Heimskringla - 11.07.1901, Side 1

Heimskringla - 11.07.1901, Side 1
HeimKkringla er gef- in ut hvern íimtudag af: Heimskringla News and Publishing Co., að 547 Main St., Winnipeg, Man. Kost- ar um 4rið ijil.SO. Borgað fyrirfram. Nýir kaupendur fi í kaupbætir sögu Drake Standish eða Lajla og jóla- blað Hkr. 19u0. Verð 35 og 25 cents, ef seldar, sendar til íslands fyrir 5 cents XV. ÁR WINNIPEG, MANITOBA 11. JÚLl 1901. Nr. 40. Heil sittu Heimska! Heíðar & tiudi. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Enn þ& eru Tyrkir að fremja grip- deildir og morð í Armeniu. Fréttir segja þeir hafi eyðilagt nokkur þorp og drepið þar tugi manna. Edward konungur á, að krýnast i í London á Englandi i Juní nsesta ár. 2 dagar eru ætlaðir tilþeirrar athafnar. Búar, fangar á eyjunni St. Helena, hafa byrjað að gefa þar út viku frétta- blað og koca fyrsta blaðið út7. Júni. Blaðið heitir “Dekrajsgevangene", sem þýðir: “Herfanginn“. Blaðið þykir vel frá gengið að rithætti og efni. Tveir drengir, 13 og 15 ára, fundust á flækíngi suður í Bandaríkjum fyrir nokkrum dögum, Deir kváðust vera frá Winnipeg, en sögðust hafa verið barðir svo mikið af föður sínum og stjúpu þar, að þeir hefðu orðið að flýja úr föðurhúsum og treysta á náðir vandalausra i ókunnu landi Sjóflotar Bússa, Þjóðverja, og Frakka ætla að hefja heimsókn að Gi- braltar til æfinga þar. Bretar svara með þvi að auka stórum setulið sitt á staðnum, en taka að öðru leyti er.gan þátt í æfingum stórþjóðanna. Óeirðir halda enn þá áfram í Kíira. Bardagar hafa verið háðir 1 Manchuria og á* landamærum Be Chi fylkisins í Norður-Kina. Áhlaup hafa verið gerð á kristna menn þar og keisarinn i Kína hefir látið auglýsa um alt landið, að stórþjóðirnar hafi borið sigur úr býtum þar eystra, og að það sé skipun sín að kristnir roenn í landinu seu látnir veia óáreittir, og að hann ætli sér að hegna öllum þeiin sem ráðist a kristið fólk þar,með lífláti. Bússastjórn hefir látið þá ósk sína í ljós, að samkomulag geti komist á með henui og Bandarikjunum i tolllög- gjöf beggja þjóðanna. Bretar hafa fundið upp aðferð til að eyðileggja köfunarbáta sem kunua að verða notaðir í sjóbernaði. Enn þá vilja þeir þó ekki láta uppskátt á hvern hátt eyðilegging köfunarbátanna sé gerð. En fullyrt er að hún sé áreiðan- leg. Sjóflotaforingjar Breta hafa um nokkurn tima verið önnum kafnir í að reyna þessa nýju aðferð og segja hana óyggjandi. Liberal-flokkurinn i Englandi er á völtum fæti um þessar mundir. Sum- ir foríngjar flokksins eru svo sundur- leytir í skoðunum að þeir talast ekki við og forðast að mæta hver öðrum. Mr. H. C. Bannermann ei orðinn leið- ur af leiðtogastöðunni, en flokksmönn- um þykir Hartcourt of gamall til að taka við stjórn llokksins og er þá um að eins 2 menn að velja: Boseberry eða Asi|uith. Sá síðar nefudi er talinn lík- legnr til foringja. Hitaalda sú, sem gekk yfir Banda- ríkin í síðustu viku var mannskæðari en dæmi eru til áður. í St. Louis dóu 4 en 33 sýktust “ New Ark, N.J. “ 41 “ 60 “ Hoboken “ 8 " 52 " Jersey City “ 12 “ 30 “ Elisabeth 6 “ 15 “ Troy “ 6 •' 7 “ gyracuse “ 2 * “ New York “220 “327 “ Pittsbarg “ 12 “ 68 Hiti 104 stig. í New Englands-ríkjunum dóu um 70 manna auk hínna ofan töldu, en margir sýktuct. í Philadelphia vaið hitinn 107J stig i skugga. Víða annars staðar varð hitinn ákaflegur og mann- dauði talsverður. Brezka stjórnin hefir frá því Búa- 8trfðið byrjaði einatt