svefnvitranir um alla þá sælu er hann þykist eiga fyrir höndum. Á brennustaðnum er dá- lítil öskuhrúga, hinn eini jarðneski vottur um að manns líkama og sál heflr þar verið offrað sem brennifórn á altari heiftarinnar og djöfulsins. Ástargyðjan flýgur á burt frá þess- um stöðvum. því hjarta hennar ætl- að springa, hún líður áfram hægt og hugsandi. Þá heyrist vængjaniður úr gagnstæðri átt og andi mikill kemur í ljós. Það er tíminn, hann er svipaður grárri skykkju, andlit hans er harðlegt og' stórskorið og hvarmar hans tindrandi, um alt andlit hans eru djúpar hrukk- ur og grófar sem mörg þúsund ára aldur og reynsla hafa þar myndað, svipur hans er alvarlegur og ó- bifanlegur, hár hans og skegg er mjallhvítf og lokkar þess blakta um höfuðið í næturblænum, hann ber undir höfði sér töflu mikla, á hana eru rúnir tímans skráðar, þær liefir hann sjálfur ritað, og enginn annar heflr þær séð né lesið. Tíminn slæst í för með ástargyðjunni og þau ræða í lágum hljóðum um mannlífið á jörðinni. Á myrkum stað þar sem ský heflr borið fyrir tunglið koma þau yflr byggingu afarstóra gerða úr grjóti og stáli, upp af henni miðri rís tum mikill, efst á honum eru loft- svalir, þar gengur heiftarnornin um gólf. “Farðu á burt” hrópar hún, er hún sér andana sem að svífa, og lítur um ieið glóandi heiftaraugum til gyðjunnar, “þú heflr hér ekkert að gera, þetta er aðal-aðsetursjtaður minn á jörðinni”. Tíminn kaldur og óbifanlegur bendir ástargyðjunni að fvlgja sér eftir, og þau skjótast niður með annari hlið byggingar- innar fram fyrir gluggmyndaða stál- grind, dauí'ur tuDglsgeisli skín inn um stálriðið inn í lítinn klefa, þar liggur unglegur maður á hálmdýnu, hann er sjúkur og ber andlit hans vott þrauta og þjáninga.föiur er hann sem nár og þungar stuuur rísa upp frá bij >sti hans. Andarnir svífa á brott og byrja samtalið á ný. “Þessi ungi maður var mannsefni mikið” segir tíminn, “en nú er hann á för- um á morgni lífs síns,” og hinum harða og ósveiganlega anda hrekur

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.