Heimskringla - 20.06.1901, Síða 2
HEIMSRKINtíLA 20. JÚNÍ 1901.
Hémskringla.
PUBLISHED BY
Tbe HeimskrÍDgla News & Publishing Co.
Verð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50
nm árið (fyrirfram borgað). Sent til
tslands (fyrirfram borgað af kaupenle
um blaðsins hér) $1.00.
Peaingar sendist í P. 0. Money Order.
Registered Letter eða Express Money
Order, Bankaáyisanir á aðra banka en í
Winnipeg að eins teknar með affðllum
R. L. Balflwinson,
Kditor & Manager.
Office : 547 Main Street.
P O. BOX 407.
Mutual Reserve.
Þeg’ar vér í fyrravor tókum að
ræða starfsaðferð Mutual Reserve
Life ábyrgðar félagsins og framkomu
þess gagnvart lifandi íslendingum,
sem umboðsmenn þess á umliðnum
árum höfðu vélað inn í félagið með
fortölum um falskar hagnaðarvonir.
Þá vöruðum vér íslendinga við fé-
laginu og gátum þess um leið, að
margir sem þá voru í því mundu
síðar iðrast þess, ef þeir héldu áfram
að borga í félagssjóðinm Vér töld-
um víst að iðgjöld þeirra mundu
þegar minst varði verða hækkuð svo
að margir mundu þá, þó um seinan
væri, verða neyddir til þess að segja
sig úr félaginu og tapa áb'yrgðum
sínum í því, og þar með öllum þeim
peningum, sem þeir væru um
margra ára tíma búnir að borga í
félagssjóðinn. Vér vorum búnir að
fá persónulega reynslu af þessu, og
vissum því hvað vér vorum að fara
með, og vér höfðum innilega sann-
færingu fyrir því að aðrir Islend
ingar, sem héldu trygð við félagið,
mundu fyr eða síðar verða táldregn-
ir og sviknir á sama hátt og vér
höfðum verið. Þetta heflr líka kom-
ið á daginn, þó að flestir þeirra, sem
fyrir því hafa orðið hafl af, oss
óskiljanlegri, góðmensku eða öðrum
ástæðum, ekki enn þá gert opinber-
ar kvartanir um þetta. Vér höfum
samt sem áður frétt um slík tilfelli
og skulum vér nú minnast á 2
þeirra.
Það fyrra viðvíkur hra. Bimi
Skaptasyni að Hnausum í Gimli-
sveit. Hann lét flekast í félag þetta
fyrir meir en 10 árum og tók lífs-
ábyrgðarnpphæð allvænlega á hinu
svo nefnda 10 ára (tplani“ félagsins.
honum var talin trú um að eftir að
þau 10 ár væru liðin þá mundi sjóð-
ur félagsins standa svo blómlega að
iðgjöldin mundu fara lækkandi þrátt
f yrir það þó aldur hans færi hækk-
andi. Svo hélt Bjðrn áfram að
borga iðgjöld sín öll þessi 10 um-
sömdu ár, níu doll. áttatíu og fjögur
cent ($9.84) á hverjum tveimur mán-
uðum, eða sem næst $60 á ári, als á
10 árum, að meðtöldu vaxta tapi af
peningunum, talsvert yfir s e x
hundruð dollars. Nú bjóst
gamli Björn við því, samkvæmt því
er umboðsmaður félagsins hafði talið
honum trú um, að árlegu gjöldin
mundu fara lækkandi, og var það
hugðnæm hugsun fyrir hann á gam-
als aldri að þnrfa ekki að leggja
eins hart á sig á elliárunum, eins og
hann hafði áður gert, til þess að
borga árleg iðgjöld þessarar lífs-
ábyrgðar—en eiga þó t íst að eftir
láta eftirlifandi ekkju sinni og börn-
um vænlega lífsábyrgðarupphæð, er
hann félli frá. Honum var sem sé
talin trú um að samkv. undangeng-
inni reynszlu félagsins þá væri gróði
þess yfir 33%, og að þegar hann væri
búinn að borga sín tíu ára iðgjöld,
þá mundi iðgjöld hans lækka svo að
þau yrðu að minsta kosti J lægri
eftir þann tíma. Svo liðu 10 árin
og Björn borgaði eins og að framan
er sagt, þar til *í fyrra að hann fær
embættisskjai mikið frá félaginu og
er honum þar sagt að í stað þess að
lækka iðgjðldin verði hann nú
framvegis að borga ekki að eins
$9.84 eins og áður var, heldur $17.98
á hverjur tveimur mánuðum eða
$107.88 á ári, nær því tvöfalt við
það sem áður hafði verið. Það þarf
ekki að taka fram að Björn áleit sig
hafa verið illa gabbaðan. Hann
gekk tafarlaust úr félaginu, tapaði
ábyrgðinni og öllum iðgjaldaborg-
unum.