verið í óvissu um hve Búaherinn væri manumargur og hvernig hann væri úfbúinn að vopnum og vistum. Það var í fyrstu álitið að her þeirra væri svo fámennur að ófrið- urinn mundi ekki vara leugnr en 3 eða S mesta lagi 6 mánuði. En að þeim 6 mánuðum euduðum stoðu sakir svo að Bretar höfðu ekki haldið sinu fyrir Bú- um, eins og herforingjar þeiria sjálfir játa. En þetta tfmabil sunnfærði Breta um það, að bæði var Buaherinn miklu manntieiri en hann var í fyrstu álitinn að vera og var það orðið degin- um Ijósara að hann var prýðis vel út- búinn að nýjustu og skæðustu vopnum og hafði marga æfða E vrópuhermenn til umráða, helzt þýzka og franska. Tóku þá Bretar að senda óspart lið og hergögn þangað suður þar til komnir voru um 300,000 æfðra hermanua víðs- vegar úr hinu mikla brezka veldi. Frá þeim tíma fór stöðugt að halla á Búa. Menn þeirra týndust á ýmsan hátt; sumir féllu í bardögum, aðrir voru handteknir, ýmsir gáfust upp eða gengu fríviljuglega á hendur Bretum og unnu hollustueiða sein brezkir þegn- ar. En þrátt fyrir alt þetta, þá var þó sve mikið afl i liðí Búa, e.d það var ekki sjáanlegt að þeir væru miklu veikari en fyrr. Þeir ýmist töpuðu eða þeir unnu í vopnaviðskiftum; en þó var tap þeirra nú tiðar en vinningar. En um mannafla þeirra vissi enginn með neiuni vissu. En þegar Bretar voru búnir að vinna borgirnar Pretoria, Bloemfontein, Kronstadt, Jóhannes- burg og Stranderton og yfirfara skjöl þau. er þar fundust við. samanburð þeirra skjala, komust Bretar að því a tala Búahersins mundi vera sem næst- 65,000 manna. Þ*ð er og víst að fyrir- liðar Búanna sjálfir hafa aldrei vitað nákvæmlega hve marga vigfæra menn þeir höfðu á að skipa og að getgátum þeirra munaði svo nam 10,000. Að vísu taldist Boberts lávarði svo til að Búar mundu hafa haft í byrjun stríðs- ius alt að 72,000 vígfæra menn, en sið- arí rannsóknir hafa fært þá ógizkun niður í 65,000, eins og að framan er sagt. Þar með taldir hinir svonefndu útlendu hjálparmenn, sem stjórnuðu aðallega stórskotaliði Búa. En þeir eru samt ekki taldir, sem stunduðu særða og sjúka hermenn, en sem oft báru vopn og hafa ef tll vill beitt þeim við hentug tækifæri raóti Bretum. En tala þessara var eftir skýrslum Búanna 1760 menn og 360 konur. Búaherinn myndaðist af 28 000 manns frá Trans- vaal. 22.000 frá Free State Colony, 8000 frá Cape Colony og 6000 útlendingar. Alls 65,000 manns. Áætlun Breta um hvað af þessum mönnum hafi orðið er á þessa leið: Fallnir i bardögtim og dánir af sárum og sjúkdómum 11,000 manns; herteknir 16,000; í fangelsum fyrir landráð og aðra glæpi 4000; látnir ganga lausir eftir að hafa tekið hollustu eiða við krúnu Bretlands 6400; útlend ingar sendir úr landi á kostnað Breta 2500; flúnir 500, faldir 5000 Þess.'r síð- asttöldu eru flestir svo sárir eða á ann- an hátt heilsubiiaðir. að þeir e.u ófærir í orustur. Eru þá því 44,400 manna úr sögunni, svo að ekki fleiri en 20.000 manns eru enn þá undir vopnum. Þessi áætlun var gerð siðasla Febrúar síðast- liðinn. En nú eru liðnr 4 mánuðir síð- an og á þeim tima hefir ýmislegt sögu- legt gerzt þar syðra. 5000- fangar hafa verið teknir á þessu tímabili, 11,20 hafa fallið f bardögum og 600 dáið af sárum, 2500 hafa gerzt brezkir þegnar, svo að alls eru Súum tapaðir 53,500 menn og hafa þeir þá eftir að eins 11,500 vopn- færa menn, sem enn þá geta varist og barist um stuttan tírna, Þessir menn eru dreifðir um 500,000 íerh.milna svæði. En þess er að gætaí sambandi við bessa áætlun, að Búar hafa haft hjálp margra þúsunda manna, er ekki hafa borið vopn, en að eins verið notað- ir sem vinnumenn, til að hlaða viggarða grafa skurði, byggja brýr og flytja vopn og vistir frá einum stað til ann* ars. Hugsanlegt þykir að 1500 þessara manna kunni að grípa til vopna svo að Búar hafi enu þá alt að 14;000 manna á vígvellinum. En með þvi að þeir era dreifðir yfir afarstórt svæði, pá er hugsanlegt að það geti tekið Breta nokk.urn tima að spekja þá og enda þannig ófrið þann sem nú hefir staðið yfir nærri tveggja ára tíma. Þessar skýrslur Breta sýna að tæp 13,000 Bú- arhafifallið fyrir vopnum eða dáið af sárum. En gerum að 15,000 þeirra hafi látið lífið í þessu stríði, sem talið er að muni kosta Breta nm 8500 milí- ónir. Hefir þá hver fallinn Búi kostað hið brezka riki yfir $30,000, og eru það ærin manngjöld eftir fornu mati. Le Moniteur Universe, eitt hið elsta blað á Frakklandi hefir lýst þvi yfir að það ætli að hætta að koma út lengur og blaðið Loleil taki við áskrif- endum sinum. Moniteur byrjaði að koma út árið 1798 og fylgdi keisara- stjórniuni þar tii hún leið að fullu und- ir lok 1871. Fyrir síðustu máuaðamót var þurk samt á Bretlandi og víðar um JEvrópu, en um mánaðamótin komu heliirigning- ar, svo viða ætlaði alt á flot. Sumstað- ar á meginlandinu hafa þurkar verið svo miklir, að útlít er fyrir að upp- skerubrestur verði víða allmikill. — Haglstormar hafa gert mikinn usla í Portugal, og segja hraðfregnir að bæði menn og fénaður hafi iarizt þar á sum- um stöðum. Kæningjar stöðvuðu mannflutn- i ngslest á Great Northern járnbraut- inni í Montana og náðu þaðan $4000 eftir að hafa skotið og sært nokkra menn og konur. Fréttir um þetta voru sendar með telegraf til næstu stöðva og lögreglulið sent til að leita ræningjanna Þeir fundust nokkru síðar í auðum hús um úti á landi, en komust undan og héldu suöur 3 saman og voru ónáðir er síðast fréttist. Veizla mikil var haldin i Rochester, N. Y.,þann4. Júli síðastl. og er hún talin sú fyrsta af þeirri tegund, sem haldin hefir verið í Ameríku. Það var “Snake“-veizla i stað þess að hafa blómvönd á miðju 'borði, þá var látin veraþar stór glerkassi með 3 lifandi eitursnákum í honum, og aðal veizlu- maturinn var snákakjöt. Gestirnir, er voru 20 talsins. máttu velja um hvort þeit vildu heldur soðna, steikta, hráa eða stappaða snáka, Flestir kusu steikta, og svo sagðist þeim frá að þeir hefðu verið líkir fiski á bragðið. Allir gestirnir voru snáka vinir og vísinda- menn, sem höfðu eytt miklum tíma í að rannsaka eðli þessara dýra. 14 menn og 2 konur hafa verið handtekin í Singapore í norður-Kína, kærð um að hafa verið í samsæri með að ræna peningum úr Hong Kong' bánkanum. Einn af þjófunum hefir siglt áleiðis til Madras með $250,000, en hinir sistja heima með sína hluti og hef- ir lögreglan fundið nokkuð af fénu. Bandaríkjaríkjastjórnin hefir sett á fót formlega stjórn á Filipseyjunum, Wm. H. Taft er landstjórinn; 3 leyjar- skeggjar eru í stjórnarráðinu. Em- bættistið þeirra býrjar ekki fyrr en 1. Sept. næstkomandi. Á föstudagskveldið sem leið var Mr. Jas. Argue þingmanni tyrir Avon- dale haldin stór veizla í Sowden Hall í bæaum Souris. Var þar margt heldri manna fylkisins saman komið, og má fyrstan nefna stjórr-arformanninn Mr. B,. P. Roblin. Hann hélt þar langa og skil merkilega ræðu og skýrði frá