Annað dæmi er í sambandi við
Haldór Hjaltason að Brú P. 0. Man.
Hann gekk fyrir mörgum árum í
„Provincial Provident Institution" í
St. Thcmas í Ontario. Það félag
gekk inn í Mutual Reserve félagið
fyrir nokkrum árum og varð partur
af því. Mutual Reserve-stjórnend-
um þótti iðgjöldin í St. Thomas-fél.
vera of lág, svo að þeir hækkuðu
þau á Halldóri fyrir 2 árum, Halldór
hélt áfram að borga hin hækkuðu ið-
gjöld þar til fyrir fáum vikum, eftir
12 eða 15 ára borgun til félagsins,
að hann fær skeyti um það að stjórn-
endur Mutual Reserve-fél. hafi kom-
izt að þeirri niðurstöðu að hann hafi
alitaf borgað of lág iðgjöld, og ef
hann eigi að geta haldið áfram að
veraí félaginu, þá verði hann að
senda því $328.00 uppbót innan 30
daga, annars verði hann strykaður
út af bókum félagsins, og tapi þannig
ölln því sem hann er búinn að borga
í öll þessi mörgu ár. Svona stendur
nú málið. Halldór er til neyddur að
hætta við félagið og hyggja eftir á-
byrgð í öðrum félögum.
Til þess að vera nú algerlega
sanngjarn skulum vér gera ráð fyrir
því að þeir ísl. umboðsmenn, sem að
undanförnu hafa unnið fyrir fél.,
hafl staðið í þeirri sannfæringu að
það sem þeir sógðu um framtíðar-
vonir félagsins væri satt og rétt, og
að þeir hafi álitið ábyrgðartöku I
félaginu það heppilegasta fyrir
landa vora. En reynslan er búin að
sýna að það er hættulegt að treysta
um of á einlægni þeirra herra í New
York. Vér álítum það því helga
skyldu þessa blaðs að vara Islend-
inga alvarlega við þessu félagi, sem
af liðinni reynslu er búið að sýna sig
í því að skrifa þá menn út úr félag-
inu sem búnir eru að borga í það í
mörg ár—þegar þeir fara að eldast.
íslenskt þjóðerni.
[Þorsteinn Gíslason ritstj. r Bjarka
ritaði nýlega um það mál í blaði sínu
og lét í Ijósi þá skoðun að það mundi
verða hagur fyrir ísl. þjóðina, ef nún
gæti losast við sitt eigið þjóðerni, en
tekið á sig í þess stað en^elskt þjóðerni
Út af þessu risu upp raddir, sem gengu
í gagnstæða átt og meðal þeirra var
Ólafur verzlunarstjóri Davíðsson á
Vopnafirði. Þótti honum þe3si ritgerð
Þorsteins ganga landráðum næst og fór
all-hörðum orðum um ósóma þann er
auglýsing slíkra skoðana lýsti hjá höf-
undinum. Svo svarar Þorsteinn aftur
í Bjarka 18. Mai síðastl.. og setjum vér
grein hans hér á eftir, svo lesendum
gefist færí á að sjá hana með því hún
er það bezta sem vér höfum enn séð rit-
að um það efni].
Ritstj.
íslenzkt þjóðerni
Grein mín, „Aldamótahugleið-
ingar”, í 9. tbl. Bjarka þ. á. hefir,
eins og ég bjóst við, vakið mótmæli
úr ýmsum áttum og skal ég nú minn-
ast á málið nokkru frekar en þar var
gert. Ég fór þar stutt yfir sögu og
má því vel vera, að sumir hafi mis-
skilið mig að ýmsu leyti.