ýms um störfum stjórnarinnar, sem gert hefði og hún ætlaði að gera. Eitt af stjórnmálum er það, að fylkisstjórnin ætlar að stefna sambandsstjórninni í Ottawa f skólalandsmáli Manitobafylk- is. Fylkið á hjá stjórninni i Ottawa $111, 000 rentur af skólalands andvirði, sem sambandsstjórnin hefir neitað að greiða fylkinu, en leyft fylkisstjórninni að leita úrskurðar í fjármálarétti ríkis- ins um þetta mál. Þessar $111,000 eru beinar rentur af skóllandssjóðnum, er sambandsstjórnin geymir, en hún neit- ar að borga. Nú er það fullyrt að Kruger gamli sé hættur við að ferðast til Bandarikj- anna. Liggja þar til ýmsar ástæður. Aldamóta lofdýrð heimsk- unnar. Heil sittu Heimska! í hæsta veldi. Lýðir þér lofsöng Af lífi og a&l ílytja. Fórnar Þér fjöldinn Frelsi og tíma, Athöfnum öllum Og orða varningi. Heil sittu Heimska! í hásölum flóna. Frá kóngi og keisara Til kotungsins lægsta Öndvegin áttu Og alsherjar málumj Lýkur til lykta Með lýða atkvæðum. Heil sittu Heimska! Heimskasta drotning! Þitt veldi er vidd í vizku öræfum, Sólar í sorta Og sannleika ofar, Lengst frá Ijósi Og lifandi þekking. Lýðir þér lúta Sem lifanda guði. Tignuð og tilheðin Tryggara ertu En höfundur heimsins Og hugsjónir dýrstar. Heil sittu Heimska! í huga og sftlnm— Einvalds drotning— Er stýrir og stjórnar Styrkri með mundu, Ogteknum tökum Trúlega heldur. Heil sittu Heimska! Heims aldur allan, Allra á meðal Elskenda sinna Fórnir þigg þægar Af þegnunum góðu.— Við blóði ei býður Því blind varstu alin.— Heil sittu Heimska! Og hlustað’u á liðið Pískrið og pultrið Og pappírs skrjáfið.— Hræsni og Hálfvelgja, Hirðmeyjar þínar, Duga hér djarflega Dimmum í skotum. Heil sittu Heimska! Á heimsvegum öllum, Og mundu að miðla Meðlagi hverjum í ómagasveitum Sem ábyrgð keypti í fylgd og forum Og félagsskap þinum. Heil sittu Heimska! Hjörð þina va.kta, Þú drottning drotninga í dimmu og smáu. Þú myrkrið mannheima Og mannanna bölið. Af þegnskyldu þoki Þjóðir sér úr heimi!! Kr. Ásg. Benediktsson. Orðahókin, skólahugmyndin, bókasafn kirkjufélagsins. Það er nú búið að ræða svo mikið um orðabókarmálið, I “vestur- íslenzku blöðunum”, að eDgum blöðum er lengur um það að fletta, að orðabók sú sem þar er verið að ræða um á að vera „íslenzk-íslenzk orðabók“. Slík bók yrði nærri því hreint og beint frumsmíði, eða því sem næst. Reyndar mun Jón Grunr.- víkingur—að því er ég hygg— hafa samið talsvert í þá átt. En bæði er það að þetta orðabókarsafn hans er í handriti, og svo mun það aldrei hafa verið fullgert. Það liafa heyrst raddir sem hafa undrað sig á því að ekki skuli vera til á íslenzku siík orðabók. Ea mér virði9t það ekki svo undravert, þegar hver einasti maður, sem skilur hið daglega mál, getur lesið —næstum — hverja ein- ustu bók á málinu, bæði hin gömlu og nýju rit. Ekki þar fvrir að ég Álíti að bókin geti ekki orðið Austur- íslendingum til mikils gagns og fs- lenzkum bókmentum verður hún til stórmikils sóma, verði hún gefin út á vísindalegan hátt, og með sómasam- legum frágangi að öðru leyti. Enn auðvitað verður þetta fyrirtæki—fái það framgang — Vestur íslendingum sórstaklega til heiðurs, og svo líka til gagnsmuna, því mér virðist það mundi hafa mikinn árangur til þess að viðhalda íslenzkri tungu, og þá um leið ísienzku þjóðerni, hérna megin hafsins, Það sem mér þykir ekki hafa verið tekið nógu glögglega fram í æssu máli, er það, hvernig eigi að koma þessari orðabókarhugmynd