Aðalatritið í grein minni var, að
að það væri hagur fyrir okkur, ef
við gætum runnið saman við ensku
þjóðina,. tileinkað okkur menning
hennar og siði, orðið partur af henni.
Ef nýbyrjaða öldin, skildi þannig
við okkur, þá gerði hún vel.
Það sem stendur í vegi fyrir því
að allir geti aðhyllst þessa skoðun, er
að líkindum það eitt, að þú væri
þjóðerni okkar glatað.
En ég segi, að í raun og veru sé
ekkert í það varið; það megi fara
veg allrar veraldar; hitt sé hið eftir-
soknarverða, að komast inn í heins-
menninguna, inn á þá braut sem að-
rar Norðurálfuþjóðir hafa gengið á
undan okkur. Sé þjóðernisdýrk-
unin þessu andvíg, þá áhún að vik-
ja. Og mín skoðun er, að hún
hljóti að víkja með tímanam, ekki
aðeins hjá okkur íslendingum, held-
ur öllum hinum smærriþjóðum. Það
er franþróunarlögmálið sem heimtar
þær breitingar fyr eða sfðar.
Hvaðer þjóðerni? Það eru öll
þau einkenni sem ein þjóð heflr er
greina hana, frá öðrum þjóðum: sér-
stakur hugsunarháttur, sérstakt mál
sérstakir lifnaðarhættir og siðir, sér-
stakir búningar o. s. frv.o. s. frv.
Að því leiti sem ytri lífsskilyrði
skapa þjóðernismismunin er hann
nauðsynlegur og óhjáhvæmilegur.
Að því leiti sem hann skapast af
sjálfbyrgingsskap er hann ónauðsyn-
legur og íllur.
Eftir því sem viðskisti þjóð-
anna fara vaxandi og kynni þeirra
hverrar af annari, hlýtur hugsunar-
háttur þeirra að verða líkari og lík-
ari. Þetta er óhjúkvæmilegt. Við
kynninguna læra þjóðirnar hver af
annari. Allar nýjar skoðanir berast
fljótt um, frá einni þjóð til annarar,
og umhugsunarefnin verða'hin sömu
hjá öllum þjóðum sem standa á líku
menningarstigi.
Þá er málið, tungan, Ég hef
sagt, að við stæðum miklu betur að
vígi, ef móðurmál okkar væri enska.
Ég get ímyndað mér að ekkert í
greininní hafl hneyxlað menn eins og
einmitt þetta. En við rólega íhug-
un hljóta þó allir að sjá, að það er
rétt. Erum við til fyrir málið, ís-
lenskuna, eða er húu til fyrir okkur?
Ég get ekki ætlað að menn svari
þeirri sturningu nema á einn hátt:
Málið er auðvitað til í okkar þarfir.
Með hjálp þeas viljum við geta gert
okkur skiljanlega fyrir öðrum hve-
nær sem við þurfum á að halda. Og
við viljum geta haft gagn af annara
skoðunum, skilið aðra. Ekkert múl
getur fullnægt þessu í öllum tilfell-
um. En næst takmarkinu komast
þau mál sem töluð eru af flestum og
flestir skilja; hin. sem fæstir tala og
fæstir skilja, eru fjarst.
Bókmentirnar okkar hljóta allt-
af að vera ófullkomnar í samanburð i
við bókmentir stórþjóðanna. Sá mað-
ur sem á aðgang að fjölskrúðugum
bókmentum á móðurmáli sínu stend-
ur betur að vígi til þess að afla sér
þekkingar en hinn, sem verður að
læra til þess útlend tungumál.
Og hvert væri þá tapið, ef við
gætum skift allt í einu á kunnátt-
unni i ensku og íslensku? Tapið er
það, að við ættum ekki á kost á að
lesa þær bókmentir sem við nú eig-
um öðruvísi en svo, að við lærðum
íslesku sem útlent mál. En hvað
væri unnið á móti? Meðal annars
jafngreiður aðgangur fyrir okkur að
enskum bókmentum og við nú eigum
að íslenskum.
Vinningurinn er auðsær. Hjá hin -
um, sem mótmæla þessu ræður óljós
tilflnning.
Og líkt er um hin atriðin að seg-
ja. Lifnaðarhættir, siðir og búning-
ar o. s. frv. — all þetta breytist og á
að breitast hjá öllum þeim þjóðum,
sem eru á framfaraskeiði, Við vilj-
jum koma upp húsum úr timbri eða
steini í sama stíl og aðrar þjóðir, við
viljum leggja vegi um landið, fá
vagnflutninga eins og aðrar þjóðir,
og svona mætti lengi telja. En með
þessu er verið að nema burt þau ein-
kenni sem greina okkur frá öðrum
þjóðum Vér erum að líkja á eftir
þeim, kasta burtu verulegum þáttum
af þjóðerni okkar.
Það er mikið í þaðj varið að
vera öðruvísi en aðrir, ef sá hinn
sami er þá öðrum fremri. J£En aftur
á móti er ekkert í það varið að vera
öllum ólíkur og allra eftirbátur.
Ýmsir hafa orðið „þjóðerni”
alltaf á vörunum án þess að það
tákni hjá þeim nokkra ákveðna hug-
sun: Þeir stagast á því eins og
páfagaukar, Þeir hafa lært, að „sér-
stakt þjóðerni” sé eitthvað gott, en
hafa aldrei spurt sjálfa sig,í hverju
gæðin séu þá fólgin- Ólafur Daviðs-
son á Vopnafirði er auðsjáanlega
einn af þossum mönnum.
Park River námurnar.
(Niðurl.)
3. LakeView liggur austan
við Fair View og norður með Bonz-
ania Queen, að austan hér um bil
800 fet—hér er landeignin orðin um
1200 fetá breidd (tvær lóðir sam-
hliða).
Á Lake View er Tunnel (stein-
gðng) 56 fet á lengd, og fanst í stein-
göngum kopar og gulllag 5 fet á
breidd, var því svo fylgt niður
[Shaft) 86 fet, og þar var koparlagið
orðið 8 fet á breidd, og gaf af sér
yflr $56.00 af kopar og gulli úr
tonninu. Samhliða þessu lagi,
austar í lóðinni, eru tvð önnur málm-
lög með hér um bil jöfnu millibili,
og er tilgangurinn að tunnelið, sem
getið er um að verið sé að vinna í á
Fair View, renni í gegnum öll þessi
3 málmlög, og koma þau 140 fetum
neðar inn í fjallið heldur en botninn
á 86 feta steinholunni (shaft) á Lake
View.
4. Bonzania Queen liggur
beint norður af Fair View og með
'fram Lake View að vestan hér um
bil 800 fet.
Á Bonzania Queen er Tunnel
119 fet á lengd, og liggur fyrst í
norður og svo til norðvesturs, á end-
anum á tunnelinu er shaft 38 fet á
dýpt. Tunnelið gengur í gegnum 3
málmlög, og hefir þar verið tekinn
út æðimikill málmur, sem liggur í
göngunum og úti fyrir óáhrærður.
Sérstaklega er vestasta málmlagið
mikilsvirði.—Á Bonzania Queen eru
víða “open cut” sem sýna málmæðar.
5. Wadge Fraction erað
eins partur af' lóð—er umkringd af
Lake View að sunnan, Bonzania
Queen að vestan, Grand View að
austan og Prospect Fraction og
Plesant View að norðan. Á Wadge
Fraction heflr lítið verið unnið enn,
þar eru þó open cuts sem sýna málm-
æðar.—Ennfremur liggja í gegnum
Wadge Fraction að minsta kosti 2 af
kopar og gulllögum þeim sem
reynd hafa verið á Lake View, eftir
afstöðunni og stefnu þeirra að dæma.
6. GrandView liggur norð-
ur af Lake View og austur af Wadge
Fraction.
Á Grand view er málmæð eftir
endilangri lóðinni, sérstaklega góð,
sem heflr verið reynd á næstu lóð
fyrir austan sem heitir “Marguerits”
(sú lóð er ekki eign Park River
námafélagsins), málmlag þetta er
bæði breitt og ríkt, meðaltal $360.00
til tonnsins (var mér sagt), maður
sem með var í ferðinni sýndi mér
“assey Certificate ’ sem sýndi að í
vissri æð í laginu voru $1179/11
af gulli í tonninu, þetta var reynt í
Spokane af óviðkomandi manni.