í verk, og vil því í fám orðum leyfa mér að láta hugsanir mínar í því efni koma íyrir almennings sjónir, Mér virðast tveir vegir til þess hugsanlegir, nú sem stendur. Fyrri veguriun er sá að nokkrir Vestur- íslendingar, segjum 10—20 menn, gengju I félag til að koma þessu orðabókar fyi irtæki áfram sem fyrst. Þannig að þeir kysu nefnd úr sín- um flokk sem hefði málið til með- ferðar, og að nefnd sú leitaði sam- skota um allar íslendinga bygðir hér vestan hafs, svo og hjá hérlend- um mönnum, er búast mætti við— eða líkindi væru til—að værn mál- inu hlyntir. Þegar samskotin væru komin svo á veg, eða gengju svo greiðlega, að tiltök væru að byrja. Þá að leita álits og upplýsinga hjá þeim mönnum heima á íslandi, er bezt skyn bæru á hvað samning slíkrar orðabókar mundi kosta, jafn- framt því að svipast eftir því-hverjir færir væru að taka verkið á hendur og með hvaða kjörum. Sem sagt virðist mér réttast og sjálfsagt að samning bókarinnar væri falin ís- lenzkum mönnum heima á Islandi, því maður getur vænt þess að til elíks bókarsamnings séu þar ætíð nógir kraftar, að minsta kosti mun það vera svo nú. Eg ætla mér ekki að þessu sinni að benda á nöfn þeirra manna er ég álít færa til þess en geymi það síðari tímum, er á þarf að halda. Síðari vegurinn er sá, að láta málefnið bfða eftir stofnun „íslend- ingafélags“ í Vesturheimi. En bæði er það að fél. getur lfkliga tæp ast heitið myndað enn þá, og þess vegna óvíst um tilveru þess, og svo hitt að dráttur á framkvæmdum 1 réttu áttina á slíkum fyrirtækjum sem þessu orðabókarmáli, getur oft orðið bezta líkræða yfir málinu og það svo kröftug líkræða, að það risi aldrei, eða þá fjarska seint, upp aft- ur, og það sjá víst allir skynberandi menn, að þó það verði verið að ræða mftlið I blöðunum fram og aft- ur um óákveðinn tíma, án þess nokkur framkvæmd í verkinu eigi sér stað, en litlu eða engu liklegra til cð nálægja málið framkvæmdar- takmörkum sínum heldur en til að fjarlægja það því. Skólahugmynd Vestur-Islend- inga er þegar búin að vera allengi á prjónunum, og talsverður sjóður safnaður í því augnamiði að koma skólanum á fót. En hvað því mál- efni líður nú sem stendur er mér ekki fullljóst. Væri nú ekki reyn- andi fyrir kirkjufélagið sem hefir það mál til meðferðar, að leita sem fyrst samninga við einhvern há- skóla hér í Ameríku, helst Manitoba- háskólann í Winnipeg, um að þar yrði stofnað kennaraembætti í ís- lenzku, og það orðið að samingum jafnt því að laun kennarans |yrðu borguð úr sjóði háskólans virðist mér eins og málið horflr nú við— skólasjóðnum bezt varið til styrk- veitinga handa nemendum er stund- uðu fslenzkunám við skóla þenna, það er að segja vextirnir, því höfuð stólinn ætti ekki að skerða, heldur að auka við hann. Auðvitað ætti kirkjufélagið að semja reglur um meðferð sjóðsins eftir þvf sem því þætti við eiga. Ég hefi bent á Manitobaháskól- ann fremur öðrura skólum, af þeirri ástæðu að ég býzt við að Manitoba verði fyrst um sinn aðalaðsetur ís- lendinga f Vesturheimi, mætti því búast við fiestum nemendum þaðan, og svo að íslendingar í fylkinu yrðu sjóðnum langtum fiemur hlyntir með fjárframlög af þeirri ástæðu að hann er innanfylkis. Þvl hefir verið hreyftað íslenzk- an muni ekki eiga langan aldur hér vestan hafs- Ég skal að svo stöddu ekkert um það segja hvað alþýðu snertir. En það virðist liggja í augum uppi að langt muni umlíða þar til mentaðir íslendingar