Málmlag þetta er í suðvestur horn-
inu á Marguerite, fá fet frá landa-
merkjunum Lake View og Mar-
guerite, en þar sem Grand View ligg-
ur 133 fetum lengra til austurst þá
rennur þetta lag eftir henni endi-
langri, 1,500 fet, enda má glögg-
lega sjá lagið á mörgum stöðum í
Grand View í beinni línu eftir legu
þess í Marguerite.
7. C h a n g e, norðasta og aust-
asta lotið, tekur við af Grand View
að sunnan, vestan takmörk Prospect
Fraction. Change nær upp á fjalla-
brún, á henni eru 2 open cuts er
sýna málmæðar, að öðru leyti hefir
lítið verið unnið á henni.
Prospect Fraction liggur
með fram Change að vestan. Á
þeirri lóð hafa lítil verk verið gerð
þar sem hún er nýtekin, en víða
sjást þar einkenni málmlaga —
"surface croppings”.
9. Pleasant View liggur
samhliða Prospect Fraction að vest-
an, takmörk að sunnan eru: Wadge
Fraction og Bonzania Queen. Um
miðja lóðina er open cut sem sýnir
mjög álitlega málmæð. — Að öðru
leyti hefir ekki verið unnið á þessari
lóð.
Ég skal geta þess hér, að ég
hef að eins tekið til greina þau ein-
kenni málanæða (surface croppings &
open cuts) sem sýnd eru á uppdrætti,
sem mælingamaður Bandaríkjastjóm-
ar gerði, af eign félagsins fyrir
skömmu, er hann mældi eignina út(
tii þess að hægt væri að gefa eignar-
bréf fyrir henni, þrátt fyrir það að
mér voru sýndir og sagt frá öðrum
stöðum, þar sem auðsjáanlega eru
málmar.
Eftír 2 náttaog 1| dags dvöl, á
landeign og í húsi félagsins, fórum
við um borð í gufubát við minnið á
Trestle Creek og fórum yflr part af
Pend d’ O’Rielle-vatninu (14 mílur
áleiðis) til að skoða þar námu, sem
talið er að komin sé lang áleiðis með
að fara að borga hluthöfum. Við
urðum að klifra upp snarbratt fjall
(þótt fótsárir værum orðnir) hér um
bil |—1 mílu , upp þangað sem ver-
ið var að vinna. Náman heitir
“The Blue Bird”. þar var verið að
vinna í 600 fete tunnel, og verið að
taka út málmgrjót er flytjast á til
bræðslu véla. Málmlögin sýnast
talsvert öðruvísi en í Park River-
námunum. Blue Bird hefir linan og
vatnsmikinn klett, og er grjótið lík-
ast moldarköglum (clay) þegar það
kemur út í dagsbirtuna, enda er
mest af málmi, sem finnst í þannig
löguðu grjóti í Pockets” sem kallað
er, í stykkjum með óákveðnum lög-
um, og hverfur svo á milli, og er oft
kostnaðarsamt að leita uppi næstu
“Pocket, og í mörgum tilfellum hafa
svoleiðis námur verið yfirgefnar fyr-
ir þá sök að það hefir verið of kostn-
aðarsamt að halda áfram verki í
þeim upp á óvissu. — í svona nám-
um er gull aðal-málmurinn, grjótið
er auðvitað lint og þar afleiðandi
kostnaðarminna að ná því út heldur
en í öðrum námum þar sem grjótið
er hart. Blue Bird-félagið sendi
næstliðið sumar Níu þús. doll. virði
af málmi til markaðar og fyrir stutt-
um tíma síðan tóku þeir út eitt
þús. doll. virði á einni viku. í Park
River námunum, er grjótið mjög
hart, og þar af leiðandi kostnaðar
meira að ná því út heldur en t. d.
í Blue Bird, en málmlög og málm-
æðar eru áframhaldandi, og má í
flestum tilfellum rekja þau ofan-
jarðar— þau hafa öll sömu stefnu
(frá suðri til norðurs) og sama halla
inn í fjallið, sem er sönnnn fyrir var-
anlegum málmlögum þegar dýpra
kemur inn í fjallið, innar í klettinn.
Afstaða Park River námafél. í tilliti
til fráflutninga er hin æskilegasta.
Járnbraut, Great Northern, er um 6
mílur í austur frá landeigninni, og
Northern Paciflc 1J mílu fyrir vest-
an hana.
Eins og áður er getið, rennur
Trestle Creek sunnan við endann á
landeigninni, og heflr Park River
fél. lálið mæla sér út land með fram
henni í því augnamiði að hagnýta
vatnskraftinn til framleiðslu raf-
magns til þess að taka út málmgrjót
með, og til þess að lýsa upp námana,
og er í orði að settar verði þar upp
vélar jafnskjótt og hægt verður að
selja nóg af hlutabréfum til að borga
þann kostnað, sem áætlað er að muni
nema hér um bil $5,000.
Fjárhagur félagsins er i mjög
góðu lagi. Á fundinnm kom það í
ljós að í sjóði voru liðug $3,300.
Af fjárhirsluhlutabréfum (Treas-
ury Stock) sem upphaflega var
1,200,000 hlutir, hafði verið selt í
alt liðug 500,000 hlutir en tæp
700,000 hlatir óeyddir, og er það
mjög álitlegt þegar þess er gætt að
fél. er búið að láta vinna á landeign-
inni sem nemur mörgum þús. doll.
Eins og nærri má geta er kostnaður-
inn afarmikill við að ná út grjótinu,
þegar þar við bætist að skylduvinnu
þarf að vinna á hverri lóð sem nem-
ur $100 á ári, þar til búið er að fá
eignarbréf ((Patent“ fyrir henni.
Mest af verkum sem gerð hafa
verið á landeign fél. hafa verið unn-
in upp á akkorð (contract) [og hefir
verðið verið $12 — $15 fyrir fetið
inn í tunnelið (4’ fet á breidd og 6|
fet á hæð). Félagið gerir það sér-
staklega til þess að þurfa enga
ábyrgð að bera af slysum sem tíð
éru við þesskonar vinnu (grjót-
spreaging), það hafa þegar 2 menn
dáið af slysum og sá þriðji slasast
(á liðugu ári) við vinmfí námunum,
en félagið þurfti engu aðgbæta fyrir
þá sök að það hafði enga ábyrg gagn-
vart verkamönnum sínum. — Síðan
ég fór að vestan heflr félagið gefið
akkorð á 200 fetum í tunnelinum,
fyrir $15.50 fetið, og sett? hlutina
upp í 12«, og eru mikil líkindijtil að
ekki verði lengi hægt að kaupa þá
fyrir það verð, enda eru þeir mjög
ódýrir fyrír 12c., eftir útlitinu að
dæma, því ættu allir sem ætla sér,
að kaupa hluti sem allra fyrst áður
en þeir stíga meira í verði, sem verð-
ur undir eins og koparlagið finst
sem Tunnelið stefuir að.
Það spyrja margir, hvenær hlut-
hafar muni fara að íá peningrfboig-
anir (idevidend“ úr námunum. Það
er auðvitað spurning semjómögulegt
er að svara en sem komið er, en lík-
ua eru til þess að ekki verði þess
langt að bíða. Ég kalla 2 ár ekki
langan tíma, en seint mun þeim sem
í ferðinni voru þykja ganga að
vinna, ef hluthafar verða ekki innan
2 ára farnir að fá peninga úr nám-
unum,—Eitt get ég fullvissað alla
um, og það er, að hluthafar fá pen-
inga eins fljótt og hægt verður, og
því fyrr, sem fljótara gengurað selja
hlutina.
r
Eg hefi mjög góða trú á nám-
unum og byggi hana sérstaklega á
útliti námanna sjilfra, og áliti því,
sem óháðir náma-agentar í Spokane,
menn í kringum námana, námamenn
og aðrir hafa á þeim, ég vil að sem
flestir Islendingar sem ætla sér að
kaupa hluti, geri það meðan þeir
er ódýrir. Það er ekki til neins að
draga að kaupa þar til maður sér
vissuna fyrir hvnær maður fær pen-
inga sína aftur, því þá má maður
búast við að borga hátt verð fyrir
hlutina, ef þeir þá fást keyptir. Tök-
um dæmi af Le Roi. Flestir hlutir í
þeirri námu voru seldir fyrir 3—10
cent hver, en nú er standandi mark-
aðsverð þeirra $51.00 hver hlntur,
og fást ekki keyptir — enda gefa
þeir af sér mánaðarlega margfald-
lega það sem borgað var upphaflega
fyrir þá.—Eða Tiger Pooman nám-
ana við^Canyon Creek, í Couer D’
Alenes distr., Idaho, sem unnar eru
af hinu svo kallaða Buffalo Hump
Mining Co., borgaði annan Jan. síð-
astl. hluthöfum sínum lOc á hlut
(það seinasta sem ég hefl séð frá
þeirri námu) og var um leið tekið
fram að félagið ákvæði sína m á n -
aðarlegu borgun til hluthafa lOc
á hlut, og hafði félagið þá á tæpu
ári skift þrjú hundruð þúsund doll.
meðal hluthafa sinna. Fleiri dæmi
mætti tilfinna, en þess er engin þörf.
—Norður Idaho er að komast í tölu
helztu námalanda í Ameríkn, og
verður að líkindum innan fárra ára
orðið nafnfrægt kopar- og gullnáma-
land.
Ef einhver óskar eftir, skal ég
fúslega gefa utanáskrift eins eða
tveg’gja, náma-agenta í Spokane, svo
menn geti sjálflr gert fyrirspurn,
bæði um Park River námafélagið og
önnur námafélög, sem fslendingar
hafa keypt hluti í.
Um ferðina vestur er ekkert
sérstakt að segja, annað en það var
mjög mikil skemtiferð, við höfðum
það sem kallað er á ensk-íslenzku
„góðan tíma“, Við vorum á ferð
með eins frjálslyndum og skemtileg-
um ((Yankees“ eins og nokkurn
tíma hafa verið saman í hóp á ferða-
lagi, og álít ég þe3sa skýringu nægi -
lega öllum sem nokkurn tíma hafa
kynnst Yankanum. — Ég skal að
endingu geta þess að Mr. Th. Thor-
láksson, Milton P. O. North Dakota,
hefir eins og að undanförnu, umboð
á sölu á hlutum í Manitoba, og mun
ég fúslega gefa allar þær leiðbein-
ingar sem mér er unt, þeim sem
koma heim til mín, eða skrifa mér,
og skrifa eftir hlutum fyrir þá sem
vilja.
Virðingarfyllst.
St. Sveinsson,
171 King St.
Winnipeg.
F agnaðarminningar-ár
(JUBILEE YEAR)
Goodtemplara Reglunnar.
Það er nú hálf öld síðan að fáeini r
bindindisvinir byrjuðu Good Temlar-
Regluna í Utica í New York-ríki.
Nu í dag er Reglan útbreidd um
allan heim. Regla þessi hefir nú fleiri
meðlimatölu og er útbreiddari en nokk-
urt annað bindindisfélag í heiminu m.
I Norður-Ameríku er meðlimatala
Good Templara-reglunaar £ kring um
200,000, á Bretlands-eyjum er meðlima-
talan [200,000, á Norðurlöndum (Dan-
mörk, Noregi, Svíþjóð og íslandi) er
meðlimatalan 140,000, í Mið-Evrópu fer
reglan stöðugt vaxandi og í Asíu, Ástr-
alíu og Afríku hefir reglan þúsundir
meðlima.
Land vort þarf endurlífgunar með
í baráttunni, og vér erum nú að gera
vorn skerf til að fá þessa t’endurlífgun,
með því að stofna nýjar stúkur og
barnastúkur. Fólk vort er nú loksins
farið að komast að þeirri niðurstöðu,
að barnastukur eða unglingastúkur séu
ekki einhlýtar, heldur þurfi einnig að
hafa stúku fyrir hina fullorðnu, sem til
samans sporni á móti brennivínsaautn-
inni.
Af ;öllum stofnunum, sem hæfar eru
til þessa, er Good Templar-reglan
fremst. Heit hennar, grundvallar-
reglur hennar, stofnanir og aðferð henn
ar að frelsa einstaklinninn, eru hinar
fullkomnustu, viðtækustu og öflugustu
sem nokkurn tíma hafa verið upphugs-
aðar af nokkrum manni; þessu er játað
af öllum, er nokkra þekking hafa á
starfi reglunnar. Það versta, sem
uokkur skynsamur andstæðingur eða
dómari getur sagt um hana, er að ein-
stöku meðlimir hennar lifi ekki sam-
kvæmt heitum sínum og grundvallar-