hér vestan hafs hafa að öllu 'agt nám fs- lenzks bókmáls niður, eða mftlfræð- ingar yfir höfuð, þeir sem lesa vel og til hlftar, þurfa ætíð leiðbein- ingu. Sem sagt geri ég ráð fyrir að kirkjufélagið, ef til kemur, muni áskilja sér rétt til að skipa hinn fyrsta kennara, sem hér er um að ræða. Það er engum efa undir orpið að maður sá er skipaður yrði i þá stöðu ætti að vera íslendingur sem fengið hefði alla sfna unkirbúuings- mentun heima á íslandi. og svo lært við Kaupmannahafnarháskóla. Mað- urinn þarf umfram alt að vera vel að sér í Islenzku. Þyí miklu varð- ar að kenslan sé vel af hendi leyst, og að þörf sé á þessari kenslu mun er.gum blandast hugur nm. Það þarf ekki annað en líta á fslenzuna sem hinir yngri mentamenn vcstan hafs, sumir hverjir, eða hestir, rita. Til að sjá vott um það, að þeir hafi ekki lært íslenzkuna til hlýtar, enda hygg ég þá sárast finna til þess að sérstaka íslenzku kenslu vantar hérna mégin hafsins. Yrði framkvæmd úr því að sett- ur værí íslenzkur kennari f fslenzku við Manitobaháskólann, eða annan háskóla, virðist mér réttast, að bóka- safn kirkjufelagsins væri lagt við bókasafn þess háskóla, sem viðauka- safn „Additamentum”. Það var þarft verk þegar kirkjufélagið réðst í að Kaupa hið ágæta bókasafn séra Eggerts sál. Briem á Höskulstöðum, sem alkunnur var að því hvorsu sýnt honum var um að safna bökum, og færa sér þær í nyt. í sambandi við þetta vildi ég mega benda á það, öllum þeim íslendingum hér vestra er eiga gamlar bækur, hvcrt hcldur handrit eða prentaðar bækur, að þeir létu safn þetta fá bækur þessar, ann- aðhvort að gjöf eða þá með sem væg- ustum kjörum, ef safnið vill kaupa iær, sem ég efast ekki um, með þvf gæt imargri gamalli og góðri bók verið varnað frá glötun og eyðileggingu. Ég sé á sfðasta blaði Sameiningar- innar að íslenzknr alþýðumaður í Winnipeg hefir þegar riðið á vaðið og kann ég honum þakkir fyrir. Ekki ættu menn á láta það hamla sér frá að .senda safniuu bæk- ur, þó þær væru ekki heilar, eða gallaðnr að einhverju leyti. Það hefir oft tekist að ná heilli bók sam- an f eitt með því að fá ýmsa hluta hennar sitt úr hverjum stað. Ritað 29. Júní 1901. Halldór Daníelsson. Fólksins skemtistaður. Ekkert sem á umliduum árumhefir farið fram á Winnipeg sýuingunni kemst í nokkurn samjöfnuð við það S6m þar á fram að faraíisumar: Kapphlaup, pallskemtanir og skrautlýsingar verða langtum betri í ar en nokkru sinni áður. það er þegar’fengin vissa fyrir því að gripa- akuryrkju- og handiðna- sýing- arnar verði með langbezta móti í suinar mentamála- og starfs- sýningar verða og með besta móti. Verðlisti og ailar upplýs ngar fást njá: F. W. Thompson, F. W. Heubach. President. Manager. WINNIPEG. Uppboðssala. H.nn 10. næsta mánaðar (Ágúst 1901) höfum við undirskiifai'ir ákveðið að salja verzlun okkar að Hnausum i Nýja íslandi, Man., hæstbjóðanda við opiubert uppboð. Það, sem selt verður, samanstendur af sölubúð, vörugeymslu húsum, vörum á hendi og ölluin áhöld- um í sambandi vid verzlunina. Borgun- arskllmála geta lysthafendur íengið að vita með þvi að snúa sér til undirskrif- aðra, og einnig fengið skrá ytír það sem selt verður. Þeir sem vildusinna þessu boði, en getaekki verið viðstaddir á u; pbofinu, getaseutfnn sknfleg tilboð Iviir 31, þ. m. og skulu þaú tekin tilgrtina Hnausa P. O., M»n,. 3. Júlí 1901, Sigijrbsson HliOS